Heimskringla - 09.10.1940, Side 1

Heimskringla - 09.10.1940, Side 1
The Modem Housewife Knows Quality That Is Why She Selects “CANADA BREAD” "The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 ALWAY8 ASK FOR— ‘‘Butter-Nut Bread” The Finest Loaf In Csuiada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BBEAD CO. L.TD. LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. OKT. 1940 NÚMER 2. HELZTU FRÉTTIR Einræðisherrarnir and- vígir Roosevelt Á fundi sem Roosevelt for- seti átti með blaðamönnum s. 1. föstudag, benti hann þeim á frétt er stóð í blaðinu “New York Times” um það, að Hitler og Mussolini hefðu viðurkent það fyrir fregnritum í Evrópu, að þeir ætli að gera alt sem þeim sé unt til þess að Roose- velt tapi í kosningunum, sem fara fram í Bandaríkjunum í byrjun nóvember-mánaðar. Um áreiðanleik sögunnar í “New York Times” kvaðst Mr. Roosevelt ekkert vita. Hann segist aðeins draga athygli að henni. Þegar blaðamenn spurðu hvort hann gæti bent á nokkra ástæðu fyrir því, að Þýzka- land og talía væru á móti kosn- ingu hans, las hann upp úr fréttinni: “Hvað Bandaríkin áhrærir, er það öxulþjóðunum áhuga- mál, að þau fari ekki í stríðið. Það væri svo mikill stuðningur Bretum, að háskalegt væri fyr- ir einræðisþjóðirnar. Þrívelda- samningurinn var eitt sporið í þessa átt að stöðva Bandarík- in.” Og fréttin heldur áfram: “Það er ekkert vafamál, að ein- ræðisherrunum er ant um að Roosevelt tapi, ekki svo mjög vegna þess, að þeir láti sig póli- tík Bandaríkjanna beinlinis skifta, heldur vegna stefnu nú- verandi forseta í utanríkismál- um. Að því leyti, varðar kosn- ing þessi öxulþjóðirnar geysi mikið. Hafnarháskóli lokaður í blaðinu “Dannevirke” sem gefið er út í Cedar Falls, Iowa, stendur að blaðinu hafi verið símuð sú frétt, að Kaupmanna- hafnar-háskóli yrði ■ lokaður í vetur. Stúdentar geta samt komið saman á öðrum stöðum í borginni til náms hver í sinni grein. Eldiviðarskorti er um þetta kent. En blaðið álítur þó hitt muni valda, að þýzkarar séu smeykir við afleiðingarnar af því að námsmennirnir komi ofmargir saman. Júðum fjölgar í Berlín Það mun furðulegt þykja, en er þó eigi að síður satt, að Gyðingum hefir talsvert fjölg- að síðustu virkurnar í Berlín. Ástæðan fyrir því er sú, að nokkur skortur er í Þýzkalandi á verkamönnum til að vinna í verksmiðjum. Þeir hafa verið kallaðir í herinn. En Gyðingar eru betri til verksmiðjustarfa, en bændalýður og auk þess er ekki neitt amast við því af nazista stjórninni, þó þeim sé goldið 10—15% lægra kaup en “Aríum”. En Gyðingar hafa reynst samkepnisfærir í flestu og afleiðing af þessu er, að hver Gyðingur sem um vinnu kærir sig nokkuð, getur fengið hana í Berlín. Sækja þeir því þangað úr öllum áttum. Spönsk stjórn í útlegð? Með aðstoð Breta mun vera í ráði að mynda spánska stjórn í útlegð. Tilgangurinn er auð- vitað sá, að vinna á ^ móti Franco. Hafa öflug samtök myndast í þessu skyni í Mexi- co, undir forustu Juan Asensio, sem var einn af herforingjum lýðræðishersins og með fylgi ýmsra annara merkra manna úr lýðræðisstjórninni. Bretar hafa samt látið á sér skilja, að þeir taki ekki virkan þátt í þessari hugmynd meðan Fran- co gangi ekki í öxulsamband. En undir eins og hann heitir Hitler og Mussolini samvinnu, lofast Bretar til að aðstoða við þessa stjórnarmyndun. Aðset- ur þessarar “stjórnar í útlegð”' yrði til að byrja með í Mexikó, en mundi síðar flytja til Eng- lands. Tékkneskur greifi spáir að Róm leiti friðar “Itali fýsir að hætta stríð- inu og munu að öllum líkind- um reyna að semja sérstakan frið á komandi vetri; ástæðan er að Hitler brást að taka England.” Svo sagði Edmond Zernin greifi, er ræðu hélt á fundi í Canadian Club, á Fort Garry hótelinu í Winnipeg s. 1. föstudag. “Árásirnar, sem búist er við í Afríku, verða háðar af Hitler með aðstoð ítalíu,” segir greif- inn. Hitler fýsir enn mjög að ná í nýlendur í svörtu álfunni, og það verður hans her, en ekki ítala, sem árásina gerir — þ. e. a. s. ef hann kemur hon- um suður yfir Miðjarðarhaf. Ástæðuna fyrir friðar-um- leitan Mussolinis, segir greif- inn þá, að samband milli Þýzkalands og Italíu sé óeðli- legt af trúarlegum ástæðum. Alt öðru máli sé að gegna með ^amninginn milli Rússlands og Þýzkalandi sem gerður var fyr- ir þremur árum, vegna þess, að þessar þjóðir eigi meira sam- eiginlegt. En hjá hinu fari varla, að stríðið breiðist út til Balkan- rikjanna; telur greifinn það stafa af því að Stalin og Hitler komi sér ekki saman um hvernig brytja skuli Rúmaníu upp milli þeirra. Með þessu er ekki átt við, að Rússland verði sambandsland Bretlands, held- ur að það sé sjálfs síns vegna nauðbeygt til að berjast á móti Þýzkalandi á Balkan-skagan- um. Hitler sá þetta fyrir og því yrði samningur við Rússa nauðsynlegur. Hann var altaf æskjandi þess að úr stríðinu yrði alheimsstríð, en með Rússa þar á móti sér, gat ekki af því orðið. Þetta var ein ástæðan fyrir samningnum við Rússa. Að síðustu sagði greifinn, að þegar Mussolini hefði ákveðið að fara í stríðið, hefði hann verið undir andlegum áhrifum Hitler. — Hann sannfærði Mussolini ennfremur um, að England yrði unnið innan þriggja mánaða. “Jerry kominn tjóður- bandið á enda” H. G. Wells, rithöfundurinn heimsfrægi, kom til New York s. 1. fimtudag. Við fregnrita sagði hann um leið og hann sté á land: “Eg held að Jerry (Nazi-Þýzkaland) sé nú kom- inn tjóðurbandið á enda og hringurinn sem hann fer í því eigi ekki eftir að stækka.” “Sumir flugbátar Þjóðverja sem skotnir hafa verið niður, eru spónnýir,” sagði hann. — “Nokkrir af flugstjórunum hafa verið ungir og lítt reynd- ir. Einn vélamaður kvaðst ekki fyr hafa komið upp í flug- bát.” Ef það yrði flokksmál Banda- ríkjanna hvort þau færu í stríðið eða ekki, ráðlagði H. G. Wells þeim að fara ekki, því þegar til friðarsamninga kæmi, gæti svo farið, að það spilti að- eins fyrir. Scythía, skipið sem hann kom með vestur, hafði 808 far- þega, þar af 260 börn frá Eng- landi. Wells er kominn vestur í fyr- irlestra-ferð og gerir ráð fyrir að dvelja hér 10 vikur. Hann sagði nú á Englandi veðjað 10 á móti 1 um að Þjóðverjar mundu ekki reyna frekar til á þessum vetri, að koma liði yfir til Englands. Hann lagði áherzlu á að Bandaríkin aðstoðuðu England á allan mögulegan hátt í stríð- inu, þó þau ekki færu í það sjálf. Um Halifax, utanríkismála- ráðherra Breta, fór Wells hörð- um orðum. Hann kvað óviður- kvæmilegt, að hafa hann í stjórninni. Ef hann ætti að gera friðarsamninginn að stríð- inu loknu gæti hann ekki, vegna þröngsýni í trúarskoð- unum samið við Rússa, sem ó- hjákvæmilegt yrði, til varan- legs friðar. Bregða sér til Englands Hon. J. L. Ralston, hermála- ráðherra tekur sér senn ferð á hendur til Englands. Hann ætlar að finna Churchill for- sætisráðherra að máli áhrær- andi hernaðar-athafnir. Enn- fremur fer Hon. J. G. Gardiner, akuryrkjuráðherra, á fund Breta til að ræða við þá um kaup á matvöru. Þing — til hvers? Sambandsstjórnin tilkynnir, að Þing verði kvatt saman í Ot- tawa 5. nóvember, aðeins til eins dags. Annað slíkt þing á að halda snemma í janúar, en aðalþingið hefst einhverntíma í þeim mánuði. King, forsætisráðherra, seg- ir hlutina ganga ágætlega og á bráðabirgðaþingunum sé ekk- ert sérstakt að gera. En þá er spurningin til hvers eru þau þing? Nóvember-þingið ber upp á Guy Fawkes daginn, en það er nú aðeins tilviljun, því fyrir Kíng vaka engin stórræði, hvorki kosningar né að sprengja upp þingið. 1 stjórn- málunum er alt í lagi, eins og sagt er í Reykjavík og King telur sjálfur minni þörf þings nú, en verið hefði, er þingi var slitið á s. 1. sumri. Það kostar þjóðina skilding- inn, að tosa öllum þingmanna- skaranum að austan og vestan til Ottawa oft á ári. Eitt eins dags þing eins og á s. 1. vori ætti að nægja á ^iverjum 12 mánuðum. Nýtt þingkjörtímabil byrjar að vísu, en það kemur þessu ekkert við. Chamberlain víkur Neville Chamberlain, forseti stjórnarráðsins, bað s. 1. fimtu- dag um lausn frá stjórna,rstarfi sínu, vegna vanheilsu. Eins og menn muna, var Chamberlain stjórnarformaður Englands er stríðið braust út. En eftir ósigurinn í Hollandi, kom fram mjög almenn krafa á Englandi um að hann léti öðrum stjórn í hendur. Tók þá Churchill við. Chamberlain var því í ónáð fallinn. Einkum voru það þó Munich-samningarnir, sem gremju alþýðu vöktu á móti honum. Innan hans eigin flokks lýsti það og óánægju, er þeir Eden og Cooper sögðu stöðum sinum lausum, vegna stefnu stjórnar- innar í Blálands og Spánarmál- unum. Forseti stjórnarráðsins verð- ur nú Sir John Anderson, inn- anríkisritari. Ennfremur hætti Chamber- lain að vera foringi íhalds- flokksins. Við því starfi hefir Churchill tekið. Er hann þó sagður alt annað en sammála flokksmönnum sínum um alt. Nokkrar aðrar breytingar hafa átt sér stað í ráðuneytinu. Starfsmenn hermálaráðuneyt- isins eru nú 8 í stað sex. í því er nú Ernest Bevin, hinn stál- slegni verkamanna frömuður; er hann í raun og veru næstur Churchill um völd og líkastur honum um dugnað og hug- rekki. Pólitískar deilur hafa fáir háð skarpari, en þessir tveir menn. Nú eru þeir sam- herjar. í herráðuneytinu eru nú þrír verkamenn. Eftir hina margvíslegu spila- stokkún í ráðuneytinu, verður nú nýlendumálaráðherra Cran- borne lávarður. Hann sá um kaupgreiðslu áður (paymast- er). Úr ráðuneyti Chamber- lains fór hann er Chamberlain var að reyna að gera samninga við Mussolini um að fara ekki í stríðið. Ráðuneytið brezka hefir því að nokkru annan lit nú, en þegar stríðið braust út. Ekk- ert hefir þó orðið af því að Lloyd George yrði í stjórnina kvaddur, sem lengi hefir þó verið talað um. Þingið kvað sér þykja fyrir að Chamberlain, sem við stjórnmál Englands hefði meira og minna verið riðinn síðan í fyrra stríði væri að hætta opinberum störfum og óskaði honum skjóts heilsu- bata. Lúterska kirkjufélagið sameinast kirkju syðra íslenzka lúterska kirkjufé- lagið, með sínum 36 söfnuðum aðallega í Manitoba og Sask- atchewan hefir ákveðið að sameinast United Lutheran Church of America. Fer sam- eining þessi eða innlimun, því lút. kirkjufélagið íslenzka hættir að vera til sem sjálf- stætt trúfélag með þessu, fram 10. október á fundi er United Lutheran Church heldur í Omaha í Nebraska-ríki. Verða þar bæði leikir og lærðir full- trúar frá íslenzka lúterska kirkjufélaginu, til að undir- skrifa öll ákvæði þessu við- komandi. Lúterska kirkjufélagið ís- lenzka var stofnað 1885 og á því um 55 ára starfssögu sér að baki. Útlitið í Asíu versnar Af fréttunum að dæma frá Asiu, í gær, er mjög líklegt að til stríðs sé að draga milli Jap- ana annars vegar, en Banda- ríkjanna, Breta og ef til vill Rússa hins vegar. Bretar lýstu því yfir, að Burma-vegurinn yrði opnaður 17. október fyrir flutning til kínverska hersins. Þetta var tilkynt japönsku stjórninni. I ræðu sem Churchill hélt í þing- ;inu i gær, kvað hann ástæðuna Ifyrir þessu spori samninga Jap- ana við Hitler. Japanir hefðu með þeim snúist gegn öllum samningum sínum við Breta og hefðu enga ástæðu gefið fyrir því. Samningurinn um flutn- inga eftir Burmá-veginum væri útrunninn 16 okt. og yrðu ekki endurnýjaðir við Japani. Bandaríkin hafa sent út boð til allra þegna sinna í Kína, að flytja viðstöðulaust burtu úr landinu. Bandaríkin telja Japani hafa stigið einu spori lengra en góðu hófi gegnir með því að ætla að hrifsa án þess að spyrja nokk- urn að því eignir Frakka og Hollendinga í Kína eða eystra. Kínverjum veittu þeir nýlega 25 miljón dollara lán. í þriðja lagi er sendiherra Rússa í London í sífeldum sam- ræðum við fulltrúa Breta og Bandaríkjanna. Það hefir lengi verið skoðun ýmsra, að Rúss- ar mundu skjótt snúast á móti einræðisþjóðunum eftír að Bandaríkin færu í stríðið. Japanir eru sjáanlega æstir út af öllu þessu. Þeir hafa verið með hótanir til Banda- ríkjanna út af banni þeirra á járnvöru til Japan. Það bann kom að vísu seint, en það get- ur samt komið sér illa í löngu stríði eins og vissulega bíður Japana, því Bandaríkin taka þeir ekki í einni svipan. Þeir hafa verið að reyna að taka Kína í 3y2 ár og eiga þar eitt- hvað enn eftir ógert. Flytur ræðu í útvarp Næstkomandi sunnudag flytur Elizabeth prinsessa rík- iserfinginn brezki ræðu í Lon- don, er útvarpað verður um alt brezka ríkið. Prinsessan er nú 14 ára og ræða hennar er ávarp til barna og unglinga innan Bretaveldis. Hér heyrist hún kl. 10.15 að morgni á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta skifti að prinsessan flytur ræðu í út- varp. Stærsta árásin á Berlín Á þriðjudagsnóttina flugu brezk flugför yfir Berlín. Svifu þau nokkuð mörg í röð og hver röðin af annari eins og bylgjur sjávar. Stóð á þessu í 5 klukku- stundir. Sáust eldar til og frá um borgina. Blað Göbbels gat um fréttina sem hina svæsn- ustu árás, sem Berlin hefði orðið fyrir, en frekar ekki. En á þrem orkuverum og flugstöð, spítala og mörgum íveruhús- um, sagði erlendur fregnritari, að sprengjurnar hefðu bulið og ollað miklu mann- og eigna- tjóni, sem að likum lætur. Árásirnar voru háðar á ótal stöðum þessa sömu nótt í Þýzkalandi, Hollandi og á ströndinni. Brenner-f undurinn Fyrir helgina áttu þeir Hitl- er og Mussolini fund með sér í Brenner Pass, á norðurlanda- mærum talíu. Erindið var auð- vitað að tala sig saman um á hvaða smáþjóð nú ætti að ráð- ast, þar sem árásin á England mistókst. Þetta mun þeim í hug hafa komið: Að hrúga her til Rúmaníu til þess að ðgna Tyrkjanum með. ítalía mun hafa átt að taka herstöðvar í Sýrlandi til þess að slá Pale- stínu skelk í bringu með því og Egyptalandi. Spánn vildu þeir að tæki Morokko Frakkanna. Af þessu er ekkert enn komið fram nema að mikill þýzkur her kvað kominn til Rúmaníu og ráða þar öllu. I sumum fréttunum er sagt, að sá her sé þar eigi síður til að verja Rússanum suður með Svarta hafinu, en að ná í Tyrkjann. Eitt er víst, af ferð Ribben- trops til Rússlands hefir ekk- ert enn orðið, sem þð var á- kveðið eftir þríveldasamning- inn. Úr ræðu Churchills Winston Churchill, forsætis- ráðherra, hélt ræðu í þinginu í London í gær og greindi þjóð- inni frá hvernig horfurnar væru þessa stundina í stríðinu. Þjóð sína taldi hann nú bet- ur búna að flugher en nokkru sinni áður. Þakkaði hann það aðstoð Bandaríkjanna. Sagði hann án hennar mundi Eng- land ekki hafa getað gert bet- ur en að verja sig. Nú væri að því að koma, að sótt yrði á. Þrívelda-samningana, milli Japans, Þýzkalands og Italíu, kvað hann aðallega beint að Bandaríkjunum og Rússlandi. En hernaðar-flutningur sagði hann að senn byrjaði til Kína eftir Burma-veginum. Hitler kvað hann enn hrúga liði til strandarinnar og fljóta-bátana hefði hann þar viðbúna til að skjóta 500 þús- undum af því til Englands. En að það reyndist nú auðveldara en fyr, væri eftir að vita. Árásir Þjóðverja kvað hann fara rénandi. Nú síðustu tvær eða þrjár vikur, hefðu helm- ingi færri dauðsföll af þeim leitt, en áður. Á Englandi kvað hann í alt upp til síðasta laugardags 8,500 manns hafa dáið og 13,000 meiðst af sprengju-árásum Þjóðverja. Mr. Churchill gaf í skyn, að í tvennum skilningi væri breyt- ing eða nýjar aðferðir fundnar upp í stríðinu, sem mikilvægar væru. Önnur aðferðin er vörn- in gegn flugförum óvinanna. Lýsti hann henni ekkert, en af því, sem í fréttum hefir af því verið sagt, eru það sprengjur, sem springa sjálfkrafa uppi í loftinu og mynda vegg af eldi hættulegan flugförum. Hin uppgötvunin áhrærir sókn í sprengjuhernaði, en í hverju kostir hennar eru fólgnir, höf- um vér hvergi séð sagt frá. Þessi ræða Churchills lýsti meiri bjartsýni en ræður hans hafa áður gert. Kvenmenn í vopnasmiðjum Ein stærsta vopnasmiðja i Toronto, er farin að æfa stúlk- ur í járnsmíði (welding job). Ástæðan er sú, að þeir er vopnasmíðina annast, þykjast sjá fram á, að það verði senn fátt um karlmenn til þessarar iðju. Iðjuhöldarnir ætla, að á næsta ári einhverntíma, verði um 400,000 menn í loft-, sjó- og landher Canada. Þá verði minna orðið um menn til verk- smiðju-starfs. Vinnufærir menn á opinber- um styrk eru nú taldir 75,000. Séu ekki fleiri en það vinnu- hæfir menn fáanlegir, fullnæg- ir það ekki þörfum verksmiðj- anna framvegis. Mrs. Steinunn Kristjánsson frá Winnipeg lagði af stað vest- ur til Vancouver s. 1. sunnudag. Með henni fór Mrs. Sigurjón Björnsson frá Blaine, er dval- ið hafði hér eystra um 3 eða 4 mánuði. 4

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.