Heimskringla


Heimskringla - 08.10.1941, Qupperneq 3

Heimskringla - 08.10.1941, Qupperneq 3
WINNIPEG, 8. OKT. 1941 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA við að þú hverfir inn á nýja leið að ennþá stærri verkefn- um.” Guðmundur Vilhjálmsson nýtur mikils trausts og góðra óska frá öllum, sem hafa kynst honum. Vinir hans vona, að Eimskipafélagið og þjóðin megi lengi njóta starfsorku hans. —Tíminn. J. J. “MAÐUR LÍTTU ÞÉR NÆR . . .” Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Ýms blöð og ræðumenn hafa mjög vítt framkomu íslenzku þvenþjóðarinnar í mörgum greinum, frá því er hið brezka setulið settist að hér í landi. Má segjá með fullum rétti, að þar hafi mörg óþarfa orð fallið, og aðilar flutt mál sitt æði ein- hliða. En hér birtist grein varð- andi kvenþjóðina, þar sem mjög kveður við annan tón. /^óðir lesendur. Það getur varla farið framhjá nein- um, hversu tíðrætt mönnum hefir orðið um kvenfólkið yfir- leitt, og þá ekki sizt síðan brezka setuliðið kom hingað til iandsins. Það má vel vera, að það sé ekki fjarri sanni sumt af því, sem sagt hefir verið, en meiri hlutinn hefir þó ekki við rök að styðjast, það þori eg að full- yrða. Við vitum það öll, að í öllum löndum finnast lauslæt- is drósir, og það er í sjálfu sér ofur eðlilegt. ■ Tiifinningalíf einstaklinga er svo misjafnt, að það er engin furða, þó allir fari ekki sama veg í lífinu. Sumum finst sómi að skömmunum og kunna þar af leiðandi ekki að leggja höml- ur á nautnir sínar, hvort held- ur eru siðferðilegs eða annars eðlis. Þetta eitt og út af fyrir sig er og verður ávalt meðal allra þjóða. En að íslenzku stúlkurnar séu verri eða ósiðaðri en aðrar stúlkur, er áreiðanlega ekki rétt. Við vitum og verður því að taka tillit til þess, að hér ber meira á flestu, ef ekki öllu, heldur en í nokkuru öðru landi, sökum fámennisins. Hver einstaklingur kannast svo að segja við hvern annan og þar af kemur, að fólk fylgist betur með því, sem í kringum það skeður. Eg undra mig stórum á því, hvað karlmenn gera sér yfir- leitt mikið far um lifnaðar- háttu kvenna. Það er ekki nóg með, að þeir hafi þær að um- tali á mjög svo óvirðulegan hátt í húsum og samkvæmum, heldur er nú ráðist á þær í blöðum og útvarpi, og það meira að segja hvað eftir ann- að í sumar. Konur og stúlkur hafa þagað við þessu, reynt að láta þetta sem vind um eyrun þjóta, en gamalt máltæki segir, að svo má lengi brýna deight járn, að það bíti um siðir, og eins fer nú fyrir mér; eg get ekki lengur þagað við þessum ósóma. Meðan við höfum málfrelsi, hljótum við að bera hönd fyrir höfuð okkar. Eg vil því spyrja: “Af hverju verða konur að beim aumingjum, eins og karl- menn hafa lýst þeim; er ekki karlmaðurinn annar aðillnn í ósiðseminni, sem sagt er að daglega eigi að ske?” Og enn vil eg spyrja: “Eru þessir karlmenn meiri virðingar verðir en stúlkurnar, sem falla með þeim, og er ekki sama syndin drýgð af báðum aðilum? Hver er munur á framferðj karls og konu í þess- um efnum?” Þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru báðir aðilar sam- sekir. Það er þá sannleikurinn í öllu saman! Þá hafa karlmenn líka gert sér tíðrætt um klæðnað kvenna. Meira að segja smá- drengir hafa verið að burðast við að skrifa blaðagreinar, þar sem þeir álasa kvenfólki fyrir að ganga í silkisokkum, nota púður, varalit og önnur fegrun- armeðul. Karlmenn hafa lýst því hátíðlega yfir, að konur eigi að ganga í íslenzkum ull- arsokkum, og nota islenzkan klæðnað yfirleitt, hætta að púðra sig eða nota varalit. Ef konur ættu að gegna öllu því þvaðri, sem Pétur eða Páll hafa látið frá sér fara í ræðu eða riti, þá væri konan orðin aumasta skepna jarðarinnar, viljalaust verkfæri í höndum misjafnra manna, að mínu áliti. En ef $vo færi, að konur færu að taka mark á ráðlegg- ingum karlmannanna hvað snertir klæðaburðinn, þá vil eg koma með þá uppástungu að karlmenn taki líka upp íslenzka búinginn, sem mest var notað- ur hér á landi áður fyr. Og nú skal eg lýsa honum nánar. Það voru hnébuxur, bandsokkar með löngum, brugðnum fitjum, prjónaskyrta vel þæfð, heima- saumuð föt, prjónuð lambhús- hetta, sauðskinns- eða nauta- skinnskór með löngum þvengj- um bundnum um mjóaleggi, grænum skinnsokkum, þegar væta var, og með ullarvetlinga á höndunum. Ef karlmenn leggja niður sínar snyrtivörur og tízku- klæðnað, þá stendur áreiðan- lega ekki á konunum að gera slíkt hið sama. En meðan þeir stíga ekki eitt spor í þessa átt, þá er alls engin ástæða fyrir konur að taka karlmennina alvarlega. Annað mál er það, og eg skal hreinskilnislega segja karlmönnunum það, að eg læt mér ekki detta það í hug, að þeir meini það sem þeir segja við konurnar í þessum efnum, því þá eru þeir alveg hættir við að hegða sér eftir eigin kenningu, því þeir láta nefni- lega oftast mest með þær kon- ur og stúlkur, sem mest halda sér til, og eru jafnvel til í að taka sér sigarettu í munn eða oragða vín. Já, svona eru þeir nú, bless- aðir! Og mér finst þetta ofur eðh- legt! Ilugsið ykkur muninn, að s-itja við hlið manns eða konu, sem i’mar af hrein.æti og góð- um snyrtivörum og ber snotran klæðnað, eða hitt, að hafa kennske sveittan, illa hirtan og illa klæddan sessunaut. Þetta segir sig sjálft, og eg vil nú enda þessi orð mín á því, að hversu mikla galla, sem karlmenn reyna að dr <ga fram hjá konunum, þá viðurkenna þeir allir í hjarta sinu orð Þor- leir.s Erlmgssor.ar: “Þið mcg- ið vita, að það eri; fleiri er. eg, sem þykja stúlkur Drottins bezta smiði.”—Vísir, 11. júlí. CHURCHILL AÐ SKOÐA AMERISKAR SPRENGJUFLUGVÉLAR Mr. Churchill, forsætisráðherra Breta er að skoða brezk sprengjuflugför og amerísk, er nú streyma austur yfir hafið í stórum stíl og fer sífjölgandi. Harry Hopkins, sendiherra Bandaríkjanna, sýnir honum bandarísku flug- förin. Meðan myndin var tekin nam hann staðar til að kveikja sér í vindli. “Hver einasti Sovétbúi fagnar þessum sáttmála. Verkamenn Stóra-Bretlands standa með oss og hinir sameiginlegu hags- munir þessara tveggja þjóða, munu afmá fasista Hitler’s af yfirborði jarðar.” Frá Moskva seg-ir í fregn frá Rostovondon, að allir Don-Kó- sakkar hafi tekið fregnum þessum með mikilli gleði. Sama er að gegna um bændurna á samvinnubúunum. Mjög þektur prófessor við vísindaháskólann í U. S. S. R., lýsti í útvarpinu, hinum miklu eyðileggingum Þjóðverja á brezkum háskólum, söfnum og frægum byggingum. Hann sagði: “Við verðum að gleyma mismunandi sjónarmiðum og muna aðeins eitt höfuðatriði, það er að halda mannúðinni á lofti og berja niður alt, sem vill tortíma henni.”—Vísir. SUNDITRLAUSIR ÞANKAR i|gp». mi\ FJÓRAR BEZTU GERÐIR AF KARLMANNA HÖTTUM Veljið EATON Branded Line hatta, og það mun ekki skjátlast. Fjórar tegundir—beztu gerðirnar. POLO ......... 2.95 RENOWN 3.75 ESCORT 5.50 BIRKDALE 6.50 —Karlmanna-hatta deildin, Fyrsta gólfi, Hargrave *T. EATON C<L mo MIKILL FÖGNUÐUR í RúSSLANDI 1 Moskva-útvarpinu 14. júli, var því lýst, liverntg rússneska þjóðin tæki brezk-rússneska sáttmálanum. Sagði þulurinn: Þessi samningur markar nýtt og merkilegt spor í samvinnu þessara tveggja stórþjóða. Sov- ét-sambandið heilsar hinni hugprúðu og djörfu þjóð, og al»- ur heimurinn hyllir hreysti og drenglund brezka hersins og flotans. Hin mikla samheldni og föðurlandsást brezku þjóð- arinnar hefir snortið íbúa Sov- ét-Rússlands. Hin þolgóðo vörn þeirra og einbeitni í að reka fasistaskrilinn af höndum sér, mun lengi í minnum höfð, og hún sýnir betur en nokkuð annað hinn ógurlega kraft, sem leynist með brezku þjóðiuni. Allir verkamenn Sovét-Rúss- lands, faglærðir sem aðrir, fögnuðu því mjög, þegar þeir heyrðu tilkynninguna um sátt- málann lesinn upp í útvarpinu. Stakhanov — verkamaður einnar verkdeildarinnar, sagði: Stundum hefi eg verið að velta því fyrir mér af hvaða á- stæðum bækur eru “best-sell- ers” í Bandaríkjunum. . . Oft eru “best-sellers” mesta rugl, sem ekkert er varið í, en stund- um eru þær um ýmislegt, sem fólk girnist fræðslu um á einn eða annan hátt einmitt um þær mundir, sem bókin kemur út . . . það er erfitt að reikna það úr fyrirfram, hvað fólkið helst vill lesa, en sumir kunna lagið á því og græða offjár á sölu bóka sinna. Ógiftri stúlku einni að nafni Margery Hillis datt í hug fyrir nokkrum árum, að það væru svo margir einhleypír menn og konur, sem gætu haft gagn og gaman af að lesa um það, hvernig hún hagaði lifi sínu i smáu sem stóru. . . Hún skrif- aði því bók, sem hún kallaði “Lifðu einsamall og láttu þér vel lynda” (“Live Alone and Like It”). Hafði hún hitt þarna naglann á höfuðið, öllum var forvitni á að lesa bókina, hún seldist í miljónatali og stúlkan varð fræg fyrir. Einn frægasti “best-seller” er bókin “Hvernig eignast á vini og hafa áhrif á fólk” — (“How To Win Friends and Influence People”), en af þeirri bók seljast miljónir eintaka þann dag í dag, en hún kom fyrst út árið 1936 og hefir kom- ig í 37 útgáfum síðan. . . Bókin hefir verið þýdd á ótal tungu- mál og einhverstaðar las eg, að engin bók í Þýzkalandi seld- ist eins vel og sú bók, og má kanske einhvern lærdóm af því draga. . . Höfundur þessarar bókar er Dale Carnegie, sem hefir grætt offjár á henni, að því er sagt er. . . En lesi meðal- greindur maður bókina, kemst hann fljótt að raun um, að hún hefir ekkert það að geyma, sem hann ekki vissi fyrirfram Það var önnur bók, sem var “best-seller” um sama leyti og “vina-bókin” . . . titillinn á henni er “Vaknaðu og lifðu” (“Wake Up and Live”), en nafn höfundarins *er Dorothea Brande. . . Lítið fann eg að gagni í þeirri bók, en hefi heyrt margt greindarfólk sverja og sárt við leggja, að bókin sé hreinasta afbragð og kenni mikla speki. . . Hún gefur ýms- ar reglur, sem æskilegt er að fylgja, ef maður vill lifa góðu og nytsömu lífi, eða svo segja þeir, sem hrifnir eru af bók- inni. . . Á blaðsíðu 180 er t. d. reglan: “segðu ekkert allan daginn nema sem svar við spurningum” . . . og dettur mér í hug hann Haraldur Sawyer, amerískur kunningi okkar í San Francisco. . . Hann er ó- vanalega fyndinn náungi, vel- metinn lögmaður, uppalinn að miklu leyti í höfuðstöðum Norðurálfunnar, að eg nú ekki tali um YaleJháskólann og lagaskólann í Harvard, sem hann er útskrifaður úr . . . en Haraldur las bókina “Vaknaðu og lifðu“ þegar hún var ný- komin út og allir snarvitlausir með hana . . . og þetta atvik kom fyrir hann, þegar hann var nýbúinn að lesa bókina. Haraldur þurfti að takast ferð á hendur frá San Fran- ciso til Sacramento, höfuð- staðarins i Californíu og er það á að gizka þriggja tíma ferð í járnbraut. . . Hugsaði hann nú með sér, að hann skyldi menta sig og göfga anda sinn á ferðalaginu, með því að fylgja reglunni á blaðsíðu 180, ekkert segja, nema þegar á hann væri yrt. . . 1 lestinni gekk alt prýðilega. . . Haraldur svaraði þeim er spurðu hann einhvers, en þagði annars eins og steinn . . . þetta var erfitt fyrir hann og var hann stoltur af sjálfum sér, því hann er skrafhreyfinn maður og hefir þann sið, að tala við alla, kunn- uga sem ókunnuga . . . þegar lestin kom á járnbrautarstöð- ina í Sacramento, fór Haraldur út, en ekki mátti hann kalla á bíl. . . loksins kom leigubíll og bílstjórinn bauð Haraldi að stíga inn í bílinn . . . þeir lögðu á stað, en Haraldur gat ekkert látið uppi um það hvert ferð- inni væri heitið.. . Eftir drykk- langa stund sneri bílstjórinn sér vic^ í sætinu og spurði þenn- an þögula ferðalang hvert halda skyldi. . . “Til Hotel Sacramento”, svaraði Harald- ur. . . Bílstjórinn, sem gefinn var fyrir að spjalla við fólk, eins og títt er um Bandaríkja- bílstjóra, taláði um daginn og veginn, en fékk ekkert nema já og nei hjá Haraldi . . . þegar til gistihússins kom fór Har- aldur út úr bílnum og stóð kyrlátur, þangað til bílstjórinn, sem að líkindum var himinlif- andi að losna við þennan und- arlega, þegjandi ferðalang, sagði til um hvað hann skuld- aði. . . Haraldur borgaði og bil- stjórinn fór leiðar sinnar. . . Nú fór Haraldur inn í gistihús- ið og stilti sér upp við diskinn, stóð þar hljóður og beið, þang- að til disk-þjónninn kom auga á hann og spurði hvað honum væri á höndum. . . Haraldur svaraði, að hann ætti að hitta Mr. Wilson á hótelinu. . . “Mr. Wilson er á fundi í númer 840”, svaraði þjónninn. . . Fór nú Haraldur inn í lyftuna og stóð þar, en ekki mátti hann minn- ast á, að hann ætlaði upp á áttundu hæð. . . Nú vildi svo til, að lyftuþjónninn hafði ný- lega lesið “Vaknaðu og lifðu” og Var einmitt þennan dag að reyna að lifa eftir reglunni á blaðsíðu 180. . . Hann spurði ekki og Haraldur gat ekki svarað. . . Lyftan fór upp á tuttugustu hæð og niður aftur, siðan lagði hún á stað enn á ný, fór aftur upp á tuttugustu hæð og niður aftur. . . Fjórum sinnum fóru þeir upp og ofan. . . . Og líklega væri Haraldur ennþá í lyftunni á Hotel Sacra- mento, ef Mr. Wilson, maður- inn, sem hann ætlaði að hitta, hefði ekki komið aðvífandi og bjargað honum úr klípunni. . . Ekki veit eg hvað lyftuþjónin- um viðvíkur, en Haraldur sagð- ist hafa bæði mentast og göfg- ast á atviki þessu. Rannveig Schmidt IT LIKES YOU HITT OG ÞETTA Úr ræðu fyrir minni kvenna: . . . . Og þegar eg nú lít yfir þenna fagra hóp, þá sé eg undir eins, að þið farið fram . úr þokkagyðjunum að einu leyti — þið eruð miklu fleiri. . . . Dómarinn: Fyrst stáluð þér kistunni frá manninum og svo reynduð þér að drepa hann? Sakboringi: Já, eg var neydd- ur til þess! Dómari: Hvers vegna? Sakborn.: Það stóð letrað á kistuna: “Má aðeins opna eftir dauða minn!” • * • — Má eg spyrja, hvaða á- stæðu hefirðu til þess að gift- ast stúlkunni? — Eg elska hana! — Það er alls engin ástæða, það er í hæsta lagi afsökun. • • • Hún: Það er eg, sem verð að gera alt. Eg sýð matinn, steiki og yfirleitt geri alt — og hvað fæ eg svo fyrir það — ekkert - alls ekkert. Hann: Þú getur talað en hvað fæ eg — magaverk. • • • Prófessorinn er ekkert smá- ræði viðutan. Hann er svo utan við sig, að á morgnana, þegar hann ætlar að borða eggið sitt, þá kyssir hann eggið en ber teskeiðinni í höfuð konu sinnar. • • • — Gifturðu þig af ást, eða vegna þess að konan þín átti peninga. — Eg gifti mig af ást til pen- inganna! John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta baíði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta J

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.