Heimskringla


Heimskringla - 09.03.1938, Qupperneq 4

Heimskringla - 09.03.1938, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 9. MARZ 1938 pcimskringla (StofnuB ÍSSÍ) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S53 og 855 Sargent Avenue. Winnipeg Talsímis S6 537 Verð blaðslna er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist: M-nager THE VIKINQ PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” ls publlshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. L853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepthone: 86 537 iMHiiiiiuHiiuiimiumiiiiiiiuiiniiiuiiiimiiiiiiiuiiimiuiiiiiiimmmiiiiimiiiiiiiiiiiiuiuiuiiiHiiiiiiii WINNIPEG, 9. MARZ 1938 ililliiH ar” eftir háaldraðan mann, Jón Jónsson, borgfirskann að ætt, en sem býr nú í Win- nipeg hjá dóttur sinni, frú Þorbjörgu Sig- urðsson, ekkju eftir Jóhannes kaupmann Sigurðsson á Gimli. Jón mun nú hafa tvo um nírætt. Lýsir hann lifnaðarháttum og mataræði í æsku sinni eflaust rétt og öfgalaust. Getum vér ekki stilt oss um að birta hér ofurstutta málsgrein, úr ritgerð- inni til að sýna hvemig okkar elztu menn segja frá. Hún er á þessa leið: “Þegar gott veður var á vorin, sem oft var í kringum vorsólstöður, þótti mér gam- an að lifa, þrátt fyrir öll mín hlaup og snúninga, þegar eg horfði á fegurð náttúr- unnar bæði á himni og jörðu. Þó við í Borgarfirðinum sæjum ekki sólina alla nóttina, eins og á sumum stöðum á Norð- urlandi, sáum við þó geislana frá henni leggja upp á himininn og gullroðin skýin í alla vega myndum, og jörðina græna af grasinu og glóandi af jurtablómum með margbreytilegum lit, sem alstaðar spratt jafnvel upp úr litlu móaborði á grjótmel. GOTT RIT Tímarit Þjóðræknisfélags fslendinga í Vesturheimi, sem kom út í nítjánda sinni um það er ársþingið stóð yfir, hefir í þetta sinn sem fyr inni að halda mikið af góðu og læsilegu efni, er sérstakt erindi á til íslendinga hér vestra. Eg hafði nóg vit til að skilja, að þetta gerði náttúran sjálf án hjálpar. Þá gleymdi eg öllu því ógeðfelda og hugur minn fyltist af fögnuði yfir lífinu. Eg bygði mér þá loftkastala að gera mig að góðum og miklum manni, en þeir hrundu niður hjá mér, eins og mörgum öðrum unglingum.------------” Geri þeir sem yngri eru betur. Fyrsta ritgerðin er eftir próf. Sigurð Nordal um “Framtíð íslenzkrar menningar í Vesturheimi”. Það mál er hugðarefni hverjum sönnum íslendingi vestan hafs og athygli mikil veitt því er þeir hafa til þess að leggja, er í Hliðskjálf íslenzkra bók- menta sitja og sjá of víðan heim. Af grein próf. Nordals er um margt að fræðast. Viðhorf hans er glögt og niðurstöðurnar þær, er munu góðar og gildar reynast, verði íslendingar hér vestra sjálfum sér trúir. En auk þess verðmætis, sem í á- minstu efni felst í greininni, er það hverj- um íslendingi hér ávinningur mikill, að lesa og kynna sér hana rækilega vegna hins klassiska máls, sem hún er skrifuð á og sem út af fyrir sig vekur og glæðir þá íslenzku neista, er í brjóstum landa ennþá búa, þó faldir virðist, ef til vill, aðra stund- ina, eða lítið beri á, í glaumi enska hvers dags lífsins, sem þeir eru hér háðir. Því þrátt fyrir alt er hann einn, er sér um sefa, eins og þar stendur, og íslendingar vestra eru oftar séðir utan í umhverfi sínu hér, en innan, eða það sem í þeli þeirra býr. — Hvernig á málefni þeirra er litið í nefndri grein, og það sem um það er sagt af fram- sýnum löndum heima, fer ekki fyrir ofan garð eða neðan hér vestra. önnur eftirtektaverð grein í ritinu, er um “Blandaðar giftingar”, skrifuð af séra Guðmundi Árnasyni. Það hefir kostað nokkra fyrirhöfn að grafa upp efni um þetta mál, en af eitthvað eitt þúsund gift- ingum að dæma, kemst höfundur að þeirri niðurstöðu, að blandaðar giftingar séu að meðal tali 30 til 40 af hundraði á meðal ís- lendinga nú orðið. Það er nú heldur mikið af því góða, en mun þó ekki fjarri sanni vera. í bæjum og fámennum íslendinga- bygðum, telur hann þær fara yfir 50%. Jafnvel í hinni elztu og fjölmennustu ís- lenzku bygð: Nýja-íslandi, nema blandaðar giftingar nú frá 20 til 25%. Fyrir við- hald íslenzks þjóðemis hér, eru þessar afar tíðn blönduðu giftingar hættulegar. Höf- undur bendir á, að þær hafi að vísu öðru hvoru mínkað nokkur úr, en svo aukist aftur, eins ófrávíkjanlega og flóð fylgi fjöru. Og það er hætt við, að sá faraldur fari ekki batnandi úr þessu. Um þýðingar á leikritum Shakespeares á íslenzku skrifar dr. Stefán Einarsson skemtilega og fróðlega grein í Tímaritið. Aðrar langar og veigamiklar greinar í því eru: Um þjóðréttarstöðu fslands, eftir dr. jur. Ragnar Lundborg, framhald frá fyrra ári, ágætt yfirlit yfir einn merkilegasta þáttinn í sögu íslands. Grein þessi er að vísu skrifuð á lagamáli og getur virst þur aflestrar, en hún er svo góð heimild, að hana má með því merkilegasta telja, er ritið hefir flutt. í þessu riti er og grein um prófessor Lee M. Hollander, kennara við háskólann í Texas-ríki, eftir dr. Rich- ard Beck. Gerir höfundur grein fyrír hon- um sem Eddu-þýðara og unnenda íslenzkra fræða, sem er góðra gjalda vert að kynna íslendingum. Ennfremur er grein í ritinu um “Mesta skáld Vesturheims: Stephan G. Stephansson” eftir prófessor F. Stanton Cawley, Ph.D., í þýðingu eftir dr. Sig. Júl Jóhannesson. Telur prófessor Cawley Klettafjallaskáldið mesta skáld vestan hafs; prófesor Cawley er svo merkur mað- ur að þessi viðurkenning hans mun eftir- tekt vekja. Þá er í ritinu “Æskuminning- Eftir Eyjólf Sigurjón Guðmundsson er bjó í Tacoma, greindan mann og gegnan mælir skáldið J. Magnús Bjarnason vel og hlýlega. “Draumur” heitir smásaga í ritinu, eftir Guðrúnu Finnsdóttur. Efni' sögunnar er að kona hér vestra, Ragnhildur að nafni er að undirbúa samkomu, en mitt í því umstangi öllu, sækir að henni svefn og hún festir blund. Dreymir hana þá gamla vin- konu sína látna og nýju landi bregður upp fyrir sjónum hennar. Og landið er auð- vitað ísland með sínum minningum. Efni sögunnar þarf ekki lengra að rekja til þess að verða þess var, að hér er um rétta og sanna sálarlýsingu að ræða hjá íslending- um vestra. Kemur hér og fram það ein- kennið, sem oss virðist mega segja að sögur Guðrúnar Finnsdóttur beri yfirleitt með sér: f þeim felst ávalt innri máttur, sem ekki dvín eða verður að loftbólu, um leið og efnið er brotið til mergjar. Smásögur hennar bera að efnisgæðum til, frumleik og gerhygli í meðferð, langt af því, sem sagt verður um smásögur yfirleitt. Þegar skrifað verður rækilega um skáldsögur hennar, mun það ekki' dyljast, að hún á sæti á bekk með beztu smásagnahöfundum, ekki aðeins íslenzkum, heldur einnig hverr- ar þjóðar sem eru. “Kvöldvakan á Bjargi” heitir önnur saga í ritinu, eftir Elinborgu Lárusdóttur, lag- lega sögð. Þá hefir Jón J. Bíldfell skrifað tvær þjóðsögur, eftir frásögn Vigfúsar Þorvaldssonar, í ritið. Ennfremur ber að geta nokkra kvæða í ritinu. Verður þá fyrst fyrir oss kvæði eftir Gísla Jónsson, prentsmiðjustjóra, er hann nefnir “Iðunnarkviðu”; kvæðið er hrynhenda og í sem fæstum orðum sagt, eitt með því bezta, sem vér ætlum að ort hafi verið hér vestra. Hrynhendan er bragarháttur, sem vel lætur að íslenzkri hugsun og máli, þó lítt virðist nú notuð af skáldum. Það er undir þessum bragar- hætti sem Matthías orti eitt sinna ó- gleymanlegu kvæða til íslendinga í Vestur- heimi: “Sé eg hendur manna mynda.” “Um Hallmundarhraun” yrkir Páll S. Pálsson ljóðrænt og gott kvæði. Eftir Huldu eru fjögur kvæði í ritinu: John H. Frost; Kvöld í Frakklandi; Dalakonan; Borgfrúin og Márinn. Þá yrkir Guðm. Friðjónsson vísu til C. Hjartar Thordar- sonar; Jónas Þorbergson: Brot úr enskum sálmi; Bjarni Guðmundsson: Heimkomu- minni Tómasar skipstjóra Bjarnasonar; Jóhann Briem: Nýárskvæði (1876—77) og Steiun Dofri: Þorbjörn Bjarnason (eftir- mæii). Eins og að undanförnu, er síðasti fund- argerningur ársþings Þjóðræknisfélagsins prentaður aftast í ritinu. Hér hefir nú verið týnt upp og lauslega minst á það sem Tímaritið flytur lesend- um sínum að þessu sinni. Erum vér vissir um það, að þeir sem annars fylgjast nokk- uð með íslenzkum málum hér, muni sér til gagns og skemtunar lesa ritið. Tímarit Þjóðræknisfélagsins jafngildir beztu ís- lenzkum tímaritum sem út eru gefin; það hefir og ávalt meðferðis efni sem snertir sögu íslendinga hér vestra sérstaklega. Það getur nú skeð, að það komi ekki lönd- um heima í bráð svo mikið við, sem ís- lendingum vestra, en þar er þó að finna einn þáttinn í þjóðarsögu íslendinga, sem fróðlegur kann að þykja í framtíð, að þeim vestra horfnum eða gegnum fyrir ætt- ernisstapa. Ritstjóri Tímaritsins er og hefir verið frá því að það hóf göngu sína dr. Rögn- valdur Pétursson. Verð á ritinu er $1.00 í lausasölu, en fé- lagar í Þjóðræknisfélaginu fá það endur- gjaldslaust. Lausasalan er aldrei mikil, því félagagjaldið er aðeins einn dollar. Það er því ekki vegna sölu ritsins eða ágóða í sambandi við hana, sem hér hefir á ritið verið minst, heldur vegna hins, að það er nauðsynlegt hverjum fslendingi að lesa ritið og eiga, sem þjóðræknisstarfið sem hér er verið að reka eða sál sína metur eins dollars virði. KIRKJAN Á SPÁNI OG BORGARASTRÍÐIÐ Blöðin hafa þráfaldlega flutt fréttir um að kirkjur hafi verið brendar á Spáni og að prestar og nunnur hafi verið drepnar í hundraðatali. Þessar fréttir eru sannar. En þessi hryðjuverk eru þó aðeins lítið brot af múgdrápum þeim og skemdar- verkum, sem stöðugt hafa verið framin síðan borgarastríðið hófst fyrir mörgum mánuðum. Bæði uppreisnarmennirnir og stjórnarherinn hafa verið sekir, báðir hafa látið skjóta niður hundruð, jafnvel þús- undir af andstæðingum sínum jafnskjótt og þeir hafa verið handteknir. Það er áætlað að á fyrstu sex mánuðum stríðsins hafi hálf miljón manna mist lífið. Stríðið á Spáni hefir verið vægðarlaus barátta. Það er ekki aðeins borgarastríð, það hefir orðið að einskonar miðdepli heimsbyltingar, orustuvöllur, þar sem hægri og vinstri flokkar — fasistar og kommúnistar berjast um yfirráðin. Áður en tvær vikur voru liðnar frá því að stríðið byrjaði var uppreisnarforinginn Franco búinn að fá flugvélar og önnur hernaðar- gögn frá ítalíu og Þýzkalandi. Rússland fylgdi dæmi þessara þjóða og sendi stjórn- arhemum hergögn. Sjálfboðaliðar hafa streymt inn til beggja hliða. í marz 1937 var gizkað á að 50,000 útlendingar að minsta kosti berðust með uppreisnarhern- um og hér um bil 20,000 á hlið stjórnarinn’ ar, og að líkindum hafa tölurnar hækkað síðan. Þátttaka annara Evrópuþjóða í stríðinu hefir hjálpað til að lengja það. Og þessi þátttaka hefir að líkindum áhrif á leikslokin, ekki aðeins á Spáni, heldur get- ur svo farið, sökum málefnanna, sem fyrir er barist, að af henni hljótist allsherjar stríð í Evrópu. Málefnin, sem um er barist. Blaðariturum hefir veizt auðvelt að lýsa stríðinu sem baráttu milli fasisma og kommúnisma; og þessi lýsing getur verið nærri sanni, að því er snertir þátt- töku Þýzkalands, ítalíu og Rússlands í því. En hún er mjög ónóg og skýrir aðeins einn þátt baráttunnar að því er Spán snertir. Því hefir verið haldið fram, einkanlega af vissum blöðum í Ameríku, að stríðinu hafi verið hrundið af stað með kommún- ista áhrifum frá Moskva. En þetta er langt frá því að vera sannleikur. Það voru ekki yfir 50,000 kommúnistar á Spáni af 29,000,000 sem þar búa. Til þess að skilja það sem á milli ber, verður maður að fara lengra aftur í tímann og þekkja höfuðstofnanirnar tvær í landinu — stjórn og kirkju. Konungsríki með lénsvaldi Það er erfitt að gera sér greki fyrir því, að þar til nú fyrir fáum árum var léns- vald ríkjandi á Spáni. Mestur hluti lands- ins var skiftur niður í lén, sem voru undir stjórn aðalsmanna (grandees). Landið var ræktað af ánauðugum bændum, sem voru algerlega á valdi aðalsmannanna. Annars- staðar var landinu skift í kotbýli, sem voru svo smá að ómögulegt var að lifa á þeim. Býli þessi voru setin af leiguliðum eða mönnum, sem fengu hluta af upp- skerunni, og þeir voru síhræddir um að missa ábúðarréttinn. Bæði bændurnir og landbúnaðar verkamenn voru bláfátækir og hræðilega illa upplýstir. Verkamenn í verksmiðjum voru lítið hetur settir. Bæði hið félagslega og hagsmunalega fyrir- komulag hélt öllum fjöldanum í vesaldómi', fátækt og þekkingarleysi. Og eins og undir lénsvaldi miðaldanna, var kaþólska kirkjan sterkasta og vold- ugasta stofnunin í landinu. Hún hafði ekki aðeins mikil pólitísk áhrif og hags- munalegt vald heldur réði hún að miklu leyti yfir mentastofnunum landsins. Tilraunin með lýðræðið Árið 1931 var koungsvaldinu steypt og tilraun var gerð til að í setja á fót lýðveldi, eins og á Þýzkalandi og á Rússlandi. — Frjálsyndu og verkamanna flokkarnir, sem náðu völdum, skuldbundu sig til að koma á gagngerðum breytingum í hinu fjárhagslega og félagslega fyr- irkomulagi með lýðræðislegum aðferðum. En hér varð aftur sú reyndin á, að hinar lýðræðis- legu aðferðir voru seinvirkar, og fólkið var alveg óvant að stjórna sér sjálft. Lýðræðið getur að- eins hepnast þar sem að fólkið hefir vitsmuni og áræði til að stjórna sér sjálft og er viljugt að fylgja vissum siðgæðislegum lög- um. Hið nýja, spánska lýðveldi varð fyrir ásökunum bæði frá vinstri og hægri flokkunum. — Verkamennimir og smábænd- urnir voru óþolinmóðir; þeir sem áttu á hættu að missa auð og völd settu sig upp á móti öllum umbótum; í þeim flokki voru fyrst og fremst kirkjan, landeig- endurnir og herinn. Undir lýðveldisstjórninni var gerður aðskilnaður á ríki og kirkju» Kirkjueignir voru ekki lengur undanþegnar skatti. Jesú- íta-reglan var leyst upp. Eignir allra klausturregla voru gerðar upptækar og meðlimum þeirra vikið frá allri kenslu, nema trú- arbragðakensla. Á þennan og ýmsan annan hátt var kirkjan svift miklu af auðæfum sínum og næstum öllum pólitískum áhrif- um og ennfremur miklu af yfir- ráðum sínum yfir mentuninni. Aðrar umbætur, sem gerðar voru, miðuðu til þess að mínká tekjur herforingjanna og tak- marka stjórnmálastarfsemi þeirra. En aðallega beindist þó hin nýja stefna að því að skifta hinum stóru landareignum milli bændanna. Frá 15 til 20 þúsund landeigendur mistu landeignir sínar. “Baráttan, sem nú stendur yfir á Spáni,” segir maður, sem er mjög vel kunnugur öllum málavöxtum þar, “er lokastigið í baráttu, sem byrjaði 1931, með stofnun lýðveldisins, og hefir farið síharðnandi ávalt síðan. Á báðar hliðar er ótti — þeir sem heyra til hægri flokkunum eru hræddir við kommúnista-bylt- ingu, en vinstri flokkarnir eru hræddir við að alt fari aftur í sama horfið, og að hervaldið, fasistar, konungssinnar og kirkj- an nái öllum yfirráðum á ný. Stríðandi kirkja Kirkjan á Spáni hefir aldrei verið hlutlaus á ófriðartímum, og það er langt frá því að hún sé það nú. Mikill meirihluti prest- anna styður uppreisnarmennina. Samkvæmt vitnisburði sjónar- votta hefir verið skotið af mask- ínubyssum úr kirkjuturnum á fólk, sem er með stjórninni. — Kirkjur hafa verið notaðar sem vopnabúr og skálar fyrir her uppreisnarmannanna og fasista. Þetta útsýkrir að nokkru leyti, hvers vegna stjómarherinn hef- ir brent kirkj ur. Vmir uppreisn- armannanna í héruðum þeim, sem stjómin ræður yfir, hafa líka brent kirkj^r, til þess að spilla fyrir henni. Þess ber líka að geta, að margir rétttrúaðir, kaþólskir menn hafa veitt lýðveldinu ein- dreginn stuðning og eru á hlið stjórnarinnar ásamt lýðveldis- sinnum og verkalýðnum. Hvað verður nú að líkindum um kirkjuna á Spáni í framtíð- inni ? Ef uppreisnarmennimir sigra, þá að líkindum verður fasista- ríki sett á stofn. Fari svo, mun kirkjan að líkindum verða neydd til þess að sleppa valdi sínu, eins og á Þýzkanlandi, eða mun hún styðja fasismann? Ef stjómar- herinn sigrar, þá verða umbætur þær, sem stjórnarflokkarnir hafa á stefnuskrá sinni, eflaust framkvæmdar. Mun trú og kirkja, undir slíkri stjórn, verða lögð niður sem íhaldsafl, er stríði á móti velferð fjöldans, líkt og á Rússlandi. G. Á. þýddi. MAGNtJS SMITH Af tilvilj un rakst eg á um- getning um lát þessa merkilega íslendings. Var hún í skákblað- inu “The American Chess Bul- letin” frá 1934, og er á þessa leið: Magnús Smith lézt í Titusville, Pa., þ. 12. sept. s. 1. Hann var víðkunnur sem skákmeistari og viðurkendur fyrir framúrskar- andi hæfileika sem taflmaður og drengur góður. Fæddur á ís- landi fyrir 64 árum, kom ungur til Canada og átti heima í Winni- peg 1 mörg ár; einnig nokkur ár vestur á Kyrrahafsströnd. — Hæfileikar hans sem skákmanns komu fyrst í ljóa þegar hann vann Ruy Lopez-skák gegn Pills- bury, með nýj u bragði sem nú er orðið klassiskt bragð. Hann vann og með hægu móti meist- aratitil Canada. Árið 1908 kom hann til New York. Gerðist hann þá meðlimur í Brooklyn skákfélaginu þar sem hann var í nokkur ár velmetinn félagi. — Vann hann að síðustu fyrstu verðlaun þess félags. Árið 1912 eða 1913 gerðist hann meðlimur í Manhattan skákfélaginu þar sem hann var einnig um skeið hæstur í samkepninni. Á þeim árum lét hann aldrei hlut sinn í skák hvorki fyrir heimamönnum né utanaðkomandi skákmeistur- um. Nokkru síðar kvæntist hann og flutti' til Titusville, Pa., ná- lægt árinu 1916. En konan hans sem var honum mjög hjartfólgin lézt árið 1924. Og eftir lát hennar fór heilsa Magnúsar mjög hnignandi. Hafði hann fengið snert af slagi sem þjáði hann síðustu árin. En einnig í Titusville hafði hann varið starf- andí meðlimur í skákfélagi og er nú syrgður af fjölda vina.” Til frekari skýringar vii eg geta þess að Magnús Smith varð Canadameistari í skák fyrst árið 1899. Tefldi hann þá í Montreal og voru 10 keppendur í það skift- ið. f annað sinn árið 1904 vann hann sama fieiður í Winnipeg og sóttu þá 12 gegn honum. Og í þriðja sinn varð hann skákmeist- ari Canada árið 1906, en hvað margir þá keptu er mér ekk: kunnugt. En þetta er ærið nóg til ag sýna að þarna var ekkert smámenni á ferðinni. Geri eg ráð fyrir að alls þessa hafi verið getið í íslenzku blöðunum um það leyti' sem þessir atburðir áttu sér stað. En síðan hann hvarf til New York hefi eg aldrei séð neitt um hann í blöðunum okkar, og er leitt til bess að vita, að þessi íslenzki drengur sem lagði heimsmeistarann Pills- bury á bragði sem hann sjálfur bjó til og sem nú er viðurkent að vera klassiskt bragð; vann skák- meistaratign Canada þrívegis.— með hægu móti — og va .• oftar en einu sinni hæstur í samkepn- inni í siærstu og öflugustu skák- félögum Bandaríkjanna. skyldi hverfa svo gersamlega út úr 1ífi íslendinga hér, að hans hefir aldrei verið minst í meir en fjórðung aldar, fremur en hann hefði' aldrei verið til. En sú bót er í máli, að að honum látnum er hans mjög fagurlega minst í áðurnefndu riti um leið og þess er getið að hann hefði verið fs- lendingur. Gefur það til kynna að Magnús Smith hafði' ekki dregið dul á þjóðerni sitt þrátt fyrir alt. En því fremur er ís- lenzka þjóðin 1 þakklætisskuld við þenna látna merkismann fyr- ir afrek hans í samkepninni', þar sem hann “lét aldrei sinn hlut né þjóðar sinnar, hvorki fyrir heimamönnum né aðkomandi meisturum.” fþróttin sem hann unni mest, var honum meðfædd •og gerði hann þjóðfrægan. Er nú hin síðari ár að festa dýpri og

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.