Heimskringla - 27.07.1938, Qupperneq 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 27. JÚLÍ 1938
ggBBwiiiBmiwiiiiiwBMCTiniiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiwiMiiiwwHBWwiwwiiiiiiiiiwiimiiiimiij
iCuúmskrtiuila |
(Stofnuð 1S86)
Kemwr út á hverjum miBvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsímis 86 537
m Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist y
B fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD. m
jj 3U viðsMta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: jj
Kcnager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utaniskrift til ritstj&rans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
“Heimskringla” is publlshed
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
= Telephone: 86 537
BiiiiiiiiiiirniiiiiiiiiiimiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiimiii«iiilliillllllllillllllHlllliailllllllllllllllllllllllllllllllll
WINNIPEG, 27. JÚLÍ 1938
JÓNAS ALÞM. JóNSSON
KOMINN VESTUR
Á innflytjendaárunum virtist íslending-
um sem komnir voru vestur fátt kærara,
en að hópast utan um og kynnast hverjum
nýjum vesturfara.
Ástæðurnar fyrir því voru eflaust fleiri
en ein, en hin helzta er óhætt að segja að
hafi verið sú, að þeim hafi fundist þeir nær
íslandi, ef ekki sjálfir komnir heim við það
að vera með löndum, sem þaðan voru ný
komnir.
Þó innflytjenda árin séu nú liðin, mun
þetta góð og gild lýsing enn á tilfinningum
íslendinga hér, er þeir eru heimsóttir af
löndum þeirra að heiman. Það hefir mjög
vel sýnt sig síðari árin t. d. við komu
þeirra séra Kjartans Helgasonar, Guð-
munder Finnbogsonar, Ágústs H. Bjama-
sonar, Einars H. Kvarans, Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, Sigurðar Nordals o. fl., að á þessu er
ekki mikil breyting.
Með heimsókn Jónasar alþm. Jónssonar
vestur, þorum vér að fullyrða, að í þeli
niðri býr enn hið sama hjá þeim.
Jónas kom til Winnipeg s. 1. mánudag
Nokkrir íslendingar vestra, sem honum
eru persónulega kunnugir, urðu þess varir,
að hann hafði með fleiri góðum þjóðbræðr-
um vorum heima, áhuga fyrir þjóðræknis-
málum landa sinna vestra. Hann hafði og
orð á því, að hann fýsti að kynnast þeim
og koma á slóðir þeirra í landi Leifs hepna.
Honum er engu síður en íslendingum hér
ljóst, að viðhaldi þjóðernis vors hér í landi,
er mikill styrkur að aukinni viðkynningu
íslendinga eystra og vestra. Og það mun
ekki sízt fyrir hans tillögur, að alþingi fs-
lands hefir nú veitt 4000 krónur á ári til
þess, að halda uppi þessu kynningarstarfi.
Fjárveitingu þessa tilkynti hann með grein
í íslenzku vikublöðunum hér vestra nýlega,
sem kunnugt er. Fyrirkomulag þessa nýja
og ágæta spors í samvinnuáttina mun vera
í því fólgið, að frændurnir heima sendi
mann vestur annað árið, en hitt árið fari
íslendingur að vestan heim í áminstum
erindum. Þegar samvinuhugmyndinni var
hér komið, hlutaðist Þjóðræknisfélagið
til um, að Jónas alþm. Jónsson kæmi vest-
ur um haf til frekari skrafs og ráðagerða
um samvinnumálið og framkvæmdir í því
í eina átt eða aðra og jafnframt til þess að
hann kyntist högum og háttum hér í sjón
og raun. Að íslendingar fagni komu hans
og þessu erindi, vonum vér að hann þurfi
ekki að efa, eftir dvölina vestra.
En íslendingar vestra fagna komu Jón-
asar alþingismanns einnig í öðrum skiln-
ingi. Þeir hafa með störfum hans fylgst á
ættjörðinni síðustu árin og vita að gestur
þeirra nú er einn af fremstu atkvæða-
mönnum þjóðarinnar. Um nokkur undan-
farin ár, hefir ekki áhrifa annara gætt
meira í þjóðmálunum. Og eins og kunn-
ugt er, ræður nú stjórnmálaflokkurinn,
sem hann veitir leiðsögu, framsóknarflokk-
urinn, lögum og lofum í stjórn í landinu og
hefir gert um nokkur ár. Er fáum dulið
að þetta gengi flokksins hjá þjóðinni, sé
foringja hans að þakka. Um hann mun og
óhætt að segja, að hann sé einn hinna fáu
þjóðarleiðtoga sem nú eru uppi, sem skilja
eða vilja skilja hugsunarhátt samtíðar
sinnar, þrár, framtíðarvonir og almennar
mannréfttindakröfur >til bætts hags og
þjóðmenningarlegra framfara.
Á ritvellinum munu og margir hér vestra
þekkja til Jónasar Jónssonar, sem bardaga-
mannsins, listamannsins og frelsissinnans.
Greinar hans um ýmsa atgerfismenn þjóð-
arinnar, svo sem Matthías Jochumsson og
marga fleiri, eru hreinasta snildarverk.
Jónas Jónsson er fæddur 1. maí 1885 í
Hriflu í Ljósavatnshreppi. Foreldrar hans
voru Jón Kristjánsson bóndi þar og kona
hans Rannveig Jónsdóttir frá Gvendar-
stöðum í Kinn. Úr gagnfræðaskólanum
á Akureyri útskrifaðist hann árið 1905, en
dvaldi við nám erlendis árin 1905—1909,
í lýðháskólanum í Askov, í Berlín, Oxford,
Lundúnum og París. Árið 1909 varð hann
kennari í kennaraskólanum í Flensborg og
hafði ýms kennarastörf með höndum þár
til 1918, að hann varð skólastjóri sam-
vinnuskólans í Reykjavík. Lét hann af því
starfi 1927, er hann varð dómsmálaráð-
herra í stjórn Tryggva Þórhallssonar. —
Landskjörinn þingmaður varð hann fyrst
1923 og hefir verið það síðan. Hann hefir
verið í milliþinganefndum mörgum. Árið
1912 giftist hann Guðrúnu Stefánsdóttur
frá Granastöðum í Köldukinn. Eiga hjón-
in tvær dætur uppkomnar.
í síðustu bæjarkosningum í Reykjavík,
var Jónas Jónsson kosinn bæjarráðsfull-
trúi.
íslendingar hér vestra bjóða gest sinn
velkominn til Vínlands ’ins góð.a.
SKULDIR AUSTURRÍKIS
Þegar Hitler hremdi Austurríki, tók
hann allar auðuppsprettur landsins í sínar
hendur og hætti samstundis að greiða
rentur á utanríkisskuldum. Bretar voru
ekki ánægðir með þetta og sendu Sir Fred-
erick Leith Ross, einn helzta hagfræðing
sinn til Berlínar, að krefjast greiðslu á
skuldinni, sem Austurríki var í við Bret-
land. Hann þráttaði lengi við ríkisstjórn-
ina um þetta, en varð að fara heim tóm-
hentur. En þá greip hann til þess ráðs, að
tilkynna Þýkzalandi, að hagur þeirra af
viðskiftunum við Bretland yrði þá tekinn
upp í skuldina.
Þessi hótun hreif. Fjármálaráðgjafi
Breta, Sir John Simon, tilkynti síðast liðna
viku, að viðunandi samningar hefðu verið
gerðir milli Breta og Þjóðverja. Sá samn-
ingur var undirskrifaður í Lundúnum
sama daginn og samningarnir frá 1934
voru úr sögunni. Þjóðverjar viðurkendu
skuld sína og lofuðust að greiða hana með
viðskiftahagnaðinum ár hvert. Þýzka
stjórnin lofaði ennfremur, að viðskiftin
skyldu vera hin sömu eða eins mikil og
þau voru áður frá báðum löndunum, Aust-
urríki og Þýzkalandi áður en þau voru
sameinuð. Eftir viðskiftunum að dæma
1937, ætti t'ekj uafgangur viðskiftanna að
nema 42 miljónum dala. Af því verður
eitthvað tekið til lukningar Austurríkis-
skuldinni, er nemur 40 miljónum dollara.
Fyrir þetta lofuðust Bretar til að lækka
rentu á þessari skuld og öðrum lánum,
sem Þjóðverjum hafa verið veitt — þar á
meðal Dawes og Young-lánunum alt að
því 50%.
Samning þennan var aðeins hægt að
gera vegna viðskiftahagnaðar Þjóðverja
og með því að Bretar hótuðu, að taka
hann upp í skuldina. Bandaríkin og sjö
önnur lönd (Frakkland, Belgía, Holland,
Svíþjóð, Danmörk, Tékkóslóvakía og Sviss)
hafa öll mótmælt að skuldir Austurríkis
væru strikaðar út. En það virðist svo,
sem þau lönd ein muni bera það sama úr
býtum og Bretland, sem Þýzkaland á eitt-
hvað inni hjá fyrir hagstæð viðskifti. Það
er enginn önnur leið, segja Þjóðverjar, að
greiða skuldir en með vörum. Og til þess
að efla aftur alheimsviðskifti, býður
Þýzkaland heiminum þetta. En Banda-
ríkin eru litlu nær fyrir þetta boð, því þau
hafa ekki meira keypt af Þjóðverjum, en
þau hafa selt þeim. Bandaríkjastjómin
hefir sent Þjóðverjum þrisvar sinnum
kröfur um greiðslu síðan 6. apríl á þessari
Austurríkisskuld, en Þjóðverjar hafa ekki
svarað neinni þeirra. Svipað er hætt við
að um skuld Austurríkis fari hjá fleirum
af áminstum þjóðum.
Þórbergur Þórðarson:
Meistari minn Jesús Kristur hirti ekki
um almenningsálitið og bannsöng hræsnar-
ana. Hann þjónaði skilyrðislaust sann-
leikanum og réttlætinu. Þess vegna var
hann hataður og fyrirlitinn.
Þér hirðið hvorki um sannleikánn né
réttlætið. Þess vegna eruð þér elskaður og
virtur.
Kristur endaði æfi sína á krossi.
Þér endið æfi yðar með krossi.
Og það er eini skyldleikinn, sem eg
finn milli yðar og Jesú Krists.
(Pistilinn skrifaði, bls. 49—50)—Heima
DJÖFLA-EYJAN
Á Frakklandi skrifaði Edouard Daladier
forsætisráðherra nýlega undir lög, sem
lúta að því, að hætta að nota Djöfla-eyjuna
fyrir fanganýlendu. Fangar verða því
ekki sendir þangað hér eftir, en þó verða
þeir, sem þar eru nú, að úttaka sinn hegn-
ingartíma þar. Og þeir eru um 3000 alls.
Fangar sem lausn hafa fengið úr eyjunm
en orðið hafa að dvelja í Guiana, frönsku
nýlendunni á meginlandi Brazilíu, fá með
nýju lögunum leyfi til að fara heim til
Frakklands. Það er sagt að mjög fáum af
öllum föngunum, sem vestur hafa verið
sendir hafi auðnast að komast aftur heim.
Dvöl þeirra í Guiana reið þeim flestum að
fullu.
Ennfremur veitti stjórn Frakklands um
3 miljónir dollara til þess að færa sér í nyt
auðsuppsprettur Guiana-nýlendunnar, en
þær eru mestmegnis gull. Hugmyndin var
upphaflega, að láta fangana frá Djöfla-
eyju þræla við þetta á meginlandinu, eftir
að hafa verið veitt frelsi sitt, en það hefir
ekki blessast. Fangarnir hafa ekki unað
hitanum þar og hafa strokið og flestir
farist í þeirri tilraun í fenum og skógum
Brazilíu.
Þessari nýlendu Frakka, sem er einu
leifarnar af hinu mikla ríki þeirra fyrrum
fyrir vestan haf, hefir farnast illa síðan
þrælahaldið var afnumið 1849. Svertingj-
arnir leituðu þaðan skjótt er þeir fengu
frelsi. Og með fjóra skipsfarma af Asíu-
mönnum, sem þangað voru sendir frá
Indo-Kína fór lítið betur. í stað þess að
vinna í námunum eða við ræktun krydd-
jurta, komu þeir sér upp búðarholum og
lifðu á því sem þeir gátu prangað með.
Napoleon III. átti hugmyndina að stofn-
un þessarar fanganýlendu árið 1852.
Djöfla-eyjan er ein af þremur eyjum
úti fyrir strönd Guiana (hinnar frönsku),
sem er á norðausturströnd Brazilíu og
eru þær einu nafni kallaðar Isles du Salut
(tryggu eyjarnar). Bera þær nafn með
rentu, því þaðan er talið ómögulegt fyrir
fanga að strjúka. Á þeim 86 árum sem nú
eru liðin frá stofnun fanganýlendu þar,
hafa 52,000 fangar verið sendir þangað frá
Frakklandi. Er sagt að helmingur fang-
anna hafi að jafnaði dáið fyrsta árið. Yfir
9000 struku, enda skeyttu hinir fáu sem
áttu að gæta þeirra, lítið um það; flestir
fanganna urðu hvort sem var hákarlinum
að bráð, því í sjónum umhverfis eyjuna er
sagt krökt af honum.
Nefnd sem Frakkar skipuðu til að rann-
saka málið um viðhald þessarar fanganý-
lendu, mælti eindregið með því, að afnema
hana. Hún væri mjög óvinsæl bæði heima
fyrir og erlendis. Vestan hafs væri oft á
hana bent, sem talandi vott um menningar-
ástand Frakklands. Og auðslindirnar á
meginlandinu hefði brugðist að starfrækja
á þennan hátt.
Alfred Dreyfus var sendur til þessarar
fanganýlendu Frakka árið 1895. Kveikti
það svo mikla andúð gegn viðhaldi þessa
sjálfgerða fangahúss, að allir sannir um-
bótamenn á Frakklandi, hafa farið hrak-
legum orðum um það síðan.
MOLAR
Enskri verksmiðju, sem framleiðir ýmis
gerfiefni, hefir nýlega hepnast að framleiða
hart, gegnsætt efni, sem er mjög sterkt. —
Síðan á að gera tilraunir til að smíða flug-
vélar úr þessu efni. Slíkar flugvélar
myndu verða nálega ósýnlegar á flugi.
* * *
Dæturnar feta ekki síður í fótspor feðr-
anna en synimir. Sonja, dóttir sænska
socialistans Hjalmar Branting, flutti ræðu
á 1. ma, hátíðahöldunum í Stokkhólmi í
vor. Maeg, dóttir Lloyd George, hefir
tekið virkan þátt 1 stjórnmálum um lengri
tíma. Dóttir MacDonald á sæti á þingi.
Dóttir Mussolini lætur sig stjórnmál miklu
skifta, enda er hún gift utanríkisráðherra
föður síns, Ciano. Koo Chu Chen, tuttugu
og eina árs gömul dóttir hins þekta kín-
verska stjórnmálamanns Wellington Koo,
sem nú er kínverskur sendiherra í París,
er einnig farin að taka þátt í opinberum
málum. Fyrir skömmu síðan hélt hún
ræðu á fundi í London til þess að tala máli
þjóðar sinnar. Hvatti hún Englendinga til
að kaupa ekki japanskar vörur.
* * *
Kenslukona í London fékk í vetur eftir-
farandi bréf frá móður eins af lærisveinum
hennar:
Kæra ungfrú!
Eg bið yður að láta Johnny litla ekki fá
heimadæmi oftar. Dæmið um hvað langan
tíma það taki mann að ganga
fjörutíu sinnum kringum Tra-
falgar Square varð til þessj að
faðir hans var heilan dag frá
vinnu. Og svo þegar han hafði
gengið þetta, þá sögðuð þér út-
komuna ranga.”
* * *
f Wien er nú verið að taka
kvikmynd, sem dregur nafn af
hinum síðustu stópólitísku at-
burðum. Myndin á að heita
“Hermaðurinn frá Berlín, stúlk-
an frá Wien.”
—N. Dbl.
NÁKLUKKUNUM
HRINGT
Eftirfarandi málsgreinar eru
gripnar úr ræðum þjóðabanda-
lagsfulltrúanna í Genf 12. maí
s. 1., þegar rætt var um afstöð-
una til Abessiníu.
Úr ræðu Selassies:
“Síðan drepsótt árásanna
breiddist út yfir heiminn, hafa
sumar þjóðir látið það viðgang-
ast, að alþjóða siðalög væru fót-
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
BlrgSlr: Henry Ave. Kaat
Sími 95 551—95 552
Skrlfstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
gekk í þjóðabandalagið.”
A
“óstöðvandi uppreistir eiga
sér stað í Eþíópíu gegn ítölum,
og þær halda áfram þangað til
annaðhvort ítalir yfirgefa land
vort fyrir fult og alt eða hvert
einasta mannsbarn þjóðar vorrar
hefir látið lífið.”
A
“Eþíópía heldur áfram sinni
þungu krossgöngu upp Höfuð-
skeljastaðinn. Engin niðurlæg-
ing er til, sem hún hefir ekki
orðið að þola. Eg legg allan þann
kraft, sem sál mín á til, í þau
mótmæli, sem eg ber nú fram
fyrir allar þjóðir jarðarinnar.”
um troðin.
Guð fyrirgefi þeim.”
A
“Þjóðir, sem rofið hafa' skuld-
bindingar sínar, leitast nú við
að þóknast árásarseggjunum. —
Vér verðum jafnvel að horfast í
augu við það, að hið volduga
brezka ríki geri sig sekt í þeirri
grimdarfullu athöfn, að fótum
troða þá meginreglu siðmenning-
arinnar að viðurkenna ekki rétt
til þess að hrifsa undir sig önnur
lönd með ofríki.”
A
“Vér erum píslarvottar þeirra
árása, sem á engan hátt er bót
mælandi. Til eru tvær friðar-
stefnur: önnur sú, er byggist á
lögum og réttlæti, hin er sú, sem
öllu er fórnað fyrir. Þjóðabanda-
lagið getur ekki aðhylst þá frið-
arstefnu, sem alt sé lagt í söl-
urnar fyrir.”
A
“Sé það raunverulegt, að þjóð-
in í Eþíópíu geti engrar líknar
vænst af þjóðabandalaginu, þá
verður Eþíópía framvegis meðal
yðar sem lifandi minning fótum-
troðins fórnardýrs.’’
A
“Þjóðabandalagið er að grafa
sína eigingjöf; það er að binda
enda á sína eigin tilveru með þvi
að rífa í tætlur þann sáttmála,
sem er þess eini tilveruréttur/’
A
“Þér félagar þjóðabandalags-
ins; þetta er stjórnarfar óum-
ræðilegrar skelfingar: Ríki, sem
eru meðlimir þjóðabandalagsins,
hugsa einungis um sinn eigin
hag. Þau brjóta og fótum troða
hátíðlega samninga, sem ákveða
að engar ofbeldisárásir skuli líð-
ast og þau brjóta sjálfan sátt-
mála þjóðabandalagsins og Bri-
and-Kellogg samningana.”
A
“Voldugasta ríki veraldarinnar
— ríkið, sem hæst hefir atlað
og oftast látið til sín heyra um
trygð sína við sáttmála þjóða-
bandalagsins, yfirgefur oss nú
öllum vorum sorgum og sárum.
A
“Það hryggir mig, að eg get
ekki verið á sama máli og brezka
ríkið. Þar hefi eg notið gistivin-
áttu; sama er að segja um
Frakkland. Fyrir tilstilli Frakka
var það í upphafi, að Eþíópía
A
Koo, fulltrúi Kina:
“Stjórnin í Kína telur það af-
ar mikilsvarðandi mál, að þetta
ofbeldisverk sé ekki talið'rétt-
mætt. Sérhvert spor, sem stigið
er í þá átt að afsaka eða viður-
kenna sem alþjóðastefnu vægð-
arlaust ofríki væri til þess að
gefa ofríkisöflunum byr undir
báða vængi.”
A
úr ræðu Halifax:
“Það er skylda Frakklands og
Stóra-Bretlands að vernda heim-
inn frá eyðileggingu stríðs og
styrjalda. Það getur ekki hepn-
ast, þótt reynt sé, að fá alþjóða
viðurkenningu fyrir þeim.háleitu
hugsjónum, sem þjóðabandalag-
ið hélt fram.”
A
“Þegar það kemur fyrir, eins
og hér á sér stað, að tvær stefn-
ur rekast á: annars vegar stefna
sem er óhagkvæm, þótt hún sé
trú einhverri hárri hugsjón, og
hins vegar stefna, sem felur í
sér hagkvæman sigur til friðar,
þá blandast mér ekki hugur um
það, að hin fyrnefnda hljóti að
lúta í lægra haldi fyrir hinni
síðarnefndUi”
A
“Frá hagsmunalegu sjónar-
miði eru yfirráð ítalíu yfir svo að
segja allir Eþíópíu skeður at-
burður; hvernig sem vér kunn-
um að líta á þetta í sjálfu sér,
þá verðum vér að viðurkenna
það.
Það er engu máli gagn, að fár-
ast um það, sem orðið er.”
A
“Eina aðferðin, sem fulltrúar
þjóðabandalagsins geta beitt til
þess að hnekkja aðstöðu ítalíu,
væri sú að beita sameiginlegu
hervaldi; með öðrum orðum að
leggja út í stríð. Sú stefna kem-
ur ekki til nokkurra mála, og
henni mundi enginn maður í á-
byrgðarstöðu í nokkru landi
mæla bót.”
A
“Mér dylst það alls ekki, að í
mínu eigin landi, og ef til vill
víðar, eru þeir margir, sem finst
það brot á velsæmi, að aðhafast
nokkuð, sem í þá átt geti miðað,
að viðurkenna rétt ítalíu til þess-
arar hertekningar. Eg virði þessa
Frh. á 4. bls.
Cfcvd H B C
SCOTCH WHISKY
40ozs35-5 26iozs25-0 l3ozsl'-5
This aivertisment is not inserted hy the Government Liquor Control Commission. The
Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.