Heimskringla - 09.10.1940, Page 4

Heimskringla - 09.10.1940, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. OKT. 1940 lÉmmskringlet (StofnuB 1SS8) Kemwr út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VXKING PRESS LTD. SS3 oo SSS Sargent Avenue, Winnipet Talsimis 86 537 OctB blaðslns er $3.00 árgangurlrm borglst fyrirflram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. au vlSskKta bréf blaðlnu aðlútandl sendtet: Manager J. B. SKAPTASON S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: . EDITOR HEIMSKRIHGLA S53 Sargent Ave., Winnipeg "Helmskrlngla” ls pubUsbed and prlnted by THE VIKIHO PRESS LTD. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 637 WINNIPEG, 9. OKT. 1940 SEGIÐ EINS OG ER Ein af stríðsráðstöfunum stjórnarinn- ar fyrir ári síðar, var að hætta við að gefa út hina sundurliðuðu skýrslu yfir viðskifti þjóðarinnar við önnur lönd. Nú í heilt ár hefir almenningur mjög lítið vitað um viðskifti Canada við aðrar þjóðir. Að svo miklu leyti sem slíkar skýrslur gætu verið óvinum til einhverra afnota eru þær ekki æskilegar, enda ekki óskað af nokkrum borgara í Can- ada. En það sannar ekki að æskilegt sé að halda leyndum öllum skýrslum um útfluttar vörur frá Canada, eða innflutt- ar vörum frá öðrum löndum. Það er ekki fyrir stjórnarskýrslur heldur á annan hátt, að það hefir nú orðið ljóst, að rnjög mikið af kopar frá Canada hefir að undanförnu verið seldur til Japan; hefði þetta verið alment vit- að, mundi þjóðarviljinn hafa risið á móti því og haft sín áhrif, enda hér ágætt tækifæri til að vekja þjóðina, svo hún krefðist þess, að hvorki kopar né aðrar nauðsynjavörur væru fluttar frá Canada til Japan, lands sem er opinberlega ó- vinveitt Canada og Bretlandi. Þessi leynd getur ekki verið bygð á þeirri almennu ástæðu, að vér megum engar upplýsingar gefa, sem óvinunum mættu koma að gagni. Japanar vita að þeir eru að fá kopar frá Canada og Þjóð- verjar vita það áreiðanlega líka. Alt sem vér höfum upp úr þessu, er bara að dylja það fyrir almenningi hér í landi, að héðan hafi verið sendur kopar, svo þúsundum tonna skiftir, til þjóðar sem getur gert oss ómetanlegt tjón. Jafnvel þó þjóðin vildi láta þetta óátalið, þá ætti hún að minsta kosti að fá að vita það eins og það er. Eins og eðlilegt er, leiðir þessi kopar- sala mann til að forvitnast um ýmislegt annað; er mikið af öðrum vörum, sem þýðingu hafa fyrir hernað, seldar til annara landa og gætu þannig orðið hjálp óvinum vorum? Það efar enginn einlægni og trúmensku stjórnarinnar. En er það víst að stjórnin hafi æfinlega rétt fyrir sér? Það er eins með stjórnir eins og allar aðrar stofnanir mannanna, að þeim getur hæglega yfirsést, en sterkur og einlægur almennings vilji get- ur oft leiðrétt þau mistök sem stjórnin kann að gera. Hér er um að ræða kjarna lýðræðisins. Vort stjórnarfyrirkomulag getur því aðeins blessast, að fólkið fái jafnan að vita hvað er að gerast. Þar sem við nú erum einmitt að berjast fyrir viðhaldi þessa vors stjórnarfyrirkomu- lags, lýðræðisins, þá er hvert spor hættulegt sem stigið er í þá átt að dylja fyrir þjóðinni það sem er að gerast svo hún eigi þess ekki kost, að gera sér grein fyrir hlutunum eins og þeir eru. Það væri því viturlega gert af Mr. King og samverkamönnum hans, að taka aftur til íhugunar þetta mál, hvort birta skuli skýrslur um viðskifti Canada við önnur lönd. Sú aðferð sem nú er viðhöfð skapar tortryggni, sem er afar skaðleg. Vér ættum að fá fullvissu fyrir því í greinilegum og auðskildum mán- aðarskýrslum, að ekkert af vorum út- flutningsvörum lendi þar sem þær gætu orðið óvinunum til gagns. Meðan slíkar skýrslur eru ekki fyrir hendi, verða þeir altaf fleiri og fleiri sem komast að þeirri niðurstöðu, að stjórnin hafi eitthvað sem hún vilji hylja fyrir þjóðinni, hvort sem sú niðurstaða er rétt eða röng, og það er erfitt að uppræta hana eftir að hún hefir fest rætur. Vér veikjum á- huga vorn og dugnað ef vér lifum í myrkrinu. Hið gagnstæða á sér stað ef vér fáum sem greinilegastar upplýsing- ar um það sem er að gerast. Eins og er, vitum vér ekkert. Vér vit- um ekki hver hefir náð í þann markað, sem Þjóðverjar eru nú útilokaðir frá, þó Þjóðverjar sjálfir viti það. Vér vitum ekki hvort útflutningsvörur vorar lenda beinlínis eða óbeinlínis, hjá óvina þjóð- unum, en að sjálfsögðu vita þær hvaðan þær fá sínar nauðsynjar. Með þessu er- um vér að vinna sjálfum oss tjón, og vér höfum við nóga örðugleika að stríða, þó vér séum ekki að auka þá að ástæðu- lausu. Vér getum vel skilið, að í öllum þeim æsingi og óróa, sem eðlilega varð í Ot- tawa þegar stríðið skall á fyrir 13 mán- uðum, hafi stjórnin gert ýmsar ráðstaf- anir, sem að einhverju leyti að minsta kosti voru ónauðsynlegar. En síðan hefir unnist nægur tími til að athuga betur þessar stríðsráðstafanir og um- bæta þær. Allar hömlur, sem ekki eru alveg nauðsynlegar vekja óróa og gera þjóðinni mikið tjón og það væri vel og viturlega ráðið af stjórninni, að opna nú aftur margar þær leiðir til upplýsinga um almenn mál, sem lokaðar hafa verið síðan stríðið hófst.—Wpg Free Press. RAUÐAKROSS-FÉLAGIÐ Rauðakross-félagið í Canada er enn í fjárbón. Þeir sem aðstoðað það geta, ættu að gera það, vegna málefnisins, sem það vinnur fyrir. Það verðskuldar það og langt fram yfir það sem við ger- um okkur að jafnaði nokkra grein fyrir. En af öllu starfi Rauðakrossins, ætl- um vér það mest vera, hvernig það lítur eftir herteknum mönnum. Af þeim eru nú þúsundir frá Bretlandi í Þýzka- landi. Eina félagið, sem nokkuð getur við það ráðið að bæta hag þeirra her- teknu, er Rauðakross-félagið. Án slíks félags væri það næsta ókleift að senda fæðu eða fatnað til stríðsfanga í öðrum löndum. Það væri ekki hægt, að sýna með nokkurri vissu, hvert slíkir hlutir færu, eða hvort fangarnir nytu þeirra. Illmenskan og þjóðarhatrið í stríði, mundi sjá svo fyrir, að engin slík þægindi féllu föngunum í skaut. Skyld- menni fanganna mundu engar fréttir fá um heilsu þeirra og hag yfirleitt. Og það sem ef til vil er mest um vert, er að ekki er hægt að beita fangana þrælkun við vinnu vegna þess, að Rauða Krossin- um er það vald áskilið, en engum öðrum, að mega sjá og tala við fanga hvar sem er og hvernig sem á stendur. Áður en Rauðakross-félagið var stofn- að fyrir 75 árum voru kjör hertekinna manna oft hin herfilegustu. Á þá var oft ráðist af óvinunum, sem þeir bjuggu á meðal; þeir voru fæddir þegar eftir- litsmanni þeirra sýndist. Þeir liðu bæði hungur og klæðleysi og þegar stríðinu lauk, voru þeir látnir lausir og sagt að sjá fyrir sér sjálfum. Á meðal þjóðar, sem stríðshatrið bjó enn ríkt, urðu því hermennirnir lengi að dvelja og sumir komust auðvitað aldrei heim til sín. Það var til þess að bæta úr þessu og þvílíku, að Rauðakross-félagið var stofn- að. Það reyndi ár frá ári að bæta lög sín og síðasta verulega breytingin á þeim var gerð 1929 og samþykt af stjórnum 68 þjóða. Samkvæmt reglugerðinni, er föngum ekki bannað að vinna, en það á að vera sama vinna og hverjum öðrum er ætluð. Fæðan verður að vera hin sama og manna í hernum. En ekkert þar fram yfir eða að auki eins og hermenn njóta frá skyldmennum sínum og þegar þeim er leyft að vera heima. Afleiðing af óessu var, að margír fangar liðu hungur í síðasta stríði og töldu sér hafa orðið sendingar frá Rauða Krossinum til lífs. Þetta átti sér helst stað um þá, sem lengi voru fangar. Alþjóða nefndir eru skipaðar hér og iar til þess að sjá um að engar reglur séu brotnar, líta eftir að sendingarnar séu þær, sem sagt er að þær séu, og að ekkert sé á móti þjóðinni unnið, sem fangann geymir og honum sé í engu hjálpað til að strjúka. Sendingar frá Canada til Þýzkalands, fara t. d. til Sviss. Þar eru þær skoðaðar og síðan sendar föngunum og afhentar þeim per- sónulega af Rauðakross starfsmanni, undir gæzlu varðanna. Verkið sem þessu er samfara er ó- heyrilega mikið. En það og mikið meira er þó á sig leggjandi fyrir það, að hertekinna manna bíði ekki það sama og fyrrum. NOTIÐ VIЗSEGIR SAMBANDS- STJóRNIN Sambandsstjórnin bendir á að það spari mikið kaup á útlendri vöru, ef heimili í Canada notuðu yfirleitt við til upphitunar í stað kola, sem til ann- ara landa séu sótt. Af steinkolum segir stjórnin að inn- flutt séu árlega 3,400,000 tonn til heim- ilisþarfa. Ennfremur séu 1,800,000 tonn af linkolum flutt inn í landið. Einnig sé allmikið flutt inn af óhreinsaðri olíu til hitunar á heimilum. Hjá öllum þess- um innflutning, segir stjórnin að hægt sé að komast með því að brenna viði. Hann sé í raun og veru ódýrari en kolin. Eitt og einn fjórði cord af hörðum viði, svari, sem hitagjafi, til eins tonns af hörðum kolum. Sem stendur eru um 10 miljón cords af viði brent í Canada. Með því sparar Canada sér innflutning á 6,600,000 tonn- um af harðkolum. Nú þegar gengi á canadiskum peningum er svo lágt, er þetta mikið velferðarspursmál fyrir landið. Þjóðin verður að borga háu verði, alt sem út úr landinu þarf að sækja. Það er satt, að það er meira umstang við að brenna viði en olíu eða dýrum kolum, en það er bæði einstaklingnum og þjóðinni hagur, eins og nú er ástatt í peningamálunum. SÖGUR FRÁ NÝJA-ISLANDI Eftir Hólmfríði Daníelson I. ASTRÍÐUR Það var liðið langt fram á haust, árið 1906. Frumskógur Nýja-lslands stóð nú sviftur öllu sínu skrúði og lyfti. berum, ísköldum örmum til hæða. Var það sem svar við bæn hans að hin fyrsta haustmjöll féll nú hægt og þétt niður á hin visnu brjóst jarðarinnar. Hún strauk blíðlega um bera limi trjánna; hún kysti á vangann einstaka visið og einmana lauf, sem enn hélt sér dauðahaldi í kuln- aða grein; hún breiddist yfir lög og láð og lagðist mjúklega með ofurlitlum sorg- arsveiflum á tveggja mánaða gamalt leiði Einars ólafssonar, sem var fyrsti minnisvarði landnemanna í nýlendunni, sem að nefnd var Árdals-bygð. Það var sem ró og kyrð haustsins og hin fagra drifhvíta fönn tækjust í hendur og vildu breiða yfir og fela í skauti sinu, hinar visnuðu vonir sumarsins, sem hyljast í hjörtum mannanna barna. En í brjósti Ástriðar, hinnar ungu ekkju Einars heitins, bjó hvorki ró né friður; þar var ólgandi öldurót af sorg, örvænting og kvíða, en kvíðinn tók þó öllu fram, því það var framtíðin sem blasti við, hræðileg og óviss, — framtíð litlu föðurlausu barnanna hennar, fimm að tölu; þar við bættist tilhugsunin um það að fengi hún sjálf afborið hinn ógn- andi vetur sem nú fór í hönd, þá myndi að vori bætast við eitt enn í hópinn. En nú var ekki timi til að hugsa um það. Og þróttmiklu íslenzku konurnar, sem slitu sig frá ættlandi og ástvinum til þses að veita börnum sínum öruggari framtíð í ókunnu landi, voru yfirleitt ekki svo skapi farnar, að láta yfirbugast af sjálfsmeðaumkvun. Nú var fyrir Ástríði aðeins tími til að vinna, vaka og biðja. Eitt reiðarslagið enn hafði skoll- ið yfir litla heimilið: börnin lágu öll í mislingum. Á þessum árum voru misl- ingar mjög skæð hitasótt og oft banvæn bæði börnum og fullorðnum. Nágrannar Ástríðar, eins og algengt var meðal vest- ur-íslenzku frumherjanna, tóku mikla hlutdeild í kjörum hennar, og sýndu hjálpsemi eftir því sem framast var unt. Þeir drógu heim og söguðu við í eld- fætin, og reyndu að sjá um að hún hefði hinar allra nauðsynlegustu vistir. En þessar tvær kýr varð hún að hirða sjálf og gera öll fjósaverkin, því inn í fjósið þorði enginn manneskja að koma, — hvað þá heldur inn fyrir húsdyr — svo mikil var hræðslan við veikina! Kristín, elsta dóttir Ástríðar, sjö ára telpa, hafði veikst fyrst, og var nú farin að eigra um, máttlaus og aumingjaleg, og liðsinna hinum litlu sjúklingunum, gefa þeim að drekka, breiða ofan á þá, og láta í ofninn þegar mamma var úti. Rannveig litla, sex ára, hafði fyrstu dag- ana hjálpað mömmu sinni eftir megni, gert marga snúninga, og ruggað, og kveðið og meira að segja gengíð um gólf með litlu systir sem alt af skældi; en svo lagðist hún mjög þungt haldin og | var tvísýnt um líf hennar. Hafði þá “hómópati” sem var á ferð að vitja sjúkra í nágrenninu verið beðin að líta inn til Ástríðar. Skottulæknirinn lagði hendina á heita þrútna brá Rannveigar leit á tungu hennar, taldi æðar- slögin og sagði með spekings- svip: “Heilabólga á hæsta stigi! Veikin nær að likindum hámarki á þriðja degi hér frá og þá verður einhver breyting, til batnaðar eða . . .” Hér varð honum orðfall er hann leit í örvæntingarfull augu móður- innar; hann gaf nokkrar ráða- leysislegar ráðleggingar, — kvaddi í skyndi og fór. Nú var þriðji dagurinn að kveldi kominn. Börnin lágu nokkurn vegin róleg og hálf sofandi í litla svefnherberginu. Rannveig hafði legið í einskon- ar óráðs móki mestan hluta dagsins, svaf nú og andaði snöggt en reglulega. Ástríður gekk um gólf í fermri stofunni; hún staðnæmdist við gluggann og starði svefnþrungnum aug- um út í rökkrið og hríðina; gekk enn nokkur skref, hélt niðri í sér andanum og hlustaði við dyr svefnklefans; setti við í bæði eldfærin; settist í ruggu- stólinn, studdi hönd undir kinn og hvíslaði nokkur sundurlaus bænarorð; spratt upp, tók spýtu til að setja í ofninn, — en hann var þá alveg fullur ofninn..... Þá var klappað hægt á úti hurðina. Ástríður lauk upp. Úti stóð Sigrún Egilsdóttir, ná- grannakona og frænka henn- ar. En ekki stóð hún við dyrn- ar, heldur hafði hún fært sig spölkorn burtu eftir að gera vart við sig. Ástríður fleygði yfir sig sjali og gekk út til tals við Sigrúnu. Nú var orðið all skuggsýnt. — Stuttu afskornu trjábolirnir fyrir framan “sjantann” í skógarrjóðrinu, höfðu sett upp háar, hvítar húfur og stóðu teinréttir sem taflmenn á borði; og kyrðin og hin hvíta fönn umvöfðu alt! Þarna stóðu þær andspænis hver annari, þessar tvær frum- herja mæður og ekkjur: Ástríð- ur, ung, fíngerð, blíðlynd, við- kvæm og líttreynd; Sigrún, þrekleg, stál-hraust og marg- reynd í lífsbaráttunni; hafði hún mist mann sinn fyrir mörg- um árum, tekið heimilisréttar- land í Árdals-bygð og dreif nú áfram búskapinn með dugnaði og hetjuskap, ásamt þremur uppkomnum börnum sínum. — Þarna stóðu þær! Og þó þær bæru af trjábolunum sem drotningar af peðum, voru þær þó ekki aðeins peð á skákfjöl forlaganna? Sigrún spurði eftir börnun- um og grenslaðist til um vista- forða Ástríðar. “Og Rannveig litla,” sagði hún, “er hún ekk- ert betri?” “Guð veit það; hún sefur; þetta er nú þriðji dagurinn.” Ástríður talaði stillilega, en hún fann að hún var að missa stjórn á tilfinningum sínum; það voru þá að lokum nokkur hluttekningar orð og návist vinar sem fengu yfirbugað stillingu hennar. Sigrún veigr- aði sér við að skilja Ástríði eft- ir eina í þessari dauðans ang- ist. Þeim var mikið niðri fyr- ir, konunum, en samræður urðu fáar og slitróttar. Loks strauk Sigrún raunalega hvítu húfuna af einum trjábolnum, lagði á hann tveggja dala seð- il, mælti nokkur bænar- og hughreystingar orð, þurkaði sér um augun og sneri heim á leið venju fremur þung í spori. Ástríður tók andköf. Hún komst inn í húsið, fleygði sér niður í legubekkinn og titraði af niðurbældum ekka. Að eðlis- fari var hún lífsglöð og létt- lynd og lét ekki á sig fá þó ekki gengi alt að óskum. En frá því er hún, yngsta dóttir ástrikra foreldra, fór að heiman, höfðu hamslausar holskeflur á misk- unnarlausu hafi lífsins gengið yfir hana svo ótt að hinar fín- gerðu taugar hennar voru lam- aðar og slitnar. Fyrst og fremst var ferðin frá Islandi, með þrjú lítil börn, sjóveiki, vosbúð og allskonar erfiðleik- ar; þá dó elsta barnið. Svo tók við taugalamandi tímabil í Norður-Dakota, þá er Einar var fjarverandi í vinnu og hún ein með börnin. Fyrsta sumar- ið dundu yfir aftaka þrumu- veður svo að ætla mátti að heimsendir væri í nánd, því slíkt þekti hún ekki á Islandi; útlendir förumenn (tramps) ruddust inn í hsúið óboðnir, og heimtuðu mat og föt á máli sem hún skildi ekki; hún skildi aðeins að þeir ætluðu henni og börnunum eitthvað ílt! Þar næst var hrakningurinn til Nýja-íslands. ókunnug máli landsins, ferðaðist hún með fjögur börn á lest til Winnipeg, svo á bát eftir Winnipeg-vatni til Hnausa og seinasta áfang- ann tíu mílur vestur að Árdal, á sleða í kulda veðri. Einar fór fótgangandi alla leið frá Norður-Dakota og rak naut- gripina sína, þessar fáu skepn- ur sem voru öll þau auðæfi sem þeim hafði hlotnast í hinu nýja landi. Og nú að siðustu, ástvina missirinn, allsleysi, veikindi og algerð örvænting. Og öldurn- ar lukust yfir höfði hennar og lokuðu úti hinn síðasta geisla guðs náðar. Og hinn síðasti neisti hennar eigin hugrekkis og sjálfsdáðar? Var hann líka að kulna og deyja út nú. er mest lá á? Henni syhti fyr- ir augum og ógurlegur niður þrengdi sér inn að hlustum hennar og hún vissi ekki af sér...... “Gráttu ekki Ástríður mín!” Hún var þá komin heim til Is- lands; það var Rannveig móðir hennar sem var að tala um fyrir henni, með hinni sömu blíðu ró, festu og trúaðar- trausti, sem hafði einkent hana alla daga og gert hana að bjargföstum verndarvætti allra sem bágt áttu í sveitinni. — “Gráttu ekki. Islenzk hetja leggur ekki árar í bát þó róð- urinn gerist þungur. Með hverri aflraun vex þróttur og mann- dómur þjóða og einstaklinga. Og gleymdu ekki Ástriður mín, hvað það er sem hefir veitt okkur íslendingum kjark og þrek í baráttu lifsins; það er hin óbifanlega trú á Guð og hans handleiðslu sem víð vit- um að aldrei bregst.” . . . “Mamma . . . mamma. Eg er svo þyrst!” Ástríður hrökk upp með andfælum og ætlaði að þjóta inn koldimm göngin. En hún áttaði sig fljótt. Hún var ekki í göngunum heima í Lækjardal; það var Rannveig litla sem var að kalla, og það var orðið aldimt og kalt inni. Hún kveikti ljós og flýtti ser inn til barnanna. “Hvernig líður þér elskan?” “Ó mamma, mér er alveg batnað, en eg er svo þreytt.” Það var auðséð á útliti Rann- veigar að hún var mikið betri — komin yfir hættuna. Ljósið varpaði brosandi bjarma yfir litla hópinn. “Já, þau eru á- reiðanlega öll að frískast, guði sé lof!” Ástríður sjálf var ein- hvernvegin furðanlega endur- hrest eftir þennan stutta svefn. Hún brosti við börnunum og sagði: “Já, nú skal eg gefa ykkur súpu að borða og þið verðið að borða vel elskurnar, svo þið verðið stór og sterk og dugleg fyrir hana mömmu.” Og Ást- ríður fór glöð í geði að lífga við í eldfærunum og raulaði fyrir munni sér: “Því drottinn telur tárin mín, Eg trúi og huggast læt.” Framh. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og f jölbreyttasta íslenzka vikublaðið

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.