Heimskringla - 25.09.1940, Page 3

Heimskringla - 25.09.1940, Page 3
WINNIPEG, 25. SEPT. 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA og þó manni fyndist bærinn smár í samanburði við margt er maður sá, þá var undur gott að vera komin heim. ABRAHAM LINCOLN Eftir Náttfara Framh. Lincoln var ungur og fann vaxtarþrá vorlífsins í sjálfum sér. Hann þráði alt það, sem jurtir landsins, fuglar himinsins og dýr merkurinnar girntust ó- sjálfrátt. Hann þráði þá upp- ynging er fæst með afkvæminu. Hann þráði heimilið er hlotnast með samstarfi manns og meyjar, hann þráði þá ást er lífgar mann og leiðbeinir til fyllra og full- komnara lífs. Þessvegna vildi hann gjarnan gifta sig. Hér voru þó nokkrar hömlur á. — Hjartað hvíldi ennþá að hálfu í gröfinni hjá Önnu Rutledge, suður í Salem. Hann hafði ekki heilt að bjóða og samvizku spursmál að leita eiginorðs við óspiltar meyjar meðan hann gat aðeins goldið fyrir heilt með hálfu. Þar að auki var hann að eðlisfari uppburðarlaus við kvenfólkið, þótt hann hálf girnt- ist það vegna lögmálsins í limum mannanna, svo sem Sánkti Páll segir í sjálfri ritingunni: “Eg veit nú reyndar að blessað kven- fólkið gerir mér ekki grand en get þó ekki annað en óttast það.” segir Lincoln í einum stað. Eitt sinn var hann í samkvæmi með öðrum mönnum en félagarnir viku frá, og skildu Abraham eft- ir hjá dömunum. Einn af veizlu- gestunum hafði orð á því hversu kindarlegur að Lincoln hefði verið, þegar þeir hittu hann aft- ur. Hann vissi aldrei hvað hann átti að segja í kvennasolli, af því honum hafði aldrei lærst að eyða tíma sínum við innihaldslausar gjálfursræður. “Eg get aldrei talað nema þegar eg hefi eitt- hvað að segja sem mig langar til að segja,” sagði hann, og það var satt. Hann lærði að dansa, en dansmeyjunum þótti hann helst til gleyminn á herramannslegar smáskyldur. Samt þótti sumum það ofurlítill uppslagur að sjást í fylgd með hinum efnilega og umtalaða lögmanni, en honum fórst fremur klaufalega að upp- ljúka öllum leynihurðum að kvenlegum hjörtum. Hann lagði um tíma lag sitt við ungfrú Söru Richards. Hann bauð henni oft á dansa og var jafnvel farin að tala utan að því, að úr því hann héti Abraham en hún Sara, væri það vel við eigandi fyrir þau að verða hjón. Hennx sýndist nú annað og vísaði honum á bug. “í raun og veru félí mér mjög vel við hann, en hann var svo dauðans álappalegur auminginn, og skorti svo tilfinnanlega allan eiginlegan riddaraskap. Hann gekk hér um bil aldrei r'éttu megin á gangstéttinni, gleymdi oft að opna hurðir fýrir fylgi- konu sinni og vísa henni til sætis á viðeigandi hátt. Hann kom mér tíðum til að roðna — en samt sem áður þótti mér ofur- lítið vænt um hann. Eg var hálf hrædd um að sú tilfinning myndi ná valdi hjá mér, svo eg varð að losna við hann í tíma.” Þannig mælti ungfrú Richards, og kendi þó talsverðrar við- kvæmni í orðunum. Næsta æfintýri var og grát- hlægilegt, því hann álpaðist til að lofast fyrir annara milligöngu Mary Owens var allsnotur kven- maður en af mesta blómaskeiði æfinnar en samt ógift. Systir átti hún í Springfield og var Lincoln vinur hennar og þeirra hjónanna. Nú tók þessi frú að útmála það fyrir Lincoln að ó- tækt væri fyrir hann að vera ókvæntur og heimilislaus öllu lengur. Lincoln hafði ekki á móti því, en kvaðst lítillar kven- hylli njóta og mundi til lítils koma fyrir sig að bregða sér í biðils buxur. “Jú, þetta kynni nú að lagast”, hélt frúin. Sjálf kvaðst hún eiga systir mjög á- gæta og fyrir hennar atbeina yrði þessi heiðurs mær ef til vill tilleiðanleg. En málvina Abra- hams kvaðst ekkert geta í þessu máli nema Abraham lofaði því statt og stöðugt að giftast Mary yrði hún unnin til þessa ráða- hags. Lincoln hafði séð hina fyrirhuguðu, í svip, sem gest á heimili systur sinnar en mundi hana óglögt; vissi samt að hún var ekki ófélegur kvenmaður. Hann sló svo til og lofaðist til að giftast henni, væri hún sjálf þess fýsandi. Ekki var Mary Owen svo ginkeypt fyrir þessari uppástungu en lofaðist samt til að heimsækja systir sína og sjá biðilinn. Þótt gjaforðið væri að sumu leiti girnilegt, þar sem Lincoln þótti líklegur til frama, gast ,Mary ekki alskostar að Abraham. Henni fanst hann luralega, slánalega leiðinlega vaxinn, helst til hirðulaus um klæðaburð og altof ónærgætinn og óstimamjúkur í umgengni. Heldur bar minna á þessum göll- um við nánari kynni. Samt gat henni ekki annað en gramist við hann öðru hvoru. Eitt sinn voru þau með öðru fólki, á útreiðar- túr og þurftu að komast yfir vatnsfall nokkurt, á leiðinni. Nú þótti riddurunum bera vel í veiði, að sýna dömunum kurteisi. Þeir riðu við hliðina á sínum sætum yfir elfuna — allir nema Abraham, er lét Mary eina. Hún reiddist sem von var þótt hér væri ekki um hættu að ræða, en hann hafði sýnt henni minni virðingu en allir hinir, sínum meðreiðar meyjum. Hún geyp- aði mjög um þetta sinnuleysi, og vítti Lincoln fyrir vanræksl- una. “Ójá”, sagði Abraham, “það var nú kannske nauðsyn- legt að líta eftir þessum vesal- ingum en eg be,r meira traust til þín en þeir til sinna.” Heldur sefaðist ungfrúin við þetta skjall. Systir Mary Owens tók nú að minna Lincoln á loforð sitt og eggjaði hann ákaft að flytja bón- orð sitt. Honum var samt um og ó en þóttist þó tilneyddur vegna heitorða sinna. Mary var nú horfin heim til sín en Lin- coln ritar henni bréf, sem dæma- laust má sjálfsagt kallast í sinni röð. Það átti víst að heita bið- ilsbréf en var undarlega stílað. Hann kvaðst nenfilega reiðubú- inn að giftast henni væri það hennar vilji, en taldi þó mörg tor merki á slíkum ráðahag þar sem hann væri fátækur, kynni naum- ast nokkra mannasiði og þess utan ófríður. Hann ráðlagði henni helst að hugsa ekkert til þess—en sem sagt treystThún sér til að leggjast undir þvílíkt ok nú þá skyldi sízt á sér standa. Engu svaraði Mary þessu, þótti það víst naumast svara vert. En þegar Lincoln ítrekar bónorðið veitti hún honum greinilegt af- svar. Það var sem hann gæti ekki almennileg áttað sig á þessu og endurnýjar bónorðið, en alt fór á sömu leið. Abraham undi ekki alskostar vel slíkum málalokum og þóttist nú kenna hlýrra þels til meyjar- innar en hann hafði grunað. — Hann reit vinkonu sinni, er mjög hafði lagt sig fram til að efla samdrátt Mary og Abrahams, á þessa leið: “Engin kona vill við mér líta, að minsta kosti engin þeirra, er eg gæti með nokkru móti felt mig við.” Mörgum þótti Mary hafa slegið hendi mót gæfu sinni með því að hafna þeim manni er mesta frægð var að hljóta og virtist líklegastur til hárra met- orða. Hún kvað það engu gegna þar sem hún hefði ekki getað felt sig við hann. Að vísu hefði hún getað bundist honum þótt hann væri ófríður og gleyminn á smáskyldur sínar gagnvart kven-. fólki. Annað var sínu verra — og nú kemur rúsínan — hann talaði ensku, stundum, sem ó- mentaður sveitamaður. Hann gleymdi eignarfalls essinu, fleir- tölu, breytingu sagna og rugl- aði saman nútíð og þátíð í fram- sögn. Þetta mátti hún ekki þola, en undarleg eru örlögin. Þetta er nú það eina, sem eftirkom- andi kynslóðir geyma í minni, af öllu því sem Mary Owens mælti, í hérvistinni, en ræður Abrahams eru lesnar og lærðar í þúsund skólum um þvera og endalanga Ameríku. Hugsið ykk- ur, að mesti mælskugarpur sinn- ar samtíðar hlýtur hryggbrot af því hann misþyrmir sínu móður- máli. Framh. LANDIÐ ÞAR SEM ALLIR ERU HRÆDDIR VÆRI aðeins til land, þar sem maður þyrfti ekki að vera hræddur. — Hinn ungi Rússi í hinni merkilegu skáldsögu Cor- rado Alvaros frá Sovét-Rúss- landi, sem nú er nýútkomin, læt- ur með þessum orðum í ljós aðal- inntak bókarinnar. Andrúmsloft- ið í einræðisríki, eins og Rúss- landi, fær sín einkenni ekki ein- asta af ófrelsi því, sem þar ríkir, heldur einnig af óttatilfinningu þeirri, sem heltekur fólkið vegna þeirrar njósnarstarfsemi, sem stöðugt er haldið uppi vegna hinna sjúklegu grunsemda ein- ræðisherrans um, að stöðugt sé setið á svikráðum við sig. Lýs- ing höfundarins á þessu sjúk- lega ástandi og þeim lamandi á- hrifum, sem þetta ástand hefir á sálir mannanna, er bygð á þekk- ingu, sem hann hefir aflað sér með dvöl sinni í Rússlandi. En hann hefir ekki notað þekkingu sína til þess að koma henni á framfæri í þurrum, hagfræðileg- um skýrslum, heldur samið á- hrifamikla, sálfræðilega skáld- sögu. Það kann að Vera, að á þann hátt hafi hann gert sig sek- an um ofurlitlar ýkjur. Menn geta til dæmis efast um, að sellu- formaður segi jafn öfgafullar setningar og honum eru lagðar í munn í þessari bók. En jafnvel þótt ýmislegt sé dregið frá þá fær lesandinn góða hugmynd um ástandið, séð með augum ferða- mannsins, sem var áhorfandi að hinum síðustu ofsóknum í Rúss- landi og komst í kynni við hinn lamandi ótta fólks, sem aldrei gat verið óhrætt um sig, þar sem menn hurfu á leyndardómsfullan hátt, þar sem það gat verið dauðasök að tala við útlending, og þar sem jafnvel var framin húsrannsókn á gistihúsherbergj- um útlendinga, sem voru í heim- sókn í Rússlandi. Ef til vill finst lesendum það kynlegt, að það skuli vera rithöfundur frá fasistaríkinu ítalíu, sem tekur svona hvassa afstöðu gegn hinni rússnesku ógnarstjórn, sem á margan hátt hlýtur að eiga sér hliðstæðu á ítalíu. En þó er ekki útilokað, að höfundinum þyki jafnvel skárra andrúmsloft- ið á ftalíu undir harðstjórn Mus- solinis, heldur en í paradís Sovét-Rússlands. Það er að minsta kosti táknrænt, að bók- inni hefir verið tekið með kost- um og kynjum í ítalíu, en hún hefir verið bönnuð í Þýzkalandi. Ungur, rússneskur verkfræð- ingur, sem hefir verið erlendis frá barnæsku, kemur til Moskva og ætlar að setjast þar að. Vin- kona hans frá æskuárunum tek- ur á móti honum, en það er hún, sem er aðalorsök þess, að hann kemur heim aftur. Verkfraeð- ingur þessi, Dale að nafni, hefir mjög litla hugmynd um, hvernig ástandið er í Rússlandi. Barbara vinkona hans hefir sent honum myndir frá Rússlandi, myndir af glaðlyndum sovétstúlkum með haka í hönd eða fána. Þetta er alt og sumt, sem hann veit um Rússland. Hann kemst fljótt á snoðir um það, að ekki er alt eins og á að vera. Fátæktin og eymdin blasa við honum á göt- unum, og njósnararnir læðast um. Gjafirnar, sem hann hefir haft með sér til Barböru, gera það að verkum, að þau þykja bæði grunsamleg. Litla úrinu með frönsku áletruninni er stol- ið og það hafnar hjá lög- reglunni. Það er notað sem sönnunargagn um föðurlands- svik. Hann er frá upphafi grun- aður vegna þess, að hann hefir verið lengi í útlöndum. Hann fær áð vita það hjá sellufor- manni, sem hann kynnist. Dale er ekki þrekmikill maður. Hann er altaf eins og á nálum. |Og hann hefir stöðugt sam- vizkubit út af hverju orði, sem hann segir við Barböru. Hann reynir altaf að fullvissa sjálfan sig um ,að í raun og veru hafi hann ekkert ilt aðhafst, en það dugir ekki. Og ekki batnar, þegar hann fréttir það, að nokkr- ir ungir Rússar, sem hann hafði talað við og voru áfjáðir að frétta af lífinu utan Rússlands, höfðu verið teknir fastir og fengið refsingu fyrir að “standa í sambandi við óvinina.” Barbara verður loks yfir sig komin af ótta og fer til lögreglunnar og kærir elskhuga sinn, án þess að geta þó gert nokkra grein fyrir því, hvað hann hafi brotið af sér. Og Dale er orðinn svo eyði- lagður á taugum, að hann, án nokkurrar ástæðu, drepur yfir- mann sinn. Á eftir þessu koma fjöldafangelsanir, réttarhöld og játningar, sem eru skop um hin miklu réttarhöld í Rússlandi á síðustu árum. Dale kemst sjálf- ur undan, en annar er tekinn fastur og hann játar á sig morð- ið. En á flóttanum er Dale tek- irtn fastur, og enda þótt hann geti alls ekki verið sekur um það morð, sem hann játar nú á sig — meðan á réttarhöldunum stóð hefir það mál alt verið upplýst — er hann tekinn af lífi án nokkurrar gamansemi, sem höf- undurinn hefði varla getað neit- að sér um, ef hann hefði verið franskur. Þessi ítalski rithöf- Þér sem notlð— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgOtr: Henry Ave. Kamt Sími 95 551—95 562 Skrifstofa: Henry og ArgyU VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA undur lýsir þjáningum mann- anna í helvíti óttans á þann hátt. að hægt er að sumu leyti að jafna því við verk landa hans, Dantes. Verði manni hugsað til þeirra Rússa, sem undanfarið hafa ver- ið leiddir í sláturhúsið, til þess að Stalin þurfi ekki að óttast þá meir, þá getur það siðferði, sem grundvallast á stöðugum ótta, ekki verið mjög sterkt. Hið forna hugrekki Rússans er horf- ið, en í staðinn komin angistar- tilfinning.—Alþbl. 23. júlí. Með tilkynningu þessari, eru menn af vissum aldri kallaðir til læknisskoðunar og ef heilsa þeirra er góð, að takast á hendur heræfingar í 30 daga í Canada á landi eða sjó. YFIRLYSING CANADA ATHLONE [L.S.] GEORGE SJÖTTI af guðs náð konungur Bretlands, Irlands og nýlend- anna handan við höf, KONUNGUR, verndari trúarinnar, keisari Indlands. TIL ALLRA er yfirlýsing þessi nær eða þeirra er hún kemur á einn eða annan hátt við; YFIRLÝSING E. MIALL, 1 ÞAR SEM ráð er gert fyrir í herlögunum (The aðstoðar dómsmála- V National Resources Mobilization Act), 1940, að ráðherra Canada ) landstjóri og stjórnarráðið geti samið á einum tíma eða öðrum, reglur eða lög er að því lúta, að menn gefi kost á sér, þjón- ustu sinni og eignum, í þágu Hans Hátignar og réttar í Canada, til afnota innan Canada eða á sjónum við strendur landsins, eins og nauðsynlegt þykir, eða hagkvæmt, til almenns öryggis, til verndar Canada, til viðhalds lögum og reglum, eða til áhrifaríks starfs í stríðinu, eða til þess að halda við birgðum landsins og alls sem ómissandi er fyrir líf manna í þjóð- félaginu; OG ÞAR SEM að í samræmi við það vald og innihald hernaðarlaganna (The War Measures Act) ráðuneytið samþykti 27nda dag ágústmánaðar, 1940, að semja mætti reglur um að kalla menn til herþjónustu í Canada og við strendur þess og að slíkar reglur eða lög skyldu kallast National War Service Regulations, 1940; OG ÞAR SEM í tilefni og í samræmi við þær reglur, hefir nú verið ákveðið að kalla til náms eða æfinga í hernaði, sem áður er sagt, hvern karlmann, sem er brezkur þegn, og sem að hefir fyrir 1. sept. 1939, verið íbúi Canada og náð hafði 1. júlí 1940 tuttugu og eins árs aldri, en hafði ekki á þeim degi náð 22. ára aldri, eða hafði náð 22 ára aldri, en ekki á þeim degi verið fullra 23. ára, eða hafði á þeim degi verið 23. ára, en ekki náð 24 ára aldri, eða hafði verið 24. ára, en ekki náð á þeim degi 25 ára aldri, og sem var 15. júlí 1940, ógiftur, eða ekkjumaður, barnslaus; ÞÁ TILKYNNIST YÐUR HÉRMEÐ að í samræmi við herlögin 1940, og hernaðar-ráðstöfunarlögin (The War Measures Act) og í tilefni og samræmi við herþjónustulögin (The National War Services Regulation) 1940, sem samin voru samkvæmt áður nefndum lögum, að vér hérmeð köllum út áður nefndan flokk manna, til þess að láta læknir skoða sig og takast á hendur heræfingar um þrjátíu daga tímabil í Canada eða við strendur þess, og að láta vitast (report) á þeim stað og tíma á þann hátt og til þeirra, sem á verður vísað, ,af þar til kvöddum manni (Divisional Registrar of an Administrative Division) sem tilnefndur hefir verið af ráðuneyti Canada í samræmi við ofanskráðar reglur. ÖLLU ÞESSU eru vorir ástfólgnu þegnar og allir þeir, er reglur þessar snerta, beðnir að veita athygli. TIL STAÐFESTINGAR ÞESSU, höfum vér látið þetta bréf vort löggilt og innsigli Canada á það sett: VITNI: Our Dear Uncle, Our Right Trusty and Right Well Beloved Cousin and Counsellor, ALEXANDER AUGUSTUS FREDERICK GEORGE, Earl of Athlone, Knight of Our Most Noble Order of the Garter, Member of Our Most Honourable Privy Council, Knight Grand Cross of Our Most Honourable Order of the Bath, Grand Master of Our Most Distinguished Order of Saint Michael and Saint George, Knight Grand Cross of Our Royal Victorian Order, Companion of Our Distinguished Service Order, Colonel in Our Army (retired), having the honorary rank of Major-General, One of Our Personal Aides-de-Camp, Governor General and Commander in Chief of Our Dominion of Canada. Á stjórnarsetrinu í borginni Ottawa, hinn ellefta dag september-mánaðar, á árinu eitt þúsund níu hundruð og fjörutíu, og á fjórða ríkisári voru. By command, E. H. COLEMAN, vara-ríkisritari. The above is a verbatim copy of Proclama- tion appearing in The Canada Gazette, No. 25, Vol. LXXIV, September 13th, 1940. Birt sem tilkynning til þeirra er efni þetta nær til með leyfi Honourable James G. Gardiner, ráðherra National War Services

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.