Heimskringla - 25.09.1940, Síða 2

Heimskringla - 25.09.1940, Síða 2
2. Síí)A HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 25. SEPT. 1940 ENDURMINNINGAR um ferðalag til Los Angeles fyrir tveim árum. (Fluttar á Heklufundi) Eftir S. Eydal Við, eg og móðir mín, lögðum af stað frá Winnipeg 19. júlí 1938, kl. 8.30 að morgni. Hvert saeti í bílnum, en þau voru um 40, var tekið. Farþegar virtust vera sitt af hverju landshorríi. Var þar nokkurt taekifæri að kynnast staðháttum og venjum af fjarlægum slóðum. Fyrsti áfangi okkar var í Noyes, Minn., þar sem tollþjón- ar Samuels frænda virða fyrir sér hverja manneskju eigi síður en ferðafönkurnar og þeir sem hreinsunareldin geta ekki vaðið, fá ei að fara inn í fyrirheitna landið. En alt gekk að óskum í þetta sinn. Næst var áð í Grand Forks, N. D.; þar hafði maður miðdagsverð, því þó útsýnið sé fagurt, lifir enginn á því einu. Til Fargo var komið kl. 4.30 e. h.; var þá skift um bíl; því næst haldið áfram til Minneapolis; landið slétt og frjósamt á báðar hendur, útlit mjög gott. Kom- um til Minneapolis kl. 11 e. h. Það sem mjög bar á er komið var suður yfir landamærin voru bjórauglýsingar. Hver gasolíu- stöð hafði auglýsingu eitthvaðjí Salt Lake City til að sjá mig Celebration“ Allur bærinn prýddur flöggum og ljósum. Nú tók landið að verða hæðóttara þarna yfir suðurhluta Wyom- ing, og er við komumst upp á hæsta tindinn, vorum við 8,835 fet yfir sjávarmál; er þarna mjög strjálbygt og gróðurlítið land, sandsteinar virtust vera mest á- berandi í hæðunum, en með mjög fögrum litbrigðum. Einnig virt- ust vera bæði ýmsar námur og olíubrunnar. Þarna var gaman að láta ímyndunaraflið leika lausum hala, því að klettar virt- ust taka á sig ýmsar myndir, svo sem víggirta kastala, og fólk og dýramyndir; gátu þarna hafa dagað uppi tröll og forynjur. Á einum stað sýndist vera kona með barn í fanginu, að horfa móti sólaruppkomu. Til Salt Lake City komum við 12.30 e. m. Vorum við svo heppnar að fá seinasta herbergið í Temple Square gistihúsinu. Þar var einnig mikið um dýrð- ir í sambandi við “Pioneer Cele- bration” eins og víðar um þess- ar mundir í suðurríkjunum. Um morguninn er við vöknuð- um og drógum upp gulggablæj- una, þá blasti við okkur hin fræga og undursamlega Mor- móna kirkja. Er hún það feg- ursta listasmíði er eg hefi séð, einnig garðurinn í kring. Eg hefði viljað geta stansað lengur kl. 6.30 að morgni þess 23. júlí, og var frændfólk okkar, Skúli G. Barneson og fjölskylda hans á stöðinni að taka á móti okkur. Tóku þau okkur heim til sín þar sem maður var eins og heima sjá sér; alt gert til að láta manni líða sem best og skemta sér sem mest. Er Los Angeles stórgerður bær og stendur á landi þar sem inn 1930. Og 1931 var hann settur upp í þessari grafhvelf- ingu. Er glugginn mynd af kveldmáltíðinni, og er myndin í fullkominni líkamsstærð; er verkið sérstaklega fallegt og vel af hendi leyst. Er það á við hátíðlega guðsþjónustu að sjá þetta listaverk og heyra fyrir- lesturinn er fylgir því. Það eina er lýsir þessa mynd, er dagsljós- þessu líka: “Gas for your car— Beer on tap”, þ. e. gasolía fyrir bílinn en bjór fyrir sjálfan þig. Þessa nótt hvíldum við í Minneapolis. Lögðum á stað til Sioux City kl. 8 næsta morgun, vestur yfir dali og hóla, framhjá bændabýlum og skóglendi og smábæjum. Var þetta undur- fagurt og frjósamt land. Af hól- unum var sem maður sæi undur- fögur aukin teppi úr marglitu taui. í Sioux City, sem er mynd- arlegur bær, biðum við í 154 tíma þar til að við fengum flutninga- bíl til Omaha, er átti að flytja mann til Salt Lake City. Við ferðuðumst alla þessa nótt og um morguninn vorum við komn- ar í Iowa ríki. Frekar var þar tilbreytingarlítið. Þessi Bus er við tókum í Omaha voru sérstak- lega kæld með köldum loft- straum, er dælt var inn á hverj- um 15 mínútum, og var aldrei opnaður gluggi. Kl. 10 vorum við komnar til Cheyenne, Wyoming; þar sáum við fyrstu real Cowboys. Var mikið um dýrðir, því það stóð yfir um þessar mundir það sem kallað var “Covered Wagon um, því þar þótti mér fallegt, fjöllin í fjarska og bærinn smekklegur og fagur. Var þetta land eina tíð að mestu eyðimörk, en nú ræktað með áveitu; er það vottur þess hvað hægt er að gera með samtökum. Landslagið suður frá Salt Lake City er mjög einkennilegt, gróð- urlítið, nema ræktuðu blettirnir, og litbreytingin í fjöllunum mjög fögur, alt frá gulrauðu í purpura lit. Var mikið um kop- ar með þessum skrautlegu lit- brigðum, einnig furðulegum trjám. Gat maður ímyndað sér þar vera álfa bústaði. Um kl. 10.30 að kveldi komum við til Los Vegas. Sú eyðimerk- ur borg er þekt frá fyrstu tíð er þetta landflæmi fór að byggjast. Var ætíð mikið um sukk og svall þar og svo virðist enn. Þegar við komum þar var hitinn yfir 90 stig, og var manni ekki kalt á þessum tíma kvelds, en öll mat- söluhús og veitingarstaðir eru loftkæld, og voru því sterkt að- dráttarafl í hitanum, enda var það notað. Við biðum þar í klukkutíma. skiftast á hæðir og dalir, með og þegar fer að skyggja, þá fjöllum í baksýn. Þvermál borg- smá deyfast og hverfa andlitin arinnar kvað vera um 40 mílur, ! af myndinni, þar til að alt er og svo eru smáborgir áfastar, svo horfið nema mynd frelsarans. sem Hollywood, Beverley Hills, Hún sést hvað dimt sem verður Glendale og Pasadena. Eitt af og er sem á verði standi yfir því er við fyrst sáum í Los þeim látnu ástvinum, er hvíla á Angeles var hinn einkennilega þessum fagra stað. Tveir ís- fagri grafreitur (Forest Lawn). lendingar, sem eg gat séð nöfn á, Má kalla hann reglulegan “garð hvíla þar. Það er Þ. Oddson og guðanna”. Eru þar samankomin Mrs. Jón Sigurðsson.. hin fegurstu listaverk úr Ev-, Ánnar “stained glass” gluggi rópu. í þessum garði eru tvær var það sem kallaður var bæna- kirkjur, er notaður eru aðeins glugginn. Sýrídi hann smábörn fyrir skírnir, giftingar og út- vera að hverfa irín á draumaland- farir. Önnur kirkjan heitir “The ið, sum voru broshýr, önnur grát- Little Church of the Flowers,” andi og enn önnur geyspandi, og er hún eftirstæling af enskri en einhver ró hvíldi yfir öllu sveitakirkju, þar sem skáldið þarna. Grey orti hið fræga kvæði sitt, j>ag er sv0 óteljandi margt The Elegy. Er hún látlaus en sem maður sá, að illmögulegt er fögur og inn í kirkjunni með- ag greina alt í sundur, svo sem fram gluggunum vaxa hin feg- listasöfn og sýningar. í stjörnu- urstu blóm, og syngja þar sí- turninn komum við og var hann glaðir fuglar. Hin kirkjan er Upp á hárri hæð í Beverley kölluð “Wee Kirk of the Hea- Hills; var þar ákjósanlegt út- ther”. Er hún bygð í eftirlík- sýni yfir borgina. Næst fórum ingu kirkju þeirrar er Annie vig á “Concert” í Hollywood Laurie gekk í á Skotlandi. Og bow1. Það er samkomustaður á gluggum kirkjunnar eru mynd- undir beru lofti, umkringdur á ir af hinni raunalegu ástasögu ailar hliðar af skógivöxnum hennar og Douglas. Einnig er hæðum; sætaraðirnar eru upp þar lítið herbergi er hefir til hlíðarnar og geta yfir 23,000 sýnis ýmsa menjagripi um Annie manns notið þeirrar skemtunar Laurie. Er inn í þessa litlu sem fram fer. Eina þakið er kirkju kemur, fyllist maður ó- stjörnuprýddur himininn og sjálfrátt lotningu. Er mikið bjart tunglsljós, jafnframt Cali- blómskrúð þar inni, og út um forníu veðurblíðunni, er eitt með Gluggann til vinstri, er inn 0gru gerir þetta kveld ógleym- kemur, sést út í sérstakan bæna- anlegt. garð. Þar stendur líkneski af Mikið ;r um falleg mynda_ Kristi gert af Thorvaldsen. Er sýningahús j Hollywood, eins og tæplega hægt að lýsa með orð- bfiast má við> en það markverð_ um fegurð og friðsæld þessa agta er Graumans Chinese Thea- staðar. Fyrir framan dyrnar á tre gr hyggingin { kínverskum kirkjunni er lítið gerði um- stil> mj0g asjáleg bæði utan og kringt trjám og blómum. Og innan> en það sem er mest aher_ þar stendur óskastóll (Wishing andi er það> að , steinsteyptu Chair), er á að færa hammgju gangstéttina eru spor og fingra_ þeim brúðhjónum er í hann setj- föf allra frægustu stjarnanna á ast, og hafa upp orð þau er graf- syiði kvikmyndanna. in eru á steininn fyrir framan j sætið. Einnig er stór grafhvelf- Stórfeldar eru byggingarnar þar sem myndirnar eru gerðar, ingí garðinum. Er storsalura ^ ^ og ^ efsta gol ínu og þar a einm í kastaiar> en enginn fékk að koma inni er gluggi, er samanstendur þaf inn fyrir> hvernig sem reynt úr lituðu glasi, er búinn var til var. af ungri stúlku á ítalíu. Þurfti j Sunnudagin 31. júlí lögðum sex ár að búa hann til. Byrjað við með frændfólki okkar Mr. Til Los Angeles komum við | var á glugganum 1924 og var bú- °% Mrs. S. G. Bjarnason og fjöl- skyldu þeirra, af stað suður með Áskorun til Canadamanna Þeð mesta sem við getum gefið, jafnast aldrei á við gjöf þeirra til okkar NEYÐARKALL um $5,000,000 Menn vorir gefa alt . . . heimili, fjölskyldu, vini, at- vinnu. Þeir ganga hugrakkir fram móti erfiðleikunum, einstæðingsskap og hættu, þeir hætta lífi sínu í þarfir stórs málefnis. Það er þitt málefni, sem þeir berjast fyrir. Þú ert ekki beðin að fórna þínu eigin lífi, en að hjálpa til að frelsa líf. CANADIAN RED CR0SS Gefið alt sem ™ unt er-—NU! ströndinni; fyrsti áfangastaður- inn var Long Beach, og á leið- inni þangað keyrðum við gegn- um olíuhverfið; voru olíubrunn- arnir eins þéttir eins og skógur væri. En ekki var loftið mjög gott í þessu umhverfi og urðum við fegin að komast niður að sjónum. Við keyrðum í kring um “Regnboga bryggjuna” svo- kölluðu; er hún sem regnbogi j í laginu og svo prýdd marglitum ljósum að kveldinu. Þar heim- sóttum við Mr. og Mrs. Sumliða Sveinsson er tóku okkur mjög vel. Svo héldum við áfram suð- ur og þegar við komum til La Jolla, sáum við sjávar- j hella, en ekki komst eg inn, því að sjórinn flæddi inn í ! mynnin. Til Pacific Beach komum við j um kl. 5, þar tjölduðum við og j héldum til í 2 nætur. Mánu- daginn 1. ágúst, lögðum við á stað til San Diego, og er þar kom, datt okkur í hug, að við mættum eins vel fara alla leið til Tia Juana í Mexico og er þangað kom var nú ekki mikið um að vera í þessum marg um talaða stað; er hann nú mikið úr móð síðan að vínflóðinu var veitt yfir Bandaríkin á ný. Eg gekk í gegn um það sem kallað var “the longest bar in the world”, en ekki var þar margt um manninn. Voru þar speglar er sýndu mann í ýmsum mynd- 000,000 hefir verið varið af þessu félagi á síðastliðnum fimm árum aðeins, til að bæta útgerð og áhöld, og sem réttlætir þá yifrlýsingu vora að _ “Winnipeg Electric þjónusta sé bezt,? WINNIPEGELECTRIC C O M P A N Y um. Einnig keyrðum við til Caliente, en ekki komustum við heim að þeim skemtistað, því það var verkfall þar á ferðinni. Sáum við mikið af mexikönskum hermönnum er voru bæði ljótir og lubbalegir. Til baka til San Diego komum við um 12 leytið, höfðum máltíð þar; fórum við svo að sjá okkur um í þeirri in- dælu borg. Er mikið, um fagra listi- og dýragarða þar. Einnig fögur heimili og búðir. Sunnudaginn 7. ágúst fórum við til Redondo Beach, sem er mjög fallegur skemtistaður. — Voru landarnir að hafa picnic þar; var mjög gaman að kynnast þar löndunum. Þar sáum við þau Mr. og Mrs. Pétur Fjelsted, er voru um eitt skeið meðlimir Skuldar og var mjög ánægjulegt að eyða þar deginum. Þann 10. ágúst lögðum við á stað heim á leið, komum við fyrst til Santa Monica sem er sjávarbær skamt frá Los Angel- es, fallegur bær, hefir mikið af aðdfáttarfli af skemtana tæi. Er þar undur fallegt Park sem er í kínverksum stíl. Svo var haldið norður með ströndinni; þar er mjög fagurt landslag. Næst var áð í Malibu Beach, sem er mjög fallegur smábær; er hann aðallega fræg- ur fyrir það, að þar hefir kvik- myndafólk sumarbústaði sína, og er eg var að drekka Coca-Cola þar við borð, varð mér litið upp og var þá við borð hinumegin í salnum Robert Young, leikarinn frægi, á samt öðrum; var mér svo starsýnt á hann að eg hér um bil gleymdi Coca-Cola drykkn- um. En ekki dugði að slóra því vagninn beið ekki. Til Santa Barbara komum við um miðvikudagsleitið. Kvað hún vera með auðugustu bæjum þar. Var þar mikið um dýrðir, því næsta dag átti að byrja hið árlega Fiesta er hinir spönsku búendur þar og í nágrenninu halda. Voru margir, bæði menn og konur þar, í hinum gamla spanska þjóðbúningi, sem er mjög glæsilegur. Um kvöldið komum við til San Francisco, gistum þar um nótt- ina, en höfðum ekki aðra við- stöðu. Næsti morgun rann upp skír og bjartur og fengum við fagurt útsýni yfir fjörðinn, er við ókum yfir hina nýju stór- feldu Golden Gate brú. Við héldum áfram norður með ströndinni, mestmegnis meðfram sjónum og um nónbilið komum við til Redwoods Park. Er það mjög hátt yfir sjávarmál. Er það þar, sem talið er að séu hæstu tré í h'eiminum. Eru þau rauðviður mest. Þessi staður er mjög hátíðíegur. Þarna er sælu- hús (cabins) sem að ferðafólk getur leigt. Eitt sem var mjög einkeninlegt, var að stór trébol- ur var holaður innan og með glugga á þakinu og í hurðinni. Þarna inni var mjög lagleg stofa, ekki mjög stór, en vægast sagt, dálítið einkennileg. Þessa nótt héldum við áfram, var mjög svo fagurt útsýni, f jöll- in og skógi vaxnar hæðir á aðra hönd og hafið á hina, fögur sum- arnótt með stjörnubirtu og mána skini. Rétt um sólaruppkomu, stans- aði bíllinn til þess að lofa fólk- inu að sjá hellana þar sem að “Sea Lions” héldu til, og í þetta mund voru þessar skepnur á klettunum að baða sig í fyrstu geislum morgunsólarinnar. Um miðjan dag vorum við komin til Portland, Ore., en höfðum mjög stutta viðdvöl; virtist Portland mjög fögur borg að því er við gátum séð á okkar hröðu ferð. Til Seattle náðum við um kveldið, gistum þar um nótitina, og héldum áfram til Vancouver næsta dag. Var þá dimt í lofti, svo að ekki var neitt útsýni til fjall- anna. Um kl. 4 á laugardaginn komum við til Vancouver. Hafði ringt dálítið, nóg til að þvo ryk af grasi og trjám. Er Vancouv- er mjög fögur borg. Myndar eins og skeifu í kring um Barrett fjöðinn, og skiftir Fraser áin bænum í tvent. Á sunnudaginn fórum við á mótórbát með Thor- sons hjónunum um 30 mílur inn fjörðinn, og er ströndin öll í bugðum og fanst manni að maður væri að komast inn í enda fjarð- arins, er það aðeins var bugða á ströndinni. f fjarðarbotni er Indian River, og er þar bryggja og sumarhótel, er kallast Wig- wam, þarna eru sett borð og önnur þægindi fyrir fólk. Und- ur fagur útiskemtistaður, mosi og ferns uxu þarna stall af stalli, og mynduðu risavaxinn stiga upp hlíðina. Næsta dag tókum við Sight Seeing Bus til Stanley Park, og í kring um Shaughnessy Heights. Er Stanley Park mjög svo falleg- ur listigarður, um 5 mílur um- máls. Eitt af undrum þeim er þar er að sjá, er tré, sem er 300 ára gamalt, 65 fet í ummál við rótina; sló eldingu í þetta tré fyrir 30 árum og holaði það inn- an, og samt stendur það eins og ekkert hafi í skorist. Einnig hafði annað stórt furutré fallið um koll, en upp úr bolnum eru tvö smá furutré að vaxa. Sýnir þetta eitt með öðru, hvað náttúr- an er örlát á gjafir sínar. Þetta kvöld fórum við að hlusta á alþingism. Jónas Jónsson, höfðum mikla skemtun af því, og jafnframt tækifæri um að hitta marga gamla kunningja, er nú eru búsettir þar vestra. Þriðjudaginn 16. ágúst lögðum við til Seattle, komum þangað að kveldi. Það sama kvöld höfð- um við tal af stúkubróður okkar, Ólafi Bjarnasyni; var mjög gam- an að tala við hann. Er hann bæði hress og glaður í anda, lét vel af sér og sínum. Þann tíma sem við vorum í Seattle vorum við mest í heimsókn hjá vinum og kunningjum. Seattle er stór og mikil borg en þar sem mest af tíma var dimt yfir, nutum við ekki útsýnisins þar. Laugardaginn 20. ágúst, lögð- um við upp heim á leið. Var margt fallegt og einkennilegt útsýni á þeirri leið, en mikið af brautinni virtist liggja í gegn um óbygt land, gróðurlítið, því mest sýndist ræktað með áveit- um. Við vorum svo óheppnar að fara að nóttu til í gegn um The Bad Lands of North Dakota, en þar kvað vera mjög sérstætt út- sýni og tilbreytanlegir litir í leirnum er mynda gil og hóla þar. Heim til Winnipeg komum við mánudagskveldið 23. ágúst,

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.