Heimskringla - 15.10.1941, Síða 6

Heimskringla - 15.10.1941, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. OKT. 1941 Sonur Öræfanna Athuganir hans af háttum dýranna hjálpuðu eðlisávísun hans, og kendi honum að hlýða henni. Hann hafði kannske séð að máfurinn, sem sat kyr fær að vera í friði með æti sitt fyrir félögum sínum, en fljúgi hann með það í burtu, elta hinir hann til að ná því frá honum. Auðvitað hugsaði barnið ekki svona, en vissi þetta ósjálfrátt og fór eftir því. Það var einkennileg sjón — hið hnipraða villudýr búið til að stökkva, og náfölt barnið, sem reyndi að halda velli og flýja ekki. — Frumstæðilegur ótti lét hárin risa á höfði þess. Þetta var augnablik eldraunarinnar en maðurinn gekk sigrandi af hólmi. Dýrið fór urrandi í burtu. Sam þurfti ekki að óttast það framar, en það gekk kraftaverki næst að hann skyldi sleppa. Hefði hann flúið mundi dýrið sennilega hafa elt hann. Hefði hann skriðið undir bát- inn, mundi það hafa elt hann og hvað þá hefði orðið er ekki örðugt að geta sér til. Dýr þetta var vant að ráðast inn í holur annara dýra. Hvaða skepna, sem flúði undan því varð bráð þess. Einu skepnurnar, sem það lét í friði voru þær, sem það var hrætt við. Ræningi þessi fór lengra. Hann svalaði blóðþorsta sínum og hatri hvar sem hann gat. Hann hikaði ekki við að ráðast á broddgöltinn, þótt eitrið úr broddunum hans yrði honum að bana á eftir. Þegar Sam virtist ekki vera hræddur við hann, flúði hann, annars hefði þetta farið á annan veg. Kvikindi þetta með illúðlegu augun réð- ist á alt. Úlfur hefði ekki þorað að horfast í augu við drenginn, eða hreinn og gaupa. Þetta var versti morðingi öræfanna, þótt hann sé ekki nema miðlungsstór er hann grimmasta rándýr norðurslóðanna. Hinir hálfviltu flokkar þar nefna hann “Djölfakló.’ En í raun og veru er þetta stór villuköttur. Annars var Sam í vinfengi við dýrin og kötturinn ónáðaði hann aldrei framar. Jafn- vel oturinn, sem allra dýra var styggastur vandist honum og stakk sér ekki af ótta, þótt hann sæi hann. Annar villuköttur sem er mjög skæður þar norður frá en lítill vexti hændist svo að honum að hann vafðist fyrir fótum hans. Hann sá leik selanna, er skriðu upp á ströndina. Þeir sváfu þar óhræddir. Einu sinni kom risavaxinn rostungur upp í f jöruna, er það sjaldgæfur gestur á þeim slóðum og fór Sam til að sjá hann en komst ekki nálægt honum því að hann stakk sér i sjóinn. En honum þótti samt vænst um hrein- dýrin. Lítill hópur þeirra hafði tekið sér bólfestu nálægt bátnum hans. Það voru frískar og yndislegar skepnur, létt og hröð í snúningum. Hið klunnalega brölt kálfanna og hin viðkvæma umhyggja mæðranna, og stökk hinna stoltu tarfa var honum til mik- illar gleði. Þekking barnsins óx hröðum skrefum. Það hafði ekkert fyrir stafni viku eftir viku nema að nota augun og fræðast — þannig öðlaðist það grundvöll að þeKkingu á lífi dýranna, sem var næstum einsdæmi. Þetta gekk þeim mun betur vegna þess að þau ótt- uðust hann ekki eins og fullorðinn mann, og þótt hann vissi ekki nafnið á neinu þeirra, þekti hann þau samt öll. Hann var á þeim aldri, sem menn fá skýrust áhrif frá umhverf- inu, og ekki þurfti hann heldur að sigra neina fordóma í huga sér. Brátt hugsaði hann ekki um þau á mannlega vísu, eins og lægri verur, heldur eins og systkini sín. Og á óskiljanleg- an hátt virtust þau skilja hugsanir hans um þau. Hann sigraði tortrygni þeirra með því að treysta þeim. Áður en mánuðurinn var liðinn — og honum fanst sá tími eins og löng æfi — var hann sjálfur næstum því lítið dýr. Lifnaðar- hættir hans voru eins og þeirra og hugsunin varð það lika. Hann stældi dýrin og gekk eins hljóðlega og þau og varð eins styggur og þau. Hann varð að vera á stöðugri hreyf- ingu til að halda á sér hita og líkami hans varð frámunalega grannur og liðlegur. En breytingin varð ennþá meiri. Smátt og smátt skapaði hann sér alveg nýja lífsskoðun. Hann tók eftir því að í hverjum dýra hópi, virtust sterkustu einstaklingarnir vera valdamestir. Helstu áflogaseggirnir meðal máfanna fengu bestu bitana og sterkasti tarfurinn var foringi hreinanna. Auðsæilega var hinn góði guð landsins, sá er ók í geisladýrð sinni yfir himininn — máttugur guð, sem elskaði hina sterkustu og launaði þeim. Sam var orðinn svolítill heiðingi og heiðnar hugsanir festu óðum rætur í sál hans. Hann langaði til veiða eins og allir aðrir. Hann langaði til að stökkva á bráðina og drepa hana. Þetta var lögmálið að hinn lægni og sniðugi yfirvinni hrnn seina og heimska. Hann hugsaði ekki þannig, en þessi löngun ríkti i huga hans sem ósk er ekki var mynduð í orð. 1 lok júní mánaðar vaknaði þessi ósk með nýju afli. Hlýja veðrið færði nýja gesti að ströndum hans. Þeir voru utan úr hafinu. Einkennilegir skuggar, sem þutu fram og aftur í læknum hans. Fyrst voru þarna að- eins þrír eða fjórir þeirra, síðan komu þeir í tugatali hundruðum og þúsundum saman. Vatnið varð svart og gruggugt af þeim og | rann út yfir bakkana. Hann vissi að þetta var fiskur. En hann vissi ekki að hann sá sumargöngu laxanna. Silfurbreiðuna miklu, sem fyllir smá árnar i vestur Alaska. Þeir komu utan frá hafinu til að deyja og komust því alqlrei út í hafið á ný. Sam var alveg forviða yfir því hversu margir þeir voru, og leiftur hraði þeirra vakti hina meðfæddu veiðilöngun hans. Hann óð út í ána, en þótt laxinn synti um fæturnar á honum gat hann ekki veitt neinn þeirra, og þótt hann hefði náð í þá, mundu hinir sleipu skrokkar þeirra hafa runnið úr greipum hans. Hann eltist við þá í heilan tíma, en hætti svo. Hann fór upp á bakkann og horfði á silfur breiðuna, sem virtist engin takmörk hafa, og yfir brúnina á klettinum sá hann að annar var kominn þarna til að veiða. Það var engin furða þó að drengurinn yrði hræddur. Hingað til hafði hann aðeins séð smá dýr. Hreinar auðnarinnar sem vógu í mesta lagi tvö hundruð pund voru lang stærst. Hann hafði aldrei dreymt um að í þessu landi fyndist svona tröllvaxin skepna. Hún var eins há og hreindýr og meira en þrisvar sinnum gildari. Við hlið hennar hlupu tvö minni dýr, sömu tegundar, líklegast ung- arnir. Þau voru hér um bil fjögur hundruð fet í burtu og nálguðust hægt og staðnæmdúst tvö hundruð fet frá honum. Hann stóð graf- kyr án þess að hreyfa sig, hann hafði gert sér þetta að venju, svo að gestir hans yrðu ekki hræddir við hann. Honum varð kalt í fram- an, hann vissi að vindurinn blés úr réttri átt. Sam hugsaði að þetta hlyti að vera hund- ur, þótt hann væri tíu sínnum stærri, en stærsti hundurinn, sem hann hefði séð. Dýrið hafði hundshaus, var gulbrúnt á litinn eins og stóru sleðahundarnir, sem hann hafði séð í Alaska. Hann langaði til að verða vinur þessa stóra hunds, en reynslan hafði kent honum að hundarnir í þessu landi voru styggir ef menn voru of nærgöngulir við þá. Þessvegna beið hann rólegur eftir að sjá hvað mundi verða. Það kom altaf eitthvað fyrir í landi auðn- arinnar. En það sem nú skeði var mjög svo furðulegt. Hin stóra tík lét hvolpana sína verða eftir á bakkanum og óð svo út í ána, þar sem hún stóð hreyfingarlaus. Hún var eins og gulur klettur í ánni. Sam beið með eftirvæntingu og kipraði saman augun, hann hafði vanið sig á þetta í seinni tíð. Fjöldi nágranna hans voru ó- hræddir við vatnið, eins og selirnir og otrarn- ir, en þeir voru ekki eins og gulir klettar. Og á meðan drengurinn starði á þetta, færð- ist sviplega líf í hinn mikla skrokk hundsins. Það gerðist fleira á þessari svipstundu, en hann gat áttað sig á. Hin mikla, loðna loppa dýrsins skeltist ofan í vatnið með eld- ingar hraða. Hreyfingin var svo snör að Sam festi næstum ekki augu á henni, í sama vetfangi glitraði eitthvað eins og silfurlit elding gegnum loftið. Hinn mikli óvættur stökk til hliðar, með svo miklum snarleika að næstum var ótrúlegt og sló aftur með hramm- inum niður í vatnið, nýtt lejftur sást í loft- inu áður en hitt var horfið. Eðlisávísun barnsins bauð því að standa kyrru og sjá hvað frekar mundi ské, en hann varð að beita öllum sínum viljakrafti til að hrópa ekki upp yfir sig. Hjarta hans titraði af hrifningu yfir að sjá þessa stóru tík að verki. Þótt hann væri svolitill villumaður var hann þó drengur ennþá og gat fundið til aðdáunar. Þessi fiskiaðferð fanst honum sú dásamlegast, sem hann hafði séð á sinni löngu æfi. “Þetta er göfugast allra dýra,” hugsaði hann og hann hafði fremur rétt fyrir sér. Þessi mikla ófreskja var hvorki meira né minna en Kadiak björn, stærstur allra grá bjarnanna — stærsta kjötætan i öllum heimi. Björninn rumdi og óð upp á bakkann. Húnarnir flugust á um fyrri laxinn, en vin- gjarnlegur snoppungur með hramminum — sem gaf fjögur hundrað punda högg, lét þá steypast kollhnís svo að þeir urðu stein hissa og settust niður til að biða frekari fyrirskip- ana. Birnan fleygði öðrum fiskinum til minni ungans og litaðist svo um eftir hinum, loks fann hún laxinn, fleygði honum í stærri hún- inn og óð aftur út í ána til að fiska meira. Hún sló bráðlega þriðja fiskinn og þrjá til i sömu andrá. Einn þeirra datt fast hjá ánni, en hann hreyfði sig ekki. Sú lífsvera sem grábjörninn slær hreyfir sig aldrei fram- ar. Bjarnarfjölskyldan át bráð sína og þrammaði svo leiðar sinnar. Alt frá þessum degi fékk Sam margar heimsóknir frá björn- unum. Þeir komu frá hellum sinum í fjöllun- um til að metta sig á laxinum. Drengurinn athugaði dýrin í fjarlægð og næsta dag þegar hann sá bjarna fjölskyldu koma niður með ánni varð hann undarlega æstur. Hann hélt að þetta væru hinir sömu og hann hefði séð daginn áður; kerlingin mundi fiska meðan krakkarnir veltust um í grasinu. Titrandi af áhuga kraup hann í grasinu hjá ánni. Birnirnir litu ekki við honum, vind\’rinn stóð af þeim. Það var miklu auðveldara að komast að þeim, en að refi eða hreindýri. Þeir heyrðu ekki skóhljóð hans í grasinu og virtust ekkert taka eftir honum þar sem hann læddist hálfboginn. En í raun og veru erú Kodiak birnirnir ákaflega lyktnæmir, en bæði heyrnarsljóir og sjóndaufir. Drengur- inn gat þess vegna skriðið fast að þeim. En þeir voru samt mjög varkárir og stundum störðu þeir og hlustuðu til að koma auga á Sam. En hann hafði lært það af hinum viltu meðbræðrum sinum, að þegar birnirnir voru að fiska eða horfðu í aðra átt, notaði hann tækifærið og læddist að þeim gætilega, en þegar þeir horfðu í áttina til hans var hann kyr. Ef þeir horfðu til hans áður en hann gat falið sig í grasinu reyndi hann ekki að fela sig, en stóð kyr. Hann hafði séð refina gera þetta. Einu sinni hafði heil bjarnar- fjölskylda starað langa lengi á ref, sem stóð hreyfingarlaus, komust þeir á þá niðurstöðu að þarna væri ekki neitt, sem vert væri að ómaka sig yfir. Drengurinn skreið áfram þangað til hann var bara fjörutíu fet frá birnunni. En hann hafði enga hugmnyd um að þetta væri hreystiverk. Hugrekkið kom ekki þarna til greina. Sam hafði verið kent að hræðast ekki sleðahundana. Ástæðan fyrir því að hann læddist að þeim var sú, að hann vildi ekki hræða þá. Þótt þetta virðist nú vera hlægilegt — að þúsund punda björn hræddist dreng, sem er aðeins fimtíu pund — þá var skoðun hans grundvölluð á reynslunni. Hann langaði ekkert til að hræða þá. Viltu dýrin voru oftast nær hættuleg hvort öðru, en þau höfðu öll óttast hann. Honum fanst því að hann væri nú að leika þann skemtilegasta leik, sem hann nokkru sinni hefði leikið. Birnan kastaði hverjum silfurgljáandi fiskinum á fætur öðrum í land. Drengurinn fylgdi hverri hreyfingu hennar með tfndrandi augum. Hann tók vel eftir hvar hver einasti fiskur féll. Þegar hún hafði drepið fimm eða sex fiska, óð hún í land til að sýna húnunum hvernig þeir ættu að éta, og hún virtist hafa gleymt fallegum, feitum laxi, töfrafríðum, með hreistri sem glitraði eins og ljómandi stjörnur. Hann lá sérstakur og ein fimtán fet frá hendi drengsins. Hjarta hans barðist eins og það ætlaði að springa, er hann skreið hægt og hægt að þessum skínandi silfurfiski. Hann var veð- féð í þessu tafli. Birnirnir átu fiskinn sinn og veittu hon- um enga eftirtekt. Nú rétti hann fram magra brúna hanijlegginn og lét fingurnar renna eftir hinu gljáandi hreistri laxins og gróf svo fingurnar inn í tálknin. Hann greip fiskinn, stóð á fætur og hljóp af stað. Þetta reyndist að vera röng aðferð. Birnan gamla sá flóttamanninn, sennilega vissi hún ekkert um hvaða skepna þetta var, en henni veittist létt að sjá laxinn í hendi hans. Þessi litli, tvífætti angi hafði rænt hana eign hennar. Hún rak upp urr af gremju og uhdrun og þaut á eftir honum. Eins og að líkindum ræður hlaut kapp- hlaup þetta að fá'skjótan endir. Það eru fáar skepnur, sem geta hlaupið eins fljótt, stuttan spöl, og grábjörn, og þó að litlu fæturnir sýndust fljúga eftir jörðinni pálgaðist birnan hann brátt. Og hvort sem dýrið ætlaði að hefna sin eða ná aftur eign sinni, var honum það ljóst að hann var í mikilli hættu staddur. Þetta var ekki lengur neinn leikur heldur veð- hlaup upp á líf og dauða. Þótt björninn væri ekkert reiður gat hann samt ekki slegið barn eins og Sam, án þess að það biði bana af því. Þetta gat bráð- lega orðið hinn raunalegi endir á æfintýri hans — lítið malað lík liggjandi í grasinu og hinn mikli björn brokkaði með fiskinn til húnanna sinna án þess að vita hvilíkt tjón hann hefði unnið. En ennþá lifði veik von. Eins og óartar strákur fleygði Sam fiskinum frá sér. Hann gerði það i þeirri von að fá mýkt skap and- stæðings síns, en í ákafanum sem á honum var, hnaut hann um þúfu og féll endilangur ofan í grasið. Birnan hægði ferðina, rumdi og tók fisk- inn. Hún litaðist um eftir þjófnum en kom ekki strax auga á hann þar sem hann lá, nú hreyfði hann sig og með fiskinn milli tann- | anna kom hún til hans til að athuga hann nánar. Af einhverri sérstakri ástæðu reyndi drengurinn ekki framar að flýja. Hann var eins og mús í klónum á kettinum; hann vissi það kannske ósjálfrátt að nú væri úti um sig. En björninn sýndi engin merki um reiði, hann var bara forvitinn. Hann stansaði fáein skref frá honum og þefaði. Hann velti hinu stóra höfði sínu til að koma auga á hann. Loks virtist hann finna af honum lyktina og á hinn óskiljanlega hátt, sem dýrin breyta stúndum, sneri hann við og rölti í burtu. r v Hún náði í ungana sína, tuktaði þá til fyrir eftirtektaleysið og fór síðan með þá leiðar sinnar. Það var hryggur en reyndari drengur, sem fór heim í hreiðrið sitt. Hann var alls ekkert hrifinn yfir því að hafa sloppið á svona dásamlegan hátt. Hann vissi varla að hann hefði verið í hættu staddur. Hann var bara hryggur yfir því að hafa mist fenginn. Björn- inn hafði farið að eins og öll hin dýrin — verið ófús á að stofna til nánara kunningsskapar við hann, og inst inni verið hálf smeikur við hann. Sú skoðun gaf honum nýtt hugrekki. Já, á þessum hlýju sólbjörtu júní dögum yfirgaf hræðslan hann næstum alveg, og kom bara til hans á nóttunni. Það hafði ekkert hent hann, sem gat deyft veiðihuginn i honum, og næsta dag hugsaði hann aðeins um að fiska lax. Þessir þjótandi skuggar í ánni æstu ímyndunarafl hans, og sólguðinn var hátt uppi á himninum. Sam var altaf djarfastur þegar sólin var hátt á lofti, húnfrelsaði hann frá álögum óttans. Hjarta hans hætti næstum að slá þegar hann sá gamlan björn vera að veiða í ánni. Hann gat ekki staðist freistinguna að nálgast hann. Hann skreið að honum á fjórum fótum og beið þangað til hinn mikli björn hafði fleygt einum sex fiskum upp á bakkann. Einn þeirra datt eins og faðmslengd frá honum, og hann lá svo langt í burtu að björninn leitaði hans ekki strax. Drengurinn skreið að honum og smeygði fingrinum undir tálknin. Björninn var aftur kominn út í ána. Sam, sem langaði ekki í nýtt kapphlaup, skreið i burtu og dró fiskinn með sér. Þegar á alt var litið var þetta æfintýri ekki einungis skemtilegt, það var líka gagn- legt. Hinn gylti guð hans hafði verið góður við hann. Hann var bráðlega óhultur — og þetta dásamlega herfang var í hendi hans. Hugsanirnar, sem upp á síðkastið höfðu vakað fyrir honum, fengu þarna sönnun. Bráðin heyrði sgurvegaranum til. Ekki ein- göngu hinum sterka og liðuga, heldur einnig þeim kæna og slæga. Hafði hann samvizku- bit yfir þjófnaðinum? Ekki vitundarögn. í stað þess að vera angurvær eða hryggur út af því, var hann hrifinn og sigri hrósandi. Hann hafði aldrei á æfi sinni séð annan eins fisk. Hann var lengri en, handleggur hans og gildari en læri hans, þar sem hann var þykkastur. En hvað hann var þungur! Feg- urri skepna var aldrei sköpuð. Rennilegur og silfurglitrandi! Þetta var . fegursta leikfangið, sem hann hafði nokkru sinni eignast. Þetta var matur. En þegar hann reyndi að éta hann fór heldur illa. Það var yndisleg lykt af honum, sem skerpti matarlyst hans, en hann var blautur og sleipur og kaldur er hann beit í hann og grjótharður. Bjarnarhúnarnir höfðu sjálfsagt öðruvísi tennur en hann. En samt dáðist hann að laxinum og dró hann með sér hvert sem hann fór, hafði hann með sér inn undir bátinn, þegar hann að venju fékk sér miðdegisblundinn. Þegar hann vaknaði beit hann í hann aftur, en hann var ennþá harðari undir tönn en áður. Auk þess var hann ekki nærri því eins fallegur — en það eru forlög sem bíða flestra leikfanga mannanna. Nú var orðið svalt — hráslagalegt og sól- in hulin. Hann fór þessvegna upp að lindinni sinni heitu til að sitja hjá henni. Hann lagði fiskinn við hliðina á sér, en hann var slor- ugur og háll og rann því ofan í hverinn. — Drengurinn varð alveg utan við sig, því að hann var ennþá ekki orðinn leiður á leik- fanginu sínu, og vildi ógjarna missa það. Hann reyndi að ná fiskinum upp úr hvernum en brendi sig án þess að ná honum. En hann var ráðagóður unglingur og lit- aðist um eftir einhverju til að ná honum með . Hann varð að ganga lengi eftir fjör- unni þangað til hann fann grein eina. Með hana sneri hann aftur til laugarinnar. En þetta var ekki auðvelt. Fiskurinn slapp aftur og aftur ofan í vatnið. Eftir að hafa barist við þetta í hálf tíma hepnaðist honum að krækja greininni undir tálknin og draga hann upp. Hann beygði sig til að taka hann upp en brendi sig aftur og ætlaði sér að láta fiskinn eiga sig því að hann var orðinn reiður við hann, en þá tók hann eftir því að mörg göt voru komin á hann eftir greinina, þar sást í Ijósrauðan fiskinn. J

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.