Heimskringla - 15.10.1941, Side 7

Heimskringla - 15.10.1941, Side 7
WINNIPEG, 15. OKT. 1941 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA AFMÆLI JóNS SIGURÐS- SONAR I dag eru liðin 130 ár síðan Jón Sigurðsson fæddist á Rafnseyri við Arnarfjörð. Þessi dagur ársins er með ári hverju Þýðingarmeiri í augum þjóðar- innar. Hann er að verða þjóð- hátíðardagur íslendinga, vegna minninganna sem tengd- ar eru við Jón Sigurðsson og lífsstarf hans. Það er erfitt að segja hvort er þýðingarmeira, maðurinn sjálfur eða verk hans. Þess vegna er afmælis- dagur hans vel fallinn til að safna öllum Islendingum, hvar seTn þeir dvelja á hnettinum, til sameiginlegra gleðifunda. Á þeim sextiu árum, sem lið- in eru siðan Jón Sigurðsson féll frá, er nafn hans orðið einskon- ar helgitákn. Menn eru fúáir að viðurkenna, að hann hafi verið mikilmenni, en finst hann þó undarlega f jarlægur. Æfi hans er eins og samfeldur heiðríkju- dagur. Hann á að vísu að búa við ótrúlega erfiðleika, en braut hans er glögglega mörk- uð, svo að segja frá æskuárum. £* *að vantar í Jón Sigurðsson þær eyður í manngildi og fram- homu, sem skapa skugga og litbrigði í háfjöllum minning- anna. Það er ekki auðvelt að uieta mann, sem er búinn hin- um glæsilegustu einkennum, likamlegum og andlegum, mann, sem er í einu tilkomu- mikill að valiarsýn, «fríður og fyrirmannlegur í sjón, virðuleg- ur í háttum, höfðingi í fram- komu, vel fallinn til að hafa mannaforráð, óeigingjarn ætt- jarðarvinur, mesti vísindamað- ur og mesti pólitískur orku- maður, sem þjóðin hefir eign- ast í allri sögu sinni í meir en þúsund ár. Þannig er þessi maður, og er von að dagsverk hans hafi orð- ið mikið. Hann fæðist á því árabili, þegar Island átti einna bágast. Fáum árum áður en Jón Sigurðsson fæddist, er neyðin á Islandi á svo háu stigi, að danska stjórnin ráðgerði að flytja þá Islendinga, sem eftir lifðu, á óbyggilegasta hluta Danmerkur, Jótlandsheiðarnar. Frá 1807—14 áttu Danir í styrj- öld við Breta. Enski flotinn hélt uppi siglingabanni á Dan- mörku. Fyrstu þrjú árin, sem Jón Sigurðsson lifði, varð ís- lenzka þjóðin að draga fram lífið að mestu leyti á því, sem hið vanrækta land gaf af sér. En Island átti heima fyrir svo mikið af lífefnum, að á þessu einangrunartímabili fæddust upp hér á landi, fyrir utan Jón Sigurðsson, nokkrir aðrir af fremstu leiðtogum þjóðarinnar. Á æskuárum Jóns Sigurðs- sonar og lengi síðar, var fsland í stjórnarfarslegum efnum, svo gersamlega innlimað í Dan- mörku, að lengra varð ekki komist. Danir litu á ísland sem hjálendu, sem þeir ættu með fullum rétti og gætu stjórnað og hagnýtt eftir því sem bezt hentaði dönskum hagsmunum. Jón Sigurðsson kemur til Kaupmannahafnar rúmlega tvítugur. Nokkru síð- ar byrjar hann að gefa íslandi alla orku sína. Hann verður í heilan mannsaldur hinn óvé- fengdi pólitíski foringi og brautryðjandi íslenzkra vís- INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU r CANADA: Amaranth............................... Antler, Sask..........................>K. J. Abrahamson Ames..’..............................Sumarliði J. Kárdal Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont....................................£*■• J» Oleson Bredenbury.............................. .....................................Thorst. J. Gíslason Churchbridge---------------------------_ _ . Cypress River...........................Guðm. Sveinsson Dafoe....................................S. S. Anderson Ebor Station, Man......................K. J. Abrahamson Elfros................................J. H. Goodmundson Eriksdale.........................................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask....................... Rósm. Ámason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli.................................................K. Kjernested Geysir.............................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Haylafid...............................Slg. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Húsavík................................ Innisfail.......................................ófeigur Sigurðsson Kandahar........................-........S. S. Anderson Keewatin................................Sigm. Björnsson Langruth...............................Böðvar Jónsson Leslie................................Th. Guðmundsson Lundar.....................................D. J. Líndal Markerville......................... ófeigur Sigurðsson Mozart.................................. S. S. Anderson Narrows___________________________-........S. Sigfússon Oak Point______________________________ Mrs. L. S. Taylor Oakview ...................................S. Sigfússon Otto...................................... Bjöm Hördal Piney.....................................S. S. Anderson Red Deer.............................ófeigur Sigurðsson Reykjavík.................................. Riverton..............................Bjöm Hjörleifsson Selkirk, Man____________Mrs. David Johnson, 216 Queen St. Silver Bay, Man...........,..............Hallur Hallson Sinclair, Man........................K. J. Abrahamson Steep Rock..................................Fred Snædal Stony Hill.................................Björn HördaJ Tantallon...............................Árni S. Árnason Thornhill..^......................... Thorst. J. Gíslason Víðir...................................-Aug. Eicarsson Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..................................S. V01iver Winnipeg Beach.......................... Wynyard................................. S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Bantry.................................E. J. BreiðfjörB Bellingham, Wash...................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash........................Magnús Thordarson Cavalier and Walsh Co................. Grafton.................................Mrs. E. Eastman Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif.... Minneota.............................Miss C. V. Dalmana Mountain................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts, Wash........................Ásta Norman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Upham.....................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg. Manitoba - MAFNSPJOLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusimi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finna á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi 33 158 Þessar vinnuglöðu stúlkur gera sitt til þess að flýta vopnaframleiðslunni á Bretlandi. Þær eru að framleiða spark plugs. Það er starf sem þetta í iðnaði Bretlands, sem ekki sízt á þátt í hinni mjög svo vaxandi vopnaframleiðslu. Office Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUTLDING Office Hours : 12—1 4 P.M.—6 P.M. AND BY APPOINTMENT inda. Fimm árum fyrir andlát hans neyðist stjórn Danmerkur til að veita íslandi nokkra, en mjög takmarkaða, heimastjórn. En lærisveinar og samherjar Jóns Sigurðssonar halda bar- áttunni áfram gegn þrálátri mótstöðu einræðisstjórnarinn- ar i Danmörku. Eftir þrjátíu ár hefir svo rofað til í stjórnmál- um Dana, að þeir sætta sig við að stjórn landsins verði í Reykjavík en ekki í Kaup- mannahöfn. Enn líða 14 ár og í lok hinnar fyrri heimsstyrj- aldar viðurkenna Danir, að Is- land sé sérstakt ríki, en með allmörg sameginleg mál með Danmörku. Eftir 22 ár er Dan- mörk hernumin í núverandi heimsstyrjöld. Alþingi lýsir þá yfir, að það taki að svo stöddu í hendur þjóðarinnar sjálfrar alla þá þætti stjórnarvaldsins, sem fram að þeim tima höfðu verið í höndum Dana. Enn leið eitt ár, fram til vordaga 1941. Þá lýsti Alþingi enn yfir, að sökum afleiðinga styrjaldará- standsins hafi íslenzka þjóðin rétt til að telja úr gildi fallin hin gömlu stjórnarfarslegu bönd við Danmörku, og að þjóðin stefni að þvi að endur- reisa þjóðveldi fornaldarinnar eigi síður en við lok yfirstand- andi styrjaldar. Samþyktir Al- þingis um þessi efni, bæði 1940 og 1941, voru gerðar með ein- róma samþykki þingmanna. Fáum vikum eftir að Alþingi hafði gert hina fyrri samþykt, var á 129. afmælisdegi Jóns Sigurðssonar vígð mesta og dýrasta bygging, sem íslenzka þjóðin hefir reist. Það var hús yfir háskóla Islands sem kennir sig við Jón Sigurðsson og mun væntanlega meir og meir, eftir því sem þjóðarþroskinn vex, verða fær til að rísa undir svo virðulegu heiti. Ári síðar, á 130. afmæli forsetans, kýs Alþingi, í fyrsta sinn í sögu þjóðarinn- ar, síðan þjóðveldinu lauk 1264, íslenzkan mann til að fara með hið æðsta vald í málefnum þjóðarinnar. Eftir eitt ár, 17. júní, fellur niður umboð ríkis- stjórans. Alþingi stefnir að þvi að tengja valdatöku ríkisstjóra og forseta við fæðingardag þess manns, sem mest hefir gert til að endurfæða og endurreisa á Islandi frjálsa þjóð í frjálsu landi. Frá því að Jón Sigurðsson hóf frelsisbaráttu sina og til þessa dags, hefir þjóðin verið í stöðugri framsókn og fylgt trúlega stefnu hins gifturíka leiðtoga. Nú nýverið hefir þjóðin öll fyrir atbeina þing- fulltrúa sinna bundist fastmæl- um um að endurreisa þjóðveld- ið eigi síðar heldur en þegar yfirstandandi hildarleik lýkur. Kosning ríkisstjórans er næst- síða$ta þrepið á þeirri leið, en hin hátíðlegu heit Alþingis um stofnun óháðs lýðveldis innan tiltekins tima, hafa skuldbund- ið þjóðina til að sækja fram að settu marki. Svo vel vill til, að fæðingar- dagur Jóns Sigurðssonar er á þeim tíma árs, þegar bezt hent- ar að halda þjóðhátíð á Islandi, mitt í hinum milda gróanda vorsins. Enginn dagur ársins er betur failinn til sameigin- legra gleðifunda, og hátiðlegra athafna. Kosning hins fyrsta ríkisstjóra í dag, er liður í þess- ari viðleitni. Kjörtimabil og starfsár ríkisstjóra og forseta verða væntanlega bundin við þennan dag. En auk þess ætti 17. júní hér eftir að verða hinn almenni þjóðhátíðardagur Is- lendinga. Norðmenn eiga 17. maí, Danir 5. júni, Bandaríkin 4. júlí, Frakkar 14. júlí. Af- mælisdagur Jóns Sgurðssonar er hliðstæður sigurdagur Is- lendinga. Sá dagur einn hefir í sér fólgnar nógu djúpar og nógu glæsilegar minningar til að geta sameinað alla Islend- inga. J. J. —Tíminn, 17. júní. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 877 Vlðtalstlml kL 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Síml: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Wínnipeg DÁN ARFREGN Þann 19. sept. s. 1. andaðist að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mrs. og Mrs. K. Björnsson í Winnipeg, Sigurjón Eiríksson, er lengi bjó að Wyn- yard, Sask. Sigurjón var fæddur 14. apríl árið 1867 og var skagfirzkur að ætt og uppruna. Misti hann foreldra sína ungur og var á vegum systur sinnar er bjó að Egilsá í Norðurárdal, en er hún misti mann sinn og 2 börn misl- ingaárið 1882 flutti hún til Ameríku—eða skömmu seinna. Ekki mun Sigurjón hafa ver- ið meir en 17 ára er hann tók algerlega að spila upp á eigin spýtur og réðist hjá bónda nokkrum til gripahirðingar en aflaði sér jafnframt nokkurrar mentunar. — Komst hann snemna niður í ensku máli, enda mun hann hafa haft sér- staklega góða hæfileika til tungumála náms. Var hann mjög jafnvígur á báðum málunum og náði ó- venjulegri leikni í þeim báðum. Hann gekk á kennaraskóla, sem þá var í sambandi við rík- isháskólann í Grand Forks. Hann var eftir það kennari um stund og mintust margir lærisveinar hans jafnan með vinsemd og virðingu. Eftir það vann hann við verzlzunarstörf í bænum Cavalier um skeið en eftir það hafði hpnn sjálfur verzlun í Hallson, N. Dak., en við bruna misti hann eignir sínar að mestu. Árið 1893 giftist hann Krist- rúnu Þorkelsdóttir Bessasonar, en hún var hin mesta frið- leiks og gæða kona. Árið 1906 fluttu þau til Winnipeg, þar sem Sigurjón sál. var lögreglu- maður. Ári síðar fluttu þau til Wynyard þar sem þau námu land. Sigurjón Eiríksson var glæsimaður og áhrifamaður og vel til foringja fallinn. 1 Norður Dakota átti hann miklum vinsældum að fagna og heyrði eg hans oft getið fyrir góð ráð og greiðvikni. Hann var þá iíka stundum fengin sem túlkur er Islending- ar stóðu fyrir rétti. Hér í Wynyard gekst hann fyrir því að héraðið var gert að lögsagnar umdæmi (Mun- icipality) og varð sjálfur fyrsti oddviti (reeve) sveitarráðsins. DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Offlce 88 124 Res. 27 702 Hann gegndi síðar “bailiff” störfum í nærri 20 ár og er það mjög á orði haft hversu lipur- ilega honum hafi farið það starf, sem er þó gjarnan óvin- sælt þar sem um innheimtur skuida er að ræða. En velvild, réttsýni og lipurð Sigurjóns leysti þá oftast úr öllum vanda. Þeim hjónum varð 8 barna auðið og eru 5 á lifi: Miss Lóa Eiríksson, Mrs. Lilja Björnsson, John Eiríksson, Gunnlaugur Eiríksson, Miss Eifa Eiríksson. Þau eru öll til heimilis í Winnipeg. ! Kristrún kona Sigurjóns and- aðist að Wynyard. Nokkru síðar flutti hann til Winnipeg til Lilju dóttur sinnar, var hann þá mjög þrotin að heilsu. Hjá henni dvaldi hann til dauða- dags. Sigurjón var einn hinn vin- sælasti maður sem eg hefi þekt. Lágu ýmsar orsakir til þess. Hann var maður skemtinn og greindur í viðræðum. Hann var höfðinglegur að vallarsýn, en aðal ástæðan fyrir því að- dráttaralfi, sem hann hafði var persónu hlýleikinn — hin fals- lausu vingjarnlegheit. 1 Hann var jarðaður frá ís- lenzku kirkjunni í Wynyard að viðstöddu miklu fjölmenni. Hann hafði verið einn af stofnendum frjálslynda safnað- arins í Wynyard. Séra H. E. Johnson jarðsöng. | H. E. J. ÍSLANDS-FRÉTTIR Thorvaldson & Eggertson LögfrœSingar 300 NANTON BLDG. Talslml 97 024 M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lœtur útl meðöl I vlðlögum Viðtalstímar: kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu Sími 80 857 643 Toronto St. A. S. BARDAL selur líkklstur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann aUskonar minnisvaröa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone 86 607 WINNIPEG Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Presh Cut Flowers Daily. Plamts in Season We specialize in Weddlng & Concert Bouquets <te Funeral Designs Icelandic spoken Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham <te Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200 THE WATCH SHOP THORLAKSON & BALDWIN Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Waitches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE fet að lengd og liggja þeir stærstu enn í fjörunni. I morgun, þegar verið var að flytja hvalina yfir flóann, sá- ust stór vöð, sem eflaust hafa verið í fleiri hundruð hvalir, en ekki hefir verið reynt að reka þá á land, því nóg er að gera við að bjarga því, sem drepið hefir verið á Skjálfanda. Hefir aldrei svo vitað sé ver- ið rekin grind á land hér. Eins og áður hefir verið getið, voru Færeyingar með í þessu hvala- drápi, og er þeir komu með fyrsta hvalinn að skipi sínu, settu þeir upp pott og suðu hval og sögðu, að ef þetta hefði verið í Færeyjum, þá hefði nú verið drukkið og dansað eftir svon mikinn feng. —Mbl. 27. ág. Um 75 hvalir voru drepnir i Hellisvík 1 nótt og í dag vinna þeir, sem ráku hvalina á land í Hell- isvík við Skjálfanda, að þvi að drepa og flytja fenginn til Húsavikur, og eru nú komnir hingað 55 hvalir, en eftir eru i fjörunni um 25. Alls voru reknir á land hátt á annað hundrað hvalir, en vegna þess að lágsjávað var og náttmyrkur, þegar hvalurinn hljóp á land, tók mikið af hon- um út með flóðinu, því kvika var töluverð og því allar að- stæður erfiðar. Hvalirnir eru alt að 25 til 30 Hann (með eiturlyf í hönd- unum): Nú geng eg út úr þess- ari stofu og út úr þessu húsi og — þú sér mig ekki framar. Hún: Hvað stendur til? Hann: Ekki annað en það, að nú fer eg út og drep mig! Hún: Láttu ekki eins og fífl! Eg ætla að giftast þér, asna- kjálkinn þinn! • • • — Hún á hund, skal eg segja þér, og hann er svo vitur, að engu er líkara en hann geti hugsað. — Þeásu trúi eg. Það getur maður jafnvel látið sér detta í hug um hana sjálfa — svona einstöku sinnum! * • • — Ertu hræddur við drauga og afturgöngur? .— Ekki vitund. Komdu bara, þó að farið sé að skyggja. • • • Gesturinn: Er það rétt, að hér sé engir drykkjupeningar greiddir? Þjónninn: Rétt? Nei, það er himinhrópandi ranglæti.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.