Heimskringla - 27.08.1941, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.08.1941, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. ÁGÚST 1941 l^ehnakrmgla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnlpeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 27. ÁGCST 1941 UM BRÉF MAGNÚSAR SNOWFIELDS Bréf er birt á öðrum stað í þessu blaði frá Magnúsi bónda Snowfield í Bismarck, Norður-Dakota. Vekur hann máls á því, að Islendingar vestan hafs sendi löndum sínum heima jólagjafir á þessu ári, og gjafirnar séu hveiti. Biður hann “Hkr.” að fylgja þessum tillögum sínum úr hlaði; skal það með ljúfu geði gert. Það mun nú orðið þtið um það, að íslendingar, austan hafs og vestan, skift- ist á jólagjöfum. Ef til vill hefir aldr^i verið mikið um það. En fagur siður væri þetta. Vinabönd mundu mörg myndast eða endurnýjast, ef á þessu væri byrjað. Fyrir hver jól, er í ensk- um blöðum hér ávalt greinilega frá því skýrt, hvenær pósta verði bréf og böggla til Englands, svo að heim verði komið um jólin. Þeim er þetta ritar hefir ávalt fundist nokkuð til um þetta og hefir oft dottið í hug, hVernig á því stæði, að þetta kæmi aldrei til mála á meðal Is- lendinga. Frá þessu sjónarmiði skoðað, mælir alt með tillögum Mr. Snowfields. En þó verður við það að kannast, að vér erum ekki með öllu því er haldið er fram í sambandi við tillögurnar. Að börn verði brauðlaus á íslandi um jólin, mun, sem betur fer ekki koma til, þó erfiðleikar séu á flutningum að landinu. Annað en flutninga-tálmanir kemur þar ekki til greina. Og þær tálmanir ná eigi síður til þessa flutnings héðan en annara. En tillögurnar eru samt praktiskar. Það er hagkvæmt, að lönd skiftist á vörum, sem þau hafa hvert um sig til útflutnings. Hér er nú mikið til af óseljanlegu hveiti. Það er og ódýrt hér, borið saman við verð á öðrum vörum, líkum að gildi. Að koma því þangað, sem þess er þörf, væri í raun réttri sjálfsagt talið og í fram- kvæmd hrint, ef alt eða flest þjóðskipu- legt væri ekki á afturfótunum. Eins væri með fisk og bækur að heiman, sem Islendingar hafa öllum meira af til útflutnings og sem hér er eftirsótt vara, bæði á jólum og endranær. Hvort sem gjafir eða vöruskifti væri kallað, segir i sjálfu sér minst til, því það skapaði ofurlítið samstarf og með því muna land- ar eystra og vestra dálítið lengur hvorir eftir öðrum. En hvernig líta nú Vestur-lslendingar á þessar tillögur Mr. Snowfields? Ef þeim verður sá gaumur gefinn, sem þær eiga skilið, ætti nefnd að vera kosin til að athuga hvernig framkvæmdum skyldi haga. Verði þær að vettugi virtar, á Mr. Snowfield heiður fyrir það samt skilið, að hafa hreyft svo góðri hugmynd, þó fyrir daufum eyrum væri flutt. “ETIÐ GRAS” D. B. Johnstone Wallice heitir maður og er prófessor við Cornell háskóla. — Hann ráðleggur mönnum að éta gras, til þess að líkaminn fjiri ekki á mis við þau fjörefni, sem hann þarfnast mest. Hann flutti erindi um þetta s. 1. viku í stofnun, sem heitir Institute of Public Affairs. 1 Englandi þar sem þurkað hey og malað er notað sem sérstaklega heilsusamlegt skepnufóður, hafa tilraunir verið gerðar af mönnum, sem eru sérfræðingar í til- búningi fæðu, er leiða í ljós að grænt gras, sérstaklega með farið, sé ríkt af fjörefnum, er maðurinn þurfi með, auk vanalegra máltíða. Gras blandað hveiti- mjöii til helminga, segir Mr. Wallice, og notað í brauð og kökur, smakkist ágæt- lega og sé næringarsamt. Hann segir konuna sína hafa gert sér brauð úr grasi svo honum sé kunnugt um þetta. KING Á ENGLANDI Mackenzie King, forsætisráðherra Canada, brá sér til Englands s. 1. viku (19. ág.). Hann býst við að vera þar í 3 vikur. Hann fór í flugvél. Erindi hans var svipað og annara ný- lenduráðherra, að eiga fund með Mr. Churchill og ráðuneyti hans um stríðs- málin og hagkvæma þátttöku Canada í stríðinu. Á flugstöðinni í Englandi kom þegar til móts við forsætisráðherrann Rt. Hon. Vincent Massey, sendiherra Canada á Englandi. Mr. King fór og á fund canadiska hers- ins í Englandi. Her sá mun alls vera um 90,000 menn. Af þeim fundi fara þær sögur, að móttökur hermannanna hafi verið blandnar, sumir hefðu fagnað, en aðrir látið óánægju í ljósi með blístri og því um liku. Menn munu spyrja hverju þetta sæti. Blaðið Winnipeg Tribune telur hermenn- ina á Bretlandi vilja hafast eitthvað að og þeir muni King og Lapointe kenna um það, að hafa ekki verið sendir neitt að berjast. Þeir eru í landvarnarliði Breta og hafa þar störf er mikil ábyrgð er samfara. Betra svar gaf Mr. King fregnritum við þessu, er spurðu hann hvernig hann liti á það: Hann sagði góða sportsmenn ávalt láta skoðanir sínar i Ijósi, sinn með hvorri hlið, þar sem þeir hefðu frelsi til þess. HON. JOSEPH T. THORSON Allir Canada-menn, þeir sem nokkuð í-eyna að fylgjast með opinberum mál- um, kannast vel við Mr. Thorson og hafa lengi gert. En það má óhætt segja, að síðustu mánuðina hafi canadisk blöð og tímarit flutt meira mál um hann, heldur en nokkurn annan mann í land- inu og alstaðar er um hann talað mjög virðulega og allir virðast vel ánægðir með það, að hann er nú einn af ráðherr- unum í Ottawa og gegnir þar margþættu og mjög vandasömu embætti. Það virð- ist vel við eiga að gefa lesendum ís- ienzkra blaða sýnishorn af því, sem canadisk timarit hafa um hann að segja og þvi er hér birt þýðing á grein um hann sem er að finna í mánaðarritinu “Canadian Business”, Montreal, júlí 1941. Höfundurinn er Austin Cross og hefir greinin að fyrirsögn “New Spokesman”. Vel má segja um þýðinguna, að hún verður “lausleg” eins og oft er komist að orði, en reynt skal að ná aðalefni hennar og raska því ekki. Greinin er þá þannig: Þessi nýi formælandi Canada, hvað stríðsmálin snertir, hlaut Rhodes skóla- verðlaunin 1910, er framúrskarandi vel lærður lögfræðingur og er sonur ís- lenzks innflytjanda. Þegar maður sér þenna nýja formælanda þjóðar vorrar og National War Services ráðherra, Hon. Joseph Thorson, þar sem hann situr í sinni fallegu skrifstofu við fágað skrif- borð með blómskrúði frá Senator Cairine Wilson og stöflum af bréfum og lukku- óskaskeytum frá vinum hans, þá finst manni að hér hafi gerst æfintýri, sem ætti frekar heima í skáldsögum en veru- leikanum. Og það sýnist ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því, að þegar þessi maður fór fyrst að draga í málið við móður kné þá var það ekki á máli þessa lands, heldur á íslenzku. En áður en vér förum lengra í þessa átt, skulum vér athuga manninn dálítið og gera oss grein fyrir hversvegna hann hlaut þessa virðulegu og vandasömu stöðu. Það sýnist vera segin saga, að því meiri örðugleikum sem Canada-maður mætir á leið sinni, þess betdr kemst. hann áfram. Nám Joe Thorson á barna- skólanum var svona eins og gerist, hann gerði betur en sumir, en lakar en aðrir, en það var á Manitoba College að hann fór að skara fram úr öðru námsfólki og það svo greinilega að honum voru veitt Rhodes skólaverðlaunin frá Manitoba 1910. Af því leiddi það, að hann fór til Englands og stundaði þar laganám og lauk fullnaðarprófi 1913 og var sama ár veitt lögmannsréttindi í London og ári síðar í Manitoba. Mr. Thorson kom heim /rá Englandi, en skömmu síðar braust stríðið út og hann gekk í herinn og fór til Englands og síðan til Frakklands og dvaldi þar til stríðsloka og gegndi mörgum vandasöm- um trúnaðarstörfum í hernum. Heim kom Mr. Thorson 1919 og fór að stunda lögfræðisstörf í Winnipeg. Þá í félagi með Phillipps and Scarth. Hon- um bauðst fljótlega kennarastaða við lagaskóla Manitoba-fylkis og hefir alt af kent þar síðan. Hann varð líka fyrsti skólastjóri þess skóla og hélt þeirri stöðu í nokkur ár. En það var ekki nóg fyrir hinn gáfaða og framgjarna íslenzka Canadamann að vela mikill lögmaður og góður skóla- stjóri. Það var ekki nema eðlilegt að þessi mikli lögfræðingur færi fljótlega að hugsa um stjórnmál og 1926 leitaði hann kosningu sem liberal í Winnipeg South Centre, því kjördæmi, þar sem hann er sjálfur fæddur, og hann var kjörinn og tók sæti sitt á þjóðþingi Canada. Við kosningarnar 1930 sætti hann sömu kjörum eins og nál^ga allir liberal frambjóðendur í Manitoba, hann náði ekki kosningu. Réði hann þá strax við sig, að við næstu kosningu skyldi hann verða frambjóðandi í Selkirk-kjör- dæmi, þar sem svo margt landa hans eiga heima. Hann vann kosningarnar 1935. Hann var líka endurkosinn í Sel- kirk kjördæmi 1940. Fyrir kosningarn- ar 1935 hafði Mr. Thorson lært mál úkraníumanna og gat talað við þá á þeirra eigin máli og vann með því fjölda atkvæða. Þeir eru fjölmennir í þessu kjördæmi. Þingið er ekki bara staður þar sem þú situr og hugsar um hvað muni koma sér best í þínu eigin kjördæmi og hlusta á það sem flokkssmalinn (whip) segir þér. Það er í þingnefndunum sem þing- maðurinn er metinn og veginn. Mr. Thorson brosir enn þegar minst er á fyrstu þingnefndia þar sem hann var formaður. Hún hafði það hlutverk, að ákveða laun dómara. Fyrir lögmann sýnist þetta ekki óaðgengilegt verk. Þegar Mr. Thorson kom aftur til Ot- tawa 1935, hafði Mr. King þegar ákveðið að hæfileikar þessa mikla lögfræðings skyldu verða notaðir þegar tækifæri gæfist til þess. Þessvegna var það, að hann var sendur til að mæta á fundi þjóðabandalagsins 1938. Þingmaðurinn frá Selkirk minnist þess hálf gremju- lega, að hann var á heimleið, staddur í London þegar Munich samningarnir voru undirritaðir. Fleiri trúnaðar verkefni hafa fallið í hans hlut og á þessu ári var hann for- maður þeirrar nefndar sem stríðskostn- aðinn hafði með höndum. Það er mál sem mestum ágreiningi hefir valdið á síðasta þingi. Mr. King valdi hann til þess af því hann taldi nauðsynlegt að til þess væri valin sérstaklega vel hæfur maður, að fara með þetta vandasama mál. Það þarf naumast að taka það fram, að Joe Thorson var ekki valinn til að gegna þessu þýðingarmikla ráðherra- embætti vegna þess, að hann hefir nú verið þingmaður æði lengi, eftir því sem gengur og gerist, og ætti því máske skilið að komast í ráðherra stöðu. Langt. frá. Eitt af því sem þess er valdandi að Mr. King hefir verið forsætisráðherra i nálega tvo áratugi er það hve vel honum hefir tekist að velja vel hæfa menn í vandasamar stöður. Enn hefir Mr. King fylgt sömu reglu, að velja hæfasta mann- inn, og því var það að hann í þetta sinn valdi innflytjanda soninn, Joe Thorson. Fyrst er nú það, að Joe Thorson er hinn viðkynnilegasti maður. Hann er þjóðræðismaður út í yztu æsar. Gáfna- far hans er þannig, að hann er afar fljótur að sjá og skilja hvað sem fyrir kemur. Hann sér það sem í vændum er, meðan það enn er svo f jarlægt, að meðal greindir menn hafa enga hugmynd um það. Að visu sannar nú ekki alt þetta að hann verði góður talsmaður þjóðarinnar hvað stríðsmálin snertir. I raun og veru veit enginn með vissu hvað til þess þarf að standa vel í þeirri stöðu sem hér er um að ræða. Hér koma ekki gamlar fyrirmyndir að haldi. Hér er um nokk- urskonar nýtt landnám að ræða og þar virðist Joe Thorson vera á réttpm stað. Nú skulum við ofurlítið athuga hvað það er sem hann tókst á hendur með ráðherra embættinu, snemma í júní. Það er fjórþætt: 1. Hreyfimyndadeildin, 2. Ferðamannadeildin, 3. Útvarpið, 4. Að vera formælandi stjórnarinnar hvað stríðsmálin snertir. Fyrstu tveir liðirnir þurfa ekki skýringar. Hvað útvarpið snertir, þá veit enginn enn hvernig Mr. Thorson hugsar sér að nota það í þarfir stríðsmálanna, en talið er að Canada hafi ekki nema rétt byrjað að nota út- varpið í þessa átt. Nú er það Mr. Thor- sons verk, að sjá til að það sé notað til til hins ítrasta. Þá er fjórða atriðið, að kunngera og skýra þátttöku Canada í stríðinu. — Stjórnin er að gera miklu meira í þá átt, heldur en fólkið veit um og gerir sér grein fyrir og það fer stundum að hugsa að hér sé um mikla vanrækslu að ÞJÓÐRÆKNI OG ÞJÓÐRÆKT Eftir próf. Richard Beck I. Á nýafstaðinni fyrirlestra- ferð minni víðsvegar um bygð- ræða. Þegar almenmgsalitið . f . ...... f * * f U' * ir Islendinga í landi her, sem fer að verða of havaðasamt um f . ...... . . farin var obemlims og jafnvel þessi mal og mostoðubloðin * . halda því fram, aS í Ottawa aé °ð,f«a ma be.nl.nis, , þarf,r aðuerðalítil stiórn bá fer ein- ÞJoðræknismala vorra og fe- aðgerðalitil stjorn þa ter ein lagsmá]a kom Þjóðræknisfé. hver raðherranna til og skynr , J , , , - * lagið að vonum oft til tals í fra þvi hvað gert se og verður * " . . , , . , , * umræðum minum við menn og folkið þa alveg hissa þegar það , . . .... _ A & f * •* u * + konur a ymsum stoðum. Get eg eigi sannara sagt, en að fólki fær að vita hvað mikið er gert og hve vel stríðsmálum Can- . ,. , ... , j .* ., , , hafi yfirleitt legið mjog gott ada miðar afram og hve vel +., £., . , , , . orð til félagsins, og fæ eg ekki betur séð, en að skilningur al- , , . , . , mennings á starfi þess og gildi - ...tn- -nt.'. . rn,.____ fari vaxandi og goðhugur í þess garð að sama skapi. Er það ritað með fullri vitund um það, að félagið nær ekki, þrátt , ,, _ . , , ,fyrir vaxandi vinsældir, til eins heldur svo að segja daglega. I + , ., J___margra fslendinga og æskilegt gengur. En stjórnin gefur ekki þessar upplýsingar nema ein- a milli. Nú á Mr. Thorson að fræða fólkið um aðgerðir stjórnarinnar í strðsmálunum, ekki bara einstaka sinnum Stríðið er hans framboðsvara. Að endingu fáein orð um sjálfan manninn. Hann klæðir sig stundum eins og bezt má vera. Dagin sem eg sá hann voru skórnir hans ekki eins gljáandi eins og þeir hefðu get- væri. En í ljósi þess aukna skiln- i ings, sem eg varð, á ferðum mínum, var við hjá almenningi á starfi og stefnu Þjóðræknis- | félagsins, kom mér það æði ; kynlega fyrir sjónir að sjá það að verið og fötin voru ekki sér- _ , , * u'i u- gefið í skyn opmberlega, að lega vel pressuð, halsbindið |6o* ^ ekkert sérlega fallegt og skyrt- iþað væri, ef til vill, einhverj- um sérstökum takmörkum sett, hverjir mættu gerast fé- lagar í Þjóðræknisfélaginu. — Þeim misskilningi skal einu sinni fyrir alt vísað á bug, því að dyr félagsins hafa frá fyrstu tíð staðið opnar hverjum þeim, án tillits til stöðu, stéttar eða hæfileika, sem stuðla vill að starfi þess með því að gerast þar félagi. Svo er það enn. Fé- lagið vill ná til seni allra flestra ekki eins vandur að því hvern- ig hann klæðist eins og þeir Hon. Norman McLarty og Hon. James MacKinnon, sem er tal- inn bezt klæddi maðurinn *í stjórnarráðinu. Eins og einn annar mikill prófessor, Oscar Douglas Skelton, þá .notar Joe Thorson fötin til að hylja lík- ama sinn, en ekki til að skreyta hann. Og það er vafasamt, að , ,, , . ., .* ilslendinga, og þessvegna hefir þetta auka “tikall” geri mikið i .. 6 6 H ,6ÍC.ÍC r , , ... _ * langtimum saman staðið aug- i þa att að umbæta klæðnað r , ., hremrr fro í iclnn7L'ii tnlm. hans. Það er gaman að hitta Joe Thorson seint að kveldi í Bowles Lunch, þar sem hann kemur oft og fær sér eitthvert léttmeti og mjólkurglas áður en hann fer í rúmið. Það er ekki vandræði að ná þar tali af honum og ef þú hefir eitthvað að segja, sem er skemtilegt, eða honum þykir nokkru skifta, þá er hann vel til með að fresta því að fara í rúmið og lýsing frá því í íslenzku viku- blöðunum og birtist hún enn vikulega í öðru þeirra. Sann- leikurinninn er sá, að þeir, sem hafa haft og hafa með höndum stjórn félagsins, harma það stórum, að fjöldi íslendinga, sem ættu að vera félagsmenn og leggja góðu máli lið, standa enn utan vébanda þess. Fram- angreind skýring er hér gerð til þess, að þeir, sem í fjarlægð búa og ekki eru málum félags- ins kunnugir, láti eigi kasta. tala við þig langt fram á nótt. ryki j augu gér j þegsu gam Þegar eg sá hann seinast lék banfjj. bros um varir hans og andlit. Bros hans minnir mann í svip- inn á Beaverbrook. Hann lét gleði sína í ljós yfir því að Hon. Senator Cairine Wilson hafði Hinsvegar leikur núverandi stjórnarnefnd mjög hugur á að færa út kvíar félagsins, og nýt- ur hún í því efni liðsemdar góðra manna og kvenna viða sent honum stóran blómavönd,um kygðir vorar. Þannig hefir j úr hennar eigin blómagarði. j séra Albert E. Kristjánsson, í Krúnublöðin voru farin að Blaine, Washington, góðfúslega I falla af, en hann hafði reynt tekið við umboði frá félags- | að halda þeim lifandi meðan stjórninni til þess að vinna að | hægt var. Á skrifborðinu hans útbreiðslumálum þess i ná- ; voru heilir hlaðar af lukkuóska skeytum og bréfum. Eina á- grenni sínu og annarsstaðar á þeim slóðum á Vesturströnd- stæðan fyrir því að síminn j inni. Geta menn því snúið sér I hringdi ekki mjög oft var sú, j til hans með fyrirspurnir, en 1 að fáir vissu þá hvar hann var | hann er málum félagsins og að finna. Menn vissu ekki að stefnu gagnkunnugur, þar sem hann var í fallegri byggingu úr, hann er fyrverandi forseti l Tyndall-steini, sem hafði kom- þess. , ið alla leið frá hans eigin fylki, iManitoba. Það var víst góður , hálftimi sem eg varð að bíða | eftir að ná tali af honum, það j um varðveislu íslenzkra menn- j voru svo margir þingmenn sem ingarerfða í landi hér, hlýtur ! sátu um hann til að tala við að Vera það ljóst, hversu miklu II. Öllum, sem hugsa alvarlega hann um eitt og annað. Nú er hann einn af ráðherr- unum og það er ekki friðvæn- i leg stað*^- F. J. þýddi Bœkur til sölu á Heimskringlu Endurminningar, 1. og II. hefti, alls 608 blaðsíður, eftir Friðrik Guðmundsson. Verð upphaflega $2.50, báðar bæk- urnar; nú $1.00. Hetjusögur Norðurlanda, um 200 blaðsíður að stærð, eftir Jacob A. Riss. Islenzkað hefir Dr. Rögnvaldur Pétursson. — Verð 35c. Upplag þessara bóka er litið. Þeir sem eignast vilja þær, ættu því að snúa sér sem fyrst til ráðsmanns Hkr. varðar afstaða hinnar yngri kynslóðar vorrar til þeirra mála. Var þvi eðlilegt, að viðhorf hennar við þeim mál- um kæmi til athugunar í um- ræðum mínum við ýmsa um þjóðræknismálin. Er það vafalaust einhuga ósk þeirra, sem þau mál bera fyrir brjósti, að kappkosta af fremsta megni, að kenna börnum vorum og lunglingum íslenzkt mál, og hafa það um hönd á samkom- um, hvar sem því verður við komið. Er það rétt stefna og holl. En það er bæði viska og haésýni að horfast í augu við staðreýndir, enda þótt þær kunni ekki að vera manni að skapi. Vil eg um þá hliðina á þessum málum leyfa mér að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.