Heimskringla - 25.09.1940, Síða 5

Heimskringla - 25.09.1940, Síða 5
WINNIPEG, 25. SEPT. 1940 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA Vals hefk váfur helsis; váfallr em ek skalla; blautr erum bergis fótar borr, en hlust er þorrin. Merkingin er þess: Eg hefi riðu í hálsinum; mér er hætt við að detta á skallann; eg er hættur að vera kvenneytur, og heyrnin er þrotin. Egill varð með öllu sjónlaus. Þat var einhvern dag, er veðr var kalt um vetrinn, at Egill fór til elds at verma sig, matseljan ræddi um, at þat var undr mikit, slíkr maðr sem Egill hafði verit, at hann skyldi liggja fyrir fót- um þeim, svá at þær mætti eigi vinna verk sín. “Ver þú vel við”, segir Egill, “þótt ek bök- umk við eldinn ok mýkjumst vér við um rúmin”. “Statt þú upp”, segir hon, “ok gakk til rúms þíns ok lát oss vinna verk vár”. Egill stóð upp ok gekk til rúms síns ok kvað. Vísan var um muninn á fyrri æfi hans, er konungur sæmdi hann gulli og hafði gaman að orðum hans, og nú, er hann hvarflaði blindur við eldinn og varð að biðja konuna að amast ekki við sér. Sagan heldur á- fram: “Þat var enn eitt sinn, er Egill gekk til elds at verma sik, þá spurði maðr hann, hvárt hon- um væri kalt á fótum, ok bað hann eigi rétta of nær eldinum. “Svá skal vera”, segir Egill, “en eigi verðr mér nú hógstýrt fót- unum, er ek sé eigi, ok er of daufligt sjónleysit”. Þá kvað Egill: Langt þykki mér, ligg einn saman, karl afgamall, án konungs vörnum; eigum ekkjur allkaldar tvær, en þær konur þurfa blossa. Hér er orðaleikur. Ekkja var líka kölluð “hæll”. Egill segir því að sér sé kalt á hælum. Álíka raunaleg er vísan, sem Hólmgöngu-Bersi kveður í elli við Halldór fósturson sinn, son Ólafs pá; Liggjum báðir í bekk saman Halldór ok ek höfum engi þrek; veldr æska þér, en elli mér, þess hatnar þér en þeygi mér. f þessum tveimur smámyndum frá elliárum þessara tveggja af- reksmanna sjáum vér raunir ell- innar: annars vegar söknuðinn yfir því, að fyrri þróttur er horf- inn, hins vegar skilningsleysi þeirra, sem hjá eru og finst gamla fólkinu ofaukið, þegar það er ekki lengur sjálfbjarga. Og þá vík eg aftur að bæninni: Gott ey gömlum mönnum. Hún get- ur að líkindum lítið hamlað elli- mörkunum, en á hitt kynni hún að hafa einhver áhrif, hvernig menn eru við gamla fólkið. Og böl ellinnar verður að sama skapi léttara sem gamalmennin eiga meiri samúð og skilningi að mæta. Góðir menn og vitrir hafa nú að vísu á öllum öldum skilið skyldurnar við gamla fólkið og gefið reglur um breytnina við það. f 3. Mósebók stendur: Þú skalt standa upp fyrir hinum gráhærða og heiðra gamalmenn- ið. Og Hávamál segja: Að hárum þul hlæ þú aldrigi, oft er gott þat er gamlir kveða. Alkunnugt er, að Spartverjar báru mikla virðingu fyrir göml- um mönnum og fræg er sagan um það, ej margir spartverksir sendiherrar voru staddir í leik- húsi í Aþenuborg. Inn kom gamall maður, en hvergi var sæti. Enginn Aþenungur stóð upp og bauð honum sæti, en Spartverjar spruttu allir á fæt- ur og buðu honum sæti. Þá var klappað mikið í leikhúsinu, en einn Spartverjinn sagði: “Aþen- ingar vita hvað rétt er, en þeir vilja ekki gera það”. Og það er eftirtektarvert, að gríska orðið geraios merkir bæði gamall og æruverður og líkt er um latneska orðið antiquus. Það sýnir, að menn töldu skylt að heiðra ell- ina. Eg held af það væri ekki sísti mælikvarðinn á hvert þjóðfélag, hvernig staða gamla fólksins er þar. Markmið þjóðfélagsins á að vera það, að samstilla þarfir og kjör allra þegna sinna þannig, að hver maður njóti sín sem best og vinni þar með að velgengni annara. Æskuárin eru og eiga að vera fyrst og fremst þroska- skeiðið og undirbúningurinn undir lífið, fullorðinsárin starfs- ár, og elliárin hvíldin að loknu aðalstarfi æfinnar. Vér mund- um segja, að það þjóðfélag væri best, þar sem æskuárin veittu mönnum bestan þroska líkama og sálar, starfsárin væru best notuð til þarflegra starfa og elli árin yrðu kærkomin og þol- 1 anleg hvíld eftir erfiði starfsár- anna. En hér bindur hvað ann- að. Því betur sem æskuárunum er varið til þroska, því heilla- drýgri verða að jafnaði starfs- árin, og elliárin fara mjög eftir því, hvernig æsku- og starfsár- unum hefir verið varið. Það eru gömul máltæki, að “hvað ungur nemur gamall fremur” og að “lengi man það, er ungur getur”. Og það mun vera almenn reyn- | sla, að þeir sem hafa einhver and- leg áhugamál, sem þeir eru gagn- teknir af, eldast að jafnaði bet- ur og líður betur í ellinni, en hinum, sem hugsa lítið og hafa ekki áhuga á öðru en hversdags- legum hlutum. Því kveður Stein- Grímur Thorsteinsson: Oflof valið æsku þrátt elli sæmd ei skerði: andinn getur hafist hátt, þó höfuð lotið verði. Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum; fögur sál er ávalt ung undir silfurhærum. En um föður Steingríms, Bjarna Thorsteinsson amtmann, sem var blindur á efri árum, kvað Matt- hías Jochumsson: En sál varð sól í sjónar-myrkri, mannvit máni, minni stjörnur; Var hans hugar-hof sem hallar-salur ljósum lýstur um lágnætti. Sem eldgneistar út úr myrkri komu bráðskörp hins blinda orð; hafði og enginn hans undirmanna skarpsýnni þótt, skygn eða blindur. Ef við hugsum aftur til Egils Skallagrímssonar í ellinni, þá getum við rent grun í, að það hafi gert honum ellina þolan- legri, að orðspeki hans var enn söm við sig, eins og hin til- greindu orð hans og vísur sýna. Andans afl hans var óbilað, þó að honum væri ekki hógstýrt fótunum. Margir munu hafa átt því láni að fagna, að þekkja eitthvert gamalt fólk, karla eða konur, sem voru full af fróðleik, sögum og ljóðum, sem þeim var yndi að miðla öðrum, einkum börnum og unglingum. Þegar börnin sátu við hné þeirra og teyguðu fræðslu og lífsréynslu, þá var þar fegursta dæmi þess, sem ætti að vera reglan, að ellin rétti æskunni þroskaðan ávöxt hugs- unar sinnar og reynslu og lifi þannig upp æskuna á ný. Betra hlutskifti getur ellinni ekki í hamingjuleit Eg lagði af stað að leita að hamingjunni lengi gekk og víða að dyrum barði. En leitina oftast bar að sama brunni og bljúgur eg í óvissuna starði. Eg fór með vörðum unz að allar þrutu ótal fagrar vonir bar í hjarta, Sem á voðans skerjum bát sinn brutu og bláu í djúpi minninganna skarta. Úr fátæktinni fékk eg veganesti festu, þrek og ódrepandi vilja. Á ferðum mínum forðinn varð hinn bezti við fátækt vil eg ei að öllu skilja. Leitaði eg löngum meðal blóma ljúfur söngur fugla kvað í eyra, en náttúran öll leyst úr dauða dróma er dásamleg, en svo er ekki meira. Með “höfðingjum” eg hafði dvöl til ama hringiðunnar barst með voða straumi, þar sem gull og gleði er eitt og sama glitrar sjaldan ljós í alda flaumi. Mér “Bakkús” rétti sína hægri hönd og hjálp mér bauð á örðugleika stundum. En eg kaus án hans sigla sorgarlönd og sjálfur þerra blóð úr hjartans undum. f kirkjur manna kom eg oft og tíðum en kærleik fann þar aldrei nógu mikinn. Á tímans hafi löngum lenti í hríðum loks mér virtist von í brjósti svikin. — En sorta él um síðir öll þó stytti, sá eg bjarma fyrir nýju hnossi. Loksins þá eg hamingjuna hitti að hurðarbaki, í yndislegum kossi. Hamingjunni ei hreykt er út í geiminn, hún er ekki á hverjum vegamótum. Það á síðast samleiðis við heiminn, sem er sprottið upp af kærleiks rótum. Þeir eru sælir sem að lifa og vinna og sjá til lands úr öllum voða og þrautum. Þeir eru sælir sem að leita og finna sólar yl og ljós á æfi brautum.— Kristján Einarsson frá Djúpalæk. hlotnast. En þetta getur því miður ekki veitst öllum gamalmennum, og þar sem enginn veit, hver kann að verða gamall, væri það for- sjálni að láta alla menn læra í æsku eitthvað til handanna, er þeir gætu stundað í hárri elli sér til afþreyingar, þó að þeir jafn- vel mistu sjón og heyrn. Mest er þó um það vcrt, að ofan á þau óþægindi, sem ellinni oft fylgja, bætist ekki áhyggjur um afkomuna og skortur á þeim lífsnauðsynjum og þeirri aðbúð, sem allir menn þurfa til þess að þeim geti liðið sæmilega. Áhugi á því, að bæta kjör gamalmenna í þessum efnum hefir farið vax- andi hér á landi í seinni tíð, og komið fram í löggjöf um elli- styrk, lífeyrissjóð o. s. frv. og í samtökum um að reisa elliheim- ili og gera þau sem best úr garði. Starf Blindravinafélagsins miðar líka að því, að gera þeim göml- um mönnum, sem blindir eru, ellina léttbærari. í allri þessari viðleitni kemur fram samúð með gamla fólkinu, og án slíkrar samúðar getur þjóðlífið ekki verið heilbrigt. Það væri undarlegt og ómannúð- legt skipulag, að búa þannig í haginn, að þeir, sem hafa borið hita og þunga æfidagsins, slitið kröftum sínum til þess að koma yngri kynslóðinni á legg og goldið skatta og skyldur til þjóðfélagsnis, ættu svo að lokum að líða skort á æfikvöldi sínu. f viðhorfinu til ellinnar kem- ur fram sambandið milli ungu kynslóðarinnar og gömlu kyn- slóðarinnar, milli nútíðar og for- tíðar. Mér hefir altaf fundist ræktarsemin við fortíðina vera dygð. Hún sprettur af meðvit- undinni um það, hvað hinir yngri eiga hinum eldri að þakka, og reynslan mun vera sú, að þeir séu að jafnaði þakklátastir öðr- um^ sem gjöfulastir eru sjálfir. Sú kynslóð, sem þakkar sjálfri sér mest og þykist lítið hafa þegið frá fyrirrennurum sínum, hefir naumast mikla samúð með ellinni. En hún verður þá að sama skapi grunnfær og ófrjó í anda og athöfnum. Því að sann- leikurinn er sá, að alt nýtt verð- ur að sama skapi þroskavænlegra og frjórra, sem það á sér dýpri rætur í fortíðinni og dregur þaðan næringu og styrk. Lengi er að vaxa vegleg björk, sem vermir um aldir hólinn, en kalt er að byggja bera mörk þá burt eru gömlu skjólin. Og því endurtek eg gömlu bæn- ina að lokum: Gott ey gömlum mönnum! Gott ey ærum mönnum! —Lesb. Mbl. HAUSTSKUGGAR Svanir á tjörn þar sungu sviplega hljótt nú er, með listræn ljóð á tungu, þá lengur engin sér. Ó, syngið svanir á tjörn og svæfið fjallkonu börn. Þótt lífsins daprist logi og langir komi skuggar, brestur ei himins bogi, blessuð sólin oss huggar. Syngi svanir á tjörnum, sólblítt íslands börnum. Á jörð — í himnahöllu — heyra má lífsins spil, því lífið er alt í öllu og enginn dauði er til. Syngið svanir á fjöllum, sólaryl og ljós oss öllum. M. Ingimarsson JOHN S. BROOKS LTD. DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bæði vörugæðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta. milli handanna. Þess mætti geta í þessu sambandi að sumir dulspekingar til dæmis Em- manuel Swedenborg, segir að Jobsbók sé mörgum öldum eldri en allar svokallaðar Móses bæk- ur, því hún sé til vor komin frá hinum forna heimi sem ritningin talar um að verið hafi fyrir Nóa- flóð, sem nokkrir nútíma fræði- menn nefna “Atlantis þjóðir”. Þetta er aðeins smá fróðleikur um þrumuguðinn. M. I. OLD NIAGARA PORT og SHERRY w w • f • f * Gert úr beztu HVPITíiGtlZt Nia9ara Grapes og valið af meisturum ww’ .• Agœtt á bragð af fVPÍÍIIMí'lan9ri geymslu í eikartunnum. Styrkur hér um bil 28 % vinandi. Selt i öllum vínbúðum stjórnarinnar, CANADIAN WINERIES LTD, Aðal skrifstofa: Toronto BRANCHES NIAGARA FALLS. ST. CATHARINES. LACHINE. QUE This advertisment is not inserted hy the Govemment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advcrtised. ‘ÞÓRSHAMARINN” Hver halda menn að sé frum- mynd “Þórshamarsins”? Hug- mynd sú að hann sé táknmynd snæljóssins — eldingarinnar er afar forn. En ef sú skoðun væri rétt þá er þruman og eldingin hinn raunverulegi Þórshamar. — Þessi trú eða skoðun er í fullu samræmi við Jobsbók. Þar er sagt að guð haldi eldingunni á INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth .............................J. B. HaUdórsson Antler, Sask........................,K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarllði J. Kárdal Árborg...............................G. O. Elinarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont..................................G. J. Oleson Bredenbury.............................H. 0. Loptsson Brown..............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge-------------------------H. A. Hinriksson Cypress River........................... Dafoe................................. S. S. Anderson Ebor Station, Man..................K. J. Abrahamson Elfros------------------------------J. H. Goodmundson Eriksdale.............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Ámason Foam Lake.............................H. G. Sigurðsson Gimli.................................. K. Kjernested Geysir.................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................g. J. Oleson Hayland..............................Slg. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa................................Gestur S. Vídal Húsavík...............................John Kernested Innisfail..........................Ófeigur Sigurðsson Kandahar............................. S. S. Anderson Keewatin.........>....................Sigm. Björnsson Langruth..............................—B. Eyjólfsson Leslie..............................,.Th. Guðmundsson Lundar..........................................d. J. Líndal Markerville........................ Ófeigur Sigurðsson Mozart...............................s. S. Anderson Oak Point.............................Mrs. L. S. Taylor Otto............................................BJörn Hördal Piney...................................s. S. Anderson Red Deer...........................ófeigur Sigurðsson Reykjavík................................ Riverton........................... Björn Hjörleifsson Selkirk, Man...........Mrs. David Johnson, 216 Queen St. Sinclair, Man......................K. J. Abrahamson Steep Rock.......................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Tantallon..............................O. G. Ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir..................................Aug. Einarsson Vancouver......................... Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.................. Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard................................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Bantry.................................E. J. BreiðfjörB Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier and Walsh Co.................Th. Thorfinnsson Grafton..............................Mrs. E. Eastman Ivanhoe............................Miss C. V. Daimana Los Angeles, Calif.... Milton-------------------------------------S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodmaa Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Upham..................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.