Heimskringla


Heimskringla - 05.02.1941, Qupperneq 8

Heimskringla - 05.02.1941, Qupperneq 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. FEBRÚAR 1941 FJÆR OG NÆR Heimskringla hefir náms- skeið (scholarship) til sölu á beztu verzlunarskólum þessa fylkis. — Það er hverjum sem nám hugsar sér að stunda á þessu hausti eða vetri hagur að sjá oss því viðvíkjandi. * * * MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANBSKIRKJUNUM Messur i Winnipeg N. k. sunnudag verður haldið upp á Ungmennadaginn í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg við morgunguðsþjónustuna kl. 11 f. h. Messan verður undir um- sjón ungmennafélagsins. Ræð- una flytur Mr. Jónas Thor- steinsson, og verður hann að- stoðaður af Miss Marín Stef- ánsson. Önnur ungmenni taka einnig þátt í því að sjá um guðsþjónustuna með því að leiða til sæta, taka samskot o. s. frv. Við kvöld guðsþjónustuna messar séra Philip M. Péturs- son. Umræðuefni hans, í til- efni af ársfundinum sem hald- inn verður að lokinni guðs- þjónustu “Stefnum áfram”. Fjölmennið við báðar guðsþjón- usturnar. * * * Séra Guðm. Árnason messar næstkomandi sunundag þann 8. þ. m. á Lundar, og á Oak Point þann 16. * * * Final arrangements have been made for the Jón Sigurd- son Chapter I. O. D. E. Dance and Bridge which will take place in the Marlborough Hotel Friday Feb. 14th at 8.15 p.m. Patronesses are Mrs. R. F. Mc- McWilliams, Mrs. Colin H. Campbell O.B.E., Mrs. A. J. Hughes, Mrs. R. F. Rorke, Mrs. B. J. Brandson and Mrs. Paul Bardal. Icelandic soldiers are guests of the chapter that even- ing and are asked to get in touch with the regent, Mrs. J B. Skaptason, phone 73 298 or the convenor, Mrs. E. A. Isfeld, phone 30 292. Gifting Laugardaginn 1. þ. m. fór fram giftingarathöfn að heim- ili séra Philip M. Pétursson, er hann gaf saman í hjónaband Murray James Wiggins af írsk- um ættum, og Miss Bertha Guðbjörg Björnsson, dóttur Hjörleifs heitins Björnssonar og Elínar Engilleifsdóttur til heimilis í Piney, Man Við- stödd voru foreldrar brúðgum- ans og vinir beggja brúðhjón- anna. * * * Junior Icelandic League News A TALLY-HO party is plan- ned for members and their friends on Sunday evening, Feb. 9th. As definite arrange- ments cannot be made without knowing the approximate num- ber of persons desiring to at- tend this outing, please get in touch with Harold Johnson, Ph. 89 163 or George Ásgeirson, Ph. 71182 by Saturday. The Time—8.30 p.m. Sun. Feb. 9th. The Place—J. B. Academy, Home St. The Cost—35c per person. * * * Gjafir í Blómasjóð Sumarheim- ilis ísl. barna að Hnausa, Man.: Sambandssafnaðar kvenfél. að Oak Point, Man.......$5.00 —FUNDARBOЗ Til Vestur-íslenzkra hluthafa í h.f. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Útnefningarfundur verður haldinn að 910 Palmerston Ave., Winnipeg, á fimtudaginn 27. febrúar 1941 kl. 7.30 e. h. Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera í vali að kjósa um á ársfundi félagsins sem haldinn verður í júnímánuði næstkomandi í stað Árna Eggertssonar, sem þá verður búinn að útenda sitt tveggja ára tímabil. Ásmundur P. Jóhannsson Árni Eggertson frumsamin kvæði. Og þar fáið þið að sjá og heyra sönglistina í mörgum myndum, því þar verður barnakórinn og að öll- um líkindum blandaður kór og sóló söngvarar. Og ýmislegt fleira, sem ekki er ákveðið um enn, en verður auglýst siðar. Ekki ætti það heldur að draga úr aðsókninni á “mótið” að fimm ungar stúlkur í ein- kennisbúningi spila á mörg mismunandi hljóðfæri fyrir dansinum, af tign og tækni. Veitingarnar verða öllum að skapi, því þar verður eitthvað fyrir alla af íslenzkum réttum og sælgæti, nema kannske ekki súr svið né súr hvalur. — Borð verða skreytt með blómum og ,, jólaljósum, en um beina ganga í minningu um Katrinu Skula- kufagrar ungfrúr í íslenzk- son, nýlega látin að Oak Pomt. um búningum. Dr. Ingimundson verður staddur í Riverton þriðjudag- inn 11. feb. McCURDY SUPPLy CO., LTD. COAL & WOOD Hafa kolin og viðin sem þú hefir verið að óska eftir 'Winneco*' Coke "Semet Solvay" Coke Foothills Pocahontas • Þeir hafa reynsluna fyrir sér, og eru áreiðanlegir í öllum sínum viðskiftum og þeir þekkja eldiviðinn sem þið þarfnist. Simið 23 811—23 812 Meðtekið með þakklæti, Emma von Renesse —Árborg, * Man. 31. jan. 1941. * * * "Frónsmótið fyrir dyrum Eins og Islendingdagurinn er vinsælasta og f jölsóttasta sum- arsamkoma okkar Islendinga vestan hafs, eins er miðsvetrar- samkoma “Fróns” vinsælasta, fjölbreyttasta, þjóðlegasta og eftirsóknarverðasta samkoma okkar hér að vetrinum. Við báða þessa mannfagnaði eru íslendingar tegndir svo sterk- um böndum, að þeir mega ekki falla niður, meðan andinn starfar að óðar- hreimi, og “íslenzkan lifir í Vestur- heimi.” Annars er ekki hægt að skýra með orðum einum, frá öllu því ánægjulega og fagra, sem þar fer fram. Þið megið til með að reyna að koma, öl' sem getið, og sannfæra ykkur um það sjálf. Davíð Björnsson “Fróns”-mótið ber nú bráð- um að garði vorum. Verið við- búnir að fagna því, og fjöl- menna til þess. Það er ástæðu- laust að eyða mörgum orðum í sambandi við allar þær víð- tæku skemtistundir, sem Fróns”-mótið hefir fært oss heim. En það get eg fullvisaað ykkur um, að vart munuð þið á öðru “móti” geta skemt ykkur betur, en því, sem nú fer í hönd, því þar munuð þið sjá, heyra og kynnast svo ótal mörgu og mörgum, sem þið hafið ekki haft tækifæri á að kynnast fyrr. Ungur mentamaður frá Is- landi, Þórhallur Ásgeirsson, heldur ræðu, og auk hans verða þar að öllum líkindum, margir fleiri stúdentar að heiman, sem dvelja um þessar mundir við nám hér vestan hafs, og veit eg allir hafa gam- an af að komast í kynni við þá. Tvö góð skáld, sem síðar verða auglýst hver eru, flytja Yðar þjónn . . . EATON’S Contract Department Hvort sem um er að ræða húsgögn fyrir alt heim- ilið—eða endurbót á nokkrum þeirra, sem ekki kostar mikið—þá gefur EATON CONTRACT DEPARTMENT yður verð á því, sem sparar yður peninga. The EATON CONTRACT DEPARTMENT, er í yðar þjónustu með að útvega: húsáhöld, gólf-klæði, gardínur, hengi, glugga-útiskýli, litglugga, vatnsleiðslu viðgerðir, raf- kælira, ábreiður og línlök, ryksugur, rafáhöld, Kína glervöru o. s. frv. Símið oss í dag eða komið við hjá oss. Contract Department, Sixth Floor, Portage ^T. EATON Merkir samtíðarmenn Undir þessari fyrirsögn hefir Sigurður meistari Skúlason undanfarið birt í timariti sínu “Samtíðinni” stutt æfágrip og myndir erlendra og íslenzkra forystumanna og kvenna á ýmsum sviðum. Skipqr hann jafnan íslending í öndvegis- rúmið á þeirri blaðsíðu rits síns. 1 smágreinaflokki þessum hafa meðal annars birst æfi ágrip Einars skálds Benedikts- sonar, Einars Jónssonar mynd- höggvara, Sigurgeirs Sigurðs- sonar biskups, Bjarna Jónsson- ar vígslubiskups, séra Jakobs Kristinssonar fræðslumála- stjóra, Sigurjóns Péturssonar í- þróttafrömuðar og Páls Isólfs- sonar tónskálds. Nýlega kom í þessum þáttum æfiágrip dr. Richards Beck. Er þar rakinn æfiferill hans og námsferill í höfuðdráttum, skýrt frá ritstörfum hans og fyrirlestrahöldum um íslenzk efni og frá þátttöku hans í vestur-íslenzkum félagsmálum. Lýkur greininni með þessum ummælum: “Hann er eldheitur ættjarðarvinur og ómetanlegur útvörður íslenzkrar menningar vestra.” Tilkynning Eg er nú búinn að selja alt sem mér var sent af skáldsög- unni eftir Davíð frá Fagra- skógi, Sólon Islandus, og get eg því ekki afgreitt fleiri pant- anir að henni fyrst um sinn. En eg vona að fá fleiri eintök síð- ar, og væri þá snjallræði fyrir þá sem vildu sitja í fyrirrúmi að senda mér pöntun, en ekki borgun fyr en þeir fá bækurn- ar. Útgefandinn segir mér í bréfi að þessar bækur Davíðs hafi selst svo ört á íslandi, að þess séu ekki dæmi með nokkra aðra bók um margra ára skeið. Magnus Peterson 313 Horace St., Norwood, Man. SARGENT TAXI and TRANSFER SÍMI 34 555 eða 34 557 7241/2 Sargent Ave. Contracts Solicited Við höfum nýlega fengið birgðir af HANGIKJÖTI Verðið er 16 cents pundið. Skal senda express ef nauðsyn krefur. Tom Gelmon General Merchant LUNDAR MANITOBA Heimilisiðnaðarfélagið held- ur næsta fund miðvikudagskv 12. feb. að heimili Mrs. Ágúst Blöndal, 806 Victor St. Byrjar kl. 8 e. h. * • * Leiðrétting Kæri ritstjóri: f grein minni, sem birtist í síðasta blaði Heimskringlu, er meinleg prentvilla; nafninu Plinius er breytt í Ulinius. Það getur meira en verið, að það tiafi einhverntíma verið til ein- hver Ulinius, eg segi ekkert um það, en eg átti við Plinius, náttúrufræðinginn og rithöf- undinn rómverska, og eg álít, að það ætti engum að líðast að breyta nafni hans. Jón úr Flóanum * « * Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 9. febrúar—1. s.d. í níu vikna föstu — Sunnudaga- skóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Sigurður ólafsson Gestir í bænum voru fyrir helgina: Dr. Richard Beck frá Grand Forks, Sveinn Thorvald- son, M.B.E., frá Riverton, báðir í erindum stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, en að þingi þess fer nú óðum að líða, þessari þríhelgu hátíð Vestur- íslendinga. Það er bezt fyrir menn að fara nú þegar að ráða ráðum sínum um að sækja þingið og skemta sér í hópi landa sinna. Það eru nógu margir dagar í árinu til að sýta og vola þó því sé gleymt þessa 3 daga. * * * Dánarfregn Jón Jónsson, smiður, fullra 88 ára að aldri, andaðist að heimili sínu í Selkirk, Man., þann 24. jan. eftir stutta legu. Hann var fæddur að Stóra- Steinsvaði í Kirkjubæjarsókn í Norður-Múlasýslu 9. des. 1853. Foreldrar hans voru Jón Jóns- son, smiður, og kona hans Rannveig Jónsdóttir. Hann nam ungur trésmíði í Kaup- mannahöfn. Þann 13. okt. 1888 gekk hann að eiga Guðlaugu Maríu Sigfúsdóttir frá Straumi Hróarstungu. Þau fluttu vestur um haf 1893, dvöldu eitt ár í Winnipeg-borg, en síðan í Selkirk. Af 9 börnum þeirra lifa 5 synir, og ein dóttir, alt mannvænlegt og efnilegt fólk. Meðal sona Jóns og eftirlifandi ekkju hans er Dr. Eyjólfur æknir í Selkirk. Stórt starf og vel unnið verk hefir þessi þreytti faðir, er nú hefir öðlast hvíld, af hendi leyst ásamt henni sem eftir er skilin, og nú horfir yfir minningaþrunginn og annríkan æfidag, þakklát í huga fyrir annir dagsins, á- byrgð og sigurvinninga. Sambæjarmenn fjölmentu við kveðjuathöfnina er fór fram þann 27. jan. frá heimilinu og lútersku kirkjunni í Selkirk. Sigurður ólafsson * * • í síðasta tölublaði slæddist prentvilla inn í greinina “Eftir reikningi Hitlers”. Þar segir að þjóðtekjur Frakka séu 290 miljónir, en átti að vera 290 biljónir. 1 blaðinu 15. jan. var einnig prentvilla í fréttagrein- inni um gullforða Frakka á Martinique. Hann er rúmar 945 miljón dollarar, en ekki eins og misprentaðist 9454 miljónir. * * * Islenzkt miðsvetrarmót verð- ur haldið í kirkju Hallgríms- safnaðar í Seattle föstudaginn 14. febrúar kl. 6 e. h. Verður tilreidd al-íslenzkt máltíð. — Meðal rétta verður skyr, hangikét, svið og fl. Alt verð- ur hið vandaðasta eins og und- anfarin ár. Kl. 8 e. h. verður stutt en vönduð skemtiskrá eins og líka hefir verið vandi til. Ágætt tækifæri fyrir ís- lendinga víðsvegar að á strönd- inni að hittast og eiga saman ánægjulegt kvöld. * * * The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church are having a “Valentine Social” in the Church parlor on Feb. 11 at 8.15 p.m. A very attractive programme is being arranged. The artists taking part are: Mrs. Frank Thorolfsson, Mrs. Eleanor Edmunds, Kerr Wilson. Also the Old Family Album will be shown on the screen under the able direction of Dr. A. Blondal. Refreshments will be served. Admission 25 cents. Come and see your picture on the screen! * • • Eftirfarandi meðlimir stúkn- anna Heklu og Skuld eru í vali ‘fyrir fulltrúanefnd Ice- landic Good Templars of Win- nipeg, fyrir næsta ár. Fer kosningin fram fimtudagskv. 6. febrúar 1941, frá kl. 8 til 10 e. h. Meðlimir eru ámintir um að fjölmenna á fundinn. Bardal, Mrs. A. S. Beck, J. Th. Bjarnason, G. M. Eggertsson, Ásbj. Eydal, S. Finnbogason, C. H. Hallson, G. E. ísfeld, H. Jóhannsson, Mrs. G. Magnússon, Mrs. Vala Sigurðsson, Eyvindur Skaftfeld, H. MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: ó hverjum sunnudegi Kl. 11’ f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngœfingar: íslenzkri söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, v Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þ j óðrœknisf élaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. !################################## Tuttugasta og annað ársþing Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi verður haldið dag- ana 24., 25. og 26. febrúar n. k. og hefst með venjulegum hætti á mánudaginn þann 24. kl. 9.30 f.h. í aðalsal Good Teemplars Hall. Dagskrá þingsins verður birt síðar. Samkvæmt 21. grein laga fé- lagsins er deildum utan Winni- peg borgar heimilt að senda fulltrúa á þing, er farið geta hver um sig með alt að tuttugu atkvæði fjarverandi félags- manna. Umboðið skal vera skriflegt, og undirskrifað af forseta og skrifara hlutaðeig- andi deilda. Fyrir hönd stjórnarnefndar, V. J. Eylands, skrifari Andrés, sem vinnur fyrir tímakaupi, kemur með reikn- ing, þar sem suma daga eru reiknaðir 24 tímar og einn dag- inn jafnvel 25. Vinnuveitandinn: Þó að þú getir unnið 24 stundir á dag, þá er ekkert við því að segja. En hverng í ósköpunum hefirðu getað komist upp í 25 stundir á dag? Andrés: Jú, þann daginn vann eg í miðdegismatarhléinu. Kaupið Alt Canadiskt! Ef þú kaupir canadiskar vörur, þá eflirðu með því atvinnu í Canada og hjálpar bæði beinlínis og óbeinlínis með því til að afla þess fjár er með þarf til þess að vinna stríðið. .The Wawanesa Mutual Insurance Company Stofnað 1896 Aðalskrifstofa: WAWANESA, MAN. G. P. SHEARER, Branch Manager 405 National Trust Bldg., Winnipeg, Man. ÚTIBÖ FRA HAFI TIL HAFS Vancouver, Edmonton, Saskatoon, Winnipeg, Toronto, Montreal, Moncton . * Al-Canadiskt Félag ÁRSFUNDUR SAMBANDSSAFNAÐAR í WINNIPEG . SUNNUDAGINN 9. FEBRÚAR eftir Guðsþjónustu Kosning embœttismanna, skýrslur lesnar, o. fl. Eru allir safnaðarmeðlimir beðnir að fjölmenna bæði kvöldin.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.