Heimskringla - 12.02.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.02.1941, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. FEBR. 1941 Er hann var kominn inn yrti hann á ein eygða konu, sem var fádæmislega skitin i framan, og spurði hana eftir sérstökum manni. Gamla konan fór með hann sam- stundis upp eftir hrörlegum stiga og bauð honum inn í lítið herbgi í bakhluta hússins, þar sat maður með mikið yfirskegg og lævís- leg augu og virtist vera að bíða eftir Barras. “Jæja,” sagði Barras, “jæja?” “Þetta hefir alt saman gengið ágætlega senor,” svaraði maðurinn. “Alt hefir gengið vel og ekkert hefir gleymst.” “Getið þér treyst skipshöfninni fullkom- lega?” spurði Barras. “Skipshöfnina hefi eg sjálfur valið,” svar- aði maðurinn. “Og samkvæmt fyrirskipun- um yðar ,er ekki einn einasti Evrópumaður meðal hennar. Þeir eru flestir þeirra frá Suðurhafseyjunum, og eru reiðubúnir að gera hvað sem er fyrir peninga án þess að spyrja um ástæðurnar. Eg verð að borga þeim mikið kaup.” Barras bandaði hendinni óþolinmæðis- lega. Hann horfði hvast á manninn, eins og hann reyndi að lesa instu hugsanir hans. Hann gekk lengi fram og aftur um gólfið niðursokkinn í hugsanir sínar, og sneri sér svo loks að manninum og kveikti sér í vindl- ingi. “Segið mér eitt Carlos,” sagði hann, “hvað heldur skipshöfnin um þetta ferðalag. Og hvað segja yfirmennirnir um þetta?” Carlos glotti svo að skein í gular tenn- urnar. “Það er nú best að minnast sem minst á yfirmennina,” sagði hann. “Þeir eru góðir sjómenn, en flestir þeirra eru í þeim ástæð- um, að þeim þótti vænt um að hverfa frá Buenos Aires, vegna þess að stutt dvöl í burtu frá ströndum föðurlandsins gerði þeim frekar gott en ilt. En annars halda þeir að þeir séu að vinna að smyglun. Eg hefi sagt þeim að stóru kassarnir séu fullir af vopnum.” “Gott er það,” svaraði Barras ánægður. “Og gamli maðurinn, sem eg talaði við yður um. Skrítni, gamli maðurinn sem bróðir yðar Jóse átti að flytja niður að ströndinni?” “Hann er um borð í skipinu, senor,” svar- aði Carlos. “Það er meinlaus, gamall maður, og lét eg hann hafa klefa út af fyrir sig, eins og þér lögðuð fyrir. Ef við gefum honum mat spyr hann ekki um neitt. Sá gamli mað- ur er sannarlegt prúðmenni, Senor.” 28. Kap.—Slys. Barras lagði hendina á öxl mannsins. “Þetta er gott Carlos, alveg ágætt,” sagði hann. “Ef alt gengur vel skuluð þér fá mak- leg laun, eins og eg hét yður. Mér er mikil hugfró að heyra að gamli herramaðurinn er heill á húfi. Eg hefi aldrei verið óhræddur um hann fyr en nú. Því sjáið þér til, líf hans var í hættu þarna, sem hann var. Eg býst við að þér hafið ekki minstu hugmynd um hver hann er?” “Nei,” svaraði Carlos, “það kemur mér ekkert við, senor. Eg átti að flytja hann þaðan, sem hann var og til Buenos Aires og flytja hann svo á laun um borð í snekkjuna. Þegar eg sagði gamla manninum að hann ætti að fara til Englands þá brosir hann og hefir ekkert á móti því.” “Og honum þótti vænt um að fara með ykkur?” spurði Barras. “Já, það þótti honum, senor. Hann var eins og barn, sem einhver hefir lofað tungl- inu. Hann hló og grét og gekk með okkur, dulklæddur eins og gömul kona, og þegar ■hann sá skipið, fór hann að gráta og sagði mér að hann ætlaði til Englands til að sjá dóttur sína ennþá einu sinni. Svo flutti eg hann um borð og lét hann inn í klefann, en þar hefir hann verið síðan og engan séð nema mig.” “Æ, það var gott,” sagði Barras. “Þér hafið auðsæilega fylgt fyrirmælum mínum með trú og dygð, og sjómennirnir álitu að hann sé kvenmaður?” “Svei þeim!” sagði Carlos með fyrirlitn- ingu. “Þeir vita ekki neitt og þeim stendur alveg á sama um þetta. Þeir halda að far- þegi vor, sé gömul vinnukona, sem gerð hefir verið rugluð af eftirlæti meinlausra húsbænda sinna. Þeir eru ekki fornvitnir, Senor. Á meðan þeir fá nóg að éta og drekka, er þeim sama um alt og alla.” “Já, það er rétt,” sagði Barras. “Eg vil gjama að þeim líði vel, og hvað gamla mann- inn snertir þá eru þetta dutlungar mínir. Þegar eg hefi skilað honum af mér til vina hans á Englandi, hrði eg ekkert meira um hann. Eftir einn eða tvo daga, þegar við höfum siglt fram og aftur til að slá ryki í augun á yfirvöldunum, siglum við snekkjunni þangað, sem hún á að fara og fáum um- boðsmann minn til að borga þeim kaupið og láta þá fara. Um leið fáið þér þessi þúsund pund, sem eg hét yð,ur, og síðar meir þarf eg að fá yður til að vinna fyrir mig.” “Þér skuluð ekki þurfa að ganga lengi á eftir mér,” svaraði Carlos með gleiðu brosi. “Fyrir þvílíka borgun er eg ætíð til taks.” “Æ, eg veit að eg get treyst yður,” sagði Barras sem vissi að hann var að ljúga er hann sagði það. “En nú langar mig að fara út í snekkjuna í kvöld svo að lítið beri á því. Þetta eru dutlungar úr mér, en það sem mig langar til að þér gerið er þetta: Farið nú strax út til skipsins og gefið hverjum einasta manni um borð leyfi til að fara í land og borg- ið hverjum þeirra, segjum tveggja daga laun. Eg fer svo sjálfur um borð í báti sem eg fæ hér. Skiljið þér þetta?” “Fullkomlega, Senor, eg skal fylgja fyrir- mælum yðar og fara strax af stað.” Því næst fór Barras burtu úr húsinu og heim í gistihúsið þar sem Stephen beið eftir honum. Klukkan var næstum því tíu, þegar Bar- ras stakk upp á því að þeir gengju sér út til skemtunar á meðan þeir reyktu vindlana sína. “Já, það vil eg gjarna,” svaraði Allison, “hvað sem yður líkar best, en voruð þér ekki að tala um það rétt áðan, að við færum um borð í skipið?” Barras bandaði hendinni með gremju- svip. Mér þykir það mjög leiðinlegt, en eg steingleymdi því. En það er engin ástæða fyrir því að við förum ekki út þangað og lítum á það. Við getum sjálfsagt fundið einhvern til að róa okkur þangað út þótt seint sé. Komið, við skulum hraða okkar.” En þar fanst enginn maður, með bát í fjörunni, því að framorðið var og þorpið fá- ment, en þar var fjöldi smábáta, sem bundnir voru við bryggjuna og stansaði Barras við einn þeirra eins og honum hefði dottið eitt- hvað í hug. “Fyrst enginn maður fæst til að róa með okk- ur, þá sting eg upp á því að við lánum einn bátinn og látum borgunina á þóftuna þegar við höfum skilað honum.” Stephen var í þann veginn að stinga upp á því, að þeir kölluðu út á snekkjuna og bæðu þá um að sækja sig, því að hún var ekki meira en míluf jórung frá landi. En hon- um datt í hug að það kæmi kannske ekki heim við ráðagerð Barras og honum fanst sér til mestu hugarhægðar, að Gilette mundi ekki vera langt í burtu. Fimm mínútum síðar reri Barras út eftir lygnri höfninni þar sem stjörnurnar spegluðust í vatninu. Þeir komu brátt að stiganum á skipshliðinni og brátt stóðu þeir á hinu hvíta þilfari snekkjunnar. Barras kall- aði eitthvað á móðurmáli sínu, en enginn svaraði. Hann kallaði aftur, en árangurs- laust. “Hver skollinn er þetta,” sagði hann gremjulega. “Mér finst að málshátturinn um mýsnar og köttinn endurtaki sig hérna. Þessi skipshöfn átti auðsæilega ekki von á mér í kvöld og er því að skemta sér og hafa ekki skilið svo mikið sem einn mann um borð. Já, báturinn er farinn. Eg hefi bundið hann illa.” Barras benti á sjóinn er hann mælti þetta, og hundrað fet frá skipinu flaut bát- urinn. “Þetta er mér að kenna,” sagði hann. “Eg er lukkumaður verði eg ekki að borga fyrir þennan bát, og auk þess verðum við að dúsa um borð í skipinu þangað til snemma í fyrramálið. Að hugsa til þess að skipstjórinn minn skuli fara í land með alla skipshöfnina og skilur ekki svo mikið sem kött um borð. Ef nokkuð kæmi fyrir skipið yrði eg að minsta kosti tuttugu þúsund pundum fátæk- ari. Jæja, við verðum að gera okkar besta. Finna þægileg rúm til að sofa í, og hér er um borð nóg til að éta og drekka.” Stephen tók þessu glaðlega, þótt hann væri alt annað en hress innan brjósts. Þetta mas í Barras sló engu ryki í augu hans; því að hann vissi að alt þetta var gert af yfir- lögðu ráði til að lokka hann um borð svona aleinan til að ryðja honum úr vegi, það var nauðsynlegt fyrir'Barras. En vegna þess að Stephen vissi þetta en Barras vissi ekki að hann vissi það, var enginn skaði skeður. Hann virti fyrir sér í huganum sína krafta og hans, og komst að þeirri niðurstöðu að sig skorti ekkert á við hann, einkum þegar von var um að Gilette væri einhverstaðar í nánd. “Jæja, þetta gæti verið miklu verra,” sagði hann hirðuleysislega — “en finst yður ekki réttast að ganga úr skugga um hvort nokkur er hérna um borð ? Það veit trúa mín að það er einhver hérna, það að einhver er að syngja niðri í skipinu.” Barras þekti rödd mannsins, sem hann hafi níðst svo mjög á, og eftir að hafa afsakað sig, flýtti hann sér ofan undir þiljur og fann Marne í klefanum, sem hann dvaldi í. Það leið nokkur stund þangað til hann kom aftur. Hann var nokkra stund niðri, því að hann gekk úr skugga um að alt var eins og hann gat framast á kosið. Er hann kom upp á þilfarið á ný, sá hann að Stephen stóð við borðstokkinn og hallaðist yfir hann og starði ofan í sjóinn. Hann læddist mjög hljóðlega á tánum yfir þilfarið og greiddi Stephen heljar högg á höfuðið svo að hann féll meðvitundar- laus niður á þilfarið. 1 sama vetfangi tók hann hann upp og fleygði honum fyrir borð. Stephen fanst hann liggja á bakinu og geta enga björg sér veitt, þangað til ósýnileg hönd greip hann og lyfti höfði hans upp. — Hann var of ruglaður til að skilja hvað þetta þýddi. En að tveimur mínútum liðnum leit hann upp og sá logandi vindil stúf í munnin- um á Barras er tautaði: “Nú er úti um hann.” Því næst hvarf Barras frá borðstokknum. “Haldið yður uppi!” sagði rödd í eyra Stephens og heyrði hann að það var málróm- ur Gilettes. “Það var heppilegt fyrir yður, að báturinn minn lá rétt undir stefni snekkjunn- ar. Komið nú hingað. Gætilega, gætilega. Látið mig draga yður upp í bátinn. Þetta er betra. Líður yður nú betur? Það er gott! Fáið yður bragð úr þessari flösku — róið nú í land og bindið þennan bát einhverstaðar við bryggjuna, farið svo til gistihúss yðar og farið í þur föt. Segið þeim að slys hafi hent yður, eða eitthvað til að útskýra þetta að þér hafið dottið út af byrggjunni. Segið þeim í gistihúsinu að Barras verði um borð í nótt, eitthvað til að gera þá rólega.” “Og þér?” spurði Stephen, sem nú var orðinn rólegur, “hvað ætlið þér fyrir yður?” “Eg fer um borð,” svaraði Gilette rólega. “Eg sé um mig, því eg hefi ráðið til þess í vasanum og það vekur virðingu Barras fyrir mér. Komist nú af stað, farið með hinn bát- inn með yður. Þér skuluð ekki óttast um mig, eg ætla að skemta mér.” Að svo mæltu stökk Gilette upp á þilfar- ið léttilega eins og köttur og læddist gætilega eftir þilfarinu. 29. Kap.—Maðurinn með gráa skeggið Gilette leit eftir þilfarinu eins og sá sem er alveg viss í sinni sök. En í einu hafði honum yfirsést. Hann hafði fylgt Barras og bráð hans ofan að sjón- um með þeirri hugmynd að árásin ætti að verða þar, og honum hafði hepnast að ná í bát áður en hinir komust af stað. Þess vegna lá hann við hliðina á skipinu þegar hinir komu þangað og beið eftir morðtilrauninni, sem hann vissi að yrði gerð. Og þegar hún var um garð gengin og hann hafði hindrað hana, hafði hann gleymt að hann yrði sjálfur að komast í land. Og nú hafði hann sent Stephen Mollison burtu með bátana. Það var svo hljótt á þilfarinu að hið lægsta hvísl mundi heyrast vel. “Heyrið þér,” sagði hann, “bíðið augna- blik. Eg hafði næstum gleymt því. Róið eftir yðar eigin bát, farið í hann, dragið minn hingað og bindið hann við stigann. Annars verð eg að vera hérna í alla nótt.” Hann beið þangað til þessu var lokið, svo læddist hann niður stigann ofan í borð- salinn og staðnæmdist fyrir utan opnar klefa- dyr einar. Barras var svo öruggur um sig, að hann hafði ekki einu sinni lokað hurðinni. Gilette, sem stóð við stigann, sneri höfðinu þannig að hann gat séð inn í kelfann. Hann sá sér til mestu gleði gamlan mann, fölan mjög og gráhæðan. “Jæja,” sagði Barras. “Jæja! Nú erum við hér komnir loksins og nú vona eg þér séuð ánægðir.” “Ó, já, já,” svaraði hinn á spönsku, en það mál skildi Gilette vel. “Eg er að fara til nýja heimkynnisins míns, sem þér hafið útbúið handa mér. Það er kannske betra, þótt eg skilji ekki hvað öll þessi launung á að þýða.” “Það munuð þér skilja síðar,” sagði Bar- ras óþolinmóður. “Þér virðist hafa gleymt því. Munið þér ekki hve veikur þér hafið verið?” “Eg er ekki geðveikur,” hrópaði gamli maðurinn. “Eg hefi aldrei verið geðveikur. Það eru raunirnar, sem hafa pínt mig og þjáð. Missir barnsins mins, sem fór frá mér án þess að segja eitt einasta orð við hann föður sinn gamla, og skrifaði honum ekki eina einustu línu, til að láta hann vita hvar hún var.” “Já, þar getið þér séð það,” sagði hinn. “Hún skrifaði ekki og tók ekkert tillit til. bréfanna, sem þér senduð henni. Eg býst við að hún hafi verið of hamingjusöm til að hugsa um annað. En þér fáið að sjá hana, þegar að því kemur.” Gilette hlustaði og barðist við sjálfan sig að ráðast ekki inn í klefann og misþyrma þessum miskunnarlausa þorpara. Gilette var það nú ljóst að Barras hafði stolið hverju einasta bréfi, sem Mrs. Mollison hafði ritað föður sínum, og einnig þeim, sem hann hafði ritað henni. Hann hafði svarað þeim með svívirðilegum lygum. Og nú trúði þessi aumingja faðir, sem var svona úttaugaður orðinn, að barnið sitt væri á lífi. En Gilette huggaði sig við, að stund endurgjaldsins væri í nánd. Hann læddist upp stigann og beið þess sem nú kæmi fyrir, en ekkert var að óttast, því að Barras ætlaði sér auðsæilega að vera um borð um nóttina. Gilette heyrði að hann gekk um í einum klefanum og stuttu síðar fann hann lykt af vindlareyk. Hann læddist því niður stigann á skipshliðinni, fór í bátinn og reri í land. Hann gekk síðan til gistihúss Stephens Mollisons og var það opið. Hann gekk inn í eitt reykingarherbergið og fann vin sinn þar sér til mikillar ánægju. Hann hafði skift um föt og var að hressa sig úr vínflösku, sem stóð á borðinu hjá honum. “Eg býst við að eg hafi farið rétt að?” sagði hann. “Já, það hafið þér gert,” svaraði Gilette. “Nú lan^hr mig til að þér farið að eins og ekkert hafi í skorist. “Eg skildi Barras eftir um borð og er helst útlit fyrir að hann verði þar í nótt. Og það sem meir er, eg hefi fund- ið það sem eg leitaði að. Sögunni er nú næst- um lokið, og mín mesta raun er að við getum ekki fengið alla leikendurnar hingað og tekið myndirnar af lokaþættinum. En það verð eg að gera síðar.” “Hvert ætlið þér að fara?” kallaði Steph- en er Gilette sneri sér brott. Hvað liggur yður á” “Eg ætla á stefnumót,” svaraði Gilette Þurlega, “þótt hinn aðillinn viti ekkert um það. En nú verð eg að fara því að þetta stefnumót er mjög þýðingarmikið.” 30. Kap.—Ættingjarnir finnast Það var ekkert spaug í huga Gilettes er hann hélt frá gistihúsinu og gekk eftir hljóðri og auðri götunni niður í fiskimannahverfið, þar sem hrörlega kráin var er Barras hafði heimsótt fyr um daginn. Litla kráin var að miklu leyti uppljómuð, er Gilette gekk inn í veitingastofuna. Þar sat Carlos og drakk þunt vín ásamt þrem öðrum, sem auðsæilega voru félagar hans af skipinu. Gilette gekk rakleiðis til þeirra og gaut Carlos augunum til all flóttalega er Englendingurinn stóð fyrir framan hann og tók hann ósvífnislega til máls: “Þér óskið að tala við mig,” sagði hann. “Það langar yður til, annars stæðuð þér ekki þarna á hleri.” * “Auðvitað óska eg að tala við yður,” svarðai Gilette, “en eg get fullvissað yður um, að eg þarf ekki að hlusta eftir samræð- um yðar. 1 raun og veru er það eins gott að þér talið ensku, því að spánskan mín er ekki sem allra best. En komið þér út með mér.” “Hversvegna ætti eg að fara út?” spurði Carlos. “Aðallega vegna þess að eg bið yður um það. Og ef þér gerið það ekki lendi eg í þau vandræði að neyðast til að draga yður út úr kránni. En hepnist mér það ekki skal eg minna yður á að yfirvöld og lögregla er ekki langt héðan.” Þetta sagði Gilette með þurlegri fyrir- litningu, sem Spánverjinn skildi mjög vel. Hann stóð úr sæti sínu súr á svip, en fylgdist samt með Gilette út úr kránni. “Þetta hugsaði eg, að þér munduð koma,” sagði Gilette. “Eg hefi fyrri en nú átt við yðar líka. En hlustið nú á mig kunningi. Þér eruð flæktur inn í hættulegt fyrirtæki. Með öðrum orðum. Þér eruð að hjálpa manni, sem Barras heitir, og sem virðist vera eigandi snekkjunnar Espagnolia, að ræna gömlum manni, sem er ríkur herra- maður frá Argentínu, sem heitir Don Argo Marne, til þess að gera hann að fanga í gam- alli höll á Devonshire ströndinni. Fyrir þetta eigið þér að fá þúsund pund. Áhöfnin á skipinu heldur að þið séuð að svíkja toll- stjórnina, og á meðan þeim er borgað vel og fá nóg að éta og drekká, hugsa eg að þeir hirði ekki mikið um hvað þeir gera. En það sem eg álít um þá eftir útliti að dæma, þá hugsa eg að þeir séu engin lömb að leika við. En af því að þeir vita ekki hvað þeir eru ráðnir til að gera, hirði eg ekkert um þá, þótt eg sé viss um, að hefði eg farið til yfirvald- anna, hefði allur þessi óaldarlýður verið sett- ur inn seinnipartinn í dag. En mig langar jafnvel ekkert til að hefna mín á yður.” “Eg veit ekki hver þér eruð,” sagði Carlos skuggalegur á svip. “Né hvað þetta kemur yður við. Ef þér haldið að eg láti leika á mig á þennan hátt-----”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.