Heimskringla - 09.03.1938, Síða 3

Heimskringla - 09.03.1938, Síða 3
WINNIPEG, 9. MARZ 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA sjálfs sín og létu ekki ágirnd, öfund og sjálfselsku ráða tak- markalaust yfir sér, þá væri heimurinn máske í öðruvísi ásig- komulagi en hann virðist vera nú. Mig langar að endingu að votta hr. Þorvaldi Pétursson mitt innilegasta þakklæti' fyrir ræðuna sem hann flutti í Sam- bandskirkjunni í vetur, því mig langar til að vera einn af þeim, máske fáu, sem “heil$a með fögnuði vagninum þeim, sem eitthvað í áttina líður.” Og það er sannarlega andlega hressandi að vera þess meðvit- andi að maður á þó einn mann af íslenzku bergi brotinn, hér vestra sem þorir að láta í ljós skoðanir sínar á trúmálum eins og þau koma honum fyrir sjónir, bæði fyr og eins á yfirstandandi tíma, hiklaust og djarfmannlega, án þess að taka tillit til hvernig því yrði tekið eða hverjar af- leiðingar eða eftirköst það kynni að hafa. Mig rekur ekki minni til að hafa lesið jafn ákveðnar og á- deilulausa og um leið sanngjarna ritgerð á íslenzku máli; og þökk aftur Þorvaldur og vonandi að maður fái að sjá frá þér eitthvað seinna. Tileinkað öllum þeim sem lofa skynseminni óhindraðri að ráða trú og skoðunum. J. B. H. —f janúar 1938. <<Jósafat,, Leikrit í 5 þáttum eftir E. H. Kvaran Þess hefir áður verið getið, að leikfélag Sambandssafnaðar í Winnipeg hefði ákveðið að sýna Vestur-íslendingum þetta leikrit. Síðustu fréttir herma, að Jósa- fat muni opna hús sitt bráðlega, en það verður auglýst síðar, og þá er öllum íslendingum frjálst að koma. “Frjálst”! Það er nú of hæverskulega að orði komist. Það er blátt áfram lífsspursmál að þú komir, og ekki nóg með það, heldur gerðir þú mikið mannúðarverk, með því að teyma eins marga með þér og þú getur náð í, viljuga eða ‘óviljuga, til að kynnast þessu Jósafatar-lög- máli. Máske það sé ekki til í Winnipeg. Þekkist kannske ekki nema í Reykjavík. Það væri þá sannarlega kominn tími til þess að Vestur-íslendingar kyntu séf það. Sérstaklega hinir yngri, framgjörnu, en enn óákveðnu máttarstólpar framtíðar-“samfé- lagsins”. Það er annars réttast að taka það fram — “áður en eg byrja að tala” — þar sem eg er ekki annað en sjálfkosinn aug- lýsinga agent, — leikfélaginu til heilla — vona eg, — þá hefi eg náttúrlega mjög takmarkað leyfi til að skýra þau verkefni sem leikfélagið hefir í smíðum. Það er þinn einkaréttur, að leggja dóm á andlegan smíðisgrip höf- undarins og meðferð leikfélags- ins á sýningu hans. En svona milli mín og þín, — og — og — pumpunnar — þá stendur leik- félag Sambandssafnaðar flestum betur að vígi, með að gera ís- lenzkum leikjum góð skil. Það standa enn að baki þess allir, sem einu sinni hafa veitt því lið. Það er enn hið eina fasta íslenzka leikfélag meðal Vestur-lfslend- inga, og sjálfsagður leiðsögu- maður íslenzkra leikrita, af beztu gerð, eins og það hefir ver- ið í liðinni tíð. Eg bið þig engr- ar afsökunar á þessum útúrdúr. Mér finst það skylda að geta þess, sem vel er gert, á öllum sviðum, hver sem í hlut á. Hérna eru þá sneplar úr “Jósafat”: Fyrsti þáttur Þegar tjaldið er dregið frá, sérðu inn í stofu, — sem vel gæti verið í Winnipeg, en á nú samt að vera í húsi Jósafats í Reykja- vík árið 1915. Svo segja nú kunnugir, að það verði nú naum- ast þekt í sundur, skrifstofa í Reykjavík og skrifstofa í Winni- peg, að minsta kosti ekki strif- stofur í heimahúsum, eins og hér um ræðir. Þar eru bækur og skjöl, víxlar og kvittanir, kvitt- anir og víxlar, peningalán, húsa- leiga og húsabrask, rukkanir og rifrildi. Það er ekki undarlegt að Jósafat eldist um aldur fram, enda er ekki laust við að svo sé. Það bætist líka á hann, með hverju verki, sem hann gerir, einhver fjandans “fylgja” — sem hann auðvitað leggur engan trúnað á hvorki í þessum þætti' eða næstu þremur þáttum. En Grímur innköllunarmaður hans, hefir gaman af að erta þessa fylgikonu Jósafats. Hann hefir gaman af að kvelja Jósa- fat með ‘þjóðtrúar þvættingi’ og ‘drýsildjöflum,’ sem leggist á menn og geti jafnvel drepið þá á endanum. í seinasta þætti skal eg benda þér á hana, svo þú verðir undir það búinn, þegar þá ferð að sjá leikinn. Þér finst nú máske þetta koma lítið við verzlunar- braski Jósafats? Þú segir nú annað, þegar þú hefir séð leik- inn. En auðvitað er þetta mynd frá Reykjavík, svo ef hún*kemur þér ókunnuglega fyrir og ef hún hefir ónotaleg áhrif á þig, þá geturðu lofað skaparann fyrir, að vera Vestur-íslendingur. Já, það er satt. Það búa fleiri í húsi Jósafats, það er sjálfsagt “helvíta mikil höll”. Þess er ekki' getið, hvaða fólk býr á þriðju hæð hússins, nema Gunn- steinn læknir, ungur ógiftu maður. En á annari hæð, býr frú Finndal, ung ekkja eftir Sig- urð Finndal, sem var gamall kunningi Jósafats — og sonur hennar, Siggi litli, drenghnokki, og vinnustúlka frúarinnar. Á neðstu hæð býr Jósafat sjálfur. Hann er ógiftur og einbúi. — Hann er kaupmaður. Hann kaup- ir hvað sem er og selur aftur — á sína vísu, auðvitað Reykvísku — held eg. Frú Finndal kemur niður, bara til að borga húsa- leiguna. Auðvitað sér Jósafat að frúin er lagleg og hann vissi að hún var stórefnuð af peningum, það er því bersýnilega þess vert að sannfæra frúna um það, að hún eigi að láta aðra finna til þess, að hún, einnig, hafi rétt á því að vera með í myndun Reykjavíkur. Hann setur upp öll segl, tjaldar hverri tusku utan á sig, til þess að gera frú Finn- dal þátttakanda í sínum glæsi- lega framtíðardraum, hinni einu sönnu list! Hann hafði jafnvel lagt á sig það erfiði, ða afla sér grautar þekkingu í skáldskap og listum, auðvitað til að geta gripið þaðan tilvitnanir og samlíkingar, til sönnunar sinni listrænu lífs- stefnu: “Hús verða rifin”, “at- vinnugreinar líða undir lok, menn verða troðnir undir, svo og svo mikið brennur í eldi framfar- anna. Alt er undir því komið, að lenda ekki í brunanum. Sjá eignum sínum og verðmætum borgið. Hver höllinn af annari, rís upp eins og sjálfkrafa. Ávaxta pundið. Drengurinn yðar á siðferðislega heimtingu á því, ef hann á að verða mikill maður.” Og Jósafat fer jafnvel svo langt, að telja það beinlínis sína skyldu, að hjálpa frúnni til að ávaxta pundið, bara af göml- um kunningsskap við manninn hennar sáluga. Er þetta okki lærdómsríkt? Er slíkur mann- kærleikur til á meðal vor? Eg veit þú getur betur svarað því, þegar þú hefir hlustað á Jósafat. En hvað sem því líður, Jósafat var nærri búinn að kollsigla sig. Frúin rauk út í fússi! Gunnsteinn læknir kemur nið- ur — bara til að borga húsaleig- una. Alt lendir í bál og brand. — Læknirinn er rekinn út. Vitfirr- ingsfjandinn er að þvælast fyrir utan gluggann. Jósafat stendur á nálum. Grímur læðist inn hálf- fullur af stríðni — og brennivíni. Það er allra veðra von. “Hvort verður það vitfirringurmn eða draugurinn, sem drepur þig, Jósafat?” Þú færð að vita það seinna. Tjaldið lokar hér fyrir fyrsta þátt. Eg hafði ekik tíma til að lesa meira. Kem aftur í næstu viku með nokkra snepla úr “Jósafat.” Sæll á meðan, Pétur Gautur (eða: “Hér er ekkert grafið”) SÝNINGARSKÁLI ISLANDS VIÐ HLIÐ BANDARIKJANNA Undirbúningi undir þátttöku íslands í heimssýningunni í New York á næsta ári fleygir mjög fram. S. 1. föstudag var haldinn fundur styrktarmanna og áhuga- manna til að kjósa 15 manna sýningarráð samkvæmt tillögum bráðabirgðanefndar er kosin var fyrir nokkru síðan. Haraldur Guðmundsson stýrði fundinum. f sýningarráðið voru þessir menn kosnir: Finnur Jónsson al- þingism., Aðalsteinn Kristinsson forstjóri', Helgi Pétursson skrif- stofustjóri, Ásgeirs Þorsteinsson verkfr., Guðm. Vilhjálmsson for- stjóri, Helgi Bergs, forstjóri, Eggert Kristjánsson stórkaup- maður, Hallgr. Benediktsson, stórkaupm., Thor Thors alþm. og Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður. Ríkisstjórnin skipaði 5 menn í viðbót við þessa 10 og eru þeir þessir: Jón Baldvinsson, Jónas Jóns- son, Emil Jónsson, Steingrímur Steinþórsson, Árni Friðriksson. Jón Baldvinsson kallar saman fyrsta fund ráðsins. Ríkissjóðir hefir, eins og kunnugt er, lagt fram 62,500 kr. á ári í 2 ár, eða samtals 125 þús. kr. til að standast kostnað við þátttöku í sýningunni gegn a. m. k. jafnmiklu framlagi annars- staðar frá. Hafa og safnast hjá einstaklingum og félögum rúm- lega 150 þúsund kr., en talið er líklegt að alt að 300 þús. kr. þurfi til að standast kostnaðinn. Sýningarráð mun kjósa 2 menn í framkvæmdastjórn, en ríkisstjórnin velur formann hennar. Alþjóðasýningin verður opnuð í New York 30. apríl 1939, og er til hennar stofnað í minningu þess, að 150 ár eru liðin frá því að fyrsti forseti Bandaríkjanna, George Washington, settist að völdum. Heiti sýningarinnar hefir veri'ð valið “Building the World of To-morrow” og gefur heitið til kynna að tilætlunin er, að sýningin geti gefið bendingu um, hvernig framþróunin á sviði vísinda, lista, samgangna, upp- eldis, húsagerðar, atvinnulífs, stjórnskipulags o. fl. muni verða, eða geta orðið. Ríkisstjórninni barst boð á á- liðnu síðasta sumri frá stjórn Bandaríkjanna til þátttöku í sýn- ingunni. — Ríkisstjórnin gekst fyrir fundi með fulltrúum ýmissa stofnana og atvinnufyr- irtækja þann 21. sept. s. 1. til þess að ræða, hvort sýningarboð- inu skyldi tekið, og var almenn- ur áhugi fyrir því. Var síðan skipuð 5 manna bráðabirgða undirbúningsnefnd til þess einkum að athuga kostn- aðarhliðina við sýningarþátt- töku. Nefndin gerði tillögu um að reynt yrði að tryggja hentug- an stað. Átti nefndin viðræður við dr. Rögnvald Pétursson um möguleika fyrir samvinnu við Vestur-íslendinga um sýningar- málið og aðstoð við val á sýning- arstað. Aðstoðuðu við það, auk dr. Rögnvaldar, þeir Vilhj. Stef- ánsson, landkönnuður og Guðm. Grímsson, dómari'. Ríkisstjórn- in ritaði einnig dr. Rögnvaldi sem forseta Þjóðrræknisfélags íslendinga í Vesturheimi um möguleikana fyrir samvinnu við þá um sýningarmálið. Tókst að tryggja sýningar- skála á, að því er virðist, góðum stað, við hlið írlands, rétt við sýningarhöll Bandaríkjanna sjálfra, með 1000 fermetra grunnfleti, og var bráðabirgða- samningur undirritaður eftir að fjárveitinganefnd Alþingis hafði samþykt, að styrkur skyldi' veitt- ur úr ríkissjóði, til sýningarinn- ar, enda þá og treyst því, vegna góðra undirtekta, að verulegt fjármagn fengist til sýningar- innar annars staðar að. Var bráðabirgða undirbún- ingsnefndinni þá falið af ríkis- stjórn að gangast fyrir söfnun loforða einstakra manna, félaga og stofnana, um fjárframlag til sýningarinnar.—Alþ.bl. 7. feb. G Á T A Hvað heitir sú ferja, sem er stærri en fsland, ristir dýpra en nokkurt gufuskip; getur þó komist í fingurbjörg og flotið á hálfum þunlungi af vatni? F. Hjálmarsson Hver vill ráða? BRÉF Innisfail, Alta., 23. febr. 1938 Hr. ritstj. Hkr.: Með kærri þökk fyrir gamla árið og allan fróðleik gömlu Kringlu, sem er kærkommn vikulega, með alheims fréttir og annan sagnfræða fróðleik að fornu og nýju. Hér með sendi eg þér 4 dali, áskriftargjald blaðsins og einn dal fyrir Tímarit Þjóðræknisfé- lagsins, er eg bið þig að koma til skila. Bygðarfréttir eru þær sömu um veðurfar liðins tíma og kom- ið hafa út í blöðum að undan- förnu. Hér gekk hægt stormur yfir suðurpart bygðarinnajr í kornsláttar byrjun, er 'eyðilagði uppskeru okkar frá fimtíu til hundrað prósent; og var eg einn í þeirra tölu; er þó ekki réttlátt að láta blaðið gjalda þeirra ó- happa. Fólk ekki mjög kvilla- samt og engir landar dáið, það sem af er þessum vetri. Hér er mikið rætt og ritað um hagfræði'smál nýja tímans og hina evrópisku hagfræðis ráðu- nauta Alberta-fylkis, sem gefa vilja öreigalýð einveldi yfir vöru og peningaverzlun og mentamál- um fylkisins, til stór gróða fyrir öreigana. Fyrst var byrjað á seðla útgáfu er við fengum fyrir dollars virði af vörum, en þurft- um að láta 2 centa vinafélags frí- merki á bak hans til að losna við hann, og svo að borga 2 cent á hvert dollars virði af vinnuföt- um, skótaui og vetlingum, og 2 cent á 25 centa bómullar vetl- inga. Lögleitt var að gera alt spari- bankafé félaga og einstaklinga að þjóðeign, en skaffa öllum arð- miða af verzlun fylkisins, er registeruðu nöfn sín undir þetta haðfræðilega fyrirkomulag. — Þjóðinni til heilla og hagsældar, mentamálinu, eru þeir að sam- eina skólahéruð, 75 öll yfir í eitt hérað, og hvert borgaði' jafna upphæð (mills) af dollars virði eigna sinna. Og núverandi tíu skólahéruð sameinuðust um einn skóla, þar sem börnin fengu mið- skólamentun, og flutt þangað á “bus” í ófærum og færum braut- um, ár út og inn, og 42 ára ein skatts lög fylkisins numin úr gildi, en alt dautt og lifandi skattað utan húss og innan. (Ein skattslögin voru löggilt árið 1896, þann fyrsta jan. það ár). Yfir fimm hundruð sveitaskól- ar sendu erindareka á skólaráðs- þing til Calgary nýlega, til að mótmæla löggjöf þessari og báðu mentamála ráðherrann að mæta á þinginu, en hann lét ekki sjá sig þar; sendisveitum hefir hann sagt, að Alberta hefði þingræði, og vald til að búa til þau lög er því sýndist. Hreppstjórar og ráðherrann hefir gefið út skipun um að selja átta hundruð bújarðir í Norður- Alberta 3. marz næstkomandi, til skattgreiðslu; þetta eru að- eins fáir puntar af allri hinni nýju evrópisku hagfræði sem FEDERAL Framskipiumr Komlyftustöðvar f Fort WUliam—Port Arthur— Vancouver. 423 Sveitakornlyftur f Vesturlandinu. 101 Kolasölustöð. | Þjónusta og verzlunartæki vortryggja hagkvæm viSskifti eiga að auðga öreigalýð Alberta- fylkis. Mér finst eg ekki hafa grætt á að borga tólf dollara hærri' skatta eða samtals 24 dali hin síðast liðnu tvö ár, en svo er eg engin auðfræðingur nýja tím- ans, kominn á níræðis aldur og set mig heldur ekki í dómarasæti til að dæma hann. Og rita svo þetta í sagnfræði eða fréttabréfs stíl, athuga- semdalaust; vona þú ljáir því rúm í Kringlu við tækifæri. Þinn rneð ást og virðing, J. Bjömson fyrir, en samt vann hún öll sín störf af miklum dugnaði fram undir það síðasta, er hún gat ekki lengur gengt störfum. Naut hún góðrar aðhjúkrunar síðustu mánuðina hjá Davidsons fjöl- skyldunni. Nokkur börn, sem þau hjónin eignuðust, dóu öll ung, en systurson hennar, sem áður er nefndur, ólu þau upp frá því hann var ungbarn. Hún var jarðsungin 15. febr. í grafreit Oakview bygðarinnar af séra Guðm. Árnasyni, að viðstöddum mörgum nágrönnum h’ennar og vinum. DÁN ARFREGN G. Á. Þann 11. febrúar síðastliðinn andaðist á heimili Mr. og Mrs. Harry Davidson að Oakview, Man., ekkjan Sesselja Þorvalds- dóttir Guðmundsson, næstum 77 ára að aldri. Hún var fædd á Brennistöðum í’ Borgarhreppi í Mýrasýslu á íslandi 13. júní 1861, og ólst upp þar í sveitinni. Hún giftist Guðmundi Guð- mundssyni, sem var ættaður úr sömu sveit, og áttu þau heima í Reykjavík allmör gár. Um alda- mótin fluttust þau vestur um haf, og settust að skömmu eftir að þau komu vestur skamt fyrir norðan Narrows við Manitoba- vatn og bjuggu þar upp frá því. Guðmundur dó nú fyrir fáum ár- um og var hann þá kominn til Mikleyjar, en Sesselja bjó áfram með systursyni sínum og uppeld- issyni þeirra, Kristjáni Goöd- man, sem enn býr á heimili þeirra. Síðustu fimm mánuðina, sem hún lifði var hún hjá Dav- idssons hjónunum; enda var hún svo farin að heilsu að hún gat ekki annast heimilisstörf. Sesselja heitin var mesta dugnaðarkona og gáfuð vel. Hún nam yfirsetukvenna fræði á fs- landi og stundaði nokkuð yfir- setukonustörf hér fyrst eftir að hún kom vestur, en lagði það þó niður vegna heimilisanna. Hún hafði lengi átt við heilsuleysi að stríða af slysi, sem hún varð ÍSLANDS-FRÉTTIR Einar H. Kvaran á þýzku Nýlega er út komin snotur bók í Greifswald, “Islaandische Ezra- hlnugen”, 138 bls. (Verlag Hans Adler.) Nokkrar sögur eftir Ein- ar H. Kvaran, í þýðingu dr. Eiðs S. Kvaran, lektors í íslenzku vrð háskólann þar. Eru það sög- .urnar Vonir, Þurkur, Vistaskifti og Óskin. Af þessum sögum hafa Vonir áður birst í þýzkri þýð- ingu eftir Margr. Lehmann-Fil- hés fyrir mörgum árum, en sú þýðing var að ýmsu leyti gölluð, þar eð sumt hafði hin mæta kona misskilið og öðru slept. Það er mikið vandaverk að ráðast í að þýða bækur á annað mál en sitt móðurmál, og þarf til þess lang- varandi dvöl í hinu framandi landi, en ekki verður annað sagt en að þýðing þessi sé prýðilega af hendi' leyst. Hún er létt og lipur og virðist náð hinum sér- kennilega frásagnarblæ höfund- ar í hrynjandi og setningaskip- un. Áður hafa nokkrar sögur Ein- ars H. Kvarans verið þýddar á þýzku, þar á meðal “Anderson” fyrir nokkrum árum, í þýðingu Guðbrands Jónssonar. Þeir, sem við þýzkunám fást, ættu að fá sér þessa bók. Þeir geta margt lært af henni. —Vísir, 7. feb. All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLECE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.