Heimskringla - 15.10.1941, Page 2

Heimskringla - 15.10.1941, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. OKT. 1941 HINN MESTI FRÆGÐAR- LJÓMI DANA, ÍSLENZK- UR ARFUR Eftir Pétur Sigurðsson (próf.) TTndarleg kaldhæðni örlag- anna. Um langt skeið varð Island að lúta danskri einokun og kúgun. Var þá íslenzk fá- tækt og smæð oft fyrirlitin af danskri menningu og hædd af skilningssljófum og fáfróðum þegnum þess lands. En efni- viðinn í dýrlegasta sigursveig sinn varð Danmörk að sækja í íslenzka ættgöfgi og íslenzka kotbýlamenningu. Sinn mesta frægðarljóma hinna síðari alda, eða jafnvel alla tíð, áttu Danir að þakka einum manni, er vakti undrun og aðdáun alls heimsins með frábærri list sinni. Þetta eru þó ekki aðeins mín orð. Skáld og rithöfundar Dana segja það sjálfir. H. C. Andersen segir: “Sprengikúlur Breta hafa lagt í rúst turna Kaupmanna- hafnar, og flota okkar hefir Bretinn einnig tekið af okkur, en í okkar réttlátu reiði og beiskju skulum við minnast þess, að það var Englendingur, sem í raun og veru bjargaði ástmög þjóðarinnar og hennar mestu sæmd, þér, Bertel Thor- valdsen. Það var Englending- ur, sem samkvæmt ráðstöfun Guðs bygði upp meira fyrir okkur heldur en þótt allir turn- ar Kaupmannahafnar hefðu verið endurreistir, og gaf nafni þjóðarinnar slíka vængi, er fluttu frægð hennar viðar um heim en öll skip landsins með fánum sínum og einkennum hefðu getað básúnað hana.” Hvorki her né floti, né hallir og háreistir turnar höfuðstaðar ins í endurskini fornrar frægð- ar gat jafnast á vð hið mesta hrósunarefni þjóðarinnar — listamanninn Bertel Thorvald- sen, segir hið víðfræga skáld Dana, H. C. Andersen. Ekkert hafði hafið Danmörku eins hátt í augum allra þjóða heimsiná og frægð þessa ágæta lista- manns. Sá frægðarljómi tók öllu því fram, er aukið gat á upphefð þjóðarinnar. Englendingurinn, sem H. C. Andersen talar um að unnið hafi dönsku þjóðinni slíkt ó- metanlegt gagn, hét Thomas Hope. Einmitt þegar Thor- valdsen stóð andspænis óyfir- stígarilegum fjárhagsörðugleik- um suður á Italíu, gerði ekki ráð fyrir að geta selt neitt af verkum sínum, var reiðubúinn að taka saman pjönkur sínar og halda heimleiðis, kyntist hann þessum ríka Englending, er kom honum til hjálpar. — Thomas Hope sá eitt af fræg- ustu listaverkum Thorvaldsens — myndastyttuna Jason, og pantaði hana gerða úr marm- ara. Hann lét Thorvaldsen fá svo ríflega fjárfúlgu fyrirfram, að hann gat haldið vinnu sinni áfram, en í 25 ár varð Thomas Hope að biða eftir listaverkinu, svo ört streymdu nú pantanir að Thorvaldsen, og þar með var örugt um framtíð hans. Frægð hans fór nú um öll heimsins lönd og í Róm var hann kallaður hinn fremsti meðal snillinganna. Georg Brandes segir um Thorvaldsen, “að hann hafi verið föðurlandsins andlega auðlegð og tign holdi klædd, hinn skýrasti og augljósasti vottur um mikilleik dönsku þjóðarinnar meðal þjóða Norð- urálfunnar. Hann var, ef svo má að orði kveða, öll snilli föð- urlandsins, ágæti og frægðar- ljómi, saman runnið í einni persónu.” “Svo hátt upp hafinn var hann,” segir Brandes ennfrem- ur, “að ekki gat nein öfundsýki komið þar til mála. Allur slíkur metnaður varð að engu og öll- um þótti vegsauki að því, að hafa eitthvert samband við frægð hans í Róm. í heima- landinu bræddi hann alla Dani saman í einhuga föðurlands- ást. Hann var samtíðarmönn- um sínum slíkt einingarafl, sem fyrsta Slésvíkurstríðið varð siðari kynslóðum.” Bertel Thorvaldsen var þann- ig hátindurnin á frægðarljóma Danmerkur, segja báðir þessir snjöllu og víðfrægu rithöfund- ar Dana. Ekkert hafði eins víðfrægt nafn þjóðarinnar. En þetta sitt mesta ágæti varð hún að fá að láni frá íslenzkum sveitargróðri. Hefði danska prestsdóttirin — móðir Thor- valdsens — gifst dönskum manni, þá hefðj hún sennilega aldrei fætt dönsku þjóðinni þann ágætasta son hennar, en hún giftist fátækum íslenzkum sveini. Hann var tvimælalaust listamannsefni og komst nokk- uð áleiðis á þeirri braut, og hefði sennilega orðið snillingur, ef mentunar hefði notið. Tré- skurð sinn stundaði hann alla tíð og við sama starfa og faðir- inn þjálfaði hinn ungi Thor- valdsen fyrst listamannshönd sína. Faðirinn hafði ekki feng- ið tækifæri til þess að stunda nám við listaskóla, en syninum eftirlét hann í arf hið frábæra listfengi. Þetta var fyrst og fremst föður- en ekki móður- arfur. Um það verður ekki deilt. En sonurinn fékk aðra mentun en faðirinn. Árið 1787 hlaut hann sinn fyrsta verð- launapening — silfurmedalíu. Tveim árum síðar hlaut hann gullpening að verðlaunum og um leið utanfararstyrk. Upp frá því steig hann stöðugt hærra og hærra á frægðar- brautinni. Þannig vaxtaði hinn mentaði sonur sinn dýmæta föðurarf. Mundu það, danska þjóð, og vertu eilíflega þakklát, að frá fátæku og litlu þjóðinni, sem þú fyrirleist og kúgaðir, fékstu þann lífsmagnaða frjókvist, sem gaf þér mestan frægðar- ljóma og lyfti þér hæst meðal þjóðanna. Munið það einnig aldir og óbornir, og gálaus æska, sem oft ræður ráðum RUSSAR Þið frumherjar mannfélagsmála á menningar veginum hála — í eldinum standið þið enn við aldanna elfdustu féndur. Á öndinni veröldin stendur. Guð hjálpi ykkur, ágætu, hugprúðu menn! Eg veit að þið viljið ei biðja, úr vegi þið kusuð að ryðja þeim guði, sem kirkjan sér kaus. í verki þó guðsvegu genguð og geislabaug þekkingar fenguð, sem kristninni er samhliða og kreddulaus. Á rússnesku hetjanna herðum, sem halda á logandi sverðum nú hvilir ’inn höfugi kross. Og þung er þeim Golgata gangan í grjóturð á föstudag langan í eldhríð er steypist sem æðandi foss. En slavneska fórnfýsin stendur, þó steðji að blóðþyrstir féndur. Hún horfir með hátignar ró á borgirnar brendar og auðar og blóðstokknu hetjurnar dauðar' — En hugtreginn býr yfir hefndanna fró. Þó ykkar sé misskilin menning og mótspyrnu fái’ ykkar kenning sé alls ekki álitinn hnoss, mun vörn ykkar uppi um aldir. Af örlögum sýnast þið valdir að létta af þjóðunum þjáninga kross. J. S. frá Kaldbak BUT BAILROADS SWITCHED TO COAL Wood ha* lons jince served its purpose as an economical, domestic and commercial Fuel. Modern heatins methods recognize Coal as the most efíicient Fuel. If you are still using Wood switch NOW to M & S Coal . . . the ideal Fuel for every Domestic use. DEEP SEAM FROM THE BIENFAIT DISTRICT tfcrcrh i)C^L the. GREEHTKcuLeTfTUt/tJi sínum flausturslega, að í kyn- göfgi, en ekki í háreistum höll- um, auðlegð og miljóna herjum er fólgin dýrð og vegsemd þjóð- anna. Sennilega hefir hrifning dönsku þjóðarinnar aldrei komist á hærra stig við krýn- ingu konunga hennar, en þegar hún fagnaði heimkomu Thor- valdsens frá ítalíu 17. sept. 1838. Kom þá listaverkasafn hans einnig með sama skipinu. Það var þoka, er skipið nálgað- ist land og sá^t það því ekki fyr en það var komið mjög nærri landi. Skáldið H. C. And- ersen lýsir móttökunni þannig: “Hvílíkt málverk! Alt í einu braust sólin fram milli skýj- anna og hið tigna skip birtist sjónum manna, yfirskygt af skrauthvelfingu regnbogans. — Himininn sjálfur hafði bygt yfir það “sigurboga þessa Alex- anders”. Nú þruma fallbyss- urnar, fánar og flögg eru hafin að hún, sjórinn er iðandi kös af skrautbúnum skipum og bát- um. Á fánum þeirra má sjá, að í einum bátnum eru málar- ar, öðrum myndhöggvarar, þriðja skáld og mentamenn, og þá stúdentar o. s. frv. Þar eru og skrautklæddar og fagrar meyjar, en til þeirra hvarfla menn aðeins augum, því að nú kemur báturinn frá skipinu, en í honum situr Thorvaldsen. Hann er í blárri kápu og höfuð hans er krýnt síðu og silfur- hvítu hári. öll strandlengjan endurómar húrrahrópin og fagnaðarlætin, er snillingurinn er boðinn velkominn heim. — Höttum og klútum er veifað og menn hrópa og kalla.” “Fólkið leysir hestana frá vagninum, sem honum er ætl- aður og dregur sjálft vagninn þangað, sem listamanninum hefir verið búinn staður. Um kvöldið var veizla. Skáldin öhlenschlager, Grundtvig, H. P. Holst, H. C. Andersen, Hei- berg, Overskou, Hertz og Chr. Winter vegsama hann í söngv- um sínum og kvæðum.” Um mikla menn skapast æf- inlega furðulegar sagnir. Sagt er að Thorvaldsen hafi gefið hefðarmey einni heiti sitt, og var brúðkaupsdagurinn ákveð- inn. En Thorvaldsen gleymdi þessu mikilvæga stefnumóti — gleymdi að gifta sig. — Undur- samlegt! Listamaðurinn gleym- ir því, sem er næstum hið eina, sem allir muna, hversu endleg- ir eða skepnulegir sem þeir kunna að vera. Svo heill og ó- skiftur var hann vígður hinni margskiftur maður, ekki hik- andi og hálfur maður. Hann var heill og sterkur í starfi sínu og sigurfrægð hans var að sama skapi. Aftur á móti, “hinn tvílyndi maður,” segir postull- inn, sem “reikull er á öllum vegum sínum, má eigi ætla að hann fái nokkuð hjá drottni.” Slíkur maður þarf ekki að vænta mikils frá hendi lifsins. Sigrarnir útheimta einhuga og heilhuga menn, en ekki tví- lynda og margskifta menn, alla í molum. Þetta skyldu ungir menn festa sér i minni, og þótt ekki takist þeim að helga sig svo hugsjónum sínum og mestu áhugamálum, að þeir gleymi kærustum sínum og brúðkaup- inu, þá að hafa það stöðugt hugfast, að lífsins æðsta list er það, að vera heill og ósvikinn við lífsstarf sitt og dagleg skyldustörf. Sagt er að ungfrúnni hafi fundist mikið til um gleymsku listamannsins. Samt fyrirgaf hún honum og þau tóku til ann- an dag, er brúðkaupið skyldi standa. Nú bað Thorvaldsen þjón sinn, í öllum lifandi bæn- um, að minna sig á, þegar tími væri kominn til að búast og leggja af stað. Þetta gerði þjónninn, og Thorvaldsen bjó sig til brúðkaupsins, en á leið- inni út gekk hann um vinnu- stofu sina og sá þá alt í einu eitthvað viðvíkjandi listaverki er hann hafði í smiðum, og gat ekki stilt sig um að sinna því strax, svo að hann gleymdi ekki þessu sérstaka atriði. — Þarna endaði ferðalagið og brúðkaupið var þar með úr sögunni. Svo var það síðasti þáttur- inn. Sunnudaginn 24. marz 1844 var hann í veizlu. Sagði hann þar sögur af dvöl sinni á ítalíu og var hinn kátasti. Um kvöldið gekk hann í leikhúsið. Hann var seztur, en stóð upp aftur til þess að hleypa manni fram hjá sér, er þurfti að kom- ast í sitt sæti. Hann settist aftur, hneigði höfuðið ofurlítið og var þar með dáinn. Undarlegt, hvernig Ijóssins börn kveðja oft þennan heim. Það er líkast fögru sólarlagi. Einn mesti mælsku- og ræðu- maður heimsins, Whitefield — hreinhjartað guðsbarn, dó á hnjánum i bæn til Guðs. Abra- ham Lincoln gekk rólegur i leikhúsið, er hann hafði leitt til lykta sitt mikilvæga og erf- iða hlutverk í ógurlegum hild- arleik. Byssukúlan hitti hann í bakið. Stríðið var búið. Sig- heilögu list sinni. Þar var ekki urinn unninn — glæsilegur sig- ur. Jafnvel í menningarleysis- myrkri Afríku var bjart í kring um Livingstone, er hann gaf upp andann. Slíkt verður ekki sagt um neinn eins og Thomas Paine, Ingersoll og Nietzsche, þótt þektir menn væru. Kvöld- roðans blik lék ekki um himinn þeirra hinstu stunda. Kvöldið var þá grámyglulegt, hráslaga- legt og kalt. Fegurst er geislaskin sólar- innar, er hún hnígur í hafsins mikla faðm. Svo er og um heimsins göfugustu sálir. Það er bjart í kringum burtför þeirra, hvort heldur byssukúl- an vegur að baki þeirra, stál- gaddar nísta hendur þeirra á krossins tré, eða þeir hníga í sætum sínum til hinsta blund- ar, líkt og barn i móðurfaðm. Með lífi sínu hafa þeir auðgað heiminn, gert hann bjartari, verið salt jarðarinnar, verka- menn fegurðar og sannleika, og jafnvel í dauðanum hafa þeir verið hverju jarðarbarni hin Ijómandi fyrirmynd. —Vísir. AÐ LOKNUM LESTRI Eg var að lesa islenzku blöð- in núna um helgina. Þar var margt gott og blessað. En ekk- ert fanst mér þar lýsa eins á- takanlega þekkingar-sparnað- ar-styrleika landans, sem frá- sögn sú í Hgimskringlu, er skýrir frá því, að samþykt hafi verið sú uppástunga, að kenna börnum eitt erfiðasta lifandi tungumál jarðarinnar af einu sáralitlu barnablaði í pínulitlu tveggja blaða broti! Hugsjónin er skopleg frá lærdómslegu sjónarmiði, en eftirtektaverð frá sparnaðar hliðinni. Við þennan lestur rifjaðist upp fyrir mér, að hafa heyrt einhverntíma einhverstaðar nauðalíka hugmynd um spar- semi, og mundi eg ekki betur en eg hefði úrklippu af henni í fórum mínum. Eg hangi ætíð í bókstafnum þegar þess er kost- ur, svo eg sagði við sjálfan mig: “Leitaðu og þá munt þú finna.” Eg leitaði og fann. Og hér fer á eftir meginatriði þeirrar til- lögu. Það er ritstjórinn sem segir frá: Kunningi minn, Barón Save- castle, leit snöggvast inn til min í dag. Enginn, sem eg þekki, veit fyrir víst á hverju baróninn nærist andlega, eða hvar hann telur sig þar til húsa. Og um upplýsingar því viðvíkjandi kærir hann sig ekki að ræða, og forðast eins og heitan eld- inn allar spurningar, er að þeim lúta. Er baróninn hafði tekið af sér hattinn og dregið af sér hanskana sagði hann: “Hér er grein, sem mér fanst þú mættir til að sjá,” og um leið rétti hann mér úrklippu úr dagblaði, er hljóðaði svo: “Fréttaritari stórblaðsins “The Berlin Ulustrieste Nach- lausgabe” hefir komist að þeirri niðurstöðu, að hver með- almaður noti að jafnaði 4,500,- 000 orð á ári.” Meðan eg las miðan hvesti baróninn á mig hin hvössu augu sín, sem glömpuðu sker- andi gegnum gleraugun. “Finst þér þetta ekki þýðing- armikið og íhugunarvert?” spurði hann. “Eg ímynda mér það,” svar- aði eg hálf hikandi. “Þú ímyndar þér það,” tók hann upp, eftir mér, leggjandi talsverða áherzlu á orðin. “Þú hlýtur að sjá það sjálfur, að fjögur og hálf miljón orð á ári er óskapleg framleiðsla hjá ein- um manni.” “Eg ímynda mér það,” sagði eg aftur, því mér gat ekkert annað dottið í hug þá í svipinn. Baróninn klappaði sannfær- ingarlega á handlegg mér og sagði í alvarlegum róm: “Það þýðingarmesta-í þessu efni hefir alveg gengið fram hjá þér, sem sé það, að ef ó- breyttur Þjóðverji talar 4,500,- 000 orð á ári, þá talar óbreyttur Canada-maður í það minsta tvisvar sinnum jafn mörg — þvi almennur Þjóðverji talar ekki mikið nú á dögum, hann þegir* og hlustar.” Baróninn varð ákafari og á- kafari eftir því sem hann tal- aði meira og lengur. Og er hann var búinn að sannfæra sjálfan sig um, að óbreyttur Canada-maður talaði að minsta kosti 9,000,000 orð á ári, þá komst hann von bráðar að þeirri niðurstöðu, áð óbreyttur Canada-kvenmaður talaði í það allra minsta 18,000,000 orð á sama tíma. “Allir ættu að vita, að kven- menn tala áreynslulaust tvisv- ar sinnum meira en karlmenn,” staðhæfði hann. “Þú þarft ekki annað en hlusta á þær tala saman í síman til að sann- færast um það. Fimtán til tuttugu mínútna samtöl hjá þeim er engin tími. Eg hafði enga löngun til að þræta við hann. Að þræta við Baróninn gerir enginn, ef hann þekkir hann, nema sá, sem er sama hvernig tímanum er eytt til óþarfa. “Sumt fólk,” hélt baróninn áfram, “heldur að orðaforði veraldarinnar sé ótakmarkað- ur, en það er stórkostlegur misskilningur. Ekkert undir sólinni er ótakmarkað. Ein- hvern daginn þrýtur orðaforði okkar, og hvað skeður þá?” Eg kannaðist við, að geta ekki svarað spurningunni, og spurði hann hvað hann vildi að eg gerði í þessu vandamáli. “Eg vil, að þú gangist fyrir málæðissparnaðarfélagsstofn- un,” sagði hann og var mikið niðri fyrir. “Eg vil að þú fáir fólk til að lofa því, að fara vel með orð sín, svo eftirkomendur okkar verði ekki orðlausir.” Málrómur barónsins varð mjög lotningarfullur er hann mintist á eftirkomendurna. “Það sem þú ferð fram á, er minna málæði alstaðar?” spurði eg. “Stendur heima,” sagði hann og néri saman höndunum. Eg fullvissaði hann um að eg skyldi láta þetta berast. Hann hneigði sig og gekk á burt eins og sá, sem unnið hefir fádæma þrekvirki. Sveinn Oddsson ítölsk móðir fór til framandi lands með son sinn ungan. — Drengurinn skildi ekki nokk- urt orð af þvi, sem hann heyrði talað. Og ekki heldur neitt af því, sem mamma hans sagði við þetta ókunnuga fólk. Hon- um leiddist þetta, sem von var. Svo bar það til einn daginn, að geltandi hundur þaut fram hjá þeim mæðginunum. Þá varð drengurinn harla glaður og sagði við móður sína: Mamma, mamma! — Hundurinn talar ítölsku! • • • — Farir þú inn í þessa and- styggilegu knæpu, Jörundur, þá fagnar andskotinn og fer með þér. — Hann um það! En ekki borga eg það sem hann drekk- ur! • • • — Hefirðu nú aftur skrifað langa skáldsögu? — Já, mjög langa. v Eg er enga stund að þessu, síðan eg lærði á ritvélina!

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.