Heimskringla - 15.10.1941, Síða 3

Heimskringla - 15.10.1941, Síða 3
WINNIPEG, 15. OKT. 1941 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ÚR DAGLEGA LÍFINU Stofan hans Jónasar Hall- grímssonar er vafalaust alveg með sömu ummerkjum og fyrir hundrað árum, er hann átti þar heima. Eg kom' þangað á dög- unum og drakk þar kaffi hjá Sigríði Thorarensen, en hún hefir einmitt á þessu ári átt þar heima í 80 ár. Hún kom þangað sumarið 1861 með fóstru sinni Ingileif Melsted, ekkju Páls Melsted eldra, föð- ur sagnfræðingsins. Hann var amtmaður í Stykkishólmi síð- ustu ár æfinnar. Og þaðan flutti ekkja hans hingað og keypti Dillons hús. Konsúll Smith þurfti að sækja um það fyrir hana til Englands, að selja mætti húsið. Því Dillons-fólkið varð að gefa sitt leyfi til þess. Með henni var sonur hennar, Hallgrímur Melsted, sem seinna var lands- bókavörður og uppeldisdætur tvær, Anna og Sigríður, en Sigríður, sem nú hefir átt þarna heima í öll þessi ár, er dóttir Ragnheiðar, dóttur Páls Mel- sted eldra, en afi hennar tók hana í fóstur, er faðir hennar Vigfús Thorarensen sýslumað- ur dó. Sigríður er kát og skraf- hreifin, en fólkið, sem hún tal- ar mest um, er flest löngu horf- ið, og er einkennilegt að heyra hana tala um svo löngu liðna daga. Sigríður segir svo frá: Það kom til orða, að fóstra mín keypti húsið hérna við Tjörnina af henni frú Thor- grímsen, en hún vildi það ekki, því hún sagði að þar væri svo mikill rottugangur. Hún þekti það, þær voru þar stallsystur í mörg ár hún og Ingibjörg, konan hans Jóns forseta, og þótti svo vænt um frú Thor- . grímsen, en hún var dóttir Jóns Vídalíns bróður Geirs biskups. Hann var kapteinn og fór víða um höf. Hann fór til Austur- Indíu. Hann hafði lifað mörg æfintýri og skrifað um þau langa ferðasögu. Dóttir hans fór með honum í langferðir. Hún átti apakött á sínum ungu dögum, sem einu sinni beit hana í vörina. Hún kunni tungumál. Það var víst þess vegna, sem útlendir komu oft og heimsóttu hana, Rosenörn og fleiri. Ingibjörg og Jón komu altaf til okkar þegar hann var á þingi. Og hann í sinum ljósu buxum. Hann gekk altaf á sumrin í ljósum buxum. Hann var indæll. Einu sinni þegar Ingibjörg kom, var hún i brúnni “dragt”. Þá sagði mamma við hana, þegar hún kom: “Þú ert ekki búin að gleyma brúna litnum”. Hún mamma vissi sem var, að Ingibjörg beið eftir honum Jóni sínum í 12 ár. En brúni liturinn táknar trygðina. Já, það var öðruvísi hér í þá daga en nú. Þá gat maður séð tunglið hérna úr glugganum koma upp undan Esjunni, og Stiftamtmannshúsið eða Stjórn arráðið sem nú er kallað, sá maður blasa við héðan, rétt eins og það stæði undir hæð- unum í Mosfellssveitinni. Þetta útsýni hefir Jónas Hallgrímsson haft, þegar hann var hérna. Það var ekki und- arlegt, þó hann gæti ort hér falleg kvæði eins og þá var. Eg er oft að hugsa hvernig hérna hafi verið í stofunni á kvöldin, þegar fólkið sat í rökkrinu og sagði sögur. Þá voru engin bessi háu hús. Þá sá maður hér loftið, og bæði himin og jörð. En hérna í stóru stofunni í norður endanum hélt maddama Ottesen sín fínu böll. Er gamla konan hafði þetta rnælt, fórum við að skoða húsakynnin, litla herbergið inn af stofunni það sem Jónas Hall- grímsson hefir haft fyrir svefn- herbergi og Þórður vinur hans. Þar er gamall hornskápur. Alt með kyrrum kjörum. En gegnt honum er gömul Borgundar- hólmsklukka. Þetta er einn dýrgripurinn minn, segir gamla konan. Þessi klukka hefir farið margar ferðir til Hafnar, þvi þegar em- bættismenn fluttu sig milli landsfjórðunga í gamla daga, þá urðu þeir að senda farangur sinn til Hafnar að haustinu og fá hann svo frá Höfn á nýja staðinn næsta vor. Hún sigldi í síðasta sinn þeg- ar fóstri minn fluttist austan úr Múlasýslu til Stykkishólms. En við vorum svo heppin, er við fluttum hingað, að við fengum spekúlantsskip til að taka dótið okkar beina leið til Reykjavíkur. Svo nú siglir klukkan mín líklega aldrei oft- ar. Mér þykir vænt um klukk- una, og mér þykir vænt um stofuna mína. Svona verður maður, þegar maður fer að eld- ast. Oft hefir mér verið boðið að láta setja á hana nýtt vegg- fóður. En eg vil það ekki. Því þá er eg svo hrædd um eg þekki ekki stofuna mina aftur, finst hún ekki vera eins og hún á að vera, eins og sólskins- blettur í heiði. Mér þykir vænt um þetta hús, segir gamla konan enn, þó háu húsin byrgi loftið og himininn. Og þegar Sigríður fylgdi mér til dyra, alla leið út á hinar fornfálegu tröppur, varð mér litið á lágan sessustól úti í garðinum hennar. Já, garðurinn minn er góður, sagði hún og eg er svo heppin, að menn hafa boðist til að hirða um hann fyrir mig. Eg hefi alla tíð verið svo lánsöm, eg held það fylgi húsinu hans Dil- lons, hennar maddömu Otte- sen og Jónasar Hallgrímssonar. Þarna á stólnum sit eg á morgnana og læt sólina skína á mig. Hún er altaf eins, hvað sem öðru líður, blessuð sólin, þó alt sé hér að verða öðruvísi en það var, og ísland nærri því eins og komið út í heiminn. —Mbl. 2. sept. SAMKOMULAGIÐ YIÐ BANDARÍKIN (Umsögn ritstj. Tímans um bandaríska hernámið á íslandi. Hkr.) Það var virðulegur og alvar- legur blær yfir Alþingi í fyrra- dag, þegar ríkisstjórinn setti þingið og forsætisráðherra flutti ræðu, þar sem hann gerði Alþingi grein fyrir hinum mik- ilsverðu ákvörðunum, sem rík- .isstjórnin hafði tekið, um að fela Bandaríkjunum hervernd landsins, meðan núverandi stórveldastyrjöld varir, og að- draganda þessara mála öllum. (Aths. Hkr.: Fyrir aðalefni samninganna hefir áður verið gerð grein í íslenzku blöðunum vestra). Eftir að hafa íhugað greinar- gerð forsætisráðherrans, vill Tíminn fyrir sitt leyti lýsa því yfir, að hann telur að ríkis- stjórnin hafi hlotið að velja þann kost, sem hún valdi, og ennfremur hafi hún hlotið að gera það án þess að kveðja Al- þingi til fundar, eins og á stóð. Lega landsins er talin það þýðingarmikil í yfirstandandi styrjöld, að útilokað var að þjóðin gæti lifað hér afskifta- laus eins og í fyrri styrjöldum. Island er, svo að ekki verður um deilt á áhrifasvæði Bret- lands og Bandaríkjanna. Þessi tvö stórveldi ráða á hafinu um- hverfis Isl. Til þessara landa verðum við nú að sækja allar okkar lífsnauðsynjar, sem ekki verður aflað í landinu sjálfu Undir þau lönd er að sækja um markaði fyrir meginhlutann af öllum okkar útflutningsvörum. Annað þessara stórvelda hafði hernumið landið, en þurfti nú annars staðar á her- afla þeim að halda, er hér hefir BREZKT FLUGSKIP SKÝTUR A ÞÝZKT HERSKIP Á myndinni er brezki flugherinn að hlaða flugfar með torpedo. Nokkru síðar fréttist, að flugskipið hefði sökt einu “móðurskipi” fyrir Þjóðverjum við strendur Englands. Skipið sem sökk var haldið að væri Luetzow (fyrrum Deutschland). dvalið, og býst hitt þá til að taka að sér verndina meðan styrjöldin varir. Reynsla hefir staðfest, að smáríki sem hernaðarlega þýð- ingu hafa komast ekki hjá her- vernd einhverrar stórþjóðar. Var það því eðlilegt, eins og allar aðstæður voru, að ís- lenzka rikisstjórnin gerði sam- komulag það við Bandaríkin, sem nú er kunnugt orðið. Jafnframt verður að líta svo á ,að skilyrði, þau sem af ís- lenzku ríkisstjórnarinnar hálfu voru sett fyrir samkomulaginu, séu hyggileg og þjóðinni sam- boðin. Þá liggur það i augum uppi, að ríkisstjórnin gat ekki kvatt Alþingi til ráða. Hér var um hernaðarleyndarmál að ræða, og þvi ekki um annað fyrir rik- isstjórnina að velja, en að játa eða neita á eigin ábyrgð. Hitt var jafn sjálfsagt, að rikisstjórnin kveddi Alþingi til fundar þegar í stað, er leynd- inni varð af létt, til þess að hljóta dóm fyrir. það, sem hún hafði gert, annaðhvort með þvi, að þingið gyldi jákvæði við gerðum hennar, eða sam- þykti vantraust, sem þá leiddi til stjórnarskifta. Eina leiðin til þess aö komist yrði hjá að slikar ákvarðanir þurfi að taka án vitundar og vilja þingsins.væri sú, að þing- ið sæti óslitið meðan rás stór- viðburða er svo hröð og nú á sér stað. Verður ekki annað séð, en að með samkomulagi þessu við Bandaríkin og samráði því, sem haft hefir verið um málið við Bretaveldi, hafi fslandi í framtíð verið trygð aðstaða, sem frjálsri og fullvalda þjóð, og um þetta mikilsverða atriði hafi ríkisstjórnin fyrst og fremst notið náttúrlegrar að- stöðu landsins. —Tíminn, 11. júlí. Vikublað stúdenta í Toledo- háskóla í Ohio — The Campus Collegian — hefir látið fara fram skemtilega rannsókn á því, hversu margir stúdentar kaupi sér vindlinga og hversu margir lifi á “slætti”. Einn dag- inn var leitað á hverjum stúd- ent, serri reykti, og rannsóknin leiddi eftirfarandi í ljós: 25% höfðu vindlinga og eldspýtur, 25% höfðu eldspýtur, en 50% höfðu hvorugt. * * • Hinn ungi maður framtíðar- innar, sem vill tolla í tízkunni, mun ganga í fötum úr gleri og mjólk, búa í húsi, sem er úr pressaðri bómull og aka eftir glervegum í bíl, sem notar gerfigúmmí, spáir Harry T. Manning, amerískur vísinda- maður. • • • Skipstjórinn: Þér eruð nátt- úrlega hinn svarti sauður fjöl- skyldunnar og þess vegna senda foreldrarnir yður á sjó- inn. Hásetinn: Nei, herra skip- stjóri. Þessháttar hefir breyst síðan þér voruð strákur! BANDARÍKJAFLOTINN stendur höllum fæti ef til styrjaldar kemur við Japani Eftir Yates Stirling, undiraömíról (U.S.A.) Tj'f styrjöldin í Evrópu færi •ú' svo illa, að við gætum ekki lengur treyst á brezka flotann, getum við kannske neyðst til að hverfa á brott úr Kyrrahafi, til þess að mæta sameinuðum flotastyrk Þjóð- verja og Ita),a. Japanir mundu jafnsjótt grípa til þess að leggja undir sig lendur Hollendinga, Frakka og Breta í Austurlöndum, ef þeir verða ekki búnir að því áður. Þetta gerræði táknaði það, að japanski flotinn mundi slá hring um Filippseyjar, en þær verða undir vernd Banda- ríkjanna a. m. k. næstu 6 ár. Ef það gerist, sem getið er hér að framan, hlýtur stefna Bandaríkjanna að verða eitt af tvennu: Að við reynum að frið- mælast við Japani, eða beitum valdi til þess að klekkja á þeim fyrir þessar yfirtroðslur. Ef styrjöld brytist út við Japani, má gera ráð fyrir því, að aðalhluti flota okkar verði umhverfis Hawaii og hafi bækistöð í Pearl Harbor. Það munu líða nokkur ár, þangað til flotabækistöðin í Dutch Harbor í Alaska verður fullbú- in. Á næstu 12 mánuðum mun fioti okkar ekki verða miklu sterkari en hann er nú: 15 or- ustuskip, 6 flugvélastöðvar- skip, 40 beitiskip, 50 nýtízku tundurspillar og 31 nýtízku kaf- bátur. Auk þess getum við gripið til 100 gamalla tundur- spilla og 60 gamalla kafbáta, sem hætt var að nota, ef ekki verður búið að láta Breta fá þá alla. Japanir halda öllu leyndu um flotastyrk sinn, en herskipa- stóll þeirra er sem hér segir, eftir því sem næst verður kom- ist; 12 orustuskip, 9 flugvéla- stöðvarskip, 45 beitiskip, 130 tundurspillar og 70 kafbátar. Þessi floti mun geta teflt fram fleiri skipum úr hverjum flokki en við. Auk þess hefir hann nóg af bækistöðvum í V.-Kyrra- hafi og á ströndum þess, þar sem stó herskip geta hafst við og flugvélar haft aðsetur. Floti okkar getur haft tvær bardagaaðferðir: Haldið sér í , vörn á “víglínunni” Alaska— Hawaii—Panama, eða siglt vestur um haf til að sækja fjandmanninn heim. Flotinn getur ábyrgst öryggi alls þess, sem er austan ofannnefndrar “víglínu”. En eina leiðin til að sigra yrði að sækja óvininn heim, en það yrði mjög hættu- legt, vegna þess, hve aðstaða hans er góð — bækistöðvar margar — og á meðan yrðum við að láta Atlantshafsströnd- ina vera varnarlausa fyrir árás ,frá Evrópu. ' Það er mjög líklegt, að “sezt” BÆNDUR/ Á 438 stöðum eru lyftur Federal- félagsins reiðubúnar til að taka á móti 1941 ársuppskeru yðar. ÍkJ y * (23) FEDERHL GRHin LIIRITED yrði um Singapore og Hong Kong, áður en þetta stríð hefði staðið í eina viku. Við getum lalið það víst, að ef þessar bækistöðvar verða ekki þegar í höndum Japana, þegar floti okkar kemur til annarar hvorr- ar, þá munu mannvirki þeirra koma okkur að litlu gagni, vegna þeirra eyðilegginga, sem Japanir eða verjendurnir verða búnir að framkvæma. Þá má gera ráð fyrir að Jap- anir geti farið sinu fram í suð- austur hluta Asiu. Ef við leggj- um til atlögu við Japani véstur undir Asíu, mun minni floti (okkar) ráðast á stærra flota, þar sem hann er sterkastur. Japanir mundu hafa allar þær bækistöðvar og hafnir, sem þeir þyrftu, en okkur skorti. — En ef floti okkar fengi að nota Singapore og Hong Kong, áður en til stríðs kæmi, þá mundum við geta náð jafnvægisaðstöðu við Japani, enda þótt þeir hafi komið sér fyrir þarna fyrir mörgum árum. Ef floti okkar hinsvegar hugsaði aðeins um vörnina, mundu Japanir taka það sem þeir gætu og styrkja svo að- stöðu sína til undirbúnings á- rásinni í austurátt, ef þeir eru þá að hugsa um hana, því að það er vafasamt. Þeir mundu gera kafbátaárásir á skip okk- ar og e. t. v. loftárásir á vest- urströndina, en stórárás Jap- ana austur á bóginn mundi vera jafn hættuleg fyrir þá og árás okkar vestur á bóginn. Bækistöðvar okkar í Kyrra- hafi virðast vera fullnægandi til varnar, að sleptum Filips- eyjum. En ef við eigum að hefja sókn gegn Japönum, get- um við ekki gert svo að vel fari, nema með því að stækka og fjölga flotabækistöðvunum í Mið- og Vestur-Kyrrahafi. Það er óhætt að fullyrða, að við getum aukið flota okkar hraðar en Japanir. Sá tími mun því koma, eftir nokkur ár, að Bandaríkjafloti geti sótt Japani heima og sigrað þá í þeirra eigin hlaðvarpa. Verkefni flota okkar í Kyrra- hafi er hvorki einfalt né létt. Sérfræðingar eru þeirrar skoð- unar, að við verðum að hafa tvö skip fyrir hvert eitt Jap- ana, til þess að geta sigrað þá i heimahöfum þeirra. Það yrði gegn tillögum sér- fræðinga okkar, ef við sendum aðeins jafnsterkan flota til að berjast við Japani í vestan- verðu Kyrrahafi. Þetta vita Japanir og þess vegna eru þeir svo hrokafullir meðan brezki flotinn hefir yfrið nóg að gera í “orustunni um Atlantshafið.” —Vísir. 1 Florida í Bandarikjunum var nýlega grafið í Indíánaleg- stað, sem á að vera frá því áður en Columbus endurfann Ameriku. Tvö hundruð haus- kúpur voru teknar til skoðun- ar og voru 199 með heilar tenn- ur, en ein tönn var skemd í 200. hauskúpunni. • • • — Nú hafa þeir komið sér saman um, að hafa hlutaveltu til styrktar Önnu gömlu. Þú kemur væntanlega og dregur fáeina drætti? — Nei, það geri eg ekki. Hugsaðu þér bara, ef eg yrði nú svo óheppinn, að draga kerl- inguna sjálfa! • • • — Það líður hreint og beint yfir yður, ef eg segi alt, sem honum þóknaðist að láta út úr sér við mig, konumyndina sína. — Segið það bara. Eg er líka gift og vön við sitt af hverju. • • • — Já, en mamma mín. Þú mátt ekki vera svona hörð. — Hann segist elska mig. — Mér er alveg sama — það segja þeir allir. — Nei, mamma — ekki við mig. /OVEASEA^ Bottlko Beci Atvarded The Gold Championshiþ Medal Silver and Bronze Medals London, England 1937 pHONe 57241 Independently Owned and Operated The Riedle Brewery Limited Winnipeg, Manitoba This aaveniament is not tnserlea oy tne Uovemment Ltquor Control Commlssion. The Commission ts not responsible jor statements madc as to quality o) products advcrtised.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.