Heimskringla - 08.10.1941, Page 4

Heimskringla - 08.10.1941, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. OKT. 1941 Hcítnskringla (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miövikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VTKING PRESS LTD. öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 8. OKT. 1941 PÓSTUR AÐ HEIMAN I. Alt þetta ár hafa póstferðir að heim- an verið mjög stopular. Frá því í maí- mánuði og til loka september-mánaðar má heita að ekki sæist nema blað og blað á stangli. Vísir sást ekki í eina þrjá mánuði; Tíminn og Alþýðublaðið ekki heldur. En Morgunblaðinu skaut upp öðru hvoru, en óreglulega þó, t. d. apríl-blöðunum á eftir júní blöðunum o. s. frv. En það virðist hafa átt mestu ferðaláni að fagna og forsjónin verið því hliðstæðust á þessum siðustu og verstu tímum, enda þótt framsóknarmenn kunni að furða á því. Engar fréttir höfum vér af því hvað gömul vestan blöðin eru, þegar þau koma heim. Ferðirnar munu eigi síður stopul- ar þá leiðina. Frá miðjum september fór að rætast betur úr með póstinn. Þá komu búnkar af öllum blöðunum, hin elztu frá febrúar, en hin yngstu til júlímánaðar loka og byrjun ágústmánaðar. Og nú 6. október, kemur vikuböggull af Morgunblaðinu frá síðustu dögunum í ágúst til fyrstu daganna í september. Ennþá eru þó ókomin nokkur júní og júlí blöð og ágúst blöðin að mestu. En þetta er nú mikið að lagast og ekki berandi^saman við það, er þrír mánuðir liðu án þess að blað sæist að heiman. n. Það markverðasta, sem nefna mætti í fréttunum á þessum langa tíma, er kosn- ing ríkisstjórans, frestun kosninga til Alþingis og koma bandariska hersins og Churchills heim til Islands. Um flest þessi mál hefir verið getið í blöðum hér vestra, nema ef vera kynni frestun þingkosninganna. Alþingiskosn- ingar áttu að fara fram á íslandi á þessu ári. En þeim var frestað vegna stríðs- ins, eða afleiðinga þess. Þetta mál er lítið skýrt í dagblöðunum, eða þeim, sem vestur hafa borist, en á því leikur ekki minsti vafi, að þar er í bág riðið við frelsi manna og lýðræði. Hér var ekki hikað við að láta kosningar til sam- bandsþings fara fram á sínum tíma, þó landið ætti í stríði, að ekki sé minst á fylkiskosningar. Island á að heita óháð í stríðinu. Að því væri hættulegra að hafa alþingiskosningar en löndum þeim, sem í stríðinu eiga, er óskiljanlegt. — Stjórn Islands talar að vísu ein ósköp um varfærni og ríkisstjórinn nýi. En hvað stoða Island góðar bænir, og gera ekki önnur lönd það sem þeim sýnist þar, þrátt fyrir alla varfærni landsmanna? Sú varfærni að svifta kjósendur sínum borgaralega rétti, getur heldur ekki ver- ið nein velþóknun þjóðunum, sepi hér eiga hlut að máli. En á þetta væri hér þó ekki minst, ef margt það, sem aðhafst er nú á Islandi stjórnarfarslega, bæri ekki á sér sama blæinn, einmitt þennan, að stjórnin er að taka sér vald í hendur, sem óþarft virðist, einræðisvald, eins og þetta ber með sér, kosning ríkisstjóra, og fleira og fleira. I Um komu bandaríska hersins flytja blöðin heima nálega ekkert, en eru öll sátt og sammála stjórninni um það, sem hún gerði í því máli. Þing var ekki kall- að saman til að ráða því máli til lykta, en þar sem þingið hefir nú ekkert við gerðir sjtórnarinnar að athuga, að kommún- istum þremur undanteknum á þingi er atkvæði greiddu á móti stjórninni í því máli, má heita, að vel sé við það mál skilið. Hvað fyrir kommúnistum vakti, verður ekki ráðið af skrifum stjórnar- blaðanna, þeim er við hendi eru. m. Fyrir núverandi stjórn liggur eflaust að semja lög um stofnun forseta-embætt- is á íslandi. Það verður ef til vill ekki við það átt fyr en að stríðinu Joknu. Eigi að síður mun það gert verða áður en kosningar fara fram úr því sem komið er. Vonandi verður forsetinn kosinn af allri þjóðinni, en ekki aðeins af þingi. Alt annað í því mál væri öfugt og önd- vert og á móti sönnu lýðræði. Margs íslendings hefir verið minst sem forseta- efnis í sambandi við þá nýju stöðu og þar á meðal eins Vestur-lslendings, dr. Vil- hjálms Stefánssonar. Fjarri er það “Hkr.’I að hafa á móti því, að Vestur- Islendingi falli í hlut forseta-staðan. Á Vilhjálm verður ávalt bent, sem einn frægasta mann þjóðar vorrar. En hitt er þó ekki ósanngjarnt, að þeir, sem undanfarin ár hafa staðið fremst í sjálfri viðreisnarbaráttu landsins, komi þar eigi síður til greina. Þar má fjölda manna nefna; svo margir afbragðsmenn eru nú uppi með íslenzkri þjóð. En einn maður hlýtur þó að koma flestum fyr í hug, en aðrir; það er Jónas alþingismað- ur Jónsson. Jafnvel íslendingar hér vestra, muna það vel þó 30 eða 40 ár hafi verið hér, að umbæturnar á högum heima, sem flestir æsktu er þeir voru þar, voru fólgnar í breytingum á verzl- uninni í samvinnu áttina og í þjóðmálun- um til betur skipulagðrar framleiðslu og aukinnar félagslegrar einingar, sem hvorutveggja fylgir óhjákvæmilega: bætt lífsskilyrði almennings, ekki að- eins vissra eða útvaldra stétta, og aukin menning. Á þessu sviði hefir enginn núlifandi maður víðtækara starf unnið, en Jónas Jónsson. Hann virðist hafa skilið drauma íslenzkrar þjóðar betur en nokkur annar íslendingur, síðan Jón Sigurðsson féll frá. Þjóðin hefir á þvi tímabili, sem hann hefir haft forustu stjórnmálanna með höndum, tekið "þeim stakkaskiftum, að nýtt tímabil hefst í sögu hennar, tímabil framsóknar og framfara, bæði verklega og hugsjóna- lega. Þetta mun nú þykja nóg sagt, en þó er það atriðið enn ótalið, sem mest er um vert. Hann sameinar æsk- una, sem einangruð og hnípin sat og bendir henni á verkefni sitt og hlutverk. Henni opnast nýr heimur tækifæra og tekur til verka, lífsglöð, bjartsýn, með óbilandi trú á landið og framtíð þess. Hjá íslenzkri æsku hefir líklegast aldrei orðið vart slíks táps og þrótts og nú, síðan í fornöld. Æskan hefir, sem þjóðin í heild sini vaknað til nýs lífs, dáða og framkvæmda. Það sem þjóðin nú er, það sem íslenzk menning er nú, er Jónasi Jónssyni meira að þakka, en nokkrum einum manni öðrum. Oss er það enn minnisstætt, er vér lásum fyrst um það, að Jón Sigurðsson hefði ekki verið á þjóðhátiðinni 1874 á Islandi. Vér höfðum lesið um starf hans áður og fanst að við þvi hefði mátt bú- ast, að Island byði honum eða sendi jafnvel skip eftir honum til Hafnar. Þessi saga endurtæki sig að því er oss virðist ef Jónas Jónsson væri hvergi nærri, er valið verður um forseta Islands. IV. Aðrara fréttir úr blöðunum að heiman birtast smám saman. 1 bráðina er ekk hægt að segja að annað verði af þein séð, en að alt gangi þolanlega, að minst: kosti að því er við verður ráðið. Mann tapið á sjónum af völdum stríðsins, ei sorglegasta fréttin. Efnaleg afkomí þjóðarinnar mun furðu góð, enda mikic aðhafst, þar sem fjölda verkamanm þurfti að flytja til landsins frá Færeyj um. Vegir og samgöngur munu verði betri á Islandi eftir dvöl Bandaríkja herliðsins þar og hafnir víða stórun- bættar. Alt eru þetta umbætur, þc aðallega séu unnar í þágu herliðsins eða stríðsins. ísland ætti ekki að koma neitl sérlega illa út úr því í lok þessa stríðs. — Þú hefir alls ekki tekið eftir nýju fötunum mínum. — Jú, víst hefi eg. En er nokkuð sér- legt við þau? — Það finst mér. Ullin er frá Ástralíu, og var flutt til Skotlands. Þar var ofið úr henni. Síðan var tauið selt hingað til lands. Síðam hefir skraddarinn saumað úr því föt. — Er þetta ekki eins og gengur og gerist? — Má vera. En mér þykir einkenni- legt, hvernig margir menn geta lifað á að framleiða og selja föt, sem eg á, en hefi ekki borgað einn eyri fyrir. HVER Á BREZKA VELDIÐ? Eftir Sir Norman Angell Þegar Col. Lindbergh kastaði fram þeirri fullyrðingu að aðalorsök yfir- standandi stríðs væri sú, að “Bretland ætti of mikið af auðlegð heimsins, en Þýzkaland of lítið”, endurtók hann að- eins þau ummæli, um brezka veldið, sem eru mjög algeng hér í landi (Bandaríkj- unum). Senator Clark sagði nýlega, í ræðu sinni í þinginu, er Lend-Lease- frumvarpið var til umræðu: “Bretar eru að berjast til að geta haldið umráðum á auðlegð veldisins.’* Hann sagði einnig: “Það er efamál hvert skást er, þýzkur nazismi, ítalskur fasismi, rússneskur kommúnism eða brezk stórveldisstefna.” Og Senator Nye sagði: “Á síðari öldum hefir brezka veldið verið áleitnara öllum öðrum; og það gerræðis- og harðstjórn- arveldi ræður yfir því nær hálfri biljón manna.” Senator Chandler varaði við því, að úthella ameríkönsku blóði til að hjálpa Bretum til að halda íbúum sinna erlendu landeigna í þrældómi. Menn hugsa sér Jón Bola sem vallauð- ugan landeiganda, sem eigi stærra land en hann geti notfært sér; en aðra skorti iandrými til athafna. Þetta efni er marg-itrekað á Þýzkalandi. Hitler hefir oft þrumað um, að það sé stórfelt rang- læti að smáþjóð, sem telji aðeins 45 miljónir, skuli eiga fjórða part alls heimsins. Auðvitað er Banadaríkjamönnum í mesta máta nauðsynlegt að vita með fullri vissu, hvert þessi hugmynd um Bretaveldi er rétt eða röng; vegna þess, að á því veltur, hvert Bandaríkin eru að styrkja réttvísi eða ranglæti, þjóðfrelsi eða stórveldishagsmuni. En hvað er þá hið sanna og rétta? Hið sanna er, að Bretland á alls ekki brezka veldið. Jón Boli hefir engan eignarrétt á Canada, Ástralíu, Suður-Af- ríku, Nýja-Sjálandi, Nýfundnalandi eða Irlandi. Hann tekur ekki skatt af einni einustu af nýlendum sínum. Þvert á móti eru oft lögð gjöld á brezka þegna heima, til að standast kostnað af land- vörnum og nauðsynlegum umbótum í ýmsum löndum veldisins. — Þó er þetta ekki mikilvægasta atriðið. Meiri hlutinn af landeignum brezka veldisins er ekki undir stjórn brezku þjóðarinnar. Bretland hefir, á síðast- liðnum 70 árum, unnið stöðugt að afnámi keisaravaldsins; svo að það sem áður var keisaraveldi er það nú ekki framar. Því lönd sem áður voru aðeins nýlendur, eru nú sjálfstjórnarríki. Þau hafa náð, orustulaust, því sjálfstæði sem hinar 13 ameríkönsku nýlendur þurftu að berjast fyrir. Þó vér með sanni fullyrðum, að Can- ada, Ástralía og hin önnur svo nefnd brezk lönd, séu óháð ríki, vill fjöldinn af lesendum ekki trúa því. En hér er ekki um skoðanir að ræða; heldur um óneit- anleg sannindi. Til að gera sér hugmynd um hve breitt bil er milli skoðana almennings og hins rétta í þessu efni, er vert að athuga eitt atriði í ritgerð, sem stendur í New York Journal-American: “England lætur aldrei neitt af hendi; hvorki viðskiftahagnað, her- mála gagnsemi, verðmæta landeign né hagkvæma höfn. Getur nokkur ímyndað sér að England láti af hendi hin gullauðgu lönd í Rand-héraðinu? Vissulega ekki.” Hvað verður nú sagt um þessa athuga- semd, þegar tekið er tillit til þeirra ó- hrekjanlegu sanninda sögunnar, að Bretland lét þessi gulllönd í Randhérað- inu af hendi fyrir 30 árum. Brezka stjórnin afsalaði sér þá öllum yfirráðum yfir þessum löndum og lagði þau í hend- ur þingsins í Suður-Afriku; svo að nú á tímum hefir Bretland ekki méiri umráð yfir námunum í Rand, en yfir námunum í Colorado. Ef þingið í Suður-Afríku samþykti að slá eign sinni á hlutabréf enskra og ameríkanskra hluthafa í nám- unum, væri brezku stjórninni enn óhæg- ara um vik en hinni amerisku að gera nokkuð i því efni. Viðvíkjandi hinni staðhæfingunni, að England láti aldrei hagkvæma höfn af hendi, má benda á, að áður en áminst grein var rituð, höfðu amerísk blöð flutt þá fregn, að Mr. De Valera neitaði Bretum enn um leyfi til að nota hafnirn- ar á Suður-lrlandi; hafnir sem Bretum þó var lífsnauðsyn að hafa á valdi sínu. Þessi neitun hefir valdið Bretum mik- ils tjóns, skipskaða og mannskaða. Fram að þessum tíma hefir Mr. De Valera einnig neitað að láta slökkva Ijósin í Dublin að kvöldi; og hefir það valdið Bretum mikils tjóns. Því frá upplýstum borg- um á Irlandi gátu þýzkir flug- menn tekið stefnu til að eyði- leggja ensk heimili í Liverpool. ferða sinna um alt Irland). í “landeignum” Breta ,um 60 að tölu, er mjög mismunandi stjórnarfar. Nokkrar þeirra — þær sem mest kveður að — eru óháðar; aðrar, (svo sem Vest- ur-Indíur), hafa eigin löggjöf Þessi áðurnefndi fregnritari er svo vel kunnur, að miljónir manna munu lesa ritgerð hans; og hann ætti að fylgjast með gangi almennra málefna. Þó hafa hin gömlu slagorð “keis- araveldi” og “stórveldisstefna” enn svo mikið töfravald yfir honum, að hann gefur ekki gaum að alkununm sannind- um. Fjöldi af fregnriturum, víðsvegar um heiminn, eru honum likir. Með frábærrl gaumgæfni ganga þeir fram hjá atvikum, sem í raun og veru eru eins mikilvæg eins og aðdragandinn að sjálfstæði Bandaríkjanna. 1 tilskipun sem brezka stjórn- in gaf út árið 1931, lýsti hún yfir, að fult sjálfstæði væri gefið sex þjóðum, sem teldu 10 sinnum fleira fólk en íbúar hinna 13 fylkja Bandaríkjanna, þegar þau fengu sjálfstæði sitt. Þessi tilskipun segir með skýr- um orðum, að hin umræddu ríki séu þar eftir, á engan hátt háð brezku stjórninni: “Engin lög sem brezka þingið semur, eftir þennan dag, ná til nefndra ríkja, sem atriði í löggjöf þeirra.” Þrátt fyrir þessa óyggjandi staðhæfingu, má þó enn spyrja: Eiga Bretar ekki hluti í nám- um Suður-Afríku? Jú, eflaust. En það sviftir ekki Suður-Af- ríku, sem óháð ríki, rétti sínum til að leggja skatta á eignir Breta þar; eða gera þær upp- tækar, eins hlífðarlaust eins og hið óháða Eire hefir gert upp- tækar ýmsar eignir þar í landi. Brezkir fjármálamenn eiga eignir víðar en í Suður-Afríku; þeir eiga námur í Mexico, járn- brautir í Argentínu og allmarg- ar iðnstofnanir í Bandaríkjun- um. En gefur það til kynna að þessi ríki séu hlutir úr hinu brezka “keisaradæmi”? Nú um langt skeið hafa fjáreignir Bandarikjanna í Canada verið hálfu meiri en brezkar eignir þar; og þegar brezk verðbréf verða seld Bandaríkjunum, til greiðslu á hergagnaskuld, auk- ast eignir þeirra þar til stórra muna. Hefðum vér þá rétt til að lýsa yfir, að Canada væri hluti hins ameríska “keisara- dæmis”? Hið sama gegnir um verzlun og viðskifti. Bandaríkin “eiga” ekki Canada; en þau selja miklu meira af varningi þang- að en Bretland, “eigandinn”. Canada hefir selt brezka veld- inu hálfu meira en það hefir keypt af því; og Bretland hefir ávalt skift meira við ríki utan veldisins en innan þess. Látum oss yfirvega rækilega þau atriði sem ljósast sýna hvernig hið brezka “keisara- dæmi” nú er orðið. Vér meg- um t. d. líta á Ástralíu sem þjóð, er sé eins óháð sem Bel- gia eða Nroegur, áður en Þýzkaland lagði þau undir sig. Hún hefir sitt eigið löggjafar- þing, sinn eigin her og sjólið, undir stjórn þingsins; hún set- ur sína tolla, (tollar ríkjanna í veldinu eru oft til mikils ó- hagnaðar fyrir brezk viðskifti). Hún semur sín innflutningslög (sem, sum hver, banna strang- lega innflutning vissra flokka af brezkum þegnum). Hún út- nefnir sjálf sína fulltrúa er- lendis; (Ástralía og Canada hafa sendihérra í Washington og öðrum stjórnasetrum). Hún hefir sínar nýlendur og sTcjól- stæðislönd; (Ástralía hefir nokkur af þeim í Kyrrahafinu). Hún hefir fullan rétt til að gera stjórnmálasamninga við óvini Bfeta, ef henni þóknast það. (Eire er ennþá hlutlaust — þýzki sendiherrann býr í Dublin, í friði og ró; og einir 300 Þjóðverjar fara frjálsir eða löggjafarráð og eru komn- ar langt áleiðis til fullrar sjálf- stjórnar. Skattar eru ekki lagð- irir á neina þeirra; en mörgum þeirra er veittur styrkur úr hinni brezku fjárhirzlu. Þær nýlendur sem mest hafa verið háðar brezku stjórninni, hafa oft átt við lélegt stjórnarfar að búa. En ekki hefir það stafað af fjárdrætti í hönd Breta, heldur af tilhneigingu brezku stjórnarinnar til að taka á mál- efnum þeirra með léttri hendi. Ef meira hefði verið um “stór- veldis-fjárdrátt” t. d. í Vestur- Indium, þá hefði kannske ör- birgðin verið þar minni; og brezkir gjaldþegnar hefðu þá kannske ekki þurft að leggja fram háar upphæðir, til að jafna hallann á fjárlögum þess- ara nýlendna. En hvað er um Indland að segja? Hversu mörgum er það kunnugt, að um 20 ára skeið hefir Indland verið einrátt um sína toll-löggjöf; og hefir notað vald sitt, í þeim efnum, til að bola út brezkum varningi. Og jafnvel á meðan Bretar réðu öllu um indverska tolla, var markaðurinn þar opinn fyrir hverja þjóð heimsins með sömu kjörum. Bretar kröfðust engra hagsmuna sér til handa. Að framvinda Indlands til fullkominnar sjálfstjórnar gangi seinna en þjóða eins og Canada, er auðvelt að útskýra. Á Indlandi býr ekki ein þjóð, heldur margir þjóðflokkar, mis- munandi að menningu, tungu, trúmálum og lífsháttum; meira mismunandi en þjóðirnar sem býggja meginland Evrópu. — Menning flokkanna á Indlandi er á tröppustigi alla leið frá steinöldinni upp að hæstu nú- tíðar-menningu. Áður en Bret- ar komu þangað var þar ekk- ert sem nefnt var “Indland”. fbúarnir þektu ekki það orð. Hin ofanskráðu atriði munu vera helztu orsakir þess að Bretar hafa hikað við að gefa Indverjum fult sjálfstæði, eins og ástandið í heiminum er nú á tímum, því af því myndi leiða skifting Indlands, máske milli Rússa og Japana; eins og Rúss- ar og Þjóðverjar hafa nú skift Póllandi milli sín. Með öðrum orðum, ástandið sem myndast hefir af því að Bretar gáfu írum sjálfstjórn myndi endurtakast í þessu tilfelli. Af því að Bret- ar þurftu að hverfa frá írskum höfnum, hefir þeim gerst erfið- ara um vörn. Þess verður ekki krafist með neinni sanngirni, að voldugt riki fremji sjálfs- morð aðeins sökum sjálfstæðis annars ríkis, því síður þegar auðsætt er að slíkt sjálfsmorð gæti alls ekki trygt sjálfstæði þess ríkis; heldur, þvert á móti, myndi leiða það til lykta. Ó- sigur Breta myndi óhjákvæmi- lega leiða sjálfstæði írlands til lykta, og hið áformaða sjálf- stæði Indlands einnig; jafn- framt því, að gera enda á sjálf- stæði Bretlands sjálfs. Bretar halda þó áfram að búa Indverja undir sjálfstjórn. Hversu langt þeir eru komnir á þeirri braut, má sjá á því, að við stjórnarstörf í landinu, með nál. 400 miljónir manna, eru aðeins 1,000 brezkir starfs- menn. Við löggjafarstörf, dóm- stóla, borgastjórn, skóla og sjúkrahús er varla einn brezk- ur starfsmaður meðal þúsund innfæddra. Hinir allir eru Indverjar. Undir stjórn Breta hafa 36,000 mílna langar járn- brautir verið lagðah þar; hefir það hjálpað mikið til að af- stýra hungursneyð, með því að flytja korn greiðlega til hinna aðþrengdu héraða. Hefði lagn- ing þessara brauta verið háð indversku fjármagni, myndu

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.