Heimskringla - 12.11.1941, Qupperneq 1
<— - -———I----------
The Modern Housewife Knows
Quality That is Why She Selects
“CANADA
BREAD”
"The Quality Goes in
Before the Name Goes On”
Wedding Cakes Made to Order
PHONE 33 604
■ ■"— ----——---- - —»
•1------------ - - - . -.« .
ALWAYS ASK FOR—
“Butter-Nut
Bread”
The Finest Loaf in Canada
Rich as Butter—Sweet as a Nut
Made only by
CANADA BREAD CO. LTD.
Phone 33 604
LVI. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. NÓV. 1941
NÚMER 7.
* * * HELZTU FRÉTTIR < *
LÍKNESKI VIGELANDS AF
SNORRA STURLUSYNI
Eins og getið er um á öðrum stað í þessu blaði, voru
23. september á þessu ári 7 aldir frá því að Snorri Sturluson
var veginn. Ætluðu Norðmenn að minnast þessa með því
að gefa Islandi líkneski af Snorra, gert af Gustav Vigeland
og láta reisa það í Reykholti á þessu ári. En vegna ófrið-
arins gat ekki orðið af þessu. Heimskringla fór þess á
leit við dr. Richard Back, að hann skrifaði grein um Snorra
í tilefni af þessu. Hefir hann orðið við þeirri bón og vísast
til hinnar ágætu greinar hans á öðrum stað í blaðinu um
Snorra, manninn sem skærustu Ijósi hefir á andlegt líf
íslenzkrar þjóðar varpað.
Stjórn íslands biðuv
lausnar í annað sinn
Frá Reykjavík á íslandi birt-
ist eftirfarandi frétt í blaðinu
Winnipeg Free Press 8. nóv.:
Samvinnustjórnin á Islandi
fór frá völdum í dag — í ann-
að sinni á 16 dögum. Ríkis-
stjórinn tók við lausnarbieðni
Hermanns Jónassonar forsætis-
ráðherra og ráðgjafa hans, en
bað stjórnina að halda áfram
Þar til ný stjórn eða nýtt ráðu-
neyti yrði myndað.
Þingið var en ósammála um
frumvarp framsóknarflokksins,
er laut að því, að vöruverð yrði
ákveðið af stjórninni; átti með
Því að ráða bót á hinni miklu
verðhækkun, sem átt hefir sér
stað og fer stöðugt vaxandi.
Stjórnin sagði af sér 22. okt.,
en tók aftur við völdum níu
óögum síðar eftir beiðni Sveins
Ljörnssonar ríkisstjóra og í
von um að geta fundið ein-
hverja lausn málsins um verð-
hækkunina.
En flokkarnir á þinginu
homu sér alls ekki saman um
leiðir til þessa. Framsóknar-
flokkurinn vildi að stjórnin á-
hvæði vöruverð, en hinir sam-
vinnuflokkar hennar kusu ó-
háð eftirlit með vöruverði
(voluntary control). Það gerðu
°g helztu verzlunarfélög lands-
ins.
(Hvernig nú verður komist
hjá kosningum, verður ekki í
fljótu bragði séð).
tíoðafoss í New York
“Goðafoss” kom heiman af
Islandi til New York s. 1. föstu-
óag. Með skipinu voru 30 far-
^innisvarði fallinna hermanna
1914—1918
Yopnahlésdagsins 11. nóv.
var minst í Winnipegborg
^heð því, ag dagurinn var hald-
lnn helgur og fóru minningar-
athafnir víða fram. Tveggja
^ínútna þögn var kl. 11 f. h. I
yrstu lút. kirkju efndi Jóns
igurðssonar félagið til minn-
lngar með bænum, ræðuhaldi
°g söng; þótti minning sú hin
tilkomumesta. Þar fór fram
sú dagsrká, er birt var í síðasta
blaði.
Yarði sá er mynd þessi sýnir
var reistur í Winnipeg til minn-
lngar um fallna hermenn úr
Pessu fylki í stríðinu 1914—
1918.
þegar að heiman. Þessi nöfn
eru nefnd í fréttum, sem hing-
að hafa borist: Dr. Friðgeir
Ólason og sonur hans; Sigurð-
ur Jónasson; Tómas Jónsson,
borgarstjóra-ritari; Örn Jóns-
son, flugm. og kona hans. Eng-
ar fregnir höfum vér um erind-
in eða hvort nokkrir þessara
ferðamanna heimsækja Winni-
peg. Skipið var 16 daga á leið-
inni; fór það allmikla króka
eða um 1,000 mílna lengri ferð
en vera þyrfti.
Ræður Stalins
Síðast liðinn föstudag voru
24 ár liðin frá því að rússneska
byltingin hófst. Var þessa við-
burðar minst, sem venja er til í
Rússlandi. Hélt Stalin tvær
ræður við þetta tækifæri; var
þeim útvarpað. Hafa þær vak-
ið nokkra eftirtekt og skal hér
á helztu atriði þeirra minst.
Ræðumaður hóf mál sitt með
greinargerð þeirri, að stríð
Rússa væri stríð til verndar
þeim sjálfum og þeim stefnum
frelsis og mannréttinda, sem
rússneska þjóðin og fremstu
lýðræðisþjóðir heimsins mettu
öllu meira. Þessa, stundina
stæðu Rússar þó einir upp í því
stríði. Alt ægivald Hitlers og
samherja hans, berðist nú í
Rússlandi. Það hefði ávalt ver-
ið markmið Hitlers, að tor-
tíma Rússum. Og til þess að
geta gefið sig óskiftan við því,
hefði Hess verið til Bretlands
sendur. Átti að koma til leið-
ar, að bæði þeir og Bandarikja-
þjóðin snerust í lið með Hitler.
En þetta hefði brugðist. Báðar
þessar þjóiðr hefðu talið sig
meiri vini Rússa en Þjóðverja.
Þær hefðu sýnt það með því að
senda nokkuð af vopnum til
Rússlands. En eins og nú
stæði á, hefði aðstoð þeirra
verið meiri, ef þær hefðu nú
getað hafið sókn á Þýzkaland
annaðhvort að sunnan eða
vestan. Það hefði stytt stríðið
til muna. En jafnvel þó stríð-
ið yrði lengra vegna þess að
því er ekki komið við, væru
Þjóðverjar dauðadæmdir. 1
rússneska stríðinu væru nú 4y2
miljón manna fallnar, særðar
og herteknar af liði þeirra og
vopnatap eftir því, bæði skrið-
dreka og flugskipa. Nú væru
Þjóðverjar að linast í sókninni.
Þeir væru í undanhaldi við
Leningrad og Moskva og létu
nú brytja lið sitt niður í Suður-
Rússlandi. Ræðumann furðaði
ekkert á því, að endir yrði á
þessu fyrir Hitler innan sex
mánaða eða árs. Menn hans
væru orðnir illa haldnir. Og
að siga þeim út í bráðan dauða,
eins og Hitler gerði, væri óðs
manns æði, en ekki algáðs.
Öll hans fyrri áform um að
tortima Rússlandi, væru orðin
að engu. 1 stað þess sæi hann
sæng sína nú útbreidda —
hvítavoðir rússnesks vetrar.
Skriðdrekarnir okkar, sagði
Stalin eru færri en Þjóðverja,
sem alla Evrópu, að Bretlandi
undanskildu, hafa nú til að
framleiða fyrir sig. En þeir
standa sig vel í viðureigninni
við mýgrútinn sem Hitler hefir
vegna þess að þeir eru lang-
samlega betri, en skriðdrekar
Þjóðverja. Flugför vor, eru
einnig betri, en færri. Og flug'
menn á engin þjóð betri en
við (Rússar).
Við höfum nýlega bætt við
vígvallarher vorn 30 herdeild-
Majór Einar Árnason
Hann er nú í canadiska
hernum á Englandi. Fyrir ein-
um mánuði eða tveimur skrif-
aði hann, að hann hefði verið
gerður að majór í hernum, en
fregnin hefir ekki verið birt
fyrri. Foreldrar hans eru séra
Guðm. Árnason og Sigríður
kona hans að Lundar, en heim-
ili hans er í Winnipeg og býr
kona hans þar. Einar er 30
ára gamall og er það býsna vel
gert að vera prðinn næstur
herdeildarstjóra, colonel, að
völdum á þeim aldri.
u^n (um 450,000 manns). Við
erum að styrkjast að sama
skapi og Þjóðverjar linast. —
Hver getur látið sér annað í
hug koma, en að við sigrum?
Hitler er ekki eins sterkur og
hann er sagður af óttaslegnum,
vitsmunalega veikluðum sál-
um. Lið hans á sitt skapa-
dægur eins og allir menn og
að því er farið að. líða. Það á
eftir að hníga í val, undir
þungri byrði glæpanna, sem
Hitler ætlaði því að fremja.
Það hefir loksins fengið sig
fullreynt.
I Þýzkalandi er nú hungur
að gera vart við sig. Birgðir
landsins eru að ganga til þurð-
ar. Á byltingaranda er farið
að bera, ekki einungis í sigr-
uðu löndunum, heldur og í
Þýzkalandi sjálfu. Þýzka þjóð-
in er orðin óttaslegin út af
því, að hún sér ekki fyrir neinn
enda á þessu stríði.
Að Þjóðverjar þyrftu ekki að
berjast nema í einni átt, sagði
Stalin samt létta mikið fyrir
þeim.
Af Rússum segir Stalin hafa
fallið, særst og verið hand-
tekna 1,748,000 manna.
Varalið Rússlands sagði Stal-
in aldrie hafa verið neitt líkt
því að styrkleika, sem það nú
væri.
Þetta stríð vort er réttlátt.
Það er í fyrsta lagi sjálfsvörn.
Við erum ekki að berjast fyrir
að ná í lönd. í öðru lagi er
stefna vor sú, að frelsa hinar
mörgu Evrópu-þjóðir, sem
hneptar hafa verið í villimann-
legan þrældóm, og létta okinu
af þeim og veita þeim frelsi
til að lifa við það stjórnskipu-
lag, sem þær kjósa sér og án
allra áhrifa utan að.
Um leið og Stalin mintist
Frakklands, gat hann þess, að
nginn maður með öllu viti
æti búist við að nokkur þjóð
sætti sig við stjórn nazista.
Slík stjórn ætti enga framtíð,
hvað mörg lönd og þjóðir sem
hún ynni og kúgaði til hlýðni.
Herskylda rædd á þingi
> Á þinginu í Ottawa hefir ver-
Ið vakið máls á herskyldu. Sá
er hreyfði málinu s. 1. mánu-
dag, var Lt.-Col. J. A. Ross,
þingmaður frá Souris, eini
Manitoba íhaldsmaðurinn á
þinginu. Hann mintist þess að
hann var kosinn i mótmæla-
skyni við sjálfboða-liðssöfnun
King-stjórnarinnar. Samt var
það nú ekki af því, að hann
vakti máls á herskyldu, heldur
vegna hins, að hann áleit Can-
ada ekki gera 50 af hundraði,
eða jafnvel ekki nema 35 af
hundraði, í þágu stríðsins í
samanburði við það, sem hægt
væri að gera. A. W. Neill, ó-
háður, Quebec-þingmaður tók
fyrstur til máls um þetta efni
og var með því að herskylda
yrði löggilt bæði fyrir karl-
menn og konur. Sá þriðji, er
málinu lagði lið, var John R.
Macnicoll, í haldsmaðuri frá
Ontario. Hann kvaðst ekki sjá
hvernig hægt væri að fá það
lið, sem nægði, án herskyldu.
Allir þessir menn vildu að á-
kvæðunum um herskyldu i
Canada-herinn heima fyrir
væri breytt í herskyldu hvar
sem væri.
Einn liberal þingmanna, Jean
Francois Pouliot, frá Quebec,
benti á að mennonítar og
doukhoborar væru undanþegn-
ir heimaherskldu og fanst það
galið.
Yfirleitt var á stjórnarsinn-
um að heyra, að ef til her-
skyldu kæmi, væri um tvær
leiðir að ræða. önnur var sú,
að láta fara fram almenna at-
kvæðagreiðslu um málið, eða
að stjórnin segði af sér og léti
fara fram kosningu. En stjórn-
in mun tæplega álíta þörf á
kosningum og vera kosin fyrir
hálfu öðru ári með miklum
meirihluta atkvæða.
Að hinu leytinu hafa liber-
alar bent á, að nú væru nálega
eins margir innritaðir í Canada
herinn og fengist hefðu með
herskyldu í síðasta stríði. Þá
var aðeins um landher að ræða;
nú auk þess um loft og sjóher.
• * •
1 gær var óráðið, hvert Sen-
ator Arthur Meighen yrði for-
ingi íhaldsflokksins. Á fundi
flestra leiðandi manna flokks-
ins í Ottawa s. 1. viku, hafa
miklar ráðagerðir staðið yfir
um þetta. Bracken var einu
sinni nefndur sem leiðtoga-efni
en úr því mun ekki verða. —
Meighen virðist sá,sem það
stendur til boða, en hann dreg-
ur flokkin á svarinu. Vestur-
fylkja og Quebec fulltrúar eru
ekki hrifnir af Senator Meigh-
en, en Ontario-fulltrúar eru
eindregið með honum.
* * *
Það gaus upp í blöðum hér s.l.
viku, að Hon. John Bracken,
forsætisráðherra Manitoba,
væri að hugsa um að gefa kost
á sér fyrir leiðtoga íhalds-
flokksins í landinu. Hvort sem
þetta hefir verið flugufrétt eða
ekki, þykir nú víst, að Mr.
Bracken gefi ekki kost á sér til
þessa starfs. Hann hefir verið
liberal, bændasinni og nú for-
maður samsteypustjórnar i
Manitoba. Það er hugsanlpgt,
að hann hefði þótt mörgum lík-
legri til að vera fornjaður sam-
steypustjórnar í Ottawa, ef til
þess hefði komið, en að liber-
alar kæri sig nokkuð um það,
er ekkert til marks um.
* * *
Níu flutningaskipum og
tveimur tundurspillum, söktu
Bretar á Miðjarðarhafinu fyrir
öxulþjóðunum s. 1. sunnudag.
Það var á Iória hafinu, rétt
suður undan Italíu, sem Bretar
hittu þessi skip. Þau voru
hlaðinu að því er haldið er
þýzkum hermönnum og. ítölsk-
um sem ætluðu til Norður-Af-
riku. Bretar hafa síðan sökt
meira og minna daglega af
skipum fyrir Itölum.
* • •
Stalin er sagt að hafi í
hyggju að efna til fundar við
Roosevelt forseta, eins fljótt og
hann komi því við.
Vetrarkvöld
Stofnvald lífsins stendur trúan vörð.
Stirndur himin hvelfist yfir jörð.
kliður dagsins hverfur út í geim.
Hvíldin svæfir blóði storkinn heim.
Undir blæju blunda fræin rótt,
bjóða vetrar hörkum góða nótt.
Ársól himins ung’ í draumi sjá,
Endurfæðast næsta vori á.
•
Regindjúp í rúms og tíma hring
ríkir göfug, algild samstilling
alt frá sellu, er auga manns ei sér,
upp til stjörnu, er mest á himni er.
Náttúran er jafnan söm við sig,
sama þræðir fullkomnunar stig.
Ekkert breytist — aðeins mannleg sál,
út af hrasar lífsins metaskál. •
Menningin frá miðstöð ljóssins hvarf,
myrkrið kaus og efnishyggju starf.
Blóði drifin Babel reisir turn
brothættan sem fánýtt eggjaskurn.
Eins og forðum aftur hrynur hann.
Ástríða ei sigra heiminn kann.
Þúsund sinnum æðra og meira afl
orkar því að vinna lífsins tafl.
Alvitundin yfir sólna dans
eilífðinni bindur sigurkrans.
Menning hverfur. — Menning aftur rís
máske finnur týnda paradís.
-------Njótið kvöldsins. Nú er stjörnu bjart.
Norðurljósin þjóta leiftur hart.
Standið úti — sjáið drottins dýrð!
— Draumar rætast. — Táknin eru skýrð.
Þetta er kirkja þúsund vonum skreytt,
þig, sem getur beint til himins leitt.
Hér er margt, sem þarft að læra þú,
því er engin hirð um kjarnans trú?
J. S. frá Kaldbak