Heimskringla - 03.09.1941, Page 5

Heimskringla - 03.09.1941, Page 5
WINNIPEG, 3. SEPT. 1941 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA BóKMENTAFÉLAGS- BÆKURNAR 1940 Eftir próf. Richard Beck Verulega bókhneigðu fólki, og sérstaklega þeim, sem unna ís- lenzkum fræðum, mun jafnan þykja góður fengur í ritum Bókmentafélagsins, enda hefir það óneitanlega lagt margt á- gætisritið í hendur íslenzkum lesendum. Verður það hverj- um þeim ljóst, sem rennir aug- um yfir bókaskrá félagsins; á það því fyllilega skilið þakkir íslenzks almennings fyrir starf- semi sína, og ætti það þakk- læti að koma fram í auknum stuðningi við félagið. Rit félagsins fyrir síðastl. ár eru 1. hefti af 4. bindi Ann- álanna (Setbergsannál), og hefir Jón Jóhannesson magi- ster séð um útgáfuna af lær- dómi og vandvirkni; Um ís- lenzkar þjóðsögur eftir dr. Ein- ar Ól. Sveinsson, og Skírnir, sem áður undir ritstjórn dr. Guðmundar Finnbogasonar. — Um rit dr. Einars, sem er hið prýðilegasta og þarft að sama skapi, mun eg ræða í sérstakri grein bráðlega, en nokkuru í- tarlegar skal hér greint frá innihaldi Skírnis að þessu sinni. Hann er sem fyrri hið myndarlegasta rit, 230 bls. að iesmáli; auk þess er þar venju samkvæmt að finna skýrslur félagsins, reikninga og félaga- tal. Þessi á:rgangur hefst með er- indi um Einar Benediktsson eftir prófessor Sigurð Nordal, er hann flutti í Ríkisútvarpið íslenzka 31. október 1939, á 75 ára afmæli skáldsins. Er greinargerð þessi hin snjall- asta, drengilega hreinskilin, en jafnhliða auðug að skilningi og samúð, og bregður björtu Ijósi á sálarlíf skáldsins, lífs- skoðun hans og skáldskap. Guðni Jónsson magister rit- ar fræðimannlega og tímabæra grein um sannfræði íslenzkra þjóðsagna, og er gott til þess að vita, að fræðimenn vorir eru nú farnir að gefa þessari merkilegu grein bókmenta vorra vaxandi gaum. Baldur Björnsson skrifar skemtilega grein um Mexikó. 1 ritgerð sinni “Eyðing Þjórsárdals” tekur prófessor Ólafur Lárus- son til rækilegrar athugunar hina fornu bygð í Þjórsárdal, eftir hinum áreiðanlegustu heimildum; er hér um sjálf- stæða og mjög athyglisverða rannsókn að ræða. Grein Guðmundar skálds Friðjónssonar “Veizlugleði” (Sextug endurminning) verður vafalaust mörgum góður lestur vestur hér, því að hún segir frá brúðkaupsveizlu þeirra Jónasar og Guðrúnar foreldra Mrs. Rögnvaldar Pétursson í Winnipeg og þeirra systkina. Með sínum aikunna, hressilega frásagnarhætti lýsir greinar- höfundur veizlunni sjálfri og sér í lagi ýmsu því fólki, sem þar kom mest við sögu; t. d. er hér mjög minnisverð lýsing á Sigurbirni Jóhannssyni föður Jakobínu skáldkonu í Seattle. Fróðlegar mjög eru ritgerð- irnar “Hvernig eyddist bygð fslendinga á Grænlandi?” eftir dr. ilhjálm Stefánsson (í þýð- ingu Ársæls Árnasonar) og grein Sigurjóns Jónssonar, fyrrum héraðslæknis um heil- brigðismálaskipun og heil- brigðisástand á fslandi fyrir 100 árum. Ótalin er þá fjöldi ritfregna eftir ýmsa, flesta löngu þjóðkunna rithöfunda. Ein smásaga, “Bleikur”, er í þessu hefti Skírnis, eftir Guð- mund G. Hagalín rithöfund. Sýnir hún greinilega, sem margar aðrar slíkar sögur hans, að hann fer mjög hög- um höndum um þá grein bók- mentanna, í mannlýsingum og sjálfri sögugerðinni. Af öðrum skáldskap eru í ritinu tvö kvæði: “Thomas Hardy” (Ald- I arminning) eftir Snæbjörn JJónsson og “Rokkhljóð” eftir i Guðfinnu frá Hömrum. Hafa 1 eigi allfá ágætiskvæði komið ,frá hennar hendi undanfarið, og sómir þetta kvæði hennar ' sér prýðilega á sama bekk. Það er bæði þróttmikið, mynd- auðugt og áferðarfallegt; í einu orði sagt, hreinn og tilkomu- mikill skáldskapur. Tel eg það því meir en maklegt, að sem flestir lesi kvæði þetta og læt það fylgja í heild sinni: Spunarokksins kliður fer ljóði um okkar lönd, leikur þar á strengi hin bjarta iðjuhönd. Margoft spunninn þráður úr mjallahvítri ull, mýkra getur hljómað en silfur eða gull. Kveður oft á húmkvöldum hjartans ís í bann hjólsins glaði þytur, er blæv- aróðinn kann. Löngum íslandsdætur hér gripu fegurst föng, fætur þeirra hrynjandi léðu starfsins söng. Stigu þær við rokkinn og raul- uðu undir lag, rauluðu undir stefin úr hjartna sinna brag. Undu þær af snældunni ham- ingjunnar hnoð, hnökralausa þræði í örlaganna voð. Dýrt við skyldum meta það, er móðir okkar spann, muna töfradúkinn, er þreytt hún okkur vann. fijúgðu, fljúgðu kvæði um gull- in gæfulönd gaf þér vængjasúginn hin trausta iðjuhönd. Ljóma á faldi rósir. Þitt rauða lífsins blóm roða hlaut, er þræðirnir spurn- ust inn í góm. Aldrei skapar lífið í dáðum flugsins föng, finnum við ei tóninn í starfsins gleðisöng. Stígum enn þá rokkinn og raulum undir lag, rísum skjótt af blundi um helg- an vinnudag. Ljúft við árdagsglæður. unz miður morgun skín, Maríuull við spinnum í sumar- draumsins lín. JÓNAS, JÓN, SAM OG STJóRNMÁLIN Jónas minn Pálsson ávarpar lýðinn í Heimskringlu og seg- ir: “Þið eruð allir bjánar upp til hópa og alt er það nú ykkur að kenna hvernig mannlífið gengur því sjá þið ráðið.” Svo setur Jónas upp dæmið, ósköp einfalt dæmi svo hann eigi sjálfur sem auðveldast með að leysa úr því. Það er nú si svona. — “Þið hafið lýðræði og lýðræðið er indælt og á- gætt kynnuð þið með að fara. Þið kjósið þingmenn og ráðið stjórnina eins og húsbændur bjúin og borgið þeim þóknun fyrir ómakið. Þeir eru til þess ráðnir að semja þau lög sem þið viljið hafa og hrinda því til framkvæmda, sem þið viljið vera láta. Reynist þeir tóm- látir eða svikulir í starfinu er ykkur heimilt að víkja þeim úr vistinni og kjósa aðra, sem betur er treystandi, og þetta getið þið látið ganga þangað til hinir réttu þjónar eru fundn- ir og fengnir. Þið eigið að hafa eftirlit með piltunum við starfið en séuð þið andvara- lausir er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að þeir skari eldinn að sinni köku ■ og svíkist um eftir getu. Ef þið svo endur- kjósið þá eða setjið aðra sínu verri í þeirra stað, hafið þið lagt ykkar blessun yfir atferlið og eigið engum um að kenna nema ykkur sjálfum.” Svo mörg eru þessi orð og það þarf svo sem ekki að taka það fram að séu þau sönn, þá eru þau líka heilög, hvaðan sem þau koma. Nú áttu þeir nágrannarnir Jón J. og Sam Sam orðræður um pistilinn og Jón hafði þau orð um að þetta væri nú nokk- uð fjandi gott hjá honum Jón- asi og líklega hefði hann mikið rétt fyrir sér. Sam klóraði sér á bak við eyrað og hélt því fram að höfundinum hefði ekki tekist að kafa til botns í sann- leiks leitinni. Meira vildi hann nú ekki segja að sinni. Dagin eftir kom hann svo aftur allur uppviðraður og þóttist nú hafa fundið veikan blett í siðfræðinni hjá honum Jónasi. Hann hefði sem sé haldið því fram að það væri ekki nema eðlilegt og sjálfsagt fyrir hjúin að svíkjast um og mata krókinn, væru þau ekki undir eilífu eftirliti, m. ö. o. hvenær sem þau áttu þess kost. Það hummaði nú í .Jóni, en ekki gafst honum alskostar vel að þessari prédikun. “Jæja, ætli það væri nú samt ekki hollast að hafa gát á þessum gemlingum.” Þeim kom báðum saman um það, nágrönnunum, og ásettu sér að gæta sin við næstu kosningar. Þeir tóku nú að gefa gaum að “pólitíkinni” og komust dálítið ofan í hana en ætluðu sér þó lengra. Það tók nú líka að draga að kosningum og þeir Jón og Sam létu aldrei á sér standa að sækja stjórnmála fundina en svo einkennilega brá við að því fleiri fundi sem þeir sóttu þess ruglaðri urðu þeir í höfðinu. Þetta er fyrir þekkingarleysið sagði Sam. “Jú, við verðum að fá eitt- hvert upphaf eða endir á þessu,” ályktaði Jón. “En mik- ið skolli eru þeir útfarnir í því að tala.” Stundum vakna eg alsannfærður jafnaðarmaður, sæki svo fund og fer í rúmið gall-harður íhaldsseggur. Það er eins og þeir dáleiði menn næstum með kjafæðinu. Hef- irðu tekið eftir því að það er altaf eitthvað satt í því sem þeir segja, en fullur sannleikur er það nú sjálfsagt ekki, því þá kæmust þeir allir að einni nið- urstöðu.” “Ó, jæja við, verðum bara að greina sannleikann frá blekk- ingunum,” gall í Sam. Þeir gætu sjálfsagt fengið einhverjar upplýsingar í blöð- um og bókum en það var nú ekki svo hentugt að gefa sig mikið við bólflestri, því haust- annir fóru í hönd, og það dugði ekki að láta uppskeruna eyði- leggjast á ökrunum meðan þeir söktu sér niður í stjórn- málin. Þá myndu bankarnir og lánfélögin hirða heimilin, akur og allan fénað. En svo voru til menn sem eðlilega voru þeim vísari t. d. kennarinn og presturinn. Það væri bezt að bera niður hjá barnafræðaranum. Þær voru, að þeim fanst, alveg eins og blessuð börnin í þessari “pólitík”. Þeir höfðu ekkert upp úr kennaranum. Hann benti þeim á það mjög kurteisislega að l.ann mætti ekki blanda sérj inn í stjórnmálin. Hann ætti að vísu að innræta unglingun- um virðing fyrir lögunum og að elska lýðræðið, en út í sjálf stjórnmálin mætti hann ekkert frekara fara. Hamingjan mætti líka vita að hann hefði meir en nóg að gera við að troða því allra nauðsynlegasta inn í krakkana.” Séra Þorgrímur var ljúf- menskan sjálf en óhóflega varasamur með það sem hann lét út úr sér fara. Hann hélt því fram að betrun hugarfars- iiis væri hið allra nauðsynleg- asta til sannra þjóðþrifa. Þessu gátu bændurnir engan vegin borið á móti, en svo voru þeir einir nær um hvern ætti að kjósa. Þeir reyndu að lesa blöðin en þau voru alveg eins og fram- bjóðendurnir, þar otaði hver sinum tota og erfitt að greina hver réttast hefði að mæla. Eftir því sem þeir félagar vildu verða sanngjarnari og víð- sýnni, í því meiri vanda kom- ust þeir við að meta réttilega alJa málavexti. Jón var alveg að gefast upp og hélt að skást myndi þó að hallast að ein- hverju ákveðnu. Réttri viku síðar var hann kominn inn í social credit flokkinn. Honum gast vel að frambjóðandanum, fanst hann mæla af viti þegar iiann réðist á peningavaldið. Með peningum hafði Jón verið snuðaður um æfina og honum fanst tími til komin að losna undan þeirra valdi. Aftur gekk honum illa að útlista fyrir- komulagið, eins og það átti að verða, fyrir Sam, sem var full- ur efasemda. Jón ætlaði að lesa eitthvað um það eftir þreskinguna, en þangað til yrði bara að skeika að sköpum. Nú var Sam einn eftirskilin í leitinni eftir sann- leikanum, og altaf fanst honum þyngjast róðurinn. Jón sótti nú aðeins S. C. fundina enda sagði hann að tíminn leyfði sér ekki frekari ferðalög. Eitt sinn tók Sam kunningja sinn, Thorstein verkfærasala tali, því hann vissi hann manna hygnastann. “Við verðum að velja þá menn sem eru einna bezt til foringja fallnir og treysta þeim,” fullyrti gamli maður- inn. “Já, en þessir þíngmenn og stjórnmálamenn eru bara okk- ar þjónar, en við erum þeirra húsbændur, og við eigum að segja þeim fyrir verkum,” sagði Sam. “Segja þeim fyrir verkum,” hvæsti Thornton út úr sér. “Sjáðu nú til Sam minn góður, þegar eg segi fyrir verkum þá veit eg alveg hvað eg vil láta gera og oftast líka hvernig eigi að gera það. Veistu nú, heilla karlinn, hvað þú vilt láta þá aðhafast í þinginu?” “Við viljum lægri tolla en hærra verð á hveiti.” “Já, rétt er nú það, en svo eru líka aðrir sem vilja hækka tollana en lækka verðið á hveitinu svo sem eins og borg- arbúarnir yfirJeitt. Hverjir verða svo í meirihluta? Þess utan eru auðvitað fjölda mörg önnur mál sem við vitum lítið eða ekkert um pg enn fleiri sem koma upp öllum að óvör- um svo að segja. Hvað held- urðu að yrði um okkur Sam, á svona þingum. Og svo eigum við að segja öðrum fyrir verk- um, sem vitum lítið eða ekkert sjálfir. Hvernig geta þeir, sem sjálfir eru ráðalausir, ráðið fram úr fyrir aðra. Nei, taktu nú sönsum Sam. Þegar bölv- unin hleypur í bílinn minn eða konuna þá sendi eg eftir kunn- áttu mönnum til aðgerða. Held- urðu að eg fari svo að segja við læknirinn: Svona vil eg að þú læknir konuna. Þú átt að rista hana á kviðin og rifa út skemd- irnar því sjá, þú ert mitt hjú og eg borga þér. Nei og ónei, eg veit nú betur og læt hann ráða, þvi eg veit hann þarf að taka fleira til grenia en sjálfa meinsemdina. Það verður ein- liver að hafa vit fyrir þeim sem lítið þekkja inn á mannlífið og hafa hvorki tíma eða tækifæri til að afla sér nægra upplýs- inga. Við verðum að treysta á foringjana og láta þá ráða. — Heldurðu kanske að Leifur hepni hefði komist til Ameríku ef skipshöfnin hefði ekki hlýtt. hans leiðsögn. Við verðum að eiga okkur ótrauða foringja en við getum aldrei orðið annað meir en óbrotnir liðsmenn. Og gamli maðurinn hvesti augun á Sam með óbilandi sannfæring- arkrafti. Á heimleiðinni hugsaði Sam sitt ráð. Jú, það var sjálfsagt eitthvað í þvi sem Thornton sagði, en samt var hann litlu bættari fyrir þessa orðræðu. Jú, sjálfsagt urðu þeir að eiga sér foringja. Sam var ekki svo skini skroppinn eða ófróð- ur í sögunni að hann kannað- ist ekki við þau sannindi. En hverja áttu þeir svo að hylla til valda? — Hverjir voru á rettustu leiðinni og hverjum matti helst treysta? Ekki gat honum heldur gerðjast að þessu oftrausti á foringjunum Eitthvert aðhald yrðu þeir að hafa annars væri til einræðis stofnað og alþýðan búin að seJja réttindi sín i annara hend- ur. En áreiðanJega var þetta miklu flóknara mál en Jónas vildi vera láta í Heimskringlu. Hann hafði nú líka komist að því að þess grandgæfilegra sem menn taka að rannsaka allar aðstæður, þess erfiðara myndi að komast að föstum niðurstöðum. Hann var nú farinn að finna til þess fyrir alvöru að hann yrði að auka þekking sína svo hann gæti skipað stjórninni fyrir verkum. En um háanna tíman yrði hann að gefa sig við búskapnum. Svo fór að hann kaus fram- bjóðanda frjálslynda flokksins °g !águ til þess margar ástæð- ur en þó einkum tvær. Fyrst og fremst gafst honum vel að manninum og þó einkum vegna þess að slá minna um sig en aðrir. Hann sagði að það væru ótal mál sem hann þyrfti að setja sig inn í við tækifæri. Sam var nú orðinn hálf leiður á þessum bunustrokkum er s!ógu um sig með slagorðum en virtust engan skilning hafa á undirstöðu atriðunum. í ann- an stað var það hans gamli brautgöngu laxmaður á vegum sannleikans. Jón, sem kom honum til að fara varlega í þvi að skifta um flokksfylgið. Jón var sem sé orðinn sanntrúaður fJokksmaður, er lifði nú frem- ur í trú en skoðun. Þetta hélt r.ú Sam, að kæmi til af því að Jón hefði tekið of snöggum sinnaskiftum og hans víti vildi hann varast í lengstu lög. — Kann ætlaði ekki að gera breytingar fyr en eftir rækilega íhugun bygða á þekkingu. Þá þekkingu vildi hann gjarnan afla sér en var samt hálf efins um að sér gæfist nokkurn tíma tóm til þess frá búsönnum, því fróður maður hafði sagt hon- um að til þess að vera vel heima í stjórnmálum nútímans þyrftu menn að lesa mikið í sögu, þjóðfræði,.þjóðhagsfræði. þjóðmegunarfræði, sálfræði, landafræði og auk þess að kynna sér rækilega allar höfuð stefnur sem nú væru uppi í stjórnmálum. Já, en hver á að hirða kýrn- ar meðan eg stunda öll þessi vísindi, sagði Sam, og afla mér nauðsynlegrar uppfræðslu um búskapinn, svo eg geti þó skynsamlega skipað fyrir verk- um hérna á heimilinu. H. E.Johnson Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA EINN DAGUR Á KRIT Frh. frá 3. bls. velmegun hennar á yfirráðun- um á hafinu. En alt bendir til, að gullöld eyjarinnar hafi endað skyndi- lega. Konungshöllin í Knossos hefir staðið í björtu báli, því að hvarvetna hefir Evans fund- ið merki um óviðráðanlegan eld, sótsvarta veggi, sviðna bjálka og súlur, og svo mikil hefir eyðileggingin verið, að engir dýrmætir málmhlutir hafa fundist í höllinni. Sumir halda, að jarðskjálfti hafi vald- ið þessu, en hvarfið á dýrmæt- um málmhlutum o. fl. þykir frekar benda til þess, að inn- rásarher hafi ruðst inn í landið og rænt og brent, ekki aðeins í Knossos, heldur um alla eyj- una. Því að samskonar her- virki hefir átt sér stað í mörg- um öðrum borgum, meðal ann- ars í Gournia, sem virðist hafa verið Coventry þeirra tíma — full af verkstæðum og verk- smiðjum með allskonar verk- færum, svo að þeir, sem hafa grafið þarna, hafa undrast þau ósköp af iðjutólum, ofnum, fágunarvélum, sverðum, nögl- um o. s. frv., og hafa kallað bæinn “He mechanike polis” — vélaborgina. Og nú er aftur verið að gera innrás á Krít. Og konungs- boli, sem tætir unga sveina og stúlkur í sundur, virðist vera genginn aftur.—Lesb. Mbl. FJÆR OG NÆR Teppið sem var dregið um 22. ág. á Hnausum til arðs fyrir Sumarheimilið hlaut Sig- urrós Johnson, Árnes. Dánarfregn Þann 25. ágúst andaðist að heimili tengdasonar síns, Björns kaupmanns Eggertsson- ar að Vogar, Man., Mrs. Guð- rún Jónsson, ekkja Jóns heit- ins fyrrum alþingismanns Jóns- sonar frá Sleðbrjót. Hún var jarðsungin að Vogar þann 28. af séra Guðm. Árnasvni að viðstöddu miklu fjölmenni. — Þessarar merku konu verður nánar getið síðar. * * * Services in Western Sask.: Sunday, september 7: Mozart, 11 a. m. — English. Wynyard, 3 p.m. — English Kandahar, 7.30 p.m. — Eng- lish. B. Theodore Sigurdsson * * * Guðsþjónustur við Churchbridge og víðar í septembermánuði: Þ. 7. í Lög- bergskirkju kl. 2 e. h. í Con- cordíakirkju þ. 14. I Winni- pegosis þ. 21, þakklætisguðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 2 e. h. • Þ. 22. á Red Deer Point kl. 11 f. h. Þ. 28 í Con- cordía kirkju. S. S. C. Hvar eru verðbréf yðar geymd ? Þér þurfið öruggan stað til að geyma í borgarabréf yðar, eignabréf, vátryggingar skír- teini o. s. frv. Bréfahólf er sem yðar eigin öryggisskápur—enginn getur opnað hann nema þér sjálfur. Og það kostar minna en lc á dag. Spyrjið næsta útibú vort um þetta. THE ROYAL BANK OF CANADA Eignir yfir $900.000.000

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.