Heimskringla - 23.07.1941, Blaðsíða 7

Heimskringla - 23.07.1941, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 23. JÚLI 1941 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ANDLÁTSFREGN Halldór Sœmundsson Þann 5. júní s. I. andaðist að heimili Mr. og Mrs. J. Hallson í Blaine, Wash., Halldór Sæ- mundsson, bóndi í Blaine. Halldór sálaði var fæddur að Hryggjum í Gönguskórðum, Skagafjarðarsýslu árið 1857, en um fæðingardaginn er mér ekki frekar kunnugt. Hann var sonur Sæmundar Halldórsson- ar frá Ausu í Borgarfirði syðra en móðir hans var Ingiríður Jó- hannsdóttir Þorleifssonar frá Mörk í Laxárdal í Húnavatns- sýslu. Halldór sál. var á vegum móður sinnar er var vinnukona á ýmsum stöðum, þar til hann var á sextánda ári. Þá flutti hann í vinnumensku til Suður- lands. Eftir nokkurra ára dvöl þar syðra hvarf hann aftur til feðrakynna sinna á Norður- landi. Tuttugu og sex ára að aldri giftist hann fyrri konu sinni Guðrúnu Illugadóttir frá Ás- búðum í Húnavatnssýslu. Þau eignuðust einn son, Jóhannes H. Húnfjörð, er mun flestum Vestur-lslendingum að góðu kunnur fyrir ljóðagerð sína. Þau Halldór og Guðrún reistu fyrst bú að Mosfelli í Svínadal og bjuggu þar í fjög- ur ár. Vestur um haf fluttu þau ár- ið 1900. Þau settust fyrst að í Nýja-íslandi, í hinni svonefndu Árnes-bygð og áttu þar heima í fimm ár. Þaðan fluttu þau svo til Winnipeg, þar sem þau dvöldu í tvö ár. Þaðan fóru þau vestur á Kyrrahafsströnd, fyrst til Vancouver en til Blaine komu þau árið 1908. Keyptu þau sér þá bújörð litla skamt fyrir sunnan bæinn VÖRUFLUTNINGASKIP KOMA TIL ENGLANDS Hér er eitt af fylgiskipum úr vöruflutningaleiðangri að nálgast höfn í Englandi. — Vörurnar eru skriðdrekar, flugskip og matvæli allskonar. Tundurspillarnir frá Banda- ríkjunum hafa verndað flotann. Á einum þeirra er 4.7 þuml. byssan á myndinni. Til hægri sézt annar tundurspillir. og þar andaðist Guðrún árið 1921. Heyrði eg oft til þess tfekið hversu vel og nákvæm- lega Halldór hefði annast hana í gegnum langt og strangt sjúk- dómsstríð. Þann 17. júní árið 1922 gift- ist Halldór heitinn síðari konu sinni, Kristínu Jónsdóttur, ætt- aðri úr Snæfellsnessýslu. Hún er enn á lífi og stundaði bónda sinn veikann í þrjú ár eða meir, unz hana þraut krafta og í desember mánuði s. 1. fluttu þau til Blaine og nutu góðrar hjúkrunar, sem visthafar á heimili Hallson’s hjónanna. Eftir langt og þjáningarfult sjúkdómsstríð andaðist Hall- dór sem áður getur 5. júní s. 1. Hafði hann þá sjónlaus verið í nokkur ár. En hann bar alt sitt böl með stökustu ró og karlmensku alt til hins síðasta. Margt var vel um þennan látna öldung. Hann var mað- ur ráðvandur og skyldurækinn með afbrigðum. Mátti hann í engu vamm sitt vita. Hann var glaðlyndur og skemtinn í viðræðum enda greindur vel og skáldmæltur. Fyrir nokkrum árum birtust nokkrar vísur eft- ir hann í blöðunum fyrir til- stilli séra Friðriks A. Friðriks- sonar. Voru margar þeirra á- gætlega kveðnar. Halldór var bjartsýnn trúmaður með bjarg- fast traust á guð og hið góða. Hann var ávalt liðtækur liðs- maður í því framsóknarliði er barðist fyrir batnandi hagsæld heims. Veröldin hreppir ávext- ina af nytsamri iðju hvers heið- ursmanns, en við þá sjálfa mun sagt verða: “Þú varst trúr yfir litlu, yfir meira muntu verða settur.” Hann var jarðsunginn frá út- Dominion Business College Student ^X^ins International Typewriting Contest In the third Annual International Artistic Typewriting Contest recently conducted, the second place winner was Miss Lorraine Young, of St. James, Manitoba, a student of the Dominion Business College. Miss Young secured second place out of some thirty six hundred contestants from the United States and Canada, receiving a Silver Trophy together with two special awards. In addition her class teacher, Miss M. Walker, received a special award. IT PAYS TO ATTEND A GOOD SCHOOL Enquire Today—NOW! DOMINION Business College The Mall, Winnipeg—37 181 St. James—61 767 Elmwood—501 923 ‘A BETTER SCHOOL FOR THIRTY YEARS’ U Björt mey og hrein” Þó skógurinn bergmáli hörpunnar hreim Og háfjöllin speglist í lognsléttum græði, Eg býst ekki við að þú heyrir það heim. Er hljómvana reyn’ eg að syngja þér kvæði. En sjá muntu geisla frá sólstöfum þeim Er sál mína lykja í jólhelgu næði. Því kvöldið er orðið svo hlustandi hljótt 1 hálfrökkri dagsins og blikandi ljósa. Hið innra býr friður, hið ytra er rótt, Ef óskastund væri, eg þig mundi kjósa. Þá værum við alein á verði í nótt, 1 vaggandi kyrð, meðal döggvaðra rósa. Þá gætum við hjalað um æsku og ást Og alt, sem er huganum ljúfast og kærast Og séð hvernig Öspin og Álmurinn kljást í ópiltum trygðum, og faðmlögum nærast. Og hvar mundi vorgróður hlegari sjást En hjörtu er af saklausum fögnuði bærast? Og ef að við legðum svo leiðina h e i m, Hjá læknum í brekkuni mundum við tjalda, Hve Ijúft yrði sumarið ljósálfum tveim Að leika þar saman og blómknöppum falda! Og reyna hve lífið er þægilegt þeim, Er þurfa ekki nokkurs að sakna eður gjalda. Og seint mundi hausta þeim sóllöndum á Er sætum við tvö undir þögulum meiði Að segja hvert öðru okkar sælustu þrá Og sjá hvernig kvöldsólin ljómar í heiði. Hve Ijúft er að vona, að ljósgeisli sá Líknandi fró yfir elskendur breiði. # * # Nú sit eg og raula, við sólarlags glóð Er sumarið angar frá laufþéttum krónum. I húmblíða náttskugga hverfur mitt ljóð Er hvíla svo milt yfir jörðinni og sjónum; En vorblærinn flytur minn ómklökka óð Til unnustu minnar í hljómþýðum tónum. Bjarni Lyngholt fararstofunni í Blaine þann 9. júní af undirrituðum. H. E. Johnson ÍSLENDINGADAGUR í SEATTLE, WASH. Hin árlegi þjóðminningar- dagur íslendinga í Seattle, verður haldinn að Silver Lake, sunnudaginn 3. ágúst Í941. — Nefndin sem stendur fyrir þessu hátíðarhaldi, hefir mjög vandað til alls undirbúnings. Fjölbreytt skemtiskrá, í- þróttir fyrir unga og gamla, dans að kveldinu — skemti- garðurinn stórlega umbættur. Kaffi gefins. Nefndin vill sérstaklega geta þess að aðal ræðumaður á þess- ari hátíð verður Loftur L. Bjarnason, ungur, glæsilegur og fróður mentamaður frá Palo Alto, Californía. Loftur er sonur Lofts Bjarna- sonar (Gíslasonar Einarssonar frá Hrífunesi í Vestur-Skafta- fellssýslu). Móðir hans af enskum og amerískum ættum. Hann er fæddur í Utah í einni elztu bygð Islendinga í Vestur- heimi. Árið 1930 fór hann með föður sinum til íslands á þús- und ára hátíðarhaldið. Var við Háskóla íslands í meir en ár, fór til Utah 1931, þar sem hann útskrifaðist frá háskóla þess í’ikis 1934. Stundaði nám við sama skóla þar til 1937. Út- skrifaðist þaðan sem M.A. — Giftist Ruth Alexander, og eru hennar foreldrar í Renton, Wash. Árið 1937 fóru þau til Þýzkalands og voru við nám í Berlín og Heidelberg. Frá Þýzkalandi fór Loftur og kona hans til íslands til náms við Háskóla íslands. Árið 1938-9 var hann við Harvard háskóla og var veitt M.A. í Scand. Lang. og Germ. Phil. Næst fór hann til Utah háskóla sem kennari, en er nú stúdent og aðstoðar kennari við Stanford háskóla í Calif. Umræðuefni hans verð- ur “Iceland’s Heritage to the West” og sérstaklega til yngri kynslóðarinnar, en talar einnig á íslenzku til þeirra eldri. Fleira á skemtiskrá eru kvæði og söngflokkur og hljóð- - NAFNSPJÖLD - .. ... A. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusimi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finna á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími 33 158 Thorvaldson & Eggertson LögfrœSingar 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12—1 4 P.M.—6 P.M. AND BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl í viðlögum Viðtalstímar: kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu Sími 80 857 643 Toronto St. i— Dr. S. J. Jóhannesson 806 BROADWAY Talsimi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Enn/remur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone 86 607 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—IVinnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season | We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 Banning St. Phone: 26 420 THE WATCH SHOP THORLAKSON & BALDWIN Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdóma DR. J. T. CRUISE 313 Medical Arts Bldg., litur eftir öllum sjúklingum mín- um og reiknlngum í fjarveru minni. færasláttur. Nefndin æskir þess að Is- lendingar á Kyrrahafsströnd- inni fjölmenni við þetta árlega vinamót og er skemtiskráin birt í heilu lagi á öðrum stað í þessu blaði. Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200 Svo virðist sem fiskar hafi enn ekki uppgötvað það, að Ermarsund sé til. Með því að athuga fiskigöngur hefur kom- ið í ljós, að fiskurinn leggur árlega leið sína, sunnan úr Atlantshafi til Norðursjávar, norður með vesturströnd ír- lands fyrir norðan Skotland og suður með austurströnd þess inn í Norðursjóinn. Fylgir hann þar leið forfeðra sinna, sem fóru hana fyrir þúsundum ára, er Bretland var enn sam- vaxið meginlandi Evrópu. # * • I engu landi eru sögð færri skrifuð lög en í Englandi og í engu landi fleiri en í Þýzka- landi. 1 Englandi er alt það, sem ekki er beinlínis bannað, leyfilegt, en í Þýzkalandi er alt, sem ekki er beinlínis leyft, bannað. (Úr Tidens Tegn, Oslo 1939) # # # Hann: Er eg eini maðurinn, sem þú hefir elskað? Hún: — Já, hjartað mitt, og auk þess sá laglegasti. # * * Móðirin: Nú ætla eg að þvo þér í framan, því að pabbi ætl- ar kanske með þig á bíó. Sonurinn: Ekki fyr en eg veit fyrir víst, hvort við förum í bíó. jigjs f INDVERSKI HERINN SÆKIR FRAM í ERITREA Á myndinni rekur fræg Sikh-herdeild flóttann í Eritrea. Italir eru á undanhaldi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.