Heimskringla - 08.10.1941, Page 2

Heimskringla - 08.10.1941, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. OKT. 1941 ISLANDS-FRÉTTIR íslendingar björguðu lífi 1113 sjófarenda órið sem leið Islendingar björguðu sam- tals 1113 sjófarendum úr sjáv- arháska árið 1940. Skýrslur um þetta er að finna í Árbók Slysavarnafélagsins, sem ný- lega er komin út. Langflestir þeirra er bjargað var, voru Bretar, eða samtals 503 og af þeim bjargaði Skalla- grímur einn 353 mönnum einu. 400 Frökkum var bjarg- að af skipinu “Ackha”. Gerðu það togararnir “Arinbjörn hersir” og “Snorri goði”. “Hafstein” bjaj-gaði 62 Þjóð- verjum af “Bahia Blanca”. 40 Belgíumönnum var bjargað á árinu, 30 Norðmönnum, 38 Sví- um og 41 Islending. (1 skýrslu þessari er talið með, er enskur hermaður bjarg- aði dreng frá druknun á Rvíkurhöfn 10. nóv. 1940.). “Sæbjörg” veitti 39 sinnum bátum aðstoð á árinu. — Var hjálpin oftast fólgin í því, að draga til hafnar báta, sem orð- ið höfðu fyrir vélarbilun. Varðbátar ríkisins veittu sams- konar aðstoð 25 sinnum á ár inu.—Mbl. 29. ág. • • • Ritstjórarnir dœmdir Sakadómari kvað í gær upp dóm í máli því er réttvísin höfðaði gegn þeim Valdimar Jóhannssyni ritstjóra “Þjóð- ólfs” og Gunnari Benediktssyni ritstjóra Nýs Dagblaðs. Máls- höfðun þessi var höfðuð vegna skrifa þessara blaða um bresk- ísl. viðskiftasamninginn nýja. Dómsniðurstaðan varð sú, að Valdimar var dæmdur í 60 daga varðhald, óskilorðsbundið, en Gunnar í 200 kr. sekt, en til vara 15 daga varðhald, ef sekt- in yrði ekki greidd. Hinir dómfeldu tóku frest til að ákveða hvort þeir æsktu að áfrýja málinu.—Mbl. 24. ág. * # • "Kuldi, ef ekki fyrirlitning" Þýzka útvarpið (Deutsch- landsender) skýrði frá því í gær, að amerískir herfræðing- ar, sem nýlega hefðu verið á íslandi, hefðu skýrt frá því, við heimkomu sína til Banda- ríkjanna, að Islendingar sýndu bresk-amerísku hermönnunum kulda, ef ekki blátt áfram fyr- irlitningu.—Mbl. 26. ág. • • • Ríkisstjórnin veitir 10 stúdent- um styrk til nóms í Ameríku Ríkisstjórnin hefir ákveðið, að veita ríflegan styrk til stúd- enta, sem stunda vilja háskóla- nám í Ameríku að vetri. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í gærkvöldi hjá Ludvig Guðmundssyni skóla- stjóra, sem er forstjóri Upplýs- ingaskrifstofu stúdenta, verð- ur 10 stúdentum veittur 3600 króna árlegur styrkur til náms vestra. Síðastliðið ár fengu aðeins f jórir stúdentar styrk til náms í Vesturheimi. Var styrkur þeirra hvers um sig sá sami sem nú verður veittur, eða kr. 3,600.00 á mann árlega. —Mbl. 23. ág. # • • Athugun ó siðferðislegum vandamálum Reykjavlkur Hinn 29. júlí þ. á. skipaði dómsmálaráðuneytið þriggja manna nefnd, “til þess að rann- saka siðferðileg vandamál, sem upp hafa komið í sambandi við sambúð hins erlenda setuliðs og landsmanna í því skyni, að tilraun verið gerð til þess að finna einhverja lausn þeirra.” Nefndin tók þegar til starfa og lagði til grundvallar fyrir niðurstöðum sínum rannsóknir lögreglunnar í Reykjavík, bæði hinar almennu og rannsóknar- lögreglunnar. Hefir lögreglan nú skrásett nöfn yfir 500 kvenna, sem hún telur, að hafi mjög náin afskifti af setulið- inu. Konur þessar eru á aldr- inum 12—61 árs.—Mbl. 28. ág. • * # Nœst yngsti sonur Roosevelts I Reykjavík Elliot Roosevelt, næst yngsti sonur Roosevelts forseta, er í Reyjavík um þessar mundir. Þrjátíu ára þjónusta í ÞESSUM mánuði eru þrjátíu ár síðan að byrj- að var að nota orku frá Pointe du Bois verinu í Winnipeg. Síðan hafa vonir og hugsjónir þeirra sem “feður Hydro má kalla”, ræzt, og meira en það. Kerfið eins og það var 1928, nægði ekki þörfinni svo 1931 varð að fara að virkja Þrælafossana. 1 DAG er City Hydro mikilsverð orkulind fyrir bæinn. Auk tveggja orkuvera, á það tvær stöðvar aðrar og 7 vara eða aukastöðvar, 34 mílur af járnbraut, 250 mílur af leiðurum (turnum) og 480 mílur af vírleiðslu. Strætis- ljós þessa bæjar eru frá Hydro lýst og hita- leiðslan er og þaðan. FÉÐ sem í þetta fyrirtæki hefir verið lagt, nemur $30,000,000.00. City Hydro ber sig. Það hefir ekki sótt eyrir til borgaranna. Það hefir sparað þeim miljónir í lægra ljósaverði og það hefir greitt á fjórum árum yfir $1,000,- 000 í bæjar fjárhirzluna. Á síðast liðnu ári einu, var nokkuð yfir einn þriðja úr miljón lagt til í þessu skyni, að létta skattbyrðinni á borgurunum. Er það furða, þó 8 af hverjum 10 heimilum noti sína eigin orku. CITY HYDRO ER YÐAR — NOTIÐ ÞAÐ Hann er kapteinn í flugher Bandaríkjanna. Hr. Roosevelt kom hingað í fyrrakvöld, borðaði hann kvöldverð, ásamt nokkrum öðrum liðsforingjum á Hotel Borg. Hann hafði þó sitið þar lengi áður en kensl voru borin á hann, og fæstir Borgargestir munu hafa vitað, að yngsti son- ur Bandaríkjaforseta sat þarna á næstu grösum. Elliot Roosevelt er 30 ára að aldri, höfuðsmaður í ameríska flughernum. Dans steig hann með nokkrum ungu stúlkun- um á Hotel Borg, og gaf sum- um þeirra eiginhandaráritun sína. Elliot Rosevelt er mjög líkur föður sínum í útliti, en þeir feðgar eru andstæðingar í stjórnmálum, annar þeirra, for- setinn, demokrati, en hinn re- publikani. Elliot Roosevelt var nýlega í London, og kemur hingað það- an. Mun hann hafa komið loftleiðina. Elliot Roosevelt skýrði tíð- indamanni Morgunblaðsins svo frá í gær, að hann myndi dvelja hér aðeins í nokkra daga.—Mbl. 30. ág. • • • 12 erlendir blaðamenn í heimsókn til íslands Á næstunni er von á 12 er- lendum blaðamönnum hingað til bæjarins. Koma þeir til að afla sér heimilda í greinar um land og þjóð og dvöl setuliðsins hér. 1 hópnum munu einnig vera nokkrir Ijósmynda- og kvik- myndatökumenn. Blaðamennirnir eru frá ýms- um stórblöðum, þar á meðal “Times” og einnig frá heims- kunnum fréttastofum, t. d. As- sociated Press. Ekki er kunnugt hve lengi blaðamennimir dvelja hér á landi, en þeir munu ferðast eitthvað um landið. Áhugi fyrir fslandi hefir aldrei verið jafnmikill og nú hjá blöðum og almenningi er- lendis.—Mbl. 2. sept. boði sýslunefndar Vestur- Skaftafellssýslu, og var sam- þykt um þetta gerð á aðalfundi sýslunefndar s. 1. vor. Er það í annað sinn, sem sýslunefnd Vestur-Skaftafellssýlu býður merkum mönnum heim. Fyrir nokkrum árum ferðaðist Sig- urður prófessor Nordal og frú hans um V.-Skaftafellssýslu, samkvæmt boði sýslunefndar. Einar Jónsson myndhöggv- ari og frú hans fóru ausutr s. 1. þriðjudag og dvelja nú austur á Síðu.—Mbl. 27. ág. # # # íslandsgliman íslandsglíman var háð í fyrrakvöld í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Áhorifendur skiftu hundruðum og munu þó margir hafa orðið frá að hverfa. Keppendur voru 9, sjö þeirra voru úr Glímufélaginu Ármann í Reykjavík, en tveir utan af landi, Davíð Hálfdánarson úr U. M. F. Hrunamanna og Geir- finnur Þorláksson úr U. M. F. Mývetningur. Geta má þess, að Davíð hefir í vetur æft með glímuliði Ármanns. Úrslitin urðu þau, að Kjartan Bergmann Guðjónsson bar sig- ur úr býtum, hlaut 8 vinninga. Geirfinnur Þorláksson hlaut 7 vinninga, Kristmundur Sig- urðsson 6 vinninga, Davíð Hálf- ✓ 1 Það er TV0FÖLD ÁNÆGJA VOGUE SIGARETTU TÖBAKI Nú fœrðu stœrri pakka af þessu ágœta sígarettu tóbaki fyrir sama verð og áður. Það er ekkert sem tekur fram Vogue 10# pakka og V2 pd. dós á 65£. Og munið að hinn ágœti Vogue pappir, gerir auðvelt að búa sígarettur til. Kartöflutunnan 55 krónur frá 1. september Frá 1. september verður stór verðlækkun á kartöflum frá því sem nú er. Kostar þá kar töfultunnan 55 krónur. Þetta verðlag var sett í gær á fundi nefndar þeirrar, sem á kveður verð á kartöflum. Nefndina skipa: Árni Eylands forstjóri, tilnefndur af ríkis stjórninni, Steingrímur Stein þórsson búnaðarmálastjóri, til- nefndur af Búnaðarfél. Islands Kristjón Kristjánsson, tilnefnd- ur af S. 1. S. og Þorlákur Otte- sen, tilnefndur af Alþýðusam- bandi Islands. Ályktun sú, sem nefndin gerði í gær varðandi verðlag- ið, er svohljóðandi: “Verðlag á kartöflum á tíma- bilinu 1. september til 31. októ- ber í ár er ákveðið þannig: Heildsöluverð í búðir og til annara hliðstæðra aðilja kr. 55.00 pr. 100 kg. Smásöluálagning við sölu i lausri vigt má ekki fara fram úr 35%. Verðið er miðað við góða vöru, aðgreinda eftir þeim reglum, er Grænmetisverzlun ríkisins hefir sett um kaup á kartöflum undanfarin haust. Verðlag á góðum og ósýkt- um gulrófum skal vera hið sama og á kartöflum á þessu fyrnefnda tímabili.” Samkvæmt þessu verður smásöluverðið á kartöflum 75 aura kg. — og sama á gulróf- um.—Mbl. 30. ág. Einar Jónsson myndhöggvari og frú hans i heimboði hjá Skaffellingum Einar Jónsson myndhöggvari og frú hans eru um þessar mundir i ferðalagi um Vestur-' Skaftafellssýslu. Fara þau hjón ferð þessa í dánarson 5 vinninga, Jóhannes Ólafsson 4 vinninga, Gunnlaug- ur Briem og Sigurjón Hall- björnsson 2 vinninga hvor og Sigurður Guðmundsson og Sig- urður Hallbjörnsson einn vinn- ing hvor. Kjartan hlaut einnig Stefnu- hornið, sem er veitt fyrir feg- ursta glímu. Sigurvegarinn í Islandsglím- unn í fyrra, Ingimundur Guð- mundsson, tók ekki þátt í glim- unni. Kjartan B. Guðjónsson var tvímælalaust vel að sigrinum kominn. Sýndi hann mesta kunnáttu og glimdi djarfmann- lega og örugglega. Geirfinnur Þorláksson glímdi ekki eins liðlega og í fyrra, en hann er góður glímumaður. Kristmund- ur Guðmundsson glímdi vel og liðlega og sýndi mikla framför frá seinustu Islandsglimu. Dav- íð Hálfdánarson er mjög efni- legur glímumaður og mun hafa verið einna mýkstur og beztur i vörn af keppendunum. Jó- hannes Ólafsson getur líka orð- ið góður glímumaður. Hinn nýi glimukonungur, Kjartan Bergmann, er Borg- firðingur að ætt, fæddur og uppalinn í Stafholtstungum. — Flutti hann til bæjarins fyrir fáum árum og er nú lögreglu- þjónn. Hann vann oft kapp- glimur í Borgarfirði. Á ís- landsglímunni í fyrra hlaut hann stefnuhornið og í vetur vann hann Skjaldarglímu Ár- manns. Kristmundur Sigurðsson, sem var þriðji í röðinni, er Húnvetningur. Timinn, 7. júní. nauðsynlegt mun hafa þótt l,með tilliti til þess, hve mikillar starfsorku atvinnurekstur landsmanna þarfnast að sumr- inu, að þessir verkamenn yrðu fengnir frá Færeyjum. Mun þar um hafa ráðið frændsemi og svo að litlar líkur eru til að þeir kæri sig um að ílendast hér, þegar lokið er vinnu þeirri, sem þeir eru ráðnir til. Verka- menn þessir munu búa í skál- um, er þeim verða reistir. Um kaup og kjör öll eru þeir bundnir sérstökum samningum við umboðsmenn Englendinga. —Tíminn. ÓVÆNT HEIMSÓKN Kolatonnið hœkkar um 10 kr. Kolaverð hækkaði í gær og nam hækkunin 10 krónum. — Kostar kolatonnið nú 148 kr. Undanfarið hefir verið lítið flutt inn af kolum, en búast má við, að úr því fari nú að greið- ast.—Alþbl. 31. júlí. Fœreyskir verkamenn Um þessar mundir er verið að flytja færeyska verkamenn hingað til lands. Eiga þeir að vinna hér í sumar í þjónustu arezku herstjórnarinnar að framkvæmdum þeim ýmsum, er hún er að láta gera. Talið er, (að þegar muni hingað komnir 700—900 færeyskir verkamenn, en síðar mun von á fleiri útlendum verkamönn- um, aðallega færeyskum, en þó ef til vill kemur einnig eitthvað norskra manna. Ríkisstjórnin mun hafa óskað þess, ef verka- menn yrðu fluttir til lands, sem (Dagur er eina blaðið er enn- þá hefir borist vestur með frétt- inni af komu Churchill til Is- lands. Birtist hér það sem nefnt blað hefir um komuna að segja. Blaðið er frá 21. ág. 1941.—Hkr.). Winston Churchill heimsótti höfuðstað íslands síðastl. laug- ardagsmorgun. 1 fylgd með honum var m. a. Franklin D. Roosevelt, sonur Bandaríkja- forsetans og ýmsir æðstu menn brezka hersins. Eftir að gestirnir höfðu stig- ið í land, fóru þeir á fund ríkis- stjóra og rikisstjórnar í Alþing- ishúsið. Safnaðist þá mikill mannfjöldi fyrir framan Al- þingishúsið. Er gestirnir höfðu verið þar nokkra stund, gengu fram á svalir Alþingishússins ríkis- stjórinn og forsætisráðherrar íslands og Bretlands. Ávarpaði Hermann Jónasson þá mann- fjöldann, kynti forsætisráð- herra Breta fyrir honum og kvað hann ætla að tala nokkur orð til mannsafnaðarins. Tók þá Churchill til máls og var efni ræðu hans á þessa leið Hann kvað það gleðja sig, að hann hefði fengið tækifæri til að heimsækja ísland og hina íslenzku þjóð, sem ætíð hefði unnað lýðræði og frelsi og sem átt hefði mikinn þátt í að halda á lofti merki lýðræðisins. Hann kvað Breta og siðar Bandaríkjamenn hafa tekið að sér að bægja ófriðnum frá ís- lantJi. Islendingum mundi vera það ljóst, að ef Bretar hefðu ekki komið hingað þá hefðu aðrir orðið til þess. Bretar og Bandaríkjamenn mundu leitast við, að dvöl þeirra í landi hér ylli sem minstri truflun í lifi Islendinga. Sem stæði væri lsland mikilvæg stöð í barátt- unni um vernd þjóðréttinda. Eftir að stríðinu yrði lokið mundu Bretar og Bandaríkja- menn siá um, að Islandi hlotn- aðist fult frelsi. Þeir kæmu til íslendinga sem menningarþjóð- ar, og takmarkið væri að menningarfortíð Islendinga mætti tengjast framtíðarmenn- ingu þeirra, sem frjálsrar þjóð- ar. I lok ræðunnar óskaði Chur- chill íslenzku þjóðinni alls hins bezta í framtíðinni. Þegar Churchill hafði lokið máli sínu, kváðu við árnaðaróp og dundi við lófaklapp frá við- stöddum manngrúa. Eftir þetta var Churchill við hersýningu, heimsótti sendi- herra Breta og herbúðir flug- manna og fór siðan að Reykj- um í Mosfellssveit og skoðaði þar hverasvæðið og gróðurhú?- in og fanst mikið til um hvort- tveggja. Síðdegis á laugardaginn lét skip Churchill úr höfn. Það síðasta, er hann mælti, áður en hann steig á skipsfjöl, voru þessi orð: “Hamingjan fylgi ykkur. Guð blessi ykkur öll.” Churchill var heim kominn á mánudagsmorgun. GUÐM. VILHJÁLMSSON FIMTUGUR Forstjóri Eimskipafélags ís- lands, Guðmundur Vilhjálms- son, átti fimtugs afmæli 11. júlí s. 1. Það á við, í blaði sam- vinnumanna í höfuðstaðnum, að senda þessu afmælisbarni hlýja kveðju. Guðmundur Vilhjálmsson er fæddur og uppalinn svo að segja við vöggu islenzkrar samvinnu. Hann óx upp á Húsavík og gerðist starfsmað- ur í Kaupfélagi Þingeyinga fyr- ir fermniug. Hann óx upp í þeirri stofnun svo að segja í daglegri samvinnu við þrjá af fremstu brautryðjendum sam- vinnustefnunnar, Jakob Hálf- dánarson, Benedikt á Gaut- löndum. Frá þessum mönnum fór hann til Hallgríms Kristins- sonar á þeim árum, þegar verið var að reisa frá grunni heild- sölu Sambandsins. Guðm. Vil- hjálmsson varð fyrsti erindreki samvinnumanna í New York og siðar í Edinborg. Og hann var meira en erindreki vissrar verzlunarstefnu. Hann hefir ætið verið fulitrúi allra íslend- inga, hvort sem hann starfar fyrir samvinnufélögin eða Eim- skipafélag íslands. Þegar stjórn Eimskipafélags- ins bauð Guðm. Vilhjálmssyni forstöðu félagsins, sögðu hinir gömlu starfsbræður við hann: “Við viljum með engu móti missa þig úr okkar félagsskap. En við óskum, að hæfileikar þínir, mannúð og umhyggja fái sem viðtækust verksvið. Þess vegna viljum við sætta okkur

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.