Heimskringla - 09.04.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.04.1941, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. APRÍL 1941 <S>iiiluiiiiiiiC]iiiiiiiiiiiiC]iiiiiiiiiiiiciMiiiiiiiiiicjniMiiiiiiic]iiiiiiiiiiiiE3iiiimiiiimiiiiiiiimiC]iiiiiiiii:0 I Æfintýri ritarans | E = = I i OIMMMIlOIMIIIMNIClMMMIIIIIOIMMMMMClMMMMMMUMMMIIMIIClMMIIMMIOIMIIMMMUIIlllMMIIIEý “Eg er alveg viss um það. Og þannig verður það þangað til eg óska eftir því öðru- vísi. Þegar þú komst hafði eg lokið við að sýna henni hvernig hún á að taka á móti boð- beranum í kvöld.” “Eruð þér alveg brjálaður, herra minn?” “Já, hvað heldur þú sjálfur? Þú þekkir mig flestum öðrum betur.” “Carr hefir þá fengið að vita alt. Hann veit hver eg er.” “Hreint ekki. Hvorki hann né dóttir hans. Hann kom og bað mig um að gefa dóttur sinni vinnu. Hann vissi ekki að eg hefði rekið Miss Cutting — það var hreint ekki þessi staða, sem hann bað um handa dóttur sinni. En eins og þú veist hefi eg altaf haft mikið álit á honum. Mér fanst ein- hvernveginn, að dóttir hans félli í þessa stöðu. Og eg'sannfærðist um það þegar hún kom og talaði við mig. Hún fékk ágætis meðmæli frú Hanscombes, og þeir eiga gott skilið af okkur, eins og þú veist. Þeir hafa oft gert okkur stóran greiða. Eg sagðist skyldi taka hana til reynslu. Hún hafði ekki verið hér marga tíma þegar mig fór að gruna, að þarna hefði eg fundið það, sem eg aldrei bjóst við að finna — ritara, sem eg gæti treyst. Hún er mjög gáfuð, en hún er meira en það. Eg hefi lagt margar smásnörur fyrir hana, reynt hana á ýmsan hátt án þess að hún vissi það sjálf. í kvöld mun eg reyna hugrekki hennar.” “En samt segið þér að hún viti ekki neitt.” “Og eg endurtek það — alls ekki neitt! Hún gerir það sem henni er sagt án þess að spyrja og eins og það væri sjálfsagt að gera það.” “Og þér eruð viss um að hún segir ekkert út í frá?” “Já, alveg viss. Þú heldur kannske að eg gangi í barndómi, en eg þyrði að veðja hverju sem er að hún er áreiðanleg. Auk þess hefi eg nú fengið nýja hugmynd. Ný ráð myndast í huga minum. Við erum að ná lengra fram. Þú ert ágætur-----------------” Eccott tók fram í fyrir honum: “Já, því er eg samþykkur. Eg hefi geng- ið gegn um ytri skrifstofuna í dag og allir héldu að eg væri ókunnugur maður. Eg hugsa að eg geti gert þetta . . .” “Já, með þinni hjálp og.stúlkunnar lítur þetta ekki lengur eins illa út,” og hann leit mjög ástúðlega framan í hið steingerfingslega andlit Mr. Eccotts. “Þú ert dásamlegur Humphrey, það eru engar öfgar.” Það fór eins og titringur um andlits- drætti Eccotts og breyttist þá útlit unga mannsins gersamlega. Hann gekk út að glugganum og horfði út og sagði við eigand- ann: “Þér gleymið að það er eigi aðeins með hjálp skrifarans heldur líka á kostnað henn- ar, sem þetta verður framkvæmt. Þér megið ekki gleyma að hún er kona.” “Þú skalt ekki óttast um það. Mér fellur vel við hana og mun sjá um að gæta hennar,” svaraði hinn hálf óþolinmóður. “Jæja nú er nóg rætt um þetta,” sagði Guntersted ákafur. “Við verðum að hugsa um ferðina þína. Þú ferð strax. Hvenær heldur þú að þú komir aftur.” “Hver veit það? Eg alt gengur vel þá verð eg kominn aftur eftir viku eða tíu daga. En við þurfum að ráðstafa þúsund atriðum áður en eg fer.” 7. Kap.—Mr. Eccott gerir tilraun. Alfrey sat í hnipri fyrir framan arininn í skrifstofu Sala gamla. Hún hafði mikinn hjartslátt. Hún hafði lokið fyrstu atriðunum í hlutverki sínu, það hafði gert hana óstyrkari en hún hafði haldið. Samkvæmt þeim fyrir- skipunum, sem hún hafði fengið, fór hún úr skrifstofunni á venjulegum tíma, eins og hún ætlaði að ná í lestina heim. Herbert, dreng- urinn sem stjórnaði lyftunni, hætti á sama tíma og hún, og rausaði við hana um sein- ustu moðin, sem getið var um í blöðunum, og hún svaraði honum vingjarnlega eins og hún var vön. “Þetta er dásamleg stúlka,” sagði hann við sjálfan sig, er hún gekk niður hin löngu göng til útidyranna. “Sá það strax að hún gat fylt stöðuna.” Næsta atriðið, sem Alfrey átti að fram- kvæma var talsverðum vandræðum bundið. Hún varð að fara aftur inn í húsið án þess að vekja eftirtekt. Hún mátti hvorki flýta sér til baka né smjúga inn. Er hún kom að hliðinu sá hún að það rigndi, og þess vegna gat hún spent regnhlíf- ina og skygnst undan henni til beggja hliða. Hin mjóa gata var full af fólki, en hún sá engan, sem hún þekti. Regnið streymdi niður er hún gekk út á gangstéttina og hélt í áttina til stöðvarinnar. Alt í einu kom maður út úr hliði einu á móti henni. Hliðið stóð í hálfri gátt, svo að hún gat ekki hugsað annað en maðurinn hefði verið að njósna um hana til þess að hitta hana. Þetta var Mr. Eccott. “Afsakið mig-----”. Kurteislegi rómur- inn og hvernig hann tók ofan hattinn, var svo ólíkt honum að hún var næstum farin að hlægja, “get eg fengið leyfi til að tala fáin orð við yður. Leyfið þér að eg gangi með yður svolítinn spöl? Eg veit að eg ætti ekki að tefja fyrir yður, en mig langar til að segja við yður fáein orð. Eg vona að þér þekkið mig aftur. Það var eg sem heimsótti Mr. Gunterste'd í dag.” Hún varð í fyrstunni bæði reið og forviða, en annars gat hún ekki að sér gert annað en hlægja með sjálfri sér að því hve framkoma hans var breytt. En hún hafði hugsað sér hvernig hún skyldi fara að ef Rósa eða Maudie eða einhver annar slægist í för með henni. Hún stansaði alt í einu og fór að leita í veskinu sínu mjög áhyggjufull á svip, rétt eins og hún hefði alt í einu munað eftir ein- hverju. Hún leit á hann og virtist vera ann- ars hugar. “Afsakið, en eg sé það nú, að eg hefi gleymt mjög þýðingarmiklu bréfi uppi á skrif- stofunni. Eg verð að sækja það. Ef eg bíð eina mínútu missi eg af lestinni.” “Afsakið, en eg sé það nú að eg hefi gleymt mjög þýðingarmiklu bréfi uppi á skrifstofunni. Eg verð að sækja það. Ef eg bíð eina mínútu missi eg af lestinni.” Hann sagði mjög ákafur: “Eg bíð eftir yður. Eg bíð hérna . . .” “Nei, ekki skuluð þér gera það. Eg skil ekki hvað þér viljið mér. Ef það eru einhver skilaboð til Mr. Guntersteds getið þér skrifað honum það. Hann fær þau alveg eins fljótt á þann hátt.” “Eg bíð yðar . . .” sagði hann og fylgdist með henni, er hún flýtti sér til baka. “Alveg eins og þér viljið,” sagði hún. “Gangið kring um bygginguna til Parase strætisins. Eg kem þar út með þriðju lyft- unni.” Hún benti og tók saman regnhlífina er hún hvarf inn um hliðið. Hann kinkaði kolli og gekk til hliðar, og létti henni mjög fyrir hjartanu er hún sá að enginn gægðist út úr dyravarðar herberginu. Hún flýtti sér inn í ganginn og stansaði svolítið til að sjá hvort hinn andstyggilegi Eccott væri að elta hana inn í húsið. “Hann gerði það 'ekki. Að minsta kosti sá hún hann ekki þá stund, er hún beið þarna. Hún herti því upp hugann og flýtti sér inn í litlu göngin til lyftunnar, sem félagsstjórarnir notuðu. Á aðra hönd þessa gangs voru gluggar en á hina mörg bifreiðaskýli, sem opnuðust út að hinni hliðinni þannig, að eng- ar dyr lágu þaðan inn í göngin. En hvílík vandræði! Hún var vot í fæt- urnar og gerði það ekkert til þótt för væru eftir hana í stóru göngunum. Þar sem fjöldi manns hafði gengið um daginn, en þarna máttu þau ekki sjást. En Alfrey hafði ekki tíma til að taka af sér skóna. Hún stiklaði því á tánum og reyndi eins og hún best gat að stíga í spor sem voru eftir aðra á gólfinu, og alt af hlustaði hún eftir hverju hljóði, sem kynni að heyrast, ef Eccott væri á eftir henni. Henni fanst hún hafa gengið langa leið er hún kom að lyftunni, er Sali hafði sýnt henni. Hún gekk inn í hana og litaðist um. Hún sá engan. Hún lokaði ytri hurðinni í skyndi, 1 og einnig innri hurðinni svo að enginn sæi hana. Hún sneri upp ljósið í lyftunni svo að hún rynni upp á efstu hæð og tók af sér skóna meðan hún fór upp. Þegar hún var þangað komin opnaði hún hurðina með miklum hjart- slætti. Fram undan henni voru göngin til skrifstofu Sala, og hún heyrði ekkert þrusk neinstaðar né annan hávaða. En til þess að seinka fyrir þeim, sem kynnu að elta hana, sendi hún ekki lyftuna niður og læddist áfram með skóna í hendinni. Ef einhver væri að elta hana mundi hann sjálfsagt segja við sjálfan sig, að ómögulegt væri fyrir hana að fara eftir hreinu gólfinu án þess að sporin hennar sæust á því. í því að hún kom að hurðinni að skrif- stofu Sala, heyrði hún hrikta í lyftunni, og að hún rann niður. Hún tók upp lykilinn og stakk honum í skrána. Hún var stundarkorn að opna hurðina og hjarta hennar titraði af hræðslu. Hún smaug inn, lokaði hurðinni hávaðalaust á eftir sér og skaut slagbröndum fyrir hurðina, þá fyrst fanst henni að hún væri örugg. Nú gat enginn komist inn til hennar — jafnvel þótt þeir hefðu lykil að lásnum. Titrandi af geðshræringu hallaðist hún upp að hinni gljáfægðu mahogoníþilju i hurðinni og hlustaði. Það var ekki um það að villast. Sá sem hafði tekið lyftuna hlaut að vera að elta Hann gat ekkert annað erindi haft upp í efstu hæð hússins. Þessi þykka hurð, sem hún hallaðist upp að, lokaði úti allan hávaða. Hún gat því ekki heyrt hvort að lyftan kom aftur upp, hún gat ekki heldur heyrt neitt fótatak, þótt einhver væri að ganga um þar úti fyrir, en er hún heyrði að einhver reyndi að opna dyrnar furðaði hún sig mjög á því. Lykli var stungið í skrána og einhver þrýsti gætilega á hurðina. Þetta var gert hávaðalaust, en tilraunin var endurtekin þrisvar sinnum, áður en sá sem úti var gafst upp. Alfrey beið árangurslaust eftir að barið væri að dyrunum, en ekkert heyrðist. Hún varð óróleg er hún hugsaði til þess að þessi einhver, sem þarna var fyrir utan, hefði komist inn ef hún hefði ekki skotið slag- bröndunum fyrir dyrnar. Hefði hún sent lyft- una niður í stað þess að láta hana bíða, hefði hún kannske ekki komist inn í skrifstofuna óséð. En hún hafði að minsta kosti tafið fyrir þeim, sem elti hana. Enn var hún ó- ánægð með sjálfa sig. Það hefði verið miklu betra að láta þennan óþolandi Eccott fylgjast með til stöðvarinnar, í stað þess að láta hana sjá að hún sneri aftur til skrifstofunnar. En smám saman varð hún rólegri. Allir sem vissu hvernig húsum var háttað, vissu það líka að fljótasta leiðin til skrifstofu hennar var í gegnum vinnustofu húsbóndans, ef hún gat farið þá leið. Hún hafði sagt Eccott að hún ætlaði að fara hina leiðina, og hann gat því ekki vitað með hvaða lyftu hún fór upp. Hann hafði ekki komið inn um sama hliðið og hún, og hún hafði ekki séð hann niðri í göngunum. Hann hafði kannske trúað henni og beið nú fyrir utan þar, sem hún sagði honum að bíða. En hver var þá fyrir utan dyrnar? Gat það ekki verið Sali sjálfur, sem ætl- aði að ganga úr skugga um, að hún væri að vinna verk sitt? Jæja, hann hafði séð að hún var að því. Hann hafði kannske verið að horfa á hana alla þessa stund. Hann mundi sjálfsagt langa til að vita hversvegna Eccott hefði talað við hana niðri á götunni, en það langaði hana hreint ekkert að fræða hann um. En viðburður þessi hafði hrætt hana svo mjög, að hún spurði sjálfa sig að hvað hún ætti nú að gera. Hún stóð þarna í myrkrinu, því að þótt bjart væri úti voru þykk glugga- tjöld fyrir báðum gluggunum, þannig dregin fyrir að enginn gat séð hvort nokkur var þar inni eftir að vinnu var hætt. Að siðustu tók hún upp vasaljósið sitt og gekk að dyrunum á skrifstofunni sinni. Hún læddist á sokkunum hljóðlega gegn um hana og læsti hurðinni fram í ytri skrifstofuna, og tók lykilinn úr skránni. Síðan sneri hún inn á skrifstofu húsbóndans og læsti henni og skaut slag- bröndum fyrir hurðina. Nú gat hún verið örugg um það að fá að vera í friði, hugsaði hún með sér. En samt sem áður stóð hún með eyrað við hurðina og hlustaði í einar tíu mínútur. Að síðustu heyrði hún samt hávaða, það var hurð, sem lokað var á sömu hæð og hún var á. Vegna þess var hún viss um, að það var ekki Mr. Eccott, sem þarna var á ferðinni og hafði reynt að opna hurðina, því að það var ekki sennilegt, að húnn hefði lykil að neinum herbergjunum þar. Sennilega var þetta Guntersted, en samt fanst henni að það gæti verið einhver annar. Evie Cutting, fyrirrennari hennar — unga stúlkan, sem hafði sagst hafa sagt upp stöðunni, vegna þess, að henni hefði ekki ver- ið treyst. Mundi hún hafa útvegað sér iykla að skránum? Hafði hún eða einhver vinur hennar, til dæmis Even Stanning reynt að komast inn? Alfrey sagði við sjálfa sig, að það hefði sjálfsagt hepnast ágætlega hvaða kvöld sem hefði verið annað en þetta. Guntersted fór venjulega úr byggingunni, þessa leið, sem Alfrey hafði komið inn, og hann hafði aldrei beðið hana að láta slagbrandana fyrir áður en hún fór út hina leiðina. Fjárhirslan og leynistiginn var vel falinn, en djarfur og slunginn maður mundi samt brátt finna þau ef hann mætti leita alla nótt- ina. Það var óþægileg tilhugsun. Eina bótin var að það var snemt ennþá. Úti var ennþá bjartur dagur. Já — en klukkan tíu kom næturvörðurinn til að ganga um alla bygging- una og líta eftir henni. Þegar á alt var litið var þessi tími lang heppilegastur fyrir njósn- ara til að reka erindi sitt, að minsta kosti til að sjá hvernig öllu væri hagað til. Þegar hann hafði svo fengið sönnun fyrir því hvar best væri að leita, gat hann komið seinna og fram- kvæmt fyrirætlanir sínar, er hann á einn eða annan hátt hafði séð fyrir verkinu. Ef Sten- ning var sökudólgurinn, sem henni fanst ekk- ert ólíklegt, þótt hún gæti ekki annað en hlegið að þessum grun, þá hefði hann sjálf- sagt komið hingað án þess að vita að hún var þarna. Hún gat þakkað sér fyrir það, því að hún hafði tekið af sér skóna og skildi því engin för eftir í göngunum. En þar sem hann hafði nú ekki getað komist í gegn um þessar dyr, mundi hann kannske reyna hinar, þótt á því væri öðrugleikar, því að nú voru þvotta- konurnar teknar til starfa í byggingunni. En hvað sem því leið gat hann ekki kom- ist inn. Og Alfrey ætlaði sér ekki að koma út. Hún þurfti að líða í tvær klukkustundir þangað til hún léti niður stigann og var hún viss um að hver svo sem þessi var er var úti í göngunum, þá mundi hann brestá þolinmæð- ina að bíða allan þann tíma enda mundi hann og óttast að þvotta konurnar yrðu sín varar. Hún vonaði að hávaðinn, sem stíginn igerði er honum var rent niður heyrðist ekki fram í göngin, því að leynidyrnar voru hinu megin í herberginu og lágu sjálfsagt inn í annað hús. Hún hafði fengið þá hugmynd er hún fór niður stigann ásamt Sala, að hún væri að fara inn í minni byggingu, sem að því er virtist, væri ekki í neinu sambandi við skrifstofubygginguna. Hún hneig nú niður í mjúkan hægindastól og dró andann léttara. Hún ákvað að fá sér að borða til að styrkja sig. Þar var á borðinu brauð og vín, og þar sem hún hafði borðað úti hádegisverð- inn, hafði hún nestið sitt þarna ennþá. Hún mintist þess, nú að hún hafði verið beðin um að láta engin fingraför sjást á glasinu. Hún breiddi lítinn dúk á steinflísarnar fyrir fram- an arininn, settist á gólfið og snæddi þar. Hún gætti þess vel að láta engin merki sjást á gólfinu og nú hafði hún tendrað ljósin. Hún var viss um að ljósið sást ekki í gegn um hin þykku gluggatjöld né undir hurðirnar, sem féllu svo vel. Er hún hafði borðað og var södd og hlý leið henni miklu betur en áður. 8. Kap.—Kyrlcrta húsið. Hún hvíldi sig svolitla stund og tók svo til á skrifborði Guntersteds, að því var hún þangað til kl. hálf tíu, en samkvæmt skipun- um þeiin, sem henni voru gefnar, átti hún að byrja um þann tíma á hinu fyrirhugaða starfi sínu. Það tók hana góða stund að finna leyni- dyrnar og að þrýsta á hnappinn og f jaðrirnar að þeim þangað til hún heyrði stigann falla niður og sá hurðina með bókahyllunum renna til hliðar. Á þeirri stund vissi hún tæplega hvert þessi atriði voru spennandi og æfin- týraleg eða fyltu hana ótta. Hún tók með sér vasaljósið, lyklana og bréfakörfu, til þess að bera bögglana í ef þeir væru margir, og svo klöngraðist hún niður litla stigann. Fyrir neðan stigann var kolniða myrkur. Hún stóð hreyfingarlaus og hlustaði. Alt var hljótt. Enginn gat komist inn í herbergið, sem hún hafði farið út úr og Guntersted hafði fullvissað hana um, að þetta hús væri alveg tómt. Án þess að vera mjög óttaslegin gekk hún yfir litla loftið. Svolítil ljósglæta síaðist inn um litla þakgluggann og var það að þakka hinni ágætu uppfyndingu, sem Ijóssparnaður nefnist, er lætur klukkuna verða hálf tíu þeg- ar hún er í raun og veru hálf níu um sumarið. Alfrey vissi að það yrði ennþá dimmara þeim mun neðar sem hún kæmi í stigann, en þarna uppi gat hún fálmað sig áfram án vasa- ljóssins. Hún fann hroll fara um sig í efri forstofunni, þar sem allar dyrnar voru læstar og vissi hún ekki hvernig á þeim hrolli stóð. Hún gat ekki skýrt það á annan hátt, en að þetta stafaði af óttanum, sem hún hafði af hinum óþolandi Eccott, sem ekki gat látið hana vera í friði. Áður en hún hitti hann hafði hún ekki fundið til neinnar hræðslu, og hún var gröm við sjálfa sig vegna þess að hún gat ekki stjórnað sér betur en þetta. , Hún heyrði ekki neitt er hún gekk niður stigann og hún hélt áfram viðstöðulaust, þangað til hún kom niður í fyrstu hæð húss- ins. Þar kveikti hún á vasaljóskerinu til þess að finna kjallara stigann. Þar var alt miklu draugalegra. 1 bjarma ljóskersins sá hún stórar gapandi dyr. Hún vissi ekkert hvað var á bak við þær. Þótt komið væri fram í júní, var loftið þarna rakt og kalt. Hún titraði af kulda þar sem hún stóð á steingólfinu, og heyrði vatnið leka úr einhverjum vatnskrana, sem ekki hafði verið lokað nógu vel. Dropi eftir dropa féll með þessu sérkennilega ljóði, sem því fylgir er vatn drýpur. Eins og flestar stúlkur sinna tima var hún altaf þunnklædd og hún var stirð af kulda þegar hún smaug inn í litla herbergið, þar sem hún átti að bíða eftir manninum, sem barði að kjallaradyrunum. Hún var fast ákveðin í því að láta ekki óttann fá yfirhönd yfir sér og kveikti á eld- spýtu og tendraði gasljósið. Það blossaði upp með hvosandi hljóði og skein svo skært á stórt kort af austur London. Hún fór að lesa uppdráttinn sér til dægrastyttingar. Hún fann staðinn þar sem skrifstofubygging Guntersteds var, sá staður á uppdrættinum var markaður með rauðum hring.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.