Heimskringla - 02.04.1941, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.04.1941, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. APRÍL 1941 Á V ARP Dr. Richard Beck, samkvœmisstjóra, í samscnti fyrir Maríu söngkonu Markan 28. marz 1941. Vér á þessum slóðum, þar sem Vetur konungur og Mjallhvít drotning hans ráða ríkjum drjúgan hluta ársins, eig- um því ekki að venjast, að blíðróma söngfuglar sæki oss heim, fyr en vorið guðar á glugga með geislafingrum sín— ,um og þá sunnan að. En dagar krafta- verkanna eru ekki taldir; undur og stór- merki gerast enn mitt á meðal vor. Hing- að hefir til vor flogið söngvasvanur, sprottinn úr skauti Norðursins, þar sem kynjakvistir vaxa úr mold; og þessi söngvasvanur hefir sungið oss sól og sumar í sól á miðjum vetri. Slikan sum- arauka hér í vetrarhörðu Vesturlandinu ber að þakka að verðleikum, og vér erum þá einnig saman komin til þess að tjá vorri íslenzku söngvadís þakkir fyrir heimsóknina, fyrir fegurðina, sem hún hefir flutt inn í hús vor og hjörtu, og til þess að hylla hana eins og sæmandi er jafn glæsilegum fulltrúa þjóðar vorrar og listrænnar menningar hennar. Eftir að hafa hlýtt á hrífandi útvarps- söng heiðursgests vors, frá Vancouver fyrir stuttu síðan, kom mér í hug þessi vísa: Bar mér fögur blíðrödd þín boð frá dýrðarheimi; Island söngstu inn til mín, aldrei því eg gleymi. Eg er þess fullviss, að þessi litla staka, þrátt fyrir einfaldleik hennar, túlkar til- finningar þeirra Islendinga, sem heyrðu blæfagra og hljómstyrka rödd söngkon- unnar berast sér að eyrum á öldum ljós- vakans við fyrirgreint tækifæri. Sigur- för Maríu Markan í landi hér var þar með hafin; sú sigurför hefir síðan verið óslitin, og vér vitum, að hún verður það í framtíðinni. “Borgir hrynja ekki fyrif stóryrðum”, sagði sagnaskáldið íslenzka, og það er satt. En hitt er jafn satt, að hin himinborna list — ekki sízt söng- listin — á þann töfralykil, sem lokið get- ur upp borgarhliðum hins harðlæstasta huga og brætt “hjartans ís”, sem Hannes Hafstein taldi réttilega vera verri “öllum hafís”. Vor íslenzka söngdís hefir sann- að oss kröftuglega orð skáldsins: Söngurinn göfgar, hann lyftir í Ijóma lýðanna kvíðandi þraut. Söngurinn vermir og vorhug og blóma vekur á köldustu braut. Söngurinn yngir, við ódáins hljóma aldir hann bindur og stund, hisminu breytir í heilaga dóma, hrjóstrinu í skínandi lund. 1 norrænum tíguleik sínum hefir María Markan orðið oss ímynd sjálfrar Fjall- konunnar, og náð enn þá fastari og dýpri tökum á hugum vorum af því, að hún er íslenzk söngvadís. Raddir íslands og ís- lenzkrar þjóðarsálar hafa bergmálað í söng hennar; hún hefir gert oss það Ijósara en áður, að Guðmundur skáld Guðmundsson fór ekki villur vegar, þeg- ar hann kallaði ísland — “þúsund ljóða land.” Auk þess, sem María Markan hefir auðgað líf vort með því að opna oss sýn inn í nýja heima dýrðar og fegurðar, hefir hún því gert oss minnugri á þá miklu auðlegð, sem íslenzka þjóðin á í Ijóðum og lögum, auglegð, sem vér erum hluthafar í. Framkvæmdarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins telur sér þessvegna hina mestu sæmd að því að hafa átt hlut að heimsókn söngkonunnar hingað. Hún hefir með söng sínum og framkomu allri gefið þjóðarmetnaði landa sinna byr und- ir vængi. Það dofnar áreiðanlega ekki yfir Islendngnum í neinum, sem á hana hlýðir. Söngvar hennar eru söngvar lífs en ekki dauða, vors og vona. Hinsvegar er það vonandi, að söng- konan geti sagt um oss Vestur-íslend- inga, þegar heim kemur, með skáldinu: Og guð’ sé lof, að endurborinn á þar aðal móðir vor í góðum sonum,— þar frjáls og djörf í drengskap hjörtun slá,— sem drýgja orku’ en treysta’ ei hvikum vonum! Vitið þér að maður sem lætur sig falla í fallhlíf úr 9000 m. hæð, niður á jörð, sem er lítið eitt hærri en yfirborð sjávar, myndi verða um 38 mínútur á því ferða- lagi? RÆÐ A flutt Maríu Markan i samsœti 28. marz 1941 á Royal Alexandra Hotel í Winnipeg af Mrs. S. E. Björnson. Herra forseti, Háttvirti heiðursgestur, Heiðraða samkoma: Það er mér sönn ánægja, að hafa tæki- færi til þess að tala fáein orð til Maríu Markan fyrir hönd V.-ísl. kvenþjóðar. 1 ýmsum öðrum tilfellum gæti þetta þó orðið of mikill ábyrgðarhluti, en hér er alt öðru máli að gegna vegna þess, að eg veit ekkrtil að nokkur önnur íslenzk kona hafi nokkurn tíma fengið eins al- menna viðurkenningu fyrir verk sín eins og sú koa sem hér um ræðir. Er hægt að segja þetta, án þess að slá hinum minsta skugga á aðrar listakonur, sem við eigum í okkar samfélagi, bæði hér og heima á íslandi, og sem við öll höfum í miklu afhaldi og að verðugu. En ávalt síðan fréttin um ferðalag Miss Markan vestan frá hafi má segja að við höfum beðið með mikilli óþreyju eftir að heyra hana og sjá. Og nú höfum við átt því láni að fagna að heimta hana hingað og vissulega hefir enginn orðið fyrir von- brigðum. Eftir því sem nú hefir verið sagt, og öllum er kunnugt orðið, þá liggur það í augum uppi að allar íslenzk- ar konur eru bæði leynt og ljóst stoltar af þessari þjóðsystur sinni. Hún er nú þegar orðin fræg, fyrir sína frábæru söngrödd, listfengi og skilning á erfið- ustu viðfangsefnum meistaranna. Mér finst, eftir að hafa séð hana sjálfa á söngpallinum og hlustað á hennar yndislegu rödd, að ekkert annað sé eins áhrifaríkt í reynslunni til þess að vekja hjá manni þá tilfinningu, sem skýrð er með orðunum “að vera stoltur af ein- hverjum”. Maður finnur ósjálfrátt að þessi íslenzka aðalsmær í heimi söng- listarinnar, er sjálfkjörin sendiherra ís- lands, til þess að flytja erindi þjóðar- innar út um víða veröld, um gáfur og listfengi hennár, og sem aldrei hefir stigið hærra en nú á þessari öld. Dæmi um þau áhrif, sem söngkonan vekur hjá þeim, sem best vit hafa á verðmætum listarinnar eru umsagnir dagblaðanna bæði hér í Winnipeg og annar staðar. Free Press getur þess að aldrei muni Þjóðræknisfélagið geta sér meiri heiður en þann að hafa átt þátt í því að M. M. kom til Winnipeg. Minnist eg ekki að hafa séð í blaðinu dýpra tekið í árinni í umsögn um nokkurn listamann sem hingað hefir komið. Umsögnin gefur í skyn ótvírætt, að hér hafi hámarki list- arinnar verið náð. Um það er eg ekki fær að dæma, en eg er fyllilega samdóma umsögninni hvað sjálfa mig snertir og þau áhrif sem söngur ungfrúarinriar hafði á mig persónulega. Áhrifin af slikum söng er ekki hægt að útskýra með orðum, en maður reynir þá að gera sér grein fyrir þeim að því leyti sem unt er, með samanburði við aðra reynslu af líku tæi, sem drifið hefir á dagana. Þannig opnast fyrir manni heilir hpimar af þeirri fegurð, sem ein er sígild í lífi manna. Það er “drauma- landið” og okkar draumaland er Island með “Svana söng á heiði” og hún, sem best hefir túlkað töfra þess draumalands, til mín, er gesturinn sem hér situr, þó vissulega hafi margir aðrir gert það vel áður, og mér sé einnig ljúft að minnast þeirra í huga mínum. Við getum talað um áhrif söngsins á hugi og hjörtu manna á sinn hátt eins og áhrif sólar- Ijóssins á gróður jarðar. Samanburður- inn á því er öllum ljós. En til þess að gróður jarðar komi fram verður moldin að vera frjó og geyma í sér skilyrði til vaxtar. Eins má segja að þar sem menn hafi ekki þau skilyrði, sem útheimtast til þess að geta notið listarinnar í hvaða mynd sem er, þar er einnig um eyðimörk að ræða. I báðum tilfellum er jörðin skrælnuð og sólin er hennar versti ó- vinur. En sem betur fer hefir íslenzk þjóð, og hefir frá öndverðu, átt mikið af þeim vaxtarskilyrðum sem hér um ræðir. Þrátt fyrir alt, má nú segja að vaxtar- skilyrðin hjá íslenzkri þjóð hafi nú á síð- ustu árum, gefið henni mikið af því fegursta og besta sem nokkur þjóð get- ur hrósað sér af. Höfum við V.-íslend- ingar orðið þessa varir einkum á síðari árum, gegn um heimsóknir íslenzkra manna og kvenna hingað vestur, í gegn um bókmentir síðari tíma, heimferðir V.-fslendinga og útvarp frá íslandi. Við hér gleymum aldrei góðum geisl- um frá íslandi og þeir eru nú orðnir margir og verða vonandi fleiri á komandi árum. Þeir hafa allir fært okkur þær kveðjur, sem okkur þykir vænst um að fá frá Islandi og íslenzkri þjóð, og við það höfum við orðið ríkari af fögnuði, og fegurri viðhorf hafa opnast við þá sam- fundi. Hefir þar okkar Þjóðræknisfélag ávalt gengið heilt að verki, og mega V.- Islendingar vissulega vera því þakklátir fyrir þann þátt, sem það hefir tekið í þvi að efla sambandið milli þjóðarbrotanna. Er það nú bót í máli á þessum hörmunga tímum að þau verðmæti, sem okkur eru kærust, þó þau séu að engu höfð í hinni miklu deilu, sem nú stendur yfir í heim- inum, eru og verða sígild méð hinni ís- lenzku þjóð hvað sem á gengur. Við finnum betur en áður hönd ís- lenzkrar æsku útrétta yfir hið mikla haf til samvinnu með henni. Nú getum við betur en nokkru sinni fyr útrétt okkar eigin hönd í samúðar og þakkar skyni fyrir alt og alt. Það er eftirtektarvert hversu mikil andleg vakning hefir átt sér stað á íslandi á fáum árum. Hefir hún siglt í kjölfar þeirra miklu verklegu framkvæfnda, sem orðið hafa þar í öll- um efnum. Eða þá ef til vill orðið sam- ferða þeim. En vegna þess alls eru nú reglubundnar beinar ferðir milli íslands og Vesturheims, sem hljóta að auka a'ð miklum mun samband okkar við þjóðina heima. Er þetta óðum að koma í Ijós með fjölgun íslenzkra manna við menta- stonfanir hér vestra. Ennfremur eiga þau áhrif sem hin afar myndarlega Islands sýning í New York vakti, eftir að koma betur í ljós á næstu árum. Island er að færast nær okkur á allan hátt, með sína víðsýnu og fjölhæfu nútíð- ar menningu. Vestur-íslenzkar konur minnast í því sambandi fröken Halldóru Bjarnadóttur, sem dvaldi hér vestra ár- langt, og hafði marga hluti meðferðis, sem sýndu nýjar aðferðir á verklegum sviðum. Við minnumst hennar ávalt með þakklæti fyrir veruna hér, sem reyndist ánægjuleg og uppbyggileg í alla staði. Um aldamótin síðustu var á Is- landi verðlauna samkepni háð meðal ís- lenzkra skálda, og þó aldamóta kvæði E. Bendiktssonar hlyti verðlunin, finst mér altaf að kvæði H. Hafsteins hafi orðið enn áhrifaríkara í lífi þjóðarinnar. — Kvæði Hafsteins er þrungið af krafti og spádómum um nýjar framkvæmdir sem eiga að verða á öllum sviðum. Hafa þess- ir spádómar ávalt siðan verið að rætast, og eitt fagurt dæmi þess er það að í dag höfum við hér á meðal okkar þann sann- asta og ágætasta fulltrúa þeirra fögru hugsjóna, þar sem er ungfrú María Markan. Hún er í mínum huga og eg held eg megi segja í huga allra V.-íslend- inga sem hafa kynst henni, ímynd Fjall- konunnar Ungu, sem Hafsteinn orti um sitt yndislega kvæði “Lifi fjallkonan unga.” Lifi María Markan frægasti full- trúi íslenzkra kvenna í framtíðarsögu hinnar íslenzku þjóðar. ERU ÞEIR EKKI AÐ LEITA AÐ KRISTI ? (Um kirkjudeiluna í Reykjavík hafa áður birst fréttagreinar í Heimskringlu. Hafa þær verið talsverð gagnrýni á kirkjumálaráðherra, sem er sami maður- inn og forsetisráðherra, Hermann Jónas- son, fyrir að skipa séra Jakob Jónsson prest til Hallgrímskirkju í stað séra Jóns Auðuns. 1 Tímanum dagsettum 28. jan. 1941, skrifar Þórarinn Þórarinsson rit- stjóri svar-grein þá við gagnrýninni sem hér fer á eftir.—Hkr.) I. Ihaldsblöði eru nú alveg hætt að ræða um veitingu prestsembættanna í Reykja- vík. Árásin á kirkjumálaráðherra hefir endað með svo fullkomnum ósigri þeirra, að þau telja sér heppilegast að minnast ekki meira á veitinguna. Bæði Vísir og Mbl. hafa orðið að viður- kenna tvent, sem mestu skiftir í sam- bandi við veitinguna. I fyrsta lagi hafa þau viðurkent, að veitingin var fullkom- lega lögleg og að prestskosningalögin ætlast til að kirkjumálaráðherra skipi þann prest, sem hann álítur heppilegast- an fyrir kirkjuna, þegar kosning hefir ekki orðið lögmæt. I öðru lagi hafa þau óbeint viðurkent, að kirkjumálaráðherra hafi skipað hæfustu mennina, en það er vitanlega aðal atriðið. Það er því tæpast hægt að hugsa sér öllu meiri ósigur en þann, sem íhalds- blöðin hafa hlotið fyrir hið tilefnislausa og heimskulega frumhlaup sitt. Frumhlaup íhaldsblaðanna hefir þó ekki orðið alveg árangurslaust. Það hefir glöggvað fyrir mönnum atriði, sem ætti að geta leitt til breytinga á skipun Látið dálítið af "KAR-EAL" í uppáhalds kaffi yðar. Það gerir bragð kaffisins betra. “KAR-EAL fyrir Kaffi" er frœgt um 100 ár. Kaupið pakka í dag. Yður mun þykja það kaffi gott. prestsembætta. — Verulegur hluti Sjálfstæðisflokksins hafði ætlað sér að bola séra Jakobi Jónssyni frá embætti, sökum þess eins, að hann var bróðir Eysteins Jónssonar. Þessir Sjálfstæðismenn skeyttu því engu, þótt kirkjunni væri gerð- ur óhagur og lélegri maður lát- inn koma í stað sr. Jakobs. — Fyrir þeim vakti einvörðungu að koma fram einskonar hefnd- um á Eysteini Jónssyni, þegar það var ekki hægt á hinum lólitíska vígvelli. Margir reyk- vískir kjósendur, sem eru and- vígir Eysteini Jónssyni í stjórn- málum, létu þó ekki þennan andstyggilega áróður íhalds- smalanna og vetrarhjálpar- mannanna hafa áhrif á gerðir sínar. Þeir hugsuðu um hag kirkjunnar. Þess vegna varð munurinn ekki meiri milli séra Jakobs og séra Jóns Auðuns. Kirkjumálaráðherra gerði svo það, sem til þurfti, til að koma í veg fyrir að þessi pólitíska of- beldistilraun hepnaðist. En þessi staðreynd, að reynt var að gera kosninguna hápóli- tíska, hlýtur að vekja athygli löggjafans á því, hvort kirkj- unni muni ekki bezt haldið utan við hinar pólitísku deilur með afnámi prestkosninganna. II. 1 stað þess að deila lengur á kirkjumálaráðherra fyrir veit- inguna, reynir Mbl. nú að finna honum til foráttu, að hann hafi látið þau orð falla, að stofnun fríkirkjusafnaða bæri vott um aukinn trúarlegan áhuga. — Kirkjumálaráðherrann hefir með þessum ummælum, segir blaðið ýtt undir sundrung inn- an þjóðkirkjunnar. Til þess að auka skilning Mlb. á þessum orðum kirkju- máfjaráðherra þykir rétt 'íuð minna á spurningu, sem einn helsti kennimaður landsins varpaði fram nýlega. Hún var á þessa leið: Skyldu þeir, sem mest unnu í prestkosningunum í Reykjavík, og þeir, sem nú vinna að stofnun nýs safnaðar, vera að leita að Kristi? Kirkjumálaráðherra miðaði framangreind ummæli sín við það, að fríkirkjusöfnuðir væru yfirleitt stofnaðir af trúarleg- um áhuga, eða svo notuð sé lík- ing hins mæta kennimanns, stofnendur safnaðanna væru að leita að Kristi. Söfnuðir, sem stofnaðir eru í slíkum til- gangi, geta gert og hafa gert kirkjunni og kristninní mikið gagn. Má því til sönnunar minna á fríkirkjusöfnuðinn hér í bænum, sem séra Árni Sig- urðsson veitir forstöðu. Það væri því vítaverð þröngsýni, ef forystumenn þjóðkirkjunnar, eins og t. d. kirkjumálaráð- herra, fordæmdu fyrirfram stofnun slíkra safnaða og teldu þá óalandi og óferjandi. Hins vegar getur það vitan- lega komið fyrir, að söfnuðir séu stofnaðir í öðrum tilgangi en þeim að leita að Kristi. En það er ekki rétt, hvorki af yfir- mönnum kirkjunanr eða öðr- um, að fella að óreyndu þann úrskurð, að tilgangurinn muni vera annar. III. Hvers vegna er Morgunblað- ið örðið órótt út af stofnun hins nýja safnaðar, sem er kendur við séra Jón Auðuns? Hvers vegna segir það í ritstjórnar- grein fyrra sunnudag, að það hafi verið ósæmilegt af kirkju- málaráðherra að fordæma ekki fyrirfram stofnun safnaðarins og telja hana sprottna af öðru en trúarlegum áhuga? Hvers vegna gefur það jafnframt til kynna að stofnun safnaðarins sé óhapp fyrir þjóðkirkjuna, en þó megi ekki saka þá, sem stofnuðu hann, heldur kirkju- málaráðherra, er hvergi hefir nálægt þessari safnaðarmynd- un komið? Hvers vegna allar þessar vífilengjur og afsakan- ir? Það er von að menn spyrji þannig. En allar þessar spurn- ingar geta ekki leitt, nema til einnar nýrrar spurningar, sem varðar kjarna málsins. Hún er þessi: Er hinn nýi söfnuður ekki fyrst og fremst stofnaður til að leita að Kristi? Ef hægt er að svara þeirri spurningu játandi, getur Mbl. og aðstandendur þess borið höfuðið hátt. Mbl. þarf þá ekki að bera neinn kvíðboga út af því, að það hefir róið öllum árum að stofnun þessa nýja safnaðar. Það þarf þá ekki að óttast það, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefir látið smala sínu fólki í þennan nýja söfn- uð. Það þarf þá ekki að tala um þennan nýja söfnuð eins og einhverja plágu á þjóðkirkj- unni. Það getur þá verið sælt í þeirri trú, að hinn nýi söfnuð- ur verður kirkjunni og kristn- inni til blessunar og eflingar. V. « óróleiki Mbl. verður ekki skýrður, ef því fyndist alt með feldu og að grundvöllur hins nýja safnaðar væri sannur trú- aráhugi, einlæg leit að Kristi, brennandi áhugi til að lifa og starfa samkvæmt kenningum hans. óróleiki Mbl. getur ekki staf- að af öðru en því, að það held- ur grundvöllinn ekki eins traustan og tilganginn ekki eins háleitan og vera skyldi. Getur það ekki verið orsök ó- róleikans, að forgöngumenn safnaðarins hafa lýst því sem megintilgangi hans, að koma fram einskonar hefndum á kirkjumálaráðherranum vegna þess, að hann framkvæmdi ekki það ofbeldi gegn séra Jakobi Jónssyni, sem pólitískir andstæðingar bróður hans höfðu undirbúið með kosning- unni? Er það ekki meira en lítið vafasamt, að hefja leit að Kristi hefndarhug til eins eða annars af meðbræðrum sínum, og það pegar hatrið er sprottið af þeim ástæðum, að ranglætistilraun mishepnaðist? Getur það líka ekki verið ein ástæða óróleikans, að prestur hins nýja safnaðar er yfirleitt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.