Heimskringla - 12.11.1941, Page 5
WINNIPEG, 12. NÓV. 1941
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
nærri hafa nægt til þess að
setja hann í þann virðingar-
sess, sem hann skipar í sögu og
minningu þjóðar sinnar. Það er
rithöfundurinn Snorri Sturlu-
son, sem gnæfir, eins og lýs-
andi viti, yfir djúp sjö alda, en
ekki höfðinginn, þó glæsilegur
væri, athafna- og áhrifamikill.
Hitt er jafnsatt, eins og Nordal
leggur áherslu á, að í eigin
augum var Snorri fyrst og
fremst höfðmginn, en eigi
skáldið og fræðiþulurinn; jafn-
hliða skyldi það í minni borið,
eins og Nordal segir spaklega:
“Verk Snorra hafa haft ó-
metanlegan ávinning af æfi-
ferli hans, einmitt eins og hann
var. Frásögn hans ber öll vott
um smekkvísi höfðingjans,
frjálsa hugsun og víðsýni. —
Hann er algerlega laus við
hreddur, mærð og lærdómstild-
ur. Hann skilur söguna ekki
einungis með vitsmunum sín-
um, heldur með reynslu sinni.
Hann hefir ekki einungis skrif-
að sögu, heldur líka lifað sögu.
Þessvegna bera ræðurnar í
söguritum hans og frásagnir
um ráðstefnur og samninga af
flestu öðru í þeirri grein. Og
metorðagirndin, sem veldur
svo mörgu í fari hans, leggur
hka ljómann um höfðingjalýs-
ingar hans. Hann var þar að
lýsa því, sem hann helzt vildi
vera, en aldrei auðnaðist á
Þann hátt sem hann hafði
dreymt um. En í sagnaritun-
inni héldu honum ekki sömu
bönd og í baráttunni um met-
°rð og völd. Sturla Sighvats-
son og aðrir ribbaldar meinuðu
honum ekki að láta höfðings-
skap ólafs helga, Þorgnýs lög-
manns, Erlings Skjálgssonar og
Hinars þarmbarskelfis njóta
sín. Einmitt á þennan hátt er
mikið af því dýrmætasta í bók-
mentum heimsins til orðið. —
£*ær hallir, sem menn fengu
ekki bygt á jörðu, hafa þeir
reist að þvi glæsilegri á frið-
iandi listarinnar.”
m.
Tvö höfuðrit eru með fullri
vissu eignuð Snorra Sturlu-
syni: Edda og Heimskringla.
Snorra-Edda, eins og það rit
er venjulega nefnt, ber órækan
v°tt um víðtæka þekkingu höf-
úndarins á fornum fræðum ís-
lenzkum og um fágæta brag-
fimi hans, enda er þetta rit
hans óþrotleg uppspretta um
hinn forna skáldskap vorn, og
hafði djúptæk áhrif á síðari
bókmentir vorar, þó eigi verði
það hér rakið. Auk þess varp-
ar Snorra-Edda björtu ljósi á
horrænt menningarlíf í heild
sinni. Hinsvegar er “Háttatal”
b^ns, þó merkilegt sé og eigi
mikið fræðigildi, ekki mikill
skáldskapur frá nútíma sjónar-
^hiði; bragarhættirnir leika í
böndum Snorra, en hann er of
búndinn við hið fasta, forna
ijóðform og skortir það hugar-
flúg
og tilfinningaríki, sem
einkennir hin miklu skáld, svo
sem Egil Skallagrímsson for-
föður hans.
Áðruvísi horfir við um hið ó-
búndna mál, goðasagnirnar í
^ddu hans; þar nýtur hinn ró-
iegi og listfengi stíll hans síns
agætlega og hæfileiki hans til
að ljfa sig inn í hugsanir ann-
ara manna, fornan átrúnað og
iiðna viðburði”' (S. Nordal). —
Þessi hæfileiki hans og snild í
frásögn koma þó enn betur i
ijós í mesta og víðfrægasta rit-
verki hans, Heimskringlu (Nor-
egskonungasögum). — Fræði-
mannleg gagnrýni, glöggskygni
pg ritlist haldast þar fagurlega
i hendur, og í því tilliti ber
Snorri höfuð og herðar yfir alla
fyrirrennara sína í íslenzkri
sagnaritun, og þó víðar sé leit-
að. Hann lærði af þeim, sem á
úndan höfðu gengið og notar ó-
spart ritaðar heimildir, en með
gagnrýni sinni og smekkvísi
tókst honum að samræma
brotasilfur hinna eldri heim-
ilda í listræna heild. Hann er
því sannarlega eins og hann
hefir nefndur verið: “arfþegi
og fullkomnari” (S. Nordal).
Eigi má heldur gleyma því,
hver snillingur Snorri er löng-
um í mannlýsingum, eigi sizt
þá er hann ber saman fjarskylt
lunderni söguhetja sinna. Ann-
að er það, sem er sérstaklega
aðdáunarvert um sagnaritun
hans og mjög til fyrirmyndar,
en það er óhlutdrægnin, sem
yfirleitt einkennir frásögn
hans.
Snorra hefir einnig verið
eignað enn annað merkisrit ís-
lenzkra bókmenta, en það er
Egils saga Skallagrímssonar.
Varð dr. Björn M. Ólsen fyrst-
ur manna til að rökstyðja þá
athylgisverðu tilgátu, en
Grundtvig gamli, hinn danski
fræðiþulur, kom fyrst fram
með hana. Rekur Nordal það
mál að nokkru í fyrnefndri bók
sinni um Snorra, en lét þá nið-
urstöðuna liggja milli hluta, þó
að hann fortæki eigi, að ólsen
hefði rétt að mæla. En í hin-
um stórmerkilega formála að
útgáfu sinni af Egils sögu
(1933) tók Nordal þetta mál
til nýrrar og rækilegrar athug-
unar og komst að þessari nið-
urstöðu: “Þetta mál verður
aldrei útkljáð til fullrar hlítar
með þeim gögnum, sem vér
þekkjum nú. Eg er fús til að
skiljast við það sem álitamál.
En sjálfur hefi eg sannfærst
um það því meir, semæg hefi
kynst Egils sögu betur, að hún
sé verk Snorra, og eg mun
framvegis ekki hika við að
telja söguna með ritum hans,
nema ný rök komi fram, sem
mér hefir sézt yfir.”
Sé hér rét til getið, og sterk
rök sýnast hníga að því, þá er
vegur' Snorra að meiri sem
sagnaritara og skuld vor við
hann að því skapi stærri.
IV.
Ritstörf Snorra hafa borið
nafn hans og frægð víðar um
lönd, en nær allra annara Is-
lendinga, og er það sagt með
þau rit hans eingöngu í huga,
Eddu og Heimskringlu, sem
honum eru eignuð með fullri
vissu. Mun Snorra sjálfan lítt
hafa órað fyrir því, að þessi
rit hans færi eins vítt um lönd,
í útgáfum og þýðingum, og
raun ber vitni. Árið 1930 gaf
Gustav E. Raabe, bóksali í j
Oslo, út skrá yfir allar þær
útgáfur, sem kunnugt var þá
um af Snorra-Eddu og Heims-
kringlu; töldust þær vera 51
af hinni fyrri, en 69 af hinni
siðari. Einnig sýndi skrá
Raabes það, að rit þessi höfðu
verið þýdd á eitthvað 12 tung-
ur. Það er því ekki ofsögum
sagt, að þau hafi orðið óvenju-
lega víðförul. Með því er sag-
an þó ekki öll sögð; á þeim
rúmum áratug, sem liðinn er
síðan skrá Raabes kom út,
hafa eigi allfáar útgáfur og
þýðingar af ritum þessum
bætst í hópinn, að eigi sé talað
um nýjar útgáfur af einstökum
Konungasögum Snorra. En um
bókfræði þeirra að. fornu og
nýju má vísa til rita prófessors
Halldórs Hermannssonar um
þessi efni (Islandica, II, XIII,
og XXVI.).
Utan Islands hefir Snorri
hvergi átt eins mikilli lýðhylli
að fagna eins og hjá frændum
vorum Norðmönnum, og var
það eðlilegt, að Noregskon-
ungasögur hans félli þar í
frjóa jörð. I hinni norsku þýð-
ingu prestsins Peder Claussöns,
er út kom í Kaupmannhöfn
1633, og þá eigi síður i seinni
norskum útgáfum og þýðing-
um, varð Heimskringla orku-
lind og hvatningar til dáða i
frelsisbaráttu Norðmanna; hún
varð eftirlætislestur norskra
bænda og átti, ásamt sjálfri
Biblíunni, heiðursrúm á bóka-
hillum þeirra; norskir frændur
vorir stóðu, er þeír lásu Kon-
ungasögur Snorra, augliti til
auglitis við glæsilega fortíð
.p{Tr v
(rílatUr
ttn tínjtony.Tia kmiiSb %ar 14 frf ijmiBac
1 tKjSí ttfomAjítwU twor.fl b7 re bWi
pm (A é fe. í knir'kai) Oi hjSv
'tUtjSeft^an'^etaTtftfniunt ílmÁmh'
Vtjy'ú tJr.-tijnSyitaS aÁ.tx\ ,
U atffc mii ííú ct míftn-mmjjuilUSpí
-o5 tA nr m.ti'Smoinftr ti? Ki. cij trfe
Ciarj.toni) fe.Rj6ttta.gii (Æ.htreiftotftr
y ÍSonfctoup fe) s. Oœw, fcam ó juita'
íjíf i^þo i Joia fe.tjoj n SuíŒ tinajífii
focq. firtýt au nj nuda-ýtgrjfi íin hattcja.
úf f tytí.'txJbru p i'fjn ntfuofcu
Wb tSk. wuÍaSt. ráí fap/ lopn y(£-t\xím
’Olnmbnma. 6&.K.fiai.f.œri cijiSpo'JO.Ii,,
oj(|. (uiotfim-^a .1 i pjtf fapaar.dm
c^i'ftnij.obpþmoftálaívagrtanitíttalS/
tiiuf |oq íUýiT tW.'W-Afarparmnn.
faiíija gmr hánoTfuemí »a tmrar try-na.í1irr
CÚlpvitjnKH. íuíaijk’ OrLrOntarfc
r. r^tou sftr j ytbi tuuvt.Ocœ
gmeVjjf lo$& b «r tSn.wr? fetwyfe U
' 1urf5 notcina. íij f pop A 5 (uuvari>n»
j-fft- fiB'a f V f mwa lurtfma tvf.ir tj&i
. nottniíuftrm;Bi.itróvbg:mij4«J
IjR. ODTftnf tjöT. e þrHiA \£|a \ok,íC |b
Tiifti aíiSíot.þater^btáfai^fi^f. Geotkaalb
uHatir(fler|g-.Pfáí Í-ttróm\lf.Sit-T«S1'
cý W. EythíS arútipp tfum ^-rcatFfaraS
iticnáÍ! yfia ú-sntm. hsp ^
ttfev aj tSiö. ^cbepbyr ífvnm tiatp J.-io£S«,(,,
fci(ja. tt) mií§ mein. ejft et) e.fcpi.Ttu Iftí,
-míffj manl pna ttki r fbníSir m> Smn
ratje*)T\ri bqáT ». boar þjvj oclfctpale pr
Vf tftmv ty^-T.^o jueh úíp frnljfo. arpax.
^rrtr mtt 7 ? orf tvnl öyyjif ftn ar AhAicr
Mitac ijýp tt) tcki láf. yitec 0f.no r
jr btófe J&. aclf |rtc m) frwiuú tyetv aftfafttt
Táf flúft-;g.-mirto f feppucýavyedyiHíeT.
? töfeyájýljv iyác kS,(li4ttö
f« oi týnis.-^H tf. tyilm ftdbijro) eoft at
ftyart t> nl wf. hft VC f hnm iIo.tviIic
Wygirj®arr tttoi. Ot.tLpMníSlpnic
teyiníanihj bot fft Ki^St yetr o?. ei) bo e*
ec fl! rih Cft ha m Æ rJ8 rrc itn v nolltia/
fa*ga-“ - 'pi- - '
my, nin » uywre uS té> man» t)M aft. M
ebaSUofaftiS'j Jftyýys ú-fcjete tfáta WP
ý^7l)ttí!ftmr!yetott arf tiSfattrbÆ -ní
jirnnC etuÆlStc e. tjejífl etj micnj-K'itroa
œft íaó'Svae » mgjö «el taia un j&itiö Wa
yerr 11CffcrliyaJ'ýnjr ^ 41
Vff tuna 1 ánt Indgo.þ'ar þ
jnoBatxIt^1)íý.-mtij:. _ _
vý urB5a mosjntnc feb%)C.-6tj íj: ti ftt /
flWl' taep t? M afc: .
Ttcr.1j»e0fci(-mattí aralffivg ^
wm a&l { f oftt-cec (e t> ytt»-JaÍ5m.\)œi
*- moftímœ- f 14t fe-ft e^ þ tíjo þ boþ fe.
tnrtrR.titarna.Xrfenf'fe p (snotefa.
iliSis »ftr ctStr. Goðt tj tftatSuó.-zbip.l
[öv (ma,r&cc bag 7no(j s (e tSjRajl'
er V’f.ímo þa rthf ntoW m pn é öSrf aprr.
y Æ ft. fe a híiö bgi-tifeVi|?þþ þa>6 mof e
■nat éivttitívfec'W t'MgKarmuÆ lutv
fee»o>attbu)i'««í u;ia)ou,37uvoo
tuewmie.trft.6H þ bj*ic ypdovmou-
fto7 %tjT J • mogr fe.Njerci.J. all oþEHval/
fetíc. ÍL»jarnáíugrntjöteuOyr^larl
om oS\ a$ TlerrnSe þvrnatfenoji. CMue^
scfelröta bejtr jncfeti. UKp -p4 ’J’I’J •
EINA BLAÐIÐ SEM TIL ER AF KRINGLU
(elzta handriti af konungasögum Snorra Sturlusonar) rit-
að um 1260. Það er nú í konunglega bókasafninu í Stokk-
hólmi. Hafði Jón Eggertsson, er afritaði sögurnar í Khöfn,
tekið það með sér til Stokkhólms. En handritið fórst í Árna
Magnússonar brunanum í Khöfn, 1728. Þetta er framsíða
blaðsins, en á því eru 150.—156. kapítúli í Ólafs sögu helga.
RANNSÓKN ÚTSÆÐIS
Bœndum er hérmeð boðið til að skilja
eftir sýnishorn af útsœði sem þeir
œtla sér að nota nœsta vor. hjá ein-
hverjum kornhlöðu röðsmanni Federal
Grain Ltd., til rannsóknar án endur-
gjalds.
þjóðar sinnar og fundu með því
“kraftinn í sjálfum sér”. Þess-
vegna byrjar norski rithöfund-
urinn og fræðimaðurinn, pró-
fessor Fredrik Passche, for-
málann að hinu merka riti
sinu um Snorra og Sturlunga)
(1922) með þessum orðum:
“Oss er öllum kunnugt, að
Heimskringla Snorra Sturlu-
sonar hefir verið máttarvald í
sögu Noregs”. Og af sömu á-
stæðu komst Johan Nygaards-
vold, forsætisráðherra Noregs,
þannig að orði í hinni fögru
ræðu sinni til íslenzkra blaða-
manna í London í sumar: “Frá
íslandi hefir Noregur þegið
Konungasögurnar, en gildi
þeirra fyrir endurreisn og
endurheimt sjálfstæði hinnar
norsku þjóðar verður trautt
orðum aukið.”
Norðmenn ætluðu einnig að
sýna það eftirminnilega í verki,
í tilefni af 700 ára dánarminn-
ingu Snorra Sturlusonar, að
þeir kynnu að meta það, hversu
mikils virði rit hans höfðu ver-
ið hinni norsku þjóð í endur-
reisnar- og sjálfstæðisbaráttu
hennar. Með almennum sam-
skotum höfðu þeir safnað ærnu
fé til þess að láta gera hæfan
minnisvarða um Snorra Sturlu-
son og fengið hinn mikla lista-
mann sínn, myndhöggvarann
Gustav Vigeland, til að vinna
það verk. Var það ennfremur
tilætlunin, að minnisvarði þessi
yrði reistur í Reykholti, sem!
gjöf frá norsku þjóðinni til|
frændþjóðarinnar íslenzku, og
yrði afhjúpaður aðfaranótt 23.
sept. í haust, þá er rétt 700 ár
væru liðin frá dauða Snorra. í
Einnig skyldi annar samskon-i
ar minnisvarði r\m Snorra sam-
tímis reistur í Noregi, að öllum
líkindum i Björgvin (Bergen).
Er minnisvarðinn löngu tilbú-
inn frá hendi listamannsins, en
styrjöldin varð þröskuldur á
vegi þess, að hann yrði reistur
og afhjúpaður á tilætluðum
tíma; en nú mun afráðið, að
það verði gert fyrsta dánar-
dægur Snorra eftir að Noregur
hefir endurheimt frelsi sitt.
Af mynd af honum að dæma,
er minnisvarðinn tilkomumik-
ið listaverk, eins og vænta
mátti af jafn mikilhæfum lista-
manni og Vigeland er. Er lík-
neski þetta 2l/2 metrar á hæð
og stendur á jafnháum stöpli.
Á myndastyttunni er Snorri
klæddur að sið sinnar aldar; að
ásýndum er hann virðulegur og
mikilúðlegur, eins og sæmir
hinum fróða og djúpúðuga
sagnakönnuði, með bók undir
vinstri hendinni.
Hinsvegar fræðir Sturlunga
oss hvergi um vöxt Snorra eða
yfirlit, og verðum vér því að
geta í þær eyður. Tökum vér
um það atriði undir með Nor-
dal, er hann segir: “Flestum
mun verða ósjálfrátt að hugsa
sér þá Sturlunga yfirleitt höfð-
inglega á velli, og ekki getur
hjá því farið, að sálargáfur
Snorra hafi sett svip sinn á
yfirbragð hans.”
Hið sama hefir séra Matthí-
asi fundist; og um leið og vér
minnumst Snorra Sturlusonar
með djúpu þakklæti á þessum
tímamótum, viljum vér halda
að skáldið hafi málað trúa
mynd af hinum mikla ritsnill-
ingi, er hann kvað í minning-
arkvæði sinu um hann:
Goðum líkur svo er sá
að svip og vexti til að sjá;
skeggið sitt og silfurhár
sextíu bera með sér ár;
ennið talar um tign og vit,
tálbrögð heims og feigðar-lit,
meðan augun, ern og snör,
eilíft kynda sálar-fjör.
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO.. LTD.
Birgðir: Hepry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skrifstoía:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
BÝÐUR SIG FRAM TIL
BÆJARSTJÓRNAR
KAFLAR ÚR RÆÐU
Molotov í lok 3 velda fund-
arins í Moskva 1. okt.
VIÐSKIFTALÖND CANADA
Eftirfarandi tafla sýnir viðskifti Canada á árinu 1940
við önnur lönd.
Innan Bretaveldis:
Löndin: Innfl. vörur Útfl. vörur
Ástralía ..................$ 16,571,000 $ 33,860,000
Bermuda ........................ 61,000 1,567,000
British East Africa.......... 1,739,000 4,790,000
British Guiana .............. 8,965,000 2,579,000
British India............. 16,613,000 11,603,000
British South Africa ........ 3,443,000 37,874,000
British West Africa ......... 1,078,000 602,000
British West Indies ........ 12,285,000 17,361,000
Ceylon ...................... 4,641,000 392,000
Fiji ...................... 3.100,000 338,000
Ireland (Eire) ................ 372,000 5,776,000
Newfoundland ................ 3,075,000 12,640,000
New Zealand ................. 5,738,000 9,785,000
Straits Settlements ........ 27,076,000 4,281,000
United Kingdom ............ 161,216,000 508,055,000
Utan Bretaveldis:
Argentina ................... 6,542,000 6.107,000
Brazil ..................... 6,243,000 5,063,000
China ...................... 4,524,000 2,503,000
Columbia ........,.......... 9,851,000 1,438,000
Cuba ........................ 1,431,000 1,859,000
Egypt ...................... 981,000 8,396,000
Japan ..................... 5,887,000 11,367,000
Mexico 734,000 4,328,000
Peru ......-..............712,000 1,527,000
Spain ...................... 1,111,000 -
Sweden ..................... 1,587,000 587,000
Switzerland ............... 3,547,000 744,000
United States ............. 744,231,000 443,025,000
Venezuela ................... 3,118,000 1,720,000
“Þessari ráðstefnu hefir tek-
ist að ljúka störfum sínum til
fullnaðar á fáum dögum og hef-
ir orðið sammála um ákvarð-
anir i öllum málum er hún
hefir fjallað um.
Eg vil nú við þetta tækifæri
leyfa mér fyrir hönd sovét full-
trúanna að tjá brezku og
bandaríkja nefndarmönnum
vort alúðar þakklæti og einnig
öllum sérfræðingunum og sér-
staklega Lord Beaverbrook og
Mr. Harriman, sem að hafa
sýnt svo frábæra elju og viija-
festu og lægni við að samstilla
hin margvíslegu störf ráðstefn-
unnar.
Á svona örlagastund gátum
vér algerlega sannfærst um að
hvað miklu leiti úrslita lífs-
spurmál og sameiginleg mark-
mið vorra frelsisunnandi ríkja
hafa dregið þau saman og leitt
þau til náinnar samvinnu í
þessari stórfeldu baráttu sem
nú er háð gegn Hitler spiltu
Þýzkalandi sem hyggur að þró-
ast á blóðugri þrælkun þjóða
og ofbeldisráni annara landa.
Þessi ráðstefna kom saman
að undirlagi tveggja mikil-
hæfra stjórnmálamanna, Mr.
Roosevelt forseta Bandaríkj-
anna og Mr. Churchill, forsæt-
isráðherra Stór-Bretlands.
Vér viljum votta þeim alúðar
þakklæti og nú um leið er rétt
að geta þess, að bæði Stór-
Bretaland sem nú heyjar stríð
gegn Nazi Þýzkalandi — og
utan stríðs Bandaríkin, hafa
í hvorttveggja jöfnum höndum
viðurkent nauðsynina á að
þurka út Hitlerisma, og nauð-
syn á að aðstoða Sovét ríkin
| til að vinna að því, með sinni
auðugu efnalegu framleiðslu.
! Þessi sameining krafta
þriggja stórvelda, Bandaríkj-
anna, Stór-Bretlands og Sovét
; sambandsins, sem nú er að fara
fram í augsýn vorri, fer langt
i þá átt að tryggja fyrirfram
; sigur vorn gegn nazistum. —
! Jafnvel meðan þeir eru að ýkja
á allan hátt bráðabirgða sigra
[ sína á þessum eða hinum vett-
vang stríðsins.
Þessi Moskva ráðstefna hefir
ákveðið afhending vopna og
hergagna sem mest ríður á til
varnar U. S. S. R., og sem nú
er byrjuð.
Mr. Ernest HaHonquist
Við næstu bæjarstjórnar-
kosningar í Winnipeg, þann 28.
þ. m., býður sig fram í 2. kjör-
deild Mr. Ernest Hallonquist,
sænskur blaðaútgefandi, ötull
og áhugasamur, liðlega fertug-
ur að aldri; hann leitar kosn-
ingar til eins árs, eða fyrir það
tímabil, sem C. Rhodes Smith
gegndi eigi til enda vegna kosn-
ingar hans á fylkisþing. Mr.
Hallonquist er fæddur og upp-
alinn í 2. kjördeild, og hefir
mikið gefið sig við mannfélags-
málum við góðum árangri;
hann er vel hæfur maður fyrir
þá stöðu er hann nú sækir um,
og væri vel, að Islendingar
veittu honum fylgi. Mr. Hal-
lonquist er kvæntur maður og
á tvö börn; heimili hans er að
964 Valour Road.
Þessari aðfærslu að flugvél-
um bryndrekum og öðrum á-
höldum og hráefnum verður að
hraða, og fara vaxandi svo hún
komi að tilætluðum notum.
Hér mun einnig útreikning-
ur Hitlers kollvarpast þvert á
móti ætlun hans. Þá, hefir
Hitler hraðað samvinnu og
sameining krafta lýðræðisríkj-
anna gegn Nazista ofbeldis-
stjórn sem er orðin alvarleg
hætta, ekki einungis fyrir þá
sem þeir hafa allareiðu ráðist
á, heldur einnig fyrir þá sem
þeir eru nú að búa sig undir
að ráðast á í nálægri framtíð.
Við sjáum viðurkenning á því
af hálfu þessara vinsamlegu
stórvelda að U. S. S. R. verður
nú að þola þyngstu áföllin af
árásum óaldarlýðs þýzkra naz-
ista. Vér sjáum í þessu einnig
staðfesting á því að hjálpin
komi fljótt í vaxandi mæli og
tilsvarandi þeim árásar öflum
er að oss er stefnt.
Nazista innrásar ræningj-
arnir munu til einskis leita að-
stoðar hjá þeim þjóðum er þeir
hafa gert að þrælum.
Alt þetta verður að ryki —
þessir landvinningar Nazista
verða þeim aldrei sá styrkur,
er jafnist við það sem þessi
þrjú lýðstjórnar stórveldi geta
og eru viljug að leggja fram
til höfuðs hinni blóðugu Hitler
ófreskju og til eyðileggingar á
þessum nútíðar félagslífs sora á
Þýzkalandi.”-^-Lausl. þýtt.
Friðrik Swanson