Heimskringla - 24.12.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.12.1941, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. DES. 1941 Sonur Öræfanna “Vér neyðumst oft til að hirða um hvað fólk segir.” Hillguard sat • lengi þegjandi. “Þú hefir vakið hugsun í huga mér Sam,” sagði hann loks í vingjarnlegum rómi. “Ef til vill finn eg það inst í hugskoti mínu að þú sért hvitur, alhvítur, þrátt fyrir ætt þína. En eg vil ekki kannast við að þú sért sonur Sam Morelands. Hvaða tilfinningar sem eg kann að hafa í þá átt, þá hverfa þær sem hjóm fyrir þeim sönnunum í gagnstæða átt er eg hefi fengið. Eg játa að það er eitthvað sann- færandi við þig — en Sam, það’ gerir samt sem áður engan mun né breytir neinu.” “Þér meinið með öðrum orðum að þér viljið fremur trúa sönnununum er rödd yðar eigins hjarta,” sagði Sam með beiskju. “Maður getur ekki látið tilfinningarnar ráða hér í heimi. Ef maður gerir það frem- ur maður marga heimskuna. Eg neyðist til að trúa sönnunargögnunum eins og hver maður með viti gerir, án þess að hlýða mín- um eigin tilfinningum. Frásögn Olgu hefir lokið þessu máli.” “Eg er þá fundinn sekur,” hvíslaði Sam. Hillguard lét sem hann hefði ekki heyrt síðustu orð Sams og hélt áfram: “Eg vil gera alt sem eg get til að hjálpa þér, en sambantí okkar verður að vera öðru- vísi í framtíðinni. Allir geta séð að þú gerir alt sem þú getur til að ná í dóttur mína. Þetta má ekki halda áfram. Eftir þetta verður framkoma þín gagnvart henni að vera eins og, eins og----” “Þjóns,” sagði Sam. “Eins og manns af öðrum kynþætti. Öll persónuleg kynning ykkar verður að breytast, annars verð eg að taka í taumana. Það er ekki ætlan mín að vera strangur við þig, Sam. En eg neyðist til að hugsa um hamingju dóttur minnar, og sjálfur munt þú einnig liða við það að halda áfram á þennan hátt. Hún fer til Seattle eftir einar tvær vikur og — og eg vil ráða þér til að vera hér kyr í Alaska? Það eru til staðir austur frá þar sem betra er að lifa----” Sam var orðinn náfölur. “í þessu landi ert þú uppalinn og átt heima hér. En sjálfur verður þú að ákveða hvar í Alaska þú vilt búa. Væri eg í þínum sporum mundi eg sleppa öllu félagslífi meðal hvítra manna. Þú getur átt viðskifti við þá, unnið þér inn vináttu þeirra og virðingu, en á allan annan hátt vildi eg ráðleggja þér að halda þér við þitt fólk, sem lífið hefir sett þig á meðal.” Sam leit upp með örvæntingarsvip. “Þetta er þá loka úrskurður yðar með tilliti til Júní?” “Já, Sam, mér þykir það slæmt, en þetta getur ekki verið öðruvísi.” Augu Sams skutu eldingum. “Eg ætla að vísa málinu til æðri dóm- stóls. Eg ætla ekki góðviljuglega að lifa lífi kynblendings. Eg ætla að berjast til að sanna orð mín og sannleika þeirra. Eg skal gera alt til að vinna Júní.” Hillguard horfði á hánn með alvöru svip. “Án þess að hugsa um hamingju henn- ar?” sagði hann beiskjulega. “Vinni eg ást hennar er eg óhræddur um hamingju hennar. Ef hún elskar mig, mun hún ekki hirða um dóm heimsins.” “Þetta er þá þakklætið fyrir að eg rétti þér hjálparhendi — og gaf þér tækifæri í lífinu?” “Þér hafði gefið mér tækifærið og það getið þér ekki frá mér tekið. Mér þykir það slæmt ef þetta lítur út sem vanþakklæti frá minni hlið. En eg get þó að minsta kosti endurgoldið yður það fé, sem þér hafið lagt út fyrir mig. Og innan skamms ætla eg mér að gera það.” “Eg ætla mér ekki að fá þá peninga end- urgoldna.” “En eg vil borga yður. Þér sögðuð sjálf- ur að það skyldi verða barátta með okkur, og á vissan hátt verður ekki hjá því komist, vegna þess að eg breyti þvert gegn boðum yðar. Þessvegna vil eg ekki vera í skuld við yður fjármunalega. Eg get auðvitað aldrei endurgoldið yður velvild yðar og áhuga fyrir mér, en alt sem eg get borgað það skal eg borga yður.” “Það er að minsta kosti hreinskilin bar- átta--------og að vissu leyti get eg ekki á- mælt þér fyrir þá afstöðu, sem þú tekur, en eg mun berjast gegn henni alt sem eg get.” Þeir hneigðu sig hvor fyrir öðrum og höfðu virðingu hver fyrir öðrum. “En samt ræð eg þér enn til að sætta þig við forlög þín,” bætti Hillguard við. “Þú getur ekki unnið, Sam. Allur heimurinn verður á móti þér. Þú getur heldur ekki ' fengið Júni. Alt sem þú getur gert er þetta að fá alla upp á móti þér.” “Haldið þér að hún muni hlýða yður?” “Auðvitað. Hún er ekkert nema barn, en hún veit samt hvað fólk muni segja.” “Eg trúi yður ekki.” Hillguard sá það sér til mestu undrunar að Sam titraði allur. “Hún er öðruvísi en aðrir. Nú fer eg til henn- ar og spyr hana að því hvort hún vilji að eg hætti að hugsa um hana nú og altaf síðar- meir. Sé það ósk hennar að eg haldi því á- fram mun hún segja það, án þess að hirða um álit annara.” “Hversvegna heldur þú að hún sé öðru- vísi en eg?” “Af því að hún er kristin.” Hann fann stúlkuna í litla herbreginu, sem sneri út að hafinu. Hún starði þung- lyndislega út um gluggann. Hann settist við hlið hennar og sagði henni hvað faðir hennar hafði sagt. “Má eg tala hreinskilnislega við þig Júní?” spurði hann að síðustu. “I dag má enginn misskilningur ríkja milli okkar. Má eg segja þér alt?” “Þú mátt segja hvað sem þú vilt, en eg er hræddur um að það geri engan mun.” Hún leit ekki á hann þegar hún talaði og ljóminn var horfinn úr augum hennar. “Ef þú gætir lært að elska mig þá gæti ekkert gert nokkurn mun fyrir þér hvað aðrir hugsuðu eða segðu,” sagði hann. “Eg sagði föður þinum að þá gæti ekkert aðskilið okk- ur. Að þú mundir fylgja rödd hjarta þins. Eg sagði að eg væri óhræddur hvað þig snerti.” Hann þagði eins og hann væri að bíða eftir að hún staðfesti orð hans. Hún þorði ekki að líta framan í hann. Þögnin varð svo löng að hún særði. Loks greip hann hendi hennar. “Svaraðu mér Júní,” sagði hann í biðj- andi rómi. “Það hefir gengið mér svo margt á móti í dag, að eg veit bráðum ekki hverju eg á að trúa framar. Eg verð að heyra þig segja að þú munir ekki bregðast mér. Hafði eg ekki rétt fyrir mér, Júní? Ef þú elskaðir . mig, gæti ekkert haft nein áhrif á þig? Þú mundir þá ekki bregðast mér?” Loks leit hún upp. “Eg get ekki svarað þér,” hvíslaföi hún, “eg — eg veit það ekki sjálf.” “En þú sagðir sjálf ...” Hún fann hvern- ig hendi hans kólnaði í hendi hennar. “Þú ert ekki með sjálfri þér, Júní. Eg þekki þig bet- ur en þú þekkir þig sjálfa. Eg hefi ekki gleymt hvað þú sagðir daginn, sem við horfð- um á sólarlagið. Eg veit hverju þú trúir.” “Æ, gerðu mér þetta ekki svona þung- bært.” Það var eins og hún hjaðnaði niður undan orðum hans, en brátt réttist hún upp. “Sam, eg sagði ekki sannleikann, eg laug að þér um borð í skipinu — og eg laug líka áður. Eg veit það. Eg get ekki-------eg get ekki.” “Eg skil þig ekki.” , “Faðir minn sagði satt. Við gerum rétt- ast í þvi að líta á málið eins og það er. Það er þýðingarlaust að blekkja sjálfan sig.” Rómur hennar var bitur. “Alt er úti milli okkar. Eg vissi það á því augnabliki þegar Olga kom.” “Er það vegna þess að þú hefir fundið út að þú elskar mig ekki? Ef svo er þá ásaka eg þig ekkert Júni. Eg get ekkert gert í þessum atriðum ef þú ekki elskar mig,” bætti hann við í auðmjúkum málrómi, “eg get heldur ekki séð hversvegna þú ættir að elska mig. Þetta var aðeins bæn min eða draum- ur.” “Eg gæti kannske lært að elska þig.” Hún klappaði hendi hans. “Eg elska þig kannske nú þegar . . . en eg þekki heiminn, Sam. Eg er hrædd við hann. Hann er svo miklu sterkari en eg. Eg hefi barist við sjálfa mig, síðan Olga var hérna, og eg---------eg get ekki gifst inn í annan kynflokk.” “Trúir þú þá því, sem Olga sagði?” “Nei* hún hristi höfuðið, “eg trúði þér strax og eg trúi þér enn.” “Og þrátt fyrir það ætlar þú að hrinda mér frá þér?” “Já, þrátt fyrir það og mikið meira, Sam-----” Hún slepti hendi hans og horfði út á hafið. “Eg trúi þér ekki eingöngu — veit að það er satt, að þú ert af sama kyn- stofni og eg. En samt sem áður ætla eg að hætta að hugsa um þig. Eg ætla að giftast Leonard, til að losna við allan óhróðurinn sem heimurinn bæri á mig annars. En það er ekki það versta, Sam. Þú ættir að missa trúna á mig, eins og eg sjálf hefi gert — þeg- ar eg segi þér það sem eftir er.” “Missa trúna á þig? Eg mundi deyja ef eg misti trúna á þig.” Hann leitaði eftir orð- um, en hann var svo ungur að hann átti enn ekki fult vald á þeim. “Þú ert alt líf mitt, alt af síðan við lékum okkur saman á strönd- inni,” sagði hann hryggur. “Manstu eftir því?” ISH +■ New Term Starting .... Monday, January 5 and Monday, January 12 BESTOW KNOWLEDGE As You Go Into 1942 We are proud of our students and of their attainments. In a recent Civil Service Exam- ination for Stenographers one of our graduates secured 1007o in both Shorthand and Typewriting. Results like these are hard to equal; in fact we have never known of a similar case. But then . . . results are uniformly good at the “Dominion.” We believe that we have the finest group of young men and women in our classes today that we have ever had. They are serious-minded, industrious, and dependable. They realize that world conditions present them with a challenge, and they are willing to work in order to meet that challenge. If you come here, and we hope you will, in the NEW TERM starting JANUARY, we can assure you that we shall do every- thing possible to make your studies pleasant and profitable. For over thirty years we have been proud to be known as a school of achievement, and we can promise you that you will be in the company of other forward-looking students. It is always easier to work in an atmosphere where every- one else is working, so won’t you tell us how we may assist YOU during the coming year? DAY CLASSES For full information Write, . Telephone, or Call EVENING CLASSES DOMINION BUSINESp®LLEGE MEMORIAL BOULEVARD WINNIPEG, MANITOBA 37 181 St. James 61 767 Elmwood 501 923 66 A Better Sehool Sor Thirty Years”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.