Heimskringla - 20.05.1942, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.05.1942, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIM SKRINGLA WINNEPEG, 20. MÁÍ 1942 “Já,-en hann sagðist-ekki hafa getað fund- ið hann, þótt hann leitaði um alla skrifstof- una.” “Það getur auðvitað verið satt, en það getur líka verið ósatt þrátt fyrir það, að yður ieist upprunalega vel á manninn, getur hann samt verið þorpari. Það mun tíminn leiða i Ijós. Það getur líka verið að helmingurinn, sem hann sendi yður, sé engin sönnun og að lausn gátunnar finnist á hinum helmingnum. Þér getið brosað, Wilding, en sagan um gamla sæfarann er of góð til þess að vera ósönn. Getur það verið mögulegt að Coventry hafi geymt hinn helminginn? Vonaði hann að ná fjársjóðnum sjálfur? Var það þessvegna, sem hann bauð yður tíu þúsund pund?” Lögreglumaðurinn þagði um stund og tók svo aftur til máls. “Eg sagði að helmingur gátu þessarar væri 1 jós fyrir mér. Á einn eða annan hátt hefir Don með þrjá fingurnar og tveir aðrir þorparar fengið að vita um fjár- sjóðinn, sem er fólginn í Durdles húsinu eða í nánd þess, og svo ferðuðust þeir til Englands til að ná í hann. Af því að þeir héldu að þeir hefðu lykilinn að leyndum fjársjóðnum, þá reyndu þeir fyrst að myrða yður, svo gáfu þeir yður svefnlyf og síðast réðust þeir á yður á þjóðveginum og slógu yður í rot, en þar sem þeir náðu samt ekki tilgangi sinum, er eg viss um að þeir vita ekkert meira um þetta en þér. En Dan með þrjár fingurnar—” “Vel á minst Sturrock, eg hefði átt að segja yður það fyr, en eg sá Wharton í dag.” “Hvað eruð þér að segja? Hvar?” “Fyrir utan British Museum.” “Og þér létuð hann sleppa frá yður, þar sem þér vissuð að eg var að leita eftir honum fyrir morð?” “Mér þykir það slæmt, Sturrock, en eg gat ekki annað. Það var fjöldi fólks í kring- um okkur, og náunginn hvarf í fólksþyrping- una.” Þótt leynilögreglumaðurinn væri ráð- gjafi hans, gat hann samt ekki sagt honum sannleikann, sem sé að Phyllis Kenwit væri í kunningsskap við þennan hræðilega mann. Reyndar hafði hann séð óttasvip á andliti hennar, er hún sá hann fyrst, en hefði hún svo ekki tekið málstað Whartons og farið með honum? “Jæja, það er þó betra en ekkert að vita af honum í London,” svaraði Sturrock eftir stundar umhugsun. “Eg hefi lagt fyrir hann talsvert langt net, svo að það er kanske lítill skaði skeður.” “Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,” sagði Wilding á ný. “Ó, það gerir ekkert til. En þetta var talsvert áfall fyrir mig. Þér verðið að muna eftir því að eg hefi ferðast talsvert margar mílur til að ná í Dan Wharton, og þegar þér sögðuð eins og ekkert væri um að vera, að þér hefðuð séð hann í dag, þaut eg upp í bræði. En nú skulum við ekki tala meira um það. Funduð þér nokkuð í safninu?” “Já, það er kanske ekki mikils virði, en samt merkilegt. Eg var svo heppinn að finna gamla bók um Trevannion ættina, og það er ef til vill eitthvað til í þessari sögu um fjár- sjóðinn.” “Já, auðvitað! Og hvað svo?” “Bókin, sem eg las, sagði sögu hinnar gömlu ættar, að John Trevannion hefði náð saman stórfé á ránum í Spánska hafinu, og með því að sigra spönsk herskip.” “Aha!” hrópaði leynilögreglumaðurinn. Hann leit á þeirri stundinni út eins og skóla- drengur, sem hlustar á skemtilega sögu sagða af gömlum sæfara. “Samkvæmt því sem bókin sagði, hefir enginn komist að því hvar hann fól fjársjóð- inn,” sagði Wilding. “Hann er í Durdles húsinu og einhvern- tíma skulum við finna hann, þér og eg.” “Er yður alvara að eg geti treyst þvi, að þér verðið með mér?” Hann hafði ekki lagt mikinn trúnað á orð lögreglumannsins, að hann ætlaði að reyna sig við Scotland Yard. Hann hafði hugsað sér að berjast sinni bar- áttu sjálfur, en nú leit helst út fyrir, að allur heimurinn yrði á móti honum, og þá var lið- veizla þessa duglega leynilögreglumanns ó- metanlega mikils virði. Gleðina yfir þessum fréttum mátti líka lesa í andliti hans. “Þér megið treysta liðveizlu minni alt til loka þessa máls,” svaraði Sturrock og rétti honum hendina. “Við verðum að drekka glas af víni til að festa þessa skilmála,” sagði Wilding. 19. Kapítuli. Meðan þeir Sturrock og Barry Wilding drukku skál vináttu sinnar í veitingahúsinu “Svanurinn”, var haldin fundur í Scotland Yard, þar sem ákvörðun var tekin um hinn síðarnefnda. Þar voru fjórir menn viðstadd- ir. Einn þeirra var ekki lögreglumaður, held- ur nafnfrægur stjórnmálamaður — Sir Bert- ram Willan. Hann tók nú til máls og sagði: “Eg gef nauðugur samþykki mitt til þessa, en eg get ekki séð neina aðra leið. Það er búið að að- vara manninn hvað eftir annað, og nú er hann orðinn, eftir því sem mér er sagt, bæði þrjóskur og reiður. Hann leit á Patrick Cross vara-lögreglustjóra. “Hann kom hing'að í dag og froðufeldi af reiði og hafði í hótunum um að hefna sín,” svaraði hann. “Hann sagðist vera þess vís að samsæri hefði verið gert á móti sér, en það skyldi þurfa meira til en alt mitt lið til að koma sér af landi burt. Auðvitað kenni eg líka í brjósti um manninn-----” Innanríkisráðherrann kinkaði kolli. “Já,” svaraði hann, “maður getur ekki annað en vorkent honum. En meðaumkvun má ekki blandast í þessi mál. Það er ekki heppilegt. Það er of mikið í hættunni til þess.” “Já, auðvitað, iSir Bertrum,” fcvaraði Cross. “Þá læt eg þetta alt á yðar valdi, Cross,” sagði ráðherrann og reis úr sæti sínu. “Við- hafið ekki meira ofbeldi en þörf gerist og umfram alt látið hann ekki gruna hverjir þér eruð. Við höfum næg vandræði samt.” “Eg skal sjá um það alt saman, herra minn. En hvert eigum við að fara með hann?” “Þangað sem við ákváðum að flytja hann. Alt skal vera reiðubúið. Eg skal sjá um það þegar eg kem heim. Góða nótt!” “Góða nótt, Sir Bertram.” # / . * # Kyrðin í herberginu var rofin því að símaáhaldið hringdi. Phyllis Kenwit svaraði í símann. “Já—á, er það Sir Bertram?” sagði hún. “Faðir minn er því miður farinn að sofa. Já, því lofa eg — já, eg skal skila því til hans.” Hún hlustaði með athygli eftir því, sem sagt var, og eftir stundarkorn var hún orðin náföl. “Ó, Sir Bertrum, er það nauðsynlegt?” spurði hún með titrandi rödd. Aftur hlustaði hún um hríð og leit helst út fyrir að ætlaði að líða yfir hana. “Já, Sir Bertram, eg skal skila því strax til pabba.” Er hún gekk út úr stofunni stundi hún við. “Æ, að hann skuli ekki vilja hlusta á það sem eg segi!” # # # í hinu skrautlega herbergi í Bloomsbury var aftur ráðstefna. Wharton hinn þrífingr- aði kom seint, en í góðu skapi eftir að hafa fylgt Phyllis Kenwit til járnbrautarstöðvar- innar. Hann hafði ætíð verið hrifinn af fögr- um konum, og Phyllis Kenwit var þannig að hún bar af flestum þeirra. Að hún geymdi leyndarmál og gætti þess vel, leyndarmál sem snerti mjög föður hennar, gladdi hana mjög, því að reynsla hans var sú að ungar stúlkur, sem báru leyndarmál fyrir brjósti, væru auðveldar viðfangs. Þær voru fúsar til að hlusta á það, sem er nefnt “skynsemi”. Hann sagði ekki að Phyllis væri albúin að láta undan, en hann bjóst við að hún mundi gera það í náinni. framtíð. Hugsanir hans voru svo þægilegar og svo hressandi, að hann raulaði fjörugt lag, er hann gekk inn í neðanjarðar brautina. Er hann kom inn í húsið í Bloomsbury, heilsuðu þeir honum óþolinmæðislega með þeirri spurningu, hvar í fjandanum hann hefði verið. “Eg hefi verið að ljúka svolitlum einka- málum,” svaraði hann hirðuleysislega. Fund- ur hans og Phyllis Kenwit var hans eigið leyndarmál og kom félögum hans ekkert við. Fyrirtæki það, sem leiddi þá alla til Englands var alt annað mál. Um það urðu þeir að vera í félagi — taka sömu áhættuna og skifta fengnum jafnt. Því var hann samþykkur. “Heyrðu nú Dan. Þú manst hvernig fór fyrir náunganum, sem reyndi að svíkja mig i trygðum síðast?” spurði Kóngulóin í mjúkum rómi. En hann faldi hægri hendina undir borðinu. Wharton, sem vissi vel að hann hélt á skambyssu, brosti mjög vingjarnlega. “En að þú skulir vera svona heimskur!” sagði hann. “Hvernig ætti eg.að svíkja þig í trygðum? Þú veist nógu mikið ilt um mig til að senda mig í rafmagnsstólinn — og það er þér víst líka fullkunnugt sjálfum. Þessi einkamál, sem eg átti við voru þau, að eg var að drekka te með stúlku, sem eg þekki og gleymdi tímanum. En það er engin ástæða fyrir hvorugan ykkar að rjúka upp fyrir það. Nú er eg hér kominn og er þess albúinn að ræða við ykkur um störfin, sem fyrir hendi liggja. En það er aðalatriðið, eða hvað?” Útskýring þessi vísaði á bug öllum grun hinna. Ógnunarsvipurinn hvarf af andlit- um þeirra, og Kóngulóin brosti. “Gott er það,” sagði hann, “en látum oss nú komast að málefninu. Eg sting upp á því að við gerum nýja tilraun í nótt, fjársjóður- inn hlýtur að vera þarna.” Kóngulóin dró nú mjög gætilega bréf upp úr vasabókinni sinni, það var lúið, gult blað, sem hafði verið rifið í sundur. Hann lagði þetta á borðið og allir lutu yfir það. Arnarhreiðrinu í Berkshire. um þá snúðu kreptu hendinni á arninum og undir og undir mun fjársjóðinn. nnion. “Þetta á við hann!” sagði Kóngulóin og benti á síðasta orðið “fjársjóðinn”. “Og eg vil reyna á ný í nótt. Við getum ekki látið hann liggja þarna, en ef við flýtum okkur ekki, kemur þessi Wilding og verður okkur hlutskarpari. Það er einkeninlegt það hús—” “Mér fellur illa við fjandans hundana,” sagði maðurinn, sem Wilding þekti undir nafninu Ebury. “Látið mig sjá fyrir þeim,” sagði Whar- ton. “Og eg skal sjá um svertingjann.” Hinn hörkulegi munnur Kóngulóarinar varð ennþá hörkulegri er hann sagði þetta. “Eg er samþykkur því, að við séum neyddir til að ljúka þessu í nótt,” sagði Ebury. “Mig langar mjög til að skreppa til Suður-Frakklands. Bara þegar eg hefi feng- ið minn hluta af fjársjóðnum þá----” “Við rekumst kanske á Wilding á ný,” sagði Wharton. “Þegar á alt er litið, þá er þetta hans hús. Eg skil bara ekki hversvegna að þorskhausinn sá arna hefir ekki varpað Kenwit út og flutt inn sjálfur. Þá gæti hann sprengt alla þessa ruslhrúgu í loft upp ef hann vildi.” “En spurningin er þessi: veit hann að ó- grynni demanta og gullpeinga liggja grafnir einhverstaða á eigninni hans? Auðvitað höf- um við orðið að ganga út frá því, að hann viti það, og okkur reið mikið á að verða á undan honum — en eins og þú segir, Dan, hvers vegna rekur hann ekki Kenwit á dyr ef hann veit það?” “Það veit eg ekki. Ójú, eg veit það nú reyndar. Hann er ástfanginn í stelpunni. Þar fáum við líka skýringuna á því að hann rekur ekki lækninn út og sezt sjálfur að í húsinu. Það er annars skrítinn fugl sá lækn- ir! Hann langaði til að skera mig upp þegar eg var þar síðast; og hefði það ekki verið fyr- ir mótmæli dóttur hans, þá held eg sem eg er lifandi maður, að hann hefði gert það! Hann hlýtur að vera brjálaður.” “Hann þjáist ekki lengi af þeim kvilla verði hann á vegi fyrir okkur,” sagði Kóngu- lóin. “Þú átt við að við drepum hann?” sagði þriðji maðurinn. “Eg er ekkert fýkinn í fleiri morð. Þið skuluð ekki gleyma því að Stur- rook býr í þessu veitingahúsi, eina tvo kíló- metra frá húsinu. Nú hefir hann sjálfsagt heyrt að við höfum búið þar, og fái hann að heyra um málefni Wildings, verður hann ekki lengi að leggja tvo og tvo saman. Þið þekkið Sturrock!” “Já, fjandinn hafi hann!” svaraði Whar- ton. “En hugsið ekki um Sturrock. Það er sannsýnilegast að hann sé farinn nú. Hvað ætti hann svo sem að gera í öðrum eins af- kyma og Hillsdown er?” “Hann er kanske að litast um eftir þér fyrir þessa starfsemi þína í Philadelphia,” svaraði hinn með skuggalegu augnaráði. Með urri, sem líktist villudýri og hræði- legu blótsyrði, stökk Wharton á manninn, og áður en Kóngulóin gat gengið á milli þeirra hafði hann læst fingrunum um háls hins. Án þess að mæla orð réðist Kóngulóin á Wharton, og eftir harða hríð tókst honum að skilja áfloga hundana. “Eruð þið orðnir hringlandi vitlausir báð- ir tveir?” hvæsti hann. “Hvað á þetta að þýða? Höfum við ekki nóga örðugleika þótt þið reynið ekki af fremsta megni að drepa hvor annan? Þú meintir ekkert ilt með þessu, eða hvað?” spurði hann þann, sem fyrir árásinni varð, og sem var nú að þreifa gætilega á hálsinum á sér, eins og hann ótt- aðist að eitthvert stykki væri farið úr hon- um. “Þvi var hann þá að minnast á þetta Philadelphia mál?” spurði Wharton æðis- genginn af reiði. “Eg skal segja ykkur það eitt skifti fyrir öll, að eg vil ekki heyra orð framar um það atriði.” “Nei, nei, Dan,” sagði Kóngulóin og reyndi að miðla málum og sefa hinn eins vel og honum var auðið. Hvorugur okkar gleym- ir að hefðir þú ekki framið það, mundum við ekki hafa náð í þetta.” Hann barði á brjóst sér þar sem vasabókin var undir. “Það eigum við þér að þakka, Dan.” “Nú jæja, þá skuluð þið halda kjafti um það — það er alt, sem eg bið um.” Augu hans glóðu af ilsku er hann leit á félaga sína. Að þessi orð höfðu gert hann svona æstan og reiðan, stöfuðu af því, að síðan hann sá á bakið á Sturrock í gistihúsinu, hafði hann enga rólega stund lifað. Honum hafði tekist að leyna félaga sína óttanum alt þangað til nú. Hefði hann ekki verið svona þurfandi fyrir peninga, og þar sem hann vissi að félag- ar sínir mundu ræna hann hans hluta af fengnum, væri hann ekki viðstaddur, þá hefði hann hætt við þetta alt saman og látið fætur forða sér. En úr því að svona stóð á dró hann stól sinn að borðinu og sagði: “Jæja, við skulum þá gera áætlanina og verða ásáttir um hana.” 20. Kapítuli. Phyllis settist upp í rúminu. Var ein- hver kominn inn í húsið? Þarna heyrði hún hávaðann á ný! En brátt var alt hljótt. Ef eitthvað grunsamlegt var á seiði, hvar voru þá hundarnir? Og hvar var Starkey? Hún hafði vaknað af værum blundi, strax og hún heyrði hávaðann. Hana hafði líka verið að dreyma. Einstaklega skemti- legan draum, þar sem hún og Barry gengu hlið við hlið eftir rólegum stíg. Þau höfðu verið svo hamingjusöm. Ekkert hafði komið fyrir, sem vakið gat tortryggni né óánægju. Og svo vaknaði hún með þessari hræðslu. Hún lá graf kyr — svo kyr að hún heyrði sinn eigin hjartslátt, svo sneri hún rafmagns- ljósinu á. Hún mundi að ef þessi hávaði var nálægt henni, sem henni heyrðist, varð hún að komast eftir því sjálf, ef Starkey hefði þá ekki heyrt þetta lika. Hún gat ekki komist til föður síns. Hann hafði einmitt þennan sama dag flutt sig í turninn. Þung járnhurð aðskildi þau nú. Hann hafði boðið henni að skifta um herbergi, en hún hafði ekki þegið það. Hún hafði lagað svo vel um sig þar sem hún var. öll herbergin í turninum voru hræðilega vanrækt og niðurnídd. Þau höfðu ekki verið notuð öldum saman. Þegar faðir hennar hafði ásett sér eitt- hvað var ómögulegt að láta hann hætta við það. Þessvegna hafði hún ekki tafið timann við að þrátta við hann um þetta. Hann hafði haft örðuga daga undanfarið og var svo nið- ursokkinn í starf það, sem hann hafði með höndum, að þýðingarlaust var að mæla á móti. Enda þótt það væri honum sjálfum fyrir beztu var það samt þýðingarlaust. Er læknirinn sagðist ætla að loka sig inni í turninum vegna alls þess ónæðis, sem hann hefði orðið fyrir þessa síðustu daga, þá hafði Phyllis kinkað kolli til samþykkis og sagt Starkey að laga til herbergin handa honum. Vegna þess hve önnum kafinn hann var hafði lækninum ekki komið til hugar að spyrja hvort þessi tilhögun kæmi henni nokkuð illa. Phyllis hugsaði um þetta nú, er hún fór hægt út úr rúminu og rétti út hendina eftir morgun kjólnum sínum. En í stað þess að finna til gremju, varð hún bara ákveðnari í því að fá að vita hverjir það voru, sem væru að trufla næturfriðinn. Hrædd? Já, hún var hrædd. En það hamlaði henni ekki frá að komast að þessu. Er hún var komin í kjólinn, slökti hún ljósið og beið svo litla stund og hlustaði með eftirtekt, og það leið ekki á löngu áður en hún heyrði að það voru fleiri en einn í borð- stofunni. Hverjir voru þeir? Hvað voru þeir að vilja? Eigi alls fyrir löngu hafði verið reynt að brjótast inn, og það hafði gert föður hennar svo fjarskalega æstan. Það varð að vernda hann fyrir slíkum geðshrær- ingum eins mikið og auðið var. Hún mátti til að sjá hvaða menn þetta voru. Mundi þessi hræðilegi Wharton vera meðal þeirra? Sá, sem hafði reynt að kúga fé út úr henni eða hálft um hálft hótað því. Fram af borðstofunni, út frá ganginum var lítið herbergi þar sem síminn var. Ef hún gæti bara komist þangað! Ef hún gæti bara komist þangað! Ef hún hræddi þá á lögreglunni yrðu þeir kanske hræddir og færu leiðar sinnar. Hún gat ekki hugsað mjög skýrt og hjartað barðist í brjbsti henn- ar af hræðslu, en hún opnaði hurðina hávaða laust. Hún setti eins mikinn kjark í sig og henni var auðið og læddist fram í borðstof- una. Hið stóra herbergi var í niða myrkri nema það sást skær ljósrák eftir því. Geisli þessi kom auðsæilega frá vasaljóskeri, og var honum beint að fallega gamla arninum. Úr myrkrinu á bak við Ijósgeislann heyrðist áfjáð rödd, sem hvíslaði: “Krefti hnefinn — þarna er hann! Snúðu honum!” Hendi seildist út úr myrkrinu — það fanst ungu stúlkunni hræðileg sjón. Þessi hendi greip um hnúð á arinumgjörðinni — er hún hugsaði um það, þá minti þessi hnúður á kreftan hnefa innan í riddarahanska — og reyndi að snúa honum, en hann hreyfðist ekki. “Það er ekki til neins,” sagði önug rödd. “Heyrðu, lofaðu mér að reyna,” sagði annar. Þekti hún ekki málróminn? Svo kom önnur hendi fram úr myrkinu, stór, þrekleg, falleg hendi þakin svörtum hárum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.