Heimskringla - 12.06.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 12. JúNí 1940
SVO ERU LOG,
SEM HAFA TOG
Garson gekk hægt í áttina til hans að þess-
um eina stól, sem auður var við skrifborðsend-
ann. Hann sneri andlitinu að göngunum og
augu hans urðu ennþá daufari, er hann starði
á hinar ömurlegu hurðir fangaklefanna. Hann
iðaði í sætinu og svo leit hann á manninn, sem
sat í stólnum og virtist niðursokkinn í verk
sitt. Þá óx skelkur skjalafalsarans um allan
helming. Hann misti alla stjórn á sér. Hann
spratt á fætur og gekk fast að lögreglustjór-
anum. “Heyrið mér,’’ sagði hann með hásum
rómi, “mér þætti vænt um — vænt um að ná
í lögmann.”
“Hvað gengur nú að yður, Joe?” svaraði
lögreglustjórinn með sömu róseminni og án
þess að líta upp frá verki sínu, sem hann var
svo niðursokkinn í. Þér vitið að þér hafið ekki
verið tekinn fastur, verðið kannske aldrei tek-
inn fastur, en í hamingju bænum verið þér nú
rólegur og lofið mér að ljúka við bréfið að
tarna.”
Garson sneri mjög hægt og hikandi að
stól sínum og hneig ofan í hann eins og lémagna
og uppgefinn, sem var allólíkt hinu venjulega
hressilega yfirbragði hans. Aftur hvörfluðu
hin óttaslegnu augu hans að fangaklefunum,
sem stóðu þar í röð andspænis honum. Andlit
hans var gráfölt. Líkamlegur sjúkleiki var að
ná haldi á honum, er hugsun hans snerist
kring um ófarnað þann, er bráðum mundi ger-
ast og yfir honum vofði. Hann var 'of gáfaður
til þess að trúa því, að þessi nærgætnislega og
góðsamlega framkoma Burke væri ekki skýla,
sem hyldi ekki eitthvað ægilegt — skelfingu
dauðans, honum til handa, sem endurgjald fyrir
morðið sem hann hafði framið.
Skelfingin óx. Hann sá mann, það var
Cassidy sem kom eftir göngunum. Og með
honum var annar maður, sem hékk niður eins
og drusla. Klefadyrnar opnuðust upp á gátt,
fanginn gekk inn í klefann rétt fyrir framan
augun á honum, dyrnar luktust svo aftur með
holu hljóði og járnslagbrandamir skullu í för
sín með hávaða.
Garson sat í hnipri, yfirbugaður — því að
hann hafði þekt bráðina, sem klefinn hafði
svelgt rétt fyrir augunum á honum, það var
einn glæpafélagi hans — Dacey, Dacey, sem
nóttina áður hafði séð hann drepa Eddie
Griggs. Það var eitthvað óskaplega skugga-
legt fyrir vitund Garsons, að Dacey skyldi vera
þarna í klefanum.
“Heyrið þér lögreglustjóri, ef þér hafið
einhverjar sakir á hendur mér, þá — þá vildi
eg —.” Hinn háværi málrómur hans hjaðnaði
niður og varð að hvísli.
Burke hélt áfram að vera alvarlegur og
afskiftalaus, þrátt fyrir æsingu hins. Ennþá
flaug penni hans yfir pappírinn og hann lét ekki
svo lítið að líta upp, er hann svaraði með
stríðnislegri góðsemi.
“Nú, nú, hvað gengur að yður Joe? Eg
sagði yður að mig langaði til að spyrja yður
fáeinna spurninga og það er alt og sumt.”
Garson stökk á fætur ákveðinn, en hneig
brátt ofan í stólinn aftur og stundi við er lög-
reglustjórinn hélt áfram að tala:
Setjist þér nú niður, Joe og verið rólegur
eins og eg var að segja yður, og lofið mér að
ljúka við þetta bréf, það tekur mig ekki langa
stund að ljúka því.”
En eftir stundar bið þá þoldi Garson ekki
lengur við.
“Heyrið mér lögreglustjóri-----” tók hann
til máls.
En hann þagnaði brátt og munnur hans
var ennþá opinn til að mæla þau orð, sem köfn-
uðu niðri í honum af skelfingu. Aftur sá hann
leynlögregluþjóninn kom eftir göngunum og
eins og áður var í för með honum annar maður,
sem lötraði áfram. Garson hallaði sér áfram í
stólnum og otaði fram höfðinu til að sjá sem
greinilegast. Aftur eins og fyr opnuðust dyr
upp á gátt, fanginn rölti inn og hurðin laukst
aftur á hæla hans, en slagbrandarnir féllu
glamrandi í för sín.
Og ótti mannsins, sem þetta sá óx, því að
hann þekti fangann, það var Chicago Rauður,
annar félagi hans, og enn annar, sem hafði séð
hann drepa Griggs. Um stund, og Garson
fanst það heil eilífð ömurlegra þjáninga, sat
hann og starði á raðir fangaklefanna. Hætta
hans fór vaxandi, sífelt vaxandi og það var lífs-
hætta! Að síðustu sleikti hann skraufþurrar
varirnar og þegar hann tók til máls var rödd
hans hás og hjáróma.
“Heyrið mér lögreglustjóri, ef þér hafið
einhverjar sakir á hendur mér því-------”
“Hver segir að eg hafi nokkrar sakir á
hendur yður, Joe?” svaraði Burke innilega
stríðnislega. “Hvað gengur annars að yður í
dag Joe ? Það er eins og þér séuð allur á iði,”
og embættismaðurinn hélt áfram að skrifa.
“Nei, það gengur engin taugaveiklun að
mér,” hrópaði Garson og gerði feikna mikla til-
raun að ná valdi yfir sjálfum sér. “Því dettur
yður það í hug? En þetta er samt ekki staður,
sem maður mundi velja sem skemtistað, til að
dvelja á um fyrri hluta dagsins.” Hann þagn-
aði um stund og reyndi af öllum mætti að ná
stjórn á sjálfum sér, en tókst það hraparlega.
“Mætti eg spyrja yður einnar spurning-
ar?” spurði hann loksins, með nokkru styrkari
málrómi.
“Og hvað er það?” spurði Burke.
Garson ræskti sig með erfiðismunum og
rödd hans var eins og loðin.
“Eg ætlaði bara að segja------” tók hann
til máls. Þá þagnaði hann og var eins og í
vandræðum.
“Jæja, hvað ætluðuð þér að segja, Joe?”
spurði Burke í uppörfandi rómi.
“Eg ætlaði að segja — það er — jæja, ef
þetta er eitthvað viðvíkjandi Maríu Turner, að
þá veit eg ekkert um það!”
Það var hugsunin um að hún væri í hættu,
sem lét hann gleyma lífshættunni, sem hann
sjálfur var í. Þar sem hann áður hafði titrað
af ótta af tilhugsunum um aftöku klefann, sem
kannske biði hans, þá snerist nú öll hans á-
hyggja um öryggi konunnar, sem honum þótti
vænt um. Og sál hans var haldin sárum harmi;
því að honum skildist, að það var heimsku
hans sjálfs að kenna og óhlýðninni við skipanir
hennar, að Griggs var myrtur og alt sem af
þeim glæp kynni að leiða. Hvernig gat hann
bætt henni það? Hann gat þó alténd verið
hugrakkur, hennar vegna ef það var ekki sjálfs
hans vegna.
Burke hélt að nú væri sitt tækifæri komið.
“Hvað kom yður til að halda að eg vildi
spyrja um hana?” spurði hann.
“Ó, það get eg nú ekki útskýrt nákvæm-
lega,” svaraði Garson hirðuleysislega, og
reyndi að dylja ótta sinn. “Eins og þér
vitið þá heimsóttuð þér hana nýlega.”
“Eg þurfti að sjá hana, það er satt,” svar-
aði Burke og hélt áfram að skrifa og laut yfir
verk sitt. “En hún var ekki heima. Eg býst
við að hún hafi fylgt mínum ráðum og haft sig
úr borginni. Það er nú skynsöm stúlka.”
Garson tókst að setja upp hirðuleysissvip.
“Já,” svaraði hann. “Eg var að hugsa
um að fara vestur á bóginn sjálfur.” sagði
hann.
“Jæja, ætluðuð þér það ?” spurði Burke og
nú var nýr hreimur í rödd hans. Hann smeygði
hendinni ofan í vasann þar sem skambyssan var
geymd og tók utan um hana. Hann hvesti aug-
un grimdarlega á Garson og talaði hröðum orð-
um til hans á þessa leið:
“Hversvegna drapstu Eddie Griggs?”
“Eg drap hann ekki!” svaraði hinn nógu
fljótt, en það var máttlaust. Garson neyddist
á ný til að væta þurrar varirnar með tungunni
og kyngja svo að honum svelgdist á. “Eg skal
segja yður að eg drap hann ekki,” svaraði hann
nú kröftuglegar en fyr.
Burke setti upp illúðlegan vantrúarsvip.
“Þú drapst hann í gærkveldi með þessu!”
hrópaði hann illúðlega og í sömu andrá kom
byssan í Ijós og var henni miðað beint á Garson.
“Hversvegna?” æpti lögreglustjórinn. “Með-
gáktu það! Hversvegna?”
“Var eg ekki að segja yður það!” Garson
var nú að færast í aukana þegar hann stóð
þannig andspænis hættunni. Hann stökk á
fætur af miklum fimleika og snarleika, þaut
að skrifborðinu. Hann laut áfram ógnandi til
að horfast í augu við ákæranda sinn. Járn-
köldu augun hans ‘hvikuðu ekki ögn. Taugar
hans voru nú styrkar eins og stál þegar nauð-
synin krafðist þess.
“Þú gerðir það!” öskraði Burke. Hann
lagði allan sinn viljakraft í ákæruna, til þess að
brjóta á bak aftur mótþróa mannsins. “Þú
gerðir það, skal eg segja þér! Þú gerðir það!”
Garson hallaðist ennþá lengra áfram,
þangað til andlit hans var beint framundan
andliti lögreglustjórans. Það var engin móða á
augum hans nú, þau loguðu. Rödd hans var
þrungin mótmælum. Öll framkoma hans var
hugrökk, hetjuleg.
“Og eg segi yður að eg gerði það ekki!”
Mörg augnablik liðu, meðan hinir tveir
menn börðust hvor við annan með viljakrafti
sínum, og þeirri baráttu lauk svo að morð-
inginn sigarði.
Skyndilega lét Burke byssuna ofan í vasa
sinn og hallaði sér afturábak í stólnum. Hann
leit a^f manninum, sem stóð andspænis honum,
og samstundis leit Garson undan og rétti sig
upp. Flóðbryggja Ieyndrar gleði streymdi um
hann allan, er honum skildist að hann hefði
sigrað, en hinn ytri svipur hans hélst samt
óbreyttur.
“ó, jæja,” sagði Burke vingjarnlega, “eg
hélt nú í rauninni aldrei að þér hefðuð gert
þetta, en eg var samt ekki viss um það, svo eg
mátti til að gera þessa tilraun. Þér skiljið
það, Joe?”
“Vissulega,” svaraði Joe alveg eins vin-
gjarnlega og lögreglustjórinn.
í
Burke hélt áfram að vera jafn vingjarn-
legur er hann hélt áfram. “Eins og þér getið
séð, Joe, þá höfum við samt þá, sem gerðu
þetta, það megið þér reiða yður á.”
Garson sá við gildrunni.
“Ef þér þurfið mín ekki lengur við------”
tók hann til máls; og sneri sér að dyrunum.
“Nú, ef þér þurfið mín ekki lengur, þá ætla eg
að fara.”
“Hvað ætli yður liggi svo sem á, Joe?”
svaraði Burke á þann hátt að Garson stað-
næmdist strax. Hann studdi á bjölluna, eins
og umtalað var við Cassidy. “Hvar sáuð þér
Maríu Turner í gærkveldi?”
Við þessa spurningu kom allur ótti manns-
ins til baka og miklu meiri en fyr. Að hvaða
gagni kom honum það að sleppa, ef hún var í
hættu ?
“Eg veit ekkert hvar hún var,” svaraði
hann hikandi. Hann sá hve rangt þetta svar
hans var er það var talað, og reyndi að bæta
úr því eftir föngum. “Hvað, Jú, auðvitað geri
eg það,” bætti hann við eins og hann myndi
nú alt í einu eftir þessu. “Eg keyrði hana
heim nokkuð seint og þær sögðu að hún hefði
farið í rúmið. Höfuðverkur býst eg við. Já,
hún var heima auðvitað. Hún fór ekki út úr
húsinu alla nóttina. Þessi staðhæfing hans
var í sjálfu sér grunsamleg. En ákafinn að
verja hana blindaði vitsmuni hans.
Burke sat þögull og þungbúinn og gerði
engar athugasemdir við þessa lýgi.
“Vitið þér nokkuð um yngra Gilder?”
spurði hann. “Vitið þér hvar hann er nú?”
Hann stóð upp og gekk í kringum borðið og stóð
fast hjá Garson og hvesti á hann augun.
“Nei, ekki neitt!” svaraði hinn alvarlega.
En ótti hans óx hröðum skrefum, því að sam-
band þessara nafna var þýðingarmikið, hræði-
lega þýðingarmikið!
Inni hurðin opnaðist og María Turner kom
inn í skrifstofuna. Garso'n stöðvaði með naum-
indum neyðarópið, sem kom fram á varir hans.
þögn var í nokkur augnablik. Þá benti Burke
stúlkunni að koma inn í mitt herbergið. Er hún
hlýddi því, gekk hann sjálfur í áttina til dyr-
anna, og þegar þær opnuðust á ný og Dick
Gilder kom inn þá stemdi hann stigu fyrir því,
að hann þyti til konunnar sinnar, þegar hann
kom auga á hana, þar sem hún stóð og horfði á
hann með raunasvip.
Garson starði steinþegjandi á þreklega
manninn, sem hélt forlögum þeirra allra í hendi
sér. Hann opnaði varirnar eins og hann ætlaði
að taka til máls, en hætti við það. Hann taldi
það tryggara allra þeirra vegna, að hann þegði
nú. 0g <yft er það mjög auðvelt að segja einu
orði of margt, sem aldrei verður aftur tekið.
En á meðan þessi einkennilega örlaga-
þrungna þögn varði, kom Cassidy rösklega inn
í skrifstofuna. Með einhverskonar töframætti
skyldurækninnar hafði honum tekist að gera
hina stóru andlitsdrætti sína þrungna hrifn-
ingu.
“Heyrið þér lögreglustjóri,” sagði hann
og bar ört á, “þeir hafa meðgengið.”
Burke ‘horfði á meðhjálpara sinn með óþol-
andi sigurhróss svip.
“Svo þeir hafa meðgengið?” Hann rendi
augunum yfir Garson rétt sem snöggvast, og
síðan leit hann á Maríu og Dick Gilder. Hann
leit ekki á Cassidy er hann tók til máls. “Segja
þeir báðir sömu söguna?” Og þegar leynilög-
regluþjónninn hafði játað því, þá hélt hann á-
fram að tala með rómi, sem var þrunginn
sjálfsáliti; og nú horfðu augu hans hvast og
lævíslega á konuna.
“Þá hafði eg rétt fyrir mér eftir alt saman,
altaf stöðugt hafði eg rétt fyrir mér! Þetta
dugar!” Nú varð rödd hans alvarlega. “María
Turner eg tek þig fasta fyrir að myrða----”
En Garson tók fram í fyrir honum með því
að stökkva áfram. Andlit hans var eins og
steinrunnið. Hann tók fram í fyrir lögreglu-
stjóranum með heiftaræði og rödd hans hvæsti
út þessum orðum:
“Það er bölvuð lýgi! Eg gerði það!”
XXIV.—Sorg og sæla.
Joe Garson hafði hrópað játningu sína án
minstu umhugsunar. En árangurinn hefði orð-
ið hinn sami, þótt hann hefði haft mörg ár til
umhugsunar. Þegar um það var að velja hvort
þeirra ætti að verða bráð laganna, þá gat engin
umhugsun komið til mála Þarna á þessu augna-
bliki hirti hann ekkert um forlög sín. Fyrsta
nauðsynin var að bjarga henni, bjarga Maríu
frá vef laganna, sem var að vefjast kring um
hana. Um ókomna daga mundi draugalegur
óttinn ásækja hann en hann mundi aldrei iðrast
þess gjalds, sem hann galt til að bjarga henni.
Hann hefði kannske látið einhvem annan líða
í sinn stað, en ekki hana! Jafnvel þótt hann
hefði verið saklaus en hún sek um glæpinn, þá
hefði hann tekið byrðina á sínar herðar. Hann
hafði bjargað henni frá druknun, hann ætlaði
að bjarga henni eins Iengi og hann gæti og
hann hefði máttinn til. Því vegna hinnar
fölskvalausu ástar er hann bar til stúlkunnar,
fanst honum engin fórn of stór. Joe Garson
var ekki góður maður á þann hátt, sem heim-
urinn metur góða menn. Þvert á móti, hann
var áreðianlega vondur maður, hættulegur
mannfélaginu, sem hann rændi þegar honum
var unt. En hinar góðu hliðar hans, þótt fáar
væru, voru ósviknar og áttu sér djúpar rætur
í eðli hans. Hann hataði svik. Hið eina afbrot
hans á þeim svikum var, þótt einkennilegt
væri, gegn Maríu sjálfri, er hann réðist í inn-
brotið, sem hún hafði bannað. En þegar þetta
var skoðað nánar, þá höfðu þessi svik hans
verið gerð til að flytja henni auð og fullsælu.
Það var viðbjóður hans á svikum í trygðum,
sem hafði komið honum til að drepa njósnar-
ann, en það hafði hann gert í óstjórnlegri reiði.
Hann hefði kannske stilt sig þá, nema vegna
reiðinnar, sem blindaði hann til að fremja
glæpinn. En þótt hann hefði ekki drepið hann
mundi hatur hans á manninum ekki hafa mink-
að neitt fyrir það. Og hin góða hliðin á Joe
Garson var hinni fyrir til stuðnings. Það var
trygð hans við vini sína, trygð sem lét hann
gleyma sjálfum sér algerlega fyrir þann sem
hann elskaði. Eina konan, sem hann hafði
nokkru sinni elskað var María, og hennar
vegna var ekki of mikið að láta lífið.
Þetta gerðist svo skjótlega að María átt-
aði sig ekki á að taka til máls. Hún var stirðn-
uð upp af skelfingu. Að síðustu tók hún til
máls og mælti með óttasleginni bænarrödd:
“Nei, Joe, nei, segðu ekki neitt!”
Burke, sem þóttist hafa komið ár sinni vel
fyrir borð fór fljótt í sæti sitt og horfði þaðan
á fólkið, sem alt var í uppnámi með einskonar
hærðilegri ánægju.
“Joe hefir meðgengið,” sagði hann íbygg-
inn.
En þótt María væri flumósa yfir því að
Garson játaði á sig sökina, þá hafði hún nægi-
lega mikla sjálfstjórn til að standa 4 móti af
ölluafli.
“Hann gerði það til að vernda mig,” sagði
hún alvarlega.
Lögreglustjórinn lét þetta eins log vind um
eyrun þjóta. Er dyravörðurinn opnaði dyrnar
sem svar við hringingu hans, þá sagði hann
honum að senda sér hraðritarann tafarlaust.
“Við skulum fá játninguna svart á hvítu,”
sagði hann og horfði ánægjulega á þrenninguna
fyrir framan sig.
“Hann ætlar ekki að játa neitt á sig,”
svaraði María reið.
En Burke lét það ekkert á sig fá. Hann
leit ekki við 'henni, en talaði hina ákveðnu for-
múlu til Garsons til að vara hann við samkvæmt
lögunum:
“Þú ert hér með varaður við, að hvað sem
þú segir kann að verða notað á móti þér.” En
þegar hraðritarinn kom hélt hann áfram með
miklum áhuga. “Jæja þá, Joe!”
“Segðu ekkert, Joe! Segðu ekki orð fyr en
við fáum lögmann handa þér!”
Maðurinn leit í hin biðjandi augu hennar
án þess að láta sér bregða og hristi höfuðið
neitandi.
“Þetta er ekki til neins stúlka mín,” sagði
Burke hörkulega. Eg sagði þér að eg mundi
ná ykkur. Eg ætla mér að kæra þig og Garson
og allan hópinn fyrir morð, já, 'hvert eitt og
einasta ykkar. . . Og þér Gilder,” bætti hann
við og hvesti á hann augun, “farið í gæsluvarð-
hald sem aðal vitnið.” Hann sneri sér aftur að
Garson og mælti með bjóðandi rómi: “Byrjaðu
nú, Joe!”
“Ef eg segi alt eins og er,” sagði Garson og
gekk að borðinu, “sleppa þau þá, hún og hann,
og hann bandaði höfðinu í áttina til Dick Gild-
ers.
“Æ, Joe,” gerðu þetta ekki,” sagði María
og grét sárt. “Við skulum eyða hverjum dal,
sem til er til að bjarga þér!”
“Nú þetta er ekki til neins,” sagði Burke
í umvöndunar rómi. “Þú ert bara að eyða tím-
anum. Hann sagðist hafa gert það, og þá er
ekkert meir um það að segja. Þegar við erum
vissir um að hann er sá seki, hefir hann ekkert
tækifæri framar.”
“En hvað er um hitt atriðið?” spurði Gar-
son grimdarlega. “Sleppa þau ef eg meðgeng?”
“Við skulum fá bestu lögfræðinga lands-
ins,” sagði María í örvæntingu sinni. Við skul-
um bjarga þér, Joe, við skulum bjarga þér.”
Garson horfði á hina sorgmæddu stúlku
með raunasvip. En rödd hans bar engan vott
um að hann ætlaði að láta undan, þótt hún væri
mjög raunaleg.
“Nei, þið getið ekki hjálpað mér,” sagði
hann blátt áfram. “Stund mín er komin,
María. . . . Og eg get forðað þér frá heilmiklum
vandræðum.”
“Þar hefir hann alveg rétt fyrir sér,”
svaraði Burke. “Við höfum hann alveg í hendi
okkar og til hvers væri þá að draga ykkur
bæði tvö inn í þetta?”
“Þau sleppa þá fyrir ful tog alt?” spurði
Garson ákafur. Þau verða ekki einu sinni köll-
uð sem vitni?”
Burke hneigði sig því til samþykkis.
“Því skal eg heita þér,” svaraði hann.
“Þá geri eg minn skerf!” hrópaði Garson
og horfði spyrjandi á hraðritarann.