Heimskringla - 24.11.1937, Síða 6

Heimskringla - 24.11.1937, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 24. NÓV. 1937 Blossar leiftranna léku um hvílu hennar. Þau birtu brigði starði hún á opnum augum. Henni kom í hug, hvort Burke gerði það sama á þeirri stundu og þá kom að henni hrollur við morgundeginum og þar næst spurði hún sjálfa sig þeirrar spumar í fyrsta sinn, af hverju hún hefði nokkurntíma samþykt að ganga í það hjónaband, af hverju hún hefði ekki heldi gengið undir forlög sín og horfið aftur til föður- húsanna. Hún hefði fengið eitthvað að gera á Englandi. Hún hefði víst notið aðstoðar föður síns, ef henni hefði ekki brostið kjark til að hverfa aftur, ef hún hefði haft nóga krafta til að vera lítillát. Nú hugsaði hún til föður síns með angri og blíðu. Þau áttu svo vel saman. Skyldi hann nokkurntíma saknar hennar? — Skyldi hann nokkurntíma óska þess að hún kæmi heim aftur? Hún fékk sviða og kökk í hálsinn og tók höndunum fyrir augun. Æ, ef hún hefði að- eins horfið aftur til hans! Þau elskuðu hvort annað og einhvernveginn finna gæzka og elska leið til sigurs. Sigrar ekki elskan alla tíð? Hver var sú rún sem rist var djúpt á hið visna tré ? Þau orð flugu henni í hug og stóðu fyrir sjónum hennar skírari en blossar elding- anna — lykill að öllum luktum dyrum — græði- lyf við hverju sári. — sá eini stigi sem feta mátti til sigurhæða veraldar. Fide et Amore! Með trygð og með ást! Enn bar svo undarlega við að henni gaf sýn. Hún sá manninn fyrir sér með taum reiðhestsins um arminn, rista þessi orð og sjálfa sig bíðandi álengdar. Orðin sjálf glóðu með logaletri fyrir augum hennar. Og þá kom það að henni, að hún var skyndilega lostin furðu: geta það verið, að bæn hennar væri heyrð og hún ekki orðið boðanna vör, ekki heyrt svarið? Nú kom þruma og fór svo nærri, að henni varð hverft, hún hrökk við með æðaslætti og settist upp. Skruggan fór hjá dvínandi, en að stúlkunni sótti órói af því annarlega hugboði, að einhver leyndist úti fyrir og biði einhvers. Glugginn var svo nærri, að hún þurfti ekki nema rétta út hendina og lyfta tjaldinu til að líta út. En fyrst í stað gat hún ekki fengið sig til þess, brast áræði til þess. Það sótti að henni að hugsa til Kieffs — fjörsugunnar Kieffs, sem var dauður. Henni varð svo bylt við að hún kólnaði öll upp. Hún þurfti ekki annað en snarast yfir gólfið og klappa á húsvegginn, þá myndi Mer- ston koma strax. En hún gat sig ekki hreyft fyrir ofboðs hræðslu. Þruman fór hjá, svo varð hljótt litla stund, svo að hún heyrði aðeins sín eigin óðu hjartaslög, og hún fór að telja sér í hug að þetta ofboð væri tilefnislaust, þá var alt í einu klappað hægt á gluggann. Hún rendi augum yfir herbergið að hús- veggnum, og reyndi að safna kröftum til að kalla á hjálp. Þá er kallað á hana lágum rómi: “Sylvía! Sylvía! Hleyptu mér inn!” Þessa rödd þekti hún, óttinn rann af henni, hún kipti upp tjaldinu og leit út. Á glugganum sá hún andlitið sem hún hafði svo oft hugsað um. Hún snaraðist fram úr, steypti á sig yfir- höfn, hleypti frá lokunni og í því hann steig inn fyrir reið skrugga hjá. Hvorugt þeirra heyrði það skrugguhljóð, því að hann tók hana í fangið og hún hélt sér í hann, sárfegin, henni létti svo mikið af því hann var og ekki annar, hann kysti hana og vafði að sér fast með ástar orðum. En er hún fann þær heitu, áfjáðu varir, vaknaði hún við. Hún hafði aldrei fundið til neinnar hræðslu við Guy, en nú tók hann svo fast á að henni varð ekki um. Hann var svo áfjáður og óhemjulegur að henni stóð stuggur af. Hún skaut upp hendinni og segir: “Guy — Guy, þú meiðir mig!” Þá slepti hann tökum og leit á hana hnar- reistur, með sínum gamla æskumanna svip. “Kærastan mín bézta, hvaða vandræði. Eg gat ekki að því gert, rétt í þetta sinn. Eg varð frá mér numinn af að sjá þig og koma við þig. En það gerir ekkert til. Láttu ekki eins og þú sért hrædd! Eg vildi ekki meiða eitt hár á bless- uðum elsku kollinum á þér.” Hún hafði hárið í einni fléttu, gildri og langri, hann greip flétt- una og kysti mikið. Hún tók titrandi hendi á öxl hans. “Guy, láttu vel. Þetta máttu ekki. Eg mátti til með að hleypa þér inn. Enn — ekki til þes3 ama.” Hann hló við lágt, skapléttur og hrósandi sigri, slepti henni samt. “Vitanlega máttirðu til að hleypa mér inn! Varstu sofnuð ? Gerði eg þér bylt?” “Rétt fyrst. Eg gat ekki sofnað, eg held af ólátunum úti fyrir.” “Þau koma sér vel fyrir okkur. Veiztu til hvers eg kom?” Hún leit við honum, það var líkt og frá honum stafaði fjöri og sig’urgleði. Hún varð forviða og kendi þess að hún væri ekki óhult. Hún svaraði: “Eg hélt þú værir kominn til að skýra frá málavöxtum. 0g til að kveðja.” “Kveðja hvern?” Hann tók á öxlunum á henni og jafnframt litu dökku augun brosandi í hennar, hvetjandi og manandi. “Þér er ekki alvara!” Hún hörfaði undan honum. “Mér 'er alvara Guy. Mér er.” Hún fann sjálf að málrómur hennar var torkennilegur, því henni varð und- arlega við framferði hans og fas. Hún átti von á vonar og vilja lausum manni, er kæmi til þess að krjúpa við fætur hennar sollinn sút og iðrun. Þessu fjöri og sjálfstrausti átti hún sízt von á. “Kantu engan skilsmun á réttu og röngu?” innti hún. Hann slepti ekki tökunum og svaraði ókær- inn: “Alls engan. Það eina sem er nokkurs virði í lífinu — ert þú, þú ein og ekkert annað. Við elskum hvort annað og þessvegna er okkur öll veröldin í lófa lagin, ef við viljum. Nei, hlustaðu á hvað eg segi, ljúfa! Eg fer ekki með staðlausa stafi. Manstu seinast þegar við vorum saman? Eg lagði við dýran eið, að eg skyldi vega sigur — þín vegna. Nú — eg er búinn að því. Eg hefi unnið sigur. Nú þegar Kieff djöfullinn er dauður, er engin ástæða til að eg fari villur vegar. Svo nú er eg kominn til þín — eftir kórónu minni.” Hann talaði lágt og hallaðist að henni. En hún kipti sér frá honum. “Guy, gleymdu ekki því, að eg er — eg er gift Burke.” sagði hún fljótmælt í hálfum hljóðum. Hann lét hana ekki lausa. “Því ætla eg að gleyma,” svaraði hann frekjulega. “Og þú líka. Þér þykir ekkert vænt um hann. Þitt hjónaband er ekki neitt, aðeins tómur fjötur.” Sylvía tók fram í með sárum trega. “Nei — nei! Mitt hjónaband er meira en það. Eg er konan hans og — geymi æru hans. Eg ætla til hans aftur — á morgun.” “Það gerir þú alls ekki!” sagði hann æfur “Á morgun skulum við bæði farin langt á burt. Heyrðu, Sylvía! Eg hefi meiri tíðindi að segja þér. Eg er orðinn ríkur. Hepnin slóst í mína för á endanum. Það er satt, þó þér þyki það lýgilegt, alveg satt. Það var eg sem vann gim- steininn. Við höfum leynt því, til að komast hjá átroðningi og sníkjum. Eg hefi altaf hugsað uppá þig. Og nú — nú er eg kominn til að hafa þig á burt með mér. Nú getum við loks- ins náð saman.” Hreimurinn í rödd hans sagði enn til, að hann þóttist ráða sigri. Hann vildi taka hana í fangið en hún vildi ekki og ýtti honum frá sér. Og í augum hennar mátti gjá, að hún fordæmdi hann, í fyrsta sinni á æfinni. “Er þetta satt?” spurði hún í þykkjutón. Hann glápti á hana, fjörið fór að rjúka af honum. “Víst er það satt. Eg gæti ekki fundið upp á neinu svo stórkostlegu til að skrökva.” Hún horfði á hann kuldalega, miskunnar- laust: “Ef það er satt, hvernig náðirðu í pen- ingana til að leggja í þá áhættu?” Hann skifti litum. “O það!” sagði hann. “Eg fékk þá lánaða.” “Lánaða?” tók hún upp alt annað en þýð- lega. “Það lán tókstu úr læstri hirzlu Burkes. Var ekki svo?” Spurningin var hvöss og með fylgi fram- sett, það var ómögulegt að víkja sér hjá henni. Hann svaraði, svo sem óviljandi: “Nú — já! En eg ætlaði að borga það aftur. Eg borga það aftur nú strax.” “Strax?” Hún gaf hljóð af sér, líkt og byrjun á kuldahlátri. Var það til þessa — að hún hætti sér og gæfu sinni, öllu sínu — og tapaði? “Þú getur borgað Kelly það,” sagði hún þurlega. “Hann greiddi það fyrir þig.” “Hvað ertu að segja?” Han krepti hnefana og þykkja fór að safnast undir blygðun hans, leiftrum brá fyrir í augum hans. En Sylvía kendi ekki ótta, aðeins sterkrar fyrirlitningar. “Eg er að segja þér, að við Donovan fórum á bak við Burke, til þess að bjarga þér, svo þú kæmist ekki í ólukku, hann lagði til peningana, eg lagði þá aftur á sama stað.” Guy horfði á hana athugasamlega, með skrítnum svip. “Stóri Júpíter!” sagði hann. “Donovan heflr aldrei skilding afgangs. Hann sendir alt sem hann getur við sig losað til móður sinnar heima.” “Hann fékk mér þá peninga, eigi að síður.” Tónninn í Sylvíu var fast að því bitur. “Og — hann lét sem þeir hefðu komið frá þér — þú hefðir skilað þeim aftur.” ^‘Mikið kænleg hugulsemi hjá honum,” sagði Guy. “Jæja, eg skal sjá um hann fái sitt. Það skal alt jafnast. Eg borga altaf það sem eg skulda — fyr eða síðar. Svo það er alt í lagi, er ekki svo? Segðu að svo sé!” Hann talaði stórmannlega, skaut sjálfs- trausti við fyrirlitning hennar. Þar næst varð þögn, er Sylvía háði harða viðureign við sjálfa sig, þar til hún segir í hálfum hljóðum: “Nei, það er ekki í réttu lagi. Það verður aldrei rétt, hvað sem á eftir kann að fara. Kveddu nú, gerðu svo vel — og farðu.” Hann greip um úlnliðina á henni, snöggu taki og hörðu, skaut þeim aftur fyrir hana, með eld í augum, og tók hana í fangið, áður en hún gat vörn við komið lagði vanga við vanga og segir í hálfum hljóðum: “Heldurðu að eg fari — héðan af ? Held- I urðu að þú getir fleygt, mér burt eins og göml- • um glófa, þú, þú sem hefir verið stúlkan mín í öll þessi ár ? Nei, segðu ekki neitt! Þér er betra j að segja ekki neitt. Ef þú þorir nú að afneita i ást þinni til mín, þá er næst mér að drepa þig! Ef einhver önnur en þú ættir í hlut, þá hefði eg ekki tafið mig á fortölum. En þú ert — þú. Og mér þykir svo ósköp vænt um þig!” Eina örlitla stund — hræðilega ögur stund — þrýsti hann vörum sínum á hennar varir, virtist soga alla hennar önd — alt fjör og líf — úr hennar titrandi líkama. Þar næst heyrðist hræðilegt hljóð, líkt og brothljóð í feysknum viði og í sama bili linaði hann átökin. Hún hrökk frá honum, greip andann á lofti og varð lausninni fegin eins og sá sem legið hefir við köfnun. Hún snaraðist til dyra, þó máttlítil væri í hnjáliðunum, og svifti hurðinni upp á gátt. Svo leit hún til baka .. . Hann húkti upp við vegg, studdi höfði í hendur sér og engdist sundur og saman, líkt og undan heljartökum einhverrar óvættar. Hann stundi og veinaði, þó hann berðist við að láta sem minst til sín heyra, virtist vera að kafna, og lét sömu látum sem hún hafði séð til hans í fyrsta sinn sem hún bað Kieff að lina þjáning- ar hans. Eftir örlitla stund náði hún kröftum sínum, bældi niður ógeð sitt og hryllilegan viðbjóð, sjónir hennar skírðust, skugginn illi hvarf úr vitund hennar. Hún sá manninn eins og hann var — auman hjálparþurfa og hrærðist til með- aumkvunar. Hún lét aftur dymar, hvarf aftur inn í herbergið, barðist við óhug sinn í hverju spori þar til hún kom að þeim sjúka, lagði hend- ur á hann, og þá hvarf frá henni stuggurinn. “Fáðu þér sæti,” sagði hún: “Fáðu þér sæti og láttu mig hjálpa þér!” Hann lét hana ráða, hún leiddi hann að rúminu og þar lagðist hann. Hún opnaði háls- málið á skyrtu hans og bar vatn að vörum hans. Fyrst í stað kom hann engu niður, hann reyndi aftur og aftur og á endanum tókst honum að kyngja svolitlu. Þegar lítið leið frá, bað hann hás og stamandi, svo varla skildist, um meðalið sem hann hafði altaf til á sér. Hún leitaði í vösum hans og fann það. Skrugguraar voru farnar að fjarlægjast, birt- an af eldingunum dvínuð, skuggsýnt í herberg- inu. Hún skrúfaði upp í lampanum og bar birt- una að Guy. Og á þeirri stundu þóttist hún sjá feigð á svip hans .... Við það varð henni svo, að henni hvarf allur vafi og æsing. Hún tók rólega um hand- legginn á honum, sem hann rétti fram beran, tók eftir hve magur hann var, án vorkunnar eða annarar tilfinningar rendi örugg oddi pípunnar í hið hvíta hörund. Hann sat uppi og lagði hinn handlegginn utan um hana, eins og skelkað barn vefur sig að öðrum óhræddum og góð- viljuðum. “Vertu hjá mér!” sagði hann í hálf- um hljóðum. “Farðu ekki frá mér!” Hann hallaði sér upp að henni, allur skjálf- andi og barðist við andardráttinn, hélt sér að henni en hún hafði hendina á hans svarta, lút- andi höfði. Hún beið hjá honum eftir bata hans, sem var seinn að sýna sig. Meðal Kieffs hafði ekki eins fljótar verkanir nú eins og áður. Smátt og smátt varð honum hægara um andar- drátt, vöðva teygjunum linti. Skrugguhljóðin heyrðust við og við í fjarska, það fór að líða að degi. , Eftir langa, langa þögn segir Guy: “Mig vantar — mig vantar —” Hún beygði sig niður að honum, tók um herðar hans, henni þótti sem kvalakastið hefði hreinsað hann af öllum sora. Vesöld hans vein- aði á hana; alt annað var gleymt. Hann sneri andlitinu upp til hennar og þó það bæri vott kvalanna, voru augun skær og alveg laus við girndar brag. “Hvað vantar þig?” spurði hún mjúklega. “Eg hefi verið hræðilega vondur þér, Sylvía”, sagði hann með hvíldum. “Stundum fer fjandinn í mig, svo eg veit varla hvað eg geri. Eg held það sé Kieff. Eg vissi ekki hvað víti var fyr en eg kyntist honum. Hann kendi mér sama sem alt sem eg veit þar að lútandi. Hann var líkastur hryllilegu sjúkdóms meini. Hann gerði hvern að ræfli, sem hann náði til. Alt sem hann snerti á, fór aflaga og umhverfð- ist.” Nú þagði hann nokkra stund, segir svo alt í einu með ungs manns fjöri: “Svona, nú er það búið, elskan. Viltu fyrirgefa það alt saman — og lofa mér að byrja upp á nýtt? Mig hefir altaf elt sú bölvaðasta óhepni.” Hann mændi á hana bænaraugum, með djörfung líka og sjálfstrausti. Hann vissi að hún gat ekki neitað. Og eftir stundarkorn laut Sylvía að honum og drap vörum á enni hans, vegna þess sem hún sá — að feigðin hefði kallað hann. Hún vissi líka, að sá fjandi sem hafði ægt henni, var af honum útgenginn. Þannig leið stundin yfir þau, að þau héldust í andans sameining, ólíkri því sem áður hafði milli þeirra farið. Svo hneig handleggur Guys af henni og hann stundi þunglega. Hún sá að augu hans voru aftur, en var- irnar hreyfðust og umluðu nokkuð, sem varla heyrðist: “Lof mér að hvílast — ofurlítið. Eg verð alhraustur eftir á.” Hún lagði hann hægt á koddann og síðan fætur hans upp á rúmið, hann umlaði þakkarorð og leitaði hvíldar eins og uppgefinn krakki. — Hún sneri ljósinu frá honum og tc> að klæða sig í húminu. Hún var búin að horfa svo oft upp á þá dauðs mánns dúra, að hún óttaðist ekki að hann brigði blundi. Skömmu seinna gekk hún til dyra og lauk upp. * ' Það var farið að létta til. Á loftinu var að líta ljósgula glætu, líkt og glampa Iegði af miklu báli bak við dökkbláan fjalla kamb í fjarska. Sléttan víð og hljóð sem dumbshaf. Hún stóð kyr og undraðist eins og sú sem skotið hefir upp úr djúpunum og trúir varla að hún hafi bjarg- ast. En nú var hrellingin frá henni vikin líkt og vondur draumur. Hún stóð í birtu brigðum og beið í hljóði eftir því að dagur rynni. IX. Kapítuli Vikasveinninn Joe trítlaði og haskaði sér sem hann kunni, enda rak sú skrækhljóðaða Mary Ann á eftir honum. Þó varla væri bjart, var húsbóndinn kominn á fætur og heimtaði sínar stóru rosabullur. Joe póleraði reiðistígvélin en sú svarta bústýra tjáði honum, að varla kæmist hann hjá hýðingu þennan ganginn, fyrir svik og seinlæti en sú fagra Rósamunda bar á borð með svo miklum flýti og fumi að hún rak sig á alla stóla sem hún fór hjá. Þessar þrjár svörtu manneskjur fumuðu og gömbruðu og létu látum, eins og húsið væri fult af blökku- kindum, en Burke lét sem haijn heyrði ekki til þeirra né sæi, tók sér bita í flýti, sagði nokkur orð um verka tilhögun og skálmaði til léttivagns er beið hans tygjaður með tveim folum fyrir, fór hart úr hlaði með miklum jóreyk, og við það létti svertingjunum mikið. Þau fetuðu hægt og seint til sinna hreysa og lögðust til svefns á ný, rykið settist á alla hluti í logni morguns ársins og alt varð kyrt. Hestarnir voru ólúnir og ólmir og ekki hélt Burke aftur af þeim. Hann hafði vakað þá nótt og hugsað um ferðalagið og um hvað morgun- dagurinn mundi færa og vildi óður flýta ferð sinni. Ekki þótti honum fákarnir fara of geyst. Nú rofnuðu skýin á bak við hann. og fyrstu geilsar sólar flæddu um sléttuna, ekki seinkaði hann ferð sinni fyrir það, heldur vildi hann fara harðara, hann hafði hugsað sér, að leggja snemma upp til heimferðar, áður sól væri hátt á lofti. Það mátti heita, að hestarnir færu í einum spretti þær tíu mílur sem var á milli bæjanna. Hann hýrnaði við að líta bárujárns skýli Merstons, svo ljótt sem það var og hugsaði með sér: Hvernig ætli hún Sylvía uni sér í þessu kothýsi ? Hann stöðvaði gæðingana, fór á hæga- gangi heim að bænum, skimaði eftir hvort nokkur væri kominn á flakk. Þá var sól risin, Merston væri víst kominn eitthvað á burt, kona hans sjálfsagt að undirbúa morgunverð og Sylvía---- Eitthvað fór alt í einu um hann, hann hýrn- aði og hrestist, hjarta hans sló örara. Sylvía kom í því bili út úr skýli því sem haft var fyrir gestastofu, hún hafði sólarglóðina í augunum, svo að hún sá hann ekki, þó hún stæði við á þröskuldinum örlitla stund. Hún sneri sér við og sagði við einhvern inni fyrir: “Bíddu við meðan eg sæki þér eitthvað að borða! Svo máttu fara þegar þér líkar.” Hann heyrði glögt til hennar og í róm hennar var sú blíða sem hann hafði heyrt einu sinni áður, þegar hún rétti andlitið móti kossi hans, og nefndi í svefnórunum annars manns nafn um leið. Hann sat hreyfingarlaus, líkt og stirðnaður í sætinu, en hún skelti hurðinni á eftir sér og gekk út í sólskinið og enn sá hún hann ekki af ljóma morgundýrðarinnar. Hún fór óðara í hvarf bak við íveruhúsið. Rétt á eftir skrefaði Burke upp hlaðið, og þá var svipur hans miklu ógurlegri en á óarga dýri, hann hratt upp hurðinni að gestaskýlinu og gekk inn, fór hratt og þó hann læddist ekki, heyrðist sama sem ekkert til hans. Maðurinn sem inni var heyrði ekki til hans, hann sat á rúmstokknum og spenti krækju á skálmahlíf sinni, svo leit hann upp. Þá skaut Burke lok- unni fyrir hurðina. “Nú” sagði hann. “Halló!” sagði Guy og stóð upp. Báðir þögðu, voru hver öðrum líkir í sjón, þó margt væri næsta ólíkt með þeim, og undir þögn þeirra bjó sú mesta grimd, sem í mannleg brjóst getur runnið. Burke varð fyrri til máls, varir hans þunnar og fölvar og með annarlegum svip: “Hefirðu nokkurn skapaðan hlut að segja þér til málsbóta?” “Ekki hér,” sagði Guy og leit í kringum sig, “og ekki á þessari stund. Eg skal ekki forð- ast þinn fund. Hvar eigum við að hittast?”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.