Heimskringla - 08.04.1942, Blaðsíða 7

Heimskringla - 08.04.1942, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 8. APRIL 1942 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA Ferðahugleiðingar Eftir Soffonías Thorkelsson Framh. Landinn var ekki lengi að kynnast Bretanum þó tregt væri um málið. Fór eins og segir í fornsögunum, “Tókust með þeim góðar ástir” og fór það siivaxandi, sem Bretinn var lengur og kynningin meiri. Var það í alla staði eðlilegt, því alstaðar sýndi hann fóikinu lipurð og prúðmensku. Yfirmenn hersins lögðu ríkt á við undirmenn sina, að haga sér vel við fólkið, gera því eins lítil óþægindi og þeir gætu, standa ekki á gangstéttunum, rýma úr vegi fyrir heimamönnum, en þó sérstaklega fyrir kven- fólki. Strax sem breski iherinn var kominn til landsins gerðu allflestir íslendingar sér grein fyrir iþví, að hefðu þeir ekki komið, 'þá mundi þýzkarinn hafa tekið landið eins og Dan- mörku og Noreg. Bárust ófagrar sögur af framferði þeirra þaðan, og mjög ólíkar því sem landinn átti við að búa hjá Bretum. Heyrði eg margan lofa hamingju landsins fyrir þá hepni, að vera laus við þýzkarann og alt það ofbeldi, er sagt var að hann hefði sýnt þeim þjóðum, sehi hann hafði í her- kvíum sínum. Því er þó ekki að neita, að þýzlíarinn var í miklu afhaldi hjá sumum Íslendingum, er höfðu lítið uppáhald á Bretum, og fór ekki leynt með það. Varð eg oft alveg undr- andi yfir því og lenti í miklum orðasennum við þessa menn, er að vísu lauk svo, að hvorugur sannfærði annan. Eg get getið mér þess til, að það hafi verið fullur tíundi hluti íslenzku þjóðarinnar sem var þýzksinnaður. En þeim fækkaði ört eftiir að Englendingar höfðu kynt sig eins vel og þeir gerðu. Enda sögðu brezku henforingjarnir það oft, hð þeir gerðu enga kröfu til þeinra sem væru þýzksinnaðir, að þeir skiftu ipn skoðun, fremur en þeir skiftif um trúarbrögð, en þeim mætti ekki líðast, að gera neitt er gæti orðið hernum hættulegt eða veikt hervarnir landsins. Mér er óhætt að segja það, að fyrstu mánuðina sem brezki herinn var á Islandi, sýndu þýzksinnaðir Islendingar Bretunum ótilhlýðilega óvild, og fóru hreint ekki leynt með það, en hann lét sem hann vissi það ekki, þó hann vissi það vel. Fékk hann að vita fulla grein á því, sem menn sögðu á móti honum, en hann lét það alveg hlutlaust. Bretar höfðu alstaðar ítök og fengu fréttir úr mörgum áttum; höfðu Islendinga til að vinna verið hefir á síðari áratugunum að sínu eigin og því sem þeir geta framleitt í landinu. Það er líka annars að gæta að það er ólíku saman að jafna þessari daglauna atvinnu manna hjá hernum, eða sjálfstæðri atvinnugrein, sem þroskar einstaklinginn andlega og vitsmuna- lega og eykur honum kapp og fyrirhyggju. Það atriði er svo mikilvægt að það verður ekki gengið fram hjá því sem lítils- verðu. En það mun vera hægra um að tala en úr að bæta. Fólkið fer þangað sem það getur fengi mest í aðra hönd fyrir þá og þá stundina, sem er að líða. Það er ein af óheillum þeim, sem hernámið ihefir haft á þjóðMf Islendinga, ásamt kaup- og verðhækkun á öllum hlutum. Á því sviði er þjóðin í kapp-j hlaupi út á það kviksyndi verðbólgu er hlýtur að olla henni j mikilla erfiðleika í framtíðinni. Þá er ekki úr vegi að minnast á dýrtíðina á Islandi. Eg varð henni nokkuð kunnugur árið sem eg var þar. Það var fyrir mér eins og var sagt, þegar eg kom til Winnipeg, “Hann lifir á Ross street og étur sig sjálfur”. Eg bjó á Hringbraut í Reykjavík veturinn sem eg vgr heima og hafði minn eigin dúk og disk. Það var óhjákvæmilegt að alt hækkaði stórvægilega í verði, vegna þess ástands sem var í heiminum. Fyrst var nú það að allar sjávarafurðir seldust fyrir margfalt verð á út- lenda markaðinum miðað við það sem áðuc hafði átt sér stað og langmestur hluti aflans var sendur út úr landinu. Það var líka að langmesti hlutur þess sem Islendingar höfðu að selja var fiskur og sjávarafurðir. Því var eðlilegt að þetta hefði raunveruleg áhrif á verð annara vörutegunda, sem framleiddar voru í landinu, svo sem bændavöruna og kaupgjald fólksins. Annað: aðfluttar vörur hækkuðu í mörgum tilfellum til muna á útlenda markaðinum en þó munaði það mest að flutnings- gjaldið á þeim var margfaldað og aftur og aftur hækkað, vegna erfiðleika á flutningi þeirra til landsins og stríðstryggingar á vörum, skipum og starfsfólki sem var gífurlega hátt. Þegar tollur var lagður á flutningsgjaldið jafnt og vöruna og álagn- ing kaupmanna sem fer langt fram úr því sem við eigum að venjast hér, varð því varan að öllu samanlögðu óheyrilega dýr. Til þess að nokkurt samræmi væri, varð að hækka bændavör- una að sarna skapi, því hefði það ekki verið gert, ihefði land- búnaðurinn alveg oltið um. Með þessu háa og sihækkandi verði varð fólk að fá kaup sitt hækkað en því miður fékst það ekki nema að nokkru leyti fyr en verkfallið var se.tt á í fyrra. Síðan hefir alt stigið mjög í verði, fyrst vörurnar, svo kaupið. fyrir sig. Mér var sagt þeir hefðu fundið stuttbylgjustöð, fleira en eina. Bretar fengu þá einnig til að ráðleggja þeim Islending-1 ® °g P' um sem höfðu stöðvarnar, að eyðileggja þær, svo þyrfti ekki að gera þær upptækar fyrir þeim, og taka mennina fasta. Þeir tóku tvo náunga til þess að sannfæra hina um hvað þeirra biði, ef þeir eyðilegðu ekki stöðvarnar sjálfir. Islendingar léku sér oft að eldi það sumar. Það var þeim víst mikil 'hepni að það var Englendingurinn sem lék á móti þeim, en ekki Þýzk- arinn. , Það er rétt ár síðan eg fór af íslandi og er því aftur orðinn ókunnugur afstöðu hermannanna og íslendinga, nema það, sem eg les í blöðunum að heiman, er virðist gefa það skýrt til kynna, að hinn nýi her frá Bandaríkjunum hafi ekki náð þeirri hylli hjá Islendingum, sem Bretar hafa. En hvaða áhrif hermannafjöldi þessi hefir á líf og háttu þjóðarinnar bæði til góðs og ills er ekki hægt að geta sér til nú, en það er víst, að þau verða mikil og ræður þar mestu um hvað stríðið stendur lengi. En að þjóðinni íslenzku sé nokkur hætta búin að þvi leyti, að glata þjóðerni sínu og máli, hygg eg að geti ekki komið til greina, að minsta kosti á meðan hún er undir vernd hinna enskumælandi manna er ekki sýna henni þvingun í neinu og hún fær notið fullkomins frjálsræðis í afhöfnum sínum, máli og siðvenjum. Hún hefir aldrei átt jafnmarga igóða talsmenn og varðmenn sem nú fyrir málhreinsun og vernd og viðhaldi góðra og nytsamra þjóðarsiða. Þeir gera sér fullkomna grein fyrir hættunni, sem af hermannasetunni stafar og eg held að sé óhætt að segja það, að mikill meirihluti íslendinga sé til þess reiðubúinn að sporna við henni með öllu móti. Þeir leggja hærra met nú en þeir áður gerðu á hina óendanlega fögru og fullkomnu tungu sína, og marga og marga heilnæma siðu er þjóðin hefir tamið sér frá þeim tímum er fyrst hún steig- á land. Svo hefir hún annað til að styðja sig við líka, sem mun reynast ihenni drjúgur styrkur í framtíðinni, sem er ungmenna- félögin. Flestir af meðlimum þeirra eru Islendingar í húð og hár, svo vel sannfærðir um gildi málsins, fegurð og kosti lands- ins, eins og nokkrir menn geta verið. í skjóli þessara vor- manna getur þjóðin horft björtum augum á framtíð sína. Við þekkjum það vtílst flest, sem fyrir vestan höfum verið í hringiðu verzlupar og vélamenningar, hvað Islendingurinn hefir reynst seigur í okkur. Honum er ekki fisjað saman. Eg hefi áður minst á það, að atvinnuvegir þjóðarinnar í landi, voru að mjög miklu leyti lamaðir vegna þess ástands og ástæða er skapast höfðu af stríðinu. Var því útlit fyrir atvinnu þess fólks hið lakasta vorið 1940 áður en brezki herinn kom. Þjóðinni var það sem fundið fé atvinnan er Bretinn veitti henni. En vegna hinnar miklu atvinnu og sívaxandi og hækkandi kaupgjalds, hefir það haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér á heima framleiðsluna. Margur maðurinn hefir hætt að stunda sína fyrri atvinnu, isem í mörgum tilfellum var fram- leiðsla í smærri stíl og oft ekki sérlega arðberandi, en þó svo að hafði veitt honum og hans lifibrauð. Hefir hann hlaupið/rá þessu og sækir nú framfæri sitt til Bretans. Þetta er alt annað en heilbrigt þótt það kunni að koma sér vel í svipinn að fá vel launaða vinpu, að láta innlendu atvinnuvegina falia niður, því þótt þeir væru smáir, þá gerir margt smátt í þjóðar búinu eitt -stórt. 1 mörgum tilfellum mátti og búast við því að þessir smáu atvinnuvegir stæðu til bóta. Það má ganga að því sem vísu, að stráði þessu hætti einihverntíma og við væntum þess öll, að því verði lokið innan fárra ára og að iherinn fari allur úr landinu. Hvar er þá vinnu að hafa fyrir allan þann fjölda fólks, sem hefir unnið fyrir her- inn, konur, en þó margfalt fleiri karlmenn? Það má fyllilega gera sér grein fyrir því nú, að það mun orsaka stór vandræði og það til langs tíma á meðan verið er að breyta til og koma fyrri atvinnuvegunum á fót, sem lagðir hafa verið niður eða dregnir saman. Annars er framtíðin svo skuggaleg í heiminum nú að engin ætti að leyfa sér að gera áætlanir um hana eða frmtíð þjóðanna, ekki einu sinni þeirra stærstu, hvað þá heldur hinna smæstu, en margt bendir til, að af striði þessu afstöðnu verði Islendingar neyddir til að búa að meira leyti en hækkun sem enginn sér út yfir hvar muni enda. Það hafði heldur ekki svo lítil áhrif á verð innlendu vör- unnar að hermenn keyptu mikið af henni til sinna nauðsynja og íslendinguim mun hafa fundist það vel viðeigandi, að láta þá borga gott verð fyrir það sem þeir fengu, en vitanlega var ekki hægt að selja þeim dýrara en öðrum. Svo var enn eitt; vegna þess hvað iherinn tók mikið til sín af bændavörunni, var altaf þurð á henni nema sauðaketinu og margfalt meiri eftirspurn en framboð. Var það því ekki nema eðlilegt að hún yrði dýr, enda er hún dýrust af öllu í dýrtíðinni á Islandi. Geti ekki bændum liðið vel efnalega nú með það verð sem þeir fá fyrir afurðir búa sinna, þá held eg þeim líði aldrei vel. Mikið var talað um að einhverjar skorður yrðu settar við þessari sihækkandi dýrtíð í landinu og stjórnarráðinu og verð- lagsnefndinni, sem hafði verið skipuð eftir að stríðið skall á, legið þungt á hálsi fyrir afskiftaleysi sitt. En mér fanst þetta ekki vera á góðum rökum bygt hjá fólkinu. Það var enginn efi á þvú, að nefndin reyndi að hafa nokkurn hemil á verðhækkun hjá verzlunarstéttinni. Eitt meðal annars var að húsaleiga var ekki iátin hækka og takmörkuð var álagning sú er kaupmenn máttu leggja á vörur sínar. Með öðrum orðum þeim leyfðist ekki í mörgum tilfellum að okra á því sem þeir höfðu til sölu, ef það var vara sem var að ganga til þurðar í landinu, sem þeir mundu líklega annars hafa gert. En mér fanst nú samt að álagn- ing sú er þeim var leyfð að leggja á vörur vera altof mikil, enda vár gróði þeirra á árinu 1940 gífurlegur. Ráðuneytið sagði af sér síðastliðið haust. Mesta orsökin til þess mun ’hafa verið dýrtíðarmálið. Þeir gátu ekki komið sér saman um neina aðferð að draga úr henni eða stöðva sífelda verðhækkun. En eg get ekki séð hvernig það var hægt að hafa hemil á henni. Þar rak hvað annað og þannig hygg eg það muni verða þangað til striðinu lýkur. *Að hvaða brunni þetta kann alt að bera má hamingjan vita. Framtíðin sker úr því. Koma dagar og koma ráð. Islendingur verður aldrei ráðalaus ef hann má ráða sér sjálfur. Það má treysta honum til þess að standa í straumnum, þegar hann má til. Framh. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusiml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finna á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimt 33 158 Thorvaldson & Eggertson LögfrceBingar 300 NANTON BLDG. Talsiml 97 024 Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hotjrs: 12—1 4 P.M.—6 P.M. AND BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl f viðlögum Viðtalstímar: kl. 2—4 e. h. • 7—8 að. kveldinu Sími 80 857 643 Toronto St. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. A. S. BARDAL seiur likkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone 86 607 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi: 26 821 308 AVENUE BLDG,—Winnlpeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Presh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken DR. A. V. JOHNSON DENTIST 508 Somerset Bldg. Ofíice 88 124 Res. 27 702 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Greníell Blvd. Bhone 62 200 SAGAN ER SÖNN Frh. frá 3. bls. “Þetta er falleg stúlka,” sagði Ingibjörg og þagði um stund. “Hún er nú eina barna- barnið, sem eg á, því ekki eru börn á Hóli. Eg hefi harmað það, maður hefir marga gleði- stund af börnunum. Það er orðin breyting á Hóli, get eg sagt þér. Þar var einu sinni blómabú, því eg reyndi að verj- ast skuldum, hefi ætíð álitið að skuldir væru það mesta niður- drep. Nú heyrist ekkert nema skuldabasl og peninga-krögg- ur. Svona er búskapurinn nú á dögum, en það aumasta er, að heilsa Jóns er að bila; hann lítur út sem beinagrind af á- hyggjum; skuldakröfur koma úr öllum áttum, en ekki eyrir til að borga með. Kona Jóns er meinlaus en engin driftar- kona.” ^ Anna hugsaði með sér: “Hvað gerir það til, hún er prestsdóttir, og þau eru að þorna upp í skelinni. Það var máltæki um fólk sem ekki hafði afkomendur, því skildi hún vera að ausa þessu yfir mig, ekki langar mig til að vita um ástandið á Hóli. Mér liggui^ við að segja þeim það. Nei, eg má það ekki. Það stend- ur skrifað: Mín er hefndin, eg mun endurgjalda, segir drott- inn.” Svo segir hún við Ingi- björgu: “Við höfum góða heilsu og daglegt brauð og erum á- nægð með það.” , “Eg held það sé það bezta,” ræði, þau eru ekki að' mínu skapi, því hvað er þessi auður oig upphefð annað en eftirsókn eftir vindi, segir hann Salómon. Kg hefi farið nokkuð vel eftir ráðum Páls postula, hann seg- ir: Haldið yður við það lága en ekki við það háa. Mér finst sá hlekkur í keðju mannfélagsins vera eins þarfur og hinir og les stundum í bók bókanna. Ó já, aðrar bækur geta lært af þeirri bók, þar er speki og snild. Þó er aðal atriðið einfalt og elsku- legt, það er að breyta við aðra eins og vér viljum að aðrir breyti við okkur. Og litlu grein- ina sem hún mamma kendi • mér, hún er þessi: Vertu trúr til dauðans, þá mun eg gefa þér lífsins kórónu. Mér koma stundum í hug spakmæli móð- ur minnar, hún var ekki skóla- lærð, en hún var laungáfuð. Eitt af þeim er þetta: Það besta sem Guð á til í eigu sinni, er maður eða kona, frómlynd, bœnrækin og örlát. Ef nú allir væru svona, hvað sæi maður í anda? Alsherjar bræðrafélag, þar næst guðsríkið á jörðunni.” Guðni leit nú á klukkuna. — “Hvað er þetta,” hugsaði hann “eg sit hér og prédika fyrir ein- um tilheyrenda, eg verð nú að flýta mér til vinnu minnar.” Jóna kom nú inn aftur og var ferðbúin og kvaddi móður sina með kossi. “Hvert ætlar stúlkan?” spurði Ingibjörg. “Hún er að fara til vinnu,” svaraði Anna, “hún vinnur við verzlun hér í borginni. Hún er THE WATCH SHOP THORLAKSON & BALDWIN Dlamand and Wedding Rings Agent íor Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE sagði Tngibjörg.” Guðni var nú í næsta her- nú trúlofuð og ætlar að giftast bergi; hann hugsaði: “Svona er nú komið fyrir Jóni, hann var þó einu sinni upp með sér og ætlaði að verða sveitarforingi og alt mögulegt. Hann réðist í alskonar stórræði; nú sýnist í næsta mánuði.” “Þetta eru nú fréttir,” sagði Ingibjörg. “Hver er maðurinn, má eg spyrja?” “Mannsefni hennar er Páll, sonur Árna í Nesi. Hann þefir svo sem stórræðin hafi ráðist ái stundað verzlunarfræði hér i hann og haft á honum enda-! borginni, mesti ráðdeildar mað- skifti. Hann áleit það enga ur.” synd að rjúfa heitorð við fá-1 “Já,” sagði Ingibjörg, “Árni tæka bóndadóttir, en dagur dómsins kemur fyr en margan varir. Skaparinn sýnir mönn- um það á öllum tímum, að rétt- lætið hefir sín laun og svikin Katrínar í Holti. sína hegning. Jæja Guðni minn, | En Anna hugsaði: “Það var þú hefir aldrei ráðist í stór- hún, sem færði mér barnið Björnsson sem var hjá okkur?” “Já, það er hann, sagði Anna. Ingibjörg segir nú: “Hann giftist Fríðu, dóttir Ásgeirs og mitt veizlukvöldið góða. Árni í Nesi hefir stórt mjólkurbú og hepnast þa-ð vel. Hann er nú að kaupa veszlun þessa handa syni sínum og Páll tekur við henni þegar þau eru gift.” “Þetta eru góðar jfréttir,” sagði Ingibjörg, “eg óska ykk- ur til lukku og blessunar. Mér lýst svo veU á stúlkuna. Eg hefi hérna í töskunni minni dá- lítið, sem eg ætla að gefa hertni og biðja þig að fá henni það daginn sem hún giftir sig; það er lítill gullpeningur, sem er verður tuttugu krónur; eg er búin að geyma hann lengi. Nú get eg séð að ferð mín hingað var til að finna ykkur og sætt- ast við þig.” Hún rétti önnu báðar hendur sínar; Anna tók í þær; hún dró Önnu að sér og kysti hana. “Erum við nú sátt- ar?” “Já,” sagði Anna. “Þá er eg ánægð,” sagði Ingi- björg. “Ef eg hefði verið með því sinni, sem eg hefi nú, þá hefði eg látið ykkur ráða. Kona Jóns skiftir sér ekkert af bú- skapnum, en er öll við tízku og hégómatiidur, sem er einskis virði.” Anna segir nú: “Eg þakka þér fyrtr þessa gjöf til dóttur minnar. Eg veit hún skrifar þér seinna.” “Nú verð eg að komast heim sem fyrst,” sagði Ingibjörg, “fylgdarmaður minn ætlaði að dvelja í borginni einn eða tvo daga. Eg læt hann vita að eg fari með honum til baka.” Það var nokkrum vikum eft- ir þetta, að Anna hélt brúð- kaup dóttur sinnar og sá hana giftast manni, sem hún vissi að mundi reynast henni góður og trúr. Guð gefur mér þessa gleðistund, hugsaði hún, þó mín eigin æskuvon yrði að ösku, og hún táraðist og hún brosti og bað til drottins. Kristin í Watertown

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.