Heimskringla - 08.11.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.11.1939, Blaðsíða 6
6. SfÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 8. NÓV. 1939 Brögð í tafli Eg beit saman tönnunum og starði á borð- dúkinn. Eg fann fremur en sá, að hún horfði á mig með meðaumkvun. “Mig tekur þetta sárt,” hvíslaði hún. “Eg hefði ekki komið með hann hingað, hefði eg vit- að um að þér væruð hér. Það er betra að þið finnist ekki. Talið við mig eins hiápurslaust og þér getið. Hann hefir enga hugmynd um hver þér eruð.” “Hefir hann verið veikur?” spurði eg. “Já, mjög veikur. Eg fann hann á sjúkra- húsi. Hann hefir verið veikur og hitt getið þér ímyndað yður.” Á meðan við vorum að tala saman, sá eg hann hvolfa í sig úr öðru glasi, sem þjónninn hafði fært honum og alt af þrástarði hann á mig. “Eg hélt að hann væri auðugur,” sagði eg. "Það er alt farið,” svaraði hún. “Alt gengur á tréfótum fyrir honum. Erindi okkar hér fór út um þúfur, og þeir hafa hætt að senda okkur fé frá París. En hvað það er skrítið, að eg skuli vera að segja yður frá þessu,” bætti hún við og hló hörkulega. “Guy, farið að ráð- um mínum. Standið upp og farið héðan. Ef hann getur sér þess til hver þér eruð, þá kemur hann hingað til að tala við yður. Það er miklu betra, að það finnist ekki.” En það var of seint. Eg horfði á hann steini lostinn, er hann stóð upp og kom til okk- ar. Eg gat hvorki hreyft legg né lið. Mrs. Smith-Lessing hafði sest í innri stólinn. Hann hneig ofan í hinn og hallaðist fram á borðið gagnvart mér. “Það er Guy,” sagði hann með skjálfandi rödd. “Eg er viss um að þetta er Guy. Hún hefir sagt þér hver eg er, eða hvað?” “Já,” svaraði eg, “eg veit hver þú ert.” Hann rétti skjálfandi hendina til mín yfir borðið. Eg gat ekki tekið í hana. “Jæja, jæja,” sagði hann. “Þetta er kannske rétt af þér. En eg kom til Englands til að finna þig. Já, Guy, það er sannleikur. Eg hefi verið þér slæmur faðir, en eg get kannske bætt úr því. Eg held eg viti ráð til þess. Þjónn, annað brennivínsglas.” “Eg er hræddur um,” sagði eg og stóð á fætur, “að þið verðið að afsaka mig. Ef þú þarft eitthvað við mig að tala getur þú gert það í annað sinn.” En hann dró mig niður í sætið. “Bíddu, bíddu,” sagði hann önuglega. “Þú veist ekki að eg þarf að tala við þig um áríðandi málefni. Eg get kannske gert þig ríkan ennþá, drengur minn! Eg á volduga vini erlendis, mjög volduga!” Eg starði á hann og mælti: “Og hvernig?” Hún lagði hendina á handlegg hans og hvíslaði einhverju í eyra hans, en hann hristi höfuðið reiðuglega. “Heimska Maud!” hrópaði hann. “Þú skilur þetta ekki. Þetta er hann Guy sonur minn. Auðvitað verðum við að tala saman. Það var dásamlegt að hitta hann, dásamlegt.” “Jæja,” sagði eg. “Mér þykir vænt um að heyra að þú hefir svona þýðingarmikla stöðu. Ritari varnar- nefndarinnar. Hvað? Heldur en ekki þýð- ingarmikil staða. En með lagi mætti koma þessu í kring, já með lagi,” bætti hann við og horfði á mig ófjálgum augum. “Mjög ákjós- anleg staða.” “Eg er alveg ánægður með laun mín,” svaraði eg rólega. “Svei, drengur minn góður, það er heimska,” svaráði hann. “Þú skilur mig ekki. Þetta er opinbert leyndarmál. Maud heyrir til okkar hér? Heldur þú að óhætt sé að ræða /þýðingarmikið málefni við Guy, hérna inni?” Eg tók hattinn minn. Aftur hvíslaði hún einhverju að honum, og í þetta skiftið virtist hann taka orð hennar til greina. “Alveg rétt, alveg rétt,” sagði hann og kinkaði kolli. “Guy, drengur minn, þú skalt koma heim til okkar. Númer 29 Bloomsbury stræti — fátækleg herbergi, en kaupið hefir farið á mis við mig og eg hefi verið veikur. Komdu á morgun eða næsta dag. Við búustum við þér, Guy. Við förum aldrei út nema á kvöld- in. Þú mátt ekki bregðast að koma.” “Mig langar ekkert til að heyra hvað þú ætlar að segja, en eg skal samt koma,” svaraði eg og horfði í blóðhlaupnu augun hans með hryllingi og angurvær. Eg skildi þar við þau. Eg heyrði að hún var með hægð að fá hann til að hætta við að fá meira brennivín. XXXIII. Kap.—Boð Hertogans Það var orðið áliðið, en mér fanst eg mega til með að sjá Ray. Eg fór heim til hans og bjóst ekki við að hitta hann heima, en var vísað inn í skrifstofu hans, þar sem hann var önnum kafinn við bréfaskriftir. Hann var í gamalli veiðitreyju og var í morgunskóm. Að venju hafði hann pípuna milli tannanna og tóbaks- reykurinn hékk í kring um hann eins og ský. “Hvað viljið þér mér,” sagði hann ólund- arlega. “Eg er önnum kafinn, komist að efn- inu.” “Eg kom til að spyrja yður ráða,” svaraði eg. “Eg er hræddur um að eg megi til með að segja af mér starfinu.” “Því ?” “Faðir minn er hér í Lundúnum. Eg hefi séð hann og talað við hann.” “Með þessum kvenmanni?” “Já.” “Og þér hafið kannske talað við hann á almannafæri ?” “Já.” Ray þagði stundarkorn, svo horfði hann hvast á mig. “Langar yður til að gefa upp stöðuna?” spurði hann. “Nei,” svaraði eg. “En haldið þér að Chels- ford lávarður og hinir, væru fúsir að láta mig halda áfram þegar svona stendur á?” “Líklegast ekki,” sagði hann, “ekki her- toginn að minsta kosti.” “Hvað á eg þá að gera?” “Það veit eg ekki,” svaraði hann stuttur í spuna. “Það þarf að íhuga þetta mál. Eg ætla að sjá Chelsford lávarð og læt yður vita á morg- un.” Klukkan tíu næsta morgun kom hertoginn inn í skrifstofuna til mín, þar sem eg var að verki mínu. Hann heilsaði mér næstum hjart- anlega, gaf mér fáeinar fyrirskipanir og kveikti sér í vindlingi. “Því eruð þér að segja af yður?” spurði hann. “Mig langar ekkert til að segja af mér, herra minn,” svaraði eg. “Eg hefi lýst vissum ástæðum fyrir Ray ofursta, og virtust mér þær vera þannig að nauðsynlegt væri fyrir mig að segja af mér. Hann lofaði mér að tala við Ohelsford lávarð og láta mig svo vita.” Alúðar svipurinn hvarf nú af andliti her- togans. “Eg er yfirmaður yðar, og sé eg því eigi ástæðuna fyrir því, að þér fóruð til Ray ofursta með þetta.” “Það var eingöngu honum að þakka, að eg fékk þessa stöðu, herra minn, og finst mér að hann sé ábyrgðarfullur fyrir breytni minni hvað starf mitt snertir,” svaraði eg. “Það er rangt hjá yður, ábyrgðin hvílir á okkur öllum. Þetta óhapp sem henti ættingja yðar var öllum nefndarmönnum kunnugt.” “Þá er eg minna skuldbundinn Ray ofursta en eg ætlaði, herra minn,” svaraði eg. “Mér þykir vænt um að þeir vissu þetta. Chelsford lávarður álítur þá kannske ónauðsynlegt að eg hætti hér.” “Og því þurfið þér að hætta?” “Eg hefi séð og talað við föður minn hér í London,” svaraði eg. Hertoginn þagði um hríð og mælti svo: “Eg ímynda mér að þér skiljið hve það var ógætilegt.” “Eg fór strax til Ray ofursta og bauðst til að segja af mér,” svaraði eg. Hertoginn kinkaði kolli og mælti: “Faðir yðar er þá hér í London?” “Já, herra minn.” “Einsamall?” Eg hikaði við, en hertoginn átti samt heimtingu á að heyra hið sanna. “Hann er þar ásamt konunni frá Braster Grange. Hún kallar sig Mrs. Smith-Lessing, en í raun og veru held eg að hún sé stjúpa mín.” Hertoginn stóð fá- ein skref frá mér og horfði út um gluggann. Hann sneri hliðinni að mér og hélt vindlingnum sínum milli fingranna. Hann var ekkert, frá- brugðin því, sem hann venjulega var, en samt varð eg var við það að eg athugaði hann gaum- gæfilega. Eitthvað í látbragði hans fanst mér bera vott um niðurbælda tilfinning, sem aðeins var haldið í skefjum af sterkum viljakrafti. “Það er þessi persóna, sem sagt varð að sonur minn hefði verið í kunningsskap við,” sagði hann. “Blenavon lávarður kom áreiðanlega oft til Braster Grange,” svaraði eg. “Vitið þér hvar hún á heima hér í Lon- don?” spurði hertoginn. “Já.” “Mér þætti vænt um,” sagði hann, “ef þér gætuð komið henni á minn fund.” “Þér verðið þá að sjá til þess, að för mín á fund hennar skaði mig ekki,” sagði eg. “Það er yður óhætt að treysta,” svaraði hertoginn. Samkvæmt þessu heimsótti eg númer 29 Bloomsbury stræti seinni hluta þessa sama dags. Það var í tötralegu bakherbergi í niður- níddu leiguhúsi, sem eg hitti föður minn og Mrs. Smith-Lessing. Hann lá á legubekk og virtist í hálfgerðu móki, en hún horfði hirðu- leysislega út um gluggann og dumpaði með fing urgómunum á rúðuna. Heimsókn mín var eins og reiðarslag fyrir þau bæði. Mér virtist, að eg væri henni ekki velkominn, en faðir minn reyndi að gera mér það ljóst, hve heimsókn mín var 'honum kærkomin. “Og nú,” sagði hann og færði stól að borð- inu, “getum við rætt um fyrirtæki okkar á viðeigandi hátt. Mér þykir fjarska vænt urn að sjá þig Guy, fjarskalega vænt um það.” “Hvaða fyrirtæki?” spurði eg rólega. Faðir minn hóstaði og horfði á stjúpu mína eins og til að fá þar leiðsögn, en andlit hennar var svipbrigðalaust. “Guy,” sagði hann, “eg er viss um að þú ert ungur maður með fullu viti, og óskar að eg komist umsvifalaust af efninu. Okkar megin eru fáein flón, eg á við í París, sem langar tilað líta á uppdrættina af þessum varnargögnum ykkar hér. Alt til þessa höfum við séð um að þetta væri hægt. Blenavon lávaráður, sem er einkennilega skynsamur unglingur, léði okkur liðsinni sitt. Eg segi þér þetta í hreinskilni. Eg held að það sé bezt.” Hann horfði flóttalega á mig, en eg gerði alt sem eg gat til að láta engin svipbrigði á mér sjást. “Með hjálp Blenavon gekk okkur mjög vel,” hélt faðir minn áfram. “Síðan hann fór hefir árangurinn enginn verið. Vinir okkar borga ríflega, en aðeins þegar þeir fá eitthvað í aðra hönd. Afleiðingin er sú, að við stjúpa þín erum nú næstum öreiga. Þessi staðreynd leiðir mig til að bjóða þér sérstakt, sérstakt kostaboð.” Stjúpa mín virtist ætla að taka til máls, en hætti við það. “Haltu áfram,” sagði eg og hann mælti: “Starf þitt, drengur minn góður, eg á auð- vitað við störf nefndarinnar, eru að því, sem eg hygg um strandvarnir gegn árás frá Frökkum. Þið eruð meira en lítið hræddir og furðar mig ekkert á því. Nú veist þú auðvitað um megin atriðin í þessum varnarráðstöfunum.” “Auðvitað,” svaraði eg. “Og veist nöfnin á þeim stöðum, sem á að víggirða. Aðsetursstöðvar varnarliðsins og hvernig því er skift niður. Þið hafið líka vafa- laust íhugað flutninga og járnbrautir?” “Öll þessi atriði hafa farið gegn um mínar hendur,” svaraði eg. Hann þerraði sér um ennið með vasaklútn- um sínum, en purpuralit brá fyrir á vöngum hans. Hann starði á mig með blóðhlaupnum augunum. “Eg skal segja þér nokkuð, Guy,” sagði hann, “og munt þú furða þig á því. Þú hlýtur að kannast við það með sjálfum þér, að annað eins fyrirtæki og þetta getur ekki farið með öllu leynt. Einhver hluti þess kemst út. Já, Guy. Eg á í París vini, sem eru viljugir að borga háar upphæðir, upphæðir svo háar, að það er virði þess að skifta þeim fyrir megin- drættina í þessari fyrirætlan. Heimskulegt! Auðvitað er það heimskulegt. En þeim er alveg sama um peningana. Þeir halda að það sé þess virði. Heimska, en Guy, hvað mundir þú segja væru þér boðin fimm þúsund pund?” “Það er mikil upphæð,” svaraði eg. Hann togaði í treyjuermina mína. Gull- þorstinn stafaði úr augum hans. ‘Við getum náð henni,” hvíslaði hann hás- um rómi. “Engin fyrirhöfn fyrir þig né á- hætta. Eg get gert alla samningana. Þú þarft ekkert nema rétta mér skilríkin.” “Eg má til að 'hugsa um þetta,” svaraði eg. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum. “Því þá?” sagði hann. “Til hvers er að vera að dragapþetta? Tækifærið gengur kann- ske úr greipum okkar. Það eru hér margir um. hituna.” “Enginn nema eg, eða einhver úr hermála- nefndinni veit neitt um þetta,” svaraði eg hægt. “En vinir mínir,” sagði hann, “þeir hafa gert heimskulegt tilboð, og kynnu að skifta um skoðun. Guy, drengur minn, eg þekki heiminn. Taktu eftir því sem eg segi þér. Þegar hepnin fellur þér í skaut, þá leiktu þér ekki að henni. Mennirnir sem lengst komast, eru þeir menn, sem grípa gæfuna þegar hún gefst.” Eg stakk hendinni í barm minn og dró út skjalaböggul. “Setjum svo, að eg hafi þegar ákvarðað 'hvað eg geri,” svaraði eg. Augu hans glóðu af ástríðu. Hann hrifs- aði næstum eftir skjölunum, en eg lét hann ekki ná í þau, konan hljóðaði upp yfir sig og hljóp á milli okkar. Skelfingar svipur var á teknu og fölu andliti hennar, er hún rétti út hendina til að hrinda mér frá. “Guy, eruð þér brjálaður?” hrópaði hún. Æðarnar tútnuðu út á enni föður míns. Hann horfði á hana með svip sem lýsti bæði undrun og reiði. “Við hvað áttu Maud?” spurði hann. “Hvernig vogar þú þér að sletta þér fram í þetta? Guy, fáðu mér skjölin!” “Hann skal ekki fá þér þau!” hrópaði hún grimmúðlega. “Guy, hefir þú mist vitið? — Langar þig til að eyðileggja alla framtíð þína?” “Eigið þér við það, spurði eg hikandi, “að þér óskið ekki eftir að eg láti hann hafa þessí skjöl, og að eg gangi í bandalag við ykkur?” “Ganga í bandalag við okkur! í hamingju bænum, ekki,” svaraði hún áköf. “Lítið á föður yðar, afhrak alla sína æfi í augum annara manna. Langar yður til að vera hans líki? Langar yður til að skríða í felur í hvert skifti og þér mætið Englendingi; hýma í skuggum og skúmaskotum alla yðar æfi, og vera fyrirlitnir, jafnvel af þeim mönnum, sem hafa yður fyrir verkfæri? Guy, eg vildi fyr sjá yður dauðan, en að þér létuð þessi skjöl af hendi.” “Þú ert bölvað flón,” tautaði faðir minn. “Láttu þér á sama standa, Guy. Fimm þús- und pund! Eg skal sjá um að hver einasti skildingur af því fé verði greiddur þér og engin sála fái um það að vita.” Faðir minn gnæfði yfir hana og horfði á hana ógnandi; en 'hún hörfaði hvergi fyrir hon- um. Hún lagði hinar hvítu hendur sínar á axlir mér og horfði alvarlega 1 augu mér. “Guy,” mælti hún, “eg get jafnvel ekki trúað ennþá, að iþú sért svona afskaplega heimskur. En mig langar til að þú farir héðan samstundis. Þú hefðir aldrei átt hingað að koma. Það er ekki gott fyrir þig að hafa mök við hvorugt okkar.” Eg stóð á fætur með mestu undirgefni. Eg hugsa að hefði eg ekki verið þarna, hefði faðir minn slegið 'hana. Hann var næstum því mál- laus af reiði. Hann skenkti sér annað brenni- vínsglas með skjálfandi höndum. “Þakka yður fyrir,” sagði eg hæglátlega, “eg held varla að þessi skjöl séu fimm þúsund punda virði, en leyfið mér að segja yður erindi mitt hingað. Eg er hér með boð frá hertogan- um frá Rowchester.” Faðir minn misti glasið sitt. Mrs. Smith- Lessing varð forviða á svipinn. “Hertoginn óskar að fá að tala við yður, getið þér komið heim til hans seinni partinn í dag?” spurði eg hana. “Hertoginn!” tautaði hún. “Hann óskar eftir að sjá yður,” sagði eg. “Á eg að segja honum að þér munuð heimsækja hann klukkan fjögur í dag, eða viljið þér koma með mér núna?” “Er yður þetta alvara?” spurði hún. “Eg skil þetta ekki. Eg hefi alderi á æfi minni séð hertogann.” “Eg skil það ekki heldur,” fullvissaði eg hana um, “en þetta eru skilaboðin.” “Eg get engu lofað um það að koma,” sagði hún. “Eg verð að hugsa mig um.” Faðir minn hrinti henni óþyrmilega til hliðar. “Nú er nóg komið af þessari heimsku,” sagði hann hranalega. “Guy, dréngur minn, fáðu þér aftur sæti. Við verðum að tala betur um þessi viðskifti okkar.” Eg sneri mér að honum og réði mér ekki fyrir reiði. “Eg þarf ekkert framar við þig að tala, herra minn,” sagði eg. “Það virðist sem þér hafi eigi nægt, að eyðileggja þitt eigið líf og varpa með því skugga á mitt, þig langar til að draga mig til þín ofan í saurinn.” “En þú'skilur mig ekki, kæri drengurinn minn!” Þá opnaðist hurðin og Ray kom inn. Skýrslustranginn varð mér laus og féll á gólfið í fátinu, sem á mig kom. XXXIV. Kap.—Eg og stjúpa mín. Þá sá eg hvernig menn geta litið út þegar þeir eru gripnir af skyndilegum og lamandi ótta. Eg sá hvernig faðir minn titraði frá hvirfli til ilja, þar sem hann sat í stólnum. Hin svörtu augu Ray ofursta virtust steypa yfir okkur öll þjú, óþrjótandi flóði af fyrirlitningu “í hvaða tilgangi er þessi skemtilegi fund- ur háður, sem eg hefi nú truflað?” spurði hann háðslega. “Þetta er hreint og beint fjölskyldu endurfundir.” Stjúpa mín, föl og róleg svaraði honum og sagði: “Það eru endurfundir, sem þér eruð ó- velkominn að vera við.” Hann hló hörkulega. “Þér skuluð fá fleiri óboðna gesti áður en langt um líður,” sagði hann ógnandi. Þér mun- ið eftir aðvörun minni, Ducaine?” Mér virtist faðir minn vera í þann veginn að fá aðsvif. Varir hans hreyfðust og hann muldraði eitthvað, en orðin voru algerlega ó- skiljanleg. Ray sneri sér að stjúpu minni og mælti: “Þegar þessi maður var svo ósvífinn að snúa heim til þessa lands, þá sendi hann bölvað- an flækingshundinn sinn með bréf til sonar síns. Eg náði þessum bréfum og brendi þau, en eg kom beina leið til Lundúna og fann felu- stað hans. Eg sagði honum, að eg hlífði honum einungis vegna sonar hans. Eg sagði honum, að ef hann reyndi nokkru sinni aftur að ná fundi sonar síns, eða rita honum, skyldi ekkert hamla mér framar. Hann fékk mjög skýra viðvörun og hann hefir kosið að óhlýðnast mér. Það eitt hryggir mig, frú, að lögin 'hafa ekkert tangarhald á yður líka.” Hún sneri sér frá honum með fyrirlitningu og lagði hendina á öxl föður míns. Snerting hennar virtist færa í hann nýtt fjör. Orð hans voru sundurlaus, en þau voru skiljanleg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.