Heimskringla


Heimskringla - 10.12.1941, Qupperneq 2

Heimskringla - 10.12.1941, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. DES. 1941 SKOTTULÆKNINGAR NÚTÍMANS Eftir Karl Kroner, dr. med. Vér lifum á svonefndri menn- ingaröld, og erum mjög hreykn- ir af því, hve langt vér höfum komist áleiðis. Brosandi hugs- um við til þess, að fyrr á tím- um og enn í dag, er hjá frum- stæðum þjóðum leitað töfra- manna og skottulækna til sær- inga og annars kukls, í því skyni að faela illa anda frá þeim sjúku. Vér lesum með hryll- ingi, að á miðöldunum voru brendar á báli kerlingar, sem menn ímynduðu sér göldróttar, þar eð þær hefðu sýkt menn og fénað með töfrum eða flutt far- sóttir til landanna. — Sú öld er nú liðin. Nú vita menn, að smitandi sjúkdómar koma eigi af göldr- um, heldur valda þeim lifandi sóttkveikjur. Vér þekkjum or- sakir flestra þessara sjúkdóma, vitum hvernig þeir breiðast út og getum að miklu leyti af- stýrt þeim. Hinum hættuleg- ustu þeirra, sem fyr meir eyddu miljónum manna, er búið að útrýma, að minsta kosti úr Ev- rópu t. d. svarta dauða og kól- eru. Öðrum, eins og t. d. bólu- sótt, verjumst vér aftur á móti með bólusetningu. Svo að segja alt þetta má þakka hinni vís- indalegu læknisfræði, sem á síðustu fimtíu árum hefir tekið geysilegum framförum, enda hafa náttúruvísindin stöðugt fært oss nýja þekkingu, aðal- lega í eðlisfræði og efnafræði. Læknisfræðin hefir tekið alla þ.essa þekkingu í þjónustu sína, þvi sjálf er hún aðeins ein grein náttúruvísindanna. Maðurinn er, eins og aðrar lifandi verur, háður lögmálum náttúrunnar. Vér höfum nú miklu meiri þekkingu en forfeður vorir, á starfsháttum heilbrigðs óg sjúks líkama, og þess vegna hefir meðferð okkar og árang- ur stöðugt farið batnandi. Þrátt fyrir þetta er enn í dag nóg af sjúkdómum, sem læknarnir geta ekki læknað til fulls, og enn eru aðrir, sem verða að teljast ólæknandi, að minsta kosti með núverandi þekkingu vorri. Nú tekst t. d. oft að lækna krabbamein, sem áður var ólæknandi, a. m. k. á fyrsta stigi þess, ýmist með skurð- um, radium eða Röntgens-5 geislum. Þess verður sjálfsagt langt að biða, að vér losnum til fulls við ýmsa langvinna og ólæknand sjúkdóma, og vér er- um fjarri lokatakmarkinu — því, að aðeins verði til ein dán- arorsök önnur en slysfarir, sem sé ellikröm. Því getur þó eng- inn neitað, að vér nálgumst þetta mark óðum. * Meðal-mannsæfi hefir sífelt farið hækkandi í menningar- löndunum. Hver sá, er eitt- hvað hefir kynt sér byggingu og starfshætti mannlegs lík- ama, veit einnig hve óendan- lega flóknir þeir eru og hve margvíslegar truflanir það eru, sem nefnast sjúkdómar. Hann veit hve langan tíma og hve mikla vinnu þarf til þess að kynnast því nokkurn veginn, og að því aðeins getur sérfræð- ingurinn, þ. e. a. s. læknirinn, haft vit á þessu, að hann hafi aflað sér nægrar þekkingar. Og að lokum vita allir, að gegn þessum margháttuðu truflun- um er ekki til neitt óbrigðult meðal, sem á við alt. Þegar vél, t. d. bíll fer eigi af stað, þá geta legið til þess hin- ar margvíslegustu orsakir: olíuskortur, bilun á kveiking- unni, á 'öxlinum, o. s. frv. og aðgerðin fer þá eftir því hvað bilað er. En það, sem á við um vél, gildir því fremur um mannslíkamann, sem er miklu margbrotnari. Þar getur að- eins sérfræðingurinn, a. m. k. í vandþektum sjúkdómum þekt bilunina og lagfært hana. Þetta liggur í augum uppi. Til að komast hjá öllum mis- skilningi skal það skýrt tekið fram, að það er ekki hægt að bera mannslíkamann saman við vél, nema að sumu leyti. Það, sem aðallega greinir manninn frá vél, er, að manns- líkaminn er stöðugt að breyt- ast, og meðal annars eru hin gagnkvæmu sálrænu og líkam- legu áhrif einnig afar djúptæk. Það er engin tilviljun, að hinar miklu framfarir síðustu áratuga í náttúruvísindunum og á skyldum sviðum, hafa svo að segja eingöngu verið að þakka sérfræðingum. Nú á tímum nægir ekki góð hug- mynd. Ef sérþekkingu og kunnáttu í rannsóknaraðferð- um vantar, kemst maður ekki lengra. Atómu - eðlisfræðingunum hefir þannig tekist það, sem gömlu gullgerðarmönnunum mistókst öldum saman, þ. e. að *«Sg; • Þér mun geðjast vel að Branvin . . . keimurinn að þvi er indæll, bragðið fyr- irtaks gott. Það er ein- stakt í sinni röð. 1 Canada fæst ekki eins gott vín fyr- ir eins lágt verð, annað en Branvin! JORDAN WINE COMPANY, LIMITED JORDAN, CANADA BM2 2U Gallons Brúsi 26 oz. flaska 60< JORDAN BRANVl N fíed^White IVIN E Thls advertisement is not lnserted by the Govemment Llquor Control Comm. The Comm. is not responsible for statements made as to quality of products advertised breyta einu frumefni í annað. Það sama á við um læknavís-1 indin. Því skal ekki neitað, að leik- menn hafi áður fyrr einnig bent' á nýjar brautir, og öll gömul. læknisráð hafa verið samvizku-! samlega reynd og rannsökuð og það nýtilega tekið upp í nú- tíma læknisfræði samkvæmt hinu forna latneska orðtæki: “Salus ægroti suprema lex” þ. e. “Æðsta lögmálið er heil- brigði sjúklingsin's”. En það, sem ekki hefir staðist rann- sóknir og reynslu síðustu ára, hefir verið fyrir borð borið. | Það virðist ólíklegt, að nokk- ur skynsamur maður, á vorum dögum, trúi á dulrænar lækn- ingar eða allsherjar læknislyf. Þó er þetta algengt. Það er mannlegt eðli, að sjúklingar og skyldmenni þeirra, einkum ef um er að ræða langvinna og ó- læknandi sjúkdóma, leiti til undralækna, er alt annað bregst. Við þetta bætist svo hinn mikli fjöldi af ímynduð- um sjúkdómum. Það er undra- vert hve margir láta glepjast af hverjum nýjum svikahrappi, og fórna honum heilsu sinni og fjármunum. Eg segi af ásettu ráði einnig heilsunni, því of oft er bezta tímanum til viðeigandi | lækninga eytt í skottulækning- j ar. Stundum eru þessar undra-1 lækningar framkvæmdar af mönnum, sem trúa sjálfir á þær, oftast eru það þó svikarar, sem nota sér trúgirni með- bræðra sinna til að auðga sjálfa sig. 1 stað fleiri raka skulu nefnd nokkur dæmi, sem sýna þetta. Eg hefi aðeins valið slík, sem eru kunn í öllum at- riðum. Alt, sem á eftir fer, hefir bókstaflega verið eins og því verður lýst hér. Eg byrja á nokkrum tiltölu- lega skaðlausum aðferðum. — Fyrir mörgum árum skaut upp manni, sem fullyrti, að allir eða flestállir sjúkdómar stöfuðu af rangri samsetningu líkams- vessanna. Til að forðast þetta, þurftu menn aðeins að taka inn salt, er hann bjó til sjálfur. Það bar nafn uppfyndingarmanns- ins, og hét Kruschen-salt. Skrumauglýsingar um salt þetta báru mikinn árangur. Saltið flaug út í öllum löndum. Þegar töfrarnir dugðu ekki lengur nógu vel, breytti mað- urinn saltinu og nefndi það: jNei-Kruschen-salt. Aðrir fylgdu dæmi hans, og bráðum var Stufkamp-salt og mörg önnur sált á boðstólum. Þau hafa að- eins hjálpað uppfyndinga- mönnunum, sem hafa orðið rík- ir á skömmum tíma. Nú nefnir enginn þessi meðul framar, því þau hafa aðeins hjálpað meðan þau voru ný, — með sefjan. Önnur undralyf komu á eftir. Þannig hafði hugvitssamur maður fundið það út, að ind- verski fíllinn yrði feykigamall, sökum þess að hann æti sér- staka jurt, sem yxi í Indlandi, og innfæddir menn nefna Luku- tale. Það, sem hentaði fílnum, hlyti einnig að gagna mönnum. Einnig þessari fjarstæðu var trúað, og fjöldamargir menn fóru að éta Lukutale. Jafn- gamlir fílnum urðu þeir þó ekki, og nú er Lukutale gleymt. Líkt fór fyrir tejurt frá Bra- silíu, er átti að hafa bætandi áhrif á innantökur, sem væru orsakir allra meina. Þessi og þvílík meðul hafa verið tiltölulega meinlaus, þótt þau hafi á hinn bóginn ekki gert neitt gagn. Hættulegri var sá óhæfa, sem nú verður getið um. Eigi alls fyrir löngu varð smali, að nafni Ast, víð- kunnur. Hann bjó í litlu þorpi í Norðvestur-Þýzkalandi. Hinir sjúku þurftu alls ekki að koma til hans, heldur aðeins að senda honum hárlokk af sér. Af hár- lokknum þekti hann sérhvern sjúkdóm og lét úti meðul, sem hann hafði búið til sjálfur. — Þessu trúðu þúsundir manna þangað til háðfugl nokkur sendi honum skúf úr kýrhala, og af hárunum þóttist hann bera kensl á mjög hættulegan sjúkdóm, er sendandinn gengi með. Önnur aðferð til að þekkja sjúkdóma, sem enn í dag er mikið notuð, er hin svonefnda augngreining. Skal nú farið um hana nokkrum orðum. — Þér vitið, hve oft er erfitt að þekkja sjúkdóma. Frá alda- öðli hafa læknar gert sér far um að fullkomna sífelt rann- sóknaraðferðir sinar. Rönt- genrannsóknir, efnafræði- og bakteríurannsóknir hafa verið endurbættar ótrúlega mikið. En maður, sem greinir sjúk- dóma í augum fólks, er ekkert upp á þetta kominn. Hann þarf aðeins að sjá lithimnu augans og veit þá jafnskjótt um alla eldri og yngri sjúk- dóma hægra líkamshelmings og í því vinstra hins helmings- ins. Þó að það væri éiginlega óþarft, voru þessar fullyrðing- ar rannsakaðar af augnlækn- um, en þeir fundu auðvitað ekkert, sem styddi þetta. Þekt- ur skottulæknir af þessu tagi var látinn rannsaka tuttugu sjúklinga fyrir rétti og voru nítján sjúkdómsgreiningar hans rangar. En, þrátt fyrir það, þrífast augn-skottulækn- arnir enn þann dag í dag. Eitt mjög alvarlegt dæmi um nýtízku skottulækningar er sagan um Weisenberg. Maður með.þessu nafni, sem áður hafði verið múrari, stofnaði nokkurs konar trúarbragða- hreyfingu, og töldust að lok- um til hennar yfir 200 þúsund meðlimir. Hann gaf út sér- stakt blað, sem hét “Das weise Berg.” Hann stofnaði nýlendu eða þorp, með matsöluhúsum og stórum fundarsölum. Hinir trúuðu álitu hann vera spá- mann, sem byggi yfir einhverj- um undrakrafti, og gæti lækn- að. hvern einasta sjúkling. — Læknislyf hans var hvítur ost- ur, sem lagður var á auga sjúkl- inganna. Foreldrar barns nokk- urs, sem Weisenberg hafði gert blint með læknisaðgerðum sín- um, stefndu honum fyrir rétt. í réttarrannsókninni kom í ljós, að Weisenberg hafði ennfremur haft holdleg mök við margar konur, sem trúðu á hann, og málið endaði með því, að Weis- enberg var dæmdur í margra ára fangelsisvist, og söfnuði hans var tvístrað. Christian Science, sem er upprunnið í Bandaríkjunum, stendur mitt á milli læknis- fræði og trúarbragða. Stofn- andinn, * Mary Baker Eddy, fullyrðir, að yfirleitt sé enginn sjúkdómur til. Sjúkdómar séu aðeins syndir, og því aðeins hægt að lækna þá með bæn. Sjúkdómar, já jafnvel dauðinn sjálfur, eru ekki til í raun og veru, en aðeins imyndun, blekking eða hugsunarvilla. — Þess vegna notar Christian Science engin læknislyf, og er mótfallið læknishjálp, þar eð slíkt sé vottur um vantraust á handleiðslu drottins. Hér verður ekki rætt um hina trúarlegu hlið þessarar kennigar, en aðeins drepið á nokkur atriði frá sjónarmiði rökréttrar hugsunar vísinda- manna og lækna: Ef allir sjúk- dómar eru aðeins hugarburður og hugsunarvilla, hvernig á þá að skýra sjúkdóma nýfæddra barna og hvítvoðunga, því þar er þó varla ímyndun til að dreifa? Geta meiðsl af slys- förum, skotsár, sem jafnvel leiða til dauða, verið hugar- burður einn? Hafa þeir, sem farast við loftárásir, dáið af ímyndun, eða eru þeir kannske alls ekki dauðir? Hvað á að segja um sjúkdóma hjá dýrun- um, þar sem hvorki er hægt að tala um hugarburð eða synd? Það er hægt að koma fram með margar aðrar röksemdir, en þetta mun nægja. Því verður ekki mótmælt, að hægt er að fá nokkurn eða jafnvel fullkominn bata hjá j Christian Science svipað og við j aðrar huglækningar, þar sem! þær eiga við, þ. e. við sálrænar truflanir. Stofnandinn hefir sjálf mátt reyna, hver takmörk huglækningunum eru sett. Um það er ritað í Encyclopedia of Religion and Ethics, Vol. III: | “Trúin á handleiðslu Guðs hjálpaði henni í gegnum margs- konar raunir, sem hún varð fyr- ir á efri árum. Þegar heilsan bilaði komst hún að raun um, að hvorki b’ænir hennar sjálfr- ar né annara meðlima kirkj- unnar gætu læknað hana.” Þessi kenning er stórhættu- leg, þar eð hún varnar með- limum sínum að leita læknis. Og eftirfarandi saga sýnir, hvaða afleiðingar það getur haft: Víðfræg leikkona var þungt haldin af sykursýki. — Hún komst undir hendur eins af þessum bænamönnum, sem bannaði henni að fara eftir læknisreglum. Eftir stuttan tíma dó hún af sjúkdómi sín- um, og þetta er ekkert eins- dæmi. Þegar spurt er, hvernig þetta og annað eins geti átt sér stað, þá verður svarið sef jun, sprott- in af trú. Gott dæmi um sjálfssefjun sýnir hin óvenju einfalda að- ferð Frakkans Coué. Ef maður varð sjúkur, þurfti hann aðeins að segja við sjálfan sig: “Mér líður miklu betur í dag, held- ur en í gær.” Oftast hjálpar þetta aðeins snöggvast. í þungum veikindum, og við miklar þrautir, bregst það ná- lega ætíð. Eg segi af ásettu ráði “ná- lega”, því í raun og veru eru til menn, sem hafa með margra ára æfingu náð ótrúlegu valdi . yfir líkama sínum. Það er t. d. alkunnugt, að indverskir mein- lætismenn (fakírar) geta gert sig tilfinningalausa eða deyft sársauka, þótt miklu sé um þetta logið. En auðlært er þetta ekki, því náms- og æf- ingatími meinlætamanna þess- ara er 30 ár, frá 16 ára aldri til hálffimtugs. Þeir starfa þá að margskonar æfingum, sem eru í raun og veru eins konar dá- leiðsla. Hér er ekki að ræða um neinn leyndardóm eða und- ur, og fleiri geta leikið þessar listir en indverskir fakírar. Eft- irfarandi saga sýnir, hve langt Norðurálfubúar geta komist í þessum fræðum. Eftir ófrið- inn mikla sýndi sig maður nokkur í ýmsum borgum, Tho Rahna að nafni. Eftir nafninu mátti ætla, að hann væri Ind- verji. Hann hafði lært þessar listir. Á sýningum sínum stakk hann löngum gildum nálum gegnum kinnarnar og fram- handleggina, en ekki varð þess vart, að hann kendi nokkurns sársauka, og ekki kom nokkur blóðdropi úr stungunum. Mað- ur þessi gaf einu sinni lækn- um kost á því að skoða sig og athuga. Hann lék þá þessar sömu listir og eg gat sjálfur gengið úr skugga um, að hér voru engin svik í tafli. Eftir rannsóknina skýrði hann sjálfur málið fyrir okkur alveg hispurslaust. Hann kvaðst alls ekki vera Indverji, heldur Austurrikismaður, og heita algengu bæheimsku nafni.. Hann hafði særst al- varlega í ófriðnum mikla 1914 —1918, og hvað eftir ,annað varð ekki komist hjá hand- læknisaðgerðum. Að lokum varð að gera þær án deyfingar. Hann einsetti sér þá, til þess að komast hjá kvölunum, að finna alls ekki til, einbeita vilja sín- um í þessa átt, og tókst það að lokum. — Að ekkert blæddi úr nálastungum, stafaði af sterk- um samdrætti á smáæðum, sem stungan hafði lent á, en samdráttur æðanna er að PANTIÐ GARÐSÆÐIÐ SNEMMA ALVARLEGUR SKORTUR ER A ÝMSUM TEGUNDUM GERANIUMS 18 FYRIR 15C Allir sem blómarækt láta sig nokkuð snerta ættu að fá útsæðis- pakka af Geraniums hjá oss. Vér höfum úr feikna birgðum að velja af .öllum litum, hárauðum, lograuð- um, dökkrauðum, crimson, maroon, vermilion, scarlet, salmon, cerise, orange-red, salmon pink, bright pink, peach, blush-rose, white blotched, varigated, njargined. Þær vaxa auðveldlega og blómgast á 90 dögum frá sáningu. Pakkinn 15c, 2 fyrir 25c, póstgjald borgað. Sáið nú. SÉRSTAKT TILBOÐ: 1 pakki af ofan- skráðu útsæði og 5 pakkar af völdu útsæði fyrir húsblóm, alt ólíkt og vex auðveldlega inni. Verðgildi $1.25 —öll fyrir 60c póstfrítt. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1942 Betri en nokkru sinni íyr DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario nokkru háður viljanum og sér- staklega geðshræringum. — Þannig roðna menn við reiði, og verða fölir við skyndilega hræðslu. Með reglubundinni æfingu geta sumir menn sett sér einhverja skelfingu svo lif- andi fyrir augu, að hugsunin hafi þau áhrif á æðarnar, sem ætlast er til. — Flest af þessu og þvílíku má skýra á eðlileg- an hátt, þótt kynlegt sýnist það í fyrstu, án þess að grípa til dulrænna skýringa, eða ó- þektra náttúrukrafta. En und- antekning er, að maður hafi slíkt vald á líkama sínum. — Venjulega er þessu farið, eins og Jeftirfarandi dæmi sýnir: Einn sjúklinga minna átti all- erfitt um gang vegna tauga- sjúkdóms. Eftir ósk konunnar sjálfrar sendi eg hana til lækn- is, sem hafði um hönd lækn- ingaaðferðir Coués. 1 byrjun, þ. e. meðan sefjunin hélzt, var sjúklingurinn nokkru betri. En eftir nokkrar vikur sótti í sama horfið og áður. Öðru hvoru sést skýrt frá því í blöðunum, að lamaður maður hafi skyndi- lega getað gengið, eða, að blindur maður hafi fengið sjón- ina aftur, en í slíkum tilfellum er altaf um sálræna truflun að ræða. Ef blindan orsakast hins vegar af sjúkdómi eða rýrnun í sjálfri sjóntauginni, þá getur hvorki sefjan né önn- ur sálarlækning veitt neina bót. Sama er að segja um lam- anir, sem orsakast af skemdum í taugakerfinu. Svipuð þessari sjálfssefjan er hin svonefnda lækninga- mögnun þar sem magnarinn þykist flytja hinum veika kraft og heilbrigði frá sjálfum sér, með strokum, o. fl. Á þessu bygðist hin fræga kenning Mesmers, um dýrasegulmagnið, sem uppi var fyrir 150 árum. Hún er löngu kveðin niður af vísindunum. Við lækningatilraunir, sem mikið var talað um fyrir nokkr- um árum, og virtust reknar á vísindalegan hátt, var það að- eins sjálfssefjunin, sem hafði þýðingu. Maður að nafni Zeil- eis læknaði, í smáþorpi í Aust- urríki, alla sjúkdóma með eins konar rafmagnsstraumi eða rafmagnsöldum. Þrjátíu til fjörutíu sjúklingar voru til lækninga samtímis. Zeliis hafði ógurlega aðsókn. í þessu litla þorpi voru smátt og smátt bygð fjögur stór gistihús til að taka við sjúklingum úr öllum áttum. Aðallæknislyf hans voru riðstraumar, sem löngu eru þekir af visindunum og eru tiltölulega skaðlausir, en áreið- anlega ekki hæ^t að lækna með þeim alvarlega sjúkdóma. Nú er frægð Zeileis horfin, fjallaþorpið er aftur jafn hljóð- látt og áður, og gistihúsin standa tóm. önnur álíka “nýmóðins” að- ferð hefir einnig staðið mjög stutt. Eðlisfræðingar síðari ára hafa mjög fengist við rann- sóknir á gieslum, sem berast okkur utan úr geimnum og enn-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.