Heimskringla - 09.10.1940, Síða 3

Heimskringla - 09.10.1940, Síða 3
WINNIPEG, 9. OKT. 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ABRAHAM LINCOLN Eftir Náttfara Framh. En hvernig hafðist Mary við. Reið var hún, það var svo sem auðvitað. Líklega hefir hún grátið, en kannske meir af gremju en sársauka. Lincoln var vandræða maður — sízt bar því að neita — en hún sá líka hæfileika hans og vinsæld- ir. Þrátt fyrir álpaháttinn, í ýmsum greinum, hafði hún aldrei séð líklegra forsetaefni. Það dugaði nú ekki að vera of- reiður til lengdar þegar um til- völdustu tækifærin er að ræða. Það reyndist frú Simion Fran- cis engin ofraun að sætta þau Mary og Abraham. Mary flaug upp í faðminn á honum og kysti hann ofur blítt svo Lin- coln var öllum lokið — þau voru harðtrúlofuð í annað sinn. 1 þessu síðara tilhugalífi flæktist Lincoln inn í undar- legt, afglapa æfintýri er kast- aði skugga á hann um hríð. Þetta var eitt af þessum örfáu afvegaleiðslum sem verða á lifsleið mikilmenna og sýna að jafnvel mestu mæringarnir eru aldrei alfullkomnir; breyskir inn við beinið eins og við hinir. Skal nú frómt frá segja. Toll- heimtumaðurinn Shields var hinn mesti þrjótur og líklega þessvegna þingmaður, því al- þýðan hefir það til siðs að kjósa kvalarana fyrir fulltrúa sína stundum. Nú taka þrí- menningar, Abraham Lincoln, Mary Todd og frú Francis að gera sér það til gamans að skrifa skens um þennan ná- unga, í blaðagreinum undir dularnafni. Hann komst að því að Lincoln var við þetta rið- inn og hér sannast, sem oftar að af sannleikanum verður hver sárreiðastur. Hann skor- ar Lincoln á Hólm. Lincoln varð við þessari áskorun og skildu þeir heyja hólmgöng- una í hólma nokkrum á tilsett- um tíma. Þessvegna var þessi staður valinn að hann lá í miðju fljóti milli tveggja ríkja, en hólmgöngur voru bannaðar að lögum. Einn af félögum Lincolns lýsir þessu flani á þessa leið: “Þar sem á Lincoln var skor- að skyldi hann velja vopnin og kaus hann sverð og fer nú til stefnunnar búinn brandi. Við róum nú út í hólmann um dag- renningu og var Lincoln hinn kátasti og sagð sögur. Ein var af Iranum Mat Miller, og hljóð- ar þannig: Þegar Mangi var kvaddur í herinn fylgir kærastan honum á leið og eggjar hann ákaft til frækilegrar framgöngu, sagð- ist vona að hann kæmi til baka sem frægur kappi eða bleikur nár að öðrum kosti. Þetta þótti Manga ofmæli og spurði hvert hún gæti nú ekki orðað það þannig: Annað hvort sigur- sæl hetja eða særður dálítið. Sumir af félögum Lincolns fóru yfir um fljótið til fundar við óvinina en Abraham situr á trjábol og hefir það sér til gamans að slæma sverðinu á laufin til að reyna eggina. Enga æðru var á honum að sjá, en þetta er svo ólíkt Lincoln að sitja þarna búinn til bar- daga að við getum næstum því ekki trúað að þetta sé sjálfur hann; að hann hafi nokkru sinni lotið svo lágt að skrifa níðgrein undir dulnafni °g ætla svo að útkljá þessa deilu með vopna ati. Þetta bendir á svo villumannslegan hátt að ótrúlegt virðist að ann- að eins geti hent eins siðferð- islega þroskaðan mann. Sem unglingur var eg haldin nf ennþá fleiri villum en nú. Ein af þeim var trúin á það Sem almennigur kallar heil- steypta menn. Þess var þá krafist af skáldunum að þeir sköpuðu heilsteypta persónu- gerfinga, þ. e. a. s. menn, sem væru ávalt sjálfum sér sam- kvæmir. Svo þegar eg tók að lesa útlenda snillinga, og þó einkum þá frönsku og rúss- nesku, sem að mínu viti taka öðrum fram, svo sem þeir: Zola, Balzac, Loti, Doudet, Chekhov, Turgenief, Tolstoy, Destoyev- sky og Gorky, kom það i ljós að þessir höfundar framleiða margskiftar persónur þar sem heimska og mannvit, kostir og ókostir, tilfinningaórar og staðföst íhugun vega tíðum salt. Mjótt er mundangshófið og jafnvel afbragðs maðurinn verður sér stundum til van- virðu, missir á augnablikinu stjórn á sjálfum sér, slakar um stund á árvekninni og niður- stígur til hinna lægri mannlífs- sviða. En þessi er munurinn á honum og hinum lítilsigldari bræðrum hans, að hann rís frá þessu falli með meiri og sterk- ari ákvörðun til að ná full- komnum sigri yfir sjálfum sér, þar sem aðrir taka að afsaka sig og gera lítið úr sínum yfir- sjónum. Okkur er gjarnt að kenna öðrum um afglöp vina vorra, og ákærum aðra þá oft rang- lega. Það er engan vegin víst að Mary Todd hafi átt nokk- urn þátt í þessu flani en benda mætti þó á að einvígi tíðkuð- ust nokkuð alment í Suðurríkj- unum og sá þótti heigull er skaut sér undan hólmgöngu. Þegar þetta varð voru þau Mary og Abraham ný trúlofuð, í annað sinn, og því ekki als- kostar ólíklegt að hún hafi haft talsvert vald yfir honum. Ekkert varð af einvíginu, sem betur fór, heldur sæst á málið. Lincoln skrifaði undir nokkurskonar yfirlýsing þess efnis að hann hafi í raun og veru ekki meint hvað hann sagði. Frumhlaupið var samt báðum til skammar, eins og dagblaðið í Alton-borg orðar það. Þar sem báðir voru þing- menn bar þeim skylda til að gefa öðrum fyrirmynd í lög- hlýðni. Menn spurðu Lincoln hvað hann hefði ætlað sér, ef til ein- vígis hefði komið. “Eg ætlaði að verja mig án þess að vinna honum mikið grand”, var svar- ið. Shields var aftur S móti bent á að Lincoln væri maður svo armlangur að hann gæti hæglega náð til hans með sverðinu, án þess að setja sig í höggfæri. Þessi athugasemd mun hafa gert hann sáttfúsari. Ekki lét Lincoln sér allbrátt um giftinguna og vék henni á frest. Þar kom að Mary tók að leiðast þóf þetta. Eitt sinn kysti hún Abraham undur blítt og hvíslar: “Á morgun væri nú ráð að gifta sig.” Lin- coln hafði engar mótbárur á reiðum höndum svo brúðkaup- ið var ákveðið. Mary átti systir í Springfield og vildi hún gera veizluna góða en hafði lít- inn tíma til viðbúnaðar. Að kveldi þessa dags tók Lincoln að búa sig til brúðkaupsins en einn af vistmönnunum á gisti- húsinu þótti hann vanda bún- ing sinn venju fremur og spyr hvert nú skuli haldið: “Til hel- vítis býst eg við”, svarar Lin- coln, svo víst hefir i honum verið nokkur kvíði. En nú lét hann samt ekki á sér standa og þau urðu hjón, Mary Todd af heldra fólki komin og Abra- ham Lincoln, sonur alþýðunn- ar. Eg hefi orðið svo frægur að sjá brúðkaups kjólinn henn- ar frú Lincoln, Ijósgulan silki- kjól og alls ekkert slitinn. 1 honum er dálítill blettur og sagt að Lincoln hafi ollað hon- um með því að hella niður súkkulaði. Eftir þessu fati að dæma hefir Mary verið mjög lítill kvenmaður, bæði lág og grönn, að minsta kosti á þeim árum. Daginn eftir giftinguna skrifar hann vini sínum og kvaðst nú kvæntur sér sjálfum til stór undrunar (to my pro- found wonderment). Skömmu síðar festa þau kaup í húsi er jafnan síðar var heimili þeirra meðan þau dvöldu í Springfield. Það var allveglegt, tvílyft timburhús og myndi hæglega rúma tíu til tólf herbergi eftir myndum að dæma. Lítið var þar um nútíðar þægindi; salerni utan hús og vatnið sótt í brunn, að minsta kosti á þeirra fyrstu búskapar árum. Fjós var á eigninni. Þar hýsti Lincoln hest sinn og heimilis kúna. Hann hirti þessar skepnur sjálfur, þegar hann var heima alt þang- að til hann yfirgefur Spring- field til að gerast forseti Bandaríkjanna. Framh. DÁN ARMINNING Fimtudaginn 12. sept. andað- ist í Langruth, Man., Mrs. Jón- ína Guðrún Isfeld. Hún var ættuð úr Þingeyjarsýslu á Is- landi, fædd þar árið 1872, dótt- ir hjónanna Friðfinns Thor- kelssonar og Þuríðar Jónsdótt- ur. Frá Islandi komu þau árið 1881, og áttu heima í Parry Sound í Ontario-fylki, í Nýja- íslandi, Argyle-bygð, og svo við vestanvert Manitoba-vatn. Árið 1892 giftist Jónína Einari Eiríkssyni Isfeld frá Mjóafirði í Suður-Múlasýslu. Hafa þau búið 43 ár á Big Point við Manitoba-vatn. Þau eignuðust stóran hóp barna, 13 alls. Af þeim eru 12 á lífi: Mrs. Sigríður Arksey, í Lake- side, skamt fyrir sunnan Lang- ruth; Eiríkur, kvæntur Helgu (Johnson) á Big Point; Aðal- steinn í Winnipeg; Mrs. Ingi- björg Johnson, í Langruth; Mrs. Thuríður McNaughton í Winnipeg; Friðfinnur, kvænt- ur Hólmfríði (Guðmundson) á Big Point; Mrs. Ethel Schalde- mose í Winnipeg; Mrs. Anna Tómasson í Langruth; og fjórir synir í föðurgarði: Harold, Guðjón, Victor og Lúter. Einn bróðir hinnar látnu er á lífi, Guðni Thorkelson á Big Point. Mrs. ísfeld var landnáms- kona, gædd öllum beztu ein- kennum íslenzkra landnáms- kvenna í þessu landi. Ekki ein- ungis þoldi hún margvíslegar þrautir, heldur sigraði hún erf- iðleikana með hugprýði, fórn- fýsi, hyggindum, glaðlyndi og óbifanlegri kristinni trú. Hún var vel gefin kona, hafði yndi af góðum bókum, og hafði náð einstaklega góðu haldi á ensku máli; manninum sínum var hún hin yndislegasta aðstoð og móðir slík, að þeir, sem bezt þektu hana sögðu: “Ekki get eg hugsað mér ágætari móður.” Nokkuð á þriðja ár var hún biluð á heilsu, þjáðíst af inn- vortis meinsemd. Beztu lækna var leitað en allar tilraunir urðu árangurslausar. Hún þjáð- ist með köflum allmikið, en var ekki alveg rúmföst nema þrjár síðustu vikurnar. Hún var jarðsungin af séra Rúnólfi Mrateinssyni, sunnu- daginn 15. sept. Kirkjan var al- skipuð fólki, og nokkrir stóðu. Söngflokkur safnaðarins, und- ir stjórn organistans, Mr. Carls F. Líndals, var þar með fullum krafti. Synir hinnar framliðnu báru kistuna. Jarðað var í graf- reit Herðubreiðarsafnaðar og var þar, eftir beiðni hennar, sem kvaddi, sunginn allur sálmurinn “Alt eins og blómstr- ið eina.” R. M. í breskum skóla var spurt hvað hlutlaust land væri. Einn nemandanna rétti upp hendina og svaraði “Hlautlaust land er land, sem er í hættu.” BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld NOKKRAR TÆKIFÆRISVÍSUR Eitt sinn var íslenzkur bóndi hér skamt fyrir austan Wyn- yard-bæinn sem hét Friðrik Kristjánsson. Hann bað mig eitt sinn er við mættumst að gera um sig vísu. Eg var treg- ur til þess en gerði það þó, og er hún á þessa leið: Friðrik þéttur fyrir er, frónsku af ættar móti, eins og klettur eða sker, úrgu í sjávar róti. Það er alls ekki neitt sér- staklega mikið varið í þessa vísu nema að því leyti sem hún bregður upp réttri mannlýs- ingu. Friðrik heitinn var einn af þeim fastlyndu, tryggu, gömlu og góðu Islendingum, sem því miður eru nú óðum að sópast burtu af yfirborði jarð- arinnar hér á vesturheims- storð ,en það eru örlög sem ekki er unt að komast undan. Islenzkur bóndi, Nikúlás Guðmundsson að nafni, sonur Guðmundar Guðmundssonar, er lengi bjó á Jafnaskarði í Stafholtstungum á Islandi, hef- ir um alllangt skeið búið suð- austur af bænum Wynyard. — Það var nú fyrir nokkrum ár- um eitt sinn að fundum okkar bar saman, að eftirfarandi stökur urðu til: Tefur ei við tízkurás tali og villu frá snúinn, nýtur drengur Nikulás, nægum kostum er búinn. Hirðir manna best sinn bás bús við störfin iðinn, nytja bóndinn Nikulás nýtir forna siðinn. Vísir þessar sköpuðust fyrir tilmæli Mr. Nikulásar að því er eg bezt man. Norður af Wynyard býr ís- lenzkur bóndi. Hann heitir Hósias Pétursson. Hann bað mig einhverju sinni um vísu í spaugi og læt eg hana nú koma hér aðeins að gamni mínu: JOHN S. BROOKS LTD. DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bæði vörugæðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta. Eg vona að minn kæri Dóri Halldórsson lesi enn “Heims- krinlgu” eins og í fyrri daga þegar við vorum nágrannar. Einu sinni sem oftar mætti eg Steinþóri Gunnlaugssyni, er um nokkurt skeið átti heima í Wynyard, hann er húsmálari og veggfóðrari að iðn. Hann bað mig að gera um sig vísu og lét þess getið um leið að hann færi oft allnærri um hvað menn hugsuðu á hvern helst veg sem þeir töluðu. Þá varð þessi staka til: Kannar sálar fylgsni flest frekt þó tál þar geysi, Steinþór málar manna best múgsins skála og hreysi. Here’s a Real DRY CLEANING Einhvern tíma löngu síðan mætti eg Gunnari heitnum Líndal. Þá urðu þessar tvær til: Andans gróður ekki frýs, örvast hróður feldur, Gunnars ljóða lipur dís ljúf og góð því veldur. 1 hugarrúmi hróður grær, hjartans grunni vísan nær þegar Gunnars gígja slær gleði sunna ljóman fær. Bargain SUITS Men'9 Three-Piece DRESSESriain. One-Piece Að endingu vil eg láta þess getið að þetta er aðeins gert til að segja eitthvað íslenzk- unni til viðhalds hér hjá oss Vestmönnum. Lengi lifi íslenzk tunga í Vesturheimí. M. Ingimarsson Men's & Ladies' . COATS 75c Fur-Trimmed Extra PHONE Hósías er heiðursmaður, hygginn stundar búskapinn, vina í flokki velþokkaður virðist nokkuð íbygginn. Eftirfarandi vísur urðu til þegar þau heiðurshjón, Halldór Halldórsson og kona hans Sesselja fluttu héðan alfarin vestur að Kyrrahafi nú fyrir nokkrum árum síðan. Þær voru samt ekki fluttar eða birtar við það tækifæri og bið eg því Dóra hér með velvirðingar á því hve seint þær koma. Nú er Halldór Halldórsson héraðsmanna er þíddi “áfreð- an”, íslendinga einkavon albúinn að flytja héðan. Hann með sinni heiðurs frú hafsins kyrra fýsir leita, á vesturströndum byrja bú í blómgum lundum hýrri sveita. Margir Dóra dá hér mest, drengur er hann allra besti. Honum lánið fylgi flest og farsældin í vega nesti. Þetta steðjar altaf að, ef að þeir sem voru oss kærir, flytja burt úr fornum stað félag vort það jafnan særir. Bót í máli samt er sú sælli ef þeirra dagar bíða, hinum er það huggun trú að hafi þau við minna að stríða. Allar heillaóskir hér ávalt fylgi þessum hjónum. Alt þeim veitist lán er lér ljós frá æðsta valdsins þjón- um. HITT OG ÞETTA Hinn þekti eðlisfræðingur Röntgen var ágætis vísinda- maður en ekki að sama skapi góður fyrirlesari. Hann fann það líka sjálfur, að hann hreif ekki hlustendurna í háskóla- fyrirlestrum sínum, og hann tók því með léttri gamansemi. Eitt sinn varð Röntgen gram- ur við nemendur sína, því hann heyrði ekki til sjálfs sín fyrir hávaðanum í þeim. Hann hætti fyrirlestrinum í miðju kafi, leit þegjandi yfir hópinn og sagði þegar hávaðinn sljákkaði í salnum: “Ef að þið herrar mínir sem talist við, reynduð að hafa jafn hljótt og þeir ykkar sem sofið, þá væri það mjög þægilegt fyrir þá sem vilja hlusta.” * * * Pasteur var orðinn mjög utan við sig seinustu árin sem hann lifði. Eitt sinn var hann í miðdegisveislu hjá tengdasyni sínum. í eftirmat voru borin kirsuber úr garði hans. Tók Pasteur berin og skolaði þau upp úr vatnsglasi vel og vand- lega. Tengdasonurinn kom með eitthvert gamanyrði út af þessu, en Pasteur var ekki seinn til svars. Hann stóð upp og hélt langa tölu um gerla, sem leyndust í hverju beri, og lauk máli sínu á þessa leið: “Þú sérð nú, tengdasonur góð- ur, hve varkárir vér verðum að vera. Farið að dæmi mínu og hreinsið kirsuberin vel”. Hann var orðinn nokkuð þur í kverk- um af ræðuhaldinu, grípur því vatnsglasið og tæmdi það í einum teyg með öllum gerlun- um í. 86 311 VÍwnfaua Friðrik mikli (II.) Prússa- konungur kom einhverju sinni í klaustrið í Klevisch, er her- togarnir þar höfðu reist, til þess að þar skyldi syngja mess- ur til lausnar sálum þeirra úr hreinsunareldinum. Konungur vék sér að gæslu- munki í klaustrinu og spurði með mesta alvörusvip: “Hvað skyldi verða langt þangað til búið verður að syngja þessa hátignu frændur mína út úr hreinsunareldinum ?” Gæslumunkurinn laut kon- ungi lotningarfullur og mælti: “Það er ekki gott að vita fyrir víst, en óðar og eg fæ vit- neskju um það ofan frá himn- um, skal eg senda yðar hátign skýrslu um það”. * * * Gestgjafi einn í Danmörku setti þessa auglýsingua í blað- ið: “Ef Kehl leikari, sem dvalið hefir hjá mér í fjórtán daga, borgar mér ekki innan tveggja daga, þá auglýsi eg nafn hans hér í blaðinu”. * * * Litla telpan: Mamma, á eg ekki að fara með bréfið á póst- húsið? Móðirin: Nei, nei, góða mín. Það er ekki hundi út sigandi. jHann pabbi þinn getur farið. <

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.