Heimskringla - 12.11.1941, Qupperneq 8
8. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 12. NÓV. 1941
FJÆR OG NÆR
MESSUR 1 ISLENZKU
SAMBANDSKIRKJUNUM
Messur í Winnipeg
Umræðuefni prestsins í Sam-
bandskirkjunni n. k. sunnudag,
verður við morgunguðsþjón-
ustuna kl. 11 f. h. “Churches
and Time Bombs” og við kvöld-
guðsþjónustuna, kl. 7. “Hinir
endurfæddu”. Fjölmennið við
báðar guðsþjónusturnar.
• • •
Messa og ferming að Hólar
Hall sunnudaginn þann 16.
nóv. n. k. kl. 2 e. h.
H. E. Johnson
• • •
Séra Guðm. Árnason messar
á Lundar næstkomandi sunnu-
dag, þann 16. nóvember, á
venjulegum tíma.
# * * *
Útvarpsguðsþjónusta
Sunnudagskvöldið, 23. þ. m.
kl. 7, verður guðsþjónustunni
útvarpað frá Sambandskirkj-
unni í Winnipeg yfir útvarps-
kerfi CKY stöðvarinnar undir
umsjón Hins sameinaða kirkju-
félags Islendinga í Vesturheimi.
Eru menn beðnir að minnast
þess, og láta sem flesta vita af
þessari guðsþjónustu.
* * *
Members of the Senior Y. P.
R. U. of the First Federated
Church will hold a meeting
Monday, November 17th, at
8.15 p.m. in the church parlors.
There will be an election of of-
ficers. Amongst other busin-
ess will be the selection of a
play which the group plans on
producing. All young people
are urged to attend.
* # *
S. 1. laugardag, 8. þ. m. jarð-
söng séra Philip M. Pétursson,
Mrs. Hilda May Pickering, sem
var kona Mr. Henry H. Picker-
ing, til heimilis hér í Winnipeg.
Bæði eru ættuð frá Birming-
ham á Englandi. Þau Picker-
ings hjónin voru tengdaforeldr-
ar séra Helga I. S. Borgfords,
prests Únítara safnaðarins í
Ottawa. Auk konu hans, Elsie
Elizabeth, eru tvö önnur syst-
kini, James H., sem er í flug-
hernum, og Ruth, (Mrs. Pic-
ard). Útförin fór fram frá
Gardiner's útfararstofu og jarð-
að var í Elmwood grafreit.
* * •
Samsœti
var haldið til að kveðja
Ragnar H. Ragnar á þriðju-
dagskveldið, af 150 íslending-
um. Ræður héldu Soffonías
Thorkelsson, veizlustjóri, séra
Valdimar Eylands, sem og las
upp bréf til heiðursgestsins frá
próf. Beck, forseta Þjóðræknis-
félagsins; Eddie Johnson, for-
maður karlakórsins, Guðm.
Stefánsson, séra Philip M. Pét-
ursson, Dr. Sig. Júl. Jóhannes-
son, Hjálmar Gíslason, A. S.
Bardal, Alex Johnson. Allir
þessir töldu upp afrek heiðurs-
gestsins á sviði þjóðrækninnar,
fjör hans og framtak í félags-
skap og á sönglistarinnar svið-
um, óskuðu honum heilla, buðu
hann velkominn ef hann vildi
aftur koma.
Skáldin létu ekki sitt eftir
liggja, Gordon, Paulson, Ragn-
ar Stefánsson, Jón Jónatansson
ávörpuðu heiðursgestinn í
bundnu máli með fögrum orð-
um og snjöllum. Þess á milli
skemti karlakórinn. og lauk
samkomunni með því að syngja
Vegir skiijast og Tárið.
Heiðursgesturinn þakkaði
sem lipurlegast, spáði vel fyrir
Fróni og bað alla viðstadda
muna eftir karlakórnum,
hlynna að honum og styrkja
eftir megni. Einn merkasti
þáttur í þjóðræknis starfi
Ragnars tjáðist það, að hann
hefir kent ísl. börnum að
syngja ísl. lög og kvæði, án
þóknunar, eða sama sem. Til
viðurkenningar fyrir það og
önnur óborguð félagsstörf, var
hinum vinsæla heiðursgesti af-
hent peningagjöf af núverandi
formanni söngflokksins, Mr.
Johnson.
• * •
Fimtudaginn 20. nóv. býður
kvenfélag norsku lút. kirkjunn-
ar öllum til máltíðar í nýju
norsku kirkjunni á Minto St.,
rétt norður af Portage. Þetta
er hin árlega “lutéfisk” máltíð,
sem frægar eru, og Norðmenn
og íslendingar halda mjög af.
Máltíðin hefst kl. 5.30 e. h. og
kostar 50^.
Ársfundur íslendingadagsins
verður haldinn i Goodtemplarahúsinu
MANUDAGSKVELDIÐ 24. NÓV. 1941, kl. 8 e. h.
Lagðar fram skýrslur og reikningar. Kosning sex
embættismanna í nefndina í stað þierra, sem endað
hafa starfsár sitt. Áriðandi að allir sæki fundinn.
N E F N D I N
Lótið kassa í
Kœliskópinn
WvmoLa
Æ GOOD ANYTIME
SARGENT TAXI
and TRANSFER
SIMI 34 555 eða 34 557
7241/2 Sargent Ave.
Contracts Solicited
I Einar R. Kvaran, sonur séra
Ragnars heitins og Þórunnar
Kvaran, stundar nú verkfræði-
nám á Californíu-háskóla. í
bréfi til Thorvalds Pétursson-
j ar nýlega, biður hann fyrir
kveðjur til kunningjanna í Win-
nipeg bæði frá sér og móður
sinni heima. Hann segist kunna
vel við sig vestra; hefir hitt í
TOMBOLA og DANS
heldur stúkan Hekla til arðs fyrir sjúkrasjóð sinn
MÁNUDAGINN 17. NÓVEMBER 1941
í G. T. húsinu á Sargent Ave.
Byrjar kl. 8 e. h.
INNGANGUR OG EINN DRÁTTUR 25 i
Ágætir drættir: eldiviður, hveitisekkir, kaffi og fleira.
'ÍSCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCC^
For Good Fuel Values
Warmth •— Value ~~ Economy
ORDER
WILDFIRE LUMP (DRUMHELLER)
BIGHORN SAUNDERS CREEK LUMP
(Saunders Area)
CANMORE BRIQUETTES
PHONES ) *| m
MCf'*URDYCUPPLY<r',O.Ltd.
^✓BUILDERS' I^SUPPLIES ^^and COAL
LICENSE No. 51
1034 ARLINGTON ST.
Berkeley, Bud, son dr. M. B.
Halldórsonar er fór með hon-
um um bæinn, við komu hans
vestur. Ferðina vestur kvað
hann hafa dregist nokkuð,
vegna tafar á siglingarleyfi frá
Reykjavík.
• • •
Mrs. Hlaðgerður Laxdal
Thorláksson, ekkja Thorsteins
Thorlákssonar, lézt að heimili
dóttur sinnar, Mrs. E. Thor-
steinson, Leslie, s. 1. mánudag.
Börn þeirra eru mörg á lífj flest
í Bandaríkjunum; í þessum bæ
er ein dóttir, Mrs. Alex John-
son. Jarðarförin fer fram 1
Winnipeg frá Fyrstu lút. kirkju
n. k. laugardag, kl. 2 e. h.
• * •
Mr. J. J. Bíldfell ætlar, hinn
19. þ. m., að flytja erindi um
dvöl sína norður í Eskimóa
landinu, eins og áður hefir ver-
ið getið um hér í blaðinu. Mun
hann þó sérstaklega ætla sér að
segja frá komu sinni til Græn-
lands og því sem hann þar sá
og varð vísari um hinar fornu
íslehdinga bygðir þar í landi,
en á þeim slóðum dvaldi hann
um stund.
Mun marga fýsa að heyra
það sem Mr. Bíldfell hefir að
segja frá þeim hluta Grænlands
þar sem íslendingar námu land
og þótt segja megi, að það land-
nám hafi mishepnast, þá var
það þó merklegt fyrir margra
(hluta sakir og frá Grænlandi
jvar gerð fyrsta tilraun hvítra
jmanna til landnáms í Ameríku.
Mikið hefir verið reynt að kom-
ast eftir því, hvað varð um hið
norræna fólk sem forðum bjó á
vesturströnd Grænlands, en
sem nú er löngu horfið og eng-
inn veit með vissu hvað um
hefir orðið. En þó aldrei verði
hægt að komast eftir því með
vissu, þá stendur þetta mál svo
nærri hugum Islendinga, að
þeir vilja ávalt hlusta á allar
sennilegar tilgátur því viðvíkj-
andi.
Mr. Bíldfell hefir líka tölu-
vert af hreyfimyndum þarna úr
norðrinu, sem hann ætlar að
sýna í sambandi við erindi sitt.
Það má reiða sig á, að þeir sem
samkomu þessa sækja, og þeir
verða vafalaust margir, fá þar
mikinn fróðleik og einnig góða
skemtun. Þar verður einnig
skemt með söng. Eldra Kven-
félag Fyrsta lút. safnaðar
stendur fyrir samkomunni og
veitir öllum kaffi sem þar
koma, að erindinu loknu, og
það verður flutt í samkomusai
Fyrstu lút. kirkju á miðviku-
dagskvöldið hinn 19. þ .m. og
byrjar kl. 8.15. Aðgangur 25
cents.
• • •
Messur í Gimli
Lúterska prestakalli
Sunnud. 16. nóvember: Betel
morgunmessa. Gimli, ísl. messa
kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli
Gimli safnaðar kl. 2 e. h. Ferm-
ingarbörn á Gimli mæta til við-
tals á prestsheimilinu föstud.
14. nóv. kl. 4 e. h.
B. A. Bjarnason
• • •
ísl. guðsþjónusta í Vancouver
verður, ef G. 1. haldin í
dönsku kirkjunni á E. 19th Ave.
og Burns St., kl. 3 e. h. næstd
sunnudag. Allir eru veikomn-
ir og allir eru beðnir að láta
þetta berast sem bezt.
Rúnólfur Marteinsson
IJR ÖLLUM ÁTTUM
Síðustu fréttirnar frá stríð-
inu á Rússlandi eru þær, að
Hitler hafi ekkert orðið ágengt
s. 1. 3 vikur og að Rússar séu
farnir að sækja á lið þeirra á
ýmsum stöðum. Þjóðverjar
virðast ekki vongóðir um neitt
orðið. Sevastopol, flotastöð
Rússa á Krímskaga, er enn ö-
tekin og ekki líkleg að verða
Þjóðverjum að bráð fyrst um
sinn enda þótt þeir hafi suður
um eiðið brotist, út á Krím-
skaga, sem aðeins er 4 milna
breitt og þó þar tæki hver víg-
línan við að annari. En tvær
vikur þurftu Þjóðverjar til
þessa. Mannfall varð mjög
mikið af þeim meðan glímt var
við þessa þraut.
• • ■•
Bandaríkja þingið hefir sam-
þykt lög um það að veita Rúss-
landi lán er nemur einni biljón
dala ($1,000,000,000).
* * •
Hitler er eins reiður Roose-
velt forseta og nokkur maður
getur verið, en skipun hans til
kafbáta sinna er þó sú að
skjóta ekki að fyrra bragði á
bandarísk skip.
# # #
Angus Maclnnis, þingm. frá
Vancouver East á sambands-
þinginu, spurði í gær, hvort
VIÐ KVIÐSLITI
Til linunar, bóta og styrktar
reynið nýju umbúðirnar, teyju-
lausar. Stál og sprotalausar. —
Skrifið: Smith Manfg. Company,
Pept, 160, Preston, Ont.
Heimilisiðnaðarfélagið held-
ur fund hjá Mrs. H. Líndal, 912
Jessie Ave., miðvikudaginn 19.
nóv. kl. 2 e. h.
# # #
Snorri Hóseasson frá Mozart,
Sask., er dvalið hefir í bænum
um viku tíma, fór norður til
Riverton í gær. Hann er bú-
inn að ráða sig þar til að fiska
í vetur.
• • •
Bréf
Kæri herra ristjóri:
íslenzku kvenfélögin í Seat-
tle biðja þig vir^amlegast að
láta þess getið að þau hafa á-
kveðið að selja kaffi- og smá-
varning að auki, í sambandi við
Allied Fair, undir umsjón Bri-
tish American War Relief As-
sociation, í Civic Auditorium
borgarinnar, 28. og 29. nóv.
ógóðann ánafna þau Rauða
Krossi Islands. Allur styrkur
mjög þakksamlega þeginn.
Forseti nefndarinnar,
Mrs. S. V. Thompson,
6610—34th N. W.
Ritari,
Jakobína Johnson,
3208—W 59th
Féhirðir,
Mrs. J. Magnússon,
2832—’W. 70th
Aðst. nefndarinnar,
Mrs. J. A. Jóhannson,
2807—W. 63rd.
Mrs. O. Mittelstadt,
7500—32nd N. W.
• * *
Messa í Geysir
Séra Bjarni A. Bjarnason
messar væntanlega í kirkju
Geysirsafnaðar næsta sunnu-
dag, þ. 16. nóv. kl. 2 e. h. Árs-
fundur safnaðarins verður
haldinn á eftir messu. Fólk
vinsamlegast beðið að fjöl-
menna.
• • •
Lúterska kirkjan I Selkirk
Sunnud. 16. nóv.: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 f. h. Ensk
messa kl. 7 e. h. S. Ólafsson
ekki væri ráðlegt, að sleppa
kommúnistum, sem í tugthúsi
voru í Canada vegna skoðana
sinna út. Mr. King forsætis-
ráðherra svaraði, að kommún-
ista flokkurinn væri bannaður
í Canada, ekki vegna þess, að
með því væri Canada á móti
Rússlandi, heldur vegna hins,
að kommúnistar hindruðu her-
starf Canada.
• • •
20 Tékkar voru teknir af lífi
í Vín s. 1. fimtudag, fyrir að
ætla að eyðileggja vörubirgðir
í borginni.
# • #
I Króatíu voru 75 menn tekn-
ir af lífi s. 1. mánudag af Þjóð-
verjum og sumir fyrverandi
þingmenn Júgóslavíu hneptir í
varðhald.
• # #
1 Noregi voru 6 menn teknir
af lífi af Þjóðverjum s. 1. mánu-
dag fyrir óhlýðni.
* * •
Júgóslavíu-stjórnin, sem er
útlagi, og hefst við í London,
sagði frá því s. 1. fimtudag, að
hún hefði upjdýsingar frá kirkj-
unni í Serbíu (orthodox), að
Hitler hafi tekið um 300,000
Serba af lífi. Er þar um karl-
menn, konur og börn að ræða.
Manndráp þessi eru í hefnda-
skyni fyrir óskunda og ólög-
hlýðni, sem Serbar sýna stjórn
Hitlers í Belgrade.
• • •
Það er harla ótrúleg frétt, en
auðvitað ekki óhugsanleg, að
kapteinn Roald Amundsen,
norski heimskautafarinn frægi,
sé á lifi. Um þetta birtist frétt
s. 1. laugardag og er Rome bor-
in fyrir henni. Amundsen var
talið að hefði farist 1928 við leit
ítalsks flugfars norður í íshafi.
En nú kveðst loðvöru verzlari
í,þjónustu Alaska Trading Cor-
poration hafa fundið Amund-
sen í firði einum á meðal Eski-
móa við North Baffin Sea. —
Skinnahéðinn þessi segist hafa
talað við Amundsen, og hefir
eftir honum að sér líði vel hjá
Eskimóum og hann óski ekki
eftir að hverfa aftur til menn-
ingar heimsins.
MESSUR og FUNDIR
í kirkju Sambandssainaðar
Messur: á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Safnaðarnefndin: Fundir 1.
föstudag hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld i hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan
þriðjudag hvers mánaðar,
kl. 8 að kveldinu.
Söngœfingar: íslenzkri söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskveldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: Á hverjum
sunnudegi, kl. 12.15 e. h.
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
Forseti: Dr. Richard Beck
University Station,
Grand Forks, North Dakota
Allir Islendingar í Ame-
ríku ættu að heyra til
Þ j óðrœknisf élaginu
Ársgjald (þar með fylgir
Tímarit félagsins ókeypis)
$1.00, sendist fjármálarit-
ara Guðmann Levy, 251
Furby St., Winnipeg, Man.
1
Gæðin eru alþekt
Verðið eftir því
Þó það sé frábært að gæðum
. . . þó að bragðið sé indælt,
keimurinn ljúfur . . . þá kost-
ar Branvin engu meira en vín
eins og þau gerast. Þar af
kemur að Branvin eru beztu
vínkaup í Canada.
JORDAN WINE COMPANY, LIMITED
Jordan, Canada
calLon flagon $
26 OZ. B0TTLE—60c
22
JORDAM
BRANVIN
Redo^White WINE
Thls advertlsement ls not lnserted by
Government Llquor Control Oommlsslon.
The Commlsslon ls not responslble for
statements made as to qualtty of pro-
ducts advertlsed.
Hjá EATON’S