Heimskringla - 10.12.1941, Side 4

Heimskringla - 10.12.1941, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. DES. 1941 |.tcimskrintila (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS !LTD. öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON tJitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 10. DES. 1941 STRÍÐ, STRÍÐ, STRÍÐ Tvö undanfarin ár hefir ekki langt lið- ið á milli þess, að stríð hafi í einni eða annari áttinni brotist út. En aldrei munu á einum sólarhring hafa verið gerðar fleiri yfirlýsingar um stríð, en s. 1. sunnu- dag, eða frá því um hádegi þann dag og til sama tíma á mánudag. 1 þetta sinn voru það Japanir, sem riðu á vaðið. En áður en gærur þær lýstu yfir stríði á Bandaríkin, voru árásr hafn- ar af Japönum á bandarískar eyjar lengst austur í hafi, eins og á Hawaii-eyjar. Það var á stað, sem Hickam Field nefnd- ist og sem er aðsetur bandarísks flug- hers, sem flugfloti Japana gerði sprengju- árás og létu 150 bandarískir hermenn þar lífið, en 150 særðust. Á bandariska her- skipið “Oklahoma” var skotið og í því kviknaði á Peari Harbor; sættu 2 önnur skip á höfninni árásum, en skemdust ekki. 1 Honolulu, skamt frá höfninni, var sprengjum kastað á íveruhús; varð það fjöida manna að bana, og olli mikl- um skemdum. Bandaríkja-herinn vaknaði þarna við vondan draum og tók nú til að kljást við árásarliðið. Skutu þeir niður mikið af árásar-flugförunum yfir Honolulu; hvað mörg getur ekki um. Þeir söktu einnig japönsku skipi við Hawaii-eyjar, er flutti flugförin þangað. Japanir söktu og skipi fyrir Banda- ríkjunum, er var hlaðið af viði og var statt milli San Francisco og Hawaii-eyja. Þegar Japanir höfðu nú haldið þannig áfram nokkrar klukkustundir, lýstu þeir stríði á hendur Bandaríkjunum. Á sama tíma og þetta fór fram á haf- inu, eða nokkrum tímum eftir að Jap- anir voru komnir í stríð, voru fulltrúar þeirra á fundum og semjandi frið við Cordell Hull, rikistritara Bandaríkjanna. Sagði Mr. Hull þeim um síðustu orð- sendingu frá stjórn Japana, að hann hafi aldrei önnur eins svik, lygar og blekkingar séð sem þær er haldið var fram í skjalinu; löbbuðu fulltrúarnir sneiptir burtu. Bandaríkin gátu ekki fyr en þing hafði komið saman, lýst stríði á hendur Jap- önum. En það var ekki dregið lengur en þörf var á. Um hádegi á mánudag, höfðu þau lýst stríði á hendur þeim. En Japanir gerðu meira s. 1. sunnu- dag en segja Bandaríkjunum stríð á hendur. Bretar fengu sömu tilkynning- una frá þeim, tveimur eða þremur klukkustundum síðar. Svöruðu Bretar í sömu mint s. 1. mánudag. Þegar svona var nú komið, gat Canada ekki setið hjá. Sagði það Japönum stríð á hendur s. 1. sunnudagskvöld. Um sama leyti og Canada, lýstu ný- lendur Hollendinga á Indlandi stríði á hendur Japönum. Costa Rica, eitt af sjálfstjórnar ríkjum Mið-Ameríku, skamt frá Panama-skurðinum, sagði Japönum einnig samstundis stríð á hendur. Þannig hljóðuðu fyrstu fréttirnar um stríðið milli Japana og Bandaríkjanna. Það mun nú hér álitið að Japan hafi færst talsvert í fang með að bjóða bæði Bandaríkjunum og Bretum út í stríð. Eru þeir með öllum mjalla eða eru þeir hernaðarlega svo miklu sterkari en aðrir en sjálfir þeir hafa ætlað þá? Það reyn- ir fyrst á kappann þegar á hólminn er komið og svarið mun nú senn verða gefð við spurningunni. Japanir hafa á- reiðanlega lagt kapp á að fullkomna her- útbúnað sinn. Samt er floti þeirra einum þriðja minni en Bandaríkjaflotinn. Þó einn þriðji hans verði kyr á Atlants- hafinu, eru Bandaríkin ekki óliðsterkari, en Japanir. Svo er brezki flotinn þama eystra þar að auki, grimmilega sterkur einnig, með eitt af sínum stærstu her- skipum þar nú þegar, “Prinsinn af Wales,” og annað á leiðinni austur, eða komið nú til Singapore. 1 loftinu er her Japana og samherjanna nú ekki saman- berandi. Aðstaðan er að vísu betri fyrir Japönum með stríðið háð í Asíu, þar sem þeir hafa alla austur- og suður- strönd Kína, að starfa frá. Er það þeim sú vernd, að svipuðu munar og fyrir Bandaríkin að verjast heima fyrir eða heyja sóknarstríð handan við Kyrra- haf. Að Japanir geta orðið torsótt- ir heim af þessum ástæðum, væri ekkert að furða. Hvort Japani hefir dreymt um þetta, þegar þeir réðust í að taka austur hluta Kínaveldis, skal ekki um sagt. En óhugsanlegt er það ekki. Hefðu Bandaríkin og Bretar þá varið Kína, sjálfra -sín vegna en ekki þess, og aðstoðað þá, hefðu Japanir ekki nú átt eins góða aðstöðu og þeir eiga. En alt um það virðast Japanir hafa sýnt af sér þá framhleypni með þessu, að egna þessar tvær stórþjóðir i stríð við sig, sem fáir geta skilið í. Mönnum finst þeim varla geta verið það sjálfrátt. Og ef til vill er það sannleikurinn. Að Þjóðverjar hafi æst þá til þessa, er það líklegasta. Eins og allir vita, eru Þjóðverjar nú að fara halloka fyrir Rússum. Það kem- ur alveg um sama leyti og Japanir æða út í þetta stríð, sú frétt frá Berlín, frá Hitler sjálfum, að hann sé að hætta við að taka Moskva á þessu hausti; að vetur sé of harður í Rússlandi til þess, að þar verði stríði haldið áfram fyr en að vori. Þegar svona var nú komið fyrir Hitler þarna, er mjög líklegt að hann hafi rekið Japani á stað til þess að draga úr aðstoð Bandaríkjanna við Breta á Atlantshaf- inu og til þess, að þeir þyrftu að senda eitthvað af sínum Miðjarðarhafsflota einnig austur. Þetta er Hitler greiði í vestrinu. En hvern greiða Japanir eru að gera sjálfum sér með því, er ekki gott að koma auga á. En þarna er eflaust ástæðan fyrir Japönum að fara af stað. Þeir hafa verið reknir til þess af Hitler. í tryllingi út af óförunum við Rússa, gripur hann til þessa ráðs. Eftirtektavert er og það, að sumt af skipunum sem árásina gerðu á Hawaii, voru þýzk. Aðferðin, að æða út í stríð, án þess að lýsa yfir stríði, er lík aðferð Þjóðverja. (Sumir segja að vísu, að Þjóðverjar hafi lært hana af Japönum; en þetta getur verið líkt með þeim eins og annað með (andlega) skyldum). • Bandaríkin afgerðu að lýsa yfir stríði á Japan upp úr hádegi s. 1. mánudag. Hélt Roosevelt forseti ræðu áður um þetta á þinginu. Voru tillögur hans um það samþyktar með öllum atkvæðum þingmanna nema einu. Bandaríkja þjóðin er nú sögð mjög ein- huga um að fylgja Roosevelt og gera alt sem hún getur í stríðinu. Verkföll voru nokkur vestur á ströndinni s. 1. viku. Á mánudag var hver verkfallsmaður kom- inn til síns verks, án þess að fram á það væri farið af stjórninni eða á nokkrar kröfur væri minst. Eins hafa sumir svæsnustu andstæðingar Roosevelts for- seta, svo sem Wheeler o. fl., tjáð sig ein- dregna með stjórninni í stríðsstarfi henn- ar. Mexikó hét strax á sunnudag að segja Japönum stríð á hendur um leið og Bandaríkin gerðu það. Efndu þau það í gær. Líkindi eru til að öll ríki Suður- Ameríku fari að dæmi Mexikó, eða Costa Rica, er var fyrsta ríkið, annað en Can- ada, að fara í stríðið á móti Japönum. 1 Bandaríkjunum og Canada, hafa allir Japanir, sem lögreglan grunar um ólög- hlýðni, verið hneptir í varðhald til yfir- heyrslu. Sendiherra skrifstofa Japana í Bandaríkjunum, byrjaði að brenna skjöl í gær. -Tók lögreglan skjótt eftir því og kom í veg fyrir það. 1 Ottawa þóttist einhver í grend við sendiherra skrifstof- una hafa tekið eftir því eitt sinn að þar væri verið að brenna að því er hann hélt skjöl. Það var fyrir nokkrum dögum og áður er stríðið hófst. Sendiherra Japana frá Canada og verkafólk hans og aðrir japanskir þegn- ar, munu senn leggja af stað til Japans. Er einnig verið að gefa sendiherra Can- ada í Tokíó heimfararleyfi og öðrum canadiskum borgurum er í Japan kunna að vera. Hvað þeir eru margir, er ekki kunnugt um. Það stendur nú ekki á Canada að fær- ast stórræðin í fang. Skömmu eftir að það fór í stríð við Japani, lýsti stjórnin yfir, að Canada væri í stríði við Finn- land, Ungverjaland og Rúmaníu. Þó Þýzkaland og Italía hafi ekki lýst stríði á hendur Bandaríkjunum ennþá, má búast við að þau geri það innan skamms. Japan er ekki eitt í þessu stríði. Það var úr þörf öxulþjóðanna vestra, bæði í Rússlandi og í Libýu, sem það er að reyna að bæta. Fara nú lýðræðis- þjóðirnar, Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar eins að, ætla þær að berjast hver með annari þar sem þörfin er mest, eða ætla þær að láta hver aðra eina um bar- dagann á þeim og þeim staðnum, eins og það hefir gengið til frá því að stríð þetta hófst, og sem hefir verið aðal- ástæðan fyrir gengi öxulþjóðanna til þessa? Verði lýðræðisþjóðirnar jafn vakandi yfir því hvar þörfin er mest, og að hún getur í dag verið eins mikil á Kyrrahafinu eins og hún var í gær í Rússlandi og verður á morgun í Libýu, og styrki hver aðra þá hiklaust, er ekki neinu að kvíða um endir þessa stríðs, sem nú er um allan heim komið — og til Ameríku einnig til undrunar þeim, sem ekki hafa til þessa getað trúað því. SKIFTI UM SKOÐUN Stjórnin í Ottawa hefir skift um skoð- un í vinnulauna málinu. Þegar hún gaf út tilkynninguna um að vinnulaun yrðu ákveðin og dýrtíðar uppbót veitt vegna hækkaðs vöruverðs, náðu lögin aðeins til þeirra, sem unnu stjá stærri verkveit- endum, eða, sem höfðu yfir 50 í þjón- ustu sinni. Af því að dæma sem blöðin höfðu eftir Mr. McLarty, verkamálaráð- herra s. 1. laugardag, hefir þessu verið breytt, og lögin ná nú til allra stærri og smærri verkveitenda, er iðnað eða verzl- un reka. Undanþegnir eru þjónar sam- bandsstjórnar, fylkis-, sveita- og bæjar- stjórna; ennfremur þeir er að akuryrkju starfa, fiskiveiðum, dýraveiðum á landi og þjónar við heimilisstörf. Stjórnin fékk svo margar umkvartanir frá verkmanna-samtökum, einstökum verkamönnum og verkveitendum, um þetta lagaákvæði, að hún sá sér ekki annað vænna en að breyta uppkasti sínu. Eins og lögin voru, var ekki ójöfnuður- inn, sem verkamenn hafa orðið fyrir, vegna verðhækkunar á vöru, bættur nema einum þriðja af öllum verkalýð landsins. Á þetta var á sínum tíma bent í Heimskringlu. Er nú fram komið hvort að hún hafði ekkert fyrir sér. Þeir sem athygli stjórnarinnar drógu að þessu og þar munu verkamannasamtökin hafa gengið fremst, eiga þakkir skilið frá al- menningi fyrir að láta sig mál þetta skifta. Fyrir það ganga nú lögin jafn- ara yfir alla, eins og á að vera. Stjórn- inni bera ennfremur þakkir fyrir að taka þetta til greina, en blaðafígúrum þeim er ekkert að þakka, sem álíta að ekki megi minna stjórnir eða þingmenn á, er þeim yfirsézt. EIMREIÐIN Þriðja hefti Eimrieðarinnar — júlí.- sept. heftið 1941 — er nýlega komið vestur. Hefir það margvíslegan fróðleik til brunns að bera sem oftast áður. Lengsta og veigamesta ritgerðin er um 700 ára minningu Snorra Sturluson- ar. Hana ritar Árni prófessor Pálsson og er greinin hih skemtilegast. Efni hennar lítur mikið að því, að sýna fram á, i að frásögn Sturlu Þórðarsonar í Islend- | ingasögu sinni, af Snorra, sé hlutdræg I mjög og ósanngjörn. Á þetta atriði mun | ekki hafa verið bent áður, að minsta kosti ekki eins ákveðið. Mun hver gam- all og góður sagnalesari og unnandi, hafa gaman af að lesa þessa grein. “Hefðbundnar villikenningar”, heitir grein í ritinu eftir Vilhjálm Stefánsson. í greininni er bent á fjölda hégilja, sem lifa og þróast um allan heim, og sem eng- inn fótur er fyrir. Strúturinn sem sting- ur hausnum ofan í standinn, þegar hann er eltur, er alt annar strútur en hinn náttúrlegi; þar er um fugl að ræða, sem hjátrúin hefir skapað. Þörf grein og skemtileg. Grein er heitir: Á Kaldadal, eftir rit- stjórann, er góð hugvekja um nútíðar hag' þjóðarinnar og hin nýju tímamót í lífi Islendinga, er stafa af dvöl erlendra manna í landinu. Þar er vel haldið á penna. Þá eru kvæðabálkar í ritinu eftir Þórir Bergsson og Guðmund E. Geirdal. Gömul saga eftir Kristmann Guðmundsson og margt fleira þar á meðal greinarkaflar með hinni óíslenzku fyrirsögn, “Við þjóð- veginn”, en sem ávalt eru fróðlegir og vel skrifaðir og verðskulda betri yfirskrift. 1 ritinu er og eftirtektarverð grein um frumbyggja Ástralíu. Hana skrifar belgiskur prófess- or, Augustin Lodewyckx, bú- settur í Ástralíu. Hann er Is- landsvinur mikill, talar nokkuð íslenzku og hefir flutt fyrir- lestra um ísland. Hann hefir og gengist fyrir stofnun félags á meðal hinna fáu íslendinga í Ástralíu. Þannig heillar Island oft útlendinga. Eimreiðina hefir Magnús Peterson, 312 Horace St. Nor- wood, Man., til sölu. ÍSLANDSVINUR Við eigum á bak að sjá góð- um vini Islands. Ritstjóri “Bien”, danska vikublaðsins í San Francisco, Christian Red- sted andaðist síðast í október þ. á. Hann varð aðeins liðlega fimtugur og hafa Danir í Bandarikjunum þar mist einn sinna bestu manna. Redsted hafði altaf mikinn áhuga á vel- ferð íslands og gerði sér far um í öll þau ár, sem hann var rit- stjóri, að bera fslandi vel sög- una og færa lesendum sínum fréttir frá Islandi. Og þess- vegna virðist það ekki nema sanngjarnt, að Islendingar kynnist æfiferli hans. Christian Redsted var að mörgu leyti óvanalegur maður. Hann var æfintýramaður, í bestu merkingu orðsins. Alla æfi dáðist hann að og þráði hið óvanalega. Hann var bónda- sonur frá Jótlandi. Eftir stú- dentspróf lagði hann fyrir sig lyfjafræði, sem hann stundaði þar heima fyrir, nema þau þrjú ár, sem hann var liðsforingi í hernum. Um tíma var Redsted í lyfjabúð föður ríkisstjórafrúar Georgiu Björnsson í Hobro og hafði hann gaman af að segja frá þeim árum og gamla lyf- salanum, sem var hinn mesti sæmdarmaður og sérkennileg- ur mjög, en Redsted hafði altaf mikið uppáhald á gamla mann- inum. Síðar fékk Redsted eig- in lyfjabúð í Randers, sem er einn af stærri bæjum í Dan- mörku. En æfintýralöngunin kom yfir hann og hann undi ekki innan um lyfjadollurnar. Hann var um tíma aðstoðarmaður í Landbúnaðarráðuneyti Dan- merkur. Síðan ferðaðist hann um í Norðurálfunni sem frétta- ritari fyrir Kaupmannahafnar- blöðin. Þetta var á árunum 1921-24 og á þeim árum hitti hann einu sinni Hitler í þýzkri ölstofu og borðuðu þeir mið- degisverð saman. Kom Hitler Redsted fyrir sjónir sem “ör- lyndur maður með mikið hug- myndaflug.” En iTú var Norðurálfan ekki nóg fyrir æfintýramanninn. Hann fór til Afríku, Java og Kína. Frá Kína sigldi hann opnum seglbáti með tveim öðr- um ungum Dönum heim til Danmerkur og þótti það hin mesta hetjuför og vakti mikla athygli á Norðurlöndum. Síðar fór Redsted til Argen- tínu og fékk þar stöðu sem efnafræðingur á stórri verk- smiðju; þar komst hann einu sinni í hann krappann, þegar verkamennirnir í verksmiðj- unni gerðu verkfall og einn þeirra reyndi að drepa hann, en hnífurinn misti markið um hársbreidd. Árið 1926 kom Redsted til San Francisco, fékst fyrst við lyfjafræði, en keypti svo viku- blaðið “Bien” og var ritstjóri þess til dauðadags. Hann hafði einnig ferðaskrifstofu og gaf út annað blað, “The Pacific Coast Scandinavian”. 1 San Fran- cisco giftist Redsted ágætri amerískri konu, sem var hon- um hin mesta stoð og stytta og lifir hún mann sinn. Redsted skrifaði góðar grein- ar um heimsviðburðina, enda var hann bæði víðförull og kunnugur á því sviði. örlög Danmerkur lágu honum þungt á hjarta og gerði hann mikið til þess að vekja áhuga hér í land'i á gamla föðurlandinu sínu. Hann hafði alla bestu eiginleika Dana, góðlyndið og léttlyndið, fjörið og fyndnis- gáfuna og hann var alþektur fyrir hjálpvísi sína við þá sem áttu í bökkum að berjast. Þeir sem þektu hann, minnast hans, sem vinarins, sem í raun reyndist. Rannveig Schmidt LÍFSSPEKI ROBERTS INGERSOLL (Þýtt úr ensku) Jónbjörn Gíslason Framh. Ástandið í heiminum gegn- um miðaldirnar, sýnir Ijóslega afleiðingar af þrælkun og kúg- un mannanna, andlega og lík- amlega. Þá var frelsi óþekt fyrirbrigði. Vinnan var fyrir- litin, og verkamaðurinn næst- um talinn meðal hinna svo kölluðu skynlausu skepna jarð- arinnar. Vanþekkingin huldi heilabú heimsins, eins og helj- ar stór munkakápa; hjátrú og hindurvitni leiddu ímyndunar- afl mannsins í gönur. Loftið var fult af englum, djöflum og ófreskjum. Trúgirni og heim- ska sátu í hásæti andans, en skynsemin í útlegð. Til frægðar og frama voru aðallega tveir leiðarvísirar; sverð hermannsins, og kufl munksins. Lestur og ritun var talið með hættulegum líþróttum; kynni leikmaður þessar listir, var hann stranglega grunaður um villutrú. Hlekkir hjátrúar og heimsku voru hneptir á alla frjálsa hugs- un, og járnhespur keyrðar á hendur og fætur manna. Heiminum var stjórnað af munkakuflinum og sverðinu, biskupsmítrinu og veldissprot- anum, altarinu og hásætinu, hnefarétti og fávisku, draug- um og djöflum. Framsókn mannsins hefst og heldur áfram, jafnótt og hann lærir að ráða hinar torveldu gátur náttúrunnar; andleg og líkamleg vinna gerði slíkt mögulegt. Vinnan er undirstaða og upp- haf allrar framþróunar. Framför og framtíð heimsins, er í höndum mannanna sem plægja, sá og uppskera; mann- anna sem kynda bræðsluofn- ana og vinna í námunum og verksmiðjunum, mannanna sem framkalla hinn hvella ax- arhljóm frá skógarbeltunum, mannanna sem berjast við hin- ar bólgnu öldur úthafsins, mannanna sem leita og upp- götva, mannanna sem hugsa. Árið 1441 fundu menn prent- listina. Fram að því höfðu flestar nýtilegar hugmyndir fæðst andvana. Liðni timinn var því einn heljarstór graf- reitur háleitustu hugsjóna snillinganna, án mikilla leiðar- merkja. Prentlistin gaf hug- sjónunum nýjan þrótt og nýja von; hún verndaði háleitar hugmyndir frá glötun, og gaf fræðimönnunum tækifæri að arfleiða heiminn að sinni marg- víslegu andans auðlegð. Lestur góðra bóka vekur hugsun, og hugsunin athöfn og framför. Nám stafrofsins er vígsla til betri og bjartari tíma. Hver einasta iðngrein er mentastofnun, hver vefstóll, hver kornskurðarvél, gufubát- ur; prentvélar og málþræðir eru trúboðar vísindanna, og postular framfara og þroskun- ar. ÖII handaverk manna er miða til þægilegra lífs, og and- legra umbóta, er heilög kirkja hér á jörð; hver skóli er dýrð- legt musteri. Þessi stórgallaði heimur sem

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.