Heimskringla - 10.12.1941, Page 3

Heimskringla - 10.12.1941, Page 3
WINNIPEG, 10. DES. 1941 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA fremur geislum, sem endur- varpast eða koma frá iðrum jarðarinnar, hinum svo nefndu jarðgeislum. Eftir því, sem þessir hugvits- menn fullyrtu, eiga jarðgeislar að valda mörgum sjúkdómum, t. d. krabbameini. Það á að vera hættulegt að sofa í rúmi, þar sem mikið er af jarðgeisl- um. Þó var sagt, að verjast mætti geislunum með sérstöku áhaldi eða hlíf. Þessi áhöld hafa verið keypt af trúgjörnu fólki fyrir offjár, þangað til yfirvöldin bönnuðu sölu þeirra. Þessi og þvílík nýtízkuáhöld, til verndar þeim, sem bera þau gegn hættum og sjúkdómum, eru í raun og veru ekkert ann- að en “verndargripir” fornu töframannanna, en þeir áttu að vernda eigendur sína gegn allskonar fári, meðal annars, að menn litu þá “illum augum”. Jafnvel á vorum dögum bera menn slíka verndargripi. Það þarf ekki annað en að minna á Voltakrossinn, sem gerður var úr tveim málmplötum og bor- inn á brjóstinu. Sagt var, að hann myndaði rafmagns- straum, læknaði fjölda sjúk- dóma og verndaði menn fyrir sjúkdómum. Hverjum krossi fylgdi löng skrumauglýsing og vottorð sjúklinga, sem krossinn átti að hafa læknað. Nú er Voltakrossinn horfinn og gleymdur, þótt fjöldi manna keypti hann hér um aldamótin. Mér hefir jafnvel verið sýndur einn kross í öskju með öllum ummerkjum. “Kírópraktík” eru svikavís- indi, sprottin upp í Ameríku, og hafa náð þar talsverðri út- breiðslu. Um hana segir En- cyclopedia Britannica (1929): “Þessi lækningastefna gerir ráð fyrir því að flestir sjúk- dómar stafi af því, að hryggjar- liðirnir skemmist eða færist úr lagi og hryggtaugar verði fyrir þrýstingi. Aldrei er gripið til lyfja eða skurða, heldur aðeins reynt að losa um taugarnar og bíða síðan náttúrlegs bata.” Þessi kenning styðst ekki við neina reynslu lækna, og eng- inn röntgentsérfræðingur hef- ir orðið þess var, að liðhlaup né bilanir á hryggjarliðum séu or- sök flestra sjúkdóma. Aftur er það fyrir löngu kunnugt, að hryggjarliðir geta bilað við slys, berklaveiki, gigt o. fl. Það má því fullyrða, að kírópraktík- in, sem hófst ekki fyr en 1903, sé einber heilaspuni. Þegar hún hefir komið að gagni, er það að þakka sjálfssefjun eða nuddi. Og þó þrífst hún enn í Ameríku og er kend í sérstök- um skólum. Aðalathöfnin er í því fólgin, að settur er hnykkur á hrygginn, til ímyndaðrar lag- færingar. Eg hefi hér að framan nefnt aðeins nokkur dæmi ýmislegs lækningakukls, og svo mætti lengi telja. En þessi dæmi nægja til þess að sýna, að vér höfum ekki yfir miklu að státa á þessari svonefndu mentunar- og mennigaröld. Hjátrúin lif- ir enn, eins og fyrr á öldum. Hún hefir aðeins tekið á sig nýjar myndir, því ekkert er jafn lífseigt og heimska manna og trúgirni. Og enn eru þessi orð Goethes í fullu gildi: “Hjá- trúin er einn þáttur í mann- legu eðli. Hvenær sem vér reynum að útrýma henni, smýgur hún inn í þá kynleg- ustu króka og kima, og er hún sér sér færi, skýzt hún alt í einu út úr þeim.” Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi af lækningakredd- um, sem hvað eftir annað hafa geisað yfir löndin, féflett sjúkl- inga og gabbað þá til þess að leita ekki læknishjálpar. — Margir munu halda, að vér sé- um nú, á þessari miklu vís- indaöld, vaxnir upp úr slíkri hjátru, — en þvi fer fjarri. Hjátrúin lifir enn góðu lífi, þó hún breyti um búninga líkt og tízkan.—Heilbrigt lif. UM SNOBBHÁTT Eftir Rannveigu Schmidt Framh. Sumir snobba með því að fylgja öllum kurteisisreglum og siðvenjum út í ystu æsar . . . aðrir snobba með því að gera alt það sem gagnstætt er regl- unum og siðunum . . . þessu fólki finst það jafnvel snobb- háttur að fylgja almennum borðsiðum . . . já, ef þú ekki stingur hnífnum á kaf niður í kverkarnar, þá telur það þig vera snobb. . . Og eg þekki for- láta-landa okkar t. a. m. — það tekur mig sárt og tárin hrynja af hvörmunum þegar eg játa þetta — sem borða súpuna sína og sötra úr kaffibollanum sínum, svo það heyrist mílu vegar. . . Og eg man eftir hirð- mey einni við dönsku hirðina, fríðleikskonu um fertugt, sem var í miðdegisveislu hjá góðu kunningjafólki í Höfn einu sinni og hafði hún sér til skemtunar að brjóta alla borð- siði svo rækilega, að við öll höfðum mestu skemtun af. . . Hún hvíldi olnbogana á borð- inu, talaði með munninn full- an af mat, raulaði fyrir munni sér, veifaði gaflinum í kringum sig — hún klóraði sér þó ekki í höfðinu með gaflinum, eins og eg einu sinni sá mikilsmetna konu gera — og virti að vett- ugi alla borðsiði, nema einn . . . eg get sagt ykkur til hugarlétt- is, að hún sleikti ekki hnífinn. . . . 'En yfirleitt hegðaði bless- uð hirðmeyjan sér eins og hefðarkona venjulega gætir þess vandlega að hegða sér ekki. . . Sessunaut mínum í þessari miðdegisveislu var star- sýnt á alt þetta athæfi . . . hann var hálf-veimiltítulegur danskur embættismaður, sem kunni allar siðvenjur upp á sín- ar tíu fingur . . . og að lokum gat hann ekki lengur orða bundist, en fór að finna að framferði hirðmeyjarinnar við okkur sessunauta sína og var gaman að hlusta á hann ó- skapast yfir þessu.. . Að lokum kom okkur saman um, að kon- an væri að sýna okkur öllum, að hún kynni borðsiðina svo vel, að hún gæti leyft sér að hafa þá að engu. Eins snobbar fólk með því að greiða sér ekki og með því að “ganga í sorg”, þ. e. a. s. hafa svartar rendur á nöglunum. . . Eftir því sem eg hefi komist næst, þá á þessi snobbháttur víst að merkja einhverja frels- isþrá eða jafnvel listamanns- eðli. Einu sinni þótti það fint heima á íslandi að “skrolla” og þykjast vera af dönskum uppruna... Englendingfir, sum- ir hverjir, snobba með Cam- bridge-málhreiminn og aðrir með Oxford-hreiminn. . . í Bandaríkjunum þykir það fínt að tala Boston-mállýsku, en sú ameríkanska er líkust ensk- unni, eins og hún er töluð í Englandi. . . Einnig þykir það ósköp “sætt” fyrir kvenfólk að tala með Suðurríkja-hreim og sleppa öllum g-um í enda orð- anna... Sumt kvenfólk í Banda- ríkjunum snobbar með þvi að tala þannig og þekki eg konu eina, sem segist vera úr Suður- ríkjunum og sleppir hún öllum g-um, þegar hún man eftir að koma því við . . . þessi kona er fædd í Ohio, sem ekki er talið, til Suðurríkjanna . . . (Suður- ríkin eru Kentucky, Virginia, Tennessee, Norður- og Suður- Carolina, Alabama, Florida, Missisippi, Louisiana og Geor- gia ... og afsakið þessa kenslu- stund í landafræði, góðir háls- ar) . . . en fínast þykir að koma frá Georgia, Louisiana og Vir- ginia . . . þessi “Suðurríkja- kona” okkar talar altaf mikið um það í boðum, að hún sakni svarta þjónustufólksins, sem hún var vön að hafa í “suðr-! BREZKUR KAFBÁTUR Á myndinni er brezkur kafbátur að koma heim úr langri ferð. Á höfninni eru þeir skoðaðir og við alt gert sem bezt áður en aftur er af stað lagt í nýja hættuför. Brezkzir kafbátar hafa reynst ágætlega á Miðjarðarhafinu í glímunni við skip öxulþjóðanna. MERKILEG TILKYNNING UM VINNUFÆRI ÞEIRRA SEM HÖGGVA VIÐ TIL PAPPÍRS GERÐAR SVO OG UM ÞÁ SEM VINNA AÐ SKÓGARHÖGGI I VESTUR ONTARIO The Abitibi Power & Paper Company, Limited, tilkynna hér með að þeir eru enn til með að ráða menn til skógarvinnu en væntanlega verða ekki mörg rúm auð í skógarveri félagsins ná- lægt Minataree, C. N. R., eftir 7. desember. Eftir þann dag verða menn ráðnir i þær stöðvar er höggva við til pappírsgerðar í myllum félagsins í Sault Ste. Marie, Ontario. UM FREKARI UPPLÝSINGAR VISAST TIL AUGLÝSINGAR A 1 ÖÐRUM STAÐ I BLAÐINU var svo fáein ár að Hove, P. O., heima eða að heiman. Minnast og Lundar, en síðustu 16 árin allir eldri nágrannar hans hans átti hann heimili að Otto í ná- ’ einkar hlýlega. Hvernig sem grenni við tengdason sinn, á horfðist, var hann ávalt jafn Hjört Jósephson, sem þar býr. glaður og bjartsýnn og ekkert Þau Isleifur ,og Guðleif eign- j var fjær skapi hans en að víla inu” .' . . en húsfreyjurnar hérna, sem bara hafa eina al- vanalega vinnukonu, komast ekki upp með moðreyk, ef þær langar til að kvarta yfir “pí- unni” sinni. . . Á dögunum lenti þó “Suðurrikjakonan” á sínu Waterloo . . . þarna voru 10 kvensur í boði og ein þeirra Guðleifu Jónsdóttur Jónatans- sonar Þorkelssonar frá Flauta- felli í Þistilfirði, en móðir Guð- leifar var Guðrún Sveinunga- dóttir, ættuð úr Kelduhverfi. Sama árið og þau giftust fluttust þau Isleifur og Guð- leif vestur um haf. Voru þau fyrst eitt ár í Winnipeg en að nýkomin í bæinn, fríð kona og þvj ]jgnu f]uttust þau til Nýja- greindarleg, en sagði fátt. . •Ifs]an(js Qg settust að syðst Lét nú Suðurríkja-snobbinn bygðinni> við Merkjalækinn okkar dæluna ganga, eins og SVonefnda, norðan við Winni- hennar er siður, kvartaði und- an að hafa enga svertingja, til n0kkuð á þriðja ár þess að stjana við sig og sagði . peg Beach. Þar bjuggu þau uðust 7 börn, sem upp komust, og eru 5 þeirra nú á lífi. Son, sem Leifur Júlíus hét, mistu þau 18 ára gamlan fyrir mörg- um árum, og dóttur, Sigur- björgu að nafni, 27 ára. Var hún kenslukona, mjög myndar- leg og vel gefin stúlka. Börn þeirra, sem á lífi eru, eru þessi: Hermann og Jónatan, báðir í Winnipeg, Kristrún, gift S. S. Skagfeld á Oak Point, Kristín, sem um mörg ár hefir átt heima suður í Bandaríkjunum, og Unnur Sigurlaug, kona Hjartar Jósephsonar á Otto. Fin hálf- 1 systir ísleifs er á lífi hér vestra, Mrs. Jakobína Breckman, ekkja Guðmundar heitins Breckmans á Lundar. Mágkona hans, ótal sögur frá heimkynni sínu, suðrinu fagra . . . þá spurði ný- komna konan: “hvaðan komið þér úr Suðurríkjunum — eg er frá Louisiana” . . . en kelsa varð klumsa við og verður víst bið á að hún gorti af Suður- ríkjunum fyrst um sinn. Og þessi smávegis snobbhátt- ur. . . Konan frá Minneapolis, sem fór til Washington, D. C., og var þar boðið í hádegisverð tli forsetafrúar Bandaríkjanna með 100 öðrum konum . . . en konan frá Minneapolis getur ekki talað um annað en þennan blessaðan hádegisverð það sem eftir er æfinnar. . . Ungfrúin, sem er svo montin af að hafa tekið stúdentspróf, að hún varla getur verið þekt fyrir að tala við nokkra hræðu, sem ekki hefir tekið það mikla próf. .. . Konan, sem altaf kemur því við í hverju samtali, að afi hennar hafi verið ríkisstjóri í einu af vesturríkjum Bandar ríkjanna . . . og karlinn, sem segir frá því í hvert skifti, sem þú talar við hann, að langafi hans hafi tekið í hendina á Abraham Lincoln. . . Konan, sem krækti sér í lagapróf við illan leik og altaf gerir sér að reglu, að spyrja þann sem hún talar við, hvort sá hafi nú veru- lega kynt sér stjórnarskrá Bandaríkjanna . . . og ekkert er það annað en snobbháttur, þeg- ar við erum öll uppveðruð af monti yfir því, að kynnast ein- hverjum mektarmanni... hann talar við okkur um stund og er framúrskarandi vingjarnlegur . . . og svo gleymir hann okkur undir eins og hann hefir snúið við okkur bakinu. . . Framh. ÍSLEIFUR GUÐJÓNSSON (Æfiminning) Þann 20. október síðastliðinn andaðist að heimili sínu, Otto, Manitoba, bændaöldungurinn Isleifur Guðjónsson á 85 ald- ursári. ísleifur var fædur í Hvammi í Þistilfirði í Norður-Þingeyjar- sýslu á Islandi 27. febrúar árið 1857. Foreldrar hans voru: Guðjón Isleifsson, ættaður úr Skagafirði, og Kristín Bjarna- dóttir bónda í Selvík á Langa- nesi. Ólst hann þar upp með móður sinni til 9 ára aldurs og var svo nokkur ár með föður sínum og á ýmsum stöðum. Árið 1883 gekk hann að eiga Vorið 1887 var mikill hugur í íslendingum í Winnipeg að leita nýs landnáms. Fjórir ís- lendingar fóru í landkönnun- arferð norðvestur frá Winnipeg út í landsvæði það, sem liggur milli Manitobavatns og norð- urendans á Grunnavatni, sem þá var allmikið vatn, áður en það tók að þorna. Isleifur var einn af þessum fjórum. Námu þeir lönd í grend við þar sem Lundar-bær er nú, bæði að austan og vestan. Síðan bætt- ust aðrir við. Eystri bygðin var í daglegu máli nefnd Sí- beria, og þar settist Isleifur að. Var landið þar umhverfis lítið bygt, þó höfðu nokkrir enskir landnemar tekið sér þar ból- festu í gerndiryii nokkrum ár- um áður, en annars urðu Is- lendingar fyrstir manna til þess að nema þar land. Þarna bjó Isleifur 9 ár, en að þeim liðnum færði hann sig austar og sunnar, austur fyrir íslenzku bygðina, sem þá var mynduð umhverfis norðurendann á Grunnavatni. Nam hann þar land að nýju og bjó þar 26 ár. Þá seldi hann lönd sín þar og Björg Thorkelsson kenslukona hefir verið til heimilis hjá mági sínum og systir síðan 1896, að staðaldri nú síðari árin. Heimili þeirra ísleifs og Guð- leifar var orðlagt gestrisnis heimili. Var það í þjóðbraut öll árin, sem þau bjuggu aust- an Grunnavatns, því að alfara- vegir bæði að sunnan og aust- an lágu þar um hlaðið. Var þar oft gestkvæmt mjög og öllum vel tekið. Eldra fólk, for- eldrar Guðleifar, móðir Isleifs og gamall sveitungi þeirra, Guðm. Einarsson að nafni, átti athvarf á heimlii þeirra árum saman. ísleifur var dugnaðarmaður, áhugasamur og ötull við verk. Hann var gæddur góðum hæfi- leikum, allra manna glaðastur og vingjarnlegastur í viðmóti, ör í lund og hreinskilinn, en þó með næmum tilfinningum, vor- kunnsamur við alla, sem erfitt áttu og sérstaklega barngóður maður. Hann var hjálpsamur, vinfastur og tryggur vinum sín- um. Hann var vinsæll og vel látinn af nágrönnum sinum, enda allra manna skemtileg- astur, hvort sem hann var og kvíða fyrir því ókomna. — Þess vegna var hann líka ávalt kærkominn gestur á heimilum nágranna sinna. Og flestum mun hafa þótt hressandi og skemtilegt að tala við Isleif. Með honum er til moldar genginn einn af elztu og merk- ustu landnemum í íslenzkum bygðum hér vestan hafs, góður og drenglyndur maður og einn af þeim fáu, sem ávalt geta litið björtum augum á hlutina og aldrei láta bugast, þótt við mikla erfiðlieka sé að etja. Síðustu tvö árin, sem hann lifði, var heilsa hans mjög tek- in að bila. Stundaði kona hans hann með frábærri umhyggju- semi og alúð í hinum langvar- andi veikindum hans, og lauk þannig næstum 60 ára sambúð þeirra. ísleifur var grafinn í elsta grafreitnum í bygðinni, við Otto, P. O. Munu þar hafa ver- ið jarðsettir flestir þeir, er dóu á fyrri árum bygðarinnar, þar á meðal gamlir vinir hans og vandamenn. Jarðarförin var fjölmenn. Sá sem þessar línur ritar flutti kveðjuorðin. G. Á. Minningarrit Þeir, sem eignast vilja 50 ára minningarrit Sambands- safnaðar, geta eignast það með því að senda 50^ til Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave. Ritið er mjög eigulegt, með myndum og ágripi af sögu kirkjunnar á íslenzku og ensku. LET Y0UR D0LLARS FLY T0 BATTLE.. ^rríSWAR SAVINGS CERTIFICATES VERKAMENN OSKAST TIL VIÐAR VINNU. AÐ VINNA VIÐ í PAPPÍRS GERÐ, í ALGENGA VINNU I SKÓGI Húsnœði notalegt með stálfjaðra beðjum FARGJALD FYRIRFRAM GREITT TIL: 1. HERRICK við C. P. R. 2. MAGPIE við A. C. & H. B. Ry. The Abitibi Power & Paper Company Limited þarf nokkur hundruð manna til skógarhöggs í ver sín við White Rover, 200 mílur austur af Port Arthur og hjá Magpie River, 150 milur austur af Sault Ste Marie, Ontario. Gott fœri til vinnu í alla.n vetur, við góðan aðbúnað bœði til matar og húsnæðis. KAUP FYRIR CORD í HERRICK— Fyrir 8 feta ótilhöggvinn við,S2.40 hvert cord, innihaldandi 128 cubic fet (S4.80 fyr- ir hvert tvöfalt cord) Fyrir 4 feta ótilhöggvinn við, $2.70 hvert cord með 128 cubic fetum. I MAGPIE— $2.70 hvert cord með 128 cubic fetum ótroðins viðar. Þeir sem vinna með þessum kjörum greiði 950 á dag fyrir fæði og húsnæði. DAGLAUN BÆÐI 1 HERRICK OG MAGPIE— Þegar akstur byrjar fá margir vinnufæri með þessum kostum:. Fyrir algenga vinnu—S2.10 á dag og frítt fœði. Ökumenn—S2.45 á dag og ókeypis fœði. Hleðslumenn—$2.30 á dag og ókeypis fœði. $1.00 er dregið af kaupi á hverjum mánuði fyrir meðöl og læknishjálp. Þeir sem ráðast í þessa vinnu verða að vera hraustir og vanir skógarhöggi. Þeir sem stunda þessa vinnu í tvo mánuði samfleytt, fá ókeypis far aðra leiðina, hjá fé- laginu—ókeypis far báðar leiðir fá þeir sem haldast fjóra mánuði samfleytt við verkið, eða til verka íoka ef lengur haldast en þrjá mánuði. Mönnum verður skipað í félags ver eða í akkorðs ver eftir vild og aðstæðum viðar höggs til pappírs gerðar helzt í allan vetur svo og næsta vor og sumar (1942). Fimm dala mánaðarleg uppbót verður greidd hverjum verkamanni sem stundar þessa vinnu í þrjá mánuði samfleytt eða lengur. Hver mað- ur sem vinnur í þrjá mánuði samfleytt fœr $15 fyrir utan umsamið kaup. UM FREKARI UPPLÝSINGAR BER AÐ LEITA HJA NÆSTU GOVERMENT UNEMPLOY- MENT SKRIFSTOFU OG ÞAR SKAL BIÐJA UM VINNU HJA ABITIBI (Þeir sem vinna að einhverju leyti að hernaði, skulu ekki leita þessarar vinnu) 2 THE ABITIBI POWER & PAPER COMPANY, LIMITED, Sault Ste. Marie, Ont. Óvönum mönnum greiðum vér $2.00 á dag, ef ekki duga til að vinna fyrir meiru í akkorðs vinnu, aðeins fyrsta mánuðinn, til að venja þá við. Hentug föt og hlý ásamt vaðstigvélum, eru nauðsynleg. Búð er í hverju veri sem selur föt, tóbak o. s. frv. Frá aðalstöðvum félagsins við járnbraut til verstöðva eru að meðaltali um 15 mílur.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.