Heimskringla - 02.03.1938, Síða 5

Heimskringla - 02.03.1938, Síða 5
WINNIPEG, 2. MARZ 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA Og svo síðast á árinu, hefir félaginu hlotnast höfðingleg dán- argjöf er kemur til að nema alt að $1,700.00. Þessi rausnarlega gjöf er veitt félaginu skilmála- laust af hr. Elías Geir Jóhanns- syni á Gimli, er andaðist hér á almenna sjúkrahúsinu 20. sept. s. 1. Skifti hann upp eignum sínum milli ýmissa félagsstofn- ana íslenzkra, er sýnir hugsun hans og innræti sem fslendings. Hann var maður fáskiftinn, hafði sig lítið frammi, en sí- starfandi, sannur og trúr, orð- heldinn og einlægur. Vona eg og treysti því, að gjöf þessi haldi uppi heiðri hans og minn- ingu meðal landa hans hér á vesturvegum. Féhirðir mun leggja fyrir þingið fyrirspurn og bendingu hvort eigi sé hyggilegt að ráð- stafa sjóðum félagsins, er nú liggja sem næst arðlausir á banka, á hagkvæmari hátt en hingað til hefir verið gert. Legg eg til að þingheimur athugi ná- kvæmlega þær bendingar er hann kann að gefa. Rithöfundasjóður hefir staðið nokkum veginn í stað á þessu ári. Yfirlit yfir eignir hans er birt í féhirðis skýrslunni. Auka hefði þurft við hann eftir því sem kraftar leyfðu, því engu fé er betur varið en því sem lagt er til íslenzkra höfunda og bókmenta hér í álfu. Söfnun ísl. sagna og munnmæla Nokkuð hefir verið unnið að þessu máli á árinu. Milliþinga- nefnd hefir það með höndum og leggur formaðurinn, séra Sig- urður Ólafsson væntanlega fram skýrslu yfir það hvað nefndinni hefir orðið ágengt með söfnun rita og sagna af þessu tagi. Félagsskapur ungra fslendinga Hreyfing hófst hér á þinginu í fyrra meðal yngri íslendinga hér í bæ að stofna þjóðræknis- félagsskap sín á meðal hliðstæð- an við Þjóðræknisfélagið. Hefir máli þessu skilað áfram svo, að stofnuð er nú deild er tekin hefir verið upp í Þjóðræknisfélagið og er félagatal hennar birt í þessa árs hefti Tímaritsins. Þá mun og lögð verða fram skýrsla if formanni deildarinnar er skýr- ir frá þessari félagsstofnun greinilegar en hér er sagt. Framtíðarhorfur Út frá þeim vegaskilum sem vér stöndum við, fæ eg ekki ann- íð séð en að félagsskapur vor eigi bjarta framtíð fyrir höndum. Skilningurinn er að verða al- mennari á starfi og köllun hans, hugir manna eru að sameinast um hann, og hendur eru oss rétt- ar nú, æ fleiri og fleiri yfir hafið. Ekkert ætti heldur að vera oss hugstæðara en í sameiningu að rifja upp fyrir oss æfi* og líf þjóðar vorrar og eftir fremstu getu útfæra sögu hennar hér á vesturvegum. Vér höfum mist frá oss mæta stuðningsmenn og höldum áfram að _ missa ágæt félagssystkyni með ári hverju. En þau hafa þá líka skilið eftir hjá oss ljúfar minnmgar og fagrar menjar, sem oss er gott að eiga. Til dæmis má nefna hinn góðkunna og vitra bændaöldung Magnús Hinriksson við Churchbridge er andaðist á þessu hausti 4. dag nóvember mánaðar. Hann var stofnandi- og sem næst verndari deildarinnar “Snæfell” í Þing- vallabygð. Fyrir rúmu ári síðan gaf hann háskóla íslands $1,000 á tuttugasta og fimta afmælis- degi skólans og nú með erfða- bréfi sínu gefur hann $3,000.00 er leggjast skulu í sjóð til þess að koma á fót kennaraembætti í íslenzkum fræðum við háskóla Manitoba-fylkis. Hann bar jafn- an heiður og sóma hinnar ís- lenzku þjóðar fyrir brjósti,- og sjálfur var hann þjóð sinni til sæmdar, og virðingar um sína daga. Á þessu síðastliðna ári tók ríkisstjóri' Canada, Tweedsmuir lávarður, þeim tilmælum nefnd- arinnar að þiggja kjör sem kon- unglegur heiðursverndari félags- skapar vors (Honorary Royal Patron). f því máli gekk Dr. J. T. Thorson á milli nefndarinnar og landstjórans. Þökkum vér landstjóranum þá virðingu sem hann sýnir með þessu félagi voru og þjóð vorri yfirleitt . Vér árnum honum allra heilla, sem og stjórn hans og þessu fóstur- landi voru, sem verið hefir oss “örugt vígi” í lífsbaráttunni í 65 ár. Vil eg svo enda þetta mál mitt með því að bjóða yður öll vel- komin á þetta nítjánda ársþing Þjóðræknisfélags fslendinga í Vesturheimi. Eg óska og vona að þessir dagar, sem vér erum stödd hér á þessu þingi verði yður ánægjulegir og til varan- legrar gleði. Það er holt að hafa átt Heiðradrauma vökunætur Séð með vinum sínum þrátt Sólskins rönd um miðja nátt Aukið degi í æfi þátt Aðrir þegar stóðu á fætur. R. P. PILAGRIMAR (Flutt á Frónsmóti 1938) Sé eg, líkt og fjöll í fjarska, fylking prúða líða hjá, pílagríma þúsund þreyta þunga göngu tinda á,— vökuménn og vormenn þjóða; vonadirfska skín af brá. Meðan lýðir morgunsvæfir mæddust þrældóms hlekkjum í, þoka heimsku’ og hindurvitna höfuð grúfði eins og blý, vonadjarfir vorsins synir vökuljóðin sungu ný. Líf og blóð þeir vormenn vígðu vonum betri þjóðarhags, trúir hugsjón hárri reyndust hinsta fram til sólarlags; þeirra Mekka: — munarljúfur morgunroði nýrri dags. Mörkuð enn í alda fannir eru þeirra blóðug spor, vitna’ um stóra vökudrauma vorsins sona, trú og þor; yfir breiðan ára sæinn ómar þeirra rödd til vor. Hver, sem eyru hefir, heyri hreina, djúpa eggjan þá — sterka eins og brim á björgum— berast yfir tímans sjá:— Staf þinn gríp og stefndu glaður stærstu drauma tinda á! Richard Beck FJÆR OG NÆR GRÓÐUR Svo nefnist hin nýjasta bók eftir skáldkonuna Elinborgu Lárusdóttir í Reykjavík, og hef- ir hún sent mér nokkur eintök til sölu hér vestra. Bókin er alls 200 bls., vel út gefin og í góðu bandi. Eru þetta 7 sögur, en sagan “Gróður” er sú lengsta og veigamesta. Þessi bók hefir hlot- ið hin beztu meðmæli ritdóm- enda á íslandi. Verðið er $2.00 MAGNUS PETERSON 313 Horace St., Norwood, Man. * * * * * * Þ. 23. febr. s. 1. andaðist að Lundar, fyrrum bóndi Jens Júlí- us Eiríksson, fyllilega 72 ára gamall. Var fæddur í Brekku- seli í Hróarstungu, í Norður- Múlasýslu þ. 21. júlí 1965. Var tvígiftur. Fyrrikona hans, Guð- rún Björnsdóttir, látin fyrir mörgum árum. Börn þeirra á lífi eru: Jónína, Mrs. S. Jörunds- son, í St. James. Böm þeirra á son í St. James; Jensína, Mrs. J. Hinrikson og Guðrún, Mrs. D. Tomes, þau hjón bæði' búsett hér í borg. Þrír synir, allir ó- giftir, Eiríkur býr að Westfold, en Björn og Hallgrímur að Lund- ar, er verið hafa heima með föð- ur sínum. — Seinni kona Jens Júlíusar var Ragnhildur Hildi- brandsdóttir, er andaðist á Lundar fyrir fáum árum. Þeirra dóttir, María, heima með föður sínum og bræðrum á Lundar. — Systur hins látna eru þær Jón- ína Guðrún, kona Lofts Jörunds- sonar (úr Hrísey) nú til heim- ilis i St. James, og Ingibjörg Arnfríður, kona Þorsteins bónda Péturssonar í Piney, hér í fylki. — Jens Júlíus Eiríksson var starfsmaður mikill og dugnaðar. ör í lund, ákveðinn í skoðunum, súttfús, og drengur góður. — Jarðarför hans fór fram síðast- liðinn sunnudag, fyrst með hús- kveðju á heimilinu, en síðan með útfararathöfn í kirkju Lundar safnaðar. Fjölmenni þar saman komið. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Umsjón alla annaðist J. A. Björnsson, útfararsjóri á Lundar. * * * Thor Gold Diamond Drilling Programme Mr. A. J. McLaren, consulting engineer for Thor Gold Mining Syndicate, recommends immedi- ate diamond drilling of their property situated at Andjrew Bay, 18 miles southeast of Ken- ora. The drilling contract, for 2,000' ft. or more if necessary, has been let to Thompson Bros., dia- mond drillers. Drilling equpiment has al- ready been shipped to Kenora, and operations will commence at once, as quite a number of holes must be drilled thru the ice on the bay to establish length and values on the high-grade vein which extends under the lake. No. 1 vein has widened out from 5 in. at the top to 4-ft. at a depth of 35 ft. If these values (many thousands of dollars to the ton) continue to depth, it promises to become one of the richest mines in the district. Three vein upland will also be proved up: Vein 1. — A silicified-carbon- ate vein in a twenty ft. shear- zona has been uncovered to a width of 8 ft. The formation has been traced for two miles. Vein 4. — Arsenic vein, 4 ft. wide, runs parallel with silicified carbonate vein. Vein 3. — Smoyk-blue quartz 16 ft. wide in places, has been traced for three-quarters of a mile to where it dips under the lake. Channel samples on these three veins show fair values in gold and pit samples jndicate better values below. Three hundred more units have been applied for to cover drilling expenses. * * * LJÓÐMÆLI St. G. Stephanssonar Á þessum vetri koma út síð- ustu kvæði hans er fylla bindi á stærð við þau sem út eru komin. Tækifærið er því nú, að eignast 4 og 5 bindið fyrir þá sem eiga hin fyrstu þrjú og vera við því búin að fylla kvæðasafnið, er þetta síðasta kemur á markað- inn. Andvökur IV. og V. eru nú seld með affalls verði á $4.25 bæði bindin. Sendið pantanir til Viking Press og íslenzkra bóksala hér í bæ * * * Um 15,000 manns er sagt að deyi árlega af krabbameini í Argentínu. * * * Litaður tóbaksreykur Náungi einn í Memphis í Ten- nessee-ríki, hefir fundið nokkqð upp til skemtunar konum sem reykja. Honum hefir tekist að lita reykinn í vindlingum, svo að konur geta nú keypt vindlinga, sem gefa frá sér bláan, gulan eða rauðan lit. Er sagt að konum þyki það guðdómlegt, að geta fengið vindlinga sem gefa frá sér reyk af sama lit og kjólarnir þeirra eru. Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu AÐ MORGNI FYRSTA MARZ Lýr oss ekki lengur vetur liðkast vængja böð. Svífum inn í sólar-hafið syngjum, verum glöð. Yndislegt er út að líta við upprisu hvers dags. Blærinn hjalar blítt í eyra brosir alt til sólarlags. Lífið angar. — Ást og hrifni örfa hjartans mál. Töfra-magn um alvídd alla yngir vora sál. Davíð Björnsson Árslaun Mussolini eru undir $10,000. Þór sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. • BlrgSlr: Henry Ave. Eait Slmi 95 551—95 552 Skrtfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Bækurnar eru til fróðleiks og skemtunar. Góðar bækur eru dýrmæt eign. Látið þær einn- ig vera til prýðis í bókaskápnum yðar, með því að senda þær í band til Davíðs Bjömssonar á “Heimskringlu”. Verkið vel af hendi leyst. Ljóðför (Lesið á Frónsmóti 1938) Úr fábreytni hversdagsins leitar mitt ljóð til landsins, sem andann því gaf; Það finnur sitt eðli í öræfabygð og alt, er í gleymskunni svaf. Það spyr ei til átta þó óveður sé og umhverfis lýsi’ ekki neitt, en ferðast í öryggi uppruna síns, sem aldirnar fá ekki breytt. Og rafvængjað klýfur það rastirnar heim hvort rökkvuð er nótt eða björt. f brjóstfylking lífsins það leiðir það fram, er leynt höfðu óminnin svört. Það skilgreinir guðseðli moldar og manns og mótast af langdægra þrá, og lýkur upp hliðum að helgidóm þeim, sem heimurinn fegurstan á. Þó misgreið sé förin þá f jötrar er neitt hið fundvísa, íslenzka ljóð; það gerkannar auðnanna ómælis rúm og eldvígða sögunnar slóð. í heiðskygni andans það eygir þau lönd, er ódreymr tímanna fól, og blessar in hrímguðu heimalands vé við hækkandi stjörnur og sól. f brimstuðlum ljóðsins býr eilífðar afl og eldur hins norræna manns; það húmvöku breytir í hábjartan dag frá hafi til Bláskóga ranns. Það finnur í guðsdraumi frumleika sinn, sitt flug og sitt ólgandi blóð. Þess upphaf er morgunsins upprisu skin, en ívafið náttmála glóð. úr ljóðför að heiman mitt Ijóð kemur enn og lýsir upp bersvæði kunn; í íslenzkri nýsköpun nemur það lönd, sem nærast við hjarta míns grunn. Eg geng með því aleinn minn órudda veg um urðir og hrikaleg fjöll. Alt lýtur að endingu lögmáli því, sem ljóðinu haslaði völl. Einar P. Jónsson Hve mikill er skáldanna sómi Flutt á Frónsmóti 23. febrúar 1938 Mér hlotnast tign þenna hátíðisdag Að heilsa upp á landann með kvæði; Og sníð það við eldgamalt uppáhaldslag Úr íslenzkri tónlistarfræði. Eg skeyti’ ekki um hrós eða skáldkónga spott Það skilur hver bandvitlaus maður, Að það gerir lítið, ef lagið er gott, Þótt ljóðið se helvítis þvaður. Með hálfbrostin augu og ólífissár Hin íslenzku skáld hafa sungið, Frá dagrennnig sögunnar, ár eftir ár, Og aldrei á tónunum sprungrð. Um konunga áður til upphefðar sér Þau angandi lofkvæði gjörðu. En mega nú kveða um hvern árann sem er Án afláts, á himni og jörðu. Einn göfugur prófessor gaf það hér út, Þau gögn munu nægja, til flestra, Að alt hafi landarnir kveðið í kút, í kynblendings þvælunni vestra. Og ef til vill meira en miljóna þjóð, Á margþættu hörpurnar spilað; Og fullkomin verða á himnum þau hljóð 1 Sem hafa ekki á jarðríki bilað. Og öll þessi flón sem hér fara með völd Með ferskytlum geta þau skotið Því hér hafa svindlarar öld eftir öld í óleyfi gæðanna notið. En landið var okkar, frá ómuna tíð; Við áttum að ráða hér stóli, Já þau geta orkt þenna aðskotalýð Á íslenzku, norður að póli. Ef landinn eitt augnablik afsíðis fer, Og óskar að vera í næði. — Þá steðjar að beljandi stórskálda her Og stynur fram saknaðarkvæði. Svo kemur hann aftur þá kveða þau enn, Með kitlandi fagnaðar rómi. Það botna’ ekki í því nema mentaðir menn; Hve mikill er skáldanna sómi. Ef kyssirðu í gáleysi granna þíns “frú”, Þá grípa þau pennann í bræði. Því lúmsk eins og krabbi eða landshorna “flú”, Er launhittið ádeilukvæði. Og mundu það, hvar inn í skot sem þú skýzt, Að skáldin þér vélræði búa, Og afhjúpa það sem þú óskaðir sízt, Og eru svo vís til að ljúga. Og töfrandi sálma’ inn í kirkjur og kot Þau kyrja, með grallaralagi. Og lán, að þau kveða’ ekki Kölska í rot; Því klerkunum væri það bagi. Og öfundsjúk gala þau giftingar óð Ef giftir sig drengur og meyja, Og glymjandi silfur- og gullbrúðkaupsljóð Og grafskrift — um alla sem deyja. Og landinn þarf varla um verustað sinn, Að vera’ eins og hinir á glóðum, í dýrðina stígur hann óhultur inn Með ávísan, stílaða í ljóðum. Og englarnir kunna vort uppáhaldslag Og ekki mun listinni skeika, Þeir syngja’ ’onum íslenzkan inntökubrag Og undir á hörpurnar leika. Frá skáldanna óð yfir syndara soll, Berst seiðandi hrífandi kliður, Og það mundi einhverjum koma í koll Ef kvæðu þau syndina niður.— Lúðvík Kristjánsson

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.