Heimskringla - 02.03.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.03.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 2. MARZ 1938 WINNIPEG, 2. MARZ 1938 RÆÐA FORSETA (Við setningu 19. ársþings Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vesturheimi 22. febrúar 1938) Heiðruðu þingmenn og gestir! Það er orðinn viðtekinn siður hjá oss í félagsskap vorum, við þingsetningu ár hvert, að forseti skýri frá því helzta sem gerst hefir í sögu félagsskaparins og þá líka í stuttu máli frá þeim atburðum, er í víðtækari eða þrengri merkingu hafa stutt að gengi hans eða verið honum til tafar. Skal nú enn reynt að fylgja þessum sið og skýra frá því helzta sem félagslega hefir á daga vora drifið, því sem félags- stjómin hefir leitast við að gera eða látið ógert af því sem henni var fyrir sett á síðasta þingi. Nú, þegar vér setjum ársþing þetta, hið nítjánda, er viðhorfið innan hins cana- diska þjóðlífs, og út um heim, svipað því sem það var fyrir ári síðan, og almenningi engu hagstæðara yfirleitt. Hinu sama fer fram og þá var að gerast, ófriði og ó- sátt innbyrðis og út á við meðal þjóða á austur og vesturlöndum, sem enginn kann um að segja hvern enda hefir. Ætla eg ekki að segja þá sögu, sem öllum er kunn og öllum er óhugðarefni. Þjóðbandalagið er að engu orðið, hafi það þá nokkurn tíma verið nokkuð, eða annað en framhald hinn- ar gæfusnauðu friðarráðstefnu þar sem fjögur heimsveldin réðu lofum og lögum meðan þau gátu komið sér saman en slitu svo í sundur á milli sín þegar hagsmuna vegirnir skildust. Eftir því sem nú er á daginn komið, eru allar líkur til að skoðanir þeirra senatóranna Cabots og Borah hafi verið réttar og Bandaríkja þjóðinni verið gæfa mikil, að eiga engan félagsskap með því. Áreiðanlega réð lengi fram eftir, á ráðstefnum þess, hlutdrægni og hefnigirni, sem sýndi sig í daufheyrslu við málstað minnihluta þjóðernanna í nýríkjunum sem sett voru á stofn, og skiftum þess við fá- mennari þjóðirnar. Voru þá úrskurðirnir tíðum miðaðir við laun eða refsingu eftir því hvernig á stoð. Ma þar til dæmis taka Transylvaníu málið, Slésíumálið og Álands- eyja málið. Nokkrir eru þó enn sem halda því fram, að hefði' Bandalagið náð að eflast hefði það orðið friðinum til eflingar og stutt lög og rétt í viðskiftum milli þjóðanna. En öllu fremur byggist skoðun sú á von en vissu, eins og stofnað var til þess í upphafi. Þá má og virðast sem einveldisstefna sú er með frekju og yfirgangi hefir sótt fram á undanfömum árum og gengur, eins og Ögmundur bóndi Eyþjófsbani undir einu af þremur nöfnum sem hún hefir valið sér, eftir því á hvaða stað hún kemur fram, hafi heldur vaxið fylgi á þessu síðastliðna ári. Hrammana hefir hún lagt upp á strendur þessarar álfu, þar sem Brazilía varpaði um koll lýðræðinu á síðastl. hausti en hóf upp í þess stað einveldið. Að vísu má segja að mjótt sé beggja á milli', í hinum latnesku löndum álfu þessarar, og eigi langt spor stigið, frá öðru til hins, þar sem lýðræðið hefir aldrei annað verið en skuggi; en þó má svo álíta, sem sporið hafi fremur verið stigið aftur á bak en áfram. Ribbaldaríkið mesta í Austurálfunni hefir tekið upp þessa stefnu og beitir henni nú hvað ákafast, og hvarvetna þar sem vald þess nær til. Innan þjóðfélagsins hér og í nágranna ríki voru sunnan línunnar, hefir stefna þessi rekið upp höfuðið eða höfuðin, því hún er þríhöfða eins og risamir fomu, en þó lítt að marki, enn sem komið er. Lýðríkin helztu, nú sem stendur, eru Norðurlönd, fyrst og fremst, og þá Brezka ríkið og Bandaríkin; það eru með öðrum orðum rí'ki hinna nordisku þjóða. Eimir eftir hjá þeim af hinni fornu lífsskoðun, trúnni á frelsi einstaklingsins, réttinn að velja og hafna, vera sinnar “lukku smið- ur,” sem var meginþáttur hinnar fornu siðspeki, en hlýta ekki athafnabanni og ófrelsi, að vera í engu sjálfráður um eigin kjör og sýslan, og eiga hvorki kost á að hugsa eða standa, eftir eigin ávísan. Af- dala karlinn og kerlingin réðu búi sínu, afdalnum og geitahjörðinni, og þegar for- ystu geitin “Gæfa” hvarf þeim þá sendu þau son sinn að leita hennar og gafst vel, í stað þess að fá forráð sín í hendur forsjár manni er ráða skyldi “gæfu”-leit þeirra. Það er þessi afstaða, þetta viðhorf við lífinu, þessi lausn á vandamálunum, sem lagt hefir grundvöllinn að lýðréttindunum og varðveitt þau fram á þenna dag. Að fá öðrum alveldis umboð sitt að gæfuleit- inni, er nokkurn veginn hið sama og að missa einstaklings eðli sitt, hætta sjálfur að vera sjálfur. Þú, sem það gerir, lifir ekki lengur, heldur lifir hann í þér sem hið skilyrðislausa vald hefir fengið til að steypa upp hugsanir þínar og fyrirskipa þér lífsins veg. Mönnunum hefir verið líkt við gras, og það er sönn líking. Þeir eru “sem gras, er skjótt hverfur.” Grasið grær njóti það regns og sólar, það þroskast, móðnar, út- endir æfiákvörðun sína. Sólin er heit, regnið er svalt, en hitinn og kuldin næra það. En sé það fært á þann stað þar sem sólin nær eigi til þess með hinum steikjandi geislum sínum, undir skugga trjánna, þar sem regndroparnir falla aflvana af trjá- greinunum niður á það, breytist vöxtur þess. Það verður gelgju gult, það missir allan lífrænan lit, verður afllaust og nýtur hvorki eða neytir krafta sinna. Þessar andstæðu stefnur, einræði og lýðræði eiga sína talsmenn hér í álfu, en langflestir munu þó naumast gera sér grein fyrir þeim. Barátta þeirra um yfirdrottnan í mannfélaginu, eða öllu held- ur hinn mikli uppgangur einvaldsstefn- unnar á síðari árum, og þá á þessu liðna ári, hefir haft djúpar verkanir á atvinnu og viðskiftalíf þjóðanna og orðið tli þess að sveigja það inn á óeðlilegar brautir. Hefir þetta hamlað því að nokkurt full- komið jafnvægi hafi komist á iðnað og framleiðslu er stuðlr að almennri vellíðan þótt iðnaður hafi verið rekinn í stórum stíl að vísu. Framleiðslan hefir ekki verið af réttu tagi til þess að skapa aukin lífs- þægindi eða til að bæta úr skorti almenn- ings. Iðnaður þessi hefir að mestu leyti verið rekinn í þarfir hernaðarmálanna. En af því að hann hefir í svipinn bætt lítilsháttar úr atvinnuþorf þjóðanna hefir almenningur látið sér þetta vel líka og með túlkun og tilhjálp þeirra er hlut eiga að máli, gert sér vonir um að þessi iðn- rekstur sé fyrirboði hagsælli tíma; en í sannleika er hann eigi annað en framhald þeirra verka er gert hafa heiminn snauðan og fært hörmung sína yfir mannkynið. Alt það efni sem notað er til þessarar fram- leiðslu er ónýtt gert til lífsframfærslu manna. Og það er mikið. Svo er gizkað á að full 70% af allri iðnframleiðslu síðast- liðið ár hafi gengið til hemota og mun þó ekki alt talið. Málmtekjan; gullið, silfrið, járnið, koparinn, auðurinn, sem grafinn er úr fylgsnum jarðar, timbrið, ullin, — alt þetta og svo fjölmargt fleira, er haft til óhagnýtra hluta, á aðra síðuna vegna þessa ofríkis anda er heimtar af ein- staklingnum skilyrðislausa uppgjöf á öllu skoðana og athafnafrelsi og sett hefir sér það takmark að leggja undir sig heimmn, en á hina síðuna, af ótta við öryggisleysið og það að verða borinn ofurliði ef sjálf- stæðið þarf að verja sig. Hægra mun að kenna ráðið við þessu öfugstreymi en að koma því í framkvæmd. Iðnreksturinn hefir verið of einhliða en hann verður að miða til almennra nota og vera sem fjölbreyttastur ef almenningur á að geta haft lifibrauð sitt af honum; ein- hæf framleiðsla útilokar megin hluta alls vinnandi fólks, og þar af leiðandi þrengir lífskjör þess á allan hátt, og er því að mjög litlu leyti til bóta. Það hafa verið fundnar upp ýmiskonar nýjar kenningar er ráða eigi bót á þessu með skjótum hætti og öruggum, er eignast hafa sína sögu á þessu ári; en dregist hefir fram að þessu til umskiftanna svo að mörgum hefir orðið helzt fyrir að spyrja eins og Þorst, Erlings- son kvað: “Hvenær koma, kæri minn, Kakan þín og jólin.” Kakan er ókomin og þá líka jólin. Eins og yður er kunnugt, er fyrsti lið- urinn í stefnuskrá félagsskapar vors þessi: “Að stuðla að því af fremsta megni að fs- lendingar megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi.” Var á þetta minst á síðasta ársþingi og vil eg enn minna á það. Með ýmsum hætti er hægt að sýna sig nýtan borgara eftir almennum mæli- kvarða, en í því efni, sem öðrum er það sérstaklega eitt sem auðkennir einstakl- inginn sem hinn ágætasta borgara, en það er starf hans í þjóðfélaginu ef það er af réttu tagi; — það eru áhrif þau sem hann hefir á samtíð sína, og það sem hann legg- ur henni' til á andlega og verklega vísu. Það gjald, er oss auðfengið og vér vel að því komin. “Gull og silfur eigum vér ekki,” og það er jafnvel kannske svo ástatt fyrir sumum að vér eigum erfitt með að svara hinum venjulegu opinberu kröfum borgar og sveita, en vér eigum öll, einn sjóð, nægilegan til þess að svara þessu öllu, sjóð sem aldrei þrýtur en vex þess meir sem af honum er tekið. Sjóður þessi er þjóðararfur vor, viðhorf hinna norrænu þjóða, skoðun þeirra og útlegging á lífinu. Einn fyrsti og stærsti þátturinn í norrænni menningu er krafan um frelsi og frjáls- ræði einstaklingsins. Án þess frelsis nær einstaklingurinn ekki fullum þroska, hversu sem að honum er hlúð af hinum sterka armlegg ríkisins. Honum fer eins og grastorfunni sem færð er úr sólinni undir skugga trjánna. Með þessum arfi getum vér goldið vora æðstu borgara skyldu, ekki sízt eins og nú stendur og eg hefi drepið á. Þar sem nú er um völdin togast og um frelsið barist, þá látum áhrifa vorra gæta út frá voru arf- genga sjónarmiði, að vernda einstaklings- frelsið, innan þeirra þjóðfélaga sem vér búum með. Fyrst og síðast metum allar stefnur eftir þeim þroska meðölum sem þær færa einstaklingnum, og látum það ekki um oss spyrjast að oss sé svift af fótum með neinum fagurmælum eða flot- gjöfum. Eigum engan þátt í undirmálum eða launsvikum við frelsið, því það er dýr- mætast og hefir verið dýrustu verði keypt af öllum eigum mannkynsins. Hinni cana- disku þjóð, bandaríkjaþjóðinni er eigi meiri styrkur að öðru, eigi sízt á þessum tímum, en að hver einasti einstaklingur, leggist á eitt til að varðveita mannréttind- in innan þjóðlífsins. * * * Þá er að snúa sér að sjálfum félagsmál- unum, og gerðum nefndarinnar á síðastl. ári og hvarflar manni þá fyrst í huga missir mætra og góðra vina — félags- systkina — er kvaddir hafa verið burt á þessu liðna ári. Meðal þeirra eru þessir einkum: Halldór J. Egilsson í Stvan River; Jón Halldórsson í Langruth; frú ólöf Martha Skaptason, Halldórsson í Winni- peg; Philip Johnson að Lundar; frú Hall- fríður Sigurðsson að Wynyard; Kristlaug- ur Andrésson, Árborg; Joseph Stefánsson í Winnipeg; Elías Geir Jóhannsson að Gimli; ólafur læknir Björnsson í Winni- peg; Gunnl. Ólafsson í Winnipeg; Magnús Hinriksson við Churchbridge; Jón Janus- son í Foam Lake; Eyjólfur S. Guðmunds- son í Tacoma; Grímur ólafsson við Ross, Minn.; Jón Skúlason við Geysir; Gunnar Hermannsson við Leslie; Þorgeir Simonar* son við Blaine; Kristín Ásmundsson í Cal- gary; Sigurður Oddleifsson í Winnipeg; Runólfur Halldórsson í Selkirk; Árni Tómasson við Brown, Man. Eftir þessa alla er skarð, suma svo stórt að það verður aldrei fylt í íslenzku þjóð- lifi' vestan hafs. Með þaklæti minnumst vér samvinnunnar við þessa vini og vel- gerða þeirra í garð íslenzkra mála, og vottum ættingjum þeirra og aðstandendum innilegustu samúð vora og hluttekningu. Útbreiðslumál Allmörg mál voru nefndinni' falin af síð- asta þingi og hefir verið reynt, eftir því sem ástæður hafa leyft að gera þeim ein- hver skil. Eins og að undanförnu eru útbreiðslu- málin aðal viðfangsefni félagsins. í eðli sínu hefðu þau átt að vera auðsóttust og eiginlega úr starfssögu félagsins fyrir löngu, því ekkert er eðlilegra en að allir íslendingar hér í álfu hefðu strax gefið kost á því að ganga í félagið. En svo hefir verið fært í þenna flokk fleira en það eitt að auka félagatöluna. öll kynning á fslandi og íslenzkri þjóð, hefir verið flokkuð undir þessum lið svo sem fyrirlestraferðir og fleira. Á þessu síðastl. ári hefir félagatalan aukist að drjúgum mun. Félagsdeild hefir verið stofnuð að Mountain, N. D., og eru hér staddir á þingi fulltrúar hennar, er á sínum tíma skýra frá útbreiðslustarfinu þar syðra. Nokkrar fyrirlestraferðir hafa verið farnar í erindum félagsins og eru þessar helztar að telja. í júní kaus nefndin Þorvald Pét- ursson til þess að flytja erindi og kveðju félaggins á allsherjar þjóðræknisþingi Norðmanna er haldið var í Swift Current í júní. Var erindi þetta birt í “Hkr.” nokkru síðar. Þá hefir forseti félagsins heimsótt tvær deildir, “Fjallkonan” í Wynyard og “Brúin” í Selkirk og flutt hjá þeim erindi. En lang afkasta- mestur hefir vara-forsetinn dr. Richard Beck verið eins og áður, við fyrirlestrahald og ritgerðir er hann hefir samið á ensku máli og birt í ýmsum tímaritum. Veit eg að hann gerir grein fyrir þessu starfi sínu, síðar á þing- inu, og verður þá að maklegleik- um þakkað það. Samvinnumál við fsland hafa að nokkru færst í aukana á þessu ári. Eins og þingheimur mun minnast stóð það til við síð- astl. áramót félagsins, að hingað kæmi heiman af ættjörðinni for- seti “Sambands Norðlenzkra kvenna,” og ritstýra kvenna- blaðsins “Hlín”, fröken Halldóra Bjarnadóttir og ferðaðist hér um bygðir íslendinga. Talaðist svo til þá að félagið í s^meiningu með íslenzkum kvennasambönd- um og félögum tæki á móti þess- um velkomna gesti og ráðstafaði ferðum hennar. Kaus þingið tvær konur í þessa móttökunefnd, er munu leggja fram skýrslu hér á þinginu. Þá var þess farið á leit af stjórn íslands við forseta félags- ins, að hann flytti þá beiðni stjórnarinnar við félagið að stjórnin óskaði eftir aðstoð þess og samvinnu um íslenzka sýn- ingu er verður sett á stofn á al- þjóðasýningunni í New York 1939. Ritaði ríkisráðið félaginu bréf þess efnis, er lagt verður fram á sínum tíma, er mál þetta kemur fyrir þing, til umræðu. Þá var þess ennfremur farið á leit við stjórnarnefnd félagsins af Landkynningar skrifstofu ís- lands, að félagið aðstoðaði hana i því efni að ná í sem mest af því sem ritað er í hérlend blöð um land og þjóð, svo að auðveld- ara yrði að kynna sér álit út- lendra ferðamanna á landinu og þjóðinni og hnekkja þeim ó- sannindum og leiðrétta þann misskilning er þar jkynni rað koma fram. Vildi eg mæla með því að þessari kvöð yrði sérstak- ur gaumur gefinn. Það myndi krefjast dálítils starfs en lítilla peninga. Til eru félög bæði hér í landi og í Bandaríkjunum, sem nefnast “Clipping Bureaus” *— (Blaðklippufélög) sem hafa með höndum svona lagað verk, að safna upplýsingum og blaða úr- klippum um sérstök mál fyrir litla þóknun. Er mér sagt að þau setji 5c fyrir úrklippuna. — Verður væntanlega skipuð nefnd í þetta mál sem og hin önnur er að samvinnumálinu lúta, er þá gerir þinginu frekari' grein fyrir öllu saman. Enn komst til tals, við fyrv. ráðh. Jónas Jónsson á síðastl. sumri, að Alþingi og stjómar- ráðið myndi í nálægri framtíð fara að athuga möguleika á mannaskiftum milli íslendinga austan og vestan hafsins. Þá var og rætt um það hvort hann myndi taka boði félagsins ef til kæmi að koma vestur hingað og ferðast um meðal landa smna hér. Tók hann þessu ekki fjarri og mætti svo fara að þessi ráð tækjust ef vel væri á haldið. Gæti það orðið mikill styrkur þjóðræknismálum vorum og orð- ið til að auka skilning frænda vorra heima á þessum týndu kynkvíslum í Israel. Útgáfumál hafa verið þau sömu sem ráð var fyrir gert á síðasta þingi — “Tímaritið” sem nú er full prent- að, og barnablaðið “BalduHsf brá”. Hinir sömu starfsmenn, og voru í fyrra, hafa verið við bæði ritin, og þeir sem unnið hafa að útgáfu Baldursbrár gef- ið verk sín að öllu leyti. Verður lögð fram skýrsla síðar á þing- inu af ráðsmanni Baldursbrár, Mr. B. E. Johnson. Minjasafn og Minnisvarðamál Fram að þinglokum í fyrra, hafði sérstök milliþinganefnd mál þessi með höndum en þá voru þau falin stjórnarnefndinni. Um minnisvarðamálið er það að segja, að því er lokið hvað snert- ir þjóðræknisfélagið. Verkið er borgað og minnisvarðinn afhent- ur Gimli-bæ. Ritari-féhirðir minnisvarðanefndar mun gera lokaskil fyrir þessu máli tíman- lega á þinginu. Aftur á móti er minjasafns málinu litlu framar komið en var á síðasta þingi. Tekið hefir verið á móti nokkrum gjöfúm og mun safnvörður gera grein fyrir þeim síðar. Enn er safnið ekki orðið það, að stjómarnefndin hafi álitið tiltækilegt að fara að búa um það á fjöllistasafni bæj- arins þar sem því er fyrirhug- aður staður í framtíðinni. Á það því hér við sem svo margt annað sem með höndum er haft að “betur má ef duga skal,” ef safn þetta á að verða það sem vér öll óskum eftir, fyrirrennur- um vorum hér í landi til sóma og góðrar minningar. Fræðslumál Fylgt hefir verið hinu sama fyrirkomulagi með þau sem á undanförnum árum og nefndar frumvarpið ætlaðist til er sam- þykt var á síðasta þingi. Skólar hafa verið haldnir í Winnipeg, að Mountain, N. D., í Selkirk og víðar. Kennarar hafa unnið kauplaust, en lítilsfjörlegur styrkur hefir verið veittur af fé- laginu til kenslubóka og húsa- leigu. Verður mál þetta betur skýrt síðar af nefnd þeirri er kosin verður hér á þinginu til þess að athuga það. Fjármál Frá fjárhag félagsins þarf eg ekki að skýra því féhirðir mun leggja fram prentaða skýrslu yfir útgjöld og eignir félagsins. Þó langar mig til að fara um það nokkrum orðum og þá benda fyrst á það að þetta síðastl. ár hefir að öllu samantöldu verið hagstæðasta árið í sögu félags- ins. Á þessu ári hafa safnast yfir $2,000.00 í auglýsingum, í Tímaritið fyrir framúrskarandi dugnað auglýsinga safnendanna Jóns J. Bíldfell og Ásm. P. Jó- hannssonar. Er upphæð þessi' rúmum $200.00 meiri en í fyrra. Svo kemur Tímaritið til að kosta félagið öllu minna en í fyrra, þó það sé heilli örk stærra. Að vísu er það félaginu hagur að fá prentun þess gerða, með árr hverju, fyrir lægra og lægra yerð, en álita mál er það frá þjóð- ræknislegu sjónarmiði, hvort sá hagnaður er að öllu leyti' æski- legur, því verðsparnaðurinn kemur niður á íslenzku blöðun- um, sem árið um kring gefa fé- lagsskapnum dálkarúm og aug- lýsingar, sem ef reiknað væri til verðs, skiftir mörgum hundr- uðum dollara. Þau hafa fært prentunar tilboð sín altaf niður, þangað til þau nú nema tæpast vinnukostnaði. Viðhald og rekst- ur blaðanna er þjóðræknisstarf og sízt hið veigaminsta, má því félagið naumast við að veikja það á nokkum hátt. Þá hafa félagagjöldin inn- heimst á þessu liðna ári frábær- lega vel, auk þess sem nýir fé- lagar hafa stutt að því að auka þau. Er þetta ágætu starfi fjár- málaritara hr. Guðmanns Levy að þakka, hjálparmanna hans og fjármálaritara Fróns hr. Gunn- björns Stefánssonar. Er því bæði meira líf og fjör með félaginu en verið hefir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.