Heimskringla - 12.11.1941, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.11.1941, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 12. NÓV. 1941 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA SÖNN SIÐMENNING Hinn frjálslyndi flokkur þessa lands, (Bandaríkjanna), með frelsishetju fyrir leiðtoga, er andstæður auðvaldi og kúg- un. Hann álítur alla menn jafna, alla fædda til að njóta lífsins við sæmileg kjör, sæmi- lega mentun og virðing; ef ein- hver er sem heimurinn kallar lítilmenni, þá að hjálpa þessum með uppörfun og þolinmæði, kenna honum ýmsa menning Þar til þessi er fær um að hjálpa sér sjálfur, með áhuga fyrir að vera þarfur hlekkur í keðju mannfélagsins. Þeir frjálslyndu eru nú að hreinsa hin lægstu hreysi, sem kölluð eru slums, í hverfum stórborg- anna; þar býr fólk, sem kær- leiksleysið hefir hrakið niður í aumasta vesaldóm; þeir eru að byggja fólki þessu vistleg heimili, siða fólkið, koma þvi á verklegt þroskastig; þeir á- hta að allir eigi heimting á hjálp, sem hjálpar þurfa og það sé vilji drottins að allir séu jafnir, því engin manngreinar munur er hjá guði. Þó þetta verk taki f jölda ára, skal því haldið áfram, og við ttunum hafa mikla uppbygg- ing af þessum umbótum. Þá skal ekki framar vísa öldruðu °g öreiga fólki á fátækra sveitaheimilin, sem oft hefir valdið því sorg og blygðun. Nú er því sent peningaupphæð mánaðarlega fyrir notalegt við- urværi; gamla fólkið gleðst innilega af þessu. Amma situr nú í stólnum syngjandi; hún segir: Guði sé lof, mér líður vel og langt um betur, en hugur vænti. En afi reykir nú pípuna sína °g les í blaði brosleitur; hann segir, alt ér gott þá endirinn er góður. Þessum peningum fylgir ná- kvæm bróðurelska, þeir segja sem svo: Þetta er engin gjöf og því síður ölmusa. Það eru bara launin fyrir dugnað ykkar og trúmensku. Þið eigið peninga þessa með rétti, því kærleikur- inn margfaldast með frelsinu, sem er andlegt víðsýni og sáir fræi mannkærleikans þar sem þörfin er mest. Kristnin byrjaði með jafnað- ar hugmynd. Postularnir út- býttu öllum jafnt hinar dag- legu þarfir, þeir vissu að allir eru börn þess eina og sama föðurs og hann hefir engin oln- bogabörn í riki sínu. En ágirndin, sem er rót alls ills, segir ritningin, gerir þenn- an mannamun. Það er verk kærleikans að jafna þetta, lyfta þeim lágu og lækka þá háu; það er sönn siðmenning. “Vísindin efla alla dáð,” stendur þar. Þín fagra bygg- ingarlist er það, sem menning- in hefir sett sér fyrir fagrar borgir og glæsilegar hallir. — Skólahúsin eru bæði hentug og notaleg sem allir eru þakklátir fyrir, en hin hraðfara menning gætti ekki að því, að fjöldin af börnum komu inn í þessi skóla- hús, mögur og klæðlítil, með raunaleg andlit. Nú hefir þessi verndar vængur hins frjálsa kærleika breiðst yfir þessa ungu þurfamenn. Nú er börn- unum gefin notalegur skamt- ur, skamtur af góðri fæðu í skólahúsunum og nógsamleg mjólk til drykkjar lika; einnig hlýr fatnaður af öllum tegund- um frá skyrtu til yfirfrakka. Nú eru börnin feit of frjálsleg og dansa af gleði. Þau segja, guð blessi góða manninn í Hvíta húsinu. Það eru nokkrar miljónir barna um landið sem njóta þessarar móður um- hyggju kærleikans. Þá eru miðskóla börn sem vinna litla stund eftir skóla; fyrir þetta fá þau dálitla borg- un mánaðarlega frá sömu kær- leikslind., Þetta hjálpar þeim með skólakostnaðinn, því skól- ar vorir eru mjög eyðslusamir nú á tímum. Væri ekkert úr vegi, að hver gæfi þeim aðvör- un, því oft er það að efnalitlir foreldrar, sem kanske hafa mörg börn á skólum, eru í brezkar sprengjur í hjarta berlínar-borgar Vegalengdin milli Berlínar og London er 1120 mílur. Fara sprengjuflugvélar Breta hana á tæpum 7 klukku- stundum. Flugförin eru með fjórum vélum. Yfir Berlín steypa þær stærstu sprengjum sem gerðar hafa verið. Þýzku þjóðinni hefir verið tilkynt að það sé ómögulegt að varna því að brezk flugför komist til Berlín. Þeim hefir einnig verið sagt að þeir verði að trúa sinum nazista leið- togum um að Bretar geti ekki sótt Berlín heim. En eyði- leggingin eftir þessar brezku sprengjur í hjarta Berlínar, benda til þess hvað rétt nazistar hafa fyrir sér. Á mynd þessari sézt hvernig listamaðurinn hugsar sér ljósabreiðuna yfir Berlín og byssukjaftana, sem sprengju- flugvélarnar brezku verða að fljúga gegnum í sprengju- árásunum. Flugförin flytja fjögur tonn af sprengjum og fara 330 mílur á kl.st. Þessi sprengjuhernaður Breta reyn- ir á taugar Þjóðverjar. Og við því að hann harðni úr þessu fram á vor mega þeir búast við. standandi vandræðum með að borga kostnaðinn við skólana. Þessi hjálp léttir þeim byrðina og áhyggjurnar; foreldrar eru sérlega þakklátir fyrir þessa hjálp. En menning fyrir utan mannúð og kristilegan áhuga fyrir velferð mannana, líkam- lega, sem andlega, er lítils virði. Ritningin segir trúin er dauð án verkanna. Jesús sagði: Hungraður var eg og þér gáf- uð mér að éta, þyrstur, og þér gáfuð mér að drekka. Gestur var eg og þér hýstuð mig, nak- inn var eg og þér klædduð mig, sjúkur var eg og þér vitj- uðuð mín. Það sem þér gerð- uð einum af þessum mínum minstu bræðrum, það gerðuð þér mér. Þeir sem þetta gera ganga inn í fögnuð herra síns, að eg ekki nefni hina miklu og góðu hjálp, sem öllum er kunn og kallað er “Relief” eða hjálp í neyð, þar sem miljónir manna hafa haft notalegt líf af. Því fyrir utan kaupið, er fólki gef- ið mikið af matvælum og fatn- aði. Eða hin miklu peningalán, sem gerði mönnum mögulegt að halda heimilum sinum og eignum frá að tapast. Þar sem peninga-okur sjálfselskunnar var að krækja í þriðjung heim- ila í landi þessu. Guð hefir á .öllum timum sent menn til að frelsa og hjálpa mannkyninu á tímum neyðar og hörmunga. Hin skýra mynd meistarans góða frá Nazaret, sýnir þann sanna mannkærleika, sem allir þurfa að eignast. Hann lætur hinn miskunsama Samaríta binda um sár mannsins sem féll í hendur ræningjanna þar sem aðrir menn gengu fram hjá, án þess að hafa nokkra meðliðan með manninum. En Samrítinn setur hann upp á sinn eigin eik og tekur hann til gistihúss og elur önn fyrir honum og borgar kostnaðinn. Lúk. 10. kap. Þarna er hin sanna bróð- urelska, sem breiðist yfir alt það auma og sára, hjálpar, huggar og hressir. Samrítinn er enn á ferðinni; það eru hin mörgu miskunar- verk, sem gerð hafa verið í stjórnartíð Roosevelt forseta, mannsins, sem kosinn ver í þriðja sinni leiðtogi, bróðir og vinur þjóðarinnar, og hans góðu og merku konu, sem er manni sínum hin bezta aðstoð í öllu hans margþætta líknar- starfi. Að vísu var það neyðarúr- ræði og örþrifaráð, sem kallað er, að leyft var að hleypa af stokkunum stórskipi áfengis- ins, út á hinn breiska mannlífs- sjó, sem eftir allar þessar aldir af kristinni trú hefir ekki vilja til að stjórna sér, en hefir gott við og nóga þekking. En þeir álitu, að af tvennu illu væri þetta betra en að sjá fólkið liða hungurs-neyð i landi alsnægtanna. Það hefði verið ógleyman- leg sorg og vanvirða. Vissulega var hér úr vöndu að ráða, það var komin ofsa tilfinning í suma af þjóðinni út af aðgerða- leysi hinnar fyrri stjórnar. — Engin getur dæmt réttilega um það mál. Það sýnist vera eitt af þeim tilfellum, sem kall- að er óhjákvæmilegt óhapp. En til allrar blessunar, er þetta að lagast. Mörg ríki eru nú af alhug að vinna að bind- indi. Stórskipið er að lenda á grynningum og mun bráðum stranda. Það var nefnilega síðasta árið, sem Herbert Hoover sat við völdin 1931 og hans fylgjendur, að það kom óvanaleg stifla í straum við- skiftanna. Alt féll flatt niður, svo að segja í einu vetfangi, all- ar afurðir landsins féllu í verði, langt niður fyrir kostnað fram- leiðslunnar, svo ekkert seldist Verzlanir hnignuðu, kaup- menn höfðu tæplega upp kostn- aðinn og margir þeirra hættu að verzla. Bankarnir steyptust í þúsunda tali um alt landið, svo efnað fólk varð eignalaust. Einkum var tilfinnanlegt með aldrað fólk, sem gekk um strætin grátandi og kveinandi og benti á bankana, sem tóku frá okkur, sögðu þeir, pening- ana sem við höfðum með sparnaði dregið saman til seinni áranna. Verkalýðurinn, einkum í stórborgunum stóð uppi alls- laus og ráðalaus, því hvergi var verk að finna. Á sama tíma var til ógrynni auðæfa í landinu, sem lá hreyf- ingarlaust. Pakkhús hinna stórkostlegu verkstæða stór- borganna voru að springa af ofhleðslu, heildsölu húsin að sama skapi líka. Gullkistur auðvaldsins harðlokaðar, af- skaplegar birgðir af matvöru af öllum tegundum var hrúgað saman, miljónir miljóna, en engu var diskað út, þó vinnu- lýðurinn gengi hungraður. Stórríka fólkið í stórbæjun- um hélt áfram með sínar stór- veizlur, hljóðfæraspil og söng. Það sat í gullsölum í málmhöll- unum og dreymdi um glaða stund, en létu sér ekki koma til hugar mennina, sem stóðu upp við byggingar skýlislausir með lélega ábreiðu á hand- leggnum til að skýla sér fyrir sárasta kuldanum yfir nóttina. Þánnig var ástandið í þessu blessaða alsnægta landi þegar Roosevelt forseti tók við stjórn- inni. Ihaldsflokkurinn, Re- publikanar, höfðu nú setið við völdin í tólf ár, með sína milj- óna eigendur. Auðvaldið stóð í blóma, en lengra gat það ekki komist því nú tók hönd drott- ins í taumana. Nú var spurt, hver er orsök þessa meins, því var fljótsvar- að af öllum, sem elska mann- réttindi. Af því auðvaldið og vinnuveitendur hafa á öllum tímum undirokað vinnulýðinn, haft hann sem verkfæri í hendi sér, goldið honum lægsta kaup og verkalýðurinn nauðbeygður til að vinna, tekið við því með sárri gremju. — Auðvaldið gleymdi bróður elskunni, en hefir haft dollarinn fyrir sinn himin. Svo þegar þess er gætt, að verkalýðurinn og landbú- endur eru tveir þriðju partar þjóðarinnar, og þessi stóri partur stóð uppi peningalaus, Framh. á 7. bls. SKORÐUR KAUPGJALDS 0G PRISA Fósturjörðin biður alla hlutaðeigendur að styðja trúlega þessa stríðsráðstöfun 'T'VENNAR SKORÐUR eru nú nauð- synlegar á lifnaðarháttum lands- manna. Þær eru þessar; (1) Skorður á verðlagi Frá og með 17. nóvember 1941 má ekki hækka vöruverð né vinnugjöld yfirleitt, nema bráðnauðsynlegt sé og leyft af War- time Prices and Trade Board. (2) ’Skorður á kaupgjaldi Enginn vinnuveitandi má, með vissum undantekningum, auka kaupgjald sinna vinnuþegna nema með leyfi nefndar sem stjórnin, vinnuveitendur og vinnuþegnar skipa. En eftir 15. febrúar 1942, skal hver vinnuveitandi skyldur til, með sömu undantekningum að gjalda dýrtíðar upp- bót, og að færa þá uppbót upp eða niður eftir ástæðum, á hverjum þrem mánuð- um. Ráðstafanir nauðsnlegar til að stöðva verðhœkkun Þessi stjórnar ráðstöfun er til þess gerð að stöðva þá verðhækkun sem mæddi á oss í seinasta stríði, ásamt hennar afleiðingum: kreppu, atvinnulesi og vandræðum. Allar húsmæður vita að vöruverð er að hækka, og verðhækkun, nema hömlur séu á hana lagðar, gerir það torsótt að afla fjár til hernaðar. Verðhækkun, ef ekki eru skorður við reistar, mun setja iðnað í ringulreið og viðskifti sömuleiðis; mun hindra framleiðslu og hæfilega dreifingu varnings; mun valda örari hækkun á viðurværis kostnaði en á kaupgjaldi; mun skerða sparifé úr hófi; mun valda erfiðleikum fyrir alla og einkum þá sem litlar tekjur hafa. Og afleiðing verðhækk- unar, ef ekki eru takmörk sett, að stríði af- stöðnu, þegar prísar falla, mun verða ný kreppa og atvinnuleysi. Prísar verða ekki skorðaðir nema vinnugjaldi séu skorður sett- ar. óhóflegur gróði er og mun verða, undir ströngu eftirliti. 3— Allra sem húsasmíði stunda, ef fleiri hafa en tíu menn í vinnu. 4— Allra sjálfstæðra vinnuveitenda með fim- tíu vinnuþegna eða fleiri. Þessi tilskipun nær ekki til þeirra sem vinna að fiskveiðum, akra verki eða annari sveitavinnu, né til spítala, né trúarbragða, né uppeldis né líknar stofnana, ef ekki eru rekn- ar í gróða skyni. Tilskipun um verkakaup Enginn vinnuveitandi má hækka venjulegt kaupgjald nema með skriflegu lefi National War Labour Board. Það lefi má aðeins veita þegar svo stendur á, að kaupgjald er of lágt að áliti nefndarinnar. Kaupfjald sem er of hátt er ekki skylt að lækka, heldur má nefnd- in skipa vinnuveitanda að fresta útborgun viðurværis uppbótar. Viðurvœris uppbót Allir vinnuveitendur sem þessi tilskipun tek- ur til, eru skyldir til að borga öllum sínum vinnuþegnum, nema þeim sem verkstjórar ráða ekki yfir, viðurværis uppbót meðan stríðið varir. * Frá og með 15. nóvember, skulu allir vinnuveitendur sem nú borga uppbót sam- kvæmt PC 7440 frá 16. desember 1940, auka þá uppbót eftir verðhækkunar vísitölu fyrir október 1941, með upphæð tilsvarandi þeirri vísitölu sem höfð er til að tiltaka uppbótina á hvm-jum tíma. Fj’á og með 15. febrúar 1942, skal hver vinnuveitandi, sem hefir ekki borgað viður- væris uppbót, byrja að borga uppbót sam- kvæmt hækkun vísitölu milli október 1941 og janúar 1942, nema skipað sé af nefndinni að miða viðurværisuppbótina við verðhækkun um lengri tíma. Uppbótin reiknast eftir þessum mæli- kvarða: Fyrir hvert stig verðhækkunar á við- urværi skal uppbótin vera 25 cents á viku. Þá skulu vinnupiltar ef yngri er en 21 árs og vinnustúlkur, ef vanalegt kaup þeirra nemur ekki $25.00 á viku, hafa uppbót sem nemur 1 percent af venjulegu kaupi þeirra. Þessa uppbót má færa upp eða niður á hverjum þrem mánuðum. Framkvœmd Kaupskorðu tilskipun Tilskipunin tekur til eftirtaldra vinnuveit- enda: 1— Allra vinnuveitenda sem eru undirorpnir Industrial Disputes Investigation Act. 2— Allra vinnuveitenda sem stunda hergagna smíði eða virki til landvarnar. Framkvæmd þessarar tilskipunar skulu hafa fimm nefndir, hver á sínum stað, undir stjórn og eftirliti National War Labour Board. Verkamenn og vinnuveitendur skulu hafa fulltrúa í þessum nefndum. Athugið frekari tilkynningar um þessar nefndir, því til þeirra skal leita um upplýsingar viðvíkjandi fram- kvæmd þessarar tilskipunar. ÓSKORAÐ FYLGI ÚTHEIMTIST Stjórn yðar veit að þessi ráðstöfun verkar á iðnað, verkamenn, verzlun, sveita- búskap, með þeim hætti sem Canada þj( ðin er óvön við, af stríðsins völdum. Hún heimtar að hver og einn leggi hömlur á sjálfan sig. Til þess hún nái sínum til- gangi þarf þess með, að hver og einn sem vill vel sínum meðborgurum, veiti henni óskorað fylgi. Ef Canadamepn vinna trúlega hver með öðrum, mega þeir treysta því, að sá ótti, kvöl og óhóflegur fjárdráttur sem gífurlegri verðhækkun fylgir, muni hvorki tálma sigri nú í þessu stríði, né viðreisnar og endurbyggingu Canada og þessarar þjóðar lífshátta að stríðinu loknu. Útgefið með leyfi og valdi Hon. N. A. McLARTY, Minister of Labour

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.