Heimskringla - 12.11.1941, Síða 4

Heimskringla - 12.11.1941, Síða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. NÓV. 1941 (StofnuO 18SS) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKXNG PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurlnn, borglst fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON TJtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 12. NÓV. 1941 ÓSKAR SAMVINNU Þjóðræknisfélag yngri eða enskumæl- andi Islendinga hefir farið þess á leit við Heimskringlu, að fá birtar smágreinar við og við í blaðinu á ensku. Tilgangur félagsins með þessum greinum er sá, að reyna að ná til sem flestra yngri eða enskumælandi landa, kynna þeim stefnu sína og vita hvort ekki gætu með þvi myndast eins góð sambönd milli þeirra og t. d. eru milli eldri íslendinga. Heims- kringlu þótti hugmyndin þess verð, að reyna hana, og lofaði því öllu góðu um að vera félaginu einhver stoð á þann hátt sem fram á væri farið, en það var að veita því tveggja dálka rúm í blað- inu, þegar það æskti þess og það yrði að líkindum aðra hvora viku. Vér búumst nú víð, að ýmsir segi sem svo: eg hélí ávalt að hugmyndin væri sú að gefa vikubiöðin okkar út á íslenzku. Til spurningar sem þessarar, virðist ekki vera mikil ástæða. Blöðin eru, eftir sem áður gefin út á íslenzku. Þau eru 48 dálkar að stærð og að tveimur eða þremur ^uglýsingadálkum undan- skildum, eintómt lesmál. Einum eða tveimur dálkum auk þess af 45, eða svo, virðist ekki illa varið með því að verða við tilgangi Þjóðræknisfélagsins unga. íslenzkir lesendur munu ofurvel geta sætt sig við það. Þeir munu og sjálfir, margir eða flestir hafa sama gagn af þessum enska dálki og þó á íslenzku væri; það er því ekki, ef sanngjamlega er álitið, verið að mínka lesmál blaðsins neitt tilfinnanléga fyrir þeim með þessu. Að þetta verði að gerast í íslenzku blöðunum, segir sig sjálft. Þau eru einu blöðin í þessari álfu, sem á flest íslenzk heimili koma. Það væri ekki hægt í nokkru ensku blaði, sem hér er gefið út, að ná eins til þeirra og i íslenzku blöðunum. Lesendur Heimskringlu gerðu vel í að benda æskumönnum á þetta, hvar sem þeir eru og á að kaupa blaðið til þess að fylgjast með hugsjónum þjóðrækinna enskumælandi Islendinga, meðan eitt- hvað af því er að sjá í Heirhskringlu. Það geta síðar orðið svo öflug samtök þeirra á meðal, að þeir þurfi sjálfir al- ensks blaðs við. Og þá koma timar og þá koma ráð. En Heimskringla er blað- ið, sem fyrst og bezt getur tengt þá nú saman. Hún er svo útbreidd meðal ís- lendinga. Nýju tilvonandi lesendunum kann að þykja lesmál þetta dýrt, en á það ber að líta, að hér er um brautryðj- enda starf að ræða. Og það er ávalt kostnaðarsamt. Auk þess hagar svo til, að ensku lesendurnir margir, ef til vill flestir, lesa eitthvað íslenzku. Þeir lesa á báðum tungunum, sem hinir eldri, svo jafnt má þar heita á komið; og jöfnuður góður allur er. En þetta alt má ekki svo skiljast, sem Heimskringla sé að hopa af hólmi ís- lenzkunnar. Hún lítur svo á, að með því að verða við óskum Þjóðræknisfél. yngra (The Junior Icelandic League), sé nokk- urt þjóðræknisstarf verið að vinna. En til þess verður að taka þó ekki sé nema að litlu leyti upp enskt mál, eins og kirkjurnar hér, Þjóðræknisfélagið sjálft og templarar hafa orðið eða hafa reynt að gera til þess að ná til enskumælandi ísl. hér. Það vita allir, að svo er nú komið, að þar brýtur nauðsyn lög. En sem betur fer, er samt vonandi að við eigum hér lengi enn eftir að eiga islenzk blöð, kirkjur og önnur félög. Það hefði verið okkur eldri öllum kærast að allir af íslenzku bergi brotnir lærðu íslenzku. En í landi þar sem opinberar uppeldis- stofnanir og starfslífið er á ensku, er ekki mót von að út af þessu bregði. Heims- kringla hefir áður bent á það, að börn- um, sem ekkert hafa annað að gera en að nema, sé ekki ofvaxið að læra eitt er- lent eða aukamál. Hún er þeirrar skoð- unar enn. Og geti yngra Þjóðræknisfé- lagið stuðlað að því, að íslenzk börn tækju sér fram um þetta — og að vernda íslenzka arfinn er mark og mið þess — þá ætti ekki og mun ekki aðstoð þá bresta, er kostur er á frá þeim íslenzku stofnunum sem hér eru starfandi. HERAFLI A. B. C. RÍKJANNA A. B. C. ríkin, eru þrjú helztu Suður- Ameríku ríkin nefnd; þau eru Argentína, Brasilía og Chile. Að sameiginlega var farið að tala um þau sem A. B. C. ríki, átti rætur til þess að rekja, að þau mynduðu snemma á tímum samband eða bandalag um að halda á friði milli ann- ara ríkja Suður-Ameríku og svo til að ráða fram úr málum þar án íhlutunar Bandaríkjanna. Það var ofur eðlllegt, að samvinna þjóðanna frá Evrópu, sem vesturálfuna bygðu, drægi nokkurn dám fyrst í stað hér af ósamlyndi Evrópu þjóðanna. En þetta lagaðist hér vestra síðar. Og nú eru 118 ár síðan Banda- ríkin tóku að sér hernaðarvernd Suður- Ameríku. Monroe-kenningin hefir ávalt síðan verið undirstaða utanríkismála Vesturálfunnar. Á stjórnartíð Roose- velts, núverandi forseta Bandaríkjanna, hefir stefnan breyzt að því leyti að hún er nú nokkuð víðtækari en áður; nútíðar hugmynd um hervernd álfunnar, er önn- ur en hún var fyrir meira en öld síðan. Landhelgin hefir færst út, víkkað, eftir því sem vopn hernaðarins breyttust, svo menn geta höggvist á lengra. Að öðru leyti er stefnan hin sama. En Suður-Ameríku ríkin hafa aldrei verið fær um að vernda sig hernaðarlega og hafa átt lítinn þátt í þroska eða breytingum þeim sem á Monroe-stefn- unni hafa orðið. Það er mjög nýlega, að ýms þeirra hafa farið til að taka þátt í fundum, sem boðað hefir verið til og sem miðað hafa átt að því, að semja eða koma sér saman um eitthvað eitt í því að vernda álfuna. Hefir samkomulag um þetta orðið sæmilegt. Og það sem bezt er af öllu, er að Suður-Ameríku-ríkin hafa nú byrjað á að búa sig út með vopnum. En þetta er ekki fyrirhafnarlaust gert. Það er ekki með sældinni gert fyrir fá- menn lönd, að búa sig í hasti út með vopnum, þegar eitt herskip kostar 100 miljón dali og skriðdrekarnir eru orðnir 50 tonn að þyngd. Allur herafli lat- nesku ameríku ríkjanna, sem eru 20 talsins, er að mönnum til 350,000; her- skipin eru 63 og flugförin 1,199. Það þyrfti ekki stóra nútíðar vélahersveit til að sigra hvert ríki út af fyrir sig. En þetta sama mátti um Bandaríkin segja fyrir tveim árum. Og herinn, sem Suður- Ameríku-ríkin eru nú að koma sér upp, getur orðið mikilsverður í hernaðarvernd Vesturheims. Hér skal minst á það sem í þessu efni er að gerast í þremur mestu rikjunum — A. B. C. ríkjunum. Argentína Argentína er annað mesta ríki Suður- Ameríku, bæði að stærð lands og fólks- fjölda. Stjórn landsins virðist láta sig mjög litlu skifta um hernaðarvernd álf- unnar. Eigi að siður hefir hún falað lán hjá Bandaríkjunum fyrir 250 miljón doll- ara virði af skipum, flugförum og öðrum hernaðarvörum. En Argentína er alment viðurkend fyr- ir það að hafa beztan her og ágætari vopnaframleiðslu en nokkurt hinna ríkj- anna syðra. Tala hermannanna er 45,000, og varalið svo mikið, að segja má liðið alls 281,000 menn. Hernaðaráhöld- in eru að mestu þýzk; voru keypt af Þjóðverjum fyrir 1926. Af skriðdrekum hafa þeir lítið, eða líklegast ekki yfir eina tylft, en sjóflotinn á tvö stór her- skip; voru bæði gerð í Bandaríkjunum; hafa þau hvort tólf, 12 þuml. byssur. Auk þessa eru í flotanum 3 beitiskip; eru tvö af þeim frá ítalíu; sextán tund- urspillar eru í flotanum og þrír kafbátar. Flugförin eru 272 og starfa með sjó og landhernum. Argentína er svo frjósamt land, að jarðar-gróður mun hvergi fjölbreyttari en þar í þessari álfu, enda er hitabeltis- loftslag nyrzt, þá temprað og syðst í kaldara lagi. Spánverjar námu landið og eru enn ráðandi þjóðin. íbúatalan er svipuð og i Canada. Brazilla í landvörn þessarar álfu, er Brazilía mikilsverðasta landið. Hér bungar álf- an lengst út í austur og styttir leiðina milli Afríku og Ameríku svo, að hún er ekki yfir 1600 milur frá Natal í Braziliu til Dakar í Afríku. En þar eru nú Frakkar og þýzkur her þessa stundina. Þetta ríki er hættusvæði Ameríku. — Brazilía hefir og öllum öðrum ríkjum syðra betur skilið landvarnar-hugmynd- ina og átt fús samvinnu við Bandarikin um hana frá því fyrsta. Stjórn Brazilíu hefir lagt mesta á- herzlu á að efla sjóflota sinn. Hún á tvö stór herskip, gömul að sönnu, keypt af Bretum, tvö beitiskip, sextán tundur- spilla og fjóra kafbáta. Er það allur flotinn sem stendur. En Brazilía á nokk- uð, sem ekkert hinna ríkjanna syðra á: það er skipasmíðastöð, svo mikil, að þar er stærstu herskip hægt að smíða. Hún er í grend við Rio de Janeiro-höfnina. Aðstoðuðu Bandaríkin við að koma skipastöðinni upp. Fyrir nokkru var þar byrjað á smíði á níu tundurspillum; hefir nú þremur af þeim verið hleypt af stokkunum. En á fjórum öðrum stöðum er verið að búa undir skipasmíðastöðvar: í Natal, Santos, Para og Porto Alegre. Fimm eru sveitir af herliði og þrjár af riddaraliði, ein til tvær strandvarnar- svéitir, eða alls um 82,000 hermenn, og 6,548 herforingjar. Af byssum og skot- vopnaútbúnaði af öllum tegunum, er ailmikið til. Fluglið Braziliu-stjórnar er 100 flugför og 3500 foringjar og liðsmenn. Er unnið að því að efla loftherinn. Brazilía er stærsta lýðveldi Suður- Ameríku. Það er jafnstórt Bandaríkj- unum að flatarmáli og íbúarnir eru 40 miljónir. Portugallar, sem landið námu, eru þar ráðandi. Chile Chile hefir vegna legu sinnar ekki eins mikla hernaðarlega þýðingu og Argen- tína eða Brazilía, en þó er Chile-herinn álitinn einn hinn bezti í allri Suður- Ameríku. Landinu er skift í 4 herhéruð og er ein sveit herliðs í hverju. Auk þess er ein riddaraliðssveit, sex aðrar sveitir (detachments), til að senda hvert sem er. Tala herforingja er 1500, liðs- manna 20,000; 15,000 menn verða innan eins árs fullæfðir og 200,000 varaher er til, allvel æfður. íbúar landsins eru tæpar 5 miljónir svo við stærri her er ekki hægt að búast. En hann er æfður á þýzka visu frá því fyrsta, eða frá 1880. er Emilio Körner, þýzkur herforingi, kom til Santiago til þess að leiðbeina þjóðinni í hernaði. Frá þeim tíma hefir alt sem að hernum lýtur borið á sér þýzkt merki og hermennirnir líkst þýzk- um hermönnum. Vopnin sem aðfengin eru á annað borð, eru frá Krupps-verk- smiðjunum. Skriðdrekar eru fáir, utan þeirra er fengnir hafa verið frá Bretum og notaðir eru aðeins til æfingar. Chile á bezta herskipið í Suður-Ame- riku. Það er 30,000 smálesta skip, “Al- mirante Latorre”. Það var smíðað í Bretlandi. Það hefir tiu 14 þuml. byss- ur. Önnur skip í flotanum eru 3 beiti- skip, 8 tundurspillar og 9 kafbátar. Kaf- bátarnir eru hinir elztu, sem í notkun eru nokkurs staðar. Flugher sinn byrjaði Chile að efla 1930. Eru flugskipin 100 og af þessum tegund- um: Junkers, Nardi, Breta, Curtiss, Fair- child, North-American, Fucke-Wulff og Arado. 1 Chile er eitt af elztu Junkers sprengjuflugförum sem til eru; það var smíðað 1925. Félagið sem smíðaði það, reyndi að fá flugfar þetta til baka til að láta það á safn sitt. En Chile-stjórnin vildi ekki láta það falt, þó nýtt flugfar væri í boði í skiftum. íbúarnir eru spanskir að uppruna og voru mestu óeirðarseggir um tíma og alt fram að síðustu árum. Kreppuárin þar frá 1929 til 1940, voru ill; ein stjórnin féll eftir aðra og eitt sinn komust sósialistar þar að völdum, en íhaldsmenn og verka- menn steyptu þeim af stóli. Þykir ekki enn trygt um frið þrátt fyrir þó landið hafi góð lög og hagkvæm verkamönnum og alþýðu. TOKÍó ÞYRSTIR í OLÍU Þegar hinn nýi forsætisráðherra Jap- ana, Hedeki Tojo, hershöfðingi, frétti, að fisk væri ekki að fá í Tokíó, brá hann sér á fund eins stærsta fiskikaupmanns- ins í borginni og spurði han hverju fisk- leysið sætti. Kaupmaðurinn kvað á- stæðuna fyrir þessu gasolíuleysi; bát- arnir kæmust ekki út á miðin. For- sætisráðherrann át eftir kaupmanninum: “Olíuleysi! Hversvegna farið þið þá ekki fyr á fætur og leggið meira að ykkur?” En með þessu var ekki úr vandkvæði þessu leyst. Síðan árið 1937, hefir árleg gasolíu neyzla í Japan numið 30 til 35 miljónum tunna. Meira en helmingur þessarar olíu var keypt í Bandaríkjunum. Töl- urnar yfir árið 1940, sem eru hinar síðustu, sem kostur er á, sýna að þeir keyptu 22,920,299 tunnur af þeim það ár. Við- skifta-bannið í Bandaríkjunum nýlega svifti Japani allri þess- ari olíu. Næst stærsti við- skiftavinur Japana, Indland Niðurlendinga, lofaði Japönum, með samningi, gerðum 1. nóv. 1940, að selja þeim 11,400,000 tunnur. En alt sem þeir höfðu til að senda þeim, var um það helmingur þess er um var sam- ið. Sjálfir framleiða Japanir um 7 miljón tunnur og það er það eina, sem þeir eiga nú víst; samningurinn við Indland ið hollenska, er senn úr gildi. Gasolíu birgðir Japana eru metnar frá 60 til 70 miljón tunnur — eða með öðrum orð- um tveggja ára forði, af neyzl- unni að dæma 1940, en sem ekki mundi endast nema sex mánuði, ættu þeir i striði við Bretland og Bandaríkin. Það er af þessu gasolíu leysi, sem Japanir bera sig illa. Þeir segjast verða að fá oliu frá Bandaríkjunum eða hinu holl- enzka Indlandi. Iðnaður þeirra, að ekki sé minst á stríðið, geti ekki haldið áfram án þess. Og fái þeir eldsneytið ekki með góðu, segir blaðið Nichi Nichi, að verði að grípa til annara ráða. Nútíðar iðnaðarland, sem Japan, sé dauðadæmt án gasolíu. SJÖ ALDA DÁNARMINN- ING SNORRA STURLU- SONAR Eftir prófessor Richard Beck af nafni hans yfir tímans breiða sæ. Ekki er það heldur nema þakkarskylda við minn- ingu hins mikla snillings, að rifja upp fyrir oss, hversvegna frægð hans hefir svo víða farið og hverja menningarskuld vér eigum honum að gjalda. II. Hið fornkveðna segir, að “fjórðungi bregður til fósturs”, og sannaðist ]iað að öllu leyti á Snorra Sturlusyni. Hann fædd- ist árið 1179 (aðrir segja 1178) að Hvammi í Dölum vestur og var stórættaður á báðar hend- ur, kominn í föðurætt af Snorra goða og í móðurætt af Agli Skallagrímssyni. Er ekki ólík- legt, að hann hafi sótt listgáfu sína í ætt Mýramanna; jafn- framt ber þess þó að gæta, að einnig voru vísindahneigðir .menn og skáld í Sturlungaætt. Nordal hefir einnig leitt veiga- mikil rök að þvi, að í Snorra, sem var bæði óvenjulega fjöl- hæfur og marglyndur, hafi andstæðurnar í ætt hans fallið í einn farveg. Fer hann þess- um orðum um það mál: “Það má nú svo að orði kveða, að all- ir eiginleikar ættarinnar eigi ítök í Snorra, og stuðli að marglyndi hans. Þar sem ætt- in í bili virðist klofna í lygna ! kvísl í Þórði og sonum hans, og j stranga og stríðlynda í Sig- | hvati og hans sonum, er skap- jferli Snorra á kvíslamótum. Hann er í aðra röndina höfð- ingi, ásælinn, stórhuga og met- orðagjarn, en þó deigur til á- ræðis, íhugull og lítill skörung- ur, í hina röndina rithöfundur, lærður, djúpsær og listfengur, en þó með hugann við jarð- neska muni.” En því aðeins verður æfisaga Snorra rétt skilin og metin, að hún sé lesin í ljósi þessarar skarplegu túlk- unar á margþættri skaphöfn hans. I. 1 heimi bókmentanna sann- ast það áþreifanlega, að “marg- ir eru kallaðir, en fáir útvald- ir”. Tíminn, sem er hinn mikli og vægðarlausi gagnrýnandi, skilur hveitið frá hisminu í bókmentalegum eigi siður en öðrum efnum, svo að einungis hið lífrænasta og listrænasta á því sviði heldur velli. Og það er auðvitað hið sama sem að segja, að aðeins hinir allra út- völdustu meðal rithöfunda þjóðanna lifa öldum saman, í þeim skilningi, að verk þeirra eru alment lesin og metin svo löngu eftir að þeir eru komnir undir græn,a torfu. I þeim hópi er hinn víðfrægi sagnaritari og ritsnillingur vor íslendinga, Snorri Sturluson. En á þessu hausti voru 700 ár liðin frá dauða hans, því að það var aðfaranótt 23. sept. 1241, að hann var “veginn, varnarlaus, á næturþeli, að ó- tíndum böðlum, án þess að j hann fengi einu sinni að tala jvið Gissur, né koma fyrir sig nokkrum boðum”, svo viðhöfð séu orð prófessors Sigurðar Nordals, þess mannsins, sem af öllum núlifandi fræðimönnum hefir nákvæmast rannsakað rit Snorra <og æfiferil, og ritað snjallasta lýsingu á honum: — Snorri Sturluson (1920). Þessu ódæðisverki Gissurar Þorvaldssonar og félaga hans, sem jafnan mun talið eitt hið mesta hermdarverk í sögu lands vors, hefir séra Matthías Jochumsson lýst ógleymanlega í hinu stórbrotna snildarkvæði sínu, “Víg Snorra Sturlusonar”, sem er þrungið ugg og örlaga- þunga og bregður upp lifandi myndum af hijfuðaðilunum í þessum blóðuga harmleik, með ofsa hins æsta aldarfars í bak- sýn. En á þessum söguríku tíma- mótum, þegar vér minnumst þess, að 700 ár eru liðin síðan Snorri var veginn, hverfur hin myrka og ömurlega nótt vígs hans í ljóma þann, sem stafar Eigi mun það orðum aukið, . að það hafi verið “gæfa Snorra , og íslenzkra bókmenta” (Sig. , Guðmundsson), að hann ólst upp í Odda, höfuð mentasetri þjóðar vorrar á þeirri tíð, hjá Jóni Loftssyni, mesta höfðingja landsins. Umhverfi gtaðarins var einnig svipmikið og sögu- ríkt. Þar við bætist, að Jón Loftsson var hvorki meira né minna en dóttursonur Magnús- ar konungs berfætts, og fór það því að vonum, að Jón og aðrir ættmenn hans létu sér ant um að varðveita norskar konunga- sögur, jafn nátengdar og. þær voru ættarsögu þeirra Odda- verja. Leikur þvi enginn vafi á því, eins og Nordal tekur fram, að Snorri hafi í Odda fræðst um Noregskonunga á margvíslegan hátt og glæðst þar áhugi á sögu þeirra. Var með þeim hætti traustur grund- völlur lagður að sagnaritun hans, sem hann síðar bygði of- an á með Noregs-dvöl sinni og víðtækum fræðistörfum, en rit hans bera því vitni, hversu víða að hann dró að sér föngin um heimildir og sögulegan fróð- leik. Snemma gerðist Snorri mik- ill höfðingi, eins og segir í Sturlungu, og er það til marks um mannaforráð hans, er stundir liðu, og áhrif í stjórn- málum samtíðar sinnar, að hann var lögsögumaður frá 1215-1218 og aftur frá 1222- 1231; af því verður einnig sú ályktun dregin, að hann hefir hlotið að vera maður mjög lög- fróður. En svo var honum margt til lista lagt, bæði um andlegt atgerfi og verklegar framkvæmdir, að sagan lýsir honum þannig: “Hann gerðisk skáld gott. Var hann ok hagr á alt þat, er hann tók höndum til ok hafði hinar beztu for- sagnir á öllu því, er gera skyldi.” En þó að Snorri væri óneit- anlega mikill atkvæðamður í veraldlegum efnum og stjórn- arfarslegum, Inyndi það hvergi

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.