Heimskringla - 08.10.1941, Blaðsíða 1
I
— -----------——-----1
The Modern Housewiíe Knows
Quality That is Why She Selects
“CANADA
BREAD”
“The Quality Goes in
Before the Name Goes On”
Wedding Cakes Made to Order
PHONE 33 604
»■ 11 ......■ ■■ ■■ ■■ ■ ■'!»
j ALWAYS ASK FOR—
“Butter-Nut
Bread”
! The Finest Loaf in Canada
J Rich as Butter—Sweet as a Nut
J Made only by
i CANADA BREAD CO. LTD.
Phone 33 604
LVI. ÁRGANGUR__________________WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 8.' OKT. 1941 NÚMER 2.
• * HELZTU FRÉTTIR * *
Ræða Hitlers
Hitler hélt ræðu s. 1. föstu-
dag, sem útvarpað var á mörg-
um tungumálum um allan
heim.
Frá því að stríðið við Rússa
hófst 22. júní, hafði Hitler ekki
látið neitt til sín heyra. Hefir
honum nú eflaust þótt varhug-
avert að draga það lengur.
Rússland kvað hann að
nokkru gereytt.
Mergurinn úr ræðu hans var
eitthvað á þessa leið:
1. Miklar árásir hafa verið
í undirbúningi síðustu 48
klukkustundirnar, er stuðla
munu að því að tortíma Rúss-
um.
2. Rússland er að mjög
miklu leyti nú þegar eytt.
3. Þýzkaland hefir flutn-
ingstæki, framleiðslu og vopn
til þess að sigrast á öllum hugs-
anlegum óvinum sínum, hversu
stórhuga sem eru og hvað
mörgum biljónum sem þeir
eyða í hernað.
(Þykir sjáanlegt, að hér sé
átt við Bandaríkin).
4. Stríðið getur varað lengi;
fyrir Þýzkalandi er það .stríð
upp á líf og dauða, hið mesta
er nokkru sinni hefir háð verið.
5. Rússar stefndu her sín-
um á Finnland og kröfðust Rú-
maniu, ráða yfir Dardanella-
sundunum og réttar til að hafa
her í Búlgaríu. Á móti þessu
setti Þýzkaland sig og þess-
vegna byrjar stríðið við Rússa.
Af þessum vinningum hrós-
aði Hitler sér — að hafa tekið
af Rússum 2,500,000 fanga; 22,-
000 fallbyssur; 18,000 vopnaða
vagna; 14.500 flugför — alt
eyðilagt eða hernumið.
Honum þótti hálf broslegt,
að Bretar væru að hrósa sér af
að hafa aðstoðað Rússa, er
hefðu eins og Ghenzis Khan
ætlað að velta sér yfir alla
Vestur-Evrópu. Frá þeirri prís-
und hefði þýzki herinn frelsað
Evrópu.
Hann sagði her sinn hafa
frætt sig á því, að fulla árás á
Bretland væri ekki hægt að
framkvæma, með Rússa sér að
baki.
Um herstyrk Rússa kvaðst
Hitler ekki hafa vitað. Virtist
hann vilja afsaka blóðbaðið
sem hann hefði steypt þjóð
sinni út í með þvi.
Af Rússum sagðist hann hafa
tekið nú þegar helmingi meira
land, en sem næmi stærð
Þýzkalands.
Hann þakkaði forsjóninni að
hann var uppi til þess að
stjórna þessu stríði!
Áherzlu iagði Hitler á þetta:
Við erum að ná allri Evrópu í
þjónustu Þýzkalands; við töl-
um ekki um peninga, heldur
mann-orku; það að við tölum
ekki, segir ekki að við séum
ekkert að gera.
Rússneska hermenn kvaðst
Hitler ekki líta á sem mann-
legar verur, heldur sem kvik-
indi; það er það sem bolsévism-
inn hefir úr þeim gert.
Ræðu sinni lauk hann með
þessum orðum: Þjóð mín, hjálp-
, aðu þér sjálf; þá mun drottinn
ekki synja þér hjálpar sinnar.
Samningur undirskrifaður
Nefndin, sem af hálfu Breta
og Bandaríkjanna fór til Rúss-
lands, hefir gert samning við
VRússa um að senda þeim vopn
og flugvélar “sem með þurfi til
að vinna bug á liði Hitlers.”
Beaverbrook lávarður skrifaði
undir samninginn af hálfu
Breta, en Harriman fyrir hönd
Bandaríkjanna.
Nefndin heimsótti gröf Len-
ins, sem gestir ráðstjórnarinn-
ar.
Um innihald samninganna
hefir ekkert frekar verið birt.
En af skrifum enska fregnrit-
ans, A. C. Cummings, um þessi
mál, er auðsætt, að það eru
skriðdrekar og flugvélar, sem
Rússar þurfa mest með. Hann
heldur fram, að Rússar eigi
erfitt með að framleiða eins
mikið og þeir tapi enn sem
komið er, en það muni Þjóð-
verjar geta. Rússar hafa ærið
af allskonar vopnum, sem
stendur og oliu ótakmarkaða
og munu eiga í öllum höndum
einir við Þjóðverja í þrjá til
sex mánuði enn, segir Cum-
mings; mannafli þeirra er og ó-
takmarðaur. En skorti Hitler
ekki efnisvöru til vopnasmíða
og hana halda margir fram, að
hann skorti ekki, getur hann
framleitt eins mikið og Rúss-
land, Bandaríkin og Bretland
nú til samans. Sambands-þjóð-
irnar þurfa því enn að herða
róðurinn, ef vel á að fara.
Stríðið á austur-vígstöðvun-
um er tryllingskent og óhemju-
legt. Af Þjóðverjum falla eða
særast um 500,000 mánaðar-
lega eða fullkomlega það. Og
af gasolíu til slíks reksturs,
þurfa þeir að minsta kosti 500,-
000 tonn með á mánuði. Með
sliku áframhaldi, ætti að vera
farið að draga úr sókninni,
þegar kemur fram á næsta
sumar, segjum ágústmánuð,
því þetta hvorutveggja á Hitl-
er verst með að bæta sér.
Geti Bretar og Bandaríkin
innan skamms tima bætt úr
framleiðsluskorti Rússa fram-
vegis, og það ætti ekki að vera
þeim ofraun, þá þarf engu að
kvíða, enda þótt alt bendi nú
til að striðið standi lengur yfir
en menn gera sér grein fyrir.
“Her Rússa ægilegur”
Fyrir skömmu brá Roberto
Farinacci, ítalskur fasista rit-
stjóri sér til Þýzkalands. Hann
ferðaðist til austur-vígstöðv-
anna. Þegar hann kom heim,
lét hann í ljósi undrun sína
yfir stærð rússneska hersins;
þar væri eflaust að ræða um
40,000 skriðdreka og 35,000
flugför. Af brynvögnum, byss-
um og allskonar vopnum öðr-
um, væri eins óheyrilega mik-
ið til. Itali kvað hann hafa
farið mátulega af stað til að
reyna í tima að stemma stigu
þessa herskrímslis, er auðsjá-
anlega hefði verið komið upp
til þess, að ryðja kommúnism-
anum braut í Evrópu.
\
Göng undir sundið milli
Japan og Koreu
Japanskir verkfræðingar
kváðu hafa gert tillögur um
það, að grafa göng undir sund-
ið milli Japan og Koreu, hins
mikla skaga á austurströnd
Asíu.
Er hugmyndin að gera tvenn
göng undir sundið og myndu
önnur þeirra verða 72 mílna
löng, en hin 63 mílur.
Svipaðar tillögur hafa oft
komið fram um göng undir
Ermarsund, milli Englands og
Frakklands, en það er miklu
mjórra.
Sókn hafin á Moskva
Hitler gaf til kynna í ræðu
sinni, að grimm sókn væri nú
byrjuð á borgina Moskva. Átti
her hans að sækja að úr þrem-
ur áttum: norðvestan að frá
Valdai Hills, frá Roslav suð-
vestur af Smolensk og beint að
vestan. Hitler kvaðst hafa hálfa
miljón í sóknarhernum á hverj-
um staðnum og hálfa miljón
manna að baki hverri fylkingu.
Nú eru siðan nærri vika, en þó
sóknin hafi verið mikil, er
engar sigursögur af henni enn
að segja. Aftur á móti hafa
Rússar staðið svo vel fyrir, að
af Þjóðverjum hefir fallið o-
grynni manna. Á vissu svæði
tók rússneskur hershöfðingi,
Boldin, 198 skriðdreka af Þjóð-
verjum, 31 flugför og fallnir
skiftu þúsundum. Víðar að
segja Rússar svipaðar sögur
enn sem komið er. Herir Hitl-
ers munu vera um 230 mílur
|enn frá Moskva.
^Fregn frá Moskva
I Alexander Scherbakov, er
|eftirlit hefir með birtingu frétta
i hjá Rússastjórn, segir Hitler
sýna mikinn bjálfahátt í ræðu
sinni, í frásögninni af mann-
falli Rússa. f stað 2,500,000 sé
mannfallið 1,128,000 manna. En
að Þjóðverjar hafi mist 3 milj-
ónir manna sé auðvelt að
sanna; hér er átt við bæði
fallna og hertekna. Vopnatap
Þjóðverja telur hann 11,000
skriðdreka, 13,000 byssur, 9,000
fulgför.
Verkamannastjórn
í Ástralíu
John Curtin, leiðtogi verka-
manna, tók við stjórn í Ástralíu
s. 1. föstudag. Fadden stjórnin,
sem fyrir var, féll við atkvæða-
greiðslu í þinginu um fjárlögin.
Þau þóttu óréttlát, gert ráð fyr-
ir óf þungum skatti á hinum
fátækari, en þeim riku smeygt
undan.
Mr. Curtin er 56 ára. Hann
kvaðst ekki ætla að draga
neitt úr þátttöku landsins í
stríðinu.
Vantraustsyfirlýsingin á
Fadden-stjórnina, var samþykt
með 36 atkv. gegn 33.
Þetta eru þriðju stjórnar-
skiftin í Ástralíu síðan stríðið
hófst.
Haw Haw þagnaður
Lord Haw Haw er þagnaður.
En hann hefir, sem kunnugt er,
flutt ræður í útvarp í Berlín
síðan stríðið hófst í því augna-
miði, að ófrægja ensku þjóð-
ina.
Sjálfur er hahn Englending-
ur og heitir William Joyce. —
Hann tilheyrði fasista-flokkn-
um á Englandi, en strauk með
konu sinni til Þýzkalands 1939,
er hann sá að stríð við Þjóð-
verja var óumflýjanlegt.
Siðan hefir hann skemt Þjóð-
verjum með því að flytja lyga-
sögur um landa sína í útvarpið
í Berlín.
En hann hefir nú alt í einu
mist embættið og fær ekki
framar að láta til sín heyra í
útvarpinu. Hversvegna, herm-
ir ekki saga.
Rússar og trúfrelsi
Það var talsvert veður gert í
fréttunum s. 1. viku úr því, að
Rússar hefðu ákveðið að veita
trúfrelsi í Rússlandi og var af-
skiftum Roosevelts forseta af
því máli þakkað þetta. Hér
mun um meira en lítinn mis-
skilning vera að ræða. 1 Rúss-
landi hefir verið trúarbragða-
■frelsi. Segir svo um það í
stjórnarskrá landsins, að ráð-
stjórnin veiti fullkomið trú-
frelsi og lofar meira að segja
einstaklingnum vernd, en sann-
ist að trúin verði notuð til þesS
að kollvarpa ráðstjórnarskipu-
laginu, verði tekið í taumana.
Kirkjan í Rússlandi er aðskil-
in frá riki og skólum, en til-
beiðslu sinni geta menn hagað
á þann hátt sem þeim bezt
geðjast fyrir því.
Það er haldið að Þjóðverjar í
Bandaríkjunum hafi komið um-
tali af stað um þetta til þess að
vinna Roosevelt og stefnu hans
ógreiða með því, ef hægt væri.
Ráðagerð um framtíð
hermanna
Þegar fyrra stríðinu lauk,
var miklu til kostað að hjálpa
hermönnum sem komu aftur
við bærilega heilsu. Hverjum
var gefin peninga upphæð,
hjálpað til að læra handverk
eða hvað annað sem þeir höfðu
löngun til eða getu, ókeypis
lækningar, fengnar bújarðir
með áhöfn, þeim sem það vildu,
auk ýmsra hlunninda eftir
þörfum. Alt þetta kostaði
landsjóðinn um 500 miljón dali.
Eftirlaun eru ekki talin í þeirri
upphæð.
Eftir rannsókn og íhugun er
því lýst af Mr. Ian Mackenzie,
ráðherra sem falin er forsjá
hermanna, að peningagjafir til
þeirra sem eru leystir úr her-
þjónustu séu óhentugar bæði
fyrir þá og landsjóð. Þær eiga
að aftakast, samkvæmt ráða-
gerð stjórnarinnar, auglýstri
þessa viku. Sá laga bálkur, ef
lög skulu kallast, er birtur í á-
gripi í flestum dagblöðum, nær
aðeins til þeirra sem eru leyst-
ir frá herþjónustu eftir 1. júli
1941, en þann dag gengu í gildi
lögin um Unemployment In-
surance. Þeim fyrv. hermönn-
um sem téð lög ná ekki til, skal
greiða $13 á viku, ef fyrir fleir-
um eiga sjá en sjálfum sér en
einhleypum $9 á viku. Þó ekki
meir en í 52 vikur fyrir þriggja
missera herþjónustu, en ef
þjónað hafi skemur en eitt ár,
mega þeir njóta styrksins jafn
lengi og herþjónusta þeirra
varaði.
Þeir ungu menn sem brugð-
ið hafa skólanámi til að stunda
herþjónustu, mega njóta styrks
ef þurfa, til að ljúka námi.
Þeir fyrv. hermenn sem eru
hæfir til að læra handverk eða
önnur störf til viðurlífis sér,
mega njóta styrks meðan á þvi
námi stendur.
Þeim fyrv. hermönnum, sem
af vanheilsu eiga bágt með að
íá atvinnu, má veita fé til við-
urlífis, meðan á lækning stend-
ur, hvort sem heilsuleysið staf-
ar af herþjónustu eða ekki.
Ef fyrv. hermenn taka upp
atvinnu með seinteknum tekj-
um, svo sem búskap, þá má
j veita þeim styrk til viðurlífis
þar til ávextirnir sýna sig.
Ef það dregát, að fyrv. her-
maður fái atvinnu, án þess
honum sjálfum sé um að
kenna, þá skal sá njóta hlunn-
inda sem Unemployment In-
surance lögin veita, að minsta
kosti, og með þar tilteknum
skilyrðum.
Ef fyrv. hermaður nær 15
vikna vinnu fyrsta árið eftir að
leystur er úr herþjonustu, og
Unemployment Insurance lög-
in ná til þeirrar vinnu, þá skulu
hans hlunnindi reiknast, ekki
'eftir því hve lengi sú vinna
helst, heldur frá 1. júlí 1941.
En fyrir þann tíma sem hann
er atvinnulaus, skal hann njóta
þeirra hlunninda sem nefnd lög
veita.
Allur kostnaður af þessu er
áætlaður um 70 miljón dalir,
nú sem stendur, hvað sem
seinna verður. K. S.
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Verð á nauðsynjum er að
smá hækka. 1 september-mán-
uði kostuðu vörur orðið $1.15,
sem fyrir stríðið kostuðu $1.00.
* • *
Blaðinu Free Press í Winni-
peg barst skeyti frá íslandi s. 1.
mánudag, er hélt því fram, að
kafbáta hernaður Þjóðverja
vestur af íslandi væri mjög að
aukast og Bandaríkin litu það
alvarlegum augum. Að skip-
um hafi nýlega verið sökt, er
talið víst, þódeynt sé enn með
farið.
* * *
Yfir helgina var komið mjög
nærri því, að Þjóðverjar og
Bretar skiftust.á sjúkum her-
teknum mönnum. Náði það til
3000 Þjóðverja og jafn margra
Breta. Bretar voru búnir að
koma þýzku hermönnunum til
skipa. Á síðustu stundu kom
skeyti um að Hitler væri þessu
ósamþykkur. Sveik hann þar
loforð sín, hinum særðu mönn-
um til mikilla vonbrigða.
# # *
Windsor-hjónin gera ráð fyr-
ir að leggja af stað heim til
sín, til Bermuda, í dag.
• # *
Myron C. Taylor, eiginfull-
trúi Roosevelts í Róm, heldur
fram að páfinn sé að hugsa um
flytja úr Róm. Ástæðan er
ætluð sú, að hann sé smeykur
við sprengjuhernað.
* * *
Mr. Usley, fjármálaráðherra
sambandsstjórnarinnar í Ot-
tawa, heldur fram að mannafli
sé að verða svo lítill í landinu
að af því leiði takmarkaða
framleiðslu á ýmsum vörum í
Canada.
FRÓNSFUNDUR 14. OKT.
Næsti almenni fundur þjóð-
ræknisdeildarinnar “Frón”
verður í efri sal Góðtemplara-
hússins þriðjudaginn 14. októ-
ber kl. 8.15 e. h. Ræðumenn
verða tveir ungir íslendingar,
sem báðir hafa getið sér góðan
orðstír sem ræðumenn,
Tryggvi Oleson, nýskipaður
prófessor við United College
hér í Winnipeg flytur stutta
ræðu um Sturlungu og e. t. v.
samanburð á Sturlungaöldinni
og þessari Sturlungatíð er nú
stendur yfir. Hann er manna
færastur um að ræða söguleg í
efni því hann hefir nú í þrjú ár
undanfarið stundað miðalda
fræði við University of Toronto
en hafði áður Master of Arts
nafnbót frá Manitoba háskól-
anum.
Hinn ræðumaðurinn, Gissur
Eliasson, er ungur íslenzkur
listamaður og nefnir hann er-
indi sitt “Steinarnir tala” og
fjallar það um myndhöggvar-
ann Einar Jónsson og listaverk
hans, og er ekki að efa að er-
indi hans verði fróðlegt og
skemtilegt.
Bæði þessi erindi verða stutt
en þau flytja fróðleik sem á er-
indi til allra. Fleira verður og
á skemtiskránni. Einnig verð-
ur þetta síðasti fundur er
Gunnbjörn Stefánsson, fjár-
málaritari Fróns getur setið,
BRÉF FRÁ NEW YORK
New York City,
2. okt. 1941
Hr. ritstj. Stefán Einarsson,
853 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.
Kæri Stefán,*
Með S. S. Dettifoss, sem kom
hingað til New York hinn 16.
september síðastliðinn komu
eftirfarandi stúdentar og náms-
fólk frá íslandi til þess að
stunda hér nám, sem hér segir
að neðan:
Skúli Hansen, tannlækninga-
nám við University of Iowa.
Sigríður Sætersmoen, tann-
tekniknám við Norwestern
University, Chicago.
Anna ólafsdóttir, nám í sálar-
fræði og barnauppeldi við
Bethany College, West Vir-
ginia.
Bjarni Jónsson, stærðfræðinám
við University of California,
Berkeley, California.
Jóhannes S. Newton, nám í
vélaverkfræði við Johns
Hopkins University, Baltir
more.
Þorvaldur V. H. Þórarinsson,
lögfræðingur, til náms í al-
þjóðarétti við Cornell Univ.,
Ithaca, N. Y. — 1 fylgd með
Þorvaldi er kona hans.
Ágúst G. Sveinbjörnsson, nám i
lífefnafræði við University of
Wisconsin, Madison, Wis.
Björn Jóhannesson, kandidat í
jarðfræði, til framhaldsnáms
í þeirri grein við Cornell Uni-
versity.
Hjálmar Finnsson, til fram-
haldsnáms við University of
Southern California.
Jakob Sigurðsson, fiskifræð-'***
ingur til framhaldsnáms í
þeirri grein í Halifax, N. S.
Þór Guðjónsson, nám í vatna-
fræði og fiskifræði við Univ.
of Washington, Seattle.
Ólafur Ólafsson til iðnnáms.
Eyjólfur Eiríksson til prent-
náms.
Þar að auki voru með sama
skipi tveir ungir menn, sem
komu hingað í verzlunarerind-
um, þeir Einar Kristjánsson og
Gísli Gíslason; hinn síðarnefndi
er frá Vestmannaeyjum.
Auk þess námsfólks, sem nú
var talið eru væntanlegir um
10 stúdentar með næsta skipi
um miðjan þennan mánuð.
Það er athyglisvert, að aldrei
fyrr hefir komið jafn stór hóp-
ur námsmanna frá íslandi til
þess að stunda ám í Vestur-
heimi. Eins og sjá má dreifa
þeir sér um öll Bandaríkin. —
Koma þeirra hingað vestur yfir
haf er gleðilegur vottur um
aukin kynni og traustara vin-
áttu- og mennigarsamband
milli Islands og Vesturheims.
Með beztu kveðjum,
Thor Thors
Heimskringla þakkar Mr.
Thors kærlega ofanskráð bréf
og fréttir.
því hann fer alfarinn vestur að
hafi um þann 20. þ. m. Allir
félagsmenn eru beðnir að fjöl-
menna á þenna fund, og öllum
Islendingum er boðið að koma
og sitja fundinn.
Forseti Fróns
Fregn í útvarpinu í dag frá
Rússlandi hermir að ein af
stærri ám landsins á hersvæð-
inu hafi stíflast af föllnum
Þjóðverjum, svo þétt féllu þeir
þar einn daginn í sókninni
miklu á Moskva.