Heimskringla - 15.10.1941, Page 4

Heimskringla - 15.10.1941, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. OKT. 1941 ®cimskritt0la (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendlst: THE V7KING PRESS LTD. öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla’’ ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 15. OKT. 1941 ■» NÝTT MANNFÉLAG Eftir sr. Philip M. Pétursson (1 þessu blaði hafa birst nokkrar greinar um lýðræði og þjóðskipulags- breytingar, sem svo mikið er nú talað um, með það í huga að sporna við at- vinnuleysi að stríðinu loknu. Ekkert mál er tímabærara en þetta. Hver veit hverju svara skyldi um hvað biði, ef t. d. allir hermennirnir kæmu óvænt til baka á morgun? En einhvern tíma linnir stríðinu. Spurningunni um það hvað gera skal verður þá að svara. Vér mint- umst þess að séra Philip M. Pétursson flutti snemma á þessu ári ræðu, sem ágætlega á heima í umræðunum um þetta vandamál; fórum vér því á fund prestsins og báðum hann um ræðuna. Birtist hún hér og eigum vér von á, að lesendur, sem áminst mál láta sig nokkru skifta, verði höfundinum þakklátir fyrir að gefa fleirum en þeim sem kost áttu á að hlýða á ræðuna, að kynnast henni. Ritstj. Hkr.) Texti: “Og hann sagði við þá: "Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna, og eigi maðurinn vegna hvíld- ardagsins; svo að mannssonurinn er jafnvel herra hvíldardagsins.” 1 þessum orðum er fólginn sannleikur sem verður ætíð skýrari og skýrari fyrir oss, er vér íhugum þau, og öll þau mörgu sambönd sem vér mættum nota þau í. Þannig mættum vér segja, að allar mannfélagsstofnanir hafa orðið til, mannsins vegna, og eigi maðurinn vegna þeirra. Og hver sú tilraun, sem gerð er til að fórna mönnum, eða til að gera menn að fórnardýrum einhverrar stofn- unar eða stefnu, eða einhverrar skoðun- ar eða kenningar, er í aJgerri mótsögn við þann sannleika. Það var lengi skoðun manna, og er enn, að þeir hlutir væru til, sem heimtuðu alt af mönnum, sem að mennirnir ættu að leggja alt í sölurnar fyrir. En það er skoðun min, og eg finn stuðning í orðum textans, að æðri en alt annað, og mikil- vægara, er maðurinn sjálfur! Ef að mannkynið hyrfi úr heiminum, hvar væru þá þeir hlutir, sem að menn- irnir áttu að fórna sér fyrir og varð- veita? Hvar yrðu allar þær stofnanir, þeir helgisiðir, þau form, þær kenningar, þær þjóðir, senj menn eiga að fórna sér fyrir, ef að mannkynið hyrfi? En, ef að mennirnir lifa, og þeir eru skoðaðir sem hin æðstu verðmæti heimsins, þá, þó að einhver stefna eða stofnun eða kenning, hverfi úr heiminum, þá er ætíð eftir von um endurreisn, ef að það, sem horfið er, er þess virði að endurreisa það. En svo að eg reyni ekki að ná út yfir of stórt svæði í þessu máli, sem er bæði víðtækt og yfirgripsmikið, vil eg halda mér aðeins að kirkju og trúmálum, sem í sjálfu sér eru meir en nóg efni til að ræða um. í þessu sambandi, vitum vér öll, að á fyrri dögum voru hinar viðteknu trúar- stofnanir skoðaðar sem heilagur hlutur, sem menn áttu að sníða sig eftir, sig og hugsanir sínar. Kirkjan var aðal efnið, og velferð hennar, en hagur mannanna var minniháttar hlutur, eða aðeins auka atriði. Mennirnir áttu að beygja sig undir lög og siði kirkjunnar og kirkju- valdsins. Og er vér lesum söguna sjáum vér hvernig mönnum var fórnað til að halda ýmsu við mótstöðulaust, sem vér skiljum nú, var í sjálfu sér aðeins auka- atriði. Og jafnvel enn þann dag í dag, er margt t. d. í kaþólsku kirkjunni auk annara, kenningar og siðir, kreddur og játningar, sem sýnast hafa meiri þýð- ingu í augum kirkjuvaldanna en fólkið sjálft. Fólkið verður að laga sig eftir þeim, í stað þess að það alt lagi sig eftir þörfum fólksins. Kirkjan og kröfur hennar, koma fyrst, og þar næst — þarf- ir mannanna. Til dæmis, mætti vitna í sögu sem rit- að var um í einu dagblaðanna fyrir nokkru, þar sem valdi kirkjunnar var lýst, og hvernig fólkið beygði sig undir það á fyrri timum. Saga þessi gerðist á Þýzkalandi um miðja síðustu öld, og hægt væri að finna líkar sögur i næstum því hverju landi, sem er í heiminum. En þessi saga segir ffá fólki sem var ofsa- fult í trúarskoðunum sínum og gaf því meiri gaum að fylgja trúarsiðum og reglum en að bera umhyggju fyrir þeim, sem þurftu hjálpar með. Þannig var um tyllidag einn, er fólkið átti alt að fara út í kirkjugarð og lesa bænir yfir leiðum hinna framliðnu. Og allir í bygðinni fóru þennan dag eins og siður þessi krafðist. En á einu heimili lá kona (móðir söguhöfundarins) í miklum kvöl- um, að fæða barn. Fólkið á heimilinu skeytti samt ekkert um hana, og hugði að kröfur kirkjunnar' hefðu meiri þýð- ingu en að stunda konuna. Það skyldi hana því eftir — eina — í húsinu, þ. e. a. s. eina með einu ársgömlu barni, sem skreið um á gólfinu, grátandi. Og það var ekki fyr en fólkið var búið að lesa bænirnar yfir hinum dauðu, að nokkuð var farið að veita hinum lifandi liðveizlu. Og þetta var alt vegna vissra kenn- inga kristinnar kirkju, sem fólkið fylgdi, og hélt það væri að fylgja kenningum og fyrirmælum Jesú sjálfs! En hann á hans dögum, sagði við þá sem ávítuðu hann og lærisveinana fyrir að tína korn og éta á hvíldardegi: “Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna, og eigi maður- inn vegna hvíldardagsins.” Og eins mætti nú segja um kirkjuna og kirkju- siðina. Mennirnir, hagur þeirra og vellíðan, er og ætti að vera aðal efnið í öllum siðum og lagafyrirmælum, miðpunktur þeirra, hvort sem það er í stjórnarmál- um, þ. e. a. s. í þjóðfélagsmálum eða í trú- eða andlegum málum, en ekki sið- irnir eða stofnunin sjálf. Og þegar þær lagagerðir eða reglur fara að vinna mönnum meira ógagn en gagn, að gera lífið þeim erfiðara, þá eru lögin eða reglurnar eða hvað sem maður vill kalla þau, komin út yfir takmörk þess svæðis þar sem þau eiga að ráða. Farisearnir sögðu: “Sjá, hví gera þeir á hvildardegi það, sem ekki er leyfilegt?” 1 enskri þýðingu er sagt: “. . . Það sem ekki er löglegt?” En Jesús hugði að þarfir manna hefðu meiri þýðingu en nokkur lög, og kom með dæmi frá fornri tíð, máli sínu til stuðnings og sönnunar. Þarfir mannanna hafa meiri þýðingu en nokkrir siðir eða reglur. Og nú á vorum dögum er þessi skoðun að lokum farin að fá viðurkenningu, jafnvel hjá þeim kirkjudeildum, sem einu sinni voru hinar fastheldnustu við kreddur og játningar og trúarsiði, og eru enn á vissum sviðum og í vissum efnum. Eg á hér við þjóðkirkju Eng- lands. Á síðustu striðsárum, gaf þjóðkirkju prestur á Englandi út mjög merkilega bók, sem kölluð var “Trúmál í Evrópu á stríðsárunum”, og gagnrýndi hann með- al annars, samband kirkjunnar við veru- leikann, eins og hann var þá, og fann mjög mikið til þess, hve kirkjan var í- haldssöm og á eftir tímanum í næstum því öllum hlutum. Og hann sagði á ein- um stað: “Því gerir kirkjan sig ánægða með að lifa ætíð í liðnum tíma, eða eins og hann komst að orði, að lifa, ekki að- eins í deginum í gær, en í deginum þar næst á undan? Því þarf kirkjan að vera eftirbátur veraldlegra stefna í umbótar- málum?” Hann fann mjög til þess, hve kirkjan var íhaldssöm og afturhaldandi í þeim málum sem honum fanst vera mest áríðandi í mannfélagsmálum. En nú, tuttugu og fimm árum seinna, sýnist mikil breyting hafa átt sér stað hjá kirkjunnar mönnum á Englandi. Ef að þetta var rétt dregin mynd af ensku- þjóðkirkjunni þá, þá er hún það ekki nú, að mlnsta kosti ef að maður má dæma eftir fréttum sem hingað hafa borist um afstöðu kirkjunnar í mannfélagsmálum að undanförnu og um afstöðu hennar nú í málum heimsþjóðanna í heild sinni. Og ef að þessar fréttir hérma rétt eftir, þá finst mér þetta vera svo mikilvægt mál, að sem flestir ættu að vita eitthvað um það. Rétt fyrir hin síðustu jól, birtist grein í dagblöðunum hér, um það, að helztu kirkjudeildir Englands, þ. e. a. s. mót- mælenda kirkjufélagið, enska þjóðkirkj- an og kaþólska kirkjan á Englandi hafi samþykt yfirlýsingu um grundvallar atriði sem varanlegur friður í heiminum gæti bygst á. Og meðal hinna leiðandi manna, sem gerðu þessa yfirlýsingu voru erkibiskuparnir af Canterbury og York, kaþólski erkibiskupinn af Westminster, og forseti hins sameinaða félags mót- mælenda á Englandi. Þeir sömdu fimm aðal grundvallar atriði, sem eru eins og hér segir: 1. Fjárhags ójöfnuður ætti að vera af- numinn. 2. Hvert barn, án tillits til þjóðar eða stéttar þess, ætti að hafa jafnt tæki- færi til að mentast á því sviði og í þeim greinum sem það hefir hæfi- leika fyrir. 3. Alt verður að vera gert til þess að heimilislífið flosni ekki upp. 4. Sú tilfinning verður að innrætast hjá mönnum að atvinnulífið sé heilagur hlutur. 5. Afurðir jarðarinnar eiga að vera skoð- aðar sem gjöf guðs til mannkynsins í heild sinni, og ættu að vera notaðar með þarfir nútíðar og framtíðar kyn- slóða manna fyrir augum. Leiðtogar hinna mismunandi kirkju- deilda á Englandi, auk helztu frétta- blaðanna þar, eins og blaðið “Times”, hugðu að brezka stjórnin ætti að hafa þessi atriði í huga er tilraun vaéri gerð til að semja nokkurn friðarsamning, eða stefnuskrá, til að sýna að hverju væri verið að stefna með því að halda stríð- inu áfram. Og þannig, af þessu sýnist það vera, að þar sem hinar trúarlegu stofnanir hugsuðu einu sinni meira um það, að halda uppi viðhafnasiðum og formum, að nú sé farið að fylgja í hugsun leiðbeiningu Jesú um það, að hvíldardagurinn hafi verið gerður mannsins vegna, að velferð mannanna sé aðal efnið, aðal atriðið, til að stefna að. Kirkjan, eða hinir mismunandi trúflokk- ar, eru að lokum farnir að viðurkenna veruleikann, og koma sér saman um, að velferð mannanna hafi þýðingu, og að um hana verði að vera alvarlega hugsað og unnið nú og í framtíðinni. Þessi frétt í blaðinu, fanst mér vera eins og fagur ljósgeisli í gegnum myrkur heimsins, og vera fyrirboði góðs í fram- tíðinni. Mér hlýnaði um hjartarætur við það, að vita, að leiðtogar þessara trúflokka gætu sameinast á þessum grundvelli, þó að þeir gætu það ekki á trúarlegum grundvelli. Og svo hlýnaði mér enn meir í hjarta, er eg nokkru seinna las fréttir um almenna þingfundi ensku þjóðkirkjunnar á Englandi. Því þar voru enn róttækari samþyktir gerðar, og enn berorðari ræður fluttar um á- stand mannfélagsins og heimsins, og hvað ætti að vera tekið til bragðs til að stofna réttlátt mannfélag. Sumar þess- ar samþyktir fóru í raun og veru svo langt að margir mundu hika við að flytja hið sama hér, þar sem að lögin eru orðin eins ströng og þau eru, og það varðar fangelsisvist að segja sannfær- ingu sína. En á Englandi töluðu helztu menn kirkjunnar, erkibiskupar og bisk- upar, prófastar og kanúkar auk leik- manna, af æðstu aðalsstéttum landsins. Þetta þing kom saman snemma á þessu ári, og var aðal hugmynd þess sú, að enska þjóðkirkjan ætti að hafa forystu í því, að stofna það sem kallað var, nýtt þjóðfélag, að stríðinu loknu, og að byrja nú, að leggja þann grundvöll sem það þjóðfélag gæti bygst á. Ekki segi eg að eg sé samþykkur hverju einasta atriði sem þingið sam- þykti. En mér finst þetta vera svo merkilegur kafli í kirkjusögunni, að eg vildi benda á hann með nokkrum orðum við fyrsta tækifæri, í þeirri von, að vér gætum sjálf fylgst með því, sem gerist, og verið reiðubúinn, ef tækifæri gefst, að styrkja hverja þá stefnu sem vér hyggjum að geti stofnað, eða bygt upp, það nýja þjóðfélag sem vér vonum öll eftir og sem heimurinn svo nauðsynlega þarfnast. Heimurinn stendur ekki í stað. Alt breytist. Og með því, þjóðfélags- stofnanir, gömlu pólitízku flokkarnir, stjórnarfyrirkomulagið og margt annað. Og því fyr sem sumt af þessu breytist, og hverfur, því, betur fyrir mennina. Því þeir hafa of lengi verið fórnardýr ýmsra stefna, sem sýnast hafa haldið að þær einar hefðu gildi. * Á þinginu var margt fundið að kirkj- unni og framkomu hennar á liðinni tíð. Og margir voru mjög berorðir í hennar garð, en enginn gerðist svaramaður hennar, þó að allir á þinginu væru kirkj- unnar menn, erkibskupar, og prestar og leikmenn. Og að lokum gerðu þeir samþyktir, mótmælalaust, sem eg vil koma hér með í lausri þýðingu. Og var það erkibiskupinn af York sjálfur, sem að bar fram til- löguna um málið. Voru helztu atriði samþyktanna þessi: “Þegar stríðið er búið, verð- um vér að stefna að því, að sameina alla Evrópu, svo að hún verði eins og eitt þjóðfé- lag, þar sem að allir þjóðir vinna í sameiningu. 1 viðskiftum á milli þjóða, verður aðal hugmyndin að vera sú að skiftast á um nauð- synlegar verzlunarvörur, í stað þess stöðugt að keppast við að halda innflutningi niðri, til þess að útflutningur á vörum verði meiri. Vér verðum að öðlast aftur virðingu fyrir jörðinni og af- urðum hennar, í stað þess, að skoða hana aðeins sem eitt- hvað til að græða fé á. Jörðin getur ekki verið metin til pen- inga. Hún er uppspretta allra lífsnauðsynja, og eé þess vegna heilagur hlutur, sem vér eig- um að bera einlæga virðingu fyrir. Á sviði iðnaðar og viðskifta- lífsins halda grundvallaratriði Kristninnar því fram, að öll framleiðsa eigi að vera til notkunar handa fjöldanum, honum til hags. En eins og nú er ástatt stefnir flest öll framleiðsla aðeins að því að einstaklingar græði á henni. Öll framleiðsla er aðeins gróðrar fyrirtæki handa ein- staklingum. En alt sem stefn- ir aðeins í þessa átt, að nota vinnukrafta manna til þess að einstaklingar græði á þvi, stefnir í ranga átt, sem endar í atvinnuleysi heima fyrir og hættulegri samkepni erlendis. Peninga fyrirkomulaginu verð- ur að vera þannig hagað að þjóðfélagið sjálft geti fært sér í nyt það sem þjóðfélagið fram- leiðir. Með það fyrir aðal stefnu, að uppfylla þarfir þjóð- félagsins í heild sinni, í stað þess, að fylia vasa einstakra manna. Alt þett^ og margt annað samþykti þetta þing ensku þjóðkirkjunnar á Englandi í byrjun þessa árs. Auk þess var sagt, að vinnukraftar manna, yrðu að skoðast sem jafn þýðingar miklir og pen- ingavald annara manna, að vinnukraftar og peningavald verði að skoðast sem jafn þýð- ingarmikil en ekki að menn verði að beygja sig undir nokk- urt peningavald. Og einn svokallaður riddari,- Sir Richard Acland, sem situr einnig í stjórninni, hélt því fram, og fékk samþykt fyrir máli sinu, að ekkert eignarvald á auðæfum jarðarinnar skuli vera í höndum einstaklings, því að það veldur hneyksli hjá al- menningi og orsakar óréttlæti í mannfélaginu. Þesskonar vald í höndum einstaklinga er hneykslunarhella, sem ætti að útrýmast. Og þannig mætti lengi halda áfram. Þetta mál, sem er hið róttækasta sem kirkjan hefir nokkurntíma leyft sér að sam- þykkja, er miklu lengra en eg hefi tíma hér til að útskýra. En hið litla sem eg hefi hér nú vitnað í, sannar það, að leiðtog- ar kirkjunnar að minsta kosti á Englandi, eru miklu meira vak- andi nú, fyrir þjóðfélagsmálun- um en þeir hafa nokkurntíma áður verið. Og þar sem þeir sem skipa æðstu sæti þeirrar kirkju fara að útlista skoðanir sínar í þessum málum, þá meg- um vér eiga von á því, að margir sem hafa hingað til haldið sér til baka, fari einnig að gera það, og þá kemst hreyf- ing á stað sem getur orðið þjóðinni, og heiminum, að veru- legu gagni i framtíðinni. Og jafnvel þó að ekkert eða lítið sé gert, þá er það góðs viti að þessir leiðandi kirkj- unnar menn bera hag fólksins fyrir brjósti og eru að leita úr- lausnar á þeim mörgu vand- ræðum sem þjóðirnar eru í. Þeir vilja stefna að því, að stofna nýtt þjóðfélag, og vita að það getur ekki verið gert með neinum yfirborðslegum at- hugasemdum. Það hefir áður verið reynt, og ekkert fram- kvæmst. En helzt af öllu, finst mér, að þessir leiðtogar, séu nú að lokum að viðurkenna sann- leikann sem felst í orðum Jesú, sem hann talaði við þá, sem fundu að honum og lærisvein- unum, er þeir tíndu hveiti-axið og átu á hvíldardeginum. Hann sagði: “Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna, og eigi maðurinn vegna hvíldardags- ins.” Og nú á vorum dögum verðum vér að skilja, að mað- urinn og vellíðan hans er aðal markmið alls sem vér gerum eða hugsum eða segjum. í öllu viðskiftalífinu og öllum þjóð- félagsmálum og samböndum, er maðurinn, einstaklingurinn, og velferð hans, aðal um- hyggjuefni vort. En það hefir of sjaldan verið á liðinni tíð. Vér verðum nú að breyta um stefnu og vinna að því, að stofna nýtt þjóðfélag, sem byggist á öðrum grundvelli en þeim, sem nú þekkist, á grund- velli skilnings og umhyggju- semi, réttvísinnar og skynsem- innar. Guð gefi að oss takist að efla það, sem vér vitum að er réttast og sannast, öllum mönnum til góðs og hamingju. BREZKA ÍHALDIÐ mun afstýra byltingu Eftir Herbert Agar Mikið hefir verið rætt og ritað um þá byltingu, sem ger- ast muni í brezku þjóðlífi að stríðinu loknu; og þær breyt- ingar sem af henni muni leiða. En hvað er nú hið sanna í því máli? # Satt er það, að víðtækar breytingar eru í aðsigi. En áður en eg lýsi þeim breyting- um, vil eg skipa þeim þar sem þær sjást í réttu ljósi, með til- liti til hinnar rótgrónu íhalds- semi brezku þjóðarinnar. Því sé þessi íhaldssemi ekki rétt skilin er hætt við að röng skoð- un myndist, þegar rætt er um “byltingu” í brezku þjóðlífi. Hin íhaldssama athugun sög- unnar er eitthvert hið mikil- vægasta eftirdæmi sem Eng- land hefir gefið heiminum. Af þeirri orsök hafa brezku eyj- arnar gerst Aþena nýju sög- unnar. Þar hafa göfgastar hugsjónir verið færðar í feg- urst orð. Hin íhaldssama at- hugun sögunnar hefir ráðið mestu um stjórnmála-hugsun allra ensku-mælandi þjóða; einkanlega hefir hún ráðið mestu um stjórnmála-hugsun Bandaríkjanna. Acton lávarð- ur, hinn mikli sagnfræðingur 19. aldarinnar, hefir sett þessa athugun fram í einni setningu: “Sagan vefur vef sinn í einni heild.” 1 þessu felst, að engin snögg hvörf frá liðinni tíð geti komið til mála. 1 því felst, að vér get- um gert á morgun aðeins það sem dagurinn í gær og dagur- inn í dag hafa gert oss mögu- legt. 1 þvi felst ekki afturkast, né heldur kyrstaða eða stjórn- arfarslegt aðgerðaleysi. í því felst íhaldssöm framþróun. Það er mismunurinn á því skapferli, sem vill umbæta það sem fyrir hendi er og hins hugsunarhátt- arins, sem vill varpa því burtu, og fá í þess stað ímyndaða full- komnun. 1 vissum skilning er það mun. urinn á ameríkönsku bylting- unni — en i henni voru mikil- vægar breytingar gerðar í fé- lagslegu, hagfræðilegu og stjórnarfarslegu lífi þjóðarinn- ar, án þess að slita bönd henn-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.