Heimskringla - 10.09.1941, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.09.1941, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. SEPT. 1941 Ifeitttskringk (StofnuO 1888) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiíta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 10. SEPT. 1941 í HVERJU ER BREYTINGIN FÓLGIN ? Það er æði oft, að maður sér í blöðum nú orðið á það minst, að breyta verði um stjórnarhætti að stríðinu loknu. Jafnvel Churchill forsætisráðherra hefir í ræðum sínum upp aftur og aftur drepið á þetta. Ýmsir þingmannanna á brezka þinginu hafa og að þessu vikið, einkum verka- mannafulltrúarnir. Hér í landi hefir þetta mál einnig verið talsvert rætt. Og í Ottawa hefir stjórnin kosið eina nefnd- ina enn, í viðbót við allar hinar, er rann- saka á hvað gera skal til þess að sporna við atvinnuleysi hér að stríðinu loknu. En við allar þessar umræður er það eftirtektarvert, að ekki*hefir verið með einu orði bent á í hverju breytingin skuli fólgin. Það segir sig þó sjálft, að hún þarf að vera meira en lítil til þess, að hún komi að tilætluðum notum. Eftir síðasta strið, var engar verulegar bætur hægt að ráða á atvinnuleysinu og bölinu sem þvi fylgdi. Það bezta sem fremstu vísindamenn og stjórnmálamenn gátu gert, var að draga sviðan í svip úr sár- inu, eins og með deyfingarlyfjum er gert við ólæknandi menn, en meinið hélt eftir sem áður áfram að grafa um sig. Það er gott til þess að vita, að sjálfir stjórnendurnir eru farnir að opna aug- un fyrir því, að þjóðskipulagið sé galla- gripur, sem lækningar þurfi við. En hvernig ætla þeir sér að ráða bætur á því? t Það neitar enginn því, að það hefir margt heillavænlegt og fagurt sprottið upp í fari þess stjórnskipulags, sem lýð- ræðisþjóðir heimsins hafa átt við að búa. Og.það gerir það enn; skipulagið á þann lífsþrótt í sér fólginn. En eigi að síður væri það kórvilla að halda, að engir gallar séu ennþá á lýðræðisfyrirkomu- laginu. Það bjátar nú alt of mikið á til þess, að hægt sé að segja það fullkomið. En því má ekki gleyma, að það er í framkvæmdinni aðeins, sem það hefir skekst og aflagast. Hugsjónin er enn og verður ein hin dýrasta, er mannkynið hefir öðlast, þegar það kann að fara með hana. * Og hverjir eru nú stærstu gallarnir á lýðræðisskipulaginu í verki? Að dómi þess er þetta skrifar, eru þeir fólgnir í því, að þjóðin í heild sinni á ekki nógu beinan þátt í löggjafarsmíði landsins. Við höfum það sem kallað er þingræði, en ekki óhindrað lýðræði. Þetta er sitt hvað. Þingræðinu fylgir fulltrúavald, þ. e. vald fulltrúa til að gera eins og þeim sýnist, án þess að spyrja þjóðina að því, og eins þó hún hafi kosið þá. Þeir geta óáreittir samið lögin eins og þeir vilja vera láta. En lýðræðisvald, í fylsta skilningi, er það, er þjóðin öll, kjósend- urnir sjálfir, greiða atkvæði um hvert einasta löggjafaratriði. Þetta er kallað bein löggjöf. 1 stjórnmálum á þjóðin ekki nógu beinan þátt eins og nú til háttar. En fulltrúarnir hafa brugðist. Fulltrúavald er ávalt með því marki brent. Þessvegna hefir hver sönn þjóð- leg umbót, sem hafin hefir verið í heim- inum, verið í því fólgin, að ná valdinu úr höndum einstakra manna, eða stétta, og koma því í hendur fjöldans, almenn- ings. í þessu fælist sú ein breyting, að frelsi almennings væri í þjóðlegum skilningi betur með því þjónað, en nú er gert. Lög, hvort sem væru á fylkisþingum, eða sambandsþingi, yrðu samþykt af þjóðinni allri, en ekki aðeins af þing- mönnum. Það er eini munurinn sem af breytingu þessari leiðir. En með þvi væri ögn hrest upp á lýðræðið í heimin- um, sem nú er svo básúnað, hvort sem er. Að sjá það í fullkomnari mynd, ætti ekki að valda neinum ógleði. Vér sjáum enga frjálsari leið og sjálf- sagðari til umbóta heldur en þessa á stjórnarháttum í hvaða lýðræðislandi sem er. Hún setur frelsið öllu ofar. Og annaðhvort er að trúa á það, eða bann- færa það og vara við þvi, sem fjandinn sjálfur væri. Það hefir verið erfitt þeim er þetta rit- ar, að skilja, hvernig á því hefir staðið að enginn umbótastjórnmálaflokkur þessa lands virðist leggja neitt upp úr þessu atriði í stefnuskrám sínum, að efla eða útbreiða þjóðmálalegt frelsi með beinni löggjöf. Alt sem Social Credit, C. C. F. flokkurinn, teknókratar (iðnríkisskipuleggjarar) hafa beðið um, er að láta sér eftir völdin. Enga þessa flokka virðist hafa dreymt um, að þar væri verið að biðja um fullmikið, með önnur eins dæmi þó fyrir augum og það sem gerst hefir á Þýzkalandi og ítalíu og víðar. Alt sem þessir menn báðu um, var völd. Valdið getur auðvitað bless- ast í höndum góðra manna upp að vissu takmarki. Þeim er það hefir verið veitt, hafa ekki allir eins farið með það. Lýð- ræðisstjórnendur, og þar með er auð- vitað pólitíski uxinn hans Jónasar tal- inn, þessi með tveimur hausunum, hafa þrátt fyrir alt, reynst einræðisstjórnend- um betri. En hví að tefla á hættu með það og freista manna með valdinu yfir eignum þjóðarinnar, lifnaðarháttum og lifi hennar? Það eru nokkrir 30 silfur- peningar þar í boði. Þó um ögn minna væri að ræða, væri ekki mótvon að gamla sagan endurtæki sig að minsta kosti alt fram að hengingunni. Það sem að fyrst og fremst verður á móti þessari hugmynd um beina löggjöf haft, er það, að almenningur sé ekki, þeim vanda vaxinn, að greiða atkvæði um viss mál — sé með öðrum orðum of heimskur til þess og ósjálfstæður. Auk þess sé þetta tafsamt, að almenningur greiði atkvæði um hvert löggjafarmál. í Sviss, þar sem bein löggjöf er rikjandi að nokkru, eða áhrærir að minsta kosti allar stærri fjárveitingar, þarf ekki nema einn eða tvo daga til að afgreiða hvert mál með atkvæðagreiðslu. At- kvæða-seðlarnir eru sendir í pósti og eru um hæl sendir til baka. En hvað vit almennigs snertir, ber sá er þetta ritar, engan kvíðboga fyrir því, að útkoman af atkvæðagreiðslu hans verði neitt verri eða óviturlegri en sú, er leiðir nú af stjórnsemi hinna vitru! Hver eru hin viturlegu dæmi af stjórnarfari ýmsra lýðræðislanda- s. 1. 5 til 10 ár, svo ekki sé lengra farið aftur í tímann? Kaffi mokað á eld í Brazilíu; hveiti 25c í Canada mælirinn, fyrir það sem selst af þvi en helmingur eða meira óseljan- legur; svínum drekt í Missisippi-ánni; ávöxtum kastað út á sorphaug í Van- couver; bómullarakrar plægðir með upp- skerunni í Texas; atvinnuleysi um allan heim! Alt leiðir þetta af valdi fárra, þeirra, sem finst jörðin fyrir þá eina sköpuð og þeir eigi einir rjóman ofan á mjólkurtrogum þjóðanna; þeirra, sem fulltrúa þjóðanna freista og afvegaleiða, og sem — eftir sögn Dorothy Thompson — hindra nú samt framgang stríðsins, með því að liggja á auði sínum, eða auði landsins, sem þeir einir eiga, en þjóðin og stjórnin á ekkert í og hefir því ekkert til að reka stríðið með! Þeir sem lesið geta stjórnspeki og vit út úr þessu ráðs- lagi eru ekki kjósendur yfirleitt, hvorki þessa lands né annara; hversu fávísa sem einræðisseggir allir, í hvaða landi sem eru, segja þá, eru þeir ekki svo blindir, að sjá ekki hvernig á öðru eins og þessu stendur. Það má segja, að það sé allur tími til stefnu eftir stríðið, að ræða ítarlega um þessar breytingar á stjónarháttum, sem gert er ráð fyrir í Bretlandi, Bandaríkj- unum og Canada. En þar sem að rréfnd er farin af stað í þessu landi til að at- huga málið, virðist ekkert að því, að þeir sem eitthvað vildu til þeirra leggja, gerðu það nú þegar. Út í breytingarnar, sem bein löggjöf hefir í för með sér, er hér óþarft að fara frekar en í skyn hefir verið gefið. Enda væri ekki hægt um það að segja með neinni vissu, hver vilji almennings væri í einu eða öðru máli, fyr en á daginn kæmi. Því er alls ekki hér haldið fram, að með þessu skapaðist fullkomið fyrir- komulag, nokkurs konar Paradís á jörðu. En hitt er óhætt að segja, að skipulag, sem sniðið væri þannig eftir almennings- viljanum, yrði að minsta kosti í meira samræmi við hann, en nú á sér stað. Menn gætu þá fyllilega sagt, að hver þjóð hefði það skipulag, eða þá stjórn, sem hún á skilið. Þetta nær og til mannréttindanna mjög ákveðið, því i sjálfu sér hefir hver einstaklingur rétt til að eiga á beinan hátt þátt í stjórn- eða þjóðmálunum. Honum lærðist og skjótara, af þeirri beinu þátttöku, hver ábyrgð á honum hvildi, sem samborgara þjóðfélagsins, en með því, að kasta á- hyggjum sínum eilíflega upp á aðra. Þegar svo er komið, verður maðurinn brátt ósjálfstæður og ósjálfbjarga, jafn- vel þó hann sé fæddur með mikilli sjálf- stæðiskend. Stjórnmálin, eins og þau nú eru, geta því ekki kallast gott upp- eldislyf. Þau skerða manndóminn í stað þess að efla hann, eins.og þó ætti að vera markmið þeirra. Það sem auðsætt er að vinst með fyr- irkomulagi beinnar löggjafar og hinu aukna frelsi, er henni fylgir, yrði meira jafnrétti í öllum skilningi og bræðralag. Auðsafn einstaklingsins mundi ekki verða hugsjónastefnan til lengdar. Sú trú á dollarinn og virðingin, sem borin er fyrir þeim, sem yfir fé komast með öðru móti en þvi, að hafa verið skaparar þjóðarauðsins í verulegum skilningi, mundi dvína. Menn mundu hætta að bera lotningu fyrir þeirri menningu sem slikt lík flytti í lestinni. Þeir mundu trúa á hugsjónir, er sameiginlega lyftu mannkyninu á hin æðri svið listar og fegurðar, sem nú eru aðeins eygð, en sem ekki fæst rlotið vegna ranghverfra skoðana í uppeldis trúar og þjóðmálum. Annað getur ekki til mála komið í þessu umbótastarfi, sem gera á, eftir stríðið, en að bæta það fyrirkomulagið, sem bezt hefir reynst, sem mesta ávexti hefir úr býtum borið og ágætasta fyrir almenning, lýðræðisskipulagið. Það er grundvöllurinn enn til að byggja á, en auðvitað ekki nema grundvöllur, sem eins lengi verður bygt ofan á og um nokkra framfara-von er að ráeða hjá mannkyninu. Það sem í bráðina, eða á næstu mannsöldrum verður þar bygt, verður ekki heldur hið síðasta. Breyt- ingar tímanna og þær kröfur, sem af þeim leiða, verða ávalt að takast til greina, enda eru þær framþróunin sjálf, lífið í sinni sönnu mynd á leið til full- komnunar. Þeir sem að halda, að stjórn- skipulag þurfi engra breytinga við, eru í beinni mótsögn við þjóðlega þróun, hversu oft og alvarlega sem þeim kann að hafa dottið í hug að þeir væru sjálfir upphaf og endir allra framfara í þjóð- félaginu. Breytingarnar sem nú þegar þarf að gera, eru margvíslegar. Umbæturnar eru að sama skapi í fjöl-mörgu fólgnar. Stjórnarumráð peninga, geta mikið bætt og breytt, ef trygging væri nokkur fyrir að það vald væri rétt notað; fyr ekki. Afnám rentu á peningum gæti einnig haft sín áhrif til bóta. Og hver veit hvað margt má telja upp, sem endurbót væri að? En lofum alfrjálsri þjóð í al- frjálsu landi, þjóð, sem beina löggjöf hefir aðhylst, að ráða fram úr þvi, eftir því sem reynslan kennir, þjóð, þar sem allir ráða, í stað eins, eða fárra. Hámark ódæðis þess, sem af einræði getur leitt, er auðvitað yfirstandandi stríð. Maðurinn, sem því veldur, á fyrir meiri syndir að svara en nokkur annar menskur maður, fyr eða síðar. Mann- drápin í þýzk-rússneska stríðinu hrópa þar hærra um, en alt annað, sem sögur fara af. Ef þjóðmálastefna, eins og lýð- ræði í sinni fullkomnustu og fegurstu mynd, hefði verið lög í Þýzkalandi síð- ari árin, í stað einræðis, er engin hætta á, að til nefndrar óhæfu hefði komið. Þó ekki væri nema fyrir þetta eitt, nægði það sem meðmæli með beinni löggjöf hjá öllum þjóðum heims. Það er óþarft að benda á fleiri dæmi, er leiða mætti getur af um að almenn- ingur myndi fara eins viturlega að minsta kosti með vald sitt, og nokkur einráð stjórn. Það þarf naumast heldur að taka fram, að margar lýðræðisþjóðir hafa á margan hátt verið hindraðar í framsókn sinni á þroska brautinni vegna vissra þjóða, sem haldið hafa sig að einræði og enginn hefir getað trúað eða treyst. Hefir nú sannast, að slíkt van- traust er á góðum rökum bygt. Litið á beina löggjöf í þessum víða skilningi, er hún ef til vill það ráðið, sem bezt dugar til að sporna við stríðum. Þær þjóðir sem lýðræði eiga við að búa, hafa um tugi ára alls ekki háð nein sóknar-stríð. Það sem fyrir liggur er því að uppræta einræðið. Því minna sem til er af því í heiminum því öruggari er friðurinn. Og því minna, sem þess gætir í stjórn hvers lands, því betra er það. NAZISTA RÆNINGJARNIR Þýtt úr The Nation Ránsaðferðum Nazistanna er vel lýst með almennu frönsku orðtaki um hina “hagsmuna- legu samvinnu” við Þjóðverja: “Fáðu mér úrið þitt og eg skal segja þér hvað klukkan er.” Þýzkaland hefir stolið úrinu og segir nú fimtán sigruðum þjóð- um hvað klukkan er. Að það hefir ekki verið neitt hálfverk á ránskap Nazistanna, sézt bezt á því, að það, sem þeir eru nú þegar búnir að taka, nemur 36 biljónum dollara, eða eins miklu og allur herútbúnaður- inn kostaði Þýzkaland þangað til að stríðið hófst. Á máli fjármálablaðana hefir hernað- arfyrirtæki Hitlers, eftir fyrsta árið, sýnt ágóða, sem endur- borgar allan höfuðstólinn frá byrjun. Það er spaugilegt nú orðið, að minnast hinna þýzku krókó- díla-tára út af Versala samn- ingunum. Þýzkaland borgaði hér um bil 10 biljónir marka á sjö árum frá 1924 til 1931, en tók til láns í öðrum löndum á þeim sömu árum 25 biljónir marka, og mest af því hefir aldrei verið borgað. Með öðr- um orðum: útlendir lánar- drotnar, flestir Ameríkumenn, borguðu stríðsskuldirnar, sem Þjóðverjar kvörtuðu svo sáran undan. Nú geta sigraðar þjóð- ir ekki lengur velt af sér byrð- inni yfir á útlenda lánardrotna. Nazistarnir bíða ekki þangað til striðinu er lokið með inn- heimturnar, þeir taka alt jafn- óðum og þeir ná í það, þar á meðal gull-innstæður höfuð- bankanna, verksmiðjurnar með öllu, sem í þeim er, og alt, sem unt er að flytja til föðurlands- ins. Á fáeinum dögum fluttu þeir burt frá Lyons á Frakk- landi 140 járnbrautarlestahlöss af silki, vélum og öðrum ráns- feng. Á sjö árum, 1924-1931, meðan Dawes og Young samn- ingar voru í gildi, brogaði Þýzkaland Frakklandi minna en fjórar biljónir marka, sem er sama og það, sem þeir inn- heimta þar nú á sex mánuðum, fyrir að hafa her sinn þar. G. A. KVEÐJA Samsæti var haldið eftir messu á sunnudagskveldið í fundarsal Fyrstu lút. kirkju. — Tilefnið var að kveðja séra Rúnólf Marteinsson og Ingunni konu hans. Séra Valdimar mintist þeirra í stólræðu sinni og bað fyrir þeim og hann stjórnaði kveðju samsætinu. — — Formaður sóknarnefndar, Guðm. Jónasson afhenti séra Rúnólfi áhald til að hafa á skrifborði: hellublað úr skygð- um Manitoba marmara og gull- j plata greypt í með áletran og ivísundar líkan, sem er merki :Manitoba fylkis. Þar með fylgdi gullpenni. Hann las sömuleið- is upp ávarp til heiðursgestsins og þakkaði honum með mörg- I um fögrum orðum fyrir starf- I semi hans í þágu safnaðarins, í j meir en mannsaldur. Mrs. B. |B. Jónsson talaði til Ingunnar, þakkaði af hálfu kvenfélagsins fyrir samveruna og samstarfið og sagði sig öfunda hana af einu, það væri sama hvort ' henni bæri blítt til handa eða strítt, þá léti frúin það ekki á i sér sjá, hvorki með fasi né rómi. Slíks jafnaðar geðs mættu fleiri óska sér. Jafn- framt bað hún heiðursgestun- um allra hpilla og afhenti frú Ingunni fagrar rósir. Mrs. Marteinsson svaraði með við- eigandi orðum. Af hálfu Þjóðræknisfélagsins talaði formaður þess, Dr. Rich- ard Beck, langt og snjalt, bað heiðursgestunum virkta, spáði vel fyrir starfi séra Rúnólfs, af viðkynningu sinni við Islend- inga í Vancouver. Séra Rún- ólfur þakkaði gjöf og góðar kveðjur og sagði frá ýmsum atriðum æfi sinnar i sambandi við safnaðarstarfið. Um 300 manns sóttu þessa samkomu sem stóð lengi fram eftir kveldinu, því að flestir þurftu að kveðja með kossi og handabandi þessi vinsælu hjón. K. S. ALDAR FJÓRÐUNGS AFMÆLI Jóns Sigurðssonar félagið varð 25 ára á þessu ári. Það var stofnað 1916. Afmælisins hefir félagið minst með útgáfu ritlings, sem að vísu er ekki stór, en greinilegt ágrip af sögu félagsins flytur, viðgangi og starfi, á ensku og íslenzku. Eru höfundar Mrs. L. A. Sigurðsson og Mrs. Guðrún Finnsdóttir Johnson. Skrifar hin fyrnefnda söguna á ensku. Myndir eru nokkrar í ritinu og eru þær þessar: af konungi og drotningu Bretlands er þau voru hér á ferð 1939 og fylgd- armönnum þeirra úr riddara- liði lögreglu Canada; af Jóni Sigurðssyni; af stofnendum fé- lagsins; af fyrsta forseta þess Mrs. J. B. Skaptason; af fé- lagskonum 1941. Þetta fá- menna félag hefir leyst undra- vert starf af hendi og.á fagra sögu sér að baki. Heims- kringla þakkar því fyrir að hafa sent sér þetta eigulega rit og árnar félaginu heilla. LOKASVAR TIL P. B. Aðeins fáein orð, þvi nú er engu að svara, sem tæpast er við að búast, þar sem P. B. lýs- ir því yfir, að það, sem hann langi mest til að segja, varði við lög. Naumast er það. Það er slæmt að maðurinn skyldi ekki hugsa út í það áður en hann byrjaði deiluna, að hann gæti ekki ráðið við grein- ina: “Fólkið ræður”, nema með því móti að brúka svo ljótan munnsöfnuð, að slíkt gæti komið honum í "steininn". Mér finst að þetta séu dálítil með- mæli með greinarskömminni. Annars hafa allar greinarnar, sem P. B. hefir skrifað í þessari deilu, verið svo loðnar, að þær hafa fremur mint á andlit á gömlum Gyðinga prestum, sem ekki hafa klipt hár sitt eða skegg í hálfa öld, heldur en röksemdafærslu í ákveðnu mál* efni. Greinar P. B. hafa orðið frægar fyrir þetta þrent: að vera loðmæltar, hárprúðar og síðskeggjaðar. Ekki svo meira um þetta mál frá minni hendi. Jónas Pálsson FJÆR OG NÆR Takið eftir Mikið úrval af allskonar bók- bands efni ný komið. Sendið bækur yðar í band og viðgerð- ir til Davíðs Björnssonar að 702 Sargent Ave., Winnipeg. — Vandað verk og ódýrt. Fljót af- greiðsla. * # * Minningarrit Þeir, sem eignast vilja 50 ára minningarrit Sambands- safnaðar, geta eignast það með því að senda 50^ til Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave. Ritið er mjög eigulegt, með myndum og ágripi af sögu kirkjunnar á íslenzku og ensku. * * * Messur við Lundar Sunnudaginn 21. sept.: Otto, kl. 11 f. h. Lundar, kl. 2.30 e.h. MaryHill, kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason ossðososesseoessoðsooscoo: Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu oðsðoðeesoeeeeeoocððosoose /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.