Heimskringla - 10.12.1941, Page 6

Heimskringla - 10.12.1941, Page 6
6. SIÐA Sonur Öræfanna “Þú varst mér miklu dýrmætari en hann,” bætti hún við eins og hún talaði við sjálfa sig. “Þrátt fyrir allan þann tíma, sem við höfum þekst, þá fanst mér þú vera nær mér en hann, og hann var mér eins og ókunn- ugur; en samt held eg að inst í hjarta mínu elski eg hann. Eg hefi hvílst í faðmi hans og leyft honum að kyssa mig og á þeim augna blikum fanst mér hann næstum himneskur. Með þig gegnir alt öðru máli. Þrátt^fyrir afl þitt og augu þín, ert þú samt sem áður barn í minum augum — eg þarfnaðist hans, en þú þarfnast mín með.” “Það er kannske skýringin. Þú hefir að- eins meðaumkvun með mér — alveg eins og fyrsta kvöldið.” “Getur verið. 1 kvöld langaði mig til að taka þig í faðm minn til að vernda þig.” Júní talaði alveg eins og hún hugsaði og sérhver feimni var horfin úr samtali þeirra. Múrar drambsins voru hrundir í rústir. Þarna í hinu kalda tunglskini virtist hún vera úr öðrum heimi. Gula hárið hennar glitraði eins og geislabaugur á dýrðlings mynd, eins og hún væri andi kominn til jarðar niður, til að ljúka helgu starfi. Augu hennar tindruðu eins og stjörnur. Hann gat aðeins séð bros hennar. Hún var svo ung, svo kvenleg. Hann sá hreinleik sálar hennar. Þau gengu þegjandi áfram og nú voru þau næstum komin heim til hennar. “Sam, þú mátt ekki gera þér neinar vonir viðvíkjandi mér,” sagði hún raunalega, “eg vil ekki að þú skulir síðar meir verða fyrir vonbrigðum. Eg má heldur ekki vona eftir að eiga þig. Það eru of sterk öfl á móti mér. En eg get ekki framar sýnt hirðuleysi hvað þig snertir. Þegar eg giftist Leonard er það ekki vegna þess að eg hafi gleymt þér. Hugur minn mun þrátt fyrir það vera hjá þér.” Þau voru komin að dyrunum og hún rétti honum báðar hendurnar og hann kysti þær með lotningu, en augu hans sögðu henni það, sem hann þorði eigi að segja með vör- unum.” En hún hristi höfuðið. “Nei, þú mátt ekki kyssa mig. Það væri dásamlegt en það yrði svo örðugt fyrir mig að gleyma því.” Hann sneri sér hægt við til að fara, en hún hélt honum til baka. “Mig langar svo til að heyra þig segja •það aðeins einu sinni ennþá,” hvíslaði hún. “Eg elska þig Júni,” hvíslaði hann, “eg elska þig þú dóttir sólarinnar.” 11. Kapítuli. Um miðjan júli, þegar niðursuðan var nærri að lokum komin, kom Leonard heim frá eftirlitsför frá veiðistöðvunum, og tveim dög- um síðar bað hann Hiliguard að finna sig yfir á skrifstofunni, því að hann þyrfti að tala við hann um áríðandi málefni. En hinir tveir menn sátu bak við læstar dyrnar, virtist Leon- ard vera hikandi að hefja máls á erindinu. Það var mjög óvenjulegt og einkennilegt, en heimsmaður þessi virtist nú í vandræðum. Hillguard mintist aldrei að hafa séð þessu bregða fyrir fyrri hjá Leonard. Hinn ungi vinur hans — tilvonandi tengdasonur hans — var venjulega fær í flestan sjó hversu margbreytilegar sem kringumstæðurnar kunnu að vera. Vandræðasvipurinn, sem nú var á honum kom Hillguard til að horfa á hann með ennþá meiri velvild en áður. Hon- um féll ennþá betur við hann fyrir þessi merki um mannlegan veikleika. Honum varð það ljóst, að stundum hafði honum gramist alt þetta yfirlæti í Loenard. Hann hafði altaf dáðst að honum, gortað af honum og laðað hann til að heimsækja sig, en nú furð- . aði hann sig á, að hann hafði eiginlega aldrei kært sig neitt um hann í raun og véru. En á þessari stund þegar ungi maðurinn sýndi þannig mannlegan veikleika, þá varð Hill- guard strax eins og hlýrri Um hjartaræturn- ar í hans garð. “Það er viðvikjandi Júní,” stamaði ungi maðurinn út úr sér, “er mig langaði til að leita ráða hjá yður.” “Þú veist að eg er fús til að veita þér þau,” svaraði Hillguard. “Og held næstum að eg geti hjálpað þér að komast að mál- efninu. Samkomulagið milli ykkar hefir ekki verið mjög gott upp á síðkastið.” “Það er einmitt það. Eg finn til þess að eg þarf hughressingar með í þeim efnum. Eg vissi ekki hvar eg átti að leita hennar, en loks herti eg upp huginn og leita nú til yðar.” “Þetta var ipannlegt — þess vegna að- laðandi. Gamli maðurinn snerist strax á HEIMSKRINGLA sveif Leonards og leit brosandi framan í hið sólbrenda andlit hans. Mér þykir vænt um að þú komst til mín, og eg ætla að vera einlægur við þig, Leonard. Eg hefi ætíð metið þig mikils, og fyrst eg verð að missa hana á annað borð, þykir mér vænt um að það ert þú, sem tekur hana frá mér. Eg hefi ætíð lagt til með þér í þessum efnum.” “Já, og eg met það mikils, herra minn. Enginn á það skilið að eignast Júni, en eg er ósegjanlega mikið upp með mér af því, að þér völduð mig. Þessvegna gerðist eg svo djarfur að leita til yðar í dag, því að eg er í mjög miklum vandræðum. Eg elska Júní, og get ekki hugsað mér neina hamingju æðri en þá að eignast hana fyrir konu. Stundum hefi eg hugsað að hún elskaði mig, en í seinni tíð------er hún breytt mjög. Eg skil hana ekki og vil ekki neyða upp á hana ást mína, sé hún henni ekki velkomin. Ef hún ætlar sér ekki að giftast mér dreg eg mig í hlé og reyni að sætta mig við það. Mér finst stund- um að hún sé hrædd við að særa tilfinningar mínar. Mér datt því í hug að þér þektuð hana betur en eg, og hugsaði að þér vilduð kannske og gætuð gefið mér ráð.” Hillguard var í sjöunda himni af ánægju. “Minn kæri ungi vinur, það væru mér sár vonbrigði, ef leiðir ykkar Júní skildust,” sagði hann hreinskilnislega. “Eg get hvorki trúað því né vil trúa því, að þetta séu nema kenjar í henni. Eg er viss um að hún elskar þig. Ungar stúlkur eru oft dutlungafullar án þess að þær viti það sjálfar. Það er engin sérstök ástæða-------” “Eg veit það ekki. Eg veit bara að hún hefir neitað að ákveða nokkurn vissan dag fyrir brúðkaup okkar. Eg skal hreinskilnis- lega játa — að stundum held eg að hún hafi fengið ást á öðrum manni.” Þeir voru nú báðir orðnir alvarlegir mjög. “Eg veit við hvern þú átt,” sagði Hill- guard lágt. “Hafið j)ér einnig tekið eftir þessu?” “Já, meira en mér fellur að kannast við. En ekki skalt þú missa kjarkinn af þeim ástæðum, Leonard. Þú ert þrítugur og því get eg talað við þig eins og fullorðinn mann. Júní er ekki nema barn ennþá, ekki tvítug. Ungar stúlkur hafa oft rómantískar hug- myndir sem eru fánýtar. Sam með sinni leyndardómsfullu fortíð, getur vel orðið að rómantískri hugsjón í huga ungrar stúlku. Eg veit að hún hugsar mikið um hann, en eg hvorki vil né get trúað því, að tilfinningar hennar í hans garð séu neitt alvarlegar. Það væri mér óþægileg tilhugsun ef nokkuð því- líkt kæmi fyrir.” “En hvernig vitið þér nema slíkt geti komið fyrir? Eins og þér sögðuð er Júní á margan hátt ekkert nema barn, en hvernig vitið þér nema að hún láti hina rómantísku drauma sína fá stjórn yfir sér. Eg er hreint ekki viss um nema að svo sé. Ef satt skal segja er eg alvarlega hræddur um að svo sé — og eg ætla að vera hreinskilinn og segja yður að sá ótti minn er sprottinn af hvötum, sem fela í sér nokkra eigingirni. Eg elska Júní nógu heitt til þess að óska henni allrar hamingju, enda þótt hún giftist mér ekki, en að bíða ósigur fyrir Sam, svíður mér sárt. Eg gæti sætt mig við það ef hún giftist manni af sínum kynflokki, en — þessi náungi er Indíáni!” “Hvort sem hann er nú Indíáni eða ekki þá væri það mjög óheppilegur ráðahagur.” “En þér hljótið að vita að hann er Indí- áni.” I “Eg neyðist til að líta svo á vegna þess, sem Olga sagði — en samt sem áður lít eg á hann sem hvítan mann. Ef alt mælti ekki á móti því þá tryði eg því skilyrðislaust að hann sé hvítur maður. Já, Leonard, eg fer ennþá lengra — eg hefi eigi slíkan viðbjóð á Indíána ætterni hans og áður. Ef hann hefir þeirra blóð i æðum sínum, hefir það ekki orðið hon- um til neins ills — hann er á margan hátt bráðgáfaður maður, þótt ungur sé. Þú veist sjálfur að sumir mestu menn landsins eru af ættum Indíána og stæra sig af því. Indíán- arnir eru ekki eins og aðrir kynflokkar. Þeir eru virðulegur kynflokkur! En það er ekki. þetta sem við erum að brjóta til mergjar. Hann tilheyrir öðrum heimi en hún. Eg sé engar líkur til þess að hann geti nokkurntíma fært sönnur fyrir því að hann sé Sam More- land. Línurnar milli stéttanna í Bandaríkj- unum eru mjög ákveðnar, og nema að hann sé Sam Moreland kemst hann aldrei yfir okkar línu. Auk þess mundi gifting þeirra, Júní og hans, vekja mikið umtal. Hún yrði að vera skjól hans og hafa það á tilfinningunni að hún hefði tekið niður fyrir sig. Alla æfi hefði hún það einnig á vitundinni að hafa gifst inn í annan kynflokk, og finna til þess að hafa lækkað í mannfélagsstiganum. Mér mundi verða þetta mikið sorgarefni — og það sem þú hefir sagt mér nú, svíður mér sárt að neyra.” “Eg á bágt með að segja það, en eg vildi óska að hægt væri að stía þeim í sundur á einhvern hátt. Það er nú ekki hraustlega mælt, en til grundvallar liggur ekki eingöngu ást mín á Júní. Hjarta ungrar stúlku getur leitt hana í fádæma gönur — og svikari þessi getur vel orðið að hetju í hugsun ungrar stúlku. Hvort sem hún giftist mér eða ekki, ' þá vildi eg að hún sæi hann aldrei framar.” “Eg vildi að eg hefði aldrei farið með hana hingað norður eftir. Eg var svo örugg-' ur um það, að ekkert gæti aðskilið ykkur Júní. Og hvað get eg gert nú? Ef eg færi heim með hana, skilur hún strax ástæðuna, og gætum við þannig valdið því, sem við gjarna vildum hindra. Besta ráðið til að sameina fólk er að sundra því. Hann mundi standa í enn meiri æfintýraljóma í hennar augum.” “Rétt er það, það væri hin mesta heimska að gera það. Eina ráðið til að lækna hana er að sýna henni hlutina í réttu ljósi — koma henni til að fá viðbjóð á honum.” Augu Leon- ards ljómuðu. Samræðurnar höfðu nú náð því marki, sem hann hafði leitt þær að með hinni mestu list. Hann var nú tilbúinn að koma með þá ráðagerð, sem fyrir honum hafði vakað. Hann lét sem sér hefði komið nýtt ráð í hug. “Eg held, Mr. Hillguard, að eg viti hvernig á að far að því.” Það birti yfir svip eldra mannsins, en drengskapur hans var samt vel vakandi og á verði. “Mér mundi aldrei detta það í hug að veita ekki Sam alt tækifæri sem hann getur fengið,” sagði hann. “Mér hefir heldur ekki komið slíkt til hugar í eitt augnablik,” svaraði hún kulda- lega. “Eg átti bara við það að við skyldum sýna henni Sam, eins og hann í raun og veru er — og þá verður hún sjálf að ákveða hvort hún vill giftast honum eða ekki. Með öðrum orðum, við skulum fletta af honum þessum rómantíska Ijóma.” “Það getur tæplega verið neitt rangt í því að sýna hann eins og hann er í raun og veru — en við hvað áttu eiginlega?” “Eg hafði hugsað mér það svona. Einn manna minna, hann Vigtus, ætlar á morgun að sigla yfir að Rostungsskerinu, til að líta eftir fáeinum netum. Gæti hann ekki komið með Olgu með sér?” “Eg skil ekki----” ‘Tlenni þykir sjálfsagt vænt um að heimsækja son sinn. Eg skal tala við hana um vinnu í annari veiðistöð, og við gætum komið því svo í kring, að hún kæmi alt í einu fram á sjónarsviðið þegar þau Sam og Júní eru bæði viðstödd.” “Eg fer nú að skilja hvað þú ert að fara — en er þetta ekki hálfpartinn ódrengilegt samsæri?” “Það fæ eg ekki séð. Við skulum vera skynsamlegir, Mr. Hillguard. Ef Sam hitti hana eina mundi hann bara senda hana burtu, án þess að Júní fengi að sjá hana. Það eru andstæðurnar — eða réttara sagt sam- líkingin milli þessa kynblendings og móður hans, sem mun veita okkur sigurinn. Það er ekki að níðast á manni; þótt því sé komið svo fyrir að hann hitti móður sína í annara við- urvist, eða hvað?” “Við gætum spurt Olgu hvert að hann sé sonur hennar?” sagði Hillguard hægt. — “Hverju skyldi hún svara?” “Hún mun svara því játandi og segja sannleikann, eins og hún altaf hefir gert. Júní mun heyra það og fá svar við öllum sínum spurningum. Hún hefir heyrt söguna sagða af öðrum, en í þetta skifti heyrir hún hana frá fyrstu hendi. Hún mun ekki ein- ungis fá að heyra að Sam er Indíáni, en hún mun einnig fá að sjá hvað í því felst að vera Indíáni. Hafið þér séð Olgu nýlega?” “Ekki í tólf ár.” “En þér hafið séð gamlar Indíána kerling- ar. Þér vitið hvernig þær líta út. Þessi kerling — þessi Olga er móðir Sams! Mun Júni nokkru sinni geta litið á hann án þess að muna eftir henni, eða snerta hendi hans án þess að hugsa um hana? Hún getur skilið, að ef hún giftist honum, á hún á hættu að eignast dætur, sem líkjast Olgu.” Hillguard stóð á fætur og gekk fram og aftur í stofunni. “Þetta er djöfulleg ráðagerð, en hún er samt ekki ósanngjörn,” tautaði hann. “Nei, alls ekki. Það er ráð til að sýna ungri stúlku, sem fær óheppilegan biðil, hvernig hann í raun og veru er. Og svo eg segi yður það hreinskilnislega, er eg viss um, að hann birtist ekki einu sinni eins og Indíáni, sem hann er, heldur líka eins og óþokki.” “Þú ert fordómafullur gagnvart honum, Leonard.” “Er það mót von? Og eg spái því að þér WINNIPEG, 10. DES. 1941 hafið til einskis eytt vináttu yðar og fyrirhöfn hvað hann snerti. Eg hugsa að hann muni á einn eða annan hátt birtast eins og óhræsi. Og ef það er nokkuð, sem Júní fær ekki stað- ist — hún hefir sjálfsagt erft það frá yður — þá er það níðingsskapur og hugleysi! Hvað haldið þér að Sam muni gera, þegar móðir hans kemur alt í einu fram fyrir Júní og hann? Fyrst mun hann afneita henni með fyrirlitningu og með því móti verða sjálfur fyrirlitinn.” Hann þagnaði og beið eftir svari Hill- guards. Hann staðnæmdist fyrir framan hann. “Það veit hamingjan að þú leggur fallega raun fyrir hann.” “Ágæta.” “En ef hún hepnast þá helgar tilgangur- inn meðalið. Mig langar ekkert til að hún giftist Sam, og vil mikið til vinna að hún geri það ekki. Láttu kerlinguna koma, Leonard.” Næsta sunnudag dvaldi Sam á heimili Miss Moreland. Það var ekkert óvenjulegt. Hann var flesta sunnudag hjá Júní, talaði við hana og hlustaði á gramófónið. En í þetta sinn var framkoma Hillguards gagnvart hon- um mjög einkennileg. 1 fyrsta skiftið í öll þau ár, sem þeir höfðu þekst, virtist gamli maðurinn forðast að líta í augu hans. Hann var órólegur og óhýr og leit hvað eftir annað á úrið sitt. En samt gerði hann alt sem hann gat til að Sam skyldi líða vel. Fyrri hluta síðari part dagsins hlustuðu þau Júní og hann á sálmalög. Unga stúlkan var hrifin af þessum hátíðasöngvum, og Sam var líka farið að þykja vænt um þá. Hann hlustaði á “Glataði soninn”, eitt af uppáhalds lögunum hans, því að lagið minti hann á skólagöngu hans í Unalaska. Hann var hrif- inn af laginu “Til er eitt land” og ennþá meira af “Hinir níutíu og níu.” Hann hugsaði hrærður um hirðinn, sem gekk út í myrkrið og illviðrið, til að leita að týnda sauðnum. Þessi sálmur fanst honum að hafa sér- stakan boðskap til sín persónulega. Hann gat hugsað sér hættur leiðarinnar. Hann hafði sjálfur vilst í fjöllunum. “Þetta er hið fegursta sem til er!” hróp- aði Sam, hrifinn eins og hver annar ungling- ur. Þau sátu bæði saman á legubekknum. “Næstum heil veröld sem lýtur guði, einum guði — þolinmóðum og gæskuríkum guði. Heil þjóð, sem hlustar á kenningar hans, sem þú hefir kent mér, Júní! 1 fyrstu efaðist eg. Mér fanst.að mátturinn hefði ætíð rétt fyrir sér — að fólk gæfi ekki hinum fátæku, og elskuðu ekki náungann eins og sjálfa sig, en léti leiðast af hatri og hefndarþorsta. En nú hefi eg næstum losnað við alian efa, Júní, þegar eg hlusta á þessi lög ásamt þér, get eg gleymt guðum barnæsku minnar og trúað, eins og þú trúir — eins og faðir þinn trúir —- á algóðan, umburðarríkan guð — það er dá- samlegt.” “Já, en flest okkar hafa engan tíma til að hugsa til þess hve dásamlegt það er.” Þau settu nú plötuna með laginu: “Yfir- gefið alt og fylgið honum,” á grammófónið, en þau heyrðu það ekki, því nú voru þau trufluð.- Hillguard kom inn í stofuna. Hann var ekkert upp með sér af hlutverki sínu. En fyrst hann hafði tekið það að sér þá varð hann að leika það til enda. “Það er einhver sem vill tala við þig, Sam”, sagði hann. “Hún kom með Vigtusi og Leonard hefir komið með hana hingað.” Nú kom Miss Moreland inn og á eftir henni kom Leonard. Miss Moreland var með áhyggjusvip, en Júní var óttaslegin að sjá svipinn á Leonard. Strax og hann var kom- inn inn úr dyrunum vék hann til hliðar fyrir þeim sem á eftir honum komu. Það var Olga. Óttaslegin að sjá alt þetta hvíta fólk, stansaði hún i dyrunum. Árin höfðu ekki leikið gömlu konuna vel. Norðurlandið á ekki til þá blíðu, sem konan þarfnast, það slær þung högg, sem skilja eftir djúp mörk. Það er ekki hægt að veiða laxinn á sumrin og hafa hvítar og mjúkar hendur, og ekki er heldur hægt að leggja gildrur allan veturinn og varðveita æsku- blómann. Margar hvítar konur varðveita æskusvipinn fram yfir fimtugt, en Olga leit út fyrir að vera eins gömul og landið hennar. Æfa gömul norn — vindbarin af þúsund vetr- um, og komin fast að þeim raunalega loka- þætti, sem bíður allra barna öræfanna fyr eða síðar. Stundum getur ellin verið fögur, en Olga var hvergi fríð álitum. Hún var sýnishorn úrættaðrar og hverfandi þjóðar. Hún var dökk yfirlitum eigi einungis vegna meðfædda litarháttarins heldur af skít. Andlit hennaf var alt tómar hrukkur. Hún var Aleutings kona, sem öræfin höfðu hrakið og mundu brátt heimta til sín fyrir fult og alt.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.