Heimskringla - 21.02.1940, Síða 6

Heimskringla - 21.02.1940, Síða 6
6. SÍÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 21. FEBR. 1940 SVO ERU LOG, SEM HAFA TOG Hún gat auðvitað ekki lagt ást á þennan mann. Því að hún hafði með ásettu ráði ætlað sér að gera hann að verkfæri hefndar sinnar á föður hans. Af þeim ástæðum leið hún mikið samvizkubit, sem ætíð ágerðist. En aldrei hik- aði hún eitt augnablik á leiðinni að hinu lang- þráða marki, sem var að hefna sín á manni þeim sem hafði leitt ógæfuna yfir líf hennar. En samt var það svo, að þó hún hlakkaði til að sjá henni framgengt verða eftir hinn langa aðdrag- anda, þá fann hún samt til leyndrar sorgar yfir því, að verða að nota þessd ráð til þess. Henni datt ekki í hug að hverfa til baka en betri maður hennar reis öndverður gegn þeirri á- stríðu, að gjalda auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Það var fagnaðarboðskapurinn gegn gamla lögmálinu, og þessi harða barátta þjáði hana. Þetta nýafstaðna góðverk virtist eim hvern veginn að fullnægja konueðli hennar, að þjóna kærleikanum, og sefaði hina ásakanai rödd samvizkunnar inst í sál hennar. Hún hélt því leiðar sinnar léttari í skapi, nærri því alveg ánægð með sjálfa sig og lifnaðarmáta sinn. Þegar henni var vísað inn í skrifstofu hins ráð- slungna lagarefs, sást ekkert merki um neina óánægju á hinni broshýru skínandi fegurð hennar. Harris horfði á skjólstæðing sinn með vel- þóknun, er hann hneigði sig í kveðjuskyni og leiddi hana til sætis Lögmaðurinn var glæsi- legur á velli og fríðleiksmaður á gyðinglega vísu með 'stór, svört og tindrandi augu — augu sem Lombroso hefði kannske fundist liggja of fast saman .í raun og veru hafði Harris verið beittur hróplegu ranglæti, því að hann hafði verið að ástæðulausu ásakaður um illvirki, sem hann var alveg saklaus af. Þetta hafði háð honum í stöðu hans. Hann kaus því að fylgja ákvæðum hinis gamla málsháttar, sem segir að það sé ilt að heita strákur og vera það ekki, og setti sér það mark og mið að krækja í eins mikla peninga og hægt væri á sem auðveldastan hátt. María Turner var skjólstæðingur, sem gladdi hjarta hans, bæði vegna þess hve hugmyndir hennar voru nýstárlegar og svo hins, hve ó- makslaun hans voru rífleg og goldin án nokk- urra umyrða. Þegar hann nú brosti við henni og hrósaði fegurð hennar, var það fremur lög- maðurinn sem talaði. “Hvað þá, Miss Turner, en hvað þetta er yndislegt!” sagði hann brosandi. “Mín kæra ungfrú, þér lítið alveg hreint út eins og brúður í dag. “Ó, finst yður það ?” sagði María með upp- gerðar ólund, er hún settist niður. Hún varð sem snöggvast eins og utan við sig, en náði sér samt skjótt, er lögmaðurinn, sem hafði fengið sér sæti á bak við skrifborðið sitt tók aftur til máls. Hann talaði nú í venjulegum viðskifta rómi. “Eg sendi Miss Agnes Lynch frænku yðar, afsalsskjölin, sem hún á að undirskrifa,” sagði hann, “þegar hún fær þessa peninga frá Hast- ings hershöfðingja. Eg vildi að þér læsuð þau, þegar þér hafið tíma til þess. Eg er viss um að þau eru öll í lagi, en eg játa að eg met mikils skoðun yðar á málefnunum, Miss Turner, jafn- vel lagalegum atriðum. Já, það geri eg. Helst á lagalegum atriðum.” “Þakka yður fyrir,” svaraði María auð- sæilega þakklát fyrir þetta hreinskilna lof á hæfileikum hennar af vörum hins lærða dánu- manns. “Og hafið þér heyrt nokkuð frá þeim ennþá?” spurði hún. “Nei,” svaraði lögmaðurinn, “eg gaf þeim frest til morguns. Ef þeir láta þá ekki til sín heyra mun eg stefna þeim tafarlaust.” Svipur lögmannsins varð óvenjulega blíðlegur, og sjáifsánægjan skein út úr honum er hann opn- aði skúffu í skrifborðinu sínu og dró þar upp afskaplega stórt og virðulegt skjal með hinum tignarlegustu innsiglum á. Yður mun falla vel í geð að heyra það, að mér gekk að óskum að fá þessa skipun, sem yður datt í hug að biðja um,” sagði hann hátíðlega. “Mín kæra Miss Turner,” bætti hann við með háværum fagur- gala, “Portia sjálf var hvítvoðungur saman borin við yður. “Þakka yður fyrir,” sagði María og tók við skjalinu, sem hann rétti henni. Rauðu varirn- ar hennar brostu ánægjulega og fagur roði færðist í fríðu vangana hennar. Hún rendi aug- unum sem snöggvast yfir skjalið, svo leit hún á lögmanninn og fjólubláu augun hennar tindr- uðu enn meira. “Þetta er ágætt,” sagði hún. “Áttuð þér örðugt með að ná þessu ?” Harris lét það eftir sér að hlægja á mjög ólögmannlegan hátt af mikilli kátínu. “Nei, hreint ekki.” Hann gladdist við til- hugsunina. “Nei ekki neitt verulega.” Hann varð afskaplega mikill með sig yfir þessu þrek- virki. “En þegar eg bað dómarann um þetta fyrst, þá valt hann næstum út af bekknum. Þá sýndi eg honum fram á samskonar atriði í De- troit, sem þér höfðuð bent mér á, og þessu lauk svo með því, að hann gaf mér það, sem eg bað hann um orðalaust. Það er sagan í stuttu máli.” Þetta leyndardómsfulla skjal, sem hafði næstum velt dómaranum út sætinu, er hann var beðin num það, var nú í veski Maríu er hún for heim í íbúðina sína úr skrifstofu lögmannsins. X. Kap.—Markaðir peningar. Varla hafði Aggie sagt Maríu um heim- sókn Cassidys, er stofustúlkan kynti þeim komu Mr. Irwins. “Láttu hann koma inn eftir tvær mínútur,” sagði María. “Hvaða fugl er það ?” sagði Aggie. “Þú ættir að vita um það,” svaraði Mana brosandi. “Hann er lögmaðurinn, sem Hast- ings hershöfðingi fékk til að verja heitrof sitt við þig.” “Ó, þú átt við þinn einlægan,” sagði Aggie og var ekkert bangin yfir því, þótt hún hefð'. gleymt málefni, sem snerti hana sjálfa svo mjög. “Vona að hann hafi komið með pening- ana. Eða hvað?” “Farðu nú út,” sagði María í biðjandi rómi. “Þegar eg kalla á þig, kemur þú inn, en gætt.u þess vel að láta mig sjá um þetta. Farðu bara eftir því sem eg segi. Og, Agnes — vertu nú barnalega hreinskilin.” “Ó, eg veit, eg veit,” sagði Aggie um leið og hún hraðaði sér inn í svefnherbergið. “Eg skal vera eins og við á, það máttu reiða þig á.” Rétt á eftir varpaði hún kveðj u á lögmann- inn, sem var sendur af hershöfðingjanum, er hún ætlaði að féfletta. Hún bauð gestinum isœti nálægt sér, en sjálf sat hún við borðið, en í skúffu þess var nú skjalið, sem hún hafði fengið hjá Harris. Irwin beið ekki með að bera upp erindið. “Eg kom hingað viðvíkjandi þessari stefnu, •sem Miss Agnes Lynch hótar Hastings hers- höfðingja með.” María horfði rólega á lögmanninn, engin svipbrigði isáust á rólega andlitinu hennar, ef hægt var að nota það orð um augu, sem voru eins björt og skínandi og hennar augu voru, en rödd hennar var kuldaleg er hún svaraði með ógnandi alvöru. “Það er ekki hótun Mr. Irwin. Honum verður stefnt.” Lögmaðurinn ygldist á svipinn. Það var þrái í röddinni, er hann svaraði og hann horfði illúðlega á hana. “Þér vitið sjálfsagt,” sagði hann að lokum, “ að þetta er blátt áfram að hræða fé út.” Konan breytti ekki hið minsta enn svip við þessa ákæru. Augu hennar horfðu á hann ró- leg og stöðug, og rödd hennar var kuldalega róleg er hún isvaraði. “Sé þetta fjárkúgun, Mr. Irwin, því farið þér þá ekki til lögreglunnar,” sagði hún með auðsjáanlegri fyrirlitningu. María sneri sér að stúlkunni, sem kom inn í þessum svifum og sagði: “Fanny, viltu biðja Miss Lynch að koma inn.” Þá leit hún aftur á lögmanninn og sagði fyrirlitlega: “Mér er alvara, Mr. Irwin. Því farið þér ekki með þetta til lögreglunnar?” Það var auðsjáanlegt á manninum, að hann svaraði af reiði mikilli. “Þér vitið það vel,” sagði hann gremjulega, “að Hastings hershöfð- ingi getur það ekki, virðing hans liði við það og staða hans í þjóðfélaginu.” “Og hvað það snertir,” svaraði María og rödd hennar var háðsleg, “þá er eg viss um að lögreglan þegir yfir því fyrir ykkur. í raun og veru, Mr. Irwin, þá held eg að best sé fyrir ykkur að kæra þetta fyrir lögreglunni en ekki fyrir mér. Þið fáið meiri meðaumkvun hja henni.” Lögmaðurinn stökk á fætur ákveðinn á svip. “Gott og vel,’ hrópaði hann byrstur. “Eg skal gera það!” María brosti broisi, sem hefði verið mjóg aðlaðandi í augum hvers annars manns, og hún ýtti til hans símaáhaldinu, sem stóð hj^ henni á borðinu. “3100 Spring,” sagði hún ögrandi. “Það- an getið þér kallað lögregluþjón á svipstundu.” Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og hrofði háðslega á hinn vandræðalega mann. Lögmaðurinn brann af reiði yfir því að geta ekki skotið þesisari ungu stúlku skelk í bringu. En hann var engan veginn af baki dottinn. “Engu að síður,” svaraði hann, “þá vitið þér það mjög vel að Hastings hershöfð- ingi hefir aldrei lofast til að giftast þessari ungu stúlku. Þér vitið-------” hann þagnaði þegar Aggie kom inn í herbergið. Nú var stúlkan hæversk svo að það sýndist alveg ótrúleg. Barnaleg, Ijóshærð og þekkileg, mjög barnsleg, með þessi áhyggjulausu augu himinblá og mjúklega bognar varir, rauðar eins og rósir og hinn bjarta, mjúka roða í vöpgun- um. Yfir henni hvíldi yndisleiki einfeldni og sakleysis er hún stansaði rétt fyrir innan huið- ina, og horfði þaðan á Maríu feimnislega og biðjandi. Það var rétt eins og litli, létti lík- aminn hennar ætlaði að hefja sig til flugs. “Vildir þú mér nokkuð, elskan?” spurði hún. Það var eitthvað hálf raunalegt í hinum mjúka hrynjanda raddarinnar, er hún gerði þéssarar spurningar. “Agnes,” svaraði María ástúðlega, “þetta er Mr. Irwin, sem hefir komið til að sjá þig við- víkjandi máli Hastings hershöfðingja.” “Ó ” hvíslaði stúlkan með skjálfandi rödd, er lögmaðurinn hneigði sig þurlega og lét fall- ast ofan í stólinn á ný; “ó, eg er svo hrædd!” sagði hún og flýtti sér að setjast á lítinn stól við skrifborðið við hlið Maríu. Hún hnípti í 'stólnum og tók um hendi Maríu eins og í þögulli bæn um vernd fyrir þeim ótta, sem grúfði yfir hennar saklausu sál. “Heimska!” sagði María í huggandi rómi. “Þú þarft ekki að hræðast neitt, kærabarnið mitt,” hún talaði eins og hún væri að hugga hrætt smábarn. “Þú mátt ekki vera hrædd Agnes. Mr. Irwin segir að Hastings hershöfð- ingi hafi aldrei lofast til að giftast þér. Þú skilur það auðvitað góða mín, að eins og á stendur, mátt þú ekkert segja nema það sem er satt, og að ef hann lofaðist aldrei til að giftast þér, þá hefir þú alls enga sök á hendur honum. Heyrðu nú Agnes, segðu mér: lofaðist Hastings hershöfðingi að giftast þér?” “ó, já — ó, já, visisulega!” sagði Agnes stamandi. “Og eg vildi óska að hann gerði það. Hann er svo yndislegur gamall maður!” Er hún mælti þannig slepti hún hendi Maríu og spenti greipar eins og hún væri frá sér numin. Hinn lögfræðislegi ráðanautur þessa ynd- islega gamalmennis, gretti sig af viðbjóði yfir þessari yfirlýsingu. Spurningin sem har.n lagði fyrir hana boðaði ekkert gott. “Var þetta loforð skriflegt?” “Nei,” sagði Aggie viðkvæmnislega, “en öll bréfin hans voru skrifuð skal eg segja yður. Hún leit upp í loftið í barnslegri hrifningu. “Þau voru svo blíðleg, og svo — hér skemtileg.” Einhvern veginn var áhersla á síðasta orðinu hreint ekkert sakleysisleg. “Já, já, það er eg viss um,” flýtti Irwm sér að samþykkja með auðsæilegri gremju. Hann hafði enga löngun til að ræða um þá hlið bréfanna, enda efaði hann þetta ekki, þar sem hann þekti hinn ástleitna hershöfðingja mjög vel. Þau voru sjálfsagt án nokkurs minsta efa skemtileg, hræðilega skemtileg. Það var játn- ing yngisisveinsins sjálfs, sem hafði ritað þau í heimsku sinni — hræðilega skemtileg fyrir alla lesendur blaðanna í landinu, því að hers- höfðinginn var í hárri stöðu. María tók nú fram í fyrir þeim með mjúk- leika, sem æsti lögmanninn enn meira til reiði. “En ertu nú alveg viss um það, Agnes?” spurði hún blíðlega, að Hastings hershöfðingi hafi lofast til að giftast þér. Hreinskilni fram- komu hennar var algerlega fullkomin. Og svarið sem Aggie gaf var alveg eins sannfærandi. “Hvað, eg skyldi sverja það.” Þessi blíðu augu svo átakanleg með hinum rjóða ljóma, litu fyrst á Maríu og síðan með trúnaðartrausti á lögmanninn. “Eins og þér sjáið Mr. Irwin, er hún reiðubúin að sverja það,” sagði María með áherslu. “Við höfum tapað,” sagði hann aumingja- lega og leit á Maríu, sem hann auðsæilega skoð- aði sem aðal andstæðing sinn í baráttunni fyrir skjólstæðing sínum. “Eg ætla að vera alger- lega hreinskilin við yður, Miss Turner, alveg hreinskilinn,” sagði hann með meiri einlægni, þótt hann setti upp mikinn eymdarsvip sem var of vel leikinn og konan, sem hann yrti á, veitti honum nákvæmar gætur er hann bætti við: “Við getum ekki staðist neitt hneyksli, svo að við ætlum að ganga að þeim kostum, sem þið setjið.” Hann þagnaði og beið með eftirvænt- ingu, en María sagði ekki neitt; hún hélt bara áfram að virða manninn gaumgæfilega fyrir sér. Lögmaðurinn hallaði sér því áfram með öllum merkjum hreinskilnislegs ákafa. Aggie hafði strax orðið uppveðruð af gráðugri eftir- væntingu og hrópaði svolítið upp yfir isig af gleði, en Irwin veitti henni enga eftirtekt. Hann var að draga upp úr vasa sínum seðla- veski mikið, og upp úr því dró hann þykkan búnka af seðlum, sem hann lagði á borðið fyrir framan Maríu, með dálitlum vandræðahlátri yfir því, að hafa orðið undir í viðureigninni. Er hann gerði þetta, rétti Aggie fram gráðuga hendina, en María greip hana og hélt henni fastri áður en hún komst upp á borðið, og þessi frekjulega hreyfing fór því framhjá eftir- tekt lögmannsins. “Við getum ekki barist við konur,” sagði hann með uppgerð og reyndi að gera sig ridd- aralegan. Svo ef þér viljið fá mér bréf Hast- ings hershöfðingja þá eru peningarnir ykkar hérna.” Lögmanninum til mestu undrunar fékk hann ekkert svar, og í rundrun sinni yfir því hnyklaði hann brýrnar. “Þér hafið bréfin?” spurði hann snögglega. Aggie tók bréfastranga út úr barmi sín- um. “Þau yfirgefa mig aldrei”, sagði hún með ástarblíðri þrá. Það var svoddan einstæðings- iskapur í rómnum vegna þess, að nú þyrfti hún að sjá af þessum ástkæru trygðapöntum. “Jæja, þau yfirgefa yður rrú,” sagði lög- maðurinn þurlega, en samt glaðlegar en áður, er hann sá málalokin framundan sér. Hann seildist skjótlega eftir bögglinum, sem Aggie rétti honum nógu fúslega, en það var María sem með skjótri hreyfingu greip böggulinn og hélt honum. “Ekki alveg strax Mr. Irwin, er eg hrædd um,” sagði hún rólega. Lögmaðurinn gat rétt með naumindum stilt sig um að láta ekki gremju sína í Ijósi. “En þarna bíða peningarnir handa ykkur,” sagði hann önuglega. María svaraði honum með mikilli gætni, en samt ákveðin, og skaut sendiboða hershöfð- ingjans skelk í bringu. “Eg held,” sagði María rólega, “að það væri réttara fyrir yður að sjá lögmanninn okk- ar, Mr. Harris, viðvíkjndi þessu máli. Við kon- urnar vitum ekkert um sératriðin í slíkum samningum.” “ó, það er engin þörf á að hafa þetta svona formlegt,” sagði Irwin ákafur og eftir því sem virtist með alvarlegri vinsemd. En María lét sig það engu skifta og mælti: “En hvað sem því líður, þá er eg viss um, að réttara væri fyrir yður að sjá Mr. Harrfo fyrst.” Hún var svo ákveðin í rómnum að lögmaðurinn sá að það var þýðingarlaust að halda þessu lengur fram. “Jæja þá,” sagði hann illhreysingslega, en með svip, sem átti að sýna að hann vissi þetta i alt saman best. “Eg hélt að þér munduð fallast á þetta, Mr. Irwin,” sagði María og brosti á vingjarn- legan hátt, sem samt gladdi ekkert hinn reiða mann. Er hann stóð upp sagði hún gletnislega. “Ef þér viljið taka peningana og fara með þá til Mr. Harris, þá mun Miss Lynch hitta yður þar klukkan fjögur í dag; og þegar stefna hennar fyrir þeirra heitrofsmál hefir verið löglega til lykta leidd, án þess að fara fyrir dómstólana, þá fáið þér bréfin yðar. Verið þér sælir, Mr. Irwin.” Lögmaðurinn heigði isig fljótlega fyrir i báðum stúlkunum í einu og gekk hröðum skref- um til dyranna. En María kallaði á hann áður en hann komst út og talaði með þessari órjúf- anlegu ró, sem reyndi svo á tugar hans, þótt röddin væri hljómfögur. En hún var líka dá- lítið nöpur: “ó, þér gleymduð að taka merktu peningana yðar með yður, Mr. Irwin,” sagði María. Lögmaðurinn snerist í hring og starði á stúlkuna með reglulegum sauðarsvip, sem isýndi hversu algerlega ráðalaus hann var. Án þess að mæla orð, starði hann stöðugt á hina þrótt- miklu fegurð hinnar grannvöxnu konu, er hann gekk til baka, tók peningana af borðinu og i stakk þeim í skjalaveskið. Þegar því var lokið, tók hann til máls og nú vottaði fyrir virðingu í málrómi hans og hæðnis bros' lék um þunnu varimar hans. “Unga kona,” sagði hann með áherslu, “þér hefðuð átt að vera lögmaður,” og er hann hafði lokið þessu lofsorði á hæfileika hennar, fór hann loksins leiðar sinnar, en María brosti sigri hrósandi og reyndi ekkert að leyna því, og Aggie sat gapandi af undrun, yfir því hvern- ig sakirnar isnerust skrítilega. Það var sú fremur grunnhygna persóna, sem rauf þögnina. “Þú hefir farið fjandi nærri því að valda mér æfilangrar sorgar,” hrópaði hún og stökk á fætur, “með því að láta alla þessa peninga ganga úr greipum okkar. Heyrðu, hvernið viss- ir þú að þeir voru merktir?” “Eg vissi það ekki,” sagði María blíðlega, “en eg gat býsna nærri því, var það ekki ? Sástu það ekki hve áfjáður hann var að láta okkur íá mörkuðu peningana, og fá bréfin í staðinn? Og þá hefðum við, mín grunnhyggna vinstúlka, verið teknar fastar fyrir fjárkúgun.” Sakleysislegu augun í Aggie urðu alveg kringlótt af forundrun, og sú undrun var engin uppgerð. “Hamingjan!” hrópaði hún. “Það hefði verið þokkalegt! Og nú ?” spurði hún hræðslu- lega. Svar Maríu firti hana öllum ótta. “Og nú,” svaraði hún ánægjuega, “fer hann í raun og veru til lögmannsins okkar. Þar borg- ar hann hina sömu merktu peninga. Þá fær hann bréfin, sem hann langar svo mikið til að fá. Og bara af því að þetta eru viðskifti milli tveggja lögmanna, og alt gert samkvæmt lög- legri siðfræði---” “Hvað er lögleg siðfræði?” ispurði Aggie áköf. “Það virðist óskiljanlegt!” og að svo mæltu hneig hún máttvana ofan í stólinn. María hló glaðlega eins og henni var óhætt að gera, eftir að hafa unnið annan eins sigur og hún hafði unnið.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.