Heimskringla - 02.03.1938, Page 6

Heimskringla - 02.03.1938, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 2. MARZ 1938 Mér leið hálf illa, því að eg bjóst við að hann vissi að eg var þarna eins og í hegningar- skyni, og fyrir hvað. Séra Stoddard var svo hreinskilinn og blátt áfram, að eg skammaðist mín fyrir að hann áliti mig duglausan og van- þakklátan þorpara. Afi minn hafði ýmsar grillur, en hann var góður og göfuglyndur öld- ungur.” sagði eg. “Já, í viðræðum mínum við hann furðaði eg mig á þekkingu hans. Hann var vel fær um að kenna mér í mörgum óvenjulegum greinum kirkjusögunnar, sem honum höfðu fallið í geð.” “Þú varst þá hérna þegar hann reisti þetta hús?” Gestur minn hló glaðlega. “Eg var mín megin við víggirðinguna um nokkurn hluta þess tíma. Eins og þú hefir heyrt þá var byggrng þessa húss sveipuð í leyndardóms hjúp. Sveitafólkið í kring hefir eigi gleymt því ennþá. Það elur þá hjátrú, að hér sé einhverstaðar fólginn fjársjóður. Sjáðu til, Mr. Glenarm tók engan til að vinna að hús- inu héðan úr nágrenninu. Verkamennirnir komu allir langt að, og þorpsbúar segja að eng- inn þeirra hafi skilið ensku. Þeir voru allir grískir eða ítalskir.” “Já, eg hefi eitthvað um þetta heyrt,” sagði eg, því að mér fanst að þarna væri maður, sem gæti hjálpað mér til að leysa gátuna ef eg legði mig fram við hann. “Og þú hefir ekki ennþá komið inn á okkar land? Jæja eg skal lofa þér að snerta ekki við þínum fólgnu fjársjóðum ef þú vilt vera mér góður nágranni.” “Eg er hræddur um að fjársjóðurinn sé ekkert nema þjóðsaga svaraði eg. “Eg er svo önnum kafinn að sitja heima og gæta hans, að eg kemst hvergi í burtu í samfélag annara manna.” Séra Páll Stoddard leit snögglega á mig eins og til að sjá hvert eg væri að spauga. — Augnaráð hans var stöðugt og alvarlegt. Mér leizt betur og betur á hann. Hann bjó yfir rólegum þrótti, sem laðaði mig að honum. “Eg býst við að þeir hér í grendinni hugsi ekki- um annað en um mig hér í Glenarm húsinu að vinna til arfsins. Vistarvera mín hlýtur að mælast illa fyrir út í frá.” “Auðvitað eru ákvæði erfðaskráar Mr. Glenarm öllum kunn, en þú mátt ekki dæma sjálfan þig of hart. Það kemur engum við ef afi þinn lét dutlunga sína koma niður á þér. Og hvað mig snertir, þá tel eg mér það alveg óvið- komandi, fyrir hverjar ástæður þú dvelur hér. Eg kom ekki hingað til að gera þér ónæði né til að skygnast inn í einkamál þín. Mér leiðist við og við og langaði til að stofna til við- kynningu milli okkar.” “Þakka þér fyrir, mér þykir mjög vænt um komu þína,” svaraði eg. Og mér hlýnaði um hjartaræturnar vegna alúðar þessa manns. “Og eg vona,” og nú talaði hann alvarlega. “Eg vona að ekekrt hamli þér frá að kynnast systur Theresu og Miss Devereaux. Þær eru virðulegar og yndislegar konur. Hér um bil einu konurnar hér um slóðir í sömu stétt og þú ert sjálfur.” Aðdáun mín fyrir honum mínkaði dálítið. Hann gat verið spæjari í þjónustu næsta erf- ingjans og systir Theresa, gat vel verið þátt- takandi í samsærinu gegn mér. “Síðar meir, síðar meir kynnist eg þeim vafalaust,” svaraði eg í flæmingi. “Ó, alveg eins og þér líkar!” og hann breytti umræðuefninu. Við töluðum um íþrótt- ir og veiðar, sem hann var mjög kunnur. Um háskóla, ferðalög og æfintýri. Hann var út- skrifaður úr Columbia-háskólanum og hafði dvalið í tvö ár við háskólann í Oxford. “Jæja, hrópaði hann alt í einu. “Þetta hefir verið mjög skemtilegt, en eg verð nú að fara. Eg kom frá að sjá Morgan, umsjónarmanninn í sumarbænum. Vesalings maðurinn varð fyrir því slysi í gær að skjóta sig, þegar hann var að hreinsa byssuna sína. Það er ljót hola í hand- leggnum á honum, sem heldur honum við rúmið í mánuð eða meira. Hann fól mér skilaboð. Hann er samvizkusamur náungi og bað mig að síma fyrir sig til Mr. Pickerings, að hann væri særður, en væri samt að gæta skyldu sinnar. Pickering á sumarhús þarna og Morgan gætir þess fyrir hann. Þú þekkir Pickering auðvit- að?” Eg horfði beint framan í hinn geistlega nágranna minn, kanske dálítið kuldalega. Eg var að furða mig á því hversvegna Morgan, sem eg hafði háð við einvígi kvöldið áður, skyldi senda Pickering boð um slysfarir sínar. “Eg held að eg hafi séð Morgan hér í kring,” mælti eg. “Ó, já. Hann er veiðimaður og fer um skógana. útfarinn ræðari á vatninu.” “Líklegast ekki svo afleitur maður.” “Það er eg viss um; hann færir mér stund- um andir á sumrinu.” “Auðvitað. Eg heyri að veiðimennirnir hér í kring skjóti andir á nóttinni. Hann hló er hann klæddi sig í yfirhöfnina. “Þetta getur svo sem vel verið, þótt drengi- legt sé það ekki. Eina bótin er að maður þarf ekki að horfast í augu við dauðan grasandar steggja sé manni gefinn hann.” Við hlógum báðir. Það var létt að hlægja með honum. “En vel á minst, eg gleymdi að fá heim- ilisfangið hans Pickering hjá Morgan. Ef þú skyldir hafa það.” “Með ánægju,” sagði eg og gaf honum heimilisfangið. “Gott, eg get auðveldlega munað þetta,” sagði hann brosandi og braut upp kragann. — “Gleymdu mér ekki, eg bý í einsetumanns klefa á bak við kirkjuna, og eg hugsa að við gætum fundið margt til að tala um, sem okkur er báðum sameiginlegt.” “Það er eg viss um,” sagði eg og þótti vænt um samúðina og gleðina sem virtist streyma frá þessum þreklega manni. Eg fór í yfirhöfnina og gekk að hliðinu með honum og sá hann ganga í áttina til þorpsins og stika stórum. XII. Kapítuli. Eg kanna göngin Eg kom að þjóninum þar sem hann var að setja ný kerti í ljósastikurnar í lestrarstofunni. Yfir höfuð virtist mér hann altaf vera með fult fangið af kertum. Eg mælti: “Heyrðu, Bates, það er margt undarlegt í heimi þessum, en eg held að þú sért samt eitthvað hið undarlegasta, sem eg hefi fyrir hitt. Mér er sama þó eg segi þér það, að stundum held eg að þú sért erki- þorpari, en stundum efast eg um það álit mitt og held að þú sért erkiflón. Hann stóð á stig undir hinum mikla ljósahjálmi, er hékk niður úr miðju loftinu í herberginu, og horfði hann niður á mig með þolinmæðislegum ásökunarsvip, sem sést stund- um svo átakanlega í hundsaugum, er þú stígur óvart ofan á rófuna á honum. Slíkt augna- tillit er átakanlegt hjá hundi, en hjá manni hleypir það mér í vígamóð. “Já, Mr. Glenarm,” svaraði hann auðmýkt- arlega. “Mig langar nú til að koma þér í skilning um það, að eg ætla mér að rannsaka þetta húsatildur, sem við búum í frá þaki og niður í kjallara, og ef mér þóknast sprengi eg það í loft upp með sprengiefni, og sjái eg þig vera að njósna um mig eða lepja í óvmi mína um at- hafnir mínar, eða haga þér á einn eða annan veg grunsamlega, þá skal eg festa þig upp á einhverjum staurnum þarna úti á stálgirðing- unni _ skilurðu það? svo að blessaðar nunn- urnar og hinar yndislegu skólatelpur, presturinn og alla aðra hrylli við að hugsa til þín svo lengi sem þeir lifa.” * “Vissulega, Mr. Glenarm/ inselti hann 1 sama rómi og hann mundi hafa svarað mér, hefði eg beðið hann að rétta mér eldspýturnar og með sjálfum mér óskaði eg honum norður og niður. “Hvað Morgan snertir------” “Já, Mr. Glenarm.” “Hvaða kunningsskapur er með honum og Pickering ?,J “Það er nú auðskýrt. Mr. Pickering á sum- arhús á ströhd vatnsins hérna. Afi yðar gaf honum það. Morgan lítur eftir því, herra mmn.” “Þetta er nú mjög sennilegt, svaraði eg og lét hann fara burtu. Að miðdegisverði loknum fór eg niður í kjallarann og inn í stafn á göngunum og tók að kanna veggina. Þeir voru allir eins að útliti, steyptir úr sementi og sterklegir vel. Gegnum gluggann sé eg snjóinn og frosna jörðina í kring svo að það gaf litla von um góðan árangur af leit minni, og furðaði eg mig nú enn meira á því, hvernig Morgan hafði horfið gegnum lokaðan gluggann og inn í frosna jörðina. Veggirnir inst í göngunum voru eins fastir og klettur væru og gáfu dauft hljóð er eg barði á þá, kannaði eg þá báðu megin og hélt til stig- ans og varð æ óþolinmóðari er eg komst lengra Alt mælti með því, að eg ætti að þekkja mitt eigið hús, en þjófar og innbrotsmenn þektu það betur. Eftir einnar stundar leit og árangurslausa sneri eg aftur inst í göngin og kannaði þau á ný og auk þess gerði mig sekan í orðbragði, sem illa sat á siðuðum manni að nota, en alt í einu fann eg það í reiði minni, sem þolinmæðin hafði eigi hjálpað mér til að finna. Eg fleygði hamrinum frá mér af mikilli reiði; hann skall á stórum steinsteypu ferhyrn- ingi á gólfinu og þá kvað við tóma hljóð. Sam- stundis kraup eg á kné og þreifaði eftir brestum í steypunni. Er eg fylgdi þeim með fingrunum, fann eg súg leggja upp um þá, var hann daufur en samt auðfundin er hann lagði á andlit mitt. Þessi steinsteypuflötur var auðsæilega úr tré og aðeins stæling á steypu og var hlemmur yfir opi í gólfinu. Hlemmurinn féll svo vel í gólfið að mesta snild var í. Eg braut pennablaðið í hnífnum mínum er eg reyndi' að opna hann, en brátt hepnaðist mér þetta, og opnaðist hlemmurinn. Framan í mig streymdi gustur af hreinu lofti og hafði eg furðað mig á þessum gesti kvöldið áður. Eg horfði ofan í heldimm göng og tendr- aði eg því ljós á ljóskeri, sem eg hafði með mér, fann góðan stiga er lá niður í göngin. Göngin voru fáeinum þumlungum' hærri en eg. Þau lágu undir trjágarðinum yfir að skóla- girðingunni. Það var engin furða að afi minn fékk útlendinga til að vinna fyrir sig! Mér fanst eitthvað dásamlegt í þessari byggingar- aðferð hans og hraðaði eg mér gegn um göngin; fæddust margar spurningar í huga mér. Loftið varð ætíð hreinna, og er eg hafði farið um sex hundruð fet blés vindur ofan á mig. Eg rétti upp hendina og fann tvö op með eitthvað sex feta millibili og streymdr loftið ofan um þau. Eg hélt áfram og brosti í kamp- inn. Eg hafði farið undir hliðið í skólagirðing- unni og vissr eg nú hvernig á því stóð að hlið- arstólparnir voru svona háir. Þeir voru holir og gerðir til þess að veita nýju lofti niður í göngin. Eg hafði farið eitthváð sextíu fetum lengra þegar eg fann göngin skjálfa og heyrði eins og niðurbældan gný og í sömu andrá kom eg að tréstiga og þar enduðu göngin. Ekkert vissi eg um áttir þarna, en eg diugsaði að eg væri ein- hverstaðar nálægt kirkjunni við skólann. Eg gekk upp stigann og tók eftir titringn- um. Eg opnaði dyr einar með auðveldu móti og kom inn í vel bjart herbergi. Titringurinn og gnýrinn, sem eg hafði heyrt stafaði frá því, að einhver var að leika á orgelið í kirkjunni upp yfir mér. Eg var staddur í kjallara kirkj- uilnar og borðin, sem eg hafði opnað var ein þiljan á veggnum þar, og var hún algerlega hulin af uppdrætti af lapdinu helga. f öllu þessu annríki hafði eg gleymt hvað tímanum leið og var hissa er eg sá að klukkan var orðin fimm, en eg ákvað að ganga inn í kirkj una áður en eg færi heim. Þangað var auðratað og stóð eg brátt í for- dyri kirkjunnar. Eg opnaði dyrnar og bjóst við að þar væri verið að halda guðsþjónustu, ! en litla kirkjan var tóm að öðru leyti en því, að organistinn sat við orgelið og lék á það dýrðlegt sigurfararlag, svo að tónarnir fyltu kirkjuna. Með húfuna í hendinni læddist eg áfram og settist í einn kórbekkinn. Eina ljósið í kirkjunni kom frá litlum lampa er hékk yfir orgelinu og skein hár henn- ar í ljósinu eins og geislabaugur um höfuð hennar. Þetta var Olivia Armstrong. Eg brosti þegar eg þekti hana og einnig þegar eg mundi nafn hennar. En gleði hennar er birtist í tónunum, sem hún seiddi fram úr orgelinu og hamingjan sem skein út út andliti hennar og einstæðingsskapur hennar í þessari litlu ljóseyju í dimmum kórnum, alt þetta hrærði mig, og eg studdi handleggjunum á bekkbakið fyrir framan mig og hlustaði í þög- ulli hrifningu. Þarna var athvarf friðar og samsæris og stakk mjög í stúf við alt ónæðið og æsinguna í Glenarm húsinu, og eg naut þessarar stundar með svo óblandinni ánægju að slíkt hafði eg sjaldan reynt. Lagið streymdi hvíldarlaust. Hún fletti nótnabókinni með svo fljótum hreyfingum að enginn varð stans á. Lögin skiftust í sífellu. Stundum voru það hátíðleg sálmalög, stundum lög eftir Wagner og loks vorlag eftir Mendel- ssohn. Hún hætti alt í einu og stundr við. Hún neri saman höndunum, því að kalt var í kirkj- unni. Er hún teygði sig upp til að slökkva ljósið gekk eg inn að grátunum. “Láttu mig gera þetta ?” sagði eg. Hún sneri sér við og sveipaði að sér yfir- höfninni. “Ó, það ert þá þú. Eg get ekki munað eftir því að þér væri boðið hingað.” “Eg vissi ekki sjálfur að eg mundi koma hingað,” sagði eg með sanni og seildist upp í lampann. “Það er mín skoðun á þér. Eg býst við þér sé flest ósjálfrátt. Þakka þér mjö'g vel fyrir.” Hún virtist ekkert fús á að lengja þennan fund, heldur flýtti sér til dyra og komst út í anddyrið, áður en eg náði henni. “Þú getur ekki farið neitt lengra, Mr. Glen- arm,” sagði hún og beið eins og til að ganga úr skugga um að eg skildi þetta. Beint fram undan okkur, en á bak við skólahúsið hné sólin að viði. Nóttin fylgdist fast á hæli hins gráa rökkurs, og nú þegar sáust sumar hinar bjartari stjörnur. Gata lá beint fram undan, undir svörtum trjágreinum. “Eg mætti kannske ganga með þér að heimavistarhúsunum, eða hvað þið kallið það?” sagði eg. “Nei, þakka þér fyrir samt. Eg er orðin of sein og hefi engan tíma til að tefja mig á samræðum við þig. Það er móti reglunum að taka á móti gestum eins og þú veist.” Hún gekk út á götuna. “En eg er ekki gestur. Eg er bara ná- granni, og skulda þér fáeinar heimsóknir eins og þú veist.” Hún hló, en stansaði ekki og eg gekk á eftir henni. “Eg vona, Mr. Glenarm, að eg hafi ekki elt héra á landareign þinni til þess að hitta þig þar.” “Nei það sé fjarri mér,” svaraði eg. “En mér þykir vænt um að eg kom, því að mér féll vel hljóðfærasláttur þinn. Mér er alvara. Mér fanst hann dásamlegur, Miss Armstrong.” Hún leit ekki við mér. “Og eg vona eg megi heita því að hlusta á hann oft síðar meir.” ^Þú ert reglulegur smjaðrari Mr. Glenarm, en þar sem eg er nú að fara í burtu——” Mér fanst hjartað í mér kippast til er eg heyrði þetta. Hún var eina skemtilega mann- eskjan, sem eg hafði hitt um þessar slóðir, og að missa sjónir af henni aftur gerði landslagið ennþá drungalegra. “Það er sannarlega leiðinlegt,” mælti eg. “Rétt þegar við vorum að kynnast dálítið. Og eg sem ætlaði' að koma til kirkju á hverjum sunnudegi, til að heyra þig spila og biðja um snjó svo að þú gætir komið yfir um og elt hér- ana.” Eg hélt að þetta mýkti hjarta hennar að minsta kosti breyttist rómur hennar er hún mælti: “Eg spiia ekki við messurnar; þeir eru hræddir um að eg leiki skoplag inn á milli sálma- laganna.” “Ósköp eru að heyra þetta. “Veistu hvað, Mr. Glenarm. Við skóla- stúlkurnar köllum þig óðalseiganda og lávarð herrasetursins og öðrum þvílíkum nöfnum. — Allar stúlkurnar eru alveg vitlausar eftir þér. Þær yrðu alveg tryltar ef þær vissu að eg tal- aði við þig svona á laun — er það ekki kallað það?” “Jú, þú mátt kalla það hvað sem þú vilt og eg er ánægður með það.” “Það er svo yndislegt af þér,” mælti hún háðslega. “Mér fanst eg vera eins og flón. Hún mundi fá dálaglega ráðningu ef hinar alvarlegu systur kæmust að þessum samfundum okkar, en eg fengi líklegast ómælda fyrirlitningu þeirra. En samt sneri eg ékki við. “Eg vona að þú farir ekki í burt vegna—” sagði eg hikandi. “Vegna ástýrilætis? ó, jú. Eg er hræði- lega vond, herra óðalseigandi. Þær eru að reka mig burtu.” “En eg býst við að þessar nunnur séu ó- skaplega harðar.” “Þær eru hræðilegar, blátt áfram hræði- legar.” “En hvar átt þú heima? f Chicago, Indian- apolis eða kanske í Cincinnati?” “Ja, þú ert sljór! Þú áttir að heyra það á máli mínu að eg er ekkr frá Chicago, og eg vona að eg láti ekki eins og Kentucky stúlka, sem bíður alt af eftir að einhver smjaðri fyrir henni, og engin Indianapolis stúlka mundi tala við ókunnugan mann í dimmum skógarjaðri síðla á haustkveldi — þetta er nú tekið úr bók — og Cincinnati stúlkur vanta alveg “élan esprit”, eða hvað sem þér þóknast að kalla það. Hún er líkari en svo henni litlu Gretu úr Rínar- dalnum. Dáist þú ekki að frönsku, Glenarm óðalseigandi ?” mælti hún í mesta ákafa, án þess að hægja á göngunni. “Eg er alveg hrifinn af frönskunnr þinni, Miss Armstrong,” svaraði eg í gleði minni yfir þessari heimsku. Eg skildi ekkert í hennr og reyndi það ekki heldur. Eg var þá ekki fremur en nú gagnrýninn og er eg þakklátur fyrir það. Og þeim mun eldri sem eg verð, þótt eg hafi- fengið margan skell af þeim sökum, þá fellur mér samt best að taka hvem mann eins og hann kemur mér fyrir sjónir, og hvað kven- fólk snertir, hvort sem þær eru ungar eða gaml- ar þá öfunda eg ekki neinn af því að skilja þær tii hlítar. Það væri alveg eins auðvelt að taka tunglsljós yfir vatni og töfra þess og bræða það sundur í frumefni þess, eins og að reyna að útskýra konuhjartað, sérstaklega stúlku sem rær barkarbát og eltir héra.” Ljós skein yfir útidyrum eins hússins og í hverjum glugga bygginganna. “Ef eg þekti gluggann þinn mundi' eg syngja undir honum, en fyrst þú ert nú að fara heim, þá þarf eg þess ekki. En þú sagðir mér aldrei hvers vegna þær reka þig úr landi.” “Eg skammast mín fyrir það. Þú gætir aldrei----” “Ó jú, það gæti eg vel. Eg er gamall vinur þinn,” sagði' eg með ákafa og fanst eg verða flónslegri með hverju augnablikinu, sem leið. “Jæja, segðu þá engum fra þvi, en eg var staðin að því að renna hýrum augum til búðar- drengsins! Ertu ekki alveg forviða?”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.