Heimskringla - 04.05.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.05.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 4. MAÍ 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA hann vandlega leynt þeirri vizku sinni þá er hann settist niður til að fræða okkur um stjórn- málin í Alberta. Aðfinslur hans við stjórnina fyrir eyðslusemi, °g því um líkt, eru í mesta máta barnalegar. Meðan hann ekki færir nein önnur rök fyrir máli sínu en þau að benda á vissa út- gjaldaliði, sem honum virðast ó- þarfir, en eru ekki svo þýðingar miklir að neinu máli geti skift fyrir efnahag fylkisins, svo sem 200 dala kauphækkun þing- manna og annað þessháttar. — Slíkir smámunir eru vel þektar tuggur pólitískra kjaftása og ann ara leigudindla okraranna, sem þeim er ætlað að kasta í augu manna, meðan húsbændur þeirra stinga miljónunum í poka sinn og hlaupa á burt með hann. Ef Mr. S. G. vill fræða okkur um frammistöðu Alberta stjórnar í fjármálum verður hann að gera það með því að sýna fram á að fjárhagur fylkisins standi nú ver en áður, skuldir hafi vaxið meir en áður, og líðan fólks versnað o.s.frv. Ertt atriði í sögu núverandi stjórnar finst Mr. S. G. lofsvert, og segir það sé “lög- gjöf í rétta átt”, því með því sé fylkinu sparaðir mörg þúsund dalir. Þessi stórsparnaður er í því innifalinn að. þingið feldi úr f járlögum sínum tillög til fylkis- stjóra bústaðar, (Government House). Þetta er nú að vísu mjög smávægilegt atriði, og var vafalaust ekki gert beinlínis til að spara fé, heldur til andmæla afstöðu Ottawa-stjórnarinnar gagnvart löggjafarrétti fylkis- þingsins, og réttarstöðu hinna einstöku fylkja innan sambands- ins Og munu það flestir mæla að þetta væri maklegt, að því er sambandssstjórnina snertir. En er það nú víst að Aberhart stjórnin hafi ekki gert neitt ann- að sem meiri sparnað hafi haft í för með sér heldur en þetta, sem Mr. S. G. er svona þakklátur fyrir. Það hefir flogið fyrir að hún hafi notað vald sitt til að færa niður um helming vexti af opinberum skuldum fylkisins, en hær munu vera nálægt 160 mil- jónum að upphæð. Og sparnað- urinn við þetta nemur 3—4 miljónum dollara á ári. Þetta finst mér miklu þakkaverðari sparnaðar tilraun, og fremur í frásögur færandi, heldur en það sem Mr. S. G. bendir á. Og mér sýnist það benda til þess að stjórnin hafi í hyggju að gera tá eitthvað til hagsbóta fyrir al- menning. En því miður get eg okki bent á neitt slíkt frá hinum Öðrum stjórnum landsins. Mr. S. G. segir það ætti að vera hverjum hugsandi manni Ijóst að “ef þessi Social Credit heim- speki væri á góðum og gildum t'Ökum bygð, þá hefði einhver á- rangur átt að sjást eftir 2)4 ár.” Mér skilst Mr. S. G. vilji fá annan hvórn gamla flokkinn til baka með sína gömlu góðu og reyndu “heimspeki”. Eg veit nú ekki betur en “heimspeki” liber- Ma og conservatíva hafi að mestu verið einráð og óhindruð hér í 70 ár. Og ætti “árangur- lnn” að vera sýnilegur eftir svo Mngan tíma, ef þeirra “heim- speki væri á góðum og gildum Hikum bygð.” Jú árangurinn er sýnilegur, á þessu tímabili hefir heimspeki” þeirra tekist að sökkva landinu ofan í 7,000 mil- J°n dollara skuldafen, og eru þó aðeins taldar opinberar, það er: stjórnarskuldir. Það er svo sem ehki að undra að þeir séu góðir Sleiðir yfir sinni “heimspeki” °£ æpi að hinum, sem breyta vijja um stefnu. Þegar eg var að setjast niður til að skrifa þessar línur var parið að dyrum hjá mér, úti fyr- lr stóð ungur maður feimnisleg- ^5 og vandræðalegur á svip. — Hann spurði mig hvort eg gæti Sefið sér 2—3 brauðsneiðar. Eg )ataði því og bað hann að koma bm. Ég bauð honum að sitja ^eðan hitað væri kaffi eða te. Hn hann kvaðst ekki vera svang- ur nú sem stæði. “Eg er að fara vestur fyrir bæ, ætla að bíða þar til kvölds og vita hvort eg næ ekki í vöruflutningalest svo eg geti komist til Portage La Prairie’’, sagði hann. Brauðsneiðarnar ætlaði hann að hafa í nesti. Meðan konan mín smurði brauðið, spurði eg hann frétta. Hann var sagna- fár í fyrstu en þó fékk eg þetta að vita. Hann væri frá Ontario, faðir hans trésmiður, atvinnu- laus, en nyti fátækrastyrks. — Hann hafði verið búðarmaður síðan hann lauk eða hætti skóla- námi. Fyrir svo sem ári síðan varð kaupmaðurinn, húsbóndi hans, gjaldþrota, en pilturinn at- vinnulaus, síðan hafði hann á- rangurslítið leitað atvinnu aust- ur frá. Ætlaði nú að reyna að komast að bændavinnu hér í Manitoba. Maður þessi bar á sér alt snið vel uppalinna manna, var hreinn og snyrtilegur þó fötin væri slitin yfirskórnir með götum. Talaði skýrt og greind- arlega en taldi engar harmatölur. Þetta atvik er alls ekki einstætt. Þannig flækjast þeir í þúsunda tali fram og aftur um landið arf- takar mannana sem bygt hafa húsin, grafið málma úr jörð, lagt vegi, plægt land, rutt skóga, og á annan hátt slitið kröftum sín- um á heiðarlegri vinnu, og alið börn upp eftir beztu getu. Það ætti að vera hverjum hugsandi manni og konu ærin skapraun að horfa á þetta á- stand, og fá ekki aðgert, þó ekki bættist það ofan á að hlusta á hróp og háð í garð þeirra, sem hafa mannrænu til þess að reyna að þoka málunum til betri vegar. Canada er auðugt land og hefir til þess öll skilyrði, að hér gæti búið hamingjusöm, hraust og frjáls þjóð. En hin svonefnda framfarasaga þess er átakanleg harmsaga þjóðhagfræðilegrar vanþekkiugar. Hjálmar Gíslason FRÁ WINNIPEGOSIS Hr. ritstj. Hkr.: Viltu vera svo góður, að lána eftirfarandi línum rúm í þínu heiðraða blaði. Seint í fyrrasumar skrifaði eg dálítinn fréttapistil héðan, síðan hefir lítil breyting orðið á högum og háttum íslendinga í þessu bygðarlagi. En tveimur íslenzk- um frumbyggjurum Winnipeg- osis höfum við þó orðið á bak að sjá, annar þeirra Jónína Moyer, var þeirrar góðu konu að maklegleikum vel minst af Finn- boga Hjálmarssyni; hinn Jónas Brynjólfsson, hefi eg ekki orðið vör við að hans hafi verið minst í blöðunum okkar, að undan- skildu láti þessa íslenzka öld- ungs. Félagslíf við það sama, lút- erskur söfnuður, sem nú er að fá hingað íslenzkan prest; hefir það ætíð verið andleg hressing, þó þeir hafi ekki getað verið til langframa, en þeir prestar sem söfnuðurinn hefir fengið, hafa allir verið afburða menn í sinni stöðu, varanlegum andlegum forða hafa þeir líka skilið okkur eftir í ríkuglegum mæli. Það er ekki alt undir því komið að maður geti hlýtt á helgar tíðir 52 sinnum á ári, betri ein ræða röksamleg með trúarkrafti, held- ur en 52 andlitlar og leiðinlegar tölur, eins og sumum klerkum er svo gjarnt til að bera á borð fyrir mann. Kvenfélagið Fjallkonan stend- ur föstum fótum í fullum blóma, var stofnað af 12 konum þ. 3. maí 1918, er því nær 20 ára, telur nú liðuga 40 me'ðlimi. Síð- an það var stonað hafa aðeins 2. sagt sig úr félagsskapnum fyrir þá sök að þeim ekki líkaði þar að vera, þær aðrar er við félags- skapinn hafa skilið eru þær er burt hafa flutt annað hvort lífs eða liðnar. Þann 6. marz s. 1. var 70 ára afmæli einnar félagskonunnar, Ragnheiður Gísladóttir Gunnars- son. Ragnheiður er systir Þor- steins Gíslasonar skálds og rit- höfundar á íslandi, sjálf er hún mesta merkiskona, gáfuð með afbrigðum og hefir áunnið sér virðingu og hylli allra sem henni kynst hafa. Þegar hún er í kvennaskara, já, þó margar séu þar virðulegar, má segja um hana eins og þar stendur “engin er sú af henni ber”. Nú langaði kvenfélaginu til að sýna henni einhvern sóma þennan dag, en hængur var á, þau hjón Jón og Ragnheiður eiga heima 4. mílur úti á landi, lifa þau þar hjá dótt- ur sinni Geirfríði og tengdasyni Bjarna Eiríkssyni. Þótt veður væri þá gott, var gatan ekki eins ! greið, sjald farin og nógur snjór, Isamt var afráðið að leggja upp í | þá langferð. Fjórir hestar fengn- ir, var þeim beitt fyrir 2 sleða, 20 ! konur réðust til ferðar, 10 á hvorum sleða, var það ærið æki, því löndurnar hér eru gildar fyr- ir sínum dyrum. Ferðin gekk vel þó 2 kl.st. tæki að komast á staðinn. Þegar þangað kom tók heimilisfólkið gestunum opnum örmum, þótt ekki væri þeirra von. Slíkur er siður á því heim- ili. En nú tóku gestimir öll ráð af húsbóndanum og slóu þar upp afmælisveizlu, hvar Ragn- heiður var heiðursgestur. For- seti félagsins, Mrs. O. Kristjáns- son, ávarpaði afmælisbarnið, færði henni gjöf frá félaginu og lýsti hana heiðursmeðlim, sem þakklæti fyrir hennar góðu hlut- deild í þess þágu. Rgnheiður og dóttir hennar hafa þrátt fyrir erfiða aðstöðu, verið gildir með- limir framlögum og vinnu í fé- lagsins þarfir og víst hefðu þær hlotið þar æðstu embætti ef ekki hefði f jarlægð og vegleysi bagað. Ranðheiður þakkaði konunum með hlýjum og vel völdum orð- um, fórst henni það vel úr hendi, sem búast mátti við. Sungið var og spilað á piano. Fjörugar samræður, kaffi drukkið með bakkelsi, síðan bollalestur til að krydda með samsætið. Alllar komust konurnar heim heilar á húfi, þó seint væri, glaðar og á- nægðar yfir ferðalaginu. Eg vildi geta þess að Ragnheiður ber vel aldurinn, hefir sína and- legu hæfilegleika óskerta, góða sjón og heyrn, lítt hærð, létt á fæti og teinrétt sem ung væri. Ætíð hefir það þótt tíðindum sæta er mikilsháttar gest hefir að garði borið, eru slíkir við- burðir sjaldgæfir hér í Winni- pegosis. Þetta pláss er útúr skotið, liggur langt frá stórbæj- um og hefir strjálar og óþægi- legar eimlestaferðir. Af mönn- um sem komið hafa að heiman og ferðast um meðal íslendinga í bæjum og bygðum hafa aðeins tveir lagt leið sína hingað, fyrst prófessor Svejinbjörnsson sál.; hefir engin jafn frægur pianó- spilari til þessa bæjar komið, sá annar Sigurður Skagfield, lang beztur söngvari, sem hér hefir nokkurntíma heyrst; er hér enn þessara manna minst með aðdá- un, og nú 8. þ. m. fengum við þriðja góðgestinn að heiman, til að kóróna það alt, var það hin víðfræga kona fröken Halldóra Bjarnadóttir, sem allir íslending- ar austan hafs og líka vestan kannast nú við. Þegar að fólk hér heyrði að hennar væri hing- að von, gat það varla trúað því, hélt það væri eins og enskurinn segir, “too good to be true”. Hún mundi varla fara að leggja á sig hálf ónotalega ferð til að komast hingað út, en hún gerði það nú samt. Eg er viss um að hún hefir oftar en einu sinni lagt lykkju á leið sína til að láta landa sína, sem á útkjálkum búa, verða aðnjótandi þess andlega og verklega fróðleiks, sem hún útbýtir hvar sem hún fer. Fröken Halldóra hélt sýningu þ. 11 apríl í Elks hall, sem er bæði þægilegt og skemtilegt hús. Sýningin byrjaði kl. 2 eftir há- degi og hélt uppihaldslaust til kl. 10 um kveldið, var oftast húsfyllir, flest íslendingar úr bænum og grendinni, það var bara eðlilegt og rétt eins og það átti að vera. Fjöldi af annara þjóða fólki var þar líka, allir luku lofsorði á samkomuna, þótt- ust, sem víst var rétt, aldrei hafa séð annað eins listasafn af heimilisiðnaði, með svo fáséðum, prýðilegum heimatilbúnum mun- um. Fjöldi af sýningargestun- um vildu fá eitthvað keypt, en slíkt var ekki fært. íslendingarnir voru í sjöunda himni og viku varla (margir þeirra) úr holinu á meðan sýn- ingin stóð yfir. Hlutirnir sem þarna voru, voru sem einskonar helgidómar fyrir augum þeirra, þetta sem búið var til heima af al-íslenzkum höndum, fanst manni svo dýrmætt að varla mætti' snerta það. Svo var frök- enin sjálf klædd í sinn prýðilega skrautbúning, ímynd íslenzkrar hefðarkonu, svo hispurslaus og ljúf við alla. Ensku konurnar kalla hana íslenzku drotninguna, Finst mér og öllum löndunum að hún eigi það nafn með réttu. Að kveldinu til var nokkurt uppihald á sýningunni á meðan frökenin flutti snjalt og fróðlegt erindi um fsland, þar var viðstatt margt fólk, sem ekki skildi mál hennar, misti það þar mikils. — Allir íslendingar í þessu bygð- arlagi eru fröken Halldóru þakk- látir fyrir komuna, með henni hefir hún miklað ísland og ís- lenzka þjóð. Hún sjálf og henn- ar sýning verður okkur öllum ó- gleymanleg. Guðrún H. Fredrickson —28. apríl 1938. “SVIÐIN JÖRД Amerískur blaðamaður, Ran- dall Gould, hefir í greinum, sem hann hefir birt nýlega í amerísk- um blöðum, gert að umtalsefni baráttuaðferðir Kínverja gegn Japönum — hvernig þeir veita þeim viðnám og hyggjast munu koma í veg fyrir fullnaðarsigur þeirra. En þótt margir erlendir menn í Kína, segir Gould, blaða- niQnn og aðrir, hafi talið og telji ýmsar baráttuaðferðir og at- hafnir Kínverja óskynsamlegar og jafnvel heimskulegar, sé hann sannfærður um, að á bak við alla baráttu þeirra sé sterkur, ein- dreginn vilji, og alt sem þeir geri miði að því marki, sem þeir hafi sett sér. Kínverjar gera sér enga von um að sigra Japani með vopnum. En þeir gera sér vonir um að geta varist svo lengi, að Japön- um verði ónýttur sigurinn, vegna ■þess að styrjaldarkostnaðurinn verði svo miikll, að þeim verði um megn að bera hann, og þeir verði að gefast upp við öll áform sín í Kína. En höfuðatriðið í baráttu Kínverja er því, að koma í veg fyrir, eftir því sem þeim er auðið, að Japanir geti látið Kína sjálft borga brúsann, og þessvegna skilja þeir hvarvetna eftir “sviðna jörð”, þar sem þeir verða að hörfa undan, án tillits til sinnar eigin þjóðar, jafnvel þótt tugþúsundir Kínverja verði fyrir eigna- og atvinnutjóni. Það land, sem Japanir ná, er látið þeim svo í hendur, að kostnaður- inn við að hafa not af því verður svo mikill, að það mundi taka Japani áratugi að koma þar öllu í samt lag, þótt þeir sigruðu og fengi að vera í friði, en það ætla Kínverjar sér ekki að lofa þeim, meðan þeir mega vopnum við koma. Hvað átt er við með því, sem Kínverjar kalla að skilja eftir “sviðna jröð” skilur enginn til hlítar, nema þeir, sem hafa séð hvernig þau landsvæði líta út, sem Japanir hafa náð á sitt vald. Gould nefnir nokkur dæmi. Til dæmis hvernig þeir eyðilögðu heil verksmiðjuhverfi í Shanghai og Chapei, þar sem voru mikil- vægar verksmiðjur og aðrar ný- tísku byggingar. Þeir vildu held- ur leggja í auðn sínar eigin bygg- ingar, en láta Japani hafa not af þeim. í Hangchow eyðilögðu þeir rafmagnsstöðina og í Tsing- tao verksmiðjur, sem Japanir áttu að vísu sjálfir, og höfðu lagt í sem svarar 100 miljónir amerískra dollara. Þetta var auðvitað beint tap fyrir Japani, en einnig fyrir Kínverja, því að fjölda margir Kínverjar unnu í þessum verksmiðjum, sem auk þess notuðu kínverksa baðmull. En til þess tóku Kínverjar ekki tillit. Þá hafa Kínverjar tekið upp á að hóta þeim Kínverjum, sem taka að sér mikilvæg em- bætti í Kína fyrir Japani, að þeir verði drepnir. Keisaraefni Jápana var myjrt, og þeir, sem aðvörun hafa fengið frá Kín- verjum, um að þeir verði drepnir, ef þeir takist störf á hendur fyr- ir Japani, fer stöðugt fjölgandi. Hefir þetta þegar bakað Japön- um mikil vandræði. Stöðugt færri Kínverjar þora að gerast leiguþý þeirra. Kínverjar byggja þessa framkomu sína á því, að það sé ekki nóg, að veita hernað- arlegt viðnám eins og auðið er. öll þjóðin verði að leggja alt í sölurnar, líf, eignir, atvinnu — ef þörf krefur, án möglunar. — Þessi stefna, sem framfylgt er í Kína, kann að vera einhver hin róttækasta, sem sögur fara af, segir Gould, en því verður ekki haldið frant, að hún sé ekki fyr- irfram hugsuð eða að hún sé tóm vitleysa. Hún er miskunarlaus — en stefnt er að ákveðnu marki. Hér er ekki, eins og eitt japanska blaðið sagði, um eyði- leggingu að ræða, sem stafar af eyðileggingarfýsn, heldur er hér um skipulagða starfsemi að ræða, sem miðar að því, að ónýta Japönum sigur þeirra, þótt af- leiðingin verði, að atvinnu- og viðskiftalíf á stórum svæðum, þar sem tugþúsundir búa, geti ekki þrifist um langan aldur. Japanir, sem hafa fengið það hlutverk, að endurskipuleggja atvinnu- og viðskiftalíf á þess- um svæðum eru lostnir skelfingu er þeir líta eyðilegginguna. Og sú stefna er farin að gera vart við sig í Japan, að hætta frekari tilraunum til þess að leggja undir sig meira af Kína, því að það verði ærið verkefni að halda því sem náðst hefir og koma þar öllu af stað aftur. Margir hafa mist alla trú á, að auðið verði að áta Kína endurgreiða styrjaldar- kostnaðinn um mörg ár. Ekki veitir þó af því að útgjöld Japana vegna yfirstandandi styrjaldar í Kína hafa þegar farið langt fram úr samanlögðum útgjöldum þeirra af japansk-kínverska stríðinu 1894 og rússnesk-jap- anska stríðinu 1903—1904. —Vísir. KVEÐJUSAMSÆTI Kveðj usamsæti var þeim hjón- unum Th. Helgason og konu hans Halldóru Helgason haldið í Framnes Hall þ. 20. þ. m. af venslafólki, vinum og öðru bygð- arfólki fjær og nær. Var samsætið fjölment, og á- nægjulegt að öllu leiti. Hafa þau hjónin Th. Helgason og kona hans dvalið hér í bygð í 36 ár. Hafa þau tekið mikinn og góðan þátt í öllu félagslífi þessarar bygðar, og notið al- mennra vinsælda í hvívetna. Hafa þau nú selt bújörð sína, og eru að flytja burtu héðan úr bygðinni. Voru þeim hjón- um fluttar margar hlýjar kveðj- ur á þessu gleðimóti, og þakkað fyrir alla þeirra góðu og miklu samvinnu í þessari bygð. Mr. S. S. Johnson stjórnaði samsætinu. Flutti hann velorð- að ávarp til heiðursgestanna. Þá talaði Mrs. Andr. Johnson til Mrs. Helgason vel flutt erindi, og afhenti henni armbandsúr að gjöf frá kvenfélagi bygðarinn- ar. Næst flutti Mr. A. E. stutt á- varp til Th. Selgason, og af- henti honum leðurtösku að gjöf frá bændafélagi bygðarinnar. — Ýmsir fleiri fluttu þeim hjónum hugheilar kveðjur, svo sem: Dr. S. E. Björnsson kvæði, G. Holm og L. Holm ræður. M. Sigurðs- son kvæði og P. K. Bjarnason ræðu og B. Hornfjörð kvæði. E. Elíasson ræðu. Svo flutti forset- inn aftur ávarp til heiðurshjón- anna og afhenti þeim dálitla pen- ingjagjöf frá gestunum. Söngflokkur bygðarinnar söng falleg lög á milli þess sem kvæði og ræður voru haldnar. Rausn- arlegar veitingar voru framborn- ar. Svo var stiginn dans fram eftir nóttinni af þeim yngri, en eldra fólkið skemti sér með sam- ræðum. Fór svo hver heim til sín með hlýjar endurminningar um þau góðu hjón sem samsæti þetta var helgað — og skemtilega kvöldstund. Vinur Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESS COLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.