Heimskringla - 02.10.1940, Síða 1

Heimskringla - 02.10.1940, Síða 1
The Modern Housewlfa Knows Quallty That ls Why She Selects “CANADA BREAD’’ "The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 LV. ÁRGANGUR HELZTU FRÉTTIR Einræðisherrarnir gera hernaðarsamning með sér til tíu ára Síðast liðinn föstudag gerðust þau tíðindi, að Japanir, Þjóð- verjar og ítalir gerðu með sér hernaðarsamning. Samkvæmt [ honum telja ríkin sig skyldug að aðstoða hvert annað, ef nokkurt þeirra á nýrri stríðsþjóð að mæta. Samningurinn er til 10 ára. Hvað það er sem fyrir vakir með þessu, er ofur auðsætt. Það er nú komið svo, að Japanir fá að líkindum innan skamms að kenna á stríði við Bandaríkin. Þeir hafa lengi um það stríð talað. Og þeim hefir ekki virst í því tali neitt vaxa það í augum. En ef til alvörunnar kemur, vita þeir með sjálfum sér í hvaða hættu þeir eru. Samninga þessa má því líta á sem tilraun að vekja ótta hjá Bandaríkja-þjóðinni við að fara í stríð. Hitler eða Mussolini geta ekki nokkra aðstoð veitt Japönum eystra. Samningarnir eru þýð- ingarlausir að því leyti fyrir Japani. Og fyrir Þýzkaland, eru þeir því aðeins nokkurs verð- ir, að Hitler ætli sér að stökkva á Rússann. Fyrir ítalíu eru þeir bara til sýnis. Að því leyti, sem þeir koma Bretum við, eru þeir líklegir til að hafa þau áhrif, að þeir reyn- ist Japönum fyrst fyrir alvöru erfiðir eystra. Þeir tala nú þeg- ar um að opna Burma-leiðina og láta Kínverja hafa öll þau vopn er hægt er að koma til þeirra. Foringi sjóflota Bandaríkj- anna við Kyrrahafseyjarnar, er nú staddur í Bandaríkjunum; kom til skrafs og ráðagerða við stjórnina. Hann segir ástandið það eystra, að hann álítur réttast að kalla í snatri heim alla Banda- ríkjamenn úr Japan, Manchuko og Austur-Kína. Sjófloti Canada Sjófloti Canada var orðinn all- stór áður en honum bættust 6 tundiirspillar frá Bandaríkjun- um. En hann óx mikið við það að stórum skipum. Nú eru alls 13 tundurspillar í flotanum. Það var hlegið að því hér á árunum, og síðan er ekki mjög langt, er yfir frétt í dagblöðun- um stóð fyrirsögn sem þessi: Floti Canada stækkaður um helming. Áður en þessi stækk- un flotans átti sér stað, átti Can- ada eitt herskip! Nú eru 125 vopnuð skip í flot- anum. Á meðal þeirra eru 3 hraðskreið kaupför, er gerð voru að beitiskipum og margir kaf- bátaspillar, eða skip, sem kaf- bátum tortíma, og dufla-sóparar, er sjóinn hreinsa af tundurdufl- um. Auk þessa ex verið að smíða tvo tundurspilla í Englandi fyr- ir Canada. Heima er verið að smíða talsvert af smærri skipum til flotans. Nöfn hafa tundurspillunum frá Bandaríkjunum verið gefin eftir ám eða fljótum í Canada og lýðveldinu mikla. Canadiski flotinn hefir afkast- að talverðu nú þegar. Hann hef- ir fylgt skipum og verndað, hreinsað sjóleiðir af tundurdufl- um, verið á verði við strendur Canada og sent tundurspilla til Englands, er vinna með brezka flotanum. Eru 4 nú í brezka flotanum; einum hefir verið sökt. Um 11,000 menn vinna í sjó- hernum og 1,000 bætast nú við mánaðarlega. Um 15,000 munu við æfingar, er fyr eða síðar taka til starfa. Þá gerðist það s. 1. fimtudag, að skip úr canadiska flotanum náði þýzku skipi við vesturströnd Mexikó. Hét þýzka skipið “Weser” og var stórt, 9,180 smá- lestir; það var að koma frá Man- zanillo í Mexikó, hlaðið diesel- véla olíu; mun það hafa átt að byrgja kafbáta nazista með henni, vera móðurskip þeirra. Verður nú farið með það til Esquimalt, B. C. “Prince Ro- bert” hét canadiska skipið, er í þennan feng náði. — Charles Taschereau Beard hét skipstjóri; á skipi hans voru um 200 manns. Af viðureign skipanna er ekk- ert sagt. Weser mun hafa gefist upp mótþróalaust. Annað skip úr Canada-flota, “Assiniboine”, var með í að ná þýzka skipinu “Hanover” á s. 1. vori í Caribbean sjónum. Hörmungar Póllands Ár er nú síðan Hitler tók Pól- land. Fregnir um hvernig land- inu hefir reitt af undir stjórn nazista, hefir verið haldið leynd- um alt sem unt er. Pólverjar, sem að heiman hafa komið ný- lega, hafa þó ekki getað þagað um það sem þeir hafa séð og reynt. Er saga þeirra á þessa leið: Pólverjar hafa átt við pestir og hungur að búa og grimt lög- regluvald. Tala landsmanna hefir fækkað um 5 miljónir frá því í september á s. 1. ári í þýzka hluta landsins. Þegar sýki hefir komið upp, hefir lögregla naz- ista einangrað héraðið, flúið burtu, og látið hina sjúku deyja drotni sínum. Afleiðing þess hefir orðið sú, að í heilum héruð- um hefir hvert mannsbarn dáið. Öll iðnaðarhús, mikið af bújörð- um og skóglendi, var gereyði- lagt í stríðinu. Þá hefir og Pól- verjum og Gyðingum verið bann- að að giftast. Pólskum skólum, háskólum sem barnaskólum, var lokað og kennararnir hneptir í varðhald eða reknir úr landi. Kol kosta $120 tonnið, smjör $3 pundið. Bændafélög og pólsk jafnaðarmannafélög voru á laun að starfa að því, að Rússland slægist í leik og sögðu þeim, að slafar og þjóðbræður þeirra ættu þarna í hlut. Þeir skoðuðu Rússa af tvennu illu nazistum skárri. Eitt sem þessir menn halda fram, er það, að 1,700,000 Pólverjar, sem til Þýzkalands voru sendir til að þræla í vinnu- verunum ,hafi verið geltir. Sög- urnar geta auðvitað verið ýktar um sumt, en það afsakar ekki hitt, að Þjóðverjar hafa bannað útlendum fregnritum inn í land- ið til að sjá hvað um var að vera. Viku í opnum báti á Atlanzhafi Síðast liðinn föstudag var báti bjargað með 46 manns í á At- lanzhafinu. Hafði báturinn ver- ið 8 daga í hrakningi; hann var frá skipinu, sem Þjóðverjar söktu 16. sept, með alt að því 100 börn- um í og flóttamönnum. Var þá sagt, að tala týndra væri 294, en frá því dragast nú þessir 46. Þeir sem á bátnum voru, höfðu átt við hungur og kulda að búa og eru nú allir á sjúkrahúsi. Vonað er að flestir þeirra lifi. Á meðal þeirra voru nokkur börn, ein kona ,prestur og ýmsir flótta- ALWAT8 ASK FOB— “Butter-Nut Bread” The Finest Boaf ln Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD OO. LTD. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 2. OKT. 1940 NÚMER 1. Hambro stórþingsforseti heimsækir ríkisháskóla N. Dakota Frá vinstri til hægri: Dr. Richard Beck; John Moses, ríkisstjóri Norður Dakóta; Hambro stórþingsforseti; dr. John C. West, forseti ríkisháskólans, og Johan Hambro, sonur stórþingsforsetans. menn frá Evrópu. Flugfar fann batinn og lét skip ,er var 40 mílur burtu, strax vita um það. Báturinn var skamt frá þar sem skipið sökk, um 600 mílur beina leið vestur af ír- landi. Rússland hlutlaust, en álítur að stríðið breiðist út Pravda, blað kommúnista- flokksins í Moskva, tilkynti í ritstjórnargrein s. 1. mánudag, að Rússland væri hlutlaust í stríð- inu, þrátt fyrir samningana, sem Breta yfir helgina: Sprengikúlur hittu Fokker flugverkstæðið í Amsterdam s. 1. sunnudag og gerðu mikinn skaða. f dögun á mánudag var skotið úr byssum í Dover yfir Ermar- sund og er haldið að höfnin í Calais hafi orðið fyrir miklum skemdum. Olíugerð í Magdeburg stóð í björtu báli eftir flugárás s. 1. sunnudag. í Stuttgart var í 15 mínútur sprengjum steypt yfir Bosch- Þjóðverjar, Japanir og ítalir"*verkstæðin, er magnetos, spark hefðu gert með sér s. 1. föstudag. Þetta er það fyrsta sem sézt í rússneskum blöðum um þessa nýju þrí-velda samninga. Þó segir blaðið að Rússum hafi fyr- irfram verið tilkynt um þá. Að nokkru leyti koma þessir samningar í bága við samningana milli Þjóðverja og Rússa. Þetta eru hernaðarsamtök, sem Þýzka- land er þarna að gera við erlenda þjóð og alt annað en vingjarn- lega Rússum. En til þess að kippa því öllu í lag, á Ribbentrop að heimsækja Stalin í Moskva einhvern dag- inn. í raun og veru lítur svo út, sem Stalin sé þarna milli steins og sleggju og þori ekki annað en að sitja og standa eins og Hitler segir honum. Að hann fari í stríðið með öðrum hvorum stríðsaðila, þarf ekki að gera ráð fyrir. Liberalar í meirihluta í senatinu Nýlega er dáinn senator Laird fulltrúi frá Regina í efri deild Canada-þingsins. Þegar sæti hans verður skipað ásamt 2 öðr- um, sem auð eru, frá Quebec- fylki, verða liberalar í meiri- hluta í senatinu. Tala þeirra verður 49, en íhaldsmanna 47. Breytingin sem á hefir orðið síð- an 1. október 1935, er talsverð Þá voru íhaldsmenn 28 í meiri- hluta. Senda börnin úr Berlín Það getur verið að Þjóðverj- ar hafi gott næði heima hjá sér, en þó var því nú hreyft í frétt- um frá Berlín s. 1. mánudag, að í orði væri, að flytja börn burt úr borginni vegna árása Breta. í fréttum frá nágranna-löndum Þjóðverja, var á dögunum sagt, að mannfall í Berlín og öðrum þýzkum bæjum væri sízt minna en í London. Síðast liðinn mánudag voru þessar fréttir sagðar af árásum plugs og margt annað sem frægt er framleiða til hersins. Sáust eldarnir læsa sig um verkstæðin. f Bitterfield, um 20 mílur norður af Leipzig, var kveikt í aluminum verkstæði. Á verkstæði sem nefnt er Braunkohlen Benzin A.G., sem er 200 mílur frá vestur landa- mærum Þýzkalands og Hollands, buldu sprengjur Breta s. 1. sunnudag og skildu það eftir í báli. Orkuver í Antwerpen, var sprengt upp. Árásir voru gerðar á hafnborg- irnar Ostend, Flushing, Calais, Boulogne og frönsku hafnborg- ina Lorient; hlutust af þessu æði miklir skaðar. Loks er svo hermt frá árásum á Berlín á sunnudagsmorgun, er yfir tvo klukkutíma héldu íbú- unum í öryggisskýlum sínum, og aftur á mánudag eins lengi. í ræðu sem Göring flutti um sunnudags-árásina, fór hann ó kvæðis orðum um Churchill og Englendinga. I landi örvæntinganna Þýzkaland, er land örvænting- anna. Svo segir maður nokkur, Richard O. Boyer að nafni. Hann er nýkominn heim til Bandaríkj- anna frá Þýzkalandi. Alvöru, örvæntingu og áhyggjur kvað hann þungt liggja á þýzku þjóð- inni. Ástæðan til þessa er sú, að þjóðin hefir aldrei meira en svo trúað því að Þýzkaland sigraði England. Og nú er sókn naz- ista á England að dvína. Jafn- vel Hitler sjálfur og herinn virð- ist nú orðinn sannfærður um að Bretland verði ekki yfirunnið. Árásirnar á það hafa mislukkast. Þetta er alvarlegt fyrir þýzku þjóðina. Vetur fer í hönd. Haldi stríðið áfram, sér hún að sín bíður neyð, hungur og kuldi. Á sama tíma og þjóðin er þessa vör, eru Bretar að herða árásirnar á Berlín. Þetta kemur að vísu ekki með öllu flatt upp á þýzku þjóðina. Hana hefir grunað margt. En henni hefir aldrei verið sagt frá hlutunum, eins og þeir eru eða hafa gengið. Hitler skorti and- legt hugrekki til þess. Hann blekti þjóðina í þess stað. Chur- chill fór öðru vísi að. Hann sagði þjóð sinni að búast við því versta. Hann þekti andlegt þrek hennar. Henni kom því ekkert á óvart. Nú er svo komið á Þýzkalandi, að ekki er takandi fyrir, að blekking Hitlers verði honum að falli. Þetta er ekki svo að skilja, að herinn sé ekki enn hugrakkur og ókvíðinn. Samt er ekki laust við, að vonleysi um sigurinn sem Hitler og stjórnin tala um geri þar vart við sig. En meðan hann hefir eitthvað að gera, er engin hætta þar á ferðinni. En þjóðin er ekki herinn. Og hún kennir fyr á hungrinu og erfiðleikun- um, sem af skortinum leiðir, en herinn. Sigrar Hitlers segir Mr. Boy- er, að lítil áhrif hafi á þjóðina. Hann var staddur í Munich 28. júní, er Hitler skipaði að fagna sigrinum á Frakklandi í 10 daga. Þjóðina virtist þetta hryggja meira en gleðja. Er stríðið að taka aðra stefnu? Eru einræðisherrarnir búnir að gefa upp sóknina á England? Fyrir það er nokkurt útlit, þó ennþá láti flugför Þjóðverja sjá sig á Englandi. En sóknin er eitthvað vonminni en áður. í stað þess virðist hugur Hitlers og Mussolini nú beinast að því að herja í suðurveg, á Balkan- ríkin, Afríku, Gibraltar. Til þess að sækja á Gibraltar, þurfa einræðisherrarnir að fá Spán í lið með sér. Hafa þeir krafist þessa all-freklega af Franco og setið á eilífum ráðstefnum með full- trúa Francos. En svo hefir far- ið, að Franco hefir enn ekki gengið að kostum Hitlers og Musolini. Þjóðin má enn heita flakandi í sárum eftir bylting- una. Og'svo er hitt víst, að fari Spánn í stríðið á móti Bretum, loka Bretar öllum dyrum fyrir þeim og svelta þá inni. Spáni kvað hafa verið boði§ eitthvað af Afríku Frakkanna, ef þeir slæust í leikinn, en það hef- ir ekki enn haft tilætluð áhrif. lengsta og harðast árásin sem þeir hafa enn gert. Bretar segja sprengjurnar hafa skollið á iðnstofnanir mest- megnis, og gert væntanlega mik- inn usla, en Þjóðverjar segja þær hafa fallið hingað og þangað á íbúðir sem óþolandi sé og ollað manntjóni. Þýzkaland brauðlaust Það er skortur í Þýzkalandi á ýmsum matvörum, en verst er útlitið með brauðforðann. Vara til brauðgerðar, er ekki einungis skömtuð og skorin við neglur sér í löndunum, sem Þjóð- verjar hafa sigrað, heldur einnig heima fyrir. Kornforða Ungverjalands, sem ítalía hefir notið góðs af, hefir Hitler nú allan tekið. Togleður er svo lítið nú orðið í Þýzkalandi, að það er bannað að nota það í hringi á hjólhesta. Gasolía er ekki einungis skömtuð í Þýzkalandi, heldur einnig í Hollandi. Frakkar eru að verða í vand- ræðum með að ná saman nógu miklu fé til þess að fæða setu- liðið þýzka í Frakklandi og gjalda því kaup. Það kostar Frakka 450 miljón fránka á dag. Þjóðverjar halda enn um tveim miljón Frökkum í fangelsi; leið- ir af því manneklu, svo að mörg nauðsynja fyrirtæki verða þess- vegna að bíða. FREGNSAFN Lengsta flugárásin á Berlín í gær Bretar héldu Berlínar-búum í öryggisskýlum sínum í fimm klukkustundir samfleytt í gær (á þriðjudag). Er það* ein Blaðið “London Times” heldur fram, að samningar Japana, Þjóð- verja og ítala, séu beinlínis kinn- hestur á Sovét-Rússland. Að útiloka það frá þeim samning- um, sé fyrsta sporið, að gera það að óvini einræðisríkjanna. * * * Þrír nazista fulgbátar voru eltir af brezku flugfari í gær við austurströnd Englands. — Þýzkzu flugförin flugu hvert á eftir öðru. Alt í einu er fyrsta flugfarið skotið niður af þýzka flugfarinu sem næst því var. — Hvernig á því stóð, vita menn ekki. Það er hugsanlegt að svona mikið fát hafi verið á flugmönnunum er skutu. * * * Konunglega nefndin, sem rannsakaði kærur, er bornar voru á lögreglu þessa bæjar, af John Petley, bæjarráðsmanni, á s. 1. vori, hefir lokið starfi og fundið lögregluna saklausa af áburðin- um og yfirmann hennar og aðra er fyrir sök voru bornir, heið- virða í allri sinni breytni og framkomu. * * * Laugardagsskóli Þjóðræknis- félagsins hóf starf sitt s. 1. laug- ardag, í J. B. skóla. Séra Rún- ólfur Marteinsson setti skólann með stuttri ræðu. Mrs. H. Dan- íelsson, ein af kerlnurunum, tal- aði og nokkur orð til barnanna. Eftir það tók skólinn til starfa. Alls sóttu hann 54 börn fyrsta daginn. Gera kennararnir sér von um góða'aðsókn að skólan- um á þessum vetri; þeir urðu varir áhuga hjá börnunum, sem þeim finst góðu spá um líf og fjör í skólanum á þessu kenslu- ári sem í hönd fer. Séra Rúnólfi, sem undanfarin ár hefir kent á skólanum, en á þessu ári getur ekki sint því, þökkuðu bæði kennarar og börn hlýlega vel unnið starf í þágu lau gardagsskólans. Patrick Murphy skýrir mynd- un gufu á þessa leið: “Það er vatni sem er brjálað úr hita”.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.