Heimskringla - 05.02.1941, Side 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. FEBRÚAR 1941
Hicimskrtttglci
(StofnuB 18S6)
Kemur út A hverjum miBvikudegt.
Elgendur:
THE VIKING PBESS LTD.
SS3 og SS5 Sargent Avenue, Winnipef
Talsimis 86 537
VerB blaösins er $3.00 árgangurlnn borglst
ryrirfram. Allar borganlr sendlst:
THE VIKING PRESS LTD.
311 yiBskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlat:
Manager J. B. SKAPTASON
S53 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINABSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskrlngla” is published
and printed by
THE VIKIMG PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 5. FEBRÚAR 1941
“SAGA ÍSLENDINGA 1
VESTURHEIMF’
Þá er nú komið út fyrsta bindi af hinu
mikla ritverki, “Sögu íslendinga í Vest-
urheimi”, er Þorsteinn Þ. Þorsteinsson
hefir í smíðum, fyrir hönd Þjóðræknis-
félagsins eða Soffonías Thorklessonar.
Maður er ekki á því hreina með hvers
forlag um kostnaðinn sér. Þrátt fyrir
þó á kápu bókarinnar standi að Þjóð-
ræknisfélagið sé útgefandinn, minnir oss
það vera aðeins aðstoð er það hét á
þinginu, er Mr. Thorkelsson sótti all fast,
að á söguritun þessari væri nú þegar
byrjað. Það er og víst, að um fram-
kvæmdir verksins hefir hann séð og
ráðið hvar prentun væri gerð. Stendur
og í formála bókarinnar, að Mr. S. Thor-
kelsson sjái um kostnað þessa fyrsta
bindis og skal honum það til innjeggs
fært. Hann hafði og söguritarann val-
inn eða ráðinn, og hafði þingið ekkert á
móti honum; það kaus og nefnd, er að-
stoða skildi í málinu á þann hátt sem
kostur væri á, en án fjárframlaga. En
fjárstyrk einhverjum var þó síðar lofað
af Þjóðræknisfélagsinu.
Á þetta er hér minst vegna þess, að
þeim er þetta ritar og líklegast fleiri fé-
lagsmönnum, virðist alt annað en að
Þjóðræknisfélagið hafi handa hafist í
þessu útgáfu-máli eða hafi nokkur á-
kvæði önnur gerð um það en þau, sem á
hefir verið minst. Þeim sem þennan
skilning leggja í þetta mál, kemur það
því á óvart, að sjá á þessu bindi nafn
Þjóðræknisfélagsins sem útgefenda sög-
unnar. Það er til að byrja með hálf
bágborið, að ástæða skuli vera til nokk-
urrar óvissu um þetta.
Ekki kunnum vér með vissu frá því að
segja, hvað bindin verða mörg eða hvað
stórt ritverk hér hefir verið ráðist í. Vér
höfum suma heyrt gizka á, að þau verði
fimm. Þetta fyrsta bindi er allstór bók
— um 250 blaðsíður, af saman þjöppuðu
lesmáli; myndir eru engar. Hefði þó
ekki átt illa við, að þessu fyrsta bindi
hefðu fylgt myndir af Islandi og Norður-
Ameríku. En ástæðan fyrir að fram hjá
þessu hefir verið gengið, er þó auðskilin;
hér er um útgáfu að ræða, sem dýr verð-
ur, þó alt sé sparað sem unt er.
Það er álit margra, að því fyr sem
byrjað er á þessari heildar sögunritun,
því betra sé það. Vér höfum aðra skoð-
un á þessu og höfum ávalt haft. Það er
að vorri skoðun meira vert, að safna
meiru til sögunnar en gert hefir verið.
Þó mikið hafi verið gert að þessu út um
bygðir íslendinga, er enn ein stærsta
bygðarsagan óskráð; það er saga Islend-
inga í Winnipeg. í þær bygðarsögur
þarf að koma sem mestu af frásögnum
og jafnvel smá-atvikum, því í heildar-
söguna er aldrei að vita, hvað af því
getur orðið að gagni. Þar sker tíminn
úr, en ekki aðrir. Hvað á lá með heild-
arsöguna, sem ekki verður nema yfirlit,
hvort sem er, bygðarsagnanna, sjáum
vér ekki. Og þar sem enn skortir eins
mikið á söfnun til sögunnar og á hefir
verið bent, hefðum vér miklu fremur
viljað sjá menn ráðna til þess, að full-
komna það verk, áður en á heildarsög-
unni var byrjað. Það er nokkurt vafa-
mál, að heildarsagan verði viðunanlega
skrifuð, án þess.
Söguritun er ekkert áhlaupa-verk. Þó
virðist sem hún hafi hér verið hafin með,
manni liggur við að segja, vestrænum
vélhraða. Á sama þjóðræknisþinginu og
málið er borið upp, er byrjað á sögu-
rituninni. Og henni er lokið, handritið
sent heim, bókin prentuð, bundin og
send aftur vestur — á lítið meira en einu
ári. Það ætti að kveða niður allan kvíða
um, að ókleift sé að koma starfi þessu
af, þar sem það virðist leikur að ljúka
einni bók á ári.
En hvað er nú um innihald þessa
fyrsta bindis? Gefur það góðar vonir
um það, sem búist er við, að sagan jafn-
an geri: tengi yngri og eldri kynslóðir
þjóðstofnsins saman, hvar sem eru, veki
og glæði meðvitundina um kosti hans og
þörfina á að bindast samtökum um
vernd þjóðararfsins? Að sumu leyti
gerir bindi þetta það, að öðru leyti ekki.
Það getur verið, að síðar verði vikið
að sumum skoðunum þeim, sem í þessu
bindi er haldið fram og athugasemdir
gerðar við þær. Hér skal aðeins bent á
það, sem segja má að sé meginatriði
þessa bindis, en það er að finna aðal
ástæðuna fyrir vesturferðum Islendinga.
1 því efni kemst höfundur að þeirri
niðurstöðu, að hún hafi fyrst og fremst
verið eldgos, hafís og illæri. Á annað
sem til greina kemur, er að vísu minst,
svo sem stjórnarfarslegt ófrelsi, illar
samgöngur, bág viðskifti og æfintýra-
þrá, er kitla tók þegar innflutningur til
Vesturheims frá öllum löndum heims
hófst. En eldurinn og ísinn og illæri,
eru þó aðal ástæðan, að dómi höfundar.
Til þess að sýna fram á þetta, eru flest
hin skaðvænlegri eld- og ísa-ár á íslandi
rakin alt til fyrsta goss Heklu 1104. Saga
ísáranna er eins nákvæmlega skráð.
Flest fjár- og mannfellis ár eru og talin
og þar sem þetta er alt áður skráð, bæði
af Þorvaldi Thoroddsen og fleirum, virt-
ist óþarft að verja eins miklu rúmi til
skráningar þessari harmsögu Islands og
gert er í þessu bindi. Um 60 blaðsíðum
bókarinnar er varið til þessarar upp-
talningar, og hinn langi kafli: “Útflutn-
ingsárin fram að 1890”, sem er milli 60
og 70 blaðsíður, er eiginlega útlagningin
af þessum textum. Verður það svo að
vera, til þess að sanna, að óblíða náttúru
íslands hafi verið orsök vestur flutning-
anna.
En þrátt fyrir þetta langa mál bókar-
innar um þetta efni, er það mjög vafa-
samt í huga vorum, að þessi sé aðal-
ástæða vesturflutninganna. Undan
sköttum og aðgerðarleysi stjórnar í að
bæta samgöngur og greiða leiðina að
markaði með því fyrir afurðir lands-
manna, var helzta umkvörtunarefnið,
þar sá er þetta ritar þekti til. Fátækt
stafaði í raun og veru ekki af því, að
auðsuppsprettur Islands væru litlar, eins
og hinu, hve ókleift reyndist að koma
framleiðslunni til markaðar. Það hefir
verið venja, að tala um íslenzka þjóð
bæði sem fámennan og fátæka. Þetta er
ein sú mesta fjarstæða, sem nokkru
sinni hefir verið sögð að því er fátæktina
snertir. Sjórinn var og er gullkista Is-
lands, og vafasamt hvort nokkurt land
á slíka tekjulind í samanburði við fólks-
fjölda. Hveitisléttur þessa lands eru
forðabúr þessarar þjóðar. Úr því skal
ekki lítið gert. En sjórinn við Island, er
fyllilega alls hveitisins hér í gildi fyrir
þjóð Islands, ef afurðir hans eru sér
réttilega notfærðar. Og sú framleiðslu-
grein er líklegri til að endast lengur en
gróðursælu slétturnar, vegna þess, að
við ísland er sjór svo blandaður, að
hvergi eru betri hrygningarstöðvar í
öllum heimi en þar. Af því leiðir að
ísland á þessi fiskimið, sem það er
öfundað af af öllum öðrum þjóðum.
Skoðun vor er, að orsök útfultning-
anna hafi komið utan að frá, hafi að^l-
lega verið þessi mikla hreyfing, er eins
og eldur í sinu braut út um allan heim,
er opnun hins mikla, auðuga og óbygða
lands í Vesturheimi átti sér stað. Það
getur hvert land hafa átt sína ástæðu til
að menn fýsti af landi burt, en vestur-
fararhreyfingin greip menn, hverjar sem
ástæðurnar voru heima fyrir. Æfintýra-
þráin var með henni vakin og þá er
vanalega ekki að lögum spurt.
Enn verra en það, hvað höfundur kann
að hafa fyrir sér í þessu, er hitt, að áhrif-
in af lestri þessara kafla geta ekki orðið
til þess að snúa hugum yngri manna hér
til íslands. Þar hefir tilgangurinn illa
snúist við í hendi söguritarans. Þess-
vegna að minsta kosti hefðum vér viljað
sjá minna af rúmi þessa bindis varið til
umræðna um þetta.
En þrátt fyrir það sem hér hefir nú
stúttlega verið drepið á, eru kostir bók-
arinnar margir. Einn er sá, að hún er
fjörlega skrifuð, óvanalega fjörlega fyrir
sögulegt verk eins og hér er um að ræða.
I öðrum köflum bókarinnar en hinum
áminstu, nýtur þessi f jörugi og skáldlegi
stíll höfundar sér vel, því þar er frá
mörgu hugðnæmu, fróðlegu og skemti-
legu sagt, ýmsu sem minnir mann vel á
að maður sé að lesa byrjunina að sögu
landa sinna vestra. 1 þessum köflum
sumum finnur maður og til og frá það
sem er uppistaða sögunnar og síðari
bækurnar verða óefað ívafið í.
Saga er aftast í þessu bindi endurbirt
úr tímaritinu “Sögu”, um moldarflutn-
ing að heiman, sem þó skáldsaga kunni
góð að vera, virðist ekki eiga heima í
þessu riti.
Kaflinn um fyrstu árin vestra, er fróð-
legur og sá er byrjar á að lesa hann, mun
ekki við hann skilja í miðjum hlíðum.
Eru þar margar frásagnir landa sjálfra
og þó raunablær sé yfir mörgu af því, er
það ekki óeðlilegt. Það munu fáir á
fyrri innflutningsárunum hér hafa mikið
af góðtíðindunum látið. Síðar, eða þegar
fram undir aldamót leið, munum vér þó,
að mjög gott hljóð var í bréfum flestra
að vestan enda hlaut þá mikið að hafa
breyst til batnaðar. En þetta fer þó svo
mikið eftir því hvernig “hittist á skap
manns og sál”, hvað um líðanina og
verustaðinn er sagt, hvort sem um ný
eða gömul heimkynni er að ræða, að á
því er ekki ávalt gott að henda reiður.
En þetta eru samt sem áður alt saman
draumar fyrstu áranna hér, ef ekki allur
veruleikinn og verður manni þessvegna
hugðnæmt.
Úr “Fréttum”, reykvísku blaði, eru
nokkrar lýsingar teknar af ástandi Ný-
íslendinga á fyrri árum. Blað þetta er
þó ekki hið sama og Skírnir tók að gefa
út til að sporna við vesturferðum og
sem blöðin hér vestra áttu í sennum við
fyrir “afvegaleiðslur” í fréttum sínum
og frásögnum? Það kann vel að vera að
svo sé ekki, en hví ekki að taka frétt-
irnar úr blöðum hér vestra t. d. blaði ný-
lendunnar, “Framfara”? Þær munu þar
hafa birst, þó eitthvað kunni þá að hafa
verið liðið frá viðburðunum.
En það sem þetta bindi fræðir menn
um, annað en ástæðurnar fyrir vestur-
förunum, eru hvað margir hafa vestur
farið ár frá ári, eða því sem næst, um
ferðalög vesturfaranna og hvað hinna
fyrstu beið hér. Er þarna samandreginn
mikill fróðleikur, að vísu gamall, en
safnað samt. Er ef til vill full mikið týnt
til af þýðingarlitlum atvikum til þess,
að auðvelt sé að koma þeim skipulega
fyrir. Það slítur oft efnisþráðinn og það
er aldrei gott. Á þessu ber dálítið í þessu
bindi. Niðurröðun efnisins er ekki ávalt
eðlileg.
Það sem maður saknar í þessari bók,
er kafli í byrjun hennar um kosti ís-
lenzka þjóðstofnsins, frægð og hreysti
hans fyr og síðar, andleg og líkamleg
afrek. Þessu er meiri þörf að halda á
lofti hér, þar sem alger gleymska ríkir
um þetta í uppeldi og kenslumálum
þessa lands og æskan veit ekki sitt rjúk-
andi ráð um, og fær í sögu áa sinna hér
enga leiðbeiningu um þetta, en í stað
þess frásagnir um illæri svo mikil, að
þau geta varla dregið af því aðra álykt-
un en þá, að landið hafi alderi verið
byggilegt hvítum mönnum og frá þeim,
sem þaðan komu, sé ekki neins að vænta.
í lok þessa fyrsta bindis eða inngangs
að sögunni, hefði og verið viðeigandi
að stutt yfirlit hefði verið gefið um hag
þessara landa, sem Islendingar voru að
flytja til, Canada og Bandaríkjanna. Það
hefði haft mjög mikið sögulegt gildi og
kastað Ijósi á marga frásögnina siðar.
Á einum stað er varið tveimur eða
þremur þéttskrifuðum blaðsíðum til að
benda á ártalsskekkju í grein, er dr. R.
Pétursson heitinn reit í fyrsta árgang
Tímarits Þjóðræknisfélagsins. Þetta er
engin ártalsskekkja, því dr. R. P. er að-
eins að benda á, að í grein skrifaðri af
manni heiman af íslandi og birt í þriðja
árgangi Heimskringlu, sé minst á, að á
þriðja hundrað manns hafi farið að
heiman 1872, og ætlast sjáanlega til,
vegna þess að hann tiltekur þessa heim-
ild, að hún sé frekar rannsökuð. 1 þess-
ari grein er tekið fram alt um stóra
hópinn fyrsta af Norðurlandi er fór 1873
að heiman. Má af því sjá, að hér er ekki
um það að ræða, að nokkru hafi verið
ruglað saman um þessa vesturfararhópa.
Og frekari rannsóknir en þær, er dr. R.
P. gerði í grein sinni 1932 í Tímariti
Þjóðræknisfélagsins um tölu fslendinga í
Vesturheimi, hefir ekki verið gerð af
öðrum enn sem komið er. Slíkur elting-
arleikur og í þessu kemur fram, er væg-
ast talað ósmekklegur í sögulegu riti.
Annars eru greinar dr. R. P. um Samtök
íslendinga í Vesturheimi, sú fróðleiks-
lind, sem ekki verður framhjá
gengið, þegar um söguleg mál
vor Vestur-fslendinga er að
ræða. Um það munu hvorki
Þ. Þ. Þ. eða þeir sem svipaða
skoðun hafa og hann, hafa síð-
asta orðið.
Þetta er nú það sem maður
hefir í fljótu bragði um bókina
að segja. Hún er eins og á
hefir verið bent upphaf að
stóru ritverki um oss Vestur-
íslendinga sem miklu varðar,
að vandað sé sem bezt til og
betur í framtíðinni, en sagt
verður um þetta bindi. Nefnd-
in frá Þjóðræknisfélaginu, sem
valin var til að líta eftir starf-
inu, en sem virðist ekki hafa
komið þar nærri, á hér fyrir
nokkuð að svara. Þessi heild-
arsöguritun krefst að vera
gerð að dómi fleiri góðra
manna en eins. Það er það
sem vér vildum draga athygli
að með framanskráðri grein.
50 Á R
(Flutt við setningu ársfundar
Sambandssafnaðar í Winnipeg
2. feb. af B. E. Johnson. forseta)
Fyrir 50 árum síðan, mynd-
aðist söfnuður meðal íslend-
inga í Winnipeg, smár hópur
manna sem vildu eiga sig sjálf-
ir í trúarlegum skilningi, hópur
manna og kvenna sem vildu
brjóta á bak aftur hjátrú og
hindurvitni og úreltar kenning-
ar, sem ekki gátu samrýmst
skynsemi mannsandans og nú-
tíðar menning og framsókn. í
fimtíu ár hefir þessi hreyfing
lifað og magnast til að gefa líf
og Ijós í huga og hjarta margra,
margra íslendinga. í 50 ár
hefir þessi hreyfing lifað og
dafnað meðal íslendinga hér í
bæ og er nú Sambandssöfnuður
í Winnipeg. í 50 ár hefir fán-
anum verið haldið á lofti til að
færa gleði og gæfu inn í ein-
staklings líf hvers Islendings
hér í bæ sem hefir fundið nauð-
syn fyrir frið og frelsi í sínu
daglega lífi. 1 50 ár hafa svo
margir að við vitum ei tölu á,
fundið hrifning þessa andlega
frelsis, sem gerir lífið göfugra
og gleðiríkara og breiðir birtu
sannleika og sigurs yfir at-
hafnir þeirra.
Upp með hug og hjarta manns,
Hirð ei hvort það nokkur lofar,
Smjaðri og lasti lýðsins ofar,
Leita sjálfur sannleikans —
hefir verið mottó hinnar frjáls-
lyndu trúarhreyfingar í þessi
50 ár, og þessi frjálslyndi hóp-
ur, þó hann hafi aldrei orðið
stór hefir fundið göfgi lífsins í
frjálsri andlegri framsókn og
skynsamlegri ígrundun á trú-
arlegum skilyrðum lífsins.
Hin fræga setning Chur-
chills: Aldrei í sögunni hafa
svo margir átt svo fáum mikið
að þakka, finst mér eiga vel
við fólk af íslenzku bergi brot-
ið hér í þessum bæ í trúarleg-
um skilningi. Mér finst að ís-
lendingar yfirleitt eigi þessum
frjálslynda hóp sem hefir
starfað í 50 ár, svo mikið að
þakka að sú skuld verði aldrei
borguð í andlegum skilningi.
Mér er enn óskiljanlegt hvað
margir íslendingar geta fengið
sig til að skrifa nöfn sín undir
þann sáttmála sem er í mót-
sögn við alla skynsamlega í-
grundun og í mótsögn við nú-
tíðar menning og rannsókn, og
í mótsögn við alt sem lifið
sjálft og sannleikurinn hefir að
bjóða.
Ef til vill er það okkar frjálsa
hóp að kenna að hafa ekki gert
meir að því að breiða út þann
sannleika og frelsi andans sem
við sjálf höfum öðlast, og án
tilraunar látið of marga lifa
enn í myrkri miðalda kenninga
og hindurvitna sem eru í ósam-
ræmi við sannleika og þekking
nútímans.
Á þessu nýbyrjaða ári finn-
um við í þessum smáa hóp,
skyldleikann með þeim sem
berjast fyrir einstaklings og
andlegu frelsi á þessum tímum.
Við finnum á þessum tímum til
skyldleikans við hina brezku
þjóð og hjálparmanna hennar, í
baráttunni fyrir andlegu frelsi
og einstaklings réttindum. Við
í okkar hóp finnum svo margt
sameiginlegt í þessari baráttu
fyrir frelsi og friðarljósi lífsins
sem á, samkvæmt kenningu og
lífi Krists, að breiða göfgi og
gæði lífsins til allra manna.
1 kvæði sem St. G. St. orti
til séra Rögnvaldár Pétursson-
ar árið 1925 er þetta sagt:
Gott er að heilsa heilum
Hofgoða í ranni
Komu sveit í kvöld;
Prúðum í dáð og deilum
Dyggum landnámsmanni
Fjórðungsferð úr öld,
Sem hefir trútt í arfi vorum
annast
Alt, sem vissi frjálsast, djarf-
ast, sannast.
1 þessum anda byrjum við
hið 51 ár í baráttunni fyrir
frelsi og sannleika. í anda
frumherja hins andlega frelsis
meðal íslendinga hér í bæ fyrir
50 árum, höldum við í þessum
söfnuði áfram að glæða þá
hugsjón sem við álítum göfuga
og góða í lífinu og hverjum
einstakling fyrir bestu í hans
daglega lífi.
í anda og minningu hins and-
lega göfugmennis, séra Rögn-
valdar Péturssonar:
Sem hefir trútt í arfi vorum
annast
Alt, sem vissi frjálsast, djarf-
ast, sannast.
byrjum við nýtt ár með hug-
rekki, staðfestu og von í leit
eftir andlegu frelsi og ljósi í
voru daglega lífi.
MOLAR
Sumum okkar fanst skrítið,
þegar við fyrst komum til
Bandaríkjanna frá Norðurálf-
unni, hvernig alt var miðað við
dollara. . . Mesta hrósyrðið,
sem venjulegur Bandaríkja-
maður getur gefið konu, er, að
hún líti út eins og “miljón doll-
arar” . . . og oft heyrir maður
setningar eins og “miljón doll-
ara bros” eða “miljón dollara
fætur” og fleira þvílíkt, þegar
þeir tala um konur... Augsýni-
lega eru miljón dollarar það
fegursta, sem þeir g^ta hugsað
sér — það eru víst annars ekki
margir, sem séð hafa þá sjón
berum augum — og það er sú
líking, sem þeim fyrst dettur í
hug, þegar þeir sjá eitthvað
sem hrífur þá. . . Stærð er mik-
ils metin hér . . . stærð pen-
ingaupphæðar, stærð lands eða
stærð þjóðar o. s. frv.... það er
eins og alt, sem stórt er, hljóti
að vera mikils virði og það sem
smátt er, geti varla verið upp á
marga fiska.
Eg var að velta þessum hugs-
unarhætti fyrir mér á dögun-
um, þegar blöðin voru að fjalla
um, að skip hlutlausu þjóðanna
ættu að afhendast Bretlandi
(seinna hefir því verið haldið
fram, að þetta myndi ekki
verða gert) . . . þarna var þá t.
d. minst á, að “jafnvel litlu og
ómekrilegu skipin hennar Dan-
merkur litlu“ myndu ofurseld
Englandi. . . Og þarna voru
Bandaríkjamenn lifandi komn-
ir! Vegna þess, að Danmörk
er lítil — og enginn er að neita
því, að hún er lítil — þá hlýtur
alt, sem danskt er að vera lítil-
fjörlegt . . . þeim datt auðvitað
ekki í hug að afla sér upplýs-
inga um málið, þessum herrum,
en þá hefði sem sé komið á
daginn, að Danir eru frægir
fyrir skipagerð sína og dönsk
skip skara fram úr flestum öðr-
um skipum að útbúnaði. . .
Kannske hefðu þeir komist að
því um leið, að skipaflotinn