Heimskringla - 09.03.1938, Síða 5

Heimskringla - 09.03.1938, Síða 5
WINNIPEG, 9. MARZ 1938 HEIMSKRINGLA 5. SfÐA dýpri rætur svo að segja um allan heim fyrir listgildi og feg- urð enda að verðleikum. Hygg eg að Magnús Smith muni síðar verða talinn með frumherjum þeirrar vakningar sem orðið hef- ir á þessu sviði hér í Vestur- heimi og væri vel að íslendingar færi að dæmi Gyðinga, ef þeir skyldi stofna taflfélag að láta það fyrsta bera nafnið Magnús Smith. S. E. Björnsson DÁNARFREGN Síðast liðinn mánudag fréttist lát Þorsteins Péturssonai* í Piney, Man., þar sem hann hafði búið í mörg undanfarin ár, fyrst sem búðarmaður og seinna sem bóndi. Hann var fæddur 10. júlí 1863 og var sonur Péturs Þor- steinssonar bónda á Nefjárnar- stöðum í Hróarstungu í N.-Múla- sýslu og Sigríðar konu hans Þorleifsdóttur Arnfinnssonar frá Moldhaugum í Eyjafirði'. Hann var tekinn til fósturs hjá þeim hjónum Eyjólfi Eyjólfssyni og Signýju Pálsdóttur, frá Dag- verðargerði í Hróarstungu. Hann var þeim samferða til þessa lands árið 1876 og dvaldi' hjá þeim í Nýja íslandi fyrstu þrjú árin, og fluttist síðan til Winni- peg. Nokkuð seinna gekk hann í 90. herdeildina og átti þátt með henni í því að bæla niður upp- reisnina sem gerð var 1885, og nefnd hefir verið “Northwest Rebellion”. Er herdeildin kom aftur til Winnipeg, sagði hann sig úr henni og stundaði aðallega prentiðn í Winnipeg til 1908, er hann flutti með fjölskyldu sinni til Pine Valley bygðar, sem nú er kölluð Piney. Þorsteinn heitinn var einn af fyrstu prent- urum Heimskringlu; hafði áður unnið við prentun Leifs. Um haustið 1886 giftist Þor- steinn Guðrúnu Ingibjörgu Björnsdóttur Halldórssonar frá Úlfsstöðum í Loðmundarfirði. Vegir þeirra skildu eftir nokkra ára sambúð. Þau eignuðust eina dóttur, Hólmfríði, er gift er Benedikt Helgasynj að Garðar, North Dakota. Nokkuð fyrir alda mótin kvæntist hann Ingibjörgu A. Eiríksdóttur Magnússonar frá Meðalnesi í Fellum og Guðrúnar Halgrímsdóttur Péturssonar frá Hákonarstöðum í Jökuldal. Þau Þorsteinn heitinn og kona hans fluttu til Winnipeg og dvöldu hér í nokkur ár en fóru síðan aftur til Piney og voru þar úr því. Þar vann Þorsteinn sál. við verzlun hjá Jóni heitnum Stefánssyni í nokkur ár, en seinna stundaði hann búskap á landi sonar síns Sigurðar. Þrjá syni áttu þau hjónin, og allir þeirra eru bráð- myndarlegir menn. Þeir eru Pét- ur Sigurður er stundar járnbraut arvinnu í Transcona, Gunnar Eiríkur er einnig vinnur járn- brautravinnu nálægt Rivers, Man., og Loftur Júlíus sem býr í Piney. Af systkinum hans er aðeins einn bróðir á lífi, Thor- leifur, er býr í Churchbridge í Sask. Eina systur átti hann, Ingibjörgu, en hún er dáin fyrir nokkrum árum. Hálfbróðir, Sig- urður Johnson, býr í Los Ang- eles í Bandaríkjunum. Útförin fer fram í dag (mið- vikud.) í Piney, frá heimili hins látna, og jarðað verður í Piney grafreitnum. Sérá Philip M. Pét- ursson, prestur Sambandssafn- aðar í Winnipeg jarðsyngur. Af 25,000,000,000,000 (25,000 biljón) rauðum sellum í blóðinu í líkama mannsins, deyja 10,000,- 000 á hverri sekúndu og aðrar verða að koma í“þeirra stað. — Hinar nýju sellur verða til fyrir fæðuna sem étin er. Það er auð- séð af því hvað það er mikið komið undir fæðunni, að menn hafi það sem alment er kallað "gott” blóð. Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringiu ÍSLENDINGAR I ÁSTRALtU Prófessor Lodewyck frá Mel- bourne hélt nýlega útvarpserindi um Ástralíu og lét þess getið, að enginn íslendingur mundi nú vera búsettur þar í landi. Þetta er ekki rétt, en vel skilj- anlegt, að prófessornum hafi ekki tekist að hafa upp á einum manni íslenzkum, sem dvelur þar, og hefir þess utan tekið upp útlent nafn. Æskuvinur minn, Pétur Sæ- mundsson frá Krossi á Barða- strönd, hefir verið búsettur í Ástralíu síðan 1904 eða 1905. Hann gerðist farmaður nokkru eftir aldamótin og heyrði eg ekki frá honum sagt síðan, fyr en löngu seinna, en þá frétti eg, að hann hefði sezt að í Ástralíu, og árið 1929 frétti eg enn, að hans væri von á Alþingishátíðina 1930, en af því varð þó ekki. Pétur var drengur hinn besti og líklegt að honum farnaðist vel, hvar sem væri, og svo hefir það líka orðið. Eg hefi nú spurst fyrir um Pétur hjá mági hans, Moritz Biering. Hann skriíar systur sinni eða systursyni öðru hvoru og móður sinni að staðaldri, en hún lifir enn á Krossi. Pétur er nú sextugur. Hann hefir nærri allan dvalartíma sinn í Ástralíu unnið við “lokomotiv” verksmiðju í eða í nánd við Sid- ney og verið þar verkstjóri', en nú mun hann vera hættur að vinna þar og fær eftirlaun hjá fyrirtækinu. Hann er löngu gift- ur, á uppkomin börn og húseign í Addington Avenue, Ryde Sid- ney. Hann nefnir sig nú Peder Jensen. Prófessorinn gat þess einnig, að hann vissi af einum íslendingi sem hefði verið gullnemi í Ást- ralíu á gullleitartímunum eftir 1850. Þessi maður var Holger Clausen, síðar kaupmaður í Stykkishólmi. Eg veit um annan íslenzkan gullnema frá þeim tíma, Pétur Björnsson úr Arnarfirði. Hann fór ungur í siglingar, strauk af skipi í Sidney og gerðist gullleit- armaður. Þetta hefir verið milli 1860 og 70, því af honum fréttist ekkert í tuttugu ár. En um 1885 kom hann hingað heim aftur. Honum gekk gullnámið vel um skeið og varð ríkur maður, en tapaði öllu eða mestu af fé sínu skyndilega, en ekki veit eg með hvaða hætti. Fór hann þá í gull- leit að nýju, fyrst í Ástralíu, en íðan um tveggja ára skeið í Cali- forníu, og svo í Ástralíu aftur; minnir mig, að hann væri við gullnám í 14 ár, og dveldi síðan tvö ár í Bretlandi áður en hann hélt heim. Þegar eg var unglingur þekti eg Pétur allvel, en ekki þýddi' að spyrja hann um gullæfintýri hans eða annað. Hann var ekki málgefinn maður og sagði fátt af sjálfum sér. Þetta, sem hér var sagt, heyrði eg hjá nánum kunningjum hans, og reyndar margt fleira, sem togaðist út úr honum við tækifæri. Pétur Björnsson varð hinn merkasti maður eftir heimkomu sína. Hann lét, ásamt Pétri Thorsteinsson o. fl. byggja skip í Noregi og var skipstjóri á því fyrst, en bráðlega lét hann byggja annað og var jafnan skip- stjóri á því, meðan hann lifði. Heitir skip þetta “Snyg”, og er nú eign Gunnars ólafssonar & Co., í Vestmannaeyjum. Hefir það reynst traust, eins og annað, sem Pétur átti hlut að. Hann var aflasæll og frömuður- í útvegsmálum. Hann stofnaði styrktarsjóð handa ekkjum og börnum sjódruknaðra manna í Barðastrandarsýslu, og minnir mig að hann gæfi 20 þús. krónur til stofunar hans, sem var mikið fé á þeirri tíð. Pétur hafði lengi verið með Bretum og gætti þess mjög í háttum hans og skaplyndi. Einu sinni var hann teptur nokkra daga á Álftamýri vegna ísalaga á Arnarfirði. Eg var þá á Álftamýri, tólf ára gamall. Við ræddum saman og urðum ósam- mála um ómerkilegt atriði, og eg bauðst til að veðja við hann. “Hefirðu eitthvað til að tapa í veðmáli?” spurði Pétur. “Já, púltinu mínu”, sagði eg, en það var rauðmálað, hinn besti gripur og aleiga mín að meðtöldum nokkrum bókum og skriffærum, sem eg geymdi í því. “Jæja, eg veðja 10 krónum á móti”, sagði Pétur, og eg tapaði. Eg afhenti honum púltið um leið og hann fór, undir niðri í þeirri von, að hann ógilti veðmálið, en hann tók hiklaust við því og hafði' það burt með sér. En hann gaf öðr- um mannnum, sem flutti hann yfir fjörðinn, púltið, sagðist ekki þurfa að nota það sjálfur. “Þú mátt ekki gefa stráknum það, en þú getur selt honum það, ef ykkur semur”. Og eg fékk púltið aftur fyrir lágt verð og ofurlítið af lífsspeki um leið. ari nýju stefnu. Nýlega flutti |einn forvígismaður hennar fyr- irlestur, þar sem hann útskýrði ihana nánara. Viðstaddir voru margir þektustu listdómarar | Þýzkalands. — Ræðumaðurinn sagði, að úrkynjun listarinnar gerði ekki aðeins vart við sig nú ^á dögum, heldur hefði hennar sézt merki hjá ýmsum eldri mál- jUrum. M. a. nefndi hann van Gogh, Mattias Grunewald og Rembrandt. Þegar hann nefndi Rembrandt kváðu við mótmæli viða um salinn og nokkrir báðu um orðið. En þeir fengu það ekki'. Út af þessum atburði standa nú harðar deilur, því mót- |mæli hafa verið send til stjórnar- 'innar. Eru það talin einna lík- jlegust endalok, að allir þeir, sem hafa undirritað mótmælaskjalið, missi stöður sínar. ' Þetta- ófrelsi listarinnar er [ekki eindæmi. Það er víðar en í Þýzkalandi. Það er meira og minna í öllum einræðislöndunum. Valdhafar Rússlands reyna engu Pétur átti son, óskilgetinín. Hann sá honum fyrir góðu upp- eldi og mintist hans í erfðaskrá sinni. Pétur hafði gert verstöð í utanverðum Arnarfirði og þrautalendingu fyrir róðrarbáta. Heitir þar Pétursvör og er mikið og óvenjulegt mannvirki'. Sonur hans átti að eignast þessa út- gerðarstöð með húsum, bátum og öllu tilheyrandi og byrja að reka þetta tvítugur. En ef hon- um tókst ekki reksturinn sæmi- lega, þá féll eignin til annars manns, en sonurinn fékk farar- eyrir til Ameríku. Og þangað fór hann eftir að hafa rekið stöðina stuttan tíma. Pétur var ekki kvellisjúkur maður um dagana, en varð las- inn og lá í rúminu nokkra daga fyrir andlát sitt. Gerði hann þá ráðstafanir um útför sína og eignir. Fanst ýmsum vinum hans þetta óþarft að sinni, því hann var hinn hressasti og virtist lík- legur til að lifa lengi enn. Kvöld eitt gerði hann þremur vinum sínum boð, að spila við siig “lomber” og spilaði hann við þá góða stund, en kvaddi þá síðan og þakkaði samveruna og sagði, að þetta yrði síðasta spilið sitt. Morguninn eftir var hann látinn. Þessar stuttu frásagnir lýsa nokkuð skaplyndi Péturs. En því get eg bætt við, að hann stendur altaf fyrir hugskotssjón- um mínum sem ímynd festu og þróttar, og var einhver heil- steyptasti maður, sem eg hefi haft kynni' af. Þetta átti hvorki að vera eftir- mæli eða æfisaga Pétur*s Bjcrns- sonar, heldur aðeins minst ís- lendings, se meinu sinni dvaldi í Ástralíu. En eg nota nú tækifær- ið til þess að skora á Helga Guð- mundsson sagnfræðing, sem bæði þekkir og dvelur meðal þeirra manna, sem best þektu Pétur, að safna sögnum um æfintýri hans og skrifa æfisögu hans. Hann var svo einkennilegur maður og merkilegur, að ekki má fenna yfir spor hans. - Sveinn Ámason —Lesb. Mbl. síður en nazistarnir að svifta listina frelsi sínu og beina henni inn á þær brautir, að verða ein- sýn túlkun þeirra lífsskoðana, sem þeir bera fyrir brjósti. Að vísu er ekki útilokað, að lista- verk geti skapast undir slíkum kringumstæðum. En í flestum tilfellum er ófrjáls listamaður eins og vængstýfður fugl. Hæfi- leikar hans fá ekki að þroskast eins og þeini hentar bezt. —N. Dbl. 5. feb. BLAÐAMENSKAN 1 JAPAN Eftir William Henry Chamberlin KJÖR LISTARINNAR í EINRÆÐISLÖNDUNUM Nazisminn stefnir ekki' aðeins að því marki að skapa nýja stjórnmálastefnu, heldur einnig ný trúarbrögð og nýja list. S. 1. sumar voru haldnir í Munchen tvær listsýningar. — Önnur átti' að sýna þýzka list eins og hún er frá sjónarhæð nazismans. Hin átti að sýna ó- þýzka og afvegaleidda list. Á þeirri sýningu voru verk flestra þektustu listamanna Þjóðverja frá síðustu tímum. f áfram- haldi' af þessum sýningum hefir verið unnið að því að færa þau listaverk úr opinberum söfnum, sem ekki falla í smekki nazis- mans. Því fer fjarri að allir listdóm- arar og listunnendur, sem telja sig nazista, séu samþykkir þess- Japanir eru blaðlesendaþjóð. f landinu eru gefin út um 1,435 dagblöð og er upplag þeirra 'um 19 miljónir eintaka, þ. e. a. s. meira en eitt eintak á hverja I f jölskyldu í landinu. Ekkert land I í Asíu jafnast þarnh á við Japan. Kemur það auðvitað að miklu ' leyti af því, að Japan er eina landið í Austur-Asíu, þar sem skólaskylda er lögboðin. Risarnir meðal Japnösku blað- anna eru Osaka Mainichi og Tokyo Nichi Nichi (sem eru eign sama fyrirtækis), Osaka Oashi ! og Tokyo Asahi. Menn vita ekki með vissu hve stór upplög þess- ara blaða eru, en það er álitið að Osaka Mainichi hafi um 2.2 milj. | kaupenda og Tokyo Nichi Nichi ,1.2 milj. Kaupendafjöldi hinna tveggja Ishai-blaða er vafalaust mjög líkur. Menn furðar ef til vill á því, að Osaka-blöðin skuli hafa stærri kaupendatölu en Tokyo-blöðin, iþar sem Tokyo hefir 6 milj. íbúa, en Osaka aðeins 3 miljónir. — Osaka liggur hinsvegar í enn þéttbýlari umhverfi og margar borgir eru þar í nánd, þar sem engin blöð eru gefin út, vegna þess að þau standast ekki sam- kepnina við hin fjársterku Osaka-blöð. Japönsku blöðin eru afar fjöl- jbreytt. Taka þau sér Vestur- landablöðin mjög til fyrirmyndar á ýmsum sviðum. f útlitinu l “uppsetningu” og letri, fylgja iþau stærstu blöðunum í Ame- jríku. Aðalfréttin er á 1. síðu i (sem er síðasta síðan, því að [Japanir fara “aftan að siðun- um”). Fyrirsagnir eru oft 1 geysistórar, en “bomban” er sjaldan látin springa fyrri en í enda greinarinnar. Amerísku blöðin reyna hinsvegar að hrífa |þegar í stað athygli lesandans, en Japaninn þolir biðina. Myndir, teikningar og landa- bréf eru afar nauðsynleg í jap- önskum blöðum til þess að þau fái þrifist. Þegar Bemhard Shaw, háð- fuglinn enski, kom til Japan fyr- ir nokkurum árum síðan og sá allan hópinn af blaðamönnunum, sem vildi tala við hann, varð hon- um að orði: “Eru allir Japanir blaðamenn?” Japönsku blöðin hafa nefnilega afar marga starfsmenn, eftir Evrópumæli- kvarða. Tokyo Nichi Nichi hefir meira en 3,000 manns í þjónustu sinni. Og Osaka Asahi um 2,000 og eru þá ótaldir allir sendisvein- ar og vikaplltarnir. Japanskir blaðamenn eru venjulega stúdentar. Hjá Asahi og Nichi Nichi blöðunum fær byrjandinn 80 yen á mánuði og getur, ef hann er duglegur og hugvitssamur, komist upp í 200 yen, en auk þess fær hann launa- uppbót (arðshluta) árlega eða tvisvar á ár, en stærð hans fer eftir dugnaði. Þessi laun eru lág á amerískan mælikvarða, en mjög sæmileg, samanborið við önnur laun í Japan. Sumir japönsku háskólarnir hafa stofnað kensludeildir fyrir blaðamenn, en þær hafa ekki reynst svo vel sem skyldi. Þykja þeir, sem þar hafa lært ekki eins alhliða duglegir, sem aðrir. Stærstu blöðin eru sem áður segir Nichi Nichi og Asahi-blöðin og' er samkepnin milli þeirra afar hörð. Nota þau því ýms brögð til að sigra í samkepninni og fer á ýmsa vegu. Margir munu minnast þess, þegar japanska flugvélin “Hinn guðdómlegi blær” (Kamikaze) flaug á met- tíma til Lundúna. Voru það Asahi' blöðin, sem kostuðu þá för, en er heim kom veitti keis- arinn flugmönnunum viðtal. — Asahi-blöðni hafa t. ‘d. fengið marga fræga hljómlistarmenn til að heimsækja Japan. Nichi Nichi-blöðin sem hins- vegar oft “vináttu”-sendisveit- ir til annara landa. Er það hópur olaðamanna, sem fer til að kynna land sit't og kynnast landi því, sem förinni er heitið til. En besta bragðið, sem Nichr Nichi- Mr *«m notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgOlr: Henry Ave. Eaat Sfmi 95 551—96 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA blöðin hafa leikið var 1932, er þau birtu myndir frá Olympíu- leikunum í Los Angeles sólar- hring á undan Asahi-blöðunum. Myndunum var nefnilega kastað útbyrðis af skipi, langt undan Japans-strönd. Var svo um þær búið, að þær gátu ekki blotnað, en rétt hjá beið flugvél, er sækja átti myndirnir, og skundaði hún síðan með þær til lands. Hin stærri dagblöð fylgja engri sérstakri stjórnmála- stefnu. Þau reyna að gera sem flestum til hæfis og segja því frá málunum frá öllum sjónarmið- um. Blöðunum er sjaldan bann- að að ræða nein mál, nema glæpamál, ef blaðaskrif gæti taf- ið fyrir lögreglunni við að ljósta upp sökudólgana. Það er röng skoðun, að japönsku blöðin sé mjög ófrjáls, því að þau geta gagnrýnt hvaða gerðir stjórnar- innar sem þau vilja.—Vísir. Benjamino Gigli, hinn heims- frægi ítalskir söngvari var ný- lega á ferðalagi í ítalíu og kom við í fæðingarbæ sínum Recan- ati. Gigli afhenti borgarstjór- anum stóra peningaupphæð, sem á að verja til byggingar gamal- mennahælis í Recanati. THE PR0VINCE 0F MANIT0BA THE DEPARTMENT OF MINES AND NATURAL RESOURCES of the PROVINCE OF MANITOBA extends to the Icelandic National League a hearty welcome to its capital city and best wishes for its continued success in fostering the language and tradi- tions of its homeland in this land, selected f or them by their fathers. The Icelandic people have, for over sixty years, been intimately associated with the development of our natural resources—min- ing, Hydro development, forestry, and the fish and fur industríes. They have made a sterling contribution toward making Manitoba a land of homes, and by their efforts a land more capable of supporting their children and their children’s children in peace, happiness and prosperity. HON. J. S. McDIARMID, Minister.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.