Heimskringla - 09.03.1938, Side 6

Heimskringla - 09.03.1938, Side 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. MARZ 1938 }^.mmwmmmmtmmmmmmmmm LJÓSHEIMAR Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan “Alveg hreint. Eg get ekkr trúað því. Það væri miklu nær fyrir þig að velja mig til þess,” mælti eg djarflega. “Jæja. Eg verð nú send burtu á jólunum og má koma aftur ef eg get snúið mig út úr þessu. Þetta er nú málleysa — er það ekki hræðilegt ?” “Systrunum fellur víst ekki þessháttar orðatiltæki.” “Þær hata þau. Miss Devereux, þú veist hver hún er. Hún njósnar um okkur og segir 'frá.” “Nei er það nú mögulegt. En mig furðar ekkert á því. Eg hefi heyrt frá henni sagt,” sagði eg með beiskju. Við vorum nú komin að dyrunum og bjóst eg við að hún mundi þjóta í burtu, en hún beið. “Nei, er það nú satt. Ef þú þekkir hana, þá ert þú kannske njósnari- sjálfur og þá væri það víst eins gott að við sæjumst aldrei framar, Mr. Glenram,” mælti hún þóttalega. “Minningin um hina fáu samfundi okkar mun ætíð dvelja í huga mér, Miss Armstrong,” sagði eg í sama tón og hermdi eftir henni. “Eg mun hata að minnast þín!” og hún sveipaði að sér kápunn ieins og persóna í sorg- arleik. “Við höfum altof sjaldan fundist, Miss Armstrong.” “Eg sé að þú gleymir hvenær við hitfust- um fyrst,” sagði hún og tók um hurðarhúninn. “Þegar þú varst í barkarbátnum ? Nei því gleymi eg aldrei. Og þú hefir fyrirgefið mér að hlusta á þig og prestinn, þegar eg sat þarna á garðinum.” Hún hélt í húnrnn og virtist hugsa um þetta og mælti: “Eg tel okkur hafa hitst fjórum sinnum og tel þó eigi þegar þú mættir mér á veginum og stundum þegar þú sást mig ekki, Glenarm óðalseigandi. Eg er fákænn ungling- ur að hafa munað eftir fyrsta fundinum. Eg sé nú hve b-l-i-n-d eg hefi verið? Hún opn- aði dyrnar, fór inn og lokaði þeim eftir sér og heyrði eg hana hlaupa upp stigann. Eg hljóp til kirkjunnar og tautaði yfir sjálfum mér fyrir að hafa vanrækt mínar sakir til að geta talað við skólastúlku. Óttaðist eg nú að báðar dyrnar að jarðgöngunum væru nú öðrum kunnar, göngin bættust nú við viðfangs- efni mín og langaði mig til að fá ró og næði til að íhuga þau. Eg hafði næstum rekist á séra Stoddard í kirkjunni, en eg smaug fram hjá honum, lokaði leyni hurðinni, komst eftir göngunum án nokk- urra frekari æfintýra, klifraði gegn um upp- göngin og lokaði hleranum á eftir mér. * XIII. Kapítuli. Tveir áheyrendur. Er eg hafði búið mig til miðdegisverðar fór eg ofan. Bates færði mér bréfin mín og réðist eg strax á bréf, sem eg sá að ritað var með hönd Laurance Donovans. Það var bandaríkja- frímerki á bréfinu og póststimpillinn var frá New Orleans. Það var samt sent frá Vera Cruz í Mexico og dagsett 15. desember 1901. Kæri gamli vinur: Mér hefir liðið mjög vel síðan við sáumst síðast í New York. Eg komst ekki til Evrópu eins og eg gerði ráð fyrir, vegna þess að lög- reglan virðist taka mál mitt mjög alvarlega. Þóttist eg því heppiun að geta ráðið mig sem háseti á skip sem sigldi suður á við. Eg bjóst við að geta fengið einhverskonar eftirlíkingu af ensku kálfskjöti um jólin, en eins og sakir standa, þá lofa eg minn sæla fyrir að vera laus, jafnvel í þessari holu þar sem eg er nú. Enskur blóðhundur, sem er fýkinn í að ná með tönn- unum í buxnaskálmina mína setti mér tij virð- ingar upp stærðar mynd af mér, áður en eg kom hingað. Þeir eru að skamma stjómina heima fyrir það, að henni hefir eigi tekist að ná mér, en hún þarf að handsama mig og hengja, til að sýna að hún sé í raun og veru að ráða hinum írsku málefnum til lykta. Eg er eigi hræddur við löðurmenni hér. Engir menn sem oféta sig á banana ávöxtum og éta tómann pipar verða mér hættulegir. En brezki ræðis- maðurinn er vakandi, og rétt núna situr upp- strokinn náungi við næsta borð, önnum kafinn við skriftir, en er aðeins að drepa tímann meðan hann bíður eftir að eg ljúki við þetta klór. Þú ert vafalaust búinn að koma þér fyrir á arf- leifð feðra þinna, og þarft aðeins fáeina mánuði og dálitla þolinmæði til að ná í skildingana hans afa þíns. Þú varst altaf gæfubarn. Fólk deyr bara til þess að þú erfir það, en eg verð að deyja til þess að losna við fangelsið. Eg vona að komast til Bandaríkjanna inn- an fárra daga, annaðhvort landveg eða sjóleið- ina. Kýs fremur ð ferðast á landi, því að í Texas er maður engu minna metinn, en það fé sem lagt er til höfuðs honum og gerðu þeir mig sjálfsagt að heiðursborgara ríkisins ef þeir vissu um að glæpir mínir hafi verið umræðu- efni í neðri málstofu enska þingsins. En nágranni minn er að gjóta til mín aug- unum til að sjá undirskrift mína, svo eg má til að gefa honum fallegt nafn, svona í gamni. Með beztu óskum, þinn einlægur, George Washington Smith P.S.—Eg mun ekki láta þetta bréf í póstinn hérna, en fæ það til geymslu rauðhærðum íra, sem fer með skipi er siglir norður héðan í kvöld. Þessi eilífi feluleikur er skemtilegur eða hitt þó heldur. Eg vildi eg væri kominn til þín í sveitasæluna til þess að reykja með þér pípu og drekka úr einni flösku með þér. Eg hefi gleymt hvort þú sagðir að þú ættir heima á Indiana svæðinu eða í Indiana ríkinu, en hætti samt á hið síðarnefnda af því að það er ólíklegra. Bates gaf mér kaffi inni í bókastofunni og óskaði eg eftir að fá sem fyrst næðr til að hugsa um málefni mín. Þessar fréttir af Larry voru ekki mjög hressandi. Eg vissi að hann mundi ekki minnast á það í bréfinu, þó að hann hugsaðr sér að heimsækja mig, því að bréfið gat lent í höndunum á lögreglunni, en samt vonaðist eg eftir að hann kæmi. Eg mátti kanske ekki hafa gesti þarna í húsinu, samkvæmt reglum erfðaskráarinnar. En eins og sakir stóðu og vegna árásanna, sem á mig höfðu verið gerðar, var lítill vegur að hafa á móti því að hann dveldi hjá mér, ef nokkur sanngirni var viðhöfð, því eg hafði þó bæði siðferðislegan og lagalegan rétt að reyna að verjast óvinum mínum og Larry var manna bezt til þess fallinn að taka þátt í þeirri vörn. f öllum þeim efasemdum sem vera mín þarna hafði vakið, þá efaðist eg aldrei um góð- an tilgang afa míns í minn garð. Tilraun hans að neyða mig til dvalar í þessu fáránlega húsi var alveg samkvæm eðli hans og hugsunar- hætti. Það var alt saman mjög skiljanlegt. En þar sem hann var dáinn, gat hann eigi ráðið af- leiðingunum, sem gerðust nú einkennilegar, og skrldist mér eg hafa rétt til að útskýra erfða- skrána í ljósi reynslu minnar. Eg var stað- ráðinn í að snúa mér ekki til lögreglunnar í grendinni, að minsta kosti ekki fyr en árásirnar á mig gerðust ákveðnarr. Presturinn, nágranni minn hafði óafvitandi fært mér þýðingarmiklar fréttir. Hann hafði frætt mig um að Morgan gaf skiftaráðanda yfir dánarbúr afa míns, skilagrein um slys sitt. Alt sem áður hafði skeð var meinlaust í samanburði við þetta. Hversvegna hafði John Marshall Glenarm gert Arth. Pickering að skiftaráðanda eigna sinna? Hann vissi að mér bauð við hon- um, því að dugnaði og framsækni Pickerings hafði ætíð verið haldið uppi fyrir augum mér sem fyrirmynd, þangað til-að mig hrylti við að heyra hann nefndan á nafn, og þá hafði afa mínum hugkvæmst að fela slíkum manni að fara með eigur hans og mínar, þótt óbeit mín á honum væri takmarkalaus. Eg stóð upp og æddi um gólfið í reiði. í stað þess að taka orð Pickerings góð og gild fyrir því að erfðaskráin væri í alla staði rétt, hefði eg átt að fá mér lögfræðilegan ráða- naut og hlýta hans ráðum, áður en eg lét leiða mig eins og óvita í þau héruð sem eg hafði aldrei komið í fyrri, og setja mig í þetta leiðin- lega hús undir umsjón þessa skuggalega skálks, sem þar ríktí, og sem líklegur var til að drepa mig á eitri áður en langt um liði, ef hann skyti mig þá ekki sofandi einhverja nóttina. Eg varð að skeyta skapi mínu á einhverjum o; Bates var næstur. Eg fór út í eldhúsið, þar sem hann dvaldi oftast um þetta leyti dags; en greip í tómt. Hann var ekki í herbergi sínu, svo að eg hélt að hann væri að hugga vin sinn Morgan og var eg bæði reiður og vonsvikinn. Eg var eins dauðþreyttur og þegar eg hafði brotist gegn um frumskóginn, matar og vatnslaus, en í hinni máttlausu reiði minni óskaði eg eftir að gera mig dauðþreyttan og fara í rúmið. Það var komin góð slóð á þjóðveginum og beygði eg af honum í áttina til skólans. Gráir þokumekkir þyrluðust yfir ökrum og engjum og sá í gegn um þá stundum í heiðið upp þar sem stjörnurnar tiudruðu. Gangan og þessi skifting á þokunni og stjörnuljósinu komu mér í betra skap og er eg hafði gengið einar tvær mílur, sneri eg heimleiðis. Á göngunni varð eg þess nokkrum sinnum var að eg var að raula eins og ósjálfrátt gamalt hátignarfult sálmalag og kom það mér til að brosa; því að eg mintist vinkonu minnar Olivíu og organleik hennar í litlu kirkjunni. Hún var skemtilegur unglingur, og kom það mér í ennþá betra skap að hugsa um hana, eg held að eg hafi gengið í gegn um skólatrjágarðinn vegna þess að mig langaði eins og ósjálfrátt að vera nálægt her- búðunum, sem geymdu hana. Við skólahliðið sá eg vagnljós skína gegn um myrkrið. Slíkir vagnar voru eigi venjulegir þar um slóðir og furðaði mig það ekki að þetta var gamli vagninn úr þorpinu, sem flutti fólk frá jámbrautarstöðinni. Hugsaði eg með mér að einhverjir foreldrar væru að finna barn sitt í skólanum. Það var kannske faðir Miss Olivíu Gladys Armstrong að sækja hana, til að siða hana betur til en systurnar í St. Agatha skólanum voru færar um að gera. Ökumaðurinn sat sofandi í sæti sínu, og gekk eg fram hjá honum og inn á skólalandið. Mér datt í hug að heimsækja kirkjuna og sjá hvernig dymar væru að leynigöngunum. Er eg gekk fram hjá skólahúsunum sá eg að maður gekk þaðan í áttina til kirkjunnar. Eg hélt fyrst að það væri Stoddard, en eg þekti hann ekki í þokunni og beið, svo að hann yrði einum tuttugu skrefum á undan mér og gekk eg götuna frá skólanum að kirkjunni. Hann gekk inn í anddyri kirkjunnar með miklum valdsmanns svip, og heyrði eg hann yrða á einhvern, sem þar var fyrir. Þokan var nú svo þykk að eigi sá eg handa minna skil, gekk eg því svo nær að eg mátti heyra mál þeirra. “Bates!” “Já, herra minn.” “Eg heyrði fótatak á steingólfinu.” “Þetta er bölvanlegur staður fyrir okkur að tala saman á, en það er það eina, sem við getum gert. Vissi ungi maðurinn, að eg sendi eftir þér?” “Nei, herra. Hann var önnum kafinn við bækur sínar og uppdrætti.” “Hm. Maður getur aldrei verið viss um hann.” “Það býst eg við að sé rétt, herra.” “Jæja þið Morgan eruð þokkapiltar. Það verð eg að segja. Eg hélt að hann hefði ein- hverja vitglóru og að þú mundir sjá til þess, að hann ruglaði ekki öllu saman. Hann er nú í rúminu með kúlu í gegn um handlegginn, og nú verður þú að vinna einn að þessu.” “Eg mun gera það sem eg get, Mr. Pick- ering.” “Nefndu mig ekki með nafni vitleysingur- inn þinn. Við erum ekki að auglýsa fyrirtæki okkar af húsþökunum.” “Vissulega ekki,” svaraði Bates auðmjúk- ur. Blóðið sauð í æðum mér og eg krepti hnef- ana er eg stóð og hlustaði á þessar samræður. Það var málrómur Pickerings, á því lék enginn vafi. Það var altaf mjúkt mölunarhljóð í rómnum. Þegar við vorum í skóla minti hann mig altaf á kött, sem ætíð var uppstrokinn og ánægður, en eg hata ketti og hefi á þeim sér- stakan viðbjóð. “Lýgur Morgan eða segir hann satt er hann segist hafa skotið sjálfan sig í hand- legginn ?” spurði Pickering ólundarlega. “Eg veit ekkert nema það, sem eg heyrði' frá galrðyrkjumanninum hérna í skólanum. Eins og auðskilið er þá má eg ekki láta sjá mig á slóðum Morgans.” “Auðvitað ekki. En hann segir að þú hafir ekki hjálpað honum á réttan hátt, og að þú hafir jafnvel ráðist á hann nokkuru eftir að Glenarm kom hingað.” < “Já, og hann sló mig í höfuðið með kylfu. Það var alt hans sök, herra minn. Hann vildi vaða gegn um lestrarstofuna um hábjartan dag, og það ver ekki trl neins hvort sem var; því að þar er ekkert.” “En mér lízt ekkert á þetta skotsár. Mor- gan er veikur og hálf rænulaus. Maður eins og Morgan er ekki líklegur til að særa sjálfan sig á byssu, og nú þegar þetta hefir komið fyrir, er enginn til að vúina og tíminn styttist. Hvað heldur þú að Glenarm gruni?” “Eg veit það ekki, herra. Eg býst við að hann gruni ekki mikið. Þetta skot gegn um gluggann fyrsta kvöldið, sem hann var hérna, virtist trufla hann dálítið. En hann hefir alveg jafnað sig af því.” “Hann kemur víst ekki oft héma megin við girðinguna. Sækir víst ekki oft kirkju, býzt eg við.” “Nei, það veit sá sem alt veit. Eg held að sá ungi sómamaður sé ekki mjög forvitinn.” “Þú hefir ekki séð hann grenslast eftir hvernig húsið er bygt?” “Nei, ekki mikið. Hann hefir ekki það sem afi hans mundi kalla mikla löngun til eftir- grenslana.” Eg býzt við að það sé holt fyrir sálu manns að heyra svona hreinskilnislegar ræður um sjálfan mann af manns eigin þjóni, sem stendur fyrir aftan stólinn manns, kann með tímanum að fá vissa þekkingu af hæfileikum manns með því að horfa aftan á hnakkann á manni. En eg var ekki nærri eins gramur við þessa samsærismenn eins og við sjálfan mig fyrir það, að hafa treyst Bates eitt augnablik. En huggun var þó í því að Morgan laug að Pickering um sár sitt og að njósnarinn vissi ekkert um hvað eg vissi um húsið. Pickering stappaði niður fótunum á stein- gólfið í fordyrinu. Kannaðist eg við þann kæk lians og vissi að hann merkti það, að nú væri þessum fundi senn lokið og alvarleg á- kvörðun skyldi tekin. “Heyrðu nú Bates,” mælti hann í valds- manns rómi og talaði nú hærra en fyr, “það er undir öllum kringumstæðum skylda þín, að finna hinn hulda fjársjóð dánarbúsins. VifS verðum að afhjúpa leyndardóm þessarar húsó- freskju þarna yfir frá og tíminn til þess er stuttur. Mr. Glenarm var auðugur maður. Eg vissi til að hann átti' einar tvær miljónir og ekki gat hann eytt þeim í þetta hús. Hann tók út inneign sína í bönkunum, svo að eins fáar þúsundir voru eftir. Hann tæmd^' geymslu- hólfin, þar sem fjársjóðir hans voru geymdir áður en hann fór til Vermont. Hann dó ekki með peningana í vösunum eða hvað?” “Hamingjan hjálpi mér, nei það var nú öðru nær. Það var varla nóg til að jarða hann fyrir og þér erlendis og eg þarna aleinn.” “Hann var hálf vitlaus býzt eg við og hafði ánægju af að fela fé sitt. En hitt er ekkert spaug að finna það. Eg bjóst auðvitað við, að grafa þá upp áður en Glenarm kom hér, því annars hefði eg ekki flýtt mér svo mjög að fá hann hingað. En féð er þar í húsinu eða á landareigninni einhverstaðar. Það hlýtur að vera uppdráttur af húsinu einhverstaðar og það gæti komið okkur að gagni. Eg skal gefa þér þúsund dali þann dag, sem þú símar mér að þú hafir komist á eitthvert spor.” “Þakka yður fyrir, herra minn.” “Eg hirði' ekkert um þakklætið. Það sem eg vil fá eru peningarnir, verðbréfin eða hvaða fjármunir, sem það nú eru. Eg verð að fara yfir í járnbrautarvagninn núna og það er best fyrir þig, að hafa þig heim og ekki þarft þú að segja húsbónda þínum frá komu minni hingað.” Eg átti örðugt með að trúa því, þar sem eg stóð þarna við kirkjuna með krefta hnefa, að nafn Arthurs Pickering stæði á skránni yfir nöfn þeirra manna er veittu stærstu fyrirtækj- um landsins forstöðu, og að hann tilheyrði hin- um útvaldasta félagsskap í New York. Eg var í þunnri yfirhöfn og gegn kaldur, en samt var mér miklu kaldara andlega talað, sem stafaði af þessari reynslu minni um sviksemi mannanna. “Hafðu auga á Morgan,” sagði Pickering. “Vissulega, herra.” “Og gættu vel að því hvað þú símar eða skrifar mér.” “Eg mun gæta þess, herra minn. En ef þér viljið afsaka, herra minn----” “Hvað þá?” spurði Pickering óþolinmæð- islega. “Að þér komuð heim að húsinu. Unga manninum mundi þykja Vað undarlega að þér komið hér í bygðina og finnið hann ekki að máli.” “Eg á ekki hið minsta erindi við hann og þar að auki hefi eg ekki tíma til þess. Heyri hann um komu mína hingað þá skalt þú segja, að eg hafi þurft að finna Systir Theresu og mér hafi þótt mjög slæmt að geta eigi séð hann.” Nú gat Bates jafnvel ekki stilt sig um að hlægja. Hann kom út og sneri heim, en Pick- ering fór svo nálægt mér að eg hefði getað snert hann með hendinni og rétt strax heyrði eg að vagninn ók í burtu í áttina til þorpsins. Þegar eg stóð nú þama eins og höggdofa þá heyrði eg að einhver kom til mín eins og kæmi hann úr einhverri staðleysu í tíma og rúmi. Þessi persóna færðist nær og eg hrópaði upp af undrun. “Þetta var samtal fyrir tvö,” sagði rödd Olivíu. “Eg mundi vera býsna vör um mig væri eg í þínum sporum, Glenarm óðalseigandi. Góða nótt.” “Vertu sæl!” hrópaði eg eins og utan við mig á eftir henni, er hún hraðaði sér heim að skólanum. XIV. Kapítuli. Grænklædda stúlkan Eg flýtti mér að fmna leynidyrnar í kjallara kirkjunnar. Veittist mér það létt. Blessaði eg minningu þess, sem hafði gert göngin svona slétt og há undir loft. í fátinu sem á mér var misreiknaði eg lengdina og datt um stigann. Augnabliki síðar var eg búinn að loka hlemmn- um og var að hlaupa upp kjallara stigann. — Heyrði eg þá til Bates þar sem hann var að koma inn um bakdyrnar. Vissi eg þá að eg hafði unnið þetta kapphlaup, þótt tæpt stæði. Eg snaraði höfuðfatinu og yfirhöfninni undir bekk einn, dustaði af mér og settist við borðið, en ljósin á kertunum loguðu skært og rólega. Það var enginn óstyrkur á Bates fremur en að venju, þegar hann kom inn fyrir dyrnar. “Fyrirgefið Mr. Glenarm, er það nokkuð, sem eg get gert fyrir yður?” “Nei', nei, Bates. Þakka þér fyrir samt.” “Eg fór snöggvast ofan í þorpið, herra, til þess að tala við kaupmanninn. Eggin sem hann sendi í morgun voru ekki' upp á marga fiska. Eg varaði hann við að senda ekkert af slíku tæi hingað.” “Það er rétt Bates. Eg krosslagði hand- leggina til að fela hendurnar, sem voru all óhreinar eftir förina gegn um göngin, og horfði á þjón minn með virðingu fyrir þorpara hæfi- leikum hans, hafði sú virðing aukist afar mikið síðan hann gaf mér kaffið síðast. Það var sannarlega nokkurs virði að fást við slíkan þrjót.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.